Heimskringla - 13.12.1939, Blaðsíða 7

Heimskringla - 13.12.1939, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 13. DES. 1939 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA HEIÐ-Ló AN Eg er horfinn heim í dag, hlusta á söng í litlum móa, en hvað þetta er indælt lag, ó já, þarna situr lóa; annar gat ei svona sungið sætt og mjúkt og unaðsþrungið. Litli fagri fuglinn minn! fengið h'ef eg enn að heyra sæta, milda sönginn þinn, sem er lækning hverju eyra. Línum var eg fundi fegin, fékst ei betra—hérna megin. ^el þér hefir verið kent, varstu sett á æðri skóla? Eða kendi mamma ment, með þig er hún var að róla út um grundir, börð og bala, barni sínu að kenna að tala? Mýrar flesjan mænir stolt *nóti þínu tónaregni. Brosleit standa börð og holt, brekkur reyna, eftir megni bér að sýna sæmd og heiður, sönginn þakka, og falleg hreiður. ^óinn á þig starir stilt stórum, grænum þúfna augum, lækjar sitran liðast vilt, lindin smáa kvik í taugum. Lóan hefir lagt að fótum, land og þjóð, með töfra nótum. Sjálfur þakka eg sönginn þinn, sárt er að geta ekki meira, ef að seinna orm eg finn, aftur munt þú frá mér heyra. Vertu sæl, og syngdu meira, Söng þinn vilja allir heyra. Jónas Pálsson ANNAÐ LÍF í ÞESSU LÍFI Hernaður fslendinga í Borgundar hólm i Eftir Stgr. Matthíasson Eg upplifði um daginn, í góðra landa hóp, slíkan sólskinsblett í heiði, að það mátti kallast annað líf í þessu lífi. Knattspyrnukapparnir heim- sóttu mig eftir sigurinn í Hruna (Rönne), og eg lét hita þeim kaffi. Við sátum í gildiskála úti í skógi og samglöddumst og sungum sigursöngva svo bær allur dundi. Og fyrst af öllu sungum við “Þú álfu vorrar yngsta land”, (eins og ætíð skyldi gera). Eg hafði horft á kappleikinn kvöldið áður og dáðst að dugn- aði landanna, og þó allra mest að markmanni þeirra hinum á- gæta, honum Gunnlaugi Jóns- syni: “Þar var sundvörðr, sá’s svara kunni”. — Sannast að segja var í mér illur kvíði í byrjun leiksins, því það hefði orðið mér óblítt angursefni ef þeir hefðu tapað. Eg sat á stóli líkt og Elí forðum og h'orfði á bardagann. Ekki hélt eg þó, að eg mundi steypast aftur á bak og hálsbrotna, eins og kallinn, þó ólánið henti þá. Sem betur fór leið ekki á löngu, að landarn- ir skoruðu fyrsta markið. “Þá hló Hlóriða hugur í brjósti,” og hljóp í mig glímuskjálfti, svo að eg gleymdi öllum kvíða. Upp frá því gekk alt eins og í sögu, og sigurinn var unninn áður en varði. En ekki má gleyma að geta þess, að Hrunamenn voru einnig vaskir menn og prúðir, og léku ■snildarlega. Yfirleitt fór leikur- inn svo vel fram og kurteislega- snyrtilega, að það minti mig á bardagann við Fontenay forð- um, þegar franski hershöfðing- inn kallaði til fjandmanna, tók FRAFALL GAMLA GUÐMUNDAR STÚDENTS Frh. frá 6. bls. konar, og núna sízt,” sagði Guðmundur. “Þín tfú er náttúrufar þitt, sem sér gott í öllu. Þú ert hreinskilinn, en hefir ekki augu umbóta- toannsins, sem sér ranglætið eins glögglega eða betur, en sættina og málamiðlunina. Hugsun jwín er ekki heldur gífurleg. Eg á mér einskis ills von . Eg gæti ekki farið illa. í loganum barna niðri yrði eg ekki alveg huggunarlaus, eg sem veit ekki um aðra