Heimskringla - 01.11.1939, Blaðsíða 6

Heimskringla - 01.11.1939, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEiMSKRINGLA WINNIPEG, 1. NÓV. 1939 Brögð í tafli “Það eru atriði í þessu máli, sem eg hugs- aði lítið um þá, er nú valda mér áhyggju. í fyrsta lagi, þá er eg næstum fimtugur og Lady Angela er tuttugu og eins, í öðru lagi þá kom eg heim eins og hin glæsilegasta hetja í augum almennings, 'það veit trúa mín að slíkt er mér á móti skapi, en samt er þessu svona varið. Konungurinn veitti mér viðtal. Eg fékk Vik- toríu krossinn, og öll þessi viðííöfn brá þessum ljóma á mig. Alt þetta 'veldur mér áhyggju. Lady Angela var mjög ung og óttast eg að þetta hafi stigið henni til höfuðsins. Hún tók mér og hefir verið mér mjög trygg. Aldrei hefir borið á sundurþykki milli okkar fyr en í kvöld. En upp á síðkastið hefir mér fundist hún vera breytt. Nú er sú stund komin að eg ætti að gefa hennijoforð hennar til baka og gætu þá leiðir okkar skilið án allra ásakana. Mig langar til að fá að vita hvort það er skylda mín að slíta trúlofun okkar.” Ray leit beint fram í mig og eg roðnaði mjög vegna þess að eg fann að hann hafði gert mig að trúnaðarmanni sínum. “Hvað álítið þér, Guy? Þér eruð aðeins drengur en á sama aldri og hún og hafið kynst henni upp á síðkastið. Þér eruð bara drengur, en það eru bara drengir og skáld, sem skilia kvenfólkið. Segið mér hver skoðun yðar er." “Eg skal segja yður þetta,” sagði eg óða- mála, “ef eg væri í yðar sporum og Lady Angela hefði lofað að giftast mér, þá væri eg ekki að hika við það. Eg mundi giftast henni fyrst og gera hana hamingjusama á eftir. Hvað hinu víkur við, sem þér spurðuð að en sögðuð ekki með orðum, þá hefi eg aldrei heyrt eða séð hinn minsta vott þess að Lady Angela hugsaði ekki til yðar sem tilvonandi eiginmanns síns og unnusta. Hvað minni heimsku viðvíkur, þér- virðist hafa hugmynd um hana, þá veit enginn það betur en eg, að það er hin mesta heimska og fjarstæða, sem byrjar og endar í huga mér og er alveg áreiðanlega það og ekkert annað.” Ray sló úr pípunni sinni upp við borðið. “Hlustið á mig,” sagði hann. “Eg fann yður óþektan og næstum alveg týndann, en samt eigið þér volduga ættingja og fjölskylda yðar er eins göfug og hertogans. Þér getið eignast fé, einhverntíma. Munið eftir þessu og endurtakið svo það, sem þér hafið sagt.” “Þótt eg væri í þannig kringumstæðum, þá gerði það engan mun,” svaraði eg. “Eg er viss um að Lady Angela er yður trú. Hún hefir enga ihugmynd um þetta, og það er ekki vert að hún fái um þetta að vita.’ “Þér álítið þá að eg ætti að giftast henni ?” sagði hann hægt. “Það er bara eitt atriði,” sagði eg og herti upp hugann. “Og hvað er það ?” spurði hann hvatskeyts- lega. “Það verðið þér að spyrja samvizku yðar um,” svaraði eg. Hann stóð á fætur og mælti: “Bíðið hér og eg skal sýna yður réttlætingu mína.” XXXI. Kap.—Bréf föður míns. Eg heyrði hið þunga fótatak Ray er hann gekk stigann. Stuttu síðar kom hann ofan og hélt á bréfi í hendinni. “Guy,” mælti hann, “eg er seinn að treysta öðrum mönnum. Fyrir þær sakir og einnig vegna þess, að best var fyrir yður að vita sem minst um þessi atriði, þá hefi eg sagt yður fátt um það, sem gerðist kveldið það. Hið fyrsta álit mitt á yður hefir breyst nokkuð síðan við kyntumst fyrst. Þér eruð sterkari en eg hugsaði, þér hafið treyst mér líka, og þess vegna er eg nú gestur undir þaki yðar í kvöld. Hlustið nú á mig! Maðurinn, sem þér funduð dauðan niður á mýrunum var ekki föður yðar!” Mig furðaði ekkert á því. Eg hafði altaf efað það. “Hver var hann þá?” spurði eg rólega. “Þegar