Heimskringla - 03.01.1940, Blaðsíða 6

Heimskringla - 03.01.1940, Blaðsíða 6
6. SÍÐA mE.MSKRINGLA WINNIPEG, 3. JANÚAR 1940 SVO ERU LOG, SEM HAFA TOG Til rttstjórans að dagblaðinu Herald, New York. Kæri herra: Hér með sendi eg yður þús- und dala ávísun í sjóð yðar, sem veitir ókeypis ís. Þetta ætlar að verða erfitt sumar fátækl- ingunum, og vonast eg til með þessu, að hefja samskota lista til að styrkja hið mikla líknar- starf yðar. Sendi eg þetta svona snemma til þess, að yður verði auðið að gera jafnvel enn meira gott en að undanförnu. Yðar einlægur, Hann horfði spyrjandi augum á Söru. “Þetta er það sem eg gef venjulega, eða er ekki svo?” Skrifarinn kinkaði ákaft kolli til sam- þykkis. “Já, sagði hún hressilega. “Það er það sem þér hafið gefið á hverju ári hin síðustu tíu árin.” Þessi yfirlýsing hafði gleðjandi áhrif á Gilder. Rödd hans var mýkri er hann talaði. Hið stóra andlit hans stafaði geislum hamingj- unnar og hann brosti ánægjulega. “Tíu þúsund dalir fyrir þetta eina atriði!” hrópaði hann. “Jæja það er gleðilegt að vera þess megnugur að hjálpa þeim, sem eru ver settir en maður sjálfur.” Hann þagnaði og bjóst auðsæilega við lofsamlegri áréttingu við þessa ræðu sína frá skrifaranum. En þótt Sara væri nógu hluttekningarsöm við og við, þá kaus hún ekki að fara eftir óskum húsbónda síns í þetta skifti. Því að starf hennar var svo nákomið honum, að það veitti henni ýms sérréttindi gagnvart hinum hátignarfúlla yfir- manni stofnunarinnar. Auk þess var hún ekk- ert hrædd við Gilder eins og hinir, sem unnu hjá honum. Enginn maður er hetja í augum herbergisþjónsins síns eða einkaritarans síns. Náinn kunningsskapur er ósamrýmanlegur við hetjudýrkun. Sara svaraði hirðuleysislega, mannúðarmanninum til mestu gremju: “Ójá, herra minn. Einkum þegar þér græðið svo mikið að yður munar þetta engu.” HJnar loðnu jaiuglabrýr Gilders drógust saman í hnykla af vanþóknun, en augun opn- uðust af furðu yfir þessum óvæntu orðum skrifarans. Hann hikaði eins og eitt augnablik áður en hann svaraði henni mjög hátíðlega og í rómnum var svolítill hreimur af ásökun fyrir þessi hortugheit hennar. “Eg játa það að hagurinn af verzlun minni er mikill, Sara. En eg hvorki svík toll á vörum mínum, né kúga niður fultningsgjald járn- brautarfélaganna, ekki brugga eg heldur nein vélráð gegn hinum smærri keppinautum mín- um, né frem neinar hinna óheiðarlegu athafna, sem snerta sumar aðrar greinar viðskiftanna. Eg vinn heiðarlega fyrir hag mínum hversu mikill sem hann er.” Skrifarinn sem var ánægð með þá truflun sem hún hafði gert á ánægjutilfinning hús- bóndans yfir kærleiksstarfsemi hans, hneigði sig og lét sér nægja hálf volga viðurkenningu á þessari yfirlýsingu hans. “Já, herra minn,” sagði hún mjög auð- mjúk. Gilder starði á hana fáein augnablik með talsverðri vanþóknun. En þá datt honum í hug djúpúðugt ráð til að setja ofan í við hana, og það var að sýna henni enn frekara dæmi um höfðingsskap sinn. “Látið gjaldkerann isenda hin venjulegu fimm hundruð til Góðgerðafé- lagsins,” skipaði hafin. Og er hann hafði fært fram þetta dæmi um höfðingsskap sinn/hýrn- aði yfir svip hans. Ef hann fann snöggvast til efa um þetta vegna orða skrifarans, þá hvarf nú sá efi með öllu vegna hinna óbifanlegu trúar á hina ágætu kosti sína og gildi fyrir heiminn yfir höfuð. Það var þessvegna að hann með sinni venjulegu ró tók á móti George Demarest, yfir- manni