Heimskringla - 22.11.1939, Síða 1

Heimskringla - 22.11.1939, Síða 1
LIV. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 22. NÓV. 1939 NÚMER 8. HELZTU FRÉTTIR “Via: New York” Hr. Árni fasteignasali Eg- gertsson, hefir beðið Heims- kringlu að draga athygli þeirra að því er póst sendi til íslands, að bezt sé að senda hann um New York og skrifa á umslögin: “Via: New York” Það er bráð- lega (um 5. des.) von á Goða- fossi til New York, er siglir það- an 11. des. í bréfi frá Vilhjálmi Thor hef- ir Grettir A. Jóhannsson enn- fremur gefið blaðinu þessar upplýsingar um siglingar ís- lenzkra skipa frá New York: Katla leggur af stað heim um 6. desember, Goðafoss 11 des. (sem áður segir) og Dettifoss fer einn ig frá New York litlu síðar, eða fyrir jól. Telur Mr. Thor betra að tiltaka skipið einnig og setja á bréfin t. d. “Via: New York, s.s. Katla,” o. s. frv. 40 kaupskipum bætt við Canada-flotann Af hálfu hermáladeildarinnar í Ottawa var frá því skýrt í út- varpi eigi alls fyrir löngu, að 40 kaupskipum hefði verið bætt við sjóflota Canada. Hefir skipun- um verið breytt í herskip eins og þörf hefir krafist. Gæta þau strandvarnar af ýmsu tæi. Sum hreinsa sjóinn af sprengjum, sum eru sett til höfuðs kafbát- um og elta þá uppi, sum gæta milliferðaakipa og enn önnur leggja net fyrir kafbáta. En þetta er þó að líkindum ekki nema byrjun. f síðasta stríði voru 242 skip leigð af stjórninni til strandvarnar. í fyrstu voru stærstu hafnir flestar verndaðar. Nú er vörnin orðin miklu víðtækari. Stærstu eiginlegu herskipin í flotanum, eru 350 fét á lengd; breidd þeirra er einn tíundi af lengdinni. Þau eru tundurbátar (destroyers) og hraði þeirra er 36 sjómílur á kl.st. Það svarar til 43 mílna hraða á landi. Herskipin hafa fjórar 4.7 þumlungit byssur. Þær geta skotið tonni af málmi á hverri mínútu og flytja 8 mílur. Hvert skip hefir einnig 8 sprengivélar. Canada ætlar því að sjá sjálft um sínar hervarnir við strend- urnar fyrst um sinn. Á öllum herskipunum eru Can- adamenn eingöngu eða 100%. Verður Hepburn f Iugmálaráðherra ? Nokkrar líkur þykja á því, að Hon. Mitchell F. Hepburn, for- sætisráðherra Ontario-fylkis, taki sæti í ráðuneyti King- stjórnarinnar í Ottawa. Á ráðuneytisfundi í Ottawa 3. 1. viku, var Hepburn boðin flug- málaráðherrastaða. Áður hafði honum boðist starf útbreiðslu- málastjóra, en Hepburn hafnaði því. Síðara tilboðinu hefir hann ekki neitað, en bæði hann og King eru þögulir enn um hvað gerast muni. Sérstakur flugmálaráðherra hefir enginn áður verið í Can- ada. Hernaðarflugmálin hafa verið undir. eftirliti hermála- deildar stjórnarinnar, er Hon. Norman Rogers veitir nú for- stöðu. En önnur flugmál hafá tilheyrt samgöngumáladeildinni, er Hon. C. D. Howe stjórnar. En sérstaka flugmáladeild mun nú í ráði að mynda, ekki sízt vegna flugskólans, sem hér er gert ráð fyrir að koma upp. Canada hefir tekið að sér að kenna 25,000 mönnum flug í snatri fyrir brezka ríkið. Ekki hefir ávalt verið sem ljúfast milli Kings og Hepburns. En það mun nú gleymt og graf- ið verða, ef Hepburn þiggur ráðuneytisstöðuna. Báðir eru liberalar. Og í átta ár sat Hep- burn á þingi með King. Að forustu hans fann hann þá ekk- ert. En svo varð hann forsæt- isráðherra í Ontario. Og þá fór þeim að sýnast sitt hvorum. Um leið og stríðið