sælu en að gera sitt ^zta, af því það þroskar mann sjálfan og gerir ^ann ánægðari. Eg sætti færi að skara neista trá einhverjum vesalingnum, sem þyldi hitann Ver en eg. Eg blöskraðist ekki yfir þeim held- Ur» sem kveldist af samvizkubiti og örvinglan, bó mér kynni að þykja það nokkuð svæsið. Eg vissi sem er, að þessi viðurkenning ræflanna Urn, að þeir hefðu ekki breytt eins og þeir áttu a<5 gera og þessi eftirsjón eftir misindis skemt- Unum, sem þeir verða að venja sig af, væru fyrstu batamerkin í betrun þeirra, þó sýndust n°kkuð frekjuleg, úr því þeir eru eilífir, og ^eta ekki framar gert út af við sjálfa sig, eins I þessu lífi. Eins og þú sérð, er eg óhaf- andi í báða staðina, sem trúin ætlar mönnum í, skortir hæfileikana fyrir þá og næ svo ekki tilganginum. Mér er einungis ætluð hvíld, °S eg æski ekki annars.” “Já, þig langar til þess, sem þú bráðum tær> að sjá hana mömmu þína aftur, þar sem ykkur báðum líður vel,” svaraði séra Hákon, hundviss um, að hann sló þá viðkvæmasta stíenginn. “Þvert á móti,” sagði Guðmundur, “sízt af ölJum hana, af því mér hefir þótt vænst um tana af öllum mönnum. Hana mömmu, sem elskaði drenginn og treysti honum til að verða maður, sem hún hugsaði sér beztan. Nei, Pað væru of mikil vonbrigði; maðurinn, karl- lnn hann Guðmundur stúdent, væri orðinn úr drengnum hennar; hún kannaðist ekki við hann. 8 þó varð drengurinn hennar að verða einmitt Mssi karl, til að svíkja ekki sjálfan sig og hana. ei, henni vil eg ekki gera skapraun. Eg gæti . ® ekki heldur; hún yrði þá ekki lengur alsæl, elns og við trúum. Og komdu nú ekki með það, að vera okkar mömmu kunni að breytast svo yið Hkamsskilnaðinn, að þetta yrði ekki til °anægju. Því það væri þá ekki lengur hún og sem þektumst og unnustum einu sinni, al? því við værum ekki eins og við vorum, heldur Værum við einhverjar aðrar verur. — Guð- ^undur gamli stúdent á sér hvíldina vísa.” Hákon þa^naði nú. Hann reykti fastara °S hætti líka að hugsa, eins og sá, sem sér barn ®ltt> sem hann treystir, taka þann veg, sem °num sýnist muni ófær, gagnstætt viðvörun Slnni og getur svo ekki aðhafst, nema vona einhvers góðs, og forðast að hugsa það, sem ann þóttist vita áður. • • • . “Við verðum að sleppa þessu vinur,” Sagði Guðmundur svo, eftir nokkra þögn. “Eg er allur á förum, og verð að segja þér erindið. attn ekki séra Sveinbjörn halda ræðu yfir mér auðum. Gerðu það sjálfur, og segðu hvað sem u vilt um mig; það verður ekki annað en það, ®ern þú heldur að eg eigi skilið. Nútízku frjáls- ndið hans séra Sveinbjarnar fellur mér ekki. e ta óákveðna, sein vill koma sér í mjúkinn ^ 011 um gömlum bábiljum og viðra sig upp aHar nýrri mótbárur, og hræra það saman. fór er S^etnan hans &amla Abrahams, sem vill °rnfæra fsak, þó skynsemi og tilfinning segi látlaust, að það sé glæpur, einungis af því ein- hver, sem hún óttast, eða ber lotningu fyrir, skipar henni að gera það. Þessi hræringur af hjátrú og skynsemi er ef til vill eðlilegt augna- bliks jafnvægi hins gamla, sem mist hefir máttinn, og hins nýja, sem er óþroskað. En eg hefi óbeit á honum, hann er átumein í hrein- lyndi þjóðarinnar. Eg sagði honum upp í