Heimskringla - 11.10.1939, Síða 7

Heimskringla - 11.10.1939, Síða 7
WINNIPEG, 11. OKT. 1939 HEIMSKRINCLA 7. SÍÐA FAST OG LAUST Framh. frá 3. bls. vísindanna á því sviði er rakin frá byrjun og óráðnar líkur ræddar með varúð og viti. Þar gætir engra trúarfarslegra hamla né fordóma og aðeins við það bundist sem ætlast er að standist skynræna skoðun og miskunnarlaust próf. Er það, að mínum dómi, sú eigulegasta ís- lenzka bók, sem út hefir komið á árinu. En þó hefi eg eitt við bók þá að athuga, sem ekki fellur mér í geð (utan þess, að hún binst við nýstárlega og smekklausa rétt- ritun). Hún ræðir um aðdrátt- araflið sem virkileika, og skip- ast að svo miklu leyti á sömu hillu og önnur rit, sem byggja kennigar sínar á játningum fremur en rökfræði eða reynslu. En eg tel víst að það sé vegna þess eins, að hugmyndin um að- dráttaraflið er svo rótgróin kenning orðin að fáum hefir dottið í hug að efast um sann- gildi þess. Jafnvel hinn mikli Einstein sjálfur er svo fjötraður á því sviði að hann lætur sitt aðal verkefni nú vera það, að sameina efnið og aðdráttaraflið í einn samfeldan alsherjar veru- leika, rökfræðilega. Því linnur höfundur bókarinnar ekkert til foráttu, og er hann þó svo skýr og finnur að honum tekst betur að gera afstæðiskenninguna skiljanlega en Einstein sjálfum — og svo er hann líka íslend- ingur. Fyrir það, ef til vill, finst mér eg vera tvöfaldlega von- svikinn. Aðdráttaraflið er gömul hug- mynd, eða öllu heldur hugsunar- 1 villa, sem enn helzt við af hefð. Það á álíka mikinn tilverurétt og tómarúmið, sem vísindin eru loksins farin að véfengja. Öll- um, sem um það hugsa, er ljóst, að rúm án efnis er ómögulegt, jafnvel þótt málið hafi gefið því nafn. Orðið “ekkert” er einnig til í málinu í viðlíka merk- ingu. Það, sem við í verunni eigum við með hugtakinu rúm, er aðeins einn af eiginleikum efnisins, sem alstaðar fyrirfinst með jöfnum þéttleika en mis- jafnri áferð. Sama má segja um tímann, hljóðið og fleira. Tími án hreyfingar efnisins er óhugs- anlegur, og verður því að skoð- ast sem eitt af einkennum þess en ekki sjálfstæður veruleiki. Og hljóðið er ómlaus meðvitund um þrýsting. í stuttu máli sagt er ekkert til nema efnið, og væri það að sjálfsögðu alt nákvæmlega eins, og gætt aðeins einum eiginleika, væri það í algerri kyrstöðu. — Hreyfingin gefur því hið mis- munandi útlit og eðlislíf. Enginn getur vitað hvers vegna það er á hreyfingu. En enginn gæti heldur hugsað sér að það hefði ekki æfinlega verið til, því þá yrði að gera ráð fyrir tómi, sem er ómögulegt. Jafn eilíft er einnig eðli hreyfingar- innar, því tregðan endurskapar sig í umhverfinu við hvern hnykk og hreyfingu, koll af INNXOLLUNARMENN NEIMSKRINGLU I CANADA: Amaranth.......... Antler, Sask...... Árnes............. Árborg............ Baldur............ Beckville......... Belmont............ Bredenbury......... Brown.............. Churchbridge....... Cypress River..... Dafoe............. Ebor Station, Man... Elfros............ Eriksdale.......... Fishing Lake, Sask. Foam Lake.......... Gimli.............. Geysir............. Glenboro........... Hayland............ Hecla............. Hnausa............. Húsavík............ Innisfail.......... Kandahar........... Keewatin........... Langruth .......... Leslie............. Lundar............ Markerville....... Mozart............. Oak Point__________ Otto............... Piney.............. Red Deer........... Reykjavík.......... Riverton........... Selkirk............ Sinclair, Man...... Steep Rock......... Stony Hill......... Tantallon.......... Thornhill.......... Víðir.............. Vancouver.......... Winnipegosis....... Winnipeg Beach..... Wynyard............ ..........J. B. Halldórsson .......-K. J. Abrahamson .......Sumarliði J. Kárdal .........G. 0. Einarsson .......Sigtr. Sigvaldason .........Björn Þórðarson ............G. J. Oleson ..........H. O. Loptsson .......Thorst. J. Gíslason —......H. A. Hinriksson ...........Páll Anderson ...........S. S. Anderson ....a....K. J. Abrahamson .......J. H. Goodmundson ..........ólafur Hallsson ..........Rósm. Árnason ..........H. G. Sigurðsson ...........K. Kjernested .........Tím. Böðvarsson .............G. J. Oleson ........Slg. B. Helgason ......Jóhann K. Johnson .........Gestur S. Vídal ..........John Kernested .......ófeigur Sigurðsson ...........S. S. Anderson ..........Sigm. Björnsson ............B. Eyjólfsson ........Th. Guðmundsson Sig. Jónsson, D. J. Líndai ...... Ófeigur Sigurðsson ..........S. S. Anderson .........Mrs. L. S. Taylor ............Björn Hördal ...........S. S. Anderson ......ófeigur Sigurðsson ..............Ámi Pálsson ........Björn Hjörleifsson .....Magnús Hjörleifsson ......K. J. Abrahamson .............Fred Snædal .............Björn Hördal .........Guðm. ólafsson .......Thorst. J. Gíslason ...........Aug. Einarsson .......Mrs. Anna Harvey ...Finnbogi Hjálmarsson ..........John Keraested ..........S. S. Anderson I BANDARÍKJUNUM: Ákra..................................Jón K. Einarsson Bantry.................................E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash.................Mrs. John W. Johnson Blaine, Wash...................Séra Halldór E. Johnson Cavalier.............................Jón K. Einarssoa Crystal-.l...........................Th. Thorfinnsson Edinburg.............................Th. Thorfinnsson Garðar...............................Th. Thorfinnsson Grafton..............................Mrs. E. Eastman Hallson...............................Jón K. Einarsson Hensel.................................j. K. Einarason Ivanhoe............................Miss C. V. Dalmann Los Angeles, Calif....Thorg. Áamundsson, 4415 Esmeralda St. Milton....................................S. Goodman Minneota...........................Miss C. V. Dalmann Mountain.............................Th. Thorfinnsson National City, Calif.....John S. Laxdal, 736 E 24th St. Point Roberts........................Ingvar Goodman Seattle, Wash.........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold................................Jón K. Einarsson Upham..................................E. J. Breiðfjftrt The Viking Press Limited Winnipeg, Manitoba kolli, án afláts svo krafturinn hvorki eykst eða mínkar, á hverju sem veltur. En áhrifin koma fram á breytilegan hátt eftir ástæðum. En hreyfingin er samfara þrýstingi þeim, sem öllu orkar og flestir verða varir við í ýmsu formi. Stundum kemur hann þó fram með þeim hætti að eðli hans dylst á yfirborðinu eins og til dæmis í verkum segulsins og hefir það valdið miklum mis- skilningi. En ekki þarf annað en að hafa endaskifti á hugsun- inni og gera ráð fyrir pressu í öfuga átt til þess að útkoman yrði sú sama, og skýrist fyrir- brigðið þá á grundvelli aflfræð- innar. Að því er framast séð verður getur enginn aðdráttur eða tog- un átt sér stað — jafnvel í rugl- uðu heilabúi. Reynslan sannar, og öll ígrundun samsinnir, að hin einasta leið til að hreyfa nokkurn hlut sé sú, að ýta honum úr stað. Enginn maður er svo lærður eða