lögmannafélagsins, sem sá um lögfræðis- leg ráð og störf fyrir hann. Hann vissi það án þess að honum væri sagt það, að lögmaðurinn hafði komið til að láta hann vita um afdrif Maríu Turner. “Jæja, Demarest,” sagði hann er hinn fág- aði lögmaður kom hröðum skrefum inn eftir herberginu og staðnæmdist fyrir framan skrif- borðið hans eftir að hafa hneigt sig djúpt fyrir skrifaranum. Andlit lögmannsins gerðist nú alvarlegt og rómur hans, er hann svaraði bar vott um á- hyggju. “Lawlor dómari dæmdi hana í þriggja ára fangelsi,” svaraði hann alvarlega. Það var auðséð að hann var ekki allskostar ánægður með úrslitin. En Gilder lét það ekkert á sig fá þótt lög- manninum líkuðu ekki þessi úrslit málsins. Þvert á móti. Hann brosti í hrifningu. Rödd hans varð dýpri er hann sneri sér að skrifar anum og mælti: “Gott! Taktu þetta niður, Sara.” Hann hélt áfram, er istúlkan opnaði skrifbókina og beið með blýantinn tilbúinn. “Gleymdu því ekki að láta Smithson setja eintak af þessu alstaðar þar sem stúlkurnar geta séð það í bún- ingsherbergjunum, í borðsalnum, í lestrarher- berginu og í samkomusalnum.” Hann ræskti sig og hált áfram: “María Turner, gem fyr meir var starfsmær í þessari búð, var í dag dæmd í þriggja ára fangelsi, fyrir að hafa stolið vörum úr búðinni, metnum yfir fjögur hundruð dali. Stjórn þessarar stofnunar óskar eftir því á ný, að minna á, að ráðvendnin borgar sig bezt. Hefir þú náð þessu ?” “Já, herra.” Rödd skrifaranjs var eins og í vél án nokkurrar tilfinningar. Hún ætlaði sér ekki að trufla húsbónda sinn í annað sinn þenn- ar morgun með neinni óheppilegri athugasemd. “Farið með þetta til Smithsons,” bætti Gilder við, “og segið honum að eg vilji láta setja þetta upp strax samkvæmt fyrirmælun- um.” Aftur játaði stúlkan að gera þetta og fór út úr herberginu. Gilder tók vindlakassa upp úr iskúffu í skrifborðinu, opnaði hann og rétti að lögmann- inum sem beið þar, en hann hafnaði vindlinum með því að hrista höfuðið og hélt áfram að ganga fram og aftur um herbergið eins og í eirðarleysi. Demarest hirti ekkert um boð hús- bóndans að fá sæti, en Gilder tók ekkert eftir. því. Hann var að kveikja í vindli sjálfur með mestu nákvæmni. Loks tók hann aftur til máls og þá var ósegjanleg sjálfsánægja í rómnum. “Þrjú ár — þrjú ár. Það ætti að vera hinum stúlkunum aðvörun. Hann leit í áttina til lögmannsins til að fá samþykki hanisi Lögmaðurinn hnyklaði brýrnar er hann leit á búðareigandann. “Þetta er skrítið mál!” hrópaði hann. “Það er að sumu leyti hið ein- kennilegasta, sem eg hefi séð síðan eg fór að stunda lög.” Hinn þægilegi ánægjusvipur dvaldi ennþá á andliti Gilders er hann reykti vindilinn með þægilegri ró og lét í ljósi samhygð sína. “Mjög raunalegt tilfelli — mjög svo! Eg segi að það sé mjög raunalegt tilfelli.” Demarest hélt áfram að tala og rödd hans bar vott um tilfinningu. “Eg álít þetta sé mjög óvenjulegt mál. Eins og þér vitið þá heldur stúlkan því fram, að hún sé saklaus. Það er auðvitað algengt, en þarna er það með öðrum hætti. Atriðið er þetta: Hún einhvernveginn gerir mál sitt senni- legra en áður. Mér finst að hún segi satt.” Gilder brosti með umburðarlyndi. “Kviðdómnum fanst hún nú samt ekki segja satt,” svaraði hann, og rómur hans var önugur er hann bætti við: “Eða dómaranum, fyrst hann dæmdi hana í þriggja ára fangelsi.” “Sumir menn eru ekki eins næmir fyrir að finna þetta og aðrir,” sagði