Heimskringla - 22.11.1939, Síða 4

Heimskringla - 22.11.1939, Síða 4
4. SíÐA HEIM5KRINCLA WINNIPEG, 22. NÓV. 1939 iímmsktrmglct (StofnuB 1SS6) Kemur út i hverjum miBvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. SS3 og SSS Sargent Avenue, Winnipeg Talsimia S6 S37 Verð blaðslns er $3.00 árgangurinn borglst tyrirtram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. 311 ylðskiíta bréf blaðinu aðlútandl sendist: Mcnager THE VIKINO PRESS LTD. SS3 Sargent Ave., Winnipeg M Ritatjóri STEFÁN EINARSSON Utaniskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA SS3 Sargent Ave., Winnipeg “Helmskringla” is published and printed by THE VIKItlG PRESS LTD. (53-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 22. NÓV. 1939 SAMVINNA Þegar Jónas alþm. Jónsson var hér á ferð vestra, urðum vér þess varir að hann brá fyrir sig orðtaki, sem hugmyndina í samvinnumálum Austur- og Vestur-ís- lendinga túlkar ágætlega. Þetta orðtak var: “fslenzkt andlegt ríki.” Hann sá auðvitað eins og aðrir þá agnúa á beinum og tíðum samgöngum milli landa hér og heima, sem stöfuðu af fjarlægðinni milli þeirra á hnettinum. En hann var sann- færður um það, að sú fjarlægð gat ekki lagt hömlur á það, að þeir ættu sam- eiginlegt andlegt íslenzkt ríki. Hvorki Atlanzhafið né hálf vestur-álfan, sem þá aðskilur, gat þar orðið að alvarlegri tor- færu, eða sambandsslitum. En því að eins má þetta þó að veruleik verða, að þjóðræknismeðvitundin sé glað- vakandi hjá þjóðbræðrunum bæði austan hafs og vestan. Og það er svo gott að vita, að á síðari árum virðist þessi hug- mynd um eflingu og viðhald andlegs ís- lenzks rikis mjög hafa glæðst. Þjóð- ræknissamtökin hér vestra, hafa aðdáan- legan árangur borið í að glæða hana. Og heimsóknir landanna að heiman, hafa ver- ið henni það sama og dögg gróðri, bæði í hugum Vestur- og Austur-íslendinga. Af- leiðingin af því er hin aukna samvinna þjóðbræðranna, sem svo augljós hefir ver- ið á síðustu tveim árum. Á fyrri árum mun margur á vesturfara hafa litið sem týnda Israelssauði; það var ekki óeðlilegt, því margir munu þeir sjálf- ir hafa hugsað sér öll bönd við ísland slit- in, um leið og þeim hvarf síðasti tindur þess sjónum af skipinu er flutti þá burtu. En reynslan hefir'nú sýnt, að þrátt fyrir fjarvistina héldu þeír áfram að lifa sínu andlega lífi í íslenzkum heimi. Sagan af því hefir verið svo vel og oft sögð, að hér skal ekki tefja við að segja frá því. Hitt nægir að segja, að meira en hálfrar aldar dvöl þeirra í andlegu íslenzku ríki, innan ríkisins, sem þeir eru þegnar í, hefir vakið eftirtekt og ef til vill orðið til þess, að frekari samvinnu er nú von, en nokkru sinni áður á öllum þeirra fjarvistarárum, við þjóðbræðurna heima. Von, segjum vér. Réttara væri að kalla það vissu, því nú má heita að Vestur-íslendingar séu skoðaðir sem sjálfsagðir samvinnumenn landa heima, hvenær sem slíkt á við og til eflingar má verða hverju því máli, er ís- lendingar allir unna. Þegar ísland afréð að taka þátt í heims- sýningunni í New York, var frá byrjun mikið að því unnið í samráði og samvinnu við Vestur-íslendinga. Vér ætlum ekki að segja neitt um