Heimskringla - 13.12.1939, Side 4

Heimskringla - 13.12.1939, Side 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 13. DES. 1939 ^eimakringla (StofnuB 1186) Kemur út á hverjum miOvikudegl. . Eigendur: THE VIKING PRES8 LTD. 153 OO 85S Sargent Avenue, Winnipeg Talsimia 86 537 VerS biaðslns er »3.00 árgangurlrm borglst g [yrirfram. Allar borganlr sendist: THE VIKING PRESS LTD. 311 viðskifta bréf blaðinu aðlútandl sendlst: Ksnager THE VIKINO PRESS LTD 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstj&ri STEPAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINOLA 853 Sargent Ave., Winnipeg “Helmskrlngla” ls published and printed by THE VIKINO PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man Telephone: 86 537 WINNIPEG, 13. DES. 1939 FINNLAND í fullar sjö aldir barðist Finnland fyrir sjálfstæði sínu. Samt hefir það ekki átt því að fagna að njóta þess nema 22 síðustu árin. Það laut yfirráðum Svía í 600 ár og Rússa í önnur 108 ár. En á frelsishug- sjóninni töpuðu Finnar aldrei sjón. Ein af frelsish'etjum þeirra á síðast liðinni öld sagði: “Svíar erum við ekki, Rússar viljum við ekki vera, við erum og verðum æ Finnar.” Saga þeirra ber ótvírætt vitni um þetta. Fyrsta ósigur sinn áttu Finnar sjálfum sér að kenna. Þeir voru heiðnir og herj- uðu á austur-strendur Svíþjóðar. Land sitt kölluðu þeir Suomi (frb. svo’mi) sem þýðir mýrlendi. Árið 1154, á krossferðar- árunum, hélt Eiríkur IX. Svíakonungur með skozka biskupinn Henry af Uppsölum í leiðangur á móti Finnum með það fyrst og fremst fyrir augum að kristna þá. Finnar drápu biskupinn, en tóku hann síðar í tölu helgra manna. Eftir tvær her- ferðir til Finnlands, gekk það Svíum á hönd 1323. En Svíar voru jafnvel á miðöldunum lýðræðissinnaðir. — Þeir veittu þegnum sínum í Finnlandi þegar frelsi til að kjósa Svía-konunga og senda fulltrúa á þingið í Svíþjóð. Árið 1556 var Finnland gert að stórfurstadæmi. Snemma á 17. öld stofn- setti Gustaf Adolf þing í Finnlandi. En ókosturinn á þessu öllu fyrir Finna, var sá, að Finnland var oftast vígvöllur- inn, sem Svíar og Rússar börðust á. Landa- mærin breyttust tíðum og leiddi af því bæði deilur og vopnaskærur. Pétur mikli lagði Finnland undir Rússa, en Karl 12. náði því aftur, nema borginni Viborg (Viipuri). Loks árið 1809, meðan á Na- poleons-ófriðinum stóð, náðu Rússar aftur Finnlandi og drotnuðu þar í meira en öld eða þar til eftir stríðið mikla. Er stjórn Gustafs fjórða um það kent, að Svíar nokkru sinni töpuðu Finnlandi. Sagði fað- ir hans Gustaf III. svo um hann, að hann myndi ólánsmaður verða og illa ljúka fyrir honum, því hann væri bæði “einfaldur og einþykkur.” Þykir það hafa ræst á Gustaf IV. í fyrstu döfnuðu Finnar vel undir stjórn Rússa. Hinir nýju stjórnendur fetuðu í fótspor fyrirrennara sinna. En árið 1899, þegar sú bylgja gekk yfir Rússland, að ekkert væri neins vert nema það sem rússneskt væri, skipaði Nikulás II, að af- nema stjórnarskrá Finnlands. Þá var það að ungur Finni myrti hinn einráða fylkis- stjóra Rússlands, Bobrikoff og sem hat- urseld kveikti milli Finna og Rússa, er aldrei hefir sloknað. Reyndu Finnar bæði 1908 og oftar að fá leiðréttingu mála sinna, en úr því varð ekkert fyr en 1917, er byltingin