lif- anda lífi og hann á enga heimting á, að tala yfir moldum mínum. Svo eru tvö hundruð dalir í skúffunni undir borðinu mínu þarna. Fáðu hann Þorvald í Fótaskinni til að taka að mér gröfina og bera mig í hana; gefðu honum fimtíu dali fyrir það. Hann er bjargarlaus, og stelur frá einhverjum ofan í sig og sína, áður en veturinn er úti. Honum er svo varið, að hann tæki það ekki eins nærri ,sér eins og bón- björg. Svo kemst hann undir mannahendur og verður æfinlegur vandræðamaður. Kannske þessir fimtíu dalir fleyti honum yfir þetta sinn. Svo útvegar þú Kolbein á Kaldranda til hins sama og borgar honum jafnmikið. Hann lagði elju sína og efni í einhverjar umbætur á kotinu, og vann sér svo inn hærri landskuld, og lík- lega flosnar upp. Þá er Einar gamli söngur. Forsjóninni láðist að gefa honum ráðdeild og atorku, en bjó hann út með ljómandi fallega rödd, og setti hann svo niður á það land, þar sem ekki fæst svo mikið sem einn munnbiti fyrir fallega rödd, nema ef slett er í mann máltíð við lágborðið í ögn fleiri veizlum. Og loks er gamli Bergur í Selhaga. Hann á ekki til dal í eigu sinni, og ráðgerði að selja einu kúna sína, til að koma Gesti litla suður til ein- hvers ættingja hans, sem býðst að kenna h’on- um skólalærdóm. Þeim hnokka verður fræði- fíknin hefndargjöf, eins og Níels og Daða, ef ekki er að því gert. Skólinn eyðileggur líklega mannsefnið í honum, en maginn verður eftir óskemdur og honum gefur hann brauð. Þú borgar Einari og Bergi sína fimtíu dali hverj- um, fyrir sama starf sem hinum er ætlað. öðr- um reitum mínum er ráðstafað. Góða nótt, Hákon félagi, og þökk fyrir samfylgdina! Nú er helfróin mín nærri á enda; eg veit hvað líður. Eina bónina enn. Það er haldið, að maður lifi upp æsku sína með seinustu stundunum. Mér fanst eitthvað svipað því í köstunum, þegar eg var lengst leiddur, en hugurinn handsamaði ekki, hvernig það var, þegar rænan kom aftur. Hvað væri á móti því, að meðvitundin væri hringur, sem lokaðist þar sem hann byrjar? Seztu nú við borðið og syngdu mér: “Rís upp mín sál að nýju nú”, eins og þú manst hún mamma söng það fyrir okkur, nýársmorgnana, þegar við vorum litlir drengir. Og vertu nú sæll.” Séra Hákon gerði eins og hann var beð- inn. Hann söng vers eftir vers, með klökkum, lágum rómi. Það tók að birta í gluggann. Hon- um heyrðist þungt andartak í rúminu bak við sig. Hann hrökk upp og leit við. Guð- mundur gamli stúdent lá þar hreyfingarlaus og rólegur eins og hann svæfi. Höfuðið hafði að- eins sígið ofan á bringuna og hjartað bærðist ekki. Hann var örendur. Hákon lagði hendprnar á honum upp á brjóstið og dró niður augnalokin. Hann efaði ekki, að Guðmundur hefði sagt satt og vitað, hvað sér leið. Hann strauk með hendinni yfir kinnina, sem var að kólna, eins og menn kveðja sofandi barn. “Nei, nei, hvað sem sagt er. Eg yrði held- ur ekki sæll á himni, ef þú gætir ekki verið þar.” ------Úti rofaði til nýárs-dagsins. Inni bjarmaði fyrir nýrri trú. ofan og sagði: “Englendingar góðir! gerið svo vel að skjóta fyrstir!” Svo hæversklega og nærgætn- islega höguðu kapparnir sér í þessum leik, og sáust hvorki hrindingar né pústrar. Eg óskaði þess, að