hverju Vestur-fslendingar fengu þar orkað; það var eflaust minna en þeir hafa ákosið. En það er ekki það, heldur samhugurinn og samvinnan sem þar kom fram, sem mestu skiftir. Annað dæmi á þessu ári, sem vott um aukin samhug og samstarf ber, er það, að fslendingar heima, sem eru að gefa út sálmabók, kjósa í fimm manna nefndina, sem um verkið á að sjá, einn Vestur-fs- lending. Stjórnin kýs tvo þessara manna, en kirkjuráðið tvo; biskupinn er sjálfkjör- inn í nefndina. Kirkjuráðið hefir ekki enn kosið sína menn, en stjórnin hefir gert það. Er annar þeirra séra Hermann Hjartarson á Skútustöðum, en hinn er séra Jakob Jónsson í Wynyard, Sask. Að heima þjóðin telur nauðsynlegt að leita samvinnu um þetta mál við Vestur-íslendinga, er augljós vottur þess, hve skoðunin um “and- legt íslenzkt ríki”, í þeirri merkingu sem J. J. notaði orðin hér, er orðin al- menn hjá íslendingum heima; þetta er og að vísu mikil viðurkenning einnar félagslegrar menningarstarfsemi Vestur- íslendinga. Ennfremur dylst ekki álit það, er séra Jakob Jónsson nýtur heima, sem hæfileikamaður, að hann er valinn til sam- starfs í þessa nefnd, er svo mikilvægt verkefni hefir með höndum. Um hin mörgu vináttumerki Austur- ís- lendinga vottar margt á síðustu tímum. En það eru samstörf þeirra, eins og þau sem á hefir verið minst, sem öllu eru meira verð, er um viðhald íslenzku hér er að ræða og um leið eflingu hins andlega íslenzka ríkis í framtíð. Það er aldrei logið jafnmikið og fyrir kosningar, í stríði og eftir veiðiför, sagði Bismarck gamli einu sinni. KOMMÚNISTABLÖÐ I CANADA Á ERLENDUM MÁLUM Eftir Watson Kirkconnell Af fjörutíu fréttablöðum, sem gefin eru út á erlendum tungum í Canada, eru fimm fylgjandi kommúnistastefnunni. — Þau eru þessi: “The People’s Gazette” (Ukrainiskt dagblað) í Winnipeg; “The Canadian Gudok” (rússneskt, 3 blöð á viku( í Winnipeg; “Vapaus” (finskt dag- blað) í Sudbury; “Der Kampf” (Júða vikublað) í Toronto, og “The Canadian Hungarian Worker” (Magyar, 3 blöð á viku) í Toronto. Ekkert þessara blaða nýtur meiri hluta fylgis hjá þjóðabrotunum sem þau lesa. Þau virðast hafa sjálf meira sameiginlegt sín á milli, en við þjóðbræður sína, hvert um sig. Það má með öðrum orðum segja, að þjóðrækni þeirra, hvað sem málið á- hrærir, sem þau eru skrifuð á, beinist ávalt til Rússlands, heimalands hins sanna sósíalisma, og útvarðar friðarins í heim- inum, o. s. frv. Fjárhagur þeirra hefir aldrei verið eins hagstæður og blaðsins “Deutsche Zeitung fuer Canada” og þau hafa þessvegna ekki eins og það getað hrósað sér af því, að fá sínar eigin fréttir beina leið frá Evrópu. En þau styðjast þó mjög mikið við rúss- nesk blöð. The Canadian Gudok t. d. vitnar óspart í blöðin Izvestia og Pravda í Moskva. Og The People’s Gazette notar mjög greinar úr “Proletarska Pravda” og “Komsomolets Ukrayini,” sem bæði eru gefin út í Sovét-Ukraníu. í þessum blöð- um eru einnig stöðugt birtar greinar úr “The Daily Clarion” (ensk-canadisku kommúnista blaði) í Toronto. Af hálfu ritstjóranna eru blöð þessi vel skrifuð, en ákveðin áróðurs blöð. En það sem skeð hefir síðustu fjóra mánuðina, hefir þó reynst