Heimskringla - 11.10.1939, Page 2

Heimskringla - 11.10.1939, Page 2
2. SíÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 11. OKT. 1939 EKKERT BETRA EN VOGUE að GILDI Vocue FINE CUT TOBACCO Qualitu and Tfildness Þú færð meira fyrir pening- ana þegar þú vefur sígarett- urnar sjálfur úr þessu bragð- góða, fínt skorna tóbaki. — Hvernig sem þú lítur á það, þá er það stór hagnaður að kaupa pakkan á lOc og 1/2 punds dósina á 60c. Vogue fín skorið með Vogue sígarettu pappír, er ábata- samast þeim sem ‘vefja sinar sjálfir.’ 10c PAKKINN — i/2-PUNDA DóS FYRIR 60c MINNINGARRÆÐUR um séra Ragnar E. Kvaran fluttar í Sambandskirkjunni í Winnipeg 1. október 1939. Ræða Dr. Rögnv. Péturssonar útbreiðslustjóra Sameinaða kirkjufélagsins “Dauðinn ríður um ruddan veg. Og ræðst á þinn bezta vininn.” (E. H. K.) —Far vel út á dapurlegt dauðans gráð, og drottinn þér greiði veginn. Þótt þrungið sé loft og þrotið vort ráð og þrótturinn felmtri sleginn, þá hyllir undir guðs líknar láð og landtöku hinumegin. (E. H. K.) Kæru vinir: Vinur vor er dáinn! Sú harmafregn barst oss með símskeyti frá Reykjavík, 2. sept. síðastl., jarðarfarardaginn hans. — Skeytið hljóðaði á þessa leið: Reykjavík, 2. september, 1939 Ragnar Kvaran andaðist 24. ág. eftir uppskurð, jarðaður í dag. Fregnin setti oss öll hljóð, vér áttum erfitt með að trúa því, — að það gæti verið mögulegt að hann væri kallaður burtu svo skjótt á miðjum aldri, á miðjum þroskaár- unum. Fregnin var svipleg, hún flutti með sér sorg og söknuð. Á þeim skapa- dómi áttum vér erfitt með að á,tta oss og að vér ættum ekki eftir að líta hann fram- ar á jörð. Eg þarf ekki að segja yður það, að með honum er farinn einhver list- fengasti og fjölhæfasti maðurinn sem þjóð vor átti nú á þessum tímum. Hann var alt í senn, prédikari, fyrirlesari, söngvari, upplesari og leikstjóri. Allar ræður hans voru þannig samdar og þannig fluttar, að unun var á að hlýða. Málfarið ljóst, fag- urt og sérstaklega viðfeldið. Söngvari var hann sá, að með hinni skýru rödd sinni og túlkun mannlegra tilfinninga, hreif hann hugi allra sem á hann hlustuðu. Ómar og hreimar söngsins munu lifa í huga vina hans, hve mörg sem árin verða sem yfirfærast. Persónurnar í leik eða sögu sem hann leiddi fram, urðu menskar verur. Mannlífið með öllum þess smáu og stóru viðfangsefnum, — sorg og gleði, góðvild og sérgæðum, — sem þanin voð, fyrir augum áhorfendanna, þar sem fram- -kallaðar voru myndir sjúkra og heilbrigðra skapgerða er lofum hafa ráðið, og lofum ráða, í mannfélaginu á horfinni og yfir- standandi öld. í listfengi á þessum svið- um, öllum, náði honum enginn af þeim sem eg hefi kynst. Hverju sæta þá þau örlög og því má samtíðin ekki njóta lengur slíks atgerfis og slíkra hæfileika? Hver svarar því? Nei — “Dauðinn ríður um ruddan veg og ræðst á þinn bezta vininn.” — og úrslit þess fundar verða þau, að atgerfi og framtíðar vonirnar eru lögð í gröfina. Eg er hér til þess með aðeins fáum orð- um að minnast hans, sem kærs vinar, og samverkamanns yfir það tímabil sem við- burðaríkast hefir verið, og ollað hefir straumhvörfum í þjóðlífi voru fslendinga hér í álfu, þegar tók að heiða og greiða til, í lofti, um stefnur og skoðanir. í því upp- rofi átti hann sinn mikla og góða þátt. Verk hans gekk út á, að leiða tilheyrendur sína, og samþjóða menn, út úr þokunni, út úr þoku hjátrúar og hleypidóma, út úr þoku örvæntingar og þrælsótta, og vísa þeim á lífsins og friðarins veg. Það var ekki óttinn fyrir guði, heldur elskan til guðs sem var kjarni allrar hans kenningar. Vér þurfum ekki að óttast guð, heldur nálægjast hann, þá nálægir hann sig oss. Frá honum, fyrir hann og til hans eru allir hlutir. Grimdar þel, fornaldarinnar og miðaldanna, sem bergmála í orðalagi