faðir yðar varð vitlaus í Gibraltar,” sagði Ray, “þá þurfti hann á hjálp að halda. Þessi maður, sem hét Clery, lét honum þá hjálp í té. Þegar eg þekti þá báða, þá var hann her- bergisþjónn föður yðar. Síðan hafa þeir verið félagar í mörgum brellum. í mörgum tilfellum, sýndi faðir yðar, að hann átti eftir talsvert af sómatilfinningu og drengskap. Þessi mann- ræfill setti sér það takmark að uppræta þetta úr sál hans og varð vel ágengt. Hann var sníkjudýr heigull og níðingur og gersneiddur öllum manndómi. Hann og þessi kvenmaður voru bæði jafnsek í því, að líf föður yðar var gereyðilagt.” “Eg sagði honum það einu sinni áður, að ef við hittumst einhverstaðar, þar sem óhætt væri fyrir mig að stytta honum aldur, þá dræpi eg hann eins og eg dræpi hvert annað eiturkvik- indi. Hann glotti bara að því rétt eins og eg hefði lokið á hann einhverju lofsorði. Og Guy, þetta kvöld, eitthvað hundrað skref frá kofan- um yðar, vogaði hann til mín á þessum mann- lausa vegi og spurði mig leiðbeiningar heim til Mr. Guy Ducaine. Augnabliki síðar þekti hann mig.” Hörkulegt bros lék um varir Rays, en eg gat ekki varist hrolli. Hann hélt áfram: “Hann virtist fyrst verða máttlaus af skelfingu. Hann reyndi að skjótast burt út í mýrarnar, en eg náði honum með hægu móti og hélt honum svo að hann gat ekki sloppið. Hann meðgekk að hann væri með bréf til yðar frá föð- ur yðar. Hann neitaði því fyrst að hann hefði bréf, en eg leitaði á honum þangað til eg fann það. Þér sjáið að það er til yðar. Engu að síður kveikti eg á eldspýtum, opnaði það og las það með nokkurri fyrirhöfn. Á meðan á því stóð engdist þetta kvikindi sundur og sam- an eins og áll við að reyna að losna. Lesið þér bréfið.” Eg dró bréfið út úr umslaginu. Það var skrifað á Sovay gistihúsinu. Kæri sonur: Eg á það ekki skilið af þér að þú lesir lengra. Eg á eins lítinn rétt á því, að kalla þig son minn, og þú munt hafa löngun til að kalla mig föður. En nú leita eg til þín í nafni réttlætisins. Eg hefi heyrt að þú hafir verið rændur arfi þínum, sem átti að hjálpa þér til að komast af stað á æfibrautinni. Eg er hingað kominn til að reyna að bæta þér þetta, og bið þessvegna um viðtal einhverntíma næstu dagana. Eg bið þig að svara mér með Clery, hinum trygga og færa þjóni mínum. Eg þekk- ist hér undir nafninu Richard Drew Foster. Eg lagði bréfið frá mér án þess að mæla neitt. Ray horfði á mig þar se’m hann sat á armi hægindastólsins gagnvart mér. “Eg skildi bréfið og meiningu þess,” hélt hann áfram. “Eg vissi að alt þetta nágrenni var undir eftirliti franskra njósnara og að maðurinn sem kallar sig Richard Drew Foster, áleit yður ágætt og tilbúið verkfæri fyrir sig. Það er líka mjög sennilegt að þessi atriði hefðu verið sýnd yður á annan og aðgengilegri hátt, þar af leiðandi stakk eg bréfinu í vassa minn og slepti Clery.” “Þú getur farið heim til húsbónda þíns,” sagði eg, “og sagt honum að þú hafir fundið mig, og að eg hafi þetta bréf. Það verður nóg. Og þú getur sagt honum að eg verði í London annað kvöld og verði nokkur með hans nafni á Savoy gistihúsinu, þá verði hann kominn í fangelsi fyrir miðnætti.” “Maðurinn sneyptist í burtu. Eg býst við að hann hafi séð, að þegar eg var þarna var tilraun þeirra árangurslaus. En síðar meir hefir ihann farið að efast og tekið það ráð, sem var sennilegasta djarflegasta ákvörðunin á allri æfi hans. Hann elti mig læddist hljóðlega aftan að mér, og með gömlu bragði, sem þeir kenna þeim hinumegin við Signu fljótið, var hann næstum búinn að hengja mig. En samt kom eg fingrunum inn undir kappmelluna og náði utan um háls