erfitt viðfangs fyrir þessi blöð. Það eina nauðsynlega hefir hvernig sem á hefir staðið verið það, að sanna, að Rússland hafi ávalt rétt fyrir sér. En óvænt atvik hafa oft um stundar- sakir gert þá ráðþrota. Snemma sumars héldu þau áfram að hvetja Breta til að ganga að samningum við Rússa, hvað sem skilmálunum leið (er síðar sannaðist, að voru óheyrileg ítök í Póllandi og Eystra- saltsríkjunum) til þess að tryggja friðinn í heiminum. Þegar samningurinn milli Nazista og Rússa var gerður, 22. ág. s. 1. hallmæltu blöð þessi Bretum harðlega fyrir að sýna sig ófúsari en Þjóðverja, að veita í þágu alheimsfriðarins Stalin, föður heimsfriðarins, það, -sem hann bað um. Þessar fordæmingar á Breta héldu á- fram fullum krafti, þegar Þjóðverjar hófu árásina á Pólverja; en þeim linti þá skjótlega. í stað þess var farið að birta góðar undirtektir um stríðsáform Bret- lands og Canada. “The People’s Gaz- ette”, hafði t. d. þetta að segja: “Fyrir Ukraníumönnum í Canada er skyldan vissulega þessi: Að vernda lýðrséði sitt í Canada og bræðra sinna í Vestur-Ukraníu fyrir hinum blóðugu árásum nazista!” (5. sept.). Og The Canadian Gudok tók undir þetta með þessum orðum: “Allir sem framförum unna, munu styðja lönd þau, er nú veita Póllandi að málum.” (9. sept.) Eitt undrunarefnið enn kom er Rússar hrifsuðu Pólland. En eitt var hugsanlegt: Rauði herinn varð, gagnstætt yfirgangi nazista, að fara af stað til þess að bjarga þjóðabrotunum, sem allslaus og yfirgefin voru þarna og til að verjast árásarliði Hitlers. Bretland og Frakkland voru nú ekki lýðræðislönd. Þeirra stefna var al- ríkis-stefna og þau reyndu, en árangurs- laust, að beina alríkissinnanum Hitler í austur átt. Stríðið sem hafið var, var blekking og Rússland eitt hélt uppi friði. The Canadian Gudok, skýrði 14. október stefnu sína þannig: “Þrátt fyrir alt það sem dagblöð landsins skrifa um ástand- ið og þrátt fyrir hvernig þau snúa sann- reyndum öllum við, veit þjóðin mismuninn á kúgun og frelsi. Hún veit með sjálfri sér, að áhugamál Sovétstjórnarinnar eru áhugamál verkalýðsins um allan heim. — Sagan mun sanna, að það sem Rússastjórn gerði og rauði herinn, á þessum byltinga tímum, var bæði réttlætanlegt og tíma- bært.” Það hefir nú samt átt sér stað breyting hjá einu af þessum kommúnistablöðum Canada. Der Kampf (Júðablaðið) í Tor- onto, sá sér ekki fært í hinum erfiðu stríðsmálum að fylgja kommúnistastefn- unni. Það rak því alla ritstjóra sína og heldur nú fram stefnu, sem kemur alger- lega í bága við hina fyrri stefnu blaðsins. Þetta hvarf frá Moskva-stefnunni, á þó ekkert skylt við stefnu Trotsky á móti Stalin eða alríkisstefnu Stalins heldur staf- ar hún beint af því að lesendur blaðsins í umhverfi þess, neita að lesa það með kom- múnista stefnu. Stríðsstefna Canada er nú rækilega studd og canadiskir Júðar, eru ljúflega hvattir til að innritast í her- inn. Ennþá er ekkert sem bendir til að hin fjögur blöðin ætli að fara að dæmi þessa blaðs. (Úr Winnipeg Tribune) “Your America” (þ.e. Bandaríkin) heit- ir bók, sem nýlega hefir verið gefin út í New York. Höfundar hennar eru 15 er- lendir fregnritar, sem í Bandaríkjunum eiga heima. Grau Gaspara Napolitano, fregnriti frá ítalíu, segir meðal annars: “Landið er ríkt, en fólkið er fátækt.” — Sannari lýsingu af ranglátri útbýtingu auðs, verður naumast bent á. En lýsingin á að vísu við fleiri lönd en Bandaríkin. LENINGRAD-SKIPA- SKURÐURINN Mikil þögn hefir ríkt um þenna skipa- skurð. Margir sem fréttablöðin lesa, munu ekki fyr en all-nýlega hafa heyrt hans getið. Það sem sérstaklega hefir beint huga manna að honum nú, er málið um bandaríska-skipið, “City of Flint.” Skipa- skurðurinn er um 800 mílur að lengd, og liggur frá Leningrad við Eystrasalt og norður til Murmansk við íshafið. Hann er hvergi grynnri en 19 fet og því fær öll- um smærri skipum. Hann liggur að nokkru um stöðuvötn á þessari leið, en allur helm- ingur hans er grafinn. En því hefir nú skurðurinn vakið at- hygli, að litið er á hann sem bakdyr, sem farið er inn um til Þýzkalands. Við Mur- mansk er meira að segja haldið fram, að Þjóðverjar hafi kafbátastöð. Menn hafa oft furðað sig á því, hvernig þeir hafi komið kafbátum sínum út á rúmsjó fram- hjá brezka-flotanum á Norðursjónum. Sú gáta er sjálf leyst er vitnast hefir að kaf- bátar þeirra fara þessa leið, þ. e. norður eftir Austursjónum til Leningrad og það- an eftir áminstum skurði til Murmansk. Til Murmansk hafa kafbátarnir farið með mikið af þeim skipum sem þeir hafa náð og um skurð þenna til Þýzkalands. Skipstjórinn, sem City of Flint tók, hugsaði sér eflaust að fara með það skip þessa leið til Þýzkalands. En City of Flint reyndist of stórt til þess. Það hafa fleiri skip verið, en þeir hafa þá affermt þau og flutt farminn á smærri skipum suður skurðinn, en halda skipunum í Mur- mansk eða Archangel (Erkiengilsborg). Alls er áætlað að Þjóðverjar hafi komið með um 50 skip til Murmansk. Að þeir héldu ekki City of Flint þar kyrru, er ætlað að stafað hafi af því, að á því voru svo sérstakar gætur hafðar; kom það til af því, að skipið var frá Bandaríkjunum. Ennfremur varð þess vart frá Noregi og hætta á að því yrði veitt eftirför úr því. En að fá brezk herskip eða aðra njósnara norður til Murmansk, var auðvitað ekki eftirsóknarvert. Það hefði skjótt komið upp um þetta og ef til vill fleira bakdyra- makk þeirra Stalins og Hitlers. Það hefir nú sannfrézt, að Stalin gerði ekkert í þá átt, að taka City of Flint, er það kom til Murmansk, eins og hann átti að gera, og hneppa skipshöfnina í varð- hald, eins og skylda er allra hlutlausra landa. Gæist þar kötturinn upp úr pokan- um, að því er hlutleysi Rússlands áhrærir í þessu stríði. Ákafi Stalins í að ná yfirráðum á Aust- ursjónum er þá ásamt öðru í þessu fólg- in, að halda sjóleið opinni fyrir Hitler þarna að koma neðansjávarbátum hans út á rúmsjó og til að koma herfangi þeirra til Þýzkalands. Það var ekki að furða, þó Hitler gæfi honum alt vald í Eystrasalts- löndunum fyrir þennan greiða. Það mun- ar um minna en þessi hlunnindi og aðstoð Stalins í stríðinu. Og þó eru margir enn sem halda fram, að Stalin sé með afskift- um sínum í þessu stríði, að hjálpa banda- þjóðunum til að stöðva Hitler og yfirbuga hann! Bretar hafa ekki enn og ætl- uðu sér ekki