braust út á þessu hausti, hét Hepburn stjórninni óskiftu fylgi sínu. Hepburn var í flugliði Canada (Royal Canadian Air Force) í síðasta stríði. Þegar stríðið hófst fyrir skömmu, bauðst hann undir eins til þjónustu í hern- um, til hvers sem væri. Bæjarkosningin Hér birtast nöfn þeirra er um embætti sækja í bæjarkosning- unum í Winnipeg er fara fram föstudaginn 24. nóvember. f fyrstu deild Bæjarráðsmamvaefni: Mrs. Margaret McWilliams, nú- verandi fulltrúi, kona R. F. McWilliams, K.C. Hún hefir verið formaður heilbrigðis- nefndar, er þakkað að börn fá mjólk í skólum og margt fl. Mrs. Christine White. Hún sæk- ir undir merki verkamanna. Sótti um skólaráðsstöðu s. 1. ár, en tapaði. Hefir ekki áður verið í bæjarráði. C. E. Simonite, núverandi full- trúi. Hann er fasteignasali. Hann hefir verið formaður fjármálanefndar og er með lækkandi fasteignaskatti. F. G. Thompson núverandi full- trúi. Hann er lögfræðingur, mentaður á Manitoba-háskóla, [ lætur sér ant um “town-plan-l ning” og að halda útgjöldum í hófi. Skólaráðsmannaefni: Mrs. Etta May Rorke, læknisfrú. og núverandi fulltrúi. Charles Brown, verkamanna- sinni; sótti s. 1. ár en féll. Hann er í þjónustu hjá C.N.R. Dr. F. E. Warriner, fyrv. borg- arstjóri. Hann hefir oft áður verið í skólaráði. W. Stan McEwan lögfræðingur; sækir í fyrsta sinni.. Til eins árs sækja: Alexaínder J. String'er, sonur erkibiskups J. O. Stringer; há- skólagenginn og lögfræðingur. John Atkinson, starfsmaður vá- tryggingarfélags; hann var í stjórnarþjónustu hjá land- stjórninni 12 ár. f annari deild Bæjarráðsmannaef ni: Thomas Flye, núverandi full- trúi; verkamannasinni. Sækir nú í tíunda sinni; hefir verið lengst allra í bæjarráði. Paul Bardal, núverandi fulltrúi. Hann hefir verið í bæjarráð- inu síðan 1932. M. W. Stobart, núveranid full- trúi, verkamannasinni. Hann er með því að byggja ódýr hús, verkamannabústaði, en rífa niður gömlu hjallana (slums), hefir verið fulítrúi 6 ár. Victor B. Anderson, verkamanna sinni; hefir verið tvö kjör- tímabil í bæjarráði. Hann er prentari. H. B. Scott, bakari og viðskifta- málum kunnugur. Hann sæk- ir í fjórða sinni. John McNeil, sækir í fimta sinn, nú sem verkamannasinni. Skólaráðsfulltrúaefni: Mrs. Jessie Maclennan, núver- andi fulltrúi. Sækir í áttunda sinni og er því með þeim sem lengst hafa fulltrúar verið. — Hún er verkamannasinni. Mrs. Gloria Queen-Hughes, nú- verandi fulltrúi, sækir í fjórða sinni undir merki verkamanna flokksins. Hún er elzta dóttir John Queen borgarstjóra. Mrs. Ethel Montgomery, mikil starfskona í kvenfélögum. —: Hún hefir áður sótt í bæjai-- og skólaráð, en tapað. Mrs. Mary Jenkins, sækir í fyrsta sinni; hún tilheyrir ó- tal félögum, Rauða Krossi, I. O.D.E., o. s. frv. Adam Beck, núverandi fulltrúi. Einn af stofnendum Home and Property Owner’s félagsins. L. M. Van Kleek, verkamanna- ■sinni; hefir áður sótt en tapað. f þriðju deild Bæjarráðsmannaefni: Jack Blumberg, núverandi full- trúi og s. 1. 