játninganna koma kenningu Krists ekki við. Séra Ragnar kom hingað vestur snemma ársins 1922 (2. marz) ásamt fjölskyldu sinni. Tók hann þá strax við prestsþjón- ustu Sambandssafnaðar. Hann var þá fyrir nokkru útskrifaður við guðfræði- deild Háskóla íslands, — útskrifaðist úr Mentaskólanum mjög ungur, og sömuleiðis úr guðfræðideildinni. Hann var fæddur hér í Winnipegborg 24. febrúar 1894, sama árið og foreldrar hans fluttu heim til ís- lands. Kom hann því inn í nýtt um- hverfi, þó fæddur væri hér. Hann var ókunnugur því umróti sem hér var þá að gerast í félagslífinu. Hann var friðelsk- andi, og tók sér nærri óvild og sundur- lyndi, en vildi sameina alla þá krafta sem lyft gátu anda og hugsun almennings upp yfir hið hversdagslega andleysi. Fyrir nokkrum vonbrigðum mun hann hafa orð- ið fyrstu árin. Þessu ekki vel tekið, en þó tókst honum þetta vonum framar að lokum. Hann var umtalsgóður maður um fólk, — eg heyrði hann aldrei hallmæla nokkrum manni, — og engan lét hanc gjalda stefnu sinnar eða skoðana. Ef til vill, meðfram fyrir það, auk þess sem persónuleiki hans lagði sitt til, dró hann að sér að lokum stóran kunningjahóp, yngra fólks sem geyma mun minninguna um hann til æfiloka. Prestur Sambandssafnaðar var hann frá því í marz 1922 og fram til október 1928, að hann sagði af sér og s.éra Benja- mín Kristjánsson, nú prestur í Saurbæjar- þingum í Eyjafirði og skólastjóri á Syðra- Laugalandi, tók við, og tók þá við út- breiðslustarfi hins Sameinaða Kirkjufé- lags fslendinga í Vesturheimi. Forset.i kirkjufélagsins var hann frá því að það var stofnað veturinn 1922 og þangað til hann hvarf til íslands aftur 1933. Síðasta árið hér í landi, þjónaði hann þessari kirkju og hér var hann kvaddur og fjöl- skylda hans er hann fór héðan alfari 14. ágúst 1933, heim til ættjarðarinnar. Margt fleira starfaði hann í félagsmál- um vorum en hér er talið. Svo að segja allan tímann sem hann dvaldi hér skipaði hann á víxl forseta, vara-forseta eða skrifara stöðu í stjórn Þjóðræknisfélags- ins. Þá átti hamí og sæti í Heimfarar- nefnd félagsins sem starfaði frá 1927— 1930. Enginn var þjóðhollari, enginn skylduræknari. Vitum vér ekki nú og munum ef til vill aldrei vita að hve miklu leiti honum var að þakka hvað starf nefnd- arinnar hepnaðist vel, sem raun varð á. Og nú erum vér að kveðja hann í öðru skifti hér, eftir að hann hefir látið í haf og flutt til hins ókunna lands bak við gröf og dauða. Kveðjan hin fyrri var blandin söknuði, vér vildum ekki missa.hann og fjölskyldu hans frá oss. En þessi hin síðari kveðjan er þrungin sárum sársauka og óvæntum harmi. Vér áttum sízt von á því að komið væri að vegamótunum. Hann stendur mér enn fyrir augum eins og hann var, er við kvöddumst síðast á hafnarbakkanum í Reykjavík fyrir 2 árum, — glaður, tígu- legur, hugrakkur og ókvíðinn. Og þannig mun eg geyma mynd míns kæra vinar, þangað til eg beygi út af veginum inn til þorpsins þögula og hljóða, úti á lands- bygðinni. Oft hafði eg áður staðið á þeim stað sem við stóðum á þetta kvöld og horft út yfir höfnina og út á hafið. Skip voru að koma og að fara. Eg fylgdi þeim sem voru að fara unz þau hurfu sjónum. Ekki þekti eg þau og ekkert vissi eg hvert þau voru að halda. En þau voru að sigla burt, út á hafið. Mér finst eg nú vera aftur staddur þar á hafnarbakkanum. Eg sé skipið hans halda út fyrir hafnargarðinn, út milli andnesja og eyja út á sjálft hafið. Eg veit að það kemur aftur og sækir nýja farþega, en með því, kemur hann ekki aft- ur. Við höfum því í þriðja sinn kvaðst á hafnarbakkanum — og nú fyrir fult og alt. — Jæja vinur: “Far vel út á dapurlegt dauðans gráð, Og drottinn þér greiði veginn. Þótt þrungið sé loft og þrotið vort ráð Og þrótturinn felmtri sleginn, Þá hyllir undir