Heimskringla - 22.11.1939, Page 6
6. SÍÐA
HEiMSKRINGLA
WINNIPEG, 22. NÓV. 1939
Brögð í tafli
IIUlllliilllliD
llllllllllllllllllllllllll
Eg stóð strax upp. Angela leit á mig
spyrjandi. Er eg fór fram hjá borðinu hennar
sagði eg svo hátt að allir gátu heyrt: “Faðir
yðar hefir sent eftir mér, Lady Angela. Hann
er óskaplega önnum kafinn í dag.”
Hún brosti við mér rólega. Eg beið stund-
arkorn frammi í göngunum. Þar kom Ray til
mín. Hann mælti ekki orð frá vörum, en
benti mér grimmúðlega að ganga á undan sér
til skrifstofunnar. Strax og inn var komið,
var auðséð að eitthvað mikilvægt hefði komið
fyrir. Hurðin á hinni miklu fjárhirslu stóð
opin. Chelsford lávarður og hertoginn biðu
komu okkar.
XXXVI. Kap.—Eg missi embættið.
Hertoginn lokaði herberginu mjög alvar-
legur á svip.
“Ray,” sagði hann, “mér þykir mjög vænt
um að þér eruð hér. Mjög alvarlegt atriði hefir
viljað til. Mr. Ducaine, okkur Chelsford lávarð
langar til að spyrja yður fáeinna spurninga.”
Eg hneigði mig til samþykkis. Eg vissi
ekkert hvað í vændum var, nema að Ray hefði
þegar sagt þeim það sem hann vissi.
“Eg held að aðgönguorðið að fjárhirslunni
hafi í dag verið Magenta?” spurði hertoginn.
“Alveg rétt, herra minn,” svaraði eg.
“Og hverjir vissu um orðið?”
“Chelsford lávarður. þér, Ray ofursti og
eg,” svaraði eg.
“Og hvað var í fjárhirslunni?” spurði her-
toginn.
“Uppdrættirnir af Guildford herbúðunum.
Uppdrættirnir af varnarvirkjastöðvunum í Sur-
rey og ein eða tvær áætlanir um herflutninga,”
svaraði eg.
“Rétt er það, og öll þessi skjöl eru nú far-
in,” sagði hertoginn.
Eg gekk að fjárhirzlunni og horfði inn.
Hertoginn sagði satt. Hún var næstum því
tóm.
“Skjölin voru hér í morgun,” sagði eg,.
“Það var ákveðið, að eg ætti að fara yfir það
sem í fjárhirslunni var strax í morgun, og
fara með alt sem tilbúið væri yfir í hermála-
ráðaneytið. Munið þér hverjir hafa komið inn í
þetta herbergi, herra minn.”
“Þér sjálfir, eg og konan, sem þér komuð
með hingað fyrir einni stundu síðan,” svaraði
hertoginn.
“Mrs. Smith-Lessing!” hrópaði eg.
“Einmitt!” sagði hertoginn þurlega.
“Skilduð þér hana hér eina eftir?” spurði
eg.
“Aðeins í tvær mínútur. Eg var kallaður í
símann frá lávarðadeildinni. Mér datt ekki í
hug að nokkur hætta væri að skilja hana hér
eftir, því að án vitneskjunnar. um aðgangsorð-
ið, mundi féhirslan standast árás æfðs lása-
smiðs.”
“Þér verðið að fyrirgefa mér, yðar náð, en
þurftuð þér ekki að fara neitt í fjárhirsluna í
dag?” spurði eg.
“Nei, þess hefi eg ekki þurft,” svaraði
hann önuglega.
“Þá get eg ekki komið með neinar skýr-
ingar á þessu,” svaraði eg. “Það var ómögu-
legt fyrir Mrs. Smith-Lessing að komast í
fjárhirsluna, nema hún vissi um inngangsorðið.
“Spurningin er,” • sagði hertoginn, “vissi
hún aðgangsorðið ?”