20 ár. Hann er verkamannasinni. William Scraba, áður skólaráðs- maður; sækir í fyrsta sinni um bæjarráðsstöðu. Hann er ritstjóri Ukrainian Review. Angus MacKay, verkamanna- sinni. Hefir einu sinni sótt áður en tapað. John Petley, kaupmaður í Elm- wood, hefir einu- sinni sótt áður en tapað. Bruno Roscoe, sækir í fyrsta sinn, er forseti Winnipeg Tax- payers félagsins. Jacob Penner, núverandi full- trúi, kommúnisti. Skólaráðsmannaefni: Charles Carl Knox, var í stríð- inu mikla og tilheyrir deild af Canadian Legion. — Sækir í fyrsta sinni. Mrs. Mary Lowe, verkamanna- sinni. Meyer Averbach, verkamanna- sinni. Andrew Bilecki, kommúnisti. A. Zaharychuk, útnefndur af Taxpayers félaginu. Hann er fæddur í Austurríki 'og er blaðstjóri. Heiðursmerki afhent Á minningar samkomu um dr. Jón Bjarnason, sem haldin var s. 1. miðvikudag í Fyrstu lút. kirkju, afhenti Grettir Jóhanns- son konsúll séra R. Marteinssonl og dr. Sig. Júl. Jóhannesson heiðursviðurkenninguna, ridd- arakross, sem stjórn íslands og Danakonungur sæmdi þá. Við það tækifæri flutti Mr. G. Jó- hannsson eftirfarandi ræðu: Háttvirta samkoma! Séra Rúnólfur Marteinsson, skólastjóri, og Dr. Sigurður Júlíus Jóhannesson, skáld: Mér er það mikið ánægjuefni, að koma hér fram í kvöld í um- boði hans hátignar, konungs fs- lands og Danmerkur, og hinnar íslenzku ríkisstjórnar, til þess að afhenda ykkur fyrir hönd hlut- aðeigandi stjórnarvalda hvorum um sig riddarakross hinnar ís- lenzku Fálkaorðu. Það er ekki einasta mín persónuleg skoðun, heldur mun það álit Vestur-ís- lendinga í heild, að þið hafið fyrir löngu unnið til þeirrar sæmdar, er ykkur nú hefir fallið í skaut. Þú, séra Rúnólfur Marteins- son, átt tvennskonar mikilvægt afmæli í ár: fimtíu ára kenslu- afmæli og fjörtíu ára prestskap- arafmæli; skyldurækni þín, og alúð við hvorttveggja starfið, má til sannrar fyrirmyndar telj-j Liberalar halda velli ast, og gefur fagurt dæmi til í New Brunswick eftirbreytni í þjóðræknisstarfi okkar íslendinga vestan hafs. Fulltrúi íslandsstjórnar, herra Thor Thors alþingismaður, sem hér var á ferð í sumar, tilkynti það opinberlega að þú hefðir verið kjörinn til þessarar sæmd- ar, og nú leyfi eg mér, að af- henda þér virðingarmerkið með þakklæti og árnaðaróskum. Þú, Dr. Sigurður Júúlíus Jó- hannesson, rithöfundur og skáld! Fyrir hönd hans hátign- ar, konungs fslands og Dan- merkur, og íslenku ríkisstjórnar leyfi eg mér að afhenda þér ridd- arakross hinnar íslenku Fálka- orðu; trúmenska þín við íslenzkt þjóðerni, kvæði þín og ritstjórn, við barna- og unglingablöð, hafa fyrir löngu vakið á þér þá at- hygli beggja megin hafs, að sjálfsagt var, að slíkt yrði á sínum tíma opinberlega viður- kent, ofsagt mun það ekki vera, að þér, meira en nokkrum ein- um manni öðrum, eigi vestur- íslenzk æska að þakka skilning sinn á íslenzkri tungu og íslenzk- um ljóðum; þessa tvo kjörgripi hefir þú sungið inn í huga henn- ar með slíkri kostgæfni “er seint mun fyrnast yfir.” Mér er það óumræðilegt fagn- aðarefni, að afhenda þér opin Fylkiskosningunum í New Brunswick, s. 1. mánudag lauk þannig að liberal-stjórnin, undir forustu A. A. Dysart hélt velli. En það var heldur ekki meira. Stjórnin hélt á 27 þingsæti; hafði áður 43; íhaldsflokkurinn hlaut 21, hafði fyrir kosning- arnar aðeins 5. Leiðtogi íhalds- flokksins heitir F. C. Squires. Stjórnin hlaut tæplega 55% allra atkvæða. Þrír ráðgjafar stjórnarinnar féllu; 16 af kjördæmum hennar snerust á móti henni. Ekki er sagt að tap þetta hafi stafað af hermálunum eins og í Quebec. Hitt er þó víst, að Sambands- stjórnin gerði ekkert fyrir A. A. Dysart í þessum kosningum. Róstusamt