guðs líknar láð og landtöku hinumegin.” Ræða S. Thorvaldsonar, vara-forseta Sameinaða Kirkjufélagsins Fréttin um lát séra Ragnars E. Kvaran heima á ættjörðinni vakti söknuð í brjóst- um vorum hér vestra. Hann var fæddur í þessu landi, í þessari borg, svo Canada á ekki síður en ísland á bak að sjá einum af sínum beztu og ágætustu sonum. En þótt að hugsunin um það, að hann sé horf- inn sjónum vorum, sé söknuði og sársauka blandin, minnumst við þess ávalt með fögnuði, að hann varði þjóðfélagi voru glæsijegasta tímabili sinnar starfsríku æfi. Starf hans innan kirkju vorrar, hefir fest djúpar rætur í hjörtum samverka- mannanna og allra sem nutu hans leið- sagnar, meðan hann dvaldi hér. Skoðanir hans voru ekki myrkar, framsetningin lip- ur og hrein og oft skáldleg og aðlaðandi, svo allir fylgdust með. Áhrifin urðu vegna þessara miklu hæfileika hans djúp og var- anleg. Einlægni hans í skoðunum, frum- leiki í hugsun, viðkvæm réttlætistilfinning 0g víðtæk þekking, myndaði hið andlega umhverfi, hvar sem hann var staddur og snerti viðkvæma strengi í hjörtum þeirra, er hann umgengust eða á mál hans hlýddu. Ræður hans voru þrungnar af djúpri trúarmeðvitund og sannfærðust sam- verkamenn hans um að hann var trúmaður þó máske ekki í venjulegum skilningi. En hann var einlægur lærisveinn hinnar frjálslyndu kirkju. Eg minnist að hann sagði oss frá því að það sem hann skoðaði grundvöllinn að trúarlegri starfsemi í kirkjufélagi voru vestra sem annarstaðar, væru orð meistarans frá Nazaret: “Til þess er eg fæddur og til þess kom eg í heiminn, að eg beri sannleikanum vitni.” Og göfugri orð ætlum vér ekki hafi verið töluð á þessari jörð. — Þar sem dimt var yfir á sviði trúarinnar leitaðist hann við að gera hærra undir loft og víðara til veggja, dreifa sólarljósi þekkingar og sannleikans á veginn. Hann vildi vinna að því og hjálpa til að greiða öllum sem þektu hann braut til bjartari og sælli framtíðar. Söfnuðir þeir sem hann þjónaði í Nýja- íslandi um tveggja ára bil, minnast hans látins með söknuði. En margar sælar endurminningar um hann grípa hugi þeirra á þessum tímamótum. Við erum þess fullviss að það fylgir blessun starfi hans og það hefir á mönnum, sem eg tel honum líkastg,, ávalt sannast, að þeir lifa í verkum sínum og kynslóðin, sem þekti þá ber æ hærra og hærra merki þeirra. Séra Ragnar var hugljúfi allra sem hann þektu. Minning hans lifir í vestur-ís- lenzku þjóðlífi eigi síður en á landinu sem við köllum “heim”. Ræða séra Jakobs Jónssonar flutt í Wynyard sunnudaginn 1. október. Margan mun hafa sett hljóðan við þá fregn, að séra Ragnar E. Kvaran væri látinn. Engar fregnir höfðu af því borist, að hann væri veikur og síst að hann væri í hættu staddur. Hann var enn á þeim aldri, er flestir telja langt til náttmála. Dauði hans sannar því fyrir oss orð Hall- gríms: “Svo hleypur æskan unga óvissa dauðans leið Sem aldur og ellin þunga, Alt rennur sama skeið. Innsigli engir fengu Upp á lífsstunda bið, En þann kost undir gengu Allir, að skiljast við. Dauðinn má svo með sanni Samlíkjast þykir mér Slyngum þeim sláttumanni, Er slær alt hvað fyrir er, Grösin og jurtir grænar, Glóandi blómstrið frítt; reyr, stör sem rósir vænar Reiknar hann jafn-fánýtt. f dag erum vér komin saman hingað í kirkjuna, til þess að minnast þessa manns, sem eyddi mörgum af sínum beztu æfi- árum í þarfir Vestur-íslendinga og þeirra málefna. En það er ekki mín hugmynd að rekja æfisögu hans, það munu þeir gera, sem honum voru kunnugri en eg, annaðhvort austan eða vestan hafs. í þess stað langar mig til þess að bera fram fyrir yður, sem á mig hlýðið, nokkuð af hugleiðingum mínum um hugsjónir þær, sem starf hans miðaði að, og þá þjónustu, sem þær hugsjónir krefjast 0g hafa kraf- ist af honum