vér íslend- ingar gætum árlega sent “hundr- að skip með frónskum drengj- um” út um víða veröld til að þreyta íþróttakappleiki við aðr- ar þjóðir. Eg óskaði, að við ættum heila legíó íþróttamanna — einvalalið. Það væri herlið vort, þjálfað ágætlega til íþrótta, en ekki til ófriðar. Og við send- um út liðsveitir til ýmsra þjóða til að vinna okkur frægð og vin- fengi þeirra allra. ! Við eigum með öðrum orðum ! að leggja miklu, miklu meiri rækt við íþróttir en við gerum, og verða fremstir allra í þeirri göfugu viðleitni og þeirri ment. — Væri eg einvaldur á íslandi, mundi eg óðara skipa Benedikt Waage íþróttamálaráðherra og Byrnjólf Jóhannesson meðhjálp- | ara hans og sendiherra í víkinga- ferðum. Mundu þeir báðir verða | launaðir vel, og eg mundi sjá i um, að þeir fengju ýmsa bitl- | inga að auki, því mikið yrði jþeirra pund. fþróttir yrðu lög- I skipaðar sem hin fyrsta og I fremsta lærdómsgrein í öllum | skólum (og mætti til samkomu- lags afnema ýms óþörf fög, eins og t. d. málfræði o. fl.). Frá 7. ári skyldi öllum börnum og ungl- ingum kenna margskonar íþrótt- ir, úti og inni, gegnum alla skóla, og jafnan leita eftir hver væri til hvers bezt hæfur, og jafn- framt valið úr hópnum beztu sveinarnir og beztu meyjarnar til einvalaliðsins. Við súdentpróf ætti hver um sig að geta í sannleika sagt með iHaraldi konungi: íþróttir kann ek átta, yggs fet ek líð at smíða, o. s. frv. eða þó öllu heldur eins og segir í vísu Rögnvaldar kala: “Tafl emk örr at efla, íþróttir kann ek tíu”, o. s. frv. Þetta hefir í rauninni verið mitt hjartans áhugamál alla tíð, frá því eg í bernsku hafði mesta yndi af útileikjum, framar öll um lestri og lærdómi öðrum; frá því eg lærði á leggjum, og skaut- um og skíðum, og hljóp og stökk og glímdi, og skaut af boga og byssu, og sá piltana koma heim úr verinu og sýna sínar listir, eins og t. d. að járna Pertu, ríða til páfans, ganga á höndum og fara í burtreið, og fara á handa- hlaupum o. fl. En enginn kunni neitt til fullnustu, því enginn var kennarinn, sem kunni að leið- beina þeim og æfa þá, fremur en okkur krökkunum í Oddahverf- inu. Og í skóla var það sann- færing mín, að íþróttir þær, er við lærðum þá (leikfimi, sund, söngur og teikning) ættu allar algerlega sama rétt til prófein- kunna eins og önnur fög eða miklu fremur. Þessa skoðun i hef eg enn. fslendingar, mesta I íþróttaþjóð heims, það er mark- i ið, sem stefnt skal að í framtíð- inni. Engin ment er hollari til þroska og heilsu og fegurðar en íþróttir. ▲ Eg kvaddi landana með sökn' uði, er þeir óku burt frá mér út úr skógarlundinum. Og eg minntist þess, er eg í hóp skóla- bræðra minna (við vorum 11 | saman), kom að Kornsá til Lár-J I usar sýslumanns Blöndals. Þar i var gott að komas slæptur ofan 1 af Grímstunguheiði og þiggja J góðgerðir í bezta máta. Og blessuð gamla frúin fagnaði okk- j ur sem himinsendum, týndum | sonum, og kysti okkur alla að skilnaði og kallaði á eftir okkur, er við riðum úr hlaði: “Eg vildi, | að eg ætti ykkur alla saman, elsku strákarnir mínir!” - NAFNSPJÖLD - Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrlístoíusími: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er