klókur að hann geti bent á neina aðra aðferð til framkvæmda. Aflfræðin bygg- ist eingöngu á því lögmáli, og svið hennar er öll tilveran. Það er því bábylja ein að tala um aðdráttarafl milli himintungl- anna eigi síður en frumeindanna og annara hluta. Miðflóttaaflið, sem er bein afleiðing þrýstings, er hinsvegar áþreifanlega virki- legur atburður, sem engri alvar- legri hugsun þarf að ama. Og einmitt það er að verki í sumum tilfellum þar sem fræðimennirn- ir þykjast verða varir við að- dráttarafl. Allur sigur yísindanna frá alda öðli hefir legið í því að rekja orsakir hins breytilega til færri og færri róta og ástæðna, og vissulega má fullyrða að mik- ið hafi áunnist í því á síðustu árum. Að sönnu eru frumefnin ennþá álitin vera um 92 talsins; en með því að vitað er að þau eru, hvort um sig, samsafn af fjölmörgum ódeilum, sem öll virðast áþekk að efnivið og at- hæfi, er auðséð að sagan er langt frá því að vera rakin til enda. Sennilegast er að uppruni og eigind allra ódeila sé nákvæm- lega hinn sami og hreyfingar- ástand þeirra einvörðugu skipi þeim í hina mismunandi flokka. Það mætti því skoða þau sem örsmá sólkerfi, er þrýstingsá- standið einangrar og ver gegn upplausn á sama hátt og virðist vera með hin stærri sólkerfi út- heimsins. Rannsóknir hafa leitt í Ijós að sól, tungl og allar stjörnur himinsins séu samkynja að efni og eðlisfari, og hraðastig eind- anna í byggingu þeirra eitt sam- an gefi þeim hið ójafna magn og útlit. Það er því ekki fjarri að álykta, að við næga þekkingu muni sannast að frumefni til- verunnar sé aðeins eitt í staðinn fyrir 92, og þrýstingurinn sé hin eina orkulind sköpunarverksins. En af þeirri ályktun leiðir ó- hjákvæmilega sú skoðun, að þrýstingseðlið sé hin einvalda grundvallareigind hins einþætta allsherjar frumefnis, og alt, sem skeður og er, sé af þeim samsama toga runnið. Og er þá komið að markmiði því, sem Einstein og aðrir nafntogaðir vísindamenn eru nú með mikilli ástundun að keppa að — en með þeim mismun, að aðdráttaraflið (sem þó er ekki til) er sett þar í staðinn fyrir hinn sjálfsannaða þrýsting, sem meginatriði. Með þrýstinginn og hina sí- feldu hreyfingu má segja að sé ástatt svipað því, sem er með eggið og hænuna. Enginn getur sagt með vissu hvert þeirra sé orsök hins. Áhrifin eru svo gagnkvæm að hvort veldur öðru slitalaust, stig af stigi að eilífu. En sökum þess að þrýstingurinn er það yfirgripsmeiri að geta verið að verki án sýnilegrar hreyfingar, eins og kemur fram í staðorkunni til dæmis, legg eg áherzluna á hann sérstaklega sem grundvallaratriði. Án hans og umróts þess, sem honum er ávalt samfara, ljóst eða leynt, væri efnisheimurinn allur einn síheill veruleiki, formlaus, kyr og aldauða. Hann er lífið í til- verunni; og þar sem hann er ævarandi og alstaðar nálægur, eins og öll merki og rannsóknir sanna, hlýtur lífið að vera það einnig. Þótt grjót og málmar og mörg önnur efnasambönd beri á sér öll eyrnamörk dauðans, fljótt á lit- ið, er sennilegt að öll tilveran sé bráðlifandi og hver einasta frumögn jafnvel hafi sína með- vitund, því alt er á fleygiferð, innbyrðis ef ekki öðruvísi, og hefir sín skilyrði til þróunar. Hin ólíkustu éfni geta samein- ast eða unnið hvort með öðru eftir ástæðum, og hin svoköll- uðu ólífrænu efni geta breyzt og orðið lífræn, eins og líkamir skepnanna geta steinrunnið og horfið aftur, eftir því sem virð- ist, til hins ólífræna. Ennfrem- ur játa vísindin að engin glögg merkjalína milli lífs og dauða hafi enn fundist. Hvað rennur inn í annað, og svo er