hófst í Rússlandi. Og 9. des. það ár, lýstu Finnar yfir sjálfstæði sínu. Næsta ár hófst svart- asta tímabilið í sögu Finna. Þar braust út innanlands bylting, milli “rauðra” ráð- stjórnar-sinna, er bolsévikar studdu og “hvítra” Finna, er her Þjóverja veitti að málum undir stjórn herforingjans Rudiger von de Golz, greifa. Þeirri ógnaröld lauk loks með sigri finska herforingjans Karls Mannerheim í Viborg. Mannerheim, sem nú er yfirhershöfðingi Finna hefir af Finnum ávalt síðan verið viðurkendur sem þjóðhetja þeirra, en hjá bolsévikum hefir hann hlotið titilinn: “slátrarinn” Mannerheim. Árið 1919 varð Finnland lýðveldi. Var fyrsti forseti þess prófessor Karl Stahl- berg. f Dorpat var fullur friður samin 1920 við Rússa; afsöluðu þeir sér þar meðal annars Petsamo, námuheraði því norður við íshaf, sem þá fýsir nú að ná í aftur. Árið eftir studdi Þjóðabandalagið Finna í kröfum sínum á hendur Svíum með því að veita þeim Álandseyjarnar. Lífsbarátta Finna hefir verið óblíð frá því fyrsta. Finnland er aðallega land mik- illa vatna og viltra skóga. Vegna hinna erfiðu lífskjara, má segja, að þar hafi myndast nokkurs konar náttúru úrval manna; hinir hraustustu einir hafa haldið velli. Þessi kjör þeirra hafa gert þá harða, ódeiga og þversinnaða eins og Skota. Þjóð- ernisást þeirra er ótakmörkuð. Þeir litu niður á rússnesku þjóðina á keisaratím- unum og þeir gera það ennþá. Á nítjándu öldinni hafa þeir gert hinar ótrúlegustu umbætur í landinu. Úr skógunum hafa þeir unnið við til útflutnings, gert skipa- leiðir um ár og vötn, lagt járnbrautir, komið upp nútíðar-iðnaði og eignast skipa- flota nokkurn til flutninga. Banka-fyrir- komulag þeirra er hið bezta. íbúatala landsins var í byrjun síðustu aldar um eina miljón, en var um 1900 orðin 250 miljónir. Nú er hún 3,832,662. Svona ör hefir fjölgun og uppgangur þjóðarinnar verið. Mentun er þar svo ágæt, að bóka- kaup Finna eru sögð meiri borin saman við fólksfjölda, en í nokkru öðru landi, utan íslandi. Finnar voru fyrsta þjóð Evrópu að gefa konum atkvæðisrétt. Þeir voru einnig fyrstir til þess að löggilda áfengisbann, þó það sé nú afnumið og stjórnarvípsala lögleidd í þess stað. Finnar eru sterktrúaðir á samvinnu- skipulag. Samvinnufélög þeirra skifta þúsundum, bæði áhrærandi akuryrkju og iðnað. Er þessu skipulagi þeirra mest þakkað, að Finnar voru ein fyrsta þjóðin að vinna bug á kreppunni, sem hófst 1930. Finnar eru mestmegnis bændur og bún- aðar-afurðir þeirra, eru önnur mesta út- flutningsvara landsins; viður er hin fyrsta. Bretland var bezti viðskiftavinur Finn- lands á s. 1. ári, Þýzkaland annar og Banda- ríkin þriðji. Vinnulaun eru ekki há, en framfærslukostnaður er einnig lágur. At- vinnuleysi er sem næst óþekt. Við þetta fáorða ágrip af sögu Finna, skal nú bætt nokkrum orðum út af tíðind- unum, sem frá Finnlandi hafa verið að ber- ast síðustu tvær vikurnar. Og til að byrja með, er nú ekkert sjá- anlegra, en að sjálfstæði Finnlands sé þá og þegar lokið. Að þeir geti varið sig og frelsi sitt í hernaði fyrir Rússum til lengd- ar, er að minsta kosti með öllu óhugsan- legt. Her Finna er talið að geti ekki farið fram úr 600,000, þó svo að segja hver víg- fær maður sé í stríð kvaddur. Rússar ættu að