að flnnl á skrifstofu kl. 10—li' f. h. og 2—6 e. h. Heimili: 46 AUoway Ave. Talsími: 33 1S8 Thorvaldson & Eggertson Lögf rœðingar - 705 Confederation Life Bldg. TaLsími 97 024 OrriCE Phone Res. Phoni 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MHDICAL ART8 BUILDINO OrricE Houks: 12 - 1 4 F.M. - 6 P.M. 4ND B Y APPOINTMENT M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINGAR Sérgrein: Taugasjúkd&mar Lœtur útl meðöl I vlðlögum Vlbtalstfmar kl. 2—4 «. j,. 7—8 aB kveldtnu Síml 80 867 665 victor St. Dr. S. J. Johannesion 806 BROADWAY Talníml 30 877 Vlðtalstimi kl. 3—6 e. h. A. S. BARDAL selur llkkistur og annast um útfar- lr. Allur útbúnaður sá bestl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. 843 SHERBROOKE 8T. Phone: 86 607 WINNIPEG “ . 1 J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financtal Agents Sími: 26 821 i 308 AVENUE BLDG.—Winnipeg' Rovatzos Floral Shop *06 Notre Darae Ave. Phone 04 054 Fresh Cut Flowers Dally Plants In Season We specialize in Wedding- & Concert Bouquets & Funeral Designs lcelandic spoken Jacob F. Bjamason —TRANSFER— Baggage and Furniture Moving 691 SHERBURN ST. Phone 35 909 Ann&st allskonar flutninga fram og aftur um bæinn. i MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO 8S4 BANNING ST. Phone: 26 420 DR. A. V. JOHNSON DENTIST 506 Somerset Bldg. Office 88 124 Res. 36 883 1 410 Medical Arts Bldg. Dr. K. J. AUSTMANN Stundar eingöngu Augna, eyrna, nefs og kverka sjúkdóma • 10 til 12 f.h.—3 til 5 e.h. Skrifstofusimi 80 887 Heimasími 48 551 THL WATCH SHOP Thorlakson Baldwin Diamonds and Wedding Rings Agentð for Bulova Watchea Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave. r •,ö«84‘*w1 TIL GUTTORMS J. GUTTORMSSON AR I. Stephan upphátt orti brag Enn er sama þrautin(n)! Nú er þitt, að ljóða lag Lífga skála-grautinn. II. Við Magnús yrkjum einir sér Og allir fala meira “smér”! Búðu þig nú í braga ver Byrjaðu fimta desember! Jak. J. Normna HITT OG ÞETTA Á veitingahúsi. — Þessi fiskur er ekki nærri því eins góður og fiskurinn, sem eg fékk hér í fyrri viku. — Jæja, það var einkennilegt, þetta sem er sami fiskurinn. * * Hs Kennarinn: Af hverju eigum við ávalt að hugsa um, að heim- ili okkar sé hreint og þokkalegt. Nemandinn: Vegna þess, að alt af er hægt að búast við gest- um. * * * Karl II. Englandskonungur fór einu sinni á morgungöngu í Hyde Park aleinn, * sem þótti mjög. óvarlegt á þeim tímum. Bróðir hans, hertoginn af York, sem var að koma úr veiðiför, hitti konung og ávítaði hann fyrir óvarkárni hans. Karl konungur svaraði bros- andi: — Vertu rólegur, bróðir sæll. V QK MONOGRAM Canadian Rye Whisky FIVE SCOTS Select Iáqueur Whisky MONOGRAM London Dry Gin • The British Columbia Distillery Co. Ltd. Gáið að þvi að þetta merki sé á öllum B. C. D. vörum »CP M »t This advertisement is not lnserted b: Government Liquor Control Commtssior The Commission is not responsible fo statements made as to quality of pro ducts advertised. Það er ekki einn einasti maðui til, sem þorir að drepa mig, al ótta við það, að þú verðir kon ungur.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.