dauðinn óákveðinn, jafnvel þar sem lífið birtist í sinni fullkomnustu mynd hér á jörðu, í manninum, að ýmsir partar líkamans halda áfram starfi sínu löngu eftir að lífið er sagt að hafa skilið við. Það er því ekki ástæðulaust að ganga út frá því að, djúpt til- tekið, sé lífið óforgengilegt, og eiginlegt insta og eina eðli til- verunnar. En ekki er þar með sagt að lífið geti, að svo stöddu að minsta kosti, einangrað sig um aldur og æfi í gerfi mannleg3 persónuleika, eins og sumar eldri sagnir kenna og óskir ein- staklinga vilja vera láta. Eins og afleiðing orkunnar (þrýstings- ins) auðsýnir sig í ýmsum myndum, svo sem vinnukrafti, hita og ljósi — og lífinu —, þannig má ætla að persónuleiki hvers eins taki stakkaskiftum eftir ástæðum. Maðurinn er að- eins ein af tilraunum eða dut!- ungum lífsins, sem máske verð- ur kastað fyrir borð, sem mis- lukkaðri hugsjón, þegar minst varir. Og væri þess ekki mót- von, að mínu áliti, eins og honum er nú farið. í viðskiftalífi náttúrunnar er hvorki okur né ölmusa. Þar er lítið um auglýsingar, en þó nóg til að grafist er eftir og hver kostur seldur með sannvirði. Um afslátt er þar aldrei að ræða, og það hefir okkur mönnunum oft þótt hart að gengið. Við höfum vanist hagfræði, sem ber nafn með rentu og kallar ekki alt ömmu sína. En af því að nokk- uð mikið er farið að gefa á bátinn í því sukki getur svo far- ið að tekin verði upp aðferð lífs- ins, til reynslu, og víli menn þá ekki lengur fyrir sér að láta fult verð fyrir hverja framför. Komi það á daginn fer strax að roða fyrir von um það “annað líf,” sem við höfum svo lengi þráð en látið okkur úr greipum ganga fyrir aðgerðaleysi og glópsku. Náttúran lætur ekki að sér hæða, en hún svíkur heldur aldrei í reikningunum, né blékk- ist á svikinni mynt. Vöru sinni miðlar hún út í smærri eða stærri skömtum, samkvæmt vilja og gjaldþoli sínna við- skiftavina og gjaldmiðillinn er þekking. Bankaávísanir og gömul friðþægingarskírteini hafa þar ekkert gildi, því hönd selur hendi í vistabúð hennar og gjaldfrest er þar engan um að ræða. Mörg þúshundruð aldir eru liðnar hjá síðan mannkynið fór að þreyfa sig áfram á vitrænan hátt, og þó má með nokkurri sanngirni segja að fyrsta sporið til lífsins sé enn óstigið. Það segir sig sjálft að til þess að geta öðlast vöxt og vizku er bráð- nauðsynlegt að verja og leggja rækt við þá litlu líftóru, sem er, og afla henni þeirra skilyrða, sem þróar krafta hennar og - NAFNSPJÖLD - Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrifstofusiml: 23 674 Stundar sérstaklega lungnaajúk- dóma. Er aS flnnl á skrlístoíu kl. 10—12 f. h. ok 2—6 e. h. Heimill: 46 Alloway Are. Talsimi: 3i lit Thorvaldson & Eggertson Lögfraeðingar 705 Confederation Life Bldg. Talsími 97 024 Orric* Phoki 87 293 Rks. Phoni 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MKDIOAL ART8 BUILDINQ Omc* Houss: 12 - 1 4 P.M. - 6 P.M. álfO BT APPOINTMENT M. HJALTASON, M.D. ÁLUSNNAR LÆKNINQAR Sérgrein: Taugaajúkdómar Lætur útl meðöl i vtðlögum VlVtalstfmar kl. 2—4 «. h. 7—8 að kveldlnu Simi 80 867 666 Victor St. Dr. S. J. Johannesvon 806 BROADWAY Talsiml 30 877 VlOtalsUml kl. 3—5 e. h. A. S. BARDAL selur likkistur og annaat um útfar- lr. Allur útbúnaður sá bestl. _ Bbiníremur lelur hann allskonar minnisvarða og legstelna. 843 SHERBROOKB 8T. Phone: 86 607 WINNIPSQ J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Inrurance and Financial Agente Sími: 26 821 308 AVENUE BLDG.