með flota sinn inn á Austursjóinn. Stalin mót- mæ'lti kröftuglega, þegar þeir lokuðu sundunum milli Dan- merkur og Svíþjóðar. Auðvitað. Hversvegna ekki að láta kafbáta Þjóðverja fara þar fram og aft- ur óáreitta, eða lofa Stalin að færa Þýzkalandi það sem honum þóknaðist þessa leið inn í Eystrasalt ? Haldi Stalin þessu áfram, er hætt við, að Bretar verði knúðir til að senda flota sinn til Hvíta hafsins og það er auðvitað hið sama og að fara í stríð við Rússa, sem Bretar eru ófúsir til, eins og við aðrar þjóðir; en með þessu framferði virðist ílt að umflýja það. Lenin hafði það á orði, að þessi skipaskurður ætti að geta orðið Rússum nokkurt hagræði, er til stríðs kæmi milli þjóða Ev- rópu. Það gæti orðið til þess að gera því mögulegt að vera efna- lega sjálfstæðu og óháðu, meðan þær lömuðu hvera aðra í stríði. Slíkt stríð, með Rússlandi hlut- lausu, yrði bolsévikastefnunni hagur. Stalin hugsar eflaust svipað þessu. Það er Rússlandi ávinningur að styðja í laumi aðra þjóð í stríði, án þess að vera sjálft í stríði. Aðra eins óbilgirni og þessa sýnir nú engin hlutlaus þjóð í þessu stríði. Má eflaust líta svo á það, sem þessir tveir, Stalin og Hitler, skoði sig nú herra heims- ins. En eru þeir það? Þeir hafa ennþá ekki beitt ofbeldis- og kúgunarstefnum sínum nema við smærri ósjálfbjarga þjóðir. Og þeim hefir gengið vel að brytja þær niður eða þröngva til hlýðni við sig. En þeir eiga eftir að reyna afl við stærri þjóðirnar og sjálfstæðari. Það gæti hent sig, að þeir myndu betur eftir því, en hinu, er þeir kúguðu smáþjóðirnar. “FYRST ALLIR AÐRIR ÞEGJA-------” Kondu sæll! and how are you? Bærilegur, thank you! að undan- teknu því, að eg hefi fílað oful fonní innan rifja, undanfarnar vikur, yfir ræktarleysi utan- Winnipeg-íslendinga í garð inn- an-Winnipeg-íslendinga, að eng- in hinna fyrnefndu skuli aldrei hafa fundið hvöt hjá sér — því ekki vantar hvatimar — til að minnast hinna sníðarnefndu í ræðu eða riti. Það bar þó við í gamla daga, að getið var um með þakklæti, er einhvert lífsábyrgð- arfélag bæjarins borgaði dánar- gjald, er framliðinn maður átti hjá því, og hinum íslenzka um- boðsmanni þakkað með fögrum orðum og mörgum tárum og heit- um fyrirbænum fyrir skilsem- ina, en nú sézt þetta aldrei meira á prenti. En aftur á móti fer svo varla neinn Winnipeg-íslend- ingur af einni kyrnu á aðra, so to speak, án þess, að telja upp í blöðunum hvern kaffi-sopa, sem í hann var helt og herma eftir hvert orð er við hann var talað á þeirri ferðareisu, og munu flest- ir koma auga á, hina geysimiklu rifu, sem þarna er establissuð milli innan og utan fslendinga. — Af þessum trassaskap land- ans gætu ókunnugir lesendur blaðanna ímyndað sér, að ekkert markvert eða merkilegt væri að sjá eða heyra í borginni — ann- að en hospítöl og nautamarkað- ur, — að bæjarlandinn væri ger- sneiddur allri gestrisni, að engin byði neinum keyrslu, eða sýndi honum neitt af bænum, að engin rétti bita eða sopa að vegmóðum ferðalang, — engin, ekkert, nema hreinhjartaðir læknar, sem af góðsemi sinni hafi skorið mann á hol og rifið úr horum meinsemdina og tekist vel; ef hann þá ekki gaf upp