hans. Þegar eg náði and- anum lyfti eg honum upp og varpaði honum út í mýrina. Þar skildi eg við hann. Fallið virðist hafa drepið hann. Þetta er öll sú saga. Þetta var guðdómlegt réttlæti, en mér er það ljóst að lög þessa lands líta ekki þannig á málið og því þagði eg. Mér þykir fyrir því nú.” “0g Mr. Drew Foster?” “Hann hafði farið af hótelinu þegar eg kom þangað og gleymdi að skilja eftir heimilis- fangið sitt,” svaraði Ray þurlega. “Þér ihefðuð átt að treysta mér,” sagði eg hægt. “Hefði eg þekt yður eins vel og nú mundi eg hafa hætt á það.” Við sátum þegjandi um stund, þá var barið hægt að dyrum. Ray horfði rannsakandi á mig og sagði: “Hver heimsækir yður um þetta leyti ?” “Við skulum sjá hver það er,” sagði eg. Eg ætlaði að vera gætinn hverjum eg byði inn, en eg hafði varla opnað hurðina þegar grannvaxin, sviartklædd kona leið eins og skuggi fram hjá mér inn í herbergið. Eg þekti hana á hinu mjúka og hvata göngulagi hennar. Ray sat og reykti, en andlit hans var eins og á steingerfingi. Eg held að hún hafi ekki séð hann strax. “Guy,” sagði hún áköf, “fyrirgefið mér, en eg gat ekki að því gert. Eg hefi reifað mig eins og smurlingur og kom eftir söndunum svo að enginn sæi mig; en það er ástæða---------l’ Hún sá Ray og orðin dóu á vörum hennar. Hún stóð þar titrandi eins og fangaður fugl. Hann tók pípuna út úr sér. “Haldið þér áfram,” sagði hann blíðlega, “eg get kannske svarað þessu fyrir Mr. Du- caine.” Hún hneig ofan í stól. Hún horfði á mig með bænaraugum að vernda sig. Eg heyrði Ray hnussa fyrirlitlega, en eg gat ekki að því gert að eg svaraði henni góðlátlega. “Mér þykir slæmt að þér komuð hingað,” sagði eg, “en auðvitað skal eg svara hvaða spurningu, sem þér spyrjið mig að.” “Hvernig var maðurinn í hátt sem þér funduð, ihvernig var hann?” spurði hún. “Hann var lítill, dökkhærður maður.” Hún hló ofsalega og sagði: “Hann var yfir sex fet á hæð! Það var þá ekki hann. Það get- ur hafa verið einhver sem hann sendi en það var ekki hann. Guy hafið þér heyrt frá hon- um? Vitið þér hvar hann er?” Eg hristi höfuðið, en Ray svaraði hörku- lega: “Eg ihugsa að þér finnið hann heima þeg- ar þér komið þangið, frú, hvar sem það nú er. Væri hann í þessu landi, þá sæti hann í ein- hverju svartholinu.” Hún horfði á hann og sagði: “Þér hafið þá sigað á hann lögreglunni? Þér ætlið þá að láta elta hann uppi eftir allan þennan tíma?” “Já,” svaraði hann, “segið mér hvar hann er fólginn í þessu landi, eg lofa yður því að frelsi hans skal samstundis.lokið.” Hún benti á mig og sagði: “Föður hans?” “Já, þótt hann væri það ihundrað sinnum.” Hún sneri sér að mér eins og til að fá mig til að mótmæla þessu, en þar sem eg gaf henni enga uppörfun, þá stóð hún þreytulega á fætur. “Eg ætla að fara,” sagði hún. Hún opnaði dyrnar og fór svo fljótt út, að þótt eg reyndi að stemma stigu fyrir því og kallaði á eftir henni, gat eg ekki hamlað brott- för hennar. Hún hvarf inn í skuggana. Eg gat jafnvel ekki heyrt skóhljóðið. XXXII. Kap.—Leiðinlegir samfundir. Meira verk. Eg vann hvíldarlaust í viku. ' Lögreglan virtist hafa hætt umsátinni um kof- ann minn og eg heyrði það hvíslað, að yfir- lýsing frá hertoganum íhefði að nokkru leyti hreinsað mannorð mitt. * Ray hafði neitað að yfirgefa England. Eg vissi vel að það var mín vegna. Hann var ásamt hinum í Lundúnum. Svo var eg kallaður þangað, var mér sagt að koma strax til Rowchester hússins og mér til mestu undrunar fræddi þjónninn mig, sem eg hitti að máli, að herbergi var þar til reiðu fyrir mig og furðaði eg mig mjög á því. Eg hafði ekki fyr komið inn í herbergið