og af oss. Vér syngjum á eftir þessari ræðu sálm, sem er ortur af Einari H. .Kvaran. Sá sálmur sýnir oss hver sú lífsskoðun var, sem Ragnar Kvaran var alinn upp við. Sú trú, sem þar kemur fram á kærleika guðs, alstaðar nálægan, hjá þjóðum him- ins og jarðar,ytra og innra, í gleði og í sorg, var áreiðanlega boðuð á heimilinu, þar sem hann ólst upp. Og þeir, sem þar réðu húsum höfðu fyrir ötula leit að sann- leikanum komist að áreiðanlegri vissu um það, að svo örlát var elska guðs á blessun til mannanna, að þó að jarðnesk gæfa líði undir lok, þá gaf guð nýja veröld, sem brosti í birtu hans. “Þín náðin, drottinn nóg mér er, Því nýja veröld gafstu mér; í þinni birtu hún brosir öll, í bláma sé eg lífsins fjöll.” Náð guðs merkir það sama og kærleik- ur hans, svo örlátur, að gjafir hans verða aldrei metnar til endurgjalds. Náð guðs er “samnefnari allra gjafa guðs,” sagði einn kennari minn, séra Magnús Jónsson. Sú náð er undirrót allrar vorrar gæfu. Og það er einn votturinn um tilveru hennar, að frá því að mannkynið fór að hefja upp augu sín, hefir það séð nýja veröld brosa við sjónum sínum, og horft á lífsins fjöll blána í fjarlægð framtíðarinnar. Þú, sem ef til vill ert alinn upp í íslenzkum dal eða útnesi á íslenzkri sjávarströnd, manstu bláma fjarlægustu fjallanna, — þau urðu að hillingalöndum hugrænna drauma þinna, undralöndum, sem seiddu fram í huga þínum þrána eftir hinum fegursta og bezta virkileika? Þú varst barn þá. En þú átt ennþá einhverja veröld, sem þú sérð í fjarska, þar sem blámar fyrir fjöllum hins æðsta og fegursta lífs. Það hefir ávalt verið eðii mannsins framan úr grárri forneskju að horfa á þessi fjöll og láta sig dreyma um að ná til þeirra að lokum. Og það dásamlega er, að þessir draumar sýnast rætast í fyllingu tímans. Sýnirnar verðá að veruleika. í rökkri fjarlægustu fortíðar horfðu mennirnir á lífsins fjöll í bláma æfintýranna. Menn, sem voru háðir hinum ytri takmörkunum af völdum hafs og hárra fjalla, og áttu alt sitt undir veðri og vindum, dreymdi drauma um dúkinn, sem sveif með mann um sólbjartan geiminn, og um skipin, sem höfðu byr í allar áttir. Þessir menn sáu í bláma fjarlægðarinnar þá veröld, sem nú er orðin að veruleik á vorri eigin öld — þegar mennirnir svífa um sólbjart loftið og sigla um sjóinn í fang vindanna. — Svo eru aðrar sýnir, sem ekki eru af efnisins heimi, heldur hinu innra og andlegra lífi mannanna, — þar blámar fyrir mannlífi, sem brosir í birtu guðs, mannlífi, sem borið er uppi af tilfinningu kærleikans og krafti sannleiks, ástar og vitsmuna. For- feður vorir áttu þessa nýju veröld í draum- um sínum. Vér eigum hana í vorum draumum. Og eg efast ekkert um það, að eins og draumarnir um dúkinn og skip- ið eru að rætast, þannig muni og rætast í fyllingu tímans draumarnir um hið fagra og fullkomna Hf, frið á jörð, fullnægingu réttlætisins, frelsun hinna þjáðu, — draumarnir um framvíndu lífsins. Og sú hin nýja veröld er ekki aðeins tengd þeirri blessuðu jörð er vér búum á í dag, heldur þeim heimi, er vér hverfum til, þegar jarðnesk gæfa þín og mín er glötuð, og gefin öðrum, sem á eftir oss koma. Ástar- mál guðs mun hljóma með þjóðum himins og þjóðum jarðar. Þegar vér vorum börn, höfðu hin fjar- lægu fjöll á sér blámóðu óveruleikans og draumsins, þangað til vér sjálf höfðum tekið oss ferð á hendur til þeirra. Þá sáum vér þau með virkileikans blæ — sáum fjallablómin fögru, fossana af berg- brúnunum, freyðandi dögg á grænu grasi í giljum og lautum. Þá sáum vér tign fjallanna og fundum skjól þeirra. Þannig verða hillingalönd hugsjóna vorra að veruleik. Vér tökum oss upp og förum til þeirra, fram á við og upp á við sækir mannkynið að lokum. Til himna-

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.