í Prag Stjórn Hitlers er óvinsæl í Tékkóslóvakíu. Tékkarnir sýna henni mikinn mótþróa. Gengur það oft svo langt, að hneppa verður nokkra þeirra í varðhald. Síðast liðna viku keyrði þó fram úr hófi. Um 2000 stúdentar hófu kröfugöngu um borgina og andmæltu yfirráðum Hitlers. — Þegar stjórnin skarst í leikinn, bjuggust stúdentar til varnar í háskólanum. Var þar tveggja berlega þetta virðlingarmerki,! klukkustunda hörð rimma. Köst- um leið og eg með þakklæti óska þér giftusamlegrar framtíðar. Mér er það ennfremur sér- stakt ánægjuefni að geta tilkynt Vestur-fslendingum það, að rit- höfundurinn víðkunni og góð- uðu stúdentar myndum af Hitler og húsmunum í haus hermanna. En fyrir herliði nazista stóðst ekkert. Stúdentarnir voru hand- teknir um 1200 að tölu og 120 af þeim skotnir (segir í rit- kunni, herra Jóhann Magnús stjórnargrein í Winnipeg Tri- Bjarnason, hefir einnig verið:bune) og rúmt þúsund þeirra sæmdur riddarakrossi Fálkaorð- j sen(br í þýzku vinnuverin. Víoa unnar; sögur hans og hin un- annar staðar urðu uPP>ot um aðsfögru æfintýri í nær því heil-! betta sama leyti. Er nú haldið ann mannsaldur hafa skipað tram’ að 50,000 Tékkar hati honum sérstakan virðingarsess j veruð handteknir hingað og meðal rithöfunda íslenzku þjóð-( banga^ð um landið ^á nokkrum Eg flyt honum hér innilegustu ham- annnar með mínar ingjóskir. Grettir Jóhannsson GUÐMUNDUR G. GOODMAN Ágúst 1866—November 1938 Ein með þrá um æfi sjó áfram má eg halda, Hann er dáinn, húm og ró hylur náinn kalda. mánuðum og sitji fjöldi þeirra enn í varðhaldi eða sé í vinnu- verunum. Alt er þetta kent yfirgangi nazista, er nú stjórna landinu. Þeir reka Tékka frá vinnu, sem þeir hafa stundað svo árum skiftir, loka 9 háskólum þeirra og nota þá fyrir hermannabú- staði og setja herlög í landinu. Fyrir þetta alt borga Tékkar grimmilega. Upp úr á er Vet- ava heitir og sem gegnum Prag rennur, voru nýlega dregin 30 lík þýzkra hermanna. Að eiga trúan vin á vegi er von >og sigur hverri þraut, og þegar hallar haustsins degi vort hjarta þráir skjól á braut, og þá er sárt við þann að skilja sem þunga dagsins með oss bar af helgum kærleiks hug og vilja við harms og gleði stundirnar. Við stríð og gleði stunda hagsins þín stefna lýsti trú og dygð, og fram til síðsta sólarlagsins þú sýndir mannúð, dáð og trygð, við dagsins skyldur drenglund- aður þú dyggur gekst að verki beinn og mættir hverjum mótbyr glað- ur í máli og anda trúr og hreinn. f minning vina ljósið lifir sem léttir dagsins húm og stríð, með lífið dauðans dölum yfir hvar drottnar eilíf sælutíð. Þó andi kalt á hljóðu hausti og harmur beygi veikan þrótt, eg bíð í von með trú og trausti unz til mín kallar hinsta nótt. f nafni Pálínu Goodman ekkju hins látna. M. Markússon Mestu skiptapar í stríðinu Yfir síðustu helgi urðu meiri skiptapar af völdum stríðsins en nokkru sinni áður. Á Norðursjónum sukku niu skip frá því á laugardag og til | mánudags, fles,t af völdum isprengja, er nazistar hafa slept lausum um sjóinn. Um 177 manns er talið að hafi farist, eða sem ekki hefir spurst til. Fjögur skipin voru brezk, öll fremur lítil, með 13 til 16 mönn- um hvert, og litlu njanntapi. Hin skipin voru frá hlutlausum þjóð- um. Stærst þeirra var hollenskt skip, Simon Bolivar, farþega- skip, með 140 manns; er