Demarest kulda- lega. Ef þetta var sneið til áheyrenda hans þá fór hún alveg utan hjá markinu; skelin utan á honum var of þykk til þeiss. “Stolnar vörur fundust í skápnum henn- ar,” sagði Gilder ákveðinn. “Sumt af þessum vörum var stungið ofan í kápuvasan hennar eftir því, sem mér hefir verið sagt.” “Jæja,” svaraði málafærslumaðurinn bros- andi, “þetta eru góðar líkur og án þeirra mundu fáir glæpamenn fá sinn dóm. En sem lögmað- ur verð eg samt að játa, að líkurnar einar eru aldrei nægilegar til að sakfella mann, svo að það isé áreiðanlegt að hann sé sekur. Auð- vitað segir hún að einhver annar hafi sett hina stolnu muni í skápinn hennar, sem er mjög líklegt. Það hefir verið gert oftar en tölu verði á komið.” Gilder setti upp fyrirlitningarsvip. “Og í hvaða tilgangi ?” spurði hann. “Það er of vitlaust til að hugsa um það.” “í svipuðum tlifellum,” svaraði lögmaður- inn, “hafa hinir raunverulegu sökudólgar leitast þannig við að færa gruninn yfir á saklauist fólk, til þess að forða sjálfum sér frá honum, þegar þeir taka að óttast um að upp um sig muni komast. Stundum hafa menn þannig svift aðra saklausa mannorðinu vegna haturs á þeim.” “Þetta er of ólíklegt til þess að eyða tíma til að hugsa um það,” endurtók Gilder óþolin- móður. Dómlarinn og kviðdómurinn fundu enga galla á vitnaleiðsunni.” Demarest fann það með sjáfum sér, að vöm hans fyrir þessari stúlku átti varla við, þar sem hann var lögfræðislegur ráðanautur Gilders, sem hún átti að hafa rænt, svo að hann breytti aðferðinni skyndilega. “Hún segir að fimm ára þjónusta í búð- inni ætti að vera metin enhvers.” Gilder var nú samt ekki á því að sýna neina vægð í sök, sem var svona greinilega öndverð hans eigin hag. “Rétturinn hefir fundið hana sanna að sök,” sagði hann aftur á sinn valdsmannslega hátt, og áherslan sem hann lagði á orðin, benti til þess að málinu væri nú lokið. Demarest brosti háðslega og gekk fram og aftur um gólfið. “Nú á tímum köllum við það ekki rétt, heldur dómstóla.” Gilder brosti efagjörnu broisi að þessari hnútu. Honum fanst að hann gæti samþykt þetta, því að þessir dómstólar unnu jafnan vel að hinum persónulega hag hans. “Hvað sem því líður,” sagði hann hressi- lega, “þá er þetta mál komið úr okkar höndum. “Við getum ekkert meira gert nú.” “Hvað það snertir,” svaraði lögmaðurinn eins og hikandi, “þá veit eg það nú ekki. Því sjáið þér til, sannleikurinn er sá, að þó að eg hjálpaði til að lögsækja hana, þá er eg ekkert upp með mér yfir dóminum, sem hún fékk.” Gilder lyfti augabrúnunum með óblandinni undrun. En ennþá var hann alveg ósnortinn af sömu tilfinningu og lögmaðurin hvað sökina serti. “Því?” spurði hann hvatskeytslega. “Af því,” svaraði lögmaðurinn og stað- næmdist beint framundan skrifborðinu, “að þrátt fyrir allar líkurnar, sem á móti henni eru, þá er eg ekki viss um að María Turner sé sek — langt frá því.” Gilder hnussaði fyrirlitlega, en Demarest hélt ákveðinn áfram: “Hvað sem því líður, þá langár stúlkuna til að sjá þig og mig langar til að hvetja þig til að sjá hana.” Gilder rauk upp er hann heyrði þetta og horfði ýgldur á lögmanninn, sem líklegast vegna sinnar lögfræðilegu reynslu, hafði farið að ganga aftur um gólfið. “Til hvers væri það,” sagði Gilder þykkju- i lega og horfði reiðulega á lögmanninn. Leynd harka kom í ljós í huga hanis, er hann hugsaði 1 til þess að sjá slíka sjón en samhliða þessari ! hörku birtist