en herbergis- þerna Lady Angelu kom með skilaboð til mín. Lady Angela bað mig um að koma eins fljótt og eg gæti niður í setustofuna, því að hún þurfti að tala við mig fáein orð. Lady Angela stóð við arininn þegar eg kom inn. Eg gekk stuttan spöl inn fyrir þröskuldinn og staðnæmdist þar. Hún rétti mér hendina og hló rólegum hlátri. Þetta er ljómandi fyrirkomulag,”. sagði hún. “Eins og þér vitið, þá eruð þér svo þýð- ingarmikill maður að það verður að gæta yðar vel, þessvegna eigið þér að dvelja hér. Eg fór sjálf ásamt ráðskonunni upp til að sjá um herbergin yðar. Eg vona að yður líði vel í þeim.” “Líði þar vel. Það orð nær ekki yfir það. Eg hefi aldrei fyr vanist slíkum þægindum.” “Hamingjan besta!” sagði hún, “eg þarf svo margt við yður að tala og bíllinn bíður mín. Til allrar hamingju þá verðum við ein á morgun hér heima, en það er eitt sem eg má til að segja yður núna strax. Sir Michael Trogoldy er hérna í borginni. Hann bauð mér til miðdegisverðar í gær og við töluðum um yður.” “Eg fékk bréf frá Sir Michael Trogoldy fyrir skömmu,” svaraði eg. “Hann gerði mér/ sérstakt tilboð, og bað mig að heimsækja sig þegar eg kæmi til bæjarins.” Eg býst við að rödd mín hafi vakið eftirtekt hennar, er eg sagði þetta. Hún lagði hendina á handlegg minn og sagði: “Mr. Ducaine, eg er viss um, að þér verðið sanngjarn við hann. Sir Michael er ágætis gamalmenni.” “Hann er móðurbróðir minn og stóð á sama, þó að eg yrði hungurmorða,” svaraði eg. “Hann hafði enga hugmynd um, að þér væruð ekki í sæmilega góðum efnum. Hann langaði mjög til að heyra um yður, og þótti mjög vænt um að þér þáguð styrk þann, er hann veitti yður. Þér farið og heimsækið hann?” “Já,” svaraði eg, “eg mun fara og finna hann. Eg sé þess enga þörf, en samt mun eg heimsækja hann.” “Þér megið ekki breyta svona heimsku- lega,” sagði hún blíðlega. “Sir Michael er mjög auðugur maður, og þér eruð eini ættinginn hans. Auk þess eruð þér svo einmana, að tími er til þess kominn að þér sjáið hinar hliðarnar á tilverunni. Sir Miehael er sérstaklega góður vinur minn, og eg lofaði honum því, að tala við yður um þetta, og langar mig mjög til að heyra, að vel fari með ykkur. Eins og þér vitið, getið þér verið mjög viðfeldinn þegar því er að skifta, þótt stundum séuð þér hið gagnstæða.” “Má eg spyrja yður að einu ?” spurði eg. Hún kinkaði kolli til samþykkis. “Það er um Ray ofursta. Hefir hertoginn fyrirgefið honum?” “Nei, öðru nær. Hann er honum ennþá reiðari en áður,” svaraði hún. “Eg hefi séð hann einu sinni eða tvisvar. Hann kemur ekki hingað.” “Eg sá í blaðinu að trúlofun ykkar-----” “Já, það er satt, alt er eins og það var. En auðvitað er þetta alt mjög óákveðið. Eg veit varla hvort við erum trúlofuð eða ekki. Ray ofursti bauð að slíta trúlofuninni, en við urðum ásátt með að bíða dálítið ennþá.” “Lady Angela!” Hún leit á mig og mjúkur roði litaði vanga hennar. En orð mín voru ótöluð, því í þeim svifum kom hertoginn inn allur prúðbúinn og hlaðinn heiðursmerkj um. “Gott kvöld, Ducaine,” sagði hann með dá- litlum furðusvip. “Gott kvöld, yðar náð,” svaraði eg hálf vandræðalega. “Eg sendi boð eftir Mr. Ducaine,” sagði Lady Angela, og laut til þess að þerna hennar, sem kom inn á eftir hertoganum gæti lagað á henni kápuna. “Eg hafði skilaboð til hans frá Sir Michael Trogoldy.” Hertoginn svaraði því engu, en mælti við mig: “Eg þarfnast aðstoðar yðar klukkan tíu í fyrramálið á skrifstofu minni. Síðar meir för- um við yfir í hermálaráðuneytið. Þér hafið öll skjölin með yður? Ef þú ert tilbúin Lady Angela,” sagði hann við dóttur sína, og án þess að hafa