geta með því að kalla hvern víg- færan mann í stríð, haft saman 14 miljón manna her. Auðvitað er hinn eiginlegi her Finna ekki nema 300,000 til 400,000 manna. Rússa her er heldur ekki á þá sömu vísu talið nema 2 miljónir. Þettu er nú um landher þessara þjóða að segja. Af herskipum hefir Finnland aðeins 2 strandvarnarbáta, 5 kafbáta og 6 aðra fallbyssubáta. Skip til að hreinsa með sjóinn af tundurduflum hafa þeir 21 og sex til að leggja tundurdufl. Smá varð- báta (patrol) hafa þeir 19. Og þá er nú sjófloti þeirra talinn, sem takast skal á við hinn mikla sjóflota Rússa, sem nokkuð af er nú á Austursjónum, við Eistland og Latvíu. Tala flugherskipa Finna er sögð í bók sem heitir: “All th’e World’s Aircraft”, og sem nýlega er skrifuð, tæp handfylli; í flugher landsins eru taldir vera 1300 menn í þessari sömu bók. (Finsk flug- skip eru á myndum og tímaritum hér sýnd með hakakrossmerkið (swastika) á vængj- unum. Ástæðan fyrir því er sú, að það hefir verið skoðað lukkumerki á meðal þjóða við Eystrasalt í margar aldir og Finnar notuðu það á flugskip sín löngu áður en Hitler lét sauma það á treyju- ermina sína). Eins og kunnugt er, er flugher Rússa nú sagður hinn stærsti í öllum heimi. En við þennan voðalega herafla Finna allan, hafa Rússar nú skolfið á beinunum. Blöð þeirra hafa látlaust haldið fram, að Finnland léti h'ernaðarlega og til þess að það að minsta kosti réðist ekki að óvöru á sig, sendi Rússland her á hendur því um mánaðarmótin, bg bera meðal annars merki um þá byrjun stríðsins, djúpir gígir á flötunum hjá járnbrautarstöðinni í Helsingfors, “hinni hvítu borg Norðurs- ins”, eftir 550 punda sprengjurnar, úr flugförum Rússa, þó ekki sé annað nefnt. En með þeim var einnig lokið öllum samn- ingstilraunum milli Rússa og Finna á frið- samlegum grundvelli. Stjórnin í Moskva leit ekki eftir það við samnings-umleitun Ryti-stjórnarinnar í Finnlandi, er til þess var kjörin í stað Cajander-stjórnarinnar, að halda sáttatilraunum áfram. í Moskva höfðu spilin verið stokkuð með alt annað fyrir augum. Þar hafði verið skipuð stjórn yfir Finnland, er “Fólks- stjórn” var nefnd. Sú stjórn var til heimilis talin í sjávarþorpinu Terijoki, er þá var í höndum finska hersins. Forsæt- isráðherra þeirrar stjórnar var Otto Kuus- ien, finskur kommúnisti, er flúði frá Helsingfors 1918 til Moskva, er útséð var um að bolsévikar mundu ná þar yfirráð- um. Hefir hann dvalið í Moskva síðan og unnið hjá stjórninni. Það fyrsta sem þessi “lýðstjórn” átti að h'afa fyrir stafni, var að leggja grund- völl að Sovétstjórn, gera iðnað og banka landsins að þjóðeign. Stórjarðareigendur átti að reka af eignum þeirra og skifta landinu milli annara. En nú stendur svo á, að um stórar jarðeignir er ekki að ræða í Finnlandi, því landið hefir um langt skeið haft betri búnaðarlöggjöf, en flest önnur lönd. Þegar Kuusien hafði hugsað mál sitt fór hann á fund Stalins, Voroshiloff, Molo- toff og Audrey Zhdanoff í Kremlin; skal síðar minst á hver Zhdanoff er. Þar var sá samningur gerður við hann, að hann veitti Rússlandi fyrir hönd Finnlands: 1) 1,504 fermílur af landi á Karelia skagan- um, og voru í því innifalin varnarvirki Finna; 2) að leigja Rússum Hangö og mikið land í grendinni, fyrir