—Winnipeg THL WATCH SHOP Thorlakson Baldwin Diamonda and Wedding Rlngs Agents for Bulova Watcheg Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave. Gunnar Erlendsson Pianokennari Kenslustofa, 796 Bannlng St. Simi 89 407 Rovatzos Floral Shop 206 Notre Danie Ave. Phone 94 664 Fresh Cut Flowers Daily Plants in Season We specialize in Wedding & Concert Bouquets & Funeral Designs Icelandlc spoken Jacob F. Bjamason —TRANSFER— Baggage and Fumiture Moving 591 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annast allskonar flutnlnga fram og aftur um bæinn. MARGARET DALMAN TSACHER OF PIANO 814 BANNINO ST. Phone: 26 420 DR. A. V. JOHNSON DENTIST 506 Somerset Bldg. Offi^e 88124 Res. 36 888 410 Medical Arts Bldg. Dr. K. J. AUSTMANN Stundar eingöngu Augna, eyma, nefs og kverka sjúkdóma 10 til 12 f.h.—3 til 5 e.h. Skrifstofusími 80 887 Heimasími 48 551 kunnáttu í baráttunni. Til þess þarf almenn samtök og víðtækar ráðstafanir, því vaxandi menn- ing er ómöguleg án friðar og samvinnu. Raffræðin sannar að einstaklingarnir eru háðir heild- inni svo margvíslega að enginn fær frelsast nema tegundin sigri. Það, að fáir séu útvaldir en fjöldinn tortímist, á kannske við að einhverju leyti í helstefnu fésýslunnar, en er vissulega vill- andi í sambandi við sálarheill og menning, því öll úrkynjun og spilling er smitandi eins og land- farsótt og tegundin, með öllum sínum einstáklingum, rís eða fellur eftir útkomu fjöldans. — Skynsemin og eigingirnin heimta því bræðralag í baráttunni til lífsins, hversu óvinveittar sem persónuranr kunna annars að vera heimuglega. Með því móti fengjust þær alsnægtir og það athafnafrelsi fyrir alla, sem veittu þeim tóm og tækifæri til djúptækra hugleiðinga og rann- sókna, auk þess að létta af þeim oki örvæntingarinnar og óttans. Því stigi trúi eg að einhvern- tíma verði náð af vitverum. Og reynist það sannspá, er víst að æfin verður ólíkt notalegri en nú, og tækifærin glæsileg að komast í samfélag við lífið. En alt annað en þetta hefir verið uppi á tening í liðinni tíð, og er enn. Fátækt, sjúkleiki, þrældómur, fáfræði, ótti, hjátrú, öfund, hatur og stríð hafa deyft og knosað lífskraftinn, svo að mesta furðan er að nokkur neisti skuli enn vera við líði. Gefur það í sljálfu sér meira en litla ástæðu til trúar á eilífðleik þess og festu. Það er því ekki óhugs- andi, þrátt fyrir alt, að mann- kynið hafi enn eitthvert tæki- færi til frelsunar. Um guðshugmyndina og and- ann, eins og þau hugtök voru innrætt mér í æsku, get eg ógn- ar lítið talað. Eg er löngu bú- inn að tapa þeirri leiðslukend, sem þeim fræðum var samfara. Fari eg til dæmis að reyna að gera mér grein fyrir guði, sem sérstökum persónuleika, stækk- ar hann og stækkar í huganum þangað til hann er, ekki einasta í öllu, heldur alt, sem til er, því án þess gæti vald hans ekki náð til allra þátta tilverunnar — og þá hverfur hann um leið og eg sé bara það, sem áður var. Og andinn, sem vera sérskild frá efninu, er mér ofvaxið hugs- unarpróf. Efnislaus tilvera, eins og honum hefir verið lýst, hefði engin tök á að snerta eða hrýfa hið líkamlega og gæti því ekki átt erindi á vettvang mannlegra sérmála, þar, sem engum væri unt að vita um tilkomu hans og áhrif hans væru núll. Jafnvel eterinn, sem þó er nú álitinn að vera síheilt efni, smýgur í gegn- um hvað sem er, án sýnilegrar fyrirstöðu. Hvernig ætti þá al- veg efnislaus vera að gera vart við sig á nokkurn hátt í efnis- heiminum? Að rækja trú á þessháttar fjarstæðu, á kostnað sjálfstæðrar sáluhjálpar, er hryggileg óforsjálni og auð- Frh. á 8. bls.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.