Heimskringla - 13.12.1939, Blaðsíða 2

Heimskringla - 13.12.1939, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 13. DES. 1939 Sigarður A. Anderson (22. apríl 1855—30. sept. 1939) Þeir munu fáir, núlifandi manna, er heima áttu í íslenzku bygðinni í Dakota fyrr á árum og upp til aldamóta sem ekki kannast við eða þektu til, manns þessa sem hér getur, — hins mikla framtaks og dugnaðar- manns Sigurðar A. Anderson, sem nú er fyrir skömmu dáinn. Dugnaður hans og hagleikni var svo mikil og framúrskar- andi, að hann átti enga sína líka í bygðinni. Verður honum í því efni helzt jafnað til Þorsteins Danielssonar á Skipalóni, er var mestur dugnaðar og atorkumað- ur á íslandi á síðastliðinni öld. Sigurður var smiður með af- brigðum, bæði fljótvirkur og vandvirkur og hagur jafnt á tré og járn. Virtist honum liggja í augum uppi hvað gera þurfti, þó um vandasamar vélar væri að ræða, og brást það sjaldan, enda sóttu bændur mikið til hans. Oft- ast var hann kominn í smiðju sína, áður en aðrir risu á fætur og var þó ekki að sýta, þó unnið væri fram eftir kveldinu. Strax á æskuárum tamdi hann sér að rísa snemma úr rekkju og hélt þeim sið til æfiloka. Vökustund- irnar voru bonum hvíld, ef hann gat verið að verki, og hrestu hann, meir en svefnin. Nokkra pilta tók hann, meðan hann var í Dakota og. kendi þeim járnsmíði, þar á meðal mann er varð héraðskunnur fyrri hagleik og hugkvæmni, Magnús Bjarna- son (nú dáinn) er smiðju hafði um mörg ár í Hallson. Var Magnús hinn mesti útsjónar og elju maður og mun mjög hafa verið að skapi Sigurðar. Sigurður var fæddur að Hemlu í V.-Landeyjum í Rangárvalla- sýslu 22 apríl 1855. Foreldrar hans voru þau hjón Andrjes Andrjesson bóndi á Hemlu og Guðrún Gunnlaugsdóttir. Bræð- ur Sigurðar voru Andrjes er tók við búi af föður þeirra og bjó á Hemlu, og Gunnar, báðir dánir fyrir nokkrum árum. Tveir bróðursynir Sigurðar éru bú- settir í Reykjavík, en ekki er þeim, sem þetta ritar, kunnugt um nöfn þeirra. Sigurður ólst upp í föðurhús- um til fullorðins ára, en fluttist þaðan um eða fyrir 1880 að Narfakoti á Vatnsleysuströnd og svo þaðan að Litla-Hólmi í Leyr- unni. Rak hann útveg meðan hann dvaldi á þessum stöðum. En um þetta leyti voru sett þau veiðilög að ekki mátti renna færi í sjó innan svonefndrar land- helgislínu. Jók það róður um fullann helming. Eigi varð þar fiskjar vart af opnum bátum, þó fult væri fyrir innan. Ef sjó- menn lögðu innan við þessa “línu”, þar sem helzt var afla von, voru bátur og veiðarfæri gerð upptæk og þeir auk þess dæmdir í sekt. Bænarskrár til stiptsyfirvaldanna tjáðu ekkert. Undi Sigurður þessu ófrelsi svo illa að hann afréð að flytja af landi burt. Heyrði eg hann segja svo sjálfan frá, að ófrelsi þetta og bann á atvinnuvegum manna, hefði rekið fjölda manns burtu af Suðurnesjum, árið eftir að hann fór, en þá var lögunum loks breytt, er til landauðnar horfði. Árið 1886 flutti Sigurður ti! Ameríku og settist að í íslenzku bygðinni í Dakota og kom sér upp smiðju á Hallson. Barst fljótt af honum dugnaðarorð og safnaðist að honum meira verk en svo að henn kæmist höndum yfir. Hafði hann þá ýmsa yngri menn sér til aðstoðar, er hann kendi smíðar og meðal annara Magnús Bjarnason, sem áður er nefndur. Árið 1888 kvæntist Sigurður ólínu Maríu, dóttur þeirra hjóna Björns Jónssonar, Ásmundsson- ar frá Haga í Aðaldal og Sigríð- ar Þorláksdóttur frá Miðgrund í Skagafirði Jónssonar. Sigríður var alsystir Guðmundar mál- fræðings og Gísla hreppstjóra á Frostastöðum. Which do you prefer? No matter, they re 0 All by Canada’s Favorite Vintner! * / *'■ > ■ 4 - BRIGHT’S CONCORD AND BRIGHT’S CATAWBA 50c. per bottle Case of 6 bottles—$2.50 Gallon Jar— $2.25 • • • HERMIT PORT AND HERMIT SHERRY 60c. per bottle Case of 6 bottles—$3.00 'ftripM’S Y J O WINES FROM CANADA’S LARGEST VINEYARDS c * • % This advertisment is not inserted by the Govemment Liquor Control Commlssion. The Commission is not responsible for statements made as to quality of products advertised Ólína var áður gift, Agli Gísla- syni Jónssonar og Margrétar Gottskálksdóttur frá Skarðsá, en þá búin að missa mann sinn fyr- ir tveimur árum. Með hounm átti hún tvo sonu, Sigurbjörn, er nú býr í Laramie, Wyoming og Guðmund, er sem stendur á heima í Caribou héraðinu í B. C. Um þetta leyti keypti Sigurð- j ur fjórðung úr landi tengda-| foreldra sinna er vissi að þjóð- veginum, reisti þar íbúðarhús, vandað á þeirrar tíðar mæli-1 kvarða, flutti þangað smiðjuj sína frá Hallson og bjó þar um i sig. Stundaði hann nú smíðar I af kappi, en hafði jafnhlíða lít-| ilsháttar búskap. ' ( Þar bjó hann um tveggja ára skeið, flutti sig þá til Mountain með hús og smiðju og stundaði þar járnsmíði um tíma, en seldi j svo smiðjuna Magnúsi Bjarna-| syni, og færði sig á land á vestur sandhæðunum, suður af Hallson. Þar tók hann til sinnar fyrri iðju en að rúmu ári liðnu færði hann sig á ný til Hallson og reisti þar stóra smiðju og stórt íbúðar- hús. Rak hann nú í senn greiða- sölu og smíðar. Að ári liðnu seldi hann smiðjuna Magnúsi Bjarnasyni er þá flutti frá Mountain til Hallson. Tók hann þá að sér póstflutning yfir þvera íslenzku bygðina, frá Hallson til Hamilton, og frá Hallsion til Garðar, — en Hallson var mið- stöðin. Hafði hann þá tvo menn í vinnu og ærinn starfa, þó fanst honum hann meiru geta afkast- að. Stofnaði hann því verzlun í félagi við Jakob J. Líndal — frá Miðhópi í Húnavatnssýslu, reisti afar myndarlega búð og lagði mestar eigur sínar í fyrirtækið. En ekki stóð verzlanin lengi, því það óhapp vildi til að búðin brann með öllum vörum, óvá- trygð, milli jóla og nýárs 1893. Stóð hann þá uppi efnalítill. Vor- ið eftir flutti hann enn út á land, 5 mílur austur og norður af Mountain, bygði sér íbúðarhús og smiðju og stundaði þar smíð- ar um tveggja ára bil. En þá flutti hann 1896 með landnema hópnum, er stofna var hina svo- nefndu Roseau nýlendu í Minne- sota. Fyrsta verk hans eftir að þangað kom var að koma sér upp vönduðu íbúðarhúsi, og skýl- um yfir skepnur. Efniviður var þar nógur, og sögunarmillur á hverju strái. En fyrirhafnar- laust var þetta ekki, því ógreið- færir voru vegir í gegnum frum- skógana, eða öllu' heldur engir, en Sigurð brast hvorki kjark eða dugnað, og óspar var hann á efnivið er af nógu var að taka. Valdi hann því aðeins hið bezta til húsagerðanna. í Roseau bjó hann í nokkur ár og farnaðist vel. En þegar burt- flutningur hófst þaðan, vestur til hinna svonefndu Vatnabygða undi hann þar ekki lengur hag sínum, seldi lönd sín og færði sig norður yfir landamærin, til hinnar svonefndu Piney-bygðar, er þá var að nemast. Ekki þarf að taka það fram að þar húsaði hann, eins og hann hafði áður gert þar sem hann settist að. Vandaði hann húsagerðina eftir beztu föngum, því nú ætlaöi hann ekki að flytja sig oftar, þó á annan veg færi. Bjó hann rausnarbúi í Piney í mörg ár. Árið 1918 seldi hann eignir sínar í Piney og flutti enn á ný til Hallson. Þar keypti hann þrjú ábúðarlönd. Auk þess reisti sonur hans, Vilhelm, er þá var nýleystur úr hernum, þar verzl- unarbúð. Ráku þeir feðgar nú verzlun og landbúnað, þó hvort- tveggja væri aðallega í höndum Vilhelms. En þá kom