flotastöðvar; 3) að veita Rússum land í Petsamo til þess að hafa þaðan aðgang að sjó, (þarna er námaiðnaður nokkur og í rauninni var það hann sem Rússar vildu ná í); 4) að tryggja Rússlandi verzlun Finnlands; 5) að veita Rússlandi 8 eyjar í finska flóan- um (Rússar hafa nú tekið fjórar þeirra). í staðinn fyrir þetta, sem er það sama og Rússar fóru fram á við Cajander-stjórn- ina, vildu Rússar láta þessa nýju stjórn sína hafa 27,027 fermílur of rússnesku landi við landamæri Finnlands og greiða stjórninni $8,400,000. Kommúnistar hér sem annar staðar hafa haldið fram, að Stalin hafi boðið Finnum fé fyrir hlunnindin, sem hann fór fram á. Hann hefir aðeins boðið “fólks- stjórninni” það, sem hann hefir sjálfur skipað í Finnlandi, en engum öðrum. Og sú stjórn á að afhenda Rússum landið fyrir það fé, svo maður skyldi ætla, að jafnvel forsvarsmenn Stalins hér mintust sem minst á þessa blóðpeninga hans. Þeir áttu aldrei öðrum að greiðast, en land- ráðamanninum Kuusien. En maðurinn, sem höfund mætti kalla nútíðarstefnu Rússlands, að minsta kosti eins og hún hefir sýnt sig í Eystrasalts- löndunum, er Audrey Zhdanoff, flokks- foringi kommúnista í Leningrad umdæm- inu. Hann er Joseph Göbbel Rússlands. Stefna hans er hin sama og Þjóðverja að því leyti, að hann skoðar það mest um vert fyrir Rússland, að færa út kvíarnar og ná sér í lönd, sem gera Sovét Rússlandi landvarnir sínar erfiðari. Hann taldi Eystrasaltslöndin gera það og Finnland og benti á það fyrir þrem árum í Moskva, að lönd þessi ættu Rússar að taka. Og hann lagði meira að segja ráðin á þá, hvernig fara ætti að því. í stað þess að vaða inn í þessi kotríki, skyldi biðja þau um leyfi fyrir herstöðvar. Þegar það væri fengið, væri björninn unninn. Hann mótmælti í sífellu samkomulagi eða samningum við Breta ve&na þess, að þeir væru þessu mótfallnir. Og hann kom Litvinoff úr stöðu sinni vegna dekurs hans við lýðræð- islöndin, sem Rússland hefði ekkert gott af. Samt voru það ekki þessi lönd, heldur Þjóðverjar, sem hann óttaðist að áhrifa- miklir yrðu í Eystrasaltlöndunum. Þegar þeir voru svo komnir að því að fara í stríð við Breta og Frakka, réð hann Stalin til að gera samning við Þjóðverja og tryggja sér þessi lönd með því. Hann sagði þetta verða auðfengið þá, því Þjóð- verjar yrðu meira en fegnir að kaupa frið af Rússum með þessu. Þetta hefir nú flest gengið fyrir sér eins og hann gerði ráð fyrir og ber hann ábyrgðina, ef til vill mest allra manna á því, að stríðið hófst. Það er aðeins í einu, sem brugðið hefir út af áætlun Zhdanoff, en það er, að Finn- ar brugðust öðru vísi við en hin Eystra- saltslöndin. ÚTVARPSERINDI Flutt í Reykjavík 15. okt. 1939, af Thor Thors Lítil telpa, sem send hafði verið á sveitaheimili frá London, sá fyrsta kvöldið er hún var í sveitinni vinnustúlkuna vera að reita hænu. Og litlu telpunni, sem aldrei hafði komið í sveit áður, varð að orði: — Heyrðu, þarftu að hátta fuglana svona á hVerju kvöldi? Góðir áheyrendur: f sambandi við för mína til Bandaríkjanna, h'afði það verið ákveðið af utanríkismálanefnd Alþingis, samkv. tillögu for- manns hennar, Jónasar Jónsson- ar, að eg skyldi ferðast um bygð- ir íslendinga í Canada, og flytja þeim kveðjur að heiman. Mér