sagt það beinlínis, hafði honum tekist að láta mig vita, að heimsókn mín í stofu Lady Angelu væri alveg óþröf. En bros hennar og kveðja bætti það alt upp. Síðar um kveldið kom eg samt ofan á jörð- ina. Eg hafði ekki þegið miðdegisverð, og þótt eg þyrfti ekki annað en hringja á þjón til að fá mat, þá fanst mér að eg þyrfti að fá mér frískt loft, tók eg því hatt minn og staf og hélt út úr húsinu. Nokkru síðar kom eg til Picadilly. Eg var mjög ókunnugur í London, en eftir alla einver- una og ráfið um sandhæðirnar í Braster, voru umskiftin næsta æfintýraleg og örfandi. í bili gleymdi eg að eg var orðinn matlystugur, en mundi brátt eftir því, þegar eg kom að mat- söluhúsi einu, að eg var orðinn talsvert svang- ur. Eg þekti það af orðspori. Það var stórt greiðasöluhús, sem fátækari hluti miðstéttar- innar sótti til. Þegar eg var kominn inn, fann eg mér sæti í rólegum stað, þar sem sveitafötin mín voru eigi áberandi. Nálægt mér var fátt fólk, og því síður eftirtektavert, og beindi eg því athygli minni að matnum og kveldblaðinu, en rétt þegar eg var að ljúka við matinn breyttist þetta alt saman. Karlmaður og kona komu inn í salinn og gengu fram hjá borðinu mínu, og fengu þau sér. sæti í skáhorn frá mér hinumegin við vegg- inn. Hið létta fótatak konunnar og liðlegar hreyfingar hennar og höfuðburður, vakti at- hygli mína; eg hafði séð þetta áður. Hún var í mjög óbrotnum fötum og hafði þykka slæðu fyrir andlitinu. Koma þeirra var ekki eftir- tektaverð, næstum eins og flóttaleg. En þegar hún lyfti blæjunni og leit á matseðilinn, þekti eg hana strax. Það var Mrs. Smith-Lessing. Hún hafði ekki komið auga á mig ennþá, og datt mér því í hug að borga fyrir mig og læðast út, en af hendingu varð mér litið á föru- naut hennar, og hjartað stansaði í brjósti mínu. Hann var hávaxinn yfir sex fet á hæð, en lotinn mjög og gekk eins og maður, sem er risinn af sóttarsæng. En hann leit út fyrir að hafa verið beinn og vel vaxinn fyr meir. Húðin fyrir neð- an augu hans hékk í sveppum, en augun voru blóðhlaupin, munnur hans geiblaðist til í sí- fellu, en hönd hans, sem hvíldi á borðinu skalf. Hann hafði snöggklift efrivararskegg, og var það hæruskotið og huldi eigi munninn, sem bar vott um að maðurinn var veiklundaður, en sköllótt höfuðið var auðsæilega hulið með hár- kollu. Fötin sem hann var í voru snjáð mjög og skyrtan kvoluð. Maður þessi hafði auðsæi- lega beðið um breinnivín er hann kom inn, og er hann lyfti glasinu að vörum sér, leit hann beint í augu mér. Eg er viss um að hann hafði ekki hugmynd um hver eg var, en augnatillit mitt var svo alvarlegt, að það virtist trufla hann. Hann setti glasið á borðið með skjálf- andi hendi og vakti athygli konunnar á mér. Þau töluðu saman mjög alvarlega -íáein augnablik. Eg hélt að hún væri að ávíta hann fyrir, að hafa látið bera á ótta yfir nærveru minni, en eftir að hafa gefið þjóninum fyrir- skipanir sínar viðvíkjandi matnum, sneri hún sér eins og af hendingu við í sætinu og horfði á mig. Eg sá að hún hrökk við og leit óttaslegin á félaga sinn. Hann tók strax eftir því og heyrði eg hann hvísla: “Hver er þetta, Maud?” Hún svaraði einhverju og stóð svo á fætur og kom yfir að borðinu mínu. Eg stóð upp til að heilsa henni og hún smeygði sér hljóðlega niður í stól andspænis mér. “Hvað eruð þér að gera hér?” spurði hún snögglega. “Eg er rétt nýkominn frá Braster,” svar- aði eg. “Eg kom hér inn af hendingu til að fá mér að borða. Er þetta-----” Eg komst ekki lengra, því að hún tók fram í fyrir mér og svaraði: “Já!”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.