sá atburð- ur fyrir, er enn leiddi til breyt- inga. Um þessar mundir misti Ólína kona Sigurðar heilsuna og var þeim ráðlagt að flytja vestur að hafi, ef loftslags breytingin kynni að færa henni bata. Fóru þau því vestur árið 1920 og settust að í Blaine, Wash. En ekki fékst hinn eftirvænti bati, hurfu þau því austur aftur 1923, EKKERT BETRA EN VOGUE að GILDI Þú færð meira fyrir pening- ana þegar þú vefur sígarett- urnar sjálfur úr þessu bragð- góða, fínt skorna tóbaki. — Hvernig sem þú lítur á það, þá er það stór hagnaður að kaupa pakkan á lOc og V2 punds dósina á 60c. Vogue fín skorið með Vogue sígarettu pappír, er ábata- samast þeim sem ‘vefja sínar sjálfir.’ lOc PAKKINN — i/z-PUNDA DÓS FYRIR 60c til Hallson og þar andaðist Ólína 1. júlí 1924. Þau Sigurður og ólína eignuð- ust tólf börn, en mistu þau flest á ungum aldri, aðeins fjórir syn- ir þeirra eru nú á lífi: Egill, lög- fræðingur í Chicago; Vilhelm, er að framan var nefndur, doktor í h'eimspeki frá Chicago háskólan- um, nú í þjónustu Bandaríkja- stjórnar, í Indianapolis; Gustaf Adolf, í Marysville, Wash., og Valdemar, í Elmer City, Wash. Þá eru enn ótalin tvö börn Sig- urðar er bæði voru fædd á fs- landi: Sigurður, bóndi við Piney, og Guðbjörg, nú ekkja, til heim- ilis í Blaine. safnaðist oft fyrir hjá honum. Næsta morgun var Sigurður víst snemma á fótum og brá sér í smiðju Magnúsar. Um almenn- an fótaferðartíma er hann búinn að sjóða á alla skerana. Fer hann þá heim til Magnúsar, velc- ur hann, og segist vera búinn að vinna fyrir kaffi þó eftir sé að fægja og setja verð á smíðið. Þenna morgun, meðan aðrir lágu enn í hvílu, hefði mátt vinda svita úr fötum hans.”--------- — slíkir atorkumenn eru harðla sjaldgæfir á öllum tímum! Blessuð veri minning Sigurðar meðal borinna og óborinna ingja hans og vina. impression of articifiality pro- duced. But Mrs. Salverson has miraculously avoided this pit- fa.ll; and, perhaps because she lays the emph'asis on her years of childhood and adolescence and skims lightly over her nearer adult life, she is able to write almost objectively of the little girl she once was. She displays her with extraordinary clarity, and is self-conscious only in the best sense of the word—con- scious of mental processes and of the individuality that gradu- ally developed itself in steadiiy unfavorable outward circum- stances. Sigurður flutti alfari frá Hall- son til Blaine 1926. Kynnisferð- ir austur á bóginn fór hann eftir það, en ekki margar. Dvaldi hann þá oftast hjá Sigurði syni sínum við Piney. Var eins og honum væri að sumu leyti kær- ast að dvelja á hinum fornu stöðum, þar sem hann hafði eytt æfi sinni og kröftum. Eftir 1930 fór honum að daprast sjón og tóku þá kraftar hans að réna. Nokkru fyrir andlátið mun hann hafa verið orðinn nær alblindur. Varð hann þá, um það leyti, fyr- ir áfalli er lagði hann í rúmið. Tók þá Gústaf sonur hans hann til sín, og hjá honum andaðist hann 30. sept. síðastl. Útfarar athöfnin fór fram frá heimilinu, séra K. K. ólafsson flutti líkræð- una. Var líkið þvínæst sent til bálstofunnar í Washelli graf- reitnum í Seattle og brent, sam- kvæmt fyrirmælum hins fram- liðna. Fjöldi fornra vina, er nú eru búsettir í Blaine, Ballard og Seattle voru viðstaddir útfarar ath'öfnina. Með Sigurði er mætur og ó- vanalegur íslendingur til moldar genginn. Hann var gleðimaður og örgeðja, en tryggur vinur vina, og lét örðugleikana aldrei beygja sig. Hann var frjáls í skoðunum en friðsamur, og gaf sig ekki í deilur, um orð og setn- ingar, sem honum fundust ein- ber hégómi. Að áræði hans