var vitanlega mjög ljúft, að tak- ast þá ferð á hendur, því að per- sónuleg kynni mín af ýmsum Vestur-ísl. og frægðarorð það, er af þeim fer, vöktu hjá mér glæsilegustu vonir um góðan fé- lagsskap og fræðandi og ment- andi för. Eftir komu mína til New York var ferðaáætlunin samin, og það ákveðið, að eg skyldi heimsækja fslendinga í bygðunum um- hverfis Winnipeg og í Norður- Dakota í Bandaríkjunum. Ósk- uðu Vestur-ísl., að eg kæmi hið fyrsta, þar eð annatími færi í hönd, og væri sumpart hafinn, svo að fundarsókn yrði erfið- ari, er frá liði. —- Eg ákvað því, að leggja í þessa för, þegar að loknum fyrstu erindum mínum í New York. Það var um nónbilið þriðju- daginn 27. júní, að við lögðum af stað í þetta ferðalag, konan mín og eg. — Lestin, sem okkur var vísað í, var geysilöng, og á næsta spori stóð önnur álíkii stórkostleg. — Dráttvagnarnir stóðu þarna andspænis hvor öðrum, blésu af óþolinmæði og kappi og litu óþyrmilega á keppi- nautinn . Þeir áttu báðir að renna sama skeiðið um 18 stunda leið á hlemmispretti, og báðir vildu fyrstir verða. — Farþeg- arnir keptust hinsvegar við að finna sæti sín í hinum miklu völundarhúsum. Hinir svörtu burðarmenn og járnbrautarþjón- ar greiddu liðlega úr vanda manna, og loks var ekið af stað. Leiðin liggur um fjölbreytt og fjölskrúðug héruð, ýmist yfir iðnaðarlönd eða landbúnaðar- sveitir. Bandaríkjamenn þurfa ekki að leita úr landi til að sjá tilbreytingu í landslagi. Á hinu mikla landflæmi þeirra, hafanna á milli, finnast öll tilbrigði nátt- úrufegurðar og fjölbreytni. — Fagrar og blómlegar sveitir og dalir, hæstu og hrikalegustu fjöll, fossar og goshverir, ár og stórvötn, og öll stig loftslags, frá paradísarsælu Californíu og að háfjallafrostum Klettafjail- anna. Amerísku járnbrautarlestirn- ar eru sennilega þær beztu í heimi. Svefnvagnar þeirra hafa þó fram til síðustu tíma verið með nokkuð sérstökum hætti. i Það er sofið í einskonar bað- 1 stofum, en fyrir hvern svefn- í klefa er lokað með tjöldum. — ! Mönnum finst þetta óviðfeldið i fyrstu, en það fer vel um þá í : klefunum, og svarti þjónninn hugsar vel um hvern og einn. Um morguninn er konum og körlum vísað í sinn hvorn bún- ingsklefann, og surtur bíður úti . á gangi. Með sigurbrosi á vör- | um, svo að skín í mjallhvítar | tennurnar, ræðst hann nú að fólkinu með heljarvendi og I burstar svo að hvergi verður fis | að finna. Surtur vill ekki að menn gangi með fiðrið í fötun- um, og skónum skilar hann svo að spegla má sig í þeim. Svona fínir og fágaðir stíga menn út úr lestinni í hinni frægu borg Chicago kl. 9 að morgni, eftir 18 stunda akstur. — Við eigum að halda áfram eftir 1 klukkustund. Það er aðeins hæfilegur tími til þess að kom- ast á milli járnbrautarstöðva með farangurinn. — Og aftur er haldið af stað með nýjum, sér- lega fáguðum og þeysandi far- kosti. Á 5 klukkustundum eru farnir um 650 kílómetrar frá Chicago til St. Paul. Leiðin liggur mecf am Mississippi- fljótinu, eftir hinum gróðursælu og hlíðóttu bökkum þess, ynd- islegt og fjölbreytt landslag. — Tíminn líður fljótt og áður en varir erum við komin til St. Paul. Þar h'efjast nú heimsókn- ir okkar til V.