áætlað að af því hafi milli 80 og 90 far- ist. Hin skipin voru frá þess- um löndum: Svíþjóð, ítalíu, Yugoslavíu og Lithuaníu. Við þessa tölu bæta svo fréttir í gær fjórum skipum, er sökt var á sama hátt eða með sjósprengj- um, frá því seint á mánudag til þriðjudagskvölds. Var eitt þeirra japanskt skip á leið frá Englandi. Skipshöfnin bjargað- ist, sem var með farþegum 180 manns. Hin þrjú skipin voru brezk. Eru nú Bretar byrjaðir að hreinsa sjóleiðirnar af þessum ófögnuði, sprengjunum. Gera þeir sér vonir um að það vinnist furðu skjótt. Þjóðverjar gerðu þetta sama í siðasta stríði og tókst þá, að gera við því. Bretar eru reiðir þessari lög- leysis aðferð og hóta Þjóðverj- um í hefndarskyni, að hvert skip með vörur frá Þýzkalandi skuli tekið. Hafa Bretar þegar gefið út skipun um þetta. Til þessa er talið, að 136 skip- um hafi verið sökt síðan stríðið hófst. Smálestastærð þeirra er alls um 543,000. Um 2000 manns hafa með þeim farist. Bretar telja Þjóðverja hafa gripið til þess að kasta sprengi- duflum í sjóinn, þegar kafbátar þeirra orkuðu orðið litlu. SAMANDREGNAR F R É T T I R í frétt frá Þýzkalandi í gær er haldið fram, að Hitler skorti herforingja á vesturvígstöðv- unum til þess að hefja sóknina, sem hann hefir svo oft hótað. Hann telur sig þurfa 17,000 fleiri herforingja til þess. Hug- myndin var að hefja árásina milli 12. og 14. nóvember og fara. yfir Holland og Belgíu og hvar sem var. En herfroingj- ar hans munu hafa bent honum á að þetta væri ókleift nema með miklu fleiri herforingjum. Úr þessu er verið að reyna að bæta að sagt er, svo að hvellsin's mikla er von síðar. >k sk Heinrich Himmler, yfirmaður þýzku lögreglunnar, heldur að hann hafi fundið 'þann, sem banatilræðið sýndi Hitler, í öl- kastalanum í Munich 8. nóv. s. 1. Heitir hann Georg Elser, 36 ára gamall og á heim í Munich. — Himmler segir hann hafa loks leftír sta-pp m(ikið meðgengið glæpinn. Skifta þeir orðið þús- undum, sem handteknir hafa verið út af þessari sprengingu. * * * John Queen borgarstjóri hélt reeðu o. 1. Sunnudagskvöld í Norður-Winnipeg (Hebrew Free School, Flora Ave.) og fór hörð- um orðum um kommúnista. — Kvað hann það gjanga glæpi næst, ef nokkur kommúnisti yrði kosinn í bæjarstjórn n. k. föstu- dag. Kommúnistaflokkinn sagði hann hættulegan lýðræði og kvað sögu hans tóm svik og látalæti. Winnipeg kommúnistar væru engin undantekning frá þessu. Þeir prédikuðu á móti einræði, en aðhyltust svo stefnu Stalins. ^em með skotliði við hendina hefði ráðið þúsundum manna bana fyrir það eitt, að hafa aðra skoðun en hann. Mr. Queen var að tala máli flokksbræðra sinna, Blumbergs bæjarráðsmanns og Averbachs er um skólaráðsstöðu sækir, í bæjarkosningunum ,er hann fór þessum orðum um kommúnista. * * * f Þýzkalandi er nú mikil á- herzla lögð á það að kenna rúss- nesku. * * * í ritstjórnargrein í blaðinu Winnipeg Free Press í gær, er minst á heiðurinn, sem þeim séra Rúnólfi Marteinssyni og dr. Sig. Júl. Jóhannessyni hlotnað- ist nýlega. Telur blaðið viður- kenningar af þessu tæi mj ög við- eigandi og engan hégóma, þar sem þeim fylgi ekki erfðatitill, en séu veittar fyrir verðskulduð störf. Sér blaðið ekkert á móti því að Canada-stjórn fari þarna að ráði íslandsstjórnar. Frh. á 5. bls.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.