annað einkenni á lunderni manns- ins, því að rödd hans lýsti skelfingu er hann mótmælti þessari hugmynd í ákafa. Ef hann sýndi hörku í þeissum atriðum, þá kom einnig í Ijós svolítill vottur um blíðu, sem hrylti við að eiga slíkt í vændum, að hitta konu undir slíkum kringumstæðum. “Eg get ekki átt við að láta hana ganga grátandi um alla skrifstofuna og biðja misk- | unnar,” sagði hann önuglega, en óttinn var samt miklu greinilegri en önuglyndið. Demarest .svaraði honum ákveðinn. “Þar ferð þú villur vegar. Stúlkan beiðist ekki miskunnar. Það er í rauninni aðal atriði málsins. Hún krefst réttlætis—þótt það virð- ist undarlegt fyrir dómstólunum! og einskis annars. í raun og veru er hún mjög fágæt stúlka, og stendur langt um ofar venjulegri búðarstúlku bæði að gáfum og mentun.” “Þeim mun minni ástæða er fyrir hana að vera þjófur,” sagði Gilder í sínum digrasta rómi. “Já, og kannske líka minni ástæða að ætla hana það,” isvaraði lögmaðurinn ísmeygilega. Hann þagði sem snöggvast og hélt svo áfram í ákveðnum rómi: “Rétt áður en dómarinn kvað upp dóminn, spurði hann hana hvort hún vidi segja nokkuð. Eins og þú veist, þá er þetta venjan, og meinar venjulega ekki neitt. En þarna var það þvert á móti, skal eg segja þér. Hún gerði okkur alla forviða með því að svara því játandi. Það var ljóti skaðinn Gilder p:' þú gast ekki beðið. Eg skal segja þér það, að vesalings stúlkan hélt fjandi góða ræðu!” Hinn lögfræðislegi metnaður málafærslu- mannsins birtist í hinni drengilegu og hjartan- legu viðurkenningu hans á gildi ræðunnar, er hann hafði heyrt niðri í réttarsalnum þá um morguninn. “Svei, svei,” svaraði hinn ólundarlega. “Hún hefir dáleitt þig.” Þá datt miljóna mær- ingnum nýtt í hug og ótti birtist í rödd hans. Það voru alt af fréttaritar einhverstaðar til að fylla blaðadálkana með hinum heimskulega þvættingi sínum. “Sagði hún nokkuð ilt um mig eða búðina mína?” “Nei, ekki orð,” svaraði lögmaðurinn al- varlega, en hann brosti með sjálfum sér. “Hún sagði okkur bara frá því, að faðir hennar hefði dáið þegar hún var sextán ára gömul. Eftir það neyddist hún til að sjá um sig sjálf. Svo sagði hún frá því, að hún hefði unnið hjá þér stöðugt í fimm ár, án þess að nokkumtíma hefði verið fundið að framkomu sinni. Hún sagði einnig að hún hefði aldrei séð þessar vörur, sem fundust í skápnum hennar. Og hún sagði meir en það! Hún spurði dómarann hvort hann skildi hvað það þýddi fyrir unga stúlku að vera dæmd til fangelsisvistar fyrir það, sem hún hefði ekki gert. Eg skal segja þér það Gilder, að orð hennar höfðu einhvem veginn áhrif á alla í réttarsalnum. Eg veit það! Það er í mínum verkahring að skilja slíkt. 0g það sem hún sagði virtist vera sann- leikur. Það sem hún sagði og hvernig hún sagði það, bar vott um gáfur og hugrekki. Venjulegur afbrotamaður hefir hvorugt. Þess- vegna grunaði mig, að hún segði satt. Sjáðu til Gilder. Það bar alt sannleiksblæ. Það er í mínum verkahring að heyra hvað satt er eða ósatt í slíkum efnum.” Nú varð stutt þögn lögmaðurinn gekk órólegur fram og aftur uxn herbergið, svo bætti hann við: “Eg held að Lawlor hefði gefið henni annað tækifæri hefðir þú ekki talað við hann.” Það vantaði ekki hin ytri merki um það, að þetta hafði áhrif á Gilder. En hinar betri taugar í sálarlífi hans voru kyrktar af venjum langrar æfi. Þeisisi ögn af hjartagæðsku, sem hann kann að hafa haft, var jörðuð með ungu konunni