Þá skildi eg fyrst tilganginn með þessum
spurningum. Eg stokkroðnaði og fölnaði svo.
Mér var óskiljanlegt hvemig þessi skjöl voru
horfin. Eg gat ekki skilið það.
“Eg held eg skilji hvað þér eigi við, yðar
náð,” sagði eg. “Það er satt að Mrs. Smith-
Lessing er stjúpa mín. Eg held að það sé
einnig satt að hún sé í þjónustu frönsku leyni-
lögreglunnar. Eg var heima hjá henni núna í
dag, þér senduð mig þangað sjálfur, en eg
sagði henni ekki um aðgöngu orðið, né heldur
veit eg nokkuð um hvarf skjalanna.”
“En hvað um þessi?” sagði Ray og lagði
skjölin, sem hann hafði tekið af mér mjög
vandlega á borðið fyrir framan þá. “Segið her-
toganum og Chelsford lávarði hvar eg fann
þau. Látið okkur heyra hina liðugu ungu
tungu yðar segja sannleikann rétt í þetta skift-
ið, herra minn.”
Það var auðséð að hinum báðum varð
hverft við þetta. Ray hafði ætíð verið vinur
minn og verndari, en nú talaði hann af auðsæi-
legum fjandskap í minn garð.
“Kannske þér vilduð segja frá því sjálfur.
Eg mun leiðrétta yður sé þess þörf.” svaraði
eg.
“Gott og vel,” svaraði hann, “eg skal segja
söguna, og hún er aumkvunarverð. Eins og
við vitum allir, þá er þessi drengur hafður undir
eftirliti, því honum hefir verið falin vanda-
söm trúnaðarstaða, og er það heimsku minni
að þakka, er eg gleymdi hvaðan hann var
runninn. Eg fékk fréttir um það, að hann hefði
sézt með föður sinum og stjúpmóður í Sattini
matsöluhúsinu. Seinna þegar hann hélt ti!
heimkynna þeirra, fylgdi eg honum eftir þang-
að. Hann hefir kannske farið þangað fyrir
yður, hertogi, en þegar eg kom var hann að
verzla svolítið fyrir sjálfan sig, og var rétt að
afhenda þessi skjöl föður sínum.”
“Hvaða skjöl eru það?” spurði Chelsford
lávarður.
“Þér þekkið þau kannske, lávarður,” sagði
eg rólega. “Það er skrá yfir vígin á suður-
ströndinni. Þegar Ray ofursti kom inn var eg
að íhuga fimm þúsund punda tilboð í þau.”
Ray hnykti við þessa játningu mína, en
hertoginn sat eins og maður, sem trúir ekki
sínum eigin eyrum. Chelsford lávarður las
skjölin í óða önn.
“Þú ungi þorpari!” hvæsti Ray gegn um
samanbitnar tennurnar. “Eftir að hafa með-
gengið þetta, neitarðu þá að hafa sagt Mrs.
Smith-Lessing aðgönguorðið ?”
“Já, alveg ákveðið,” svaraði eg með stað-
festu. “Þessi tvö atriði eru alveg sérskilin.”
Hertoginn settist þunglamalega niður í
stólinn sinn. Eg vissi að af þessum þremur
mönnum, var hann mest undrandi. Chelsford
lávarður stakk skjölunum í brjóstvasa sinn,
Ray hallaði sér í áttina til hans.
“Chelsford lávarður og þér hertogi,” sagði
hann, “tókuð þennan unga mann fyrir mín orð
Eins og stundum hefir hent vitrari menn en
mig, hefir mér hraparlega yfirsézt. Við vitum
ekki nema að hann hafi á laun, tekið eftirrit af
öllum okkar ráðagerðum. Hvað í hamingjunn-
ar bænum eigum við að gera við hann?”
“Hvað leggið þér til að sé gert við hann ?”
spurði Chelsford lávarður.
“Mín leið mundi ekki falla yður í geð,”
sagði Ray og hló hörkulega. “Eg er eins og þér
vitið bara hálf siðaður. Værum við tveir einir
úti á auðnum einhverstaðar, mundi eg skjóta
hann, án minstu eftirsjónar. Slík svik sem
þessi, varða lífláti.”
“Við erum nú svo óhepnir,” svaraði Chels-
ford lávarður, að kringumstæðurnar leyfa ekki
slíka aðferð. Það væri meira að segja óskyn-
samlegt að höfða sakamál á hendur honum.
Við erum í hálfgerðri klípu. Hvað leggið þér
til hertogi?”
Eg leit á hertogann og furðaði mig á því,
að sjá hendur hans titra. Af manni, sem jafn
sjaldan sýndi tilfinningar sínar og hertoginn
gerði, þá virtist þetta fá mjög á hann.
“Eg legg ekkert til þessa máls,” sagði
hann lágt. “Eg verð að játa að eg er alveg
utan við mig. Þetta hefir alt borið svo brátt
að.”
Chelsford lávarður hugsaði sig um dálitla
stund og mælti svo: “Mér dettur eitt í hug.
Hertogi væri það til of mikils mælst ef eg bæði
um að fá að tala við þennan unga mann einslega
í fáein augnablik?”
Hertoginn reis hægt á fætur. Honum
virtist ekki falla tillagan rétt vel; Ray glápti
á okkur báða, en hreyfði engum mótmælum.
Þeir fóru síðan báðir út, jafnskjótt og þeir
voru farnir mælti lávarðurinn við mig:
“Fyrirgefið mér, Ducaine,” að eg kom
yður ekki til liðs. Eg skal sjá til þess að þér
bíðið engan skaða af þessu síðar meir. En í
hamingju bænum hvemig stendur á þessu síð-
asta hvarfi úr fjárhirslunni?”
Eg hristi höfuðið.
“Þessi kona hefði aldrei getað getið upp á
orðinu,” sagði eg.
“ómögulegt,” sagði hann. “Ducaine, vitið
þér hversvegna Blenavon fór svona snögglega
burt frá Englandi?”
“Ray ofursti veit það, herra minn, spyrjið
hann!”
Chelsford lávarður varð mjög hugsandi
um stund og mælti svo: “Við erum komnir í
Ijótu vandræðin, Ducaine. Eins langt og komið
er, hafa ráð okkar hepnast vel. Þeir í París
hafa fjölda af röngum upplýsingum, og hin
raunverulegu handrit yðar hafa öll borist mér
í hendur slysalaust, en ef þér farið, hvernig
er þá hægt að halda áfram með þetta? Eg
veit ekki hvern eg á að gruna, en ef dagsverk
nefndarinnar eru skilin eftir hér eða í
Braster-----”
“Þér verðið að kjósa eftirmann minn sjálf7
ur, herra minn,” sagði eg.
“Hertoginn hefir altaf verið andstæður
vali mínu, auk þess hafið þér úfbúið hinar föls-
uðu skýrslur með sérstakri snild. Eg var jafn-
vel á báðum áttum á skjölunum yðar áðan. Þér
gerið þetta alveg mátulega. Alt er bara svo-
lítið rangt. Eg veit ekki nema eg gerði réttast
í að segja þeim Roy og hertoganum sannleik-
ann.”
“Þér ráðið fyrir því, herra minn,” svaraði
eg. “Þér gerið eins og yður bezt líkar.”
“Þeir koma hingað innan skamms. Það
nær ekki nokkurri átt að tortryggja Ray eða
hertogann. En eg ætla samt að þegja. Eg
hefi eitt ráð í huga. Þér verðið að samþykkja
alt sem eg segi.”
Hertoginn og Ray komu báðir saman. —
Chelsford lávarður sneri sér að þeim og sagði
kuldalega:
“Mr. Ducaine þverneitar að hann viti
nokkuð um það, sem skeð hefir í dag. Með
tilliti til framtíðarinnar, hefi eg boðið honum
tvo kosti. Að vera tekinn fastur fyrir njósnir,
eða fara tólf mánaða ferð með Ajax, sem fer á
morgun af stað til Kína. Hann hefir kosið síð-
ari kostinn. Eg sé auðvitað til þess að hann
fari ekki í land í neinni höfn né sendi bréf.”
Ray brosti dálítið grimdarlega.
“Þetta er ágætis hugmynd Chelsford,
hvenær sögðuð þér að Ajax færi?” spurði hann.
“Á morgun,” svaraði Chelsford lávarður.
“Eg býðst til að taka Mr. Ducaine með mér
heim til mín í kvöld, og afhenda hann svo á
morgun manni, sem eg get fullkomlega treyst.”
Hertoginn horfði á mig forvitnislega.
“Og Mr. Ducaine samþykkir að fara?”
spurði hann.
“Það er ferð sem mig hefir lengi langað
til að fara, þótt eg byggist aldrei við að ferðast
þetta á kostnað þjóðar minnar,” svaraði eg
rólega.
Hertoginn hringdi bjöllu og þjónn kom.
“Viljið þér pakka niður farangur Mr. Du-
caines og senda hann — sagðir þú ekki heim
til þín, Chelsford lávarður?”
“Jú, heim til mín,” svaraði lávarðurinn.
“Til númer 19 Grosvenor Square,” sagði
hertoginn, “Mr. Ducaine kemur ekki aftur.”
Chelsford lávarður stóð upp og fylgdi eg
dæmi hans. Hvorki hertoginn né Ray sögðu
neitt í kveðjuskyni. En hinn fyrnefndi lagði
1 fáeina bankaseðla á borðið og sagði: “Eg held,
Mr. Ducaine, að þér eigið inni mánaðarkaupið
yðar. Eg hefi bæt svolitlu við það. Þangað til
í dag þá hefi eg álitið að þér ræktuð skyldu yðar
framúrskarandi vel.”
Eg horfði á féð og síðan á hertogann og
mælti: “Eg þakka yður fyrir yðar náð, en eg
leyfi mér að hafna gjöf yðar. Laun mín hafa
verið fyllilega gioldin.”
Rétt sem snöggvast 'fanst mér eg sjá
augnatillit Rays eins og blíðkast. Hann virtist
ætla að segja eitthvað, en hætti vað það. Chels-
ford lávarður flýtti sér út úr herberginu, og fór-
um við upp í bifreiðina hans^ sem beið eftir
okkur.
“Ætlið þér í raun og veru að senda mig til
Kína, herra minn?” spurði eg mjög áhyggju-
fullur.
“Nei, ekki mikið,” svaraði hann. “Eg ætla
að senda yður til Braster.”
XXXVII. Kap.—Stjórnkænska Chelsford
lávarðar.
Eg borðaði með Chelsford lávarði og frú
hans. Eftir að við komum heim til hans, hafði
hann ekki rætt um neitt nema almenn atriði.
Hjónin voru ein heima vegna þess, að einhver
mikill miðdegisveizla hafði farist fyrir, vegna
þess að konungurinn gat ekki verið viðstaddur.
Chelsford lávarður gætti þess vel að koma fram
við mig í viðurvist konu sinnar, eins og eg væri
venjulegur gestur, en þegar hún var farin þá
breytti hann strax um umræðuefnið.
“Mr. Ducaine,” mælti hann, “frá þeim
tíma, sem við töluðum saman í hermálaráða-
neytinu og þangað til í dag, hefi eg trúað yður
fyrir mjög miklu.”
“Eg hefi reynt alt sem í mínu valdi stóð
að bregðast ekki trausti yðar,” svaraði eg.