öndina meðan á hjjíkruninni stóð — sjúklingurinn en ekki læknirinn, meina eg. Nei, engin segir neitt, allir þegja, enda sagði nafni minn um daginn, er eg mintist á þessa þagmælsku við hann, að “um þá væri ekki talandi” — það voru hans óbreytt orð—og ef fl. eru svona andskotalega innrætt- ir, er engin von um bata. Jú, Dr. Pálsson gat um Winnipeg, stutt en sniðugt, í “Hnausaför mín” fyrir nokkrum árum, en það er víst flesutm úr minni dottið á þessum “war”-aldartím- um. “För,” vel á minst, hefir orðið til þess, að ýmsir hafa notað orðið í fyrirsögnum sínum um sínar “farir”, og mætti þar til- nefna “Flin Flon-för” Guðmund- ar vinar míns frá Húsey, og sem hann bað doktorinn velvirðing- ar á, og “Mikleyjar-för” Einars ritstjóra. sem engrar afsökunar bað. Til þess nú að ráða einhverja bót á þessum umgetningarskorti, tíni eg hér saman sitthvað er í hugan fellur á þessum sinnu- leysis-morgni, “því holdið er reiðubúið þó andinn sé veikur, og til að byrja á byrjuninni byrja eg á “Winnipeg er frí og frjáls, fjarskalega stór ummáls, fólkið er bæði frítt of ljott '0g flækist úti dag og nótt.” Nei, nei, þakka þér nú fyrir! eg gerði ekki vísuna — gæti það ekki, þó eg vildi. Hún er eftir Pál Sigvaldason, bróður Sigurð- ar, og var gerð um Minneota, veturinn sem eg var prívat sec- retary Páls. En nú er Páll — blessuð sé minning hans — dá- inn, en secretarinn lifir, guði sé lof. Úr því eg mintist á þetta ein- kennilega skáld á annað borð, get ekki stilt mig um að minn- ast þess agnar-ögn frekar: — Eitt sinn, sem oftar, fór Páll í þreskingu. Honum þótti bónd- inn, sem hann vann hjá, vera helzt til árvakur, svo til þess að ná sér eitthvað niðri á honum fyrir þessa ósiðsemi, þreif Palli í skáldgyðjuna og kyrjaði: “Skjóls hjá þrumu skýja- straums skugga unir' sjóli, áfram brunar út um heim á nátt-bunu hjóli.” En er Páll var búinn 'og tók að athuga skáldverkið, kom styrk í reikninginn, því þá vissi hann ekki fyrir víst hvort vísan væri heldur um þreskivélina, bóndann eða djöfulinn eða þá um alt þetta þrent, er sú gáta óráðin enn, það frekast eg veit. — Að Páll hafi ekki verið við eina fjöl eða tungu feldur, sýnir þetta dæmi: Hann hafði ráðist í hey- vinnu hjá enskum bónda, sem hafði þann ljóta sið, að draugast með sjálfan sig og menn sína fram eftir öllu kveldi. Palli gekk úr vistinni fyrir þessar sakir, og varð Ijóð að munni um leið og hann fauk út úr dyrunum: “The hobo said to the farmer: I travel from town to town, Until I meet some son-of-a-gun That quits when the sun goes down.” Til fósturjarðarinnar orti Páll eitt sinn í hrifningu þessa hjart- næmu vísu: “Þegar eg er lagstur lágt, og leiðið mitt er frosið, horfðu þá í austurátt ef þig vantar brosið.” Nú mun komið nóg af svona góðu; og eftir þennan útúrdúr sný eg mér aftur að Winnipeg. Jæja, þá er þar til máls að taka, að borgin stendur akkúrat þar á jörðinni er vestrið mætir austri, er um tuttugu mílur suð- ur af Selkirk, þar er vitlausra spítali, og nær sextíu mílum suð- ur af Gimli, þar er minnisvarð- inn, sem Hornfjörð kvað þessa vísu um, sér til sæmdar:

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.