og dugnaði hefir verið vikið hér a& framan, en ummælum þeim til staðfestingar, má bæta við kafla úr bréfi frá vini hans og svila Árna J. Jóhannssyni, bónda við Hallson, er lýsir Sigurði mæta vel. Árni segir: “Geta má þess að alstaðar þar sem Sigurður dvaldi, bygði hann og hresti upp á bæi, svo gott skýli var fyrir menn og skepnur. Það er óhætt að segja að fáa jafningja átti hann í áræði og dugnaði. Kappið var fram úr skarandi, hvort hann heldur vann fyrir sjálfan sig eða aðra, og þrekið að sama skapi. Þegar hann hamraði járn, var gaman að horfa á hreyfingar hans. Það var því líkast sem hann hefði aukavöðva er stjórnuðu hraða 0g þunga högganna. Eitt sinn er hann kom hingað vestur (frá Roseau), í heimsókn til kunningjanna, kom hann í smiðju Magnúsar Bjarnasonar og sá þar í brotum 5 standskera af brotplógum. Magnús, sem var hinn bezti smiður, var rag- ur við stórsmíði, svo þessháttar R. P. NÝ BóK Rithöfundurinn góðkunni, Mrs. Laura Goodman Saverson, sem allir munu kannast við, hef- ir gefið út enn nýja bók sem vakið hefir athygli manna á Englandi og víðar, og hlotið á- gætan ritdóm í einu helzta blaði Englendinga, London Times. — Bókin heitir: “Confessions of an Immigrant’s Daughter”, og er saga höfundarins sjálfs, sem er einnig að ýmsu leyti saga margra landnámsmanna sem hingað komu á innflutningsár- unum miklu. Þegar yfirstand- andi heimsstyrjöld skall á, var bókaútgefendafélagið á Englandi sem hafði þessa bók með hönd- um í töluverðum vanda statt, vegna óvissunnar um hvemig ýmsar bækur mundu takast með breyttu heimsástandinu. En þeir völdu þessa bók, meðal ann- ara, sem þeir hugðu að seldust, og svo hefir orðið, og bókin hefir hlotið ágætan ritdóm í London Times (Literary Supplement) s. 1. 21. okt. Hann rekur þráð sögunnar með töluverðri ná- kvæmni. Og í sjálfum dómnum er þannig komist að orði: It may seem paradoxical to speak of an auto-biography as unselfconscious, for in so in- tensely personal a document the writer’s own self must be in the foremost of his mind; he must of necessity always be posing a little in his own sight, and one often sees that the greater the affectation of honesty and blunt frankness the greater the final As one finishes these mem- oirs one cannot help being filled with admiration for their au- thor, for her achievement, her humor, her determination and her cheerfulness, which has nev- er anything forced or sentiment- al about it. Bókin hefir þegar vakið at- hygli hér í Winnipeg, meðal þeirra sem hafa orðið svo lán- samir að sjá hana og lesa, og n. k. þriðjudag, gefur Prof. W- T. Allison dóm um hana í út- varpinu CKY kl. 4.45. Ekki eru þessar bækur enn komnar í bóksölubúðirnar aðal- lega vegna flutningaörðugleika á milli Canada og Englands,- en Mrs. Salverson hafa verið send nokkur eintök og segir hún mér að þó að þær séu ekki margaft mættu menn, sem eintak af bók' inni vildu fá, snúa sér til henn- ar, unz bækurnar koma í bóka- búðirnar hér. Mörgum fslend- ingum getur ekki annað en verið forvitni um innihald þessarat nýju bókar um landnemaárin- Eg er viss um að nöfnin, sem þar eru nefnd, og umhverfin sefli rætt er um, hljóta að vekjf> minningar hjá öllum eldrí möllum sem bókina lesa. P. M. P. Kaupmaður einn spurði presU — Er það satt, að það sé eng' in synd að svíkja Gyðing? — Ekki skal eg neitt segja ufl1 það. En þér skuluð heldur ekki hafa áhyggjur út af því, vegfl3 þess að það er ekki hægt. KAUPIÐ HEIMSKRINGLU— stærsta íslenzka vikublaðið HMHERST „.S - a°s-*2il * 4 4ft - 25 oz. 1 OZ.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.