-íslendinga, því að á stöðinni hittum við einn Vestur-fslending. Þetta var Kristján, móðurbróðir minn, er í æsku hvarf að heiman fyrir rúmum fimtíu árum, og nú býr í St. Paul við ánægjuleg lífskjör. Hér dvöldum við í nokkrar klukkustundir. Kristján hafði margs að spyrja heiman frá gamla landinu um ættmenni og átthagana vestur á Snæfellsnesi, um þjóðhagi og þjóðlíf. f St. Paul býr einnig Gunnar Björns- son, ritstjóri og fjölskylda hans. Gunnar var staddur utanbæjar svo að fundum okkar bar ekki saman, en við hittumst síðar í Winnipeg. Gunnar er mikill fs- lendingur og alt hans fólk. Hefir flest þeirra heimsótt ísland og dvalið hér nokkuð. Ríkisstjórn- in hafði boðið Gunnari, að koma heim til íslands nú í sumar, en sakir þess að hann var að taka við skattstjórnarembætti sínu að nýju, vanst honum ekki tími til þess, en hugði að koma að sumri. Við hittum sem snöggvast 3 af börnum þeirra Gunnars og Helgu konu hans, þau Valdimar, Björn og Helgu, eru þau öll hin mannvænlegustu. Enn var stigið í lestina og ferðinni heitið frá St. Paul til Winnipeg, og eftir rúmlega tólf stunda ferð var komið á áfanga- staðinn til Winnipeg, höfuðborg- ar íslands í Vesturheimi. Og það brást ekki — i íslendinga- bygðir vorum við komin. — Strax og við litum út úr lestinni, sáum við kunnug og vingjarnleg andlit. — Það var stjórn Þjóð- ræknisfélagsins, sem beið okkar á stöðinni. Þar voru þeir Ás- mundur P. Jóhannsson, Árni Egertsson, Gísli Johnson, Sig- urður Melsted, Guðmann Levy, séra Valdimar Eylands og próf. Richard Beck og kona hans. — Ennfremur ritstjórar íslenzku blaðanna, þeir Einar Páll Jóns- son, ritstjóri “Lögbergs”, og kona hans og Stefán Einarsson ritstjóri “Hiemskringlu”, og loks Grettir Jóhannsson ræðismaður íslendinga. Fanst okkur nú þeg- ar, sem við værum heim komin, svo vingjarnlegar voru móttökur. íslendinganna og svo elskulegt var að mega nú tala íslenzku eina. “Heill og sæll og velkom- inn til okkar,” var ávrap þeirra allra, jafnt forna kunningja sem þeirra sem eg sá fyrsta sinni. íslendingar vestan hafs hafa þann ágæta og alúðlega sið, að þúa alla, enda eru þéringar þeirra á milli bannfærðar úr málinu og hafa verið frá önd- verðu landnámi þeirra. — Það var þegar um margt að spjalla, en fundur var þó brátt rofinn. Nú tók nefnilega Ásmundur Jó- hannsson að sér stjórnina og stjórnaði hann síðan að mestu leyti ferðalagi okkar af mikilli röggsemi og festu, og að því er hann sjálfur taldi, á stundum af talsverðri hörku. Ásmundur hafði boðið okkur hjónum að dvelja á heimili hans, svo sem ýmsir aðrir gestir hafa gert, er á undan okkur hafa að heiman komið vestur. — Nutum við þar, á þeimili Ásmundar og frú Guð- rúnar, hinnar ágætu konu hans, hinnar unaðslegustu gestrisni og beztu vináttu. — Á leiðinni frá járnbrautarstöðinni til heimilis Ásmundar, námum við staðar fyrir framan þinghöll Manitoba- fylkis, og stigum út úr bifreið- inni. Á þingvelli þeirra fylkis- búa, blasti við okkur stór og tíguleg standmynd af Jóni Sig- urðssyni forseta. Höfðinglegur og skörulegur horfir Jón Sig- urðsson á mannfjöldann, er stöð- ugt streymir fram hjá hinni veglegu byggingu við AusturvöII Winnipegborgar. Jón Sigurðs- son ber að vanda höfuðið hátt. Hann veit, að nafn íslendingsins

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.