“Því trúi eg vel,” sagði hann, “enda ætla eg
nú að trúa yður fyrir meiru . Eg ætla að segja
yður eitt, sem yður mun sjálfsagt furða á. Frá
þeirri stund, sem átt var við fyrstu skjölin yðar,
þá hefir hver uppdráttur og hver rituð setning
frá varnarnefndinni, verið undirrituð og send
til París.”
Eg horfði á hann með forundrun. Þetta
virtist óhugsanlegt.
“En sjáið þér til,” sagði eg, “aðgönguorðið,
sem gerði það auðið að komast í fjárhrisluna,
var oft aðeins á vitorði okkar þriggja: Ray
ofursta, hertogans og mín.”
“Það er nú það sama,” sagði Chelsford lá-
varður rólega. “Eg hefi sannspurt þetta. Þegar
þér komuð til mín og lögðuð til að við gerðum
tvö afrit af fundargerningunum, annað rétt, en
hitt tómt rugl, þá verð eg að játa, að mér farist
það fremur fjarri öllu lagi; en reynslan hefir
samt sannað mér hið gagnstæða. Eg hefi feng-
ið alt, sem þér senduð mér með beztu skilum,
og nú er leyndarmál nefndarinnar vel geymt,
nema uppdrættirnir af Winchester, virkjunum,
sem voru fyrstu uppdrættirnir, sem þér gerð-
uð.”
“Ef yður væri það ekki á móti skapi þætti
mér vænt um að heyra, því þér sögðuð ekki
hertoganum og Ray eins og var núna í kvöld,”
sagði eg.
Chelsford lávarður hneigði sig því til sam-
þykkis og mælti: “Eg bjóst við að þér munduð
spyrja að þessu. En mér er samt ekki auðvelt
að svara því. Munið eftir þessu. Franska her-
málaráðaneytið hefir nú [ fórum sínum alger-
lega rangar lýsingar á strandvörnum okkar,
lýsingu, sem hlýtur að verða þeim til stórtjóns,
ef þeir halda áfram að trúa henni. Engin veit
um þetta leyndarmál nema við tveir, ennþá
gem komið er, og satt bezt að segja, þá óska eg
ekki eftir að nokkrir aðrir viti um það.”
“En þér hefðuð getað sagt Ray ofur3ta og
hertoganum frá þessu hvorum út af fyrir sig.”
sagði eg. “Hertoginn hefir alt af verið mér
vinveittur, og Ray er reiður við mig af öðrum
ástæðum rétt sem stendur, en báðir þessir
menn björguðu mér frá að verða hungurmorða,
og það er hræðilegt fyrir þá að hugsa til mín
eins og þeir gera nú.”
Chelsford lávarður helti víni á glas og
horfði í gegnum það móti ljósinu svolitla stund
og mælti: “Mr. Ducaine,, leyndarmál er mjög
viðsjált atriði. Þótt menn þeir, sem geyma
þau séu heiðarlegir menn og sóma menn. Þá
er samt betra, þeim mun færri sem þeir eru; í
því felst tryggingin fyrir geymslu leyndarmáls-
ins.”
“En hertoginn og Ray ofursti,” sagði eg.
“Eg gæti bent yður á, að þetta eru einmitt
mennirnir, sem ásamt yður þektu aðgangsorðið
að fjárhirslunni,” svaraði hann brosandi.
Eg hló.
“Eg býst ekki við að þér grunið þá,” sagði
eg.
“Auðvitað ekki,” sagði hann, “en það sem
eg hefi sagt stendur samt óhaggað. Mér þykir
leyndarmál þetta betur komið hjá okkur tveim-
ur. Eg veit að þetta hefir það í för með sér, að
þér tapið vinum yðar, en það er aðeins um
tíma — því lofa eg yður. En málefnið er
nægilega þýðingarmikið til að fórna því miklu,
og það ætti að vera á voru valdi að launa yður
fyrir þetta síðar meir.”
“Ó, eg er fús'til að gera þetta,” svaraði
eg, “en hvað ætlið þér annars að gera við mig?”
Chelsford lávarður reykti þegjandi um hríð
og mælti svo: “Mr. Ducaine, hver er það í fjöl-
skyldu hertogans, sem opnar fjárhirslu hans og
gerir eftirrit af skjölum yðar — hver er svik-
arinn?”
“Það má hamingjan vita,” svaraði eg. “Það
er mér óskiljanlegur leyndardómur.”
“Þá gátu verðum við að ráða,” sagði hann,
“og það hið bráðasta. Ef hin raunverulegu
skjöl eða landabréf voru tekin og afrit gerð af
þeim, þá fyndist sjálfsagt munurinn og þá færi
að gruna brögðin. Auk þess er þetta hræði-
lega alvarlegt.”
“Þér hafið þá hugsað yður eitthvert ráð?”
spurði eg.
“Já,” svaraði lávarðurinn alvarlega. “Þér
munið eftir Grooton?”
“Auðvitað! Hann var þjónn á Braster.”
“Hann er líka mjög trúr þjónn ættjarðar
sinnar,” sagði Chelsford lávarður. “Ég held að
hann hafi verið í leynilögreglu ríkisins. Það
er áreiðanlega óhætt að treysta honum. Eg
hefi því sent eftir honum. Nú geri eg ráð fyr-
ir, að hertoginn vilji láta nýja ritarann búa í
Brandinum — hann óskaði að þér byggjuð þar
eins og þér munið. Nýji skrifarinn verður
bróðursonur minn. Hann er áreiðanlegur og
heiðarlegur og til allrar lukku þagmælskur.
Hann verður bara málamynda ritari, en þér
eigið að gera verkið í raun og veru.”
“Eg er hræddur um að eg skilji þetta ekki,”
neyddist eg til að segja.
“Þetta hlýtur að hafa óþægindi og erfið-
leika í för með sér fyrir yður,” sagði Chelsford
lávarður. “En eg má til að biðja yður að þola
það, því að takmarkið, sem næst með þessu
móti er þess virði. Eg ætla að fá yður til að
búa í Brandinum líka, og vera falinn þar um
daga. Þér getið verið í einu herberginu uppi á .
loftinu og látið búa það út sem skrifstofu. Þar
getið þér og frændi minn gert afritin. En um- '
fram alt ætla eg að biðja yður um að hugsa að
vera á verði.”
Hjarta mitt hoppaði af gleði. Eftir alt
saman átti eg ekki að fara í útlegð. Þýðing
þessara orða Chelsford lávarðar kom ennþá
betur í ljós er hann bætti við mjög alvarlegur
á svip: “Þér hljótið að sjá það sjálfur, Mr.
Ducaine, að eg legg mikið í hættu, er eg hefi
þessi ráð með höndum án vitundar hertogans
og Ray ofursta. Hertoginn er maður með
mjög næmri tilfinningu fyrir heiðri sínum, eins
og hin síðustu verzlunarviðskifti hans sýna.
Hann hefir tapað hundrað þúsund pundum,
fremur en að blettur félli á nafn hans. Hann
er líka persónulegur vinur minn og mjög næmur
fyrir öllum aðfinslum og manna óráðþægnast-
ur. Þá kemur Ray, sem hlotið hefir Viktoríu-
krossinn, og er hvað frægastur allra hermanna
á Englandi sem stendur. Hann er líka vinui*
minn og mjög skapbráður. Þér sjáið því sjálf-
ur, að er eg fer á bak við þessa menn, stofna
eg mér í vandræði og þau alvarleg. En eg hefi
engin önnur úrræði. Það er einhver erkisvik-
ari annaðhvort í hermálanefndinni eða ná-
tengdur fjölskyldu hertogans. Netið er dregið
að honum æ þéttara, Mr. Ducaine; þarna niður
frá í Rowchester getið þér kannske hjálpað
mér til að þrengja það enn meir, unz aðeins ein
persóna er í því. Þey!”