hans, og hafði svo risið upp til að heyra til syni hans. Hann var í flestum atrið- um miskunarlaus m'aður. Og þar sem hann var sneiddur öllu ímyndunarafli, þá var hann sneiddur allri sannri samúð. Hann snerist í stólnum og blés út úr sér þykkum reykjarmökk. Þegar hann tók til máls var rödd hians djúp og drynjandi. “Eg gerði bara skyldu mína,” sagði hann. “Þú veist að eg leitaðist ekki eftir áheyrn hjá Lawlor dómara. Hann sendi eftir mér og spurði mig að því, hvað eg héldi um málið. Hvort eg héldi að það væri rétt lað láta stúlkuna sleppa í þetta sinni. Eg sagði honum hrein- skilnislega, að eg héldi að réttast væri að hegna henni öðrum til viðvörunar, öðrum sem hefðu freistingu til að stela. Eignir manna hafa þó einhvern rétt á sér, Demarest, þó mér finnist að nú orðið sé svo komið, að flestir séu líklegir til að neita því.” Nú kom aftur önugleiki og hræðslu hljómur í röddina er hann bætti við: “En eg get ekki skilið hvað stúlkan vill mér.” Lögmaðurinn brosti þurlega því að hann sneri bakinu að húsráðanda í þann svipinn. “Nú, hún sagðist mundi gefa þér ráð til að stöðva þjófnaðinn í búðinni ef þú vildir veita sér áheyrn fáein augnablik,” svaraði hann. Nú færðist sigurhróss svipur á Gilder. Hann rétti við stólinn sinn og barði hnefanum í borðið. “Þarna kemur það, eg vissi það,” hrópaði hann. “Stúlkian ætlar sér að játa brot sitt. Það er fyrsta merkið um heiðarlegar tilfinning- ar, sem hún ennþá liefir sýnt. Eg býst við að það ætti að örva slíkt. Sennilega eru aðrir við þetta riðnir.” Demarest reyndi ekki að mótmæla þessu. “Þetta getur vel verið,” sagði hann áu minstu sannfæringar, og bætti svo við: “Það getur ekki sakað neitt að sjá hania. Eg hugsaði að þú yrðir fús til þess, svo að eg talaði við héraðs saksóknarann, og hefir hann skipað að koma með hana hingað um leið og farið er með hana til járnbrautarstöðvanna. Þeir eru að fara með hana til Burnsing, eins og þú veist. Eg vildi, Gilder, að þú talaðir við hana fáeiu orð. Það siakar ekkert.” Að svo mæltu fór lögmaðurinn skyndilega út úr skrifstofunni og iskildi eigandann eftir öskureiðan. IV. Kap.—Kossar og stelsýki “Komdu sæll pabbi!” Er lögmaðurinn var farinn, þá fór Gilder yfir bréf sín með miklu handa fumi. Honum fanst hálfgert að sér vera gert rangt til, af því að lögmaðurinn hafði auðsæilega reynt að i vekja meðaumkvun hans með Maríu Turner. Til þess að bæla niður eðlisávísun hjartans og láta tilleiðast, þá fór auðkýfingurinn yfir í huga isér allar þær staðreyndir, sem réttlættu þessa ákvörðun hans um vægðarleysi við hana, og í raun og veru þá tókst honum þetta innaU skamms svo vel, að hann hlakkaði yfir þeim dá- samlega hætti sem réttlætinu er haldið við með á þessari jörð. f þeim svifum var tekið fram í fyrir honum með þessu ávarpi, ávarpi trygðaf I og ástar. Sögð í rómi, isem hann þráði helst að heyra, því það var málrómur sonar hans. Eu hann leit samt ekki upp. Þetta var ómögu- legt, að það væri rétt. Drengurinn var að spólta sig einhverstaðar í baðstöðum yfir á Frakk- landi. Hann mundi fá nákvæma vitneskju uud staðinn, er símskeyti kæmi með beiðni um meiri peninga. Tilfinningar hans höfðu ein- hvernveginn komist á rugling þennan morgun > hann var að verða veikgeðja og dreymdi um unaðsleg atriði. . . Alt þetta í sömu andránni- Þá leit hann upp. Hvað þá, þetta var þá isatt! . Hann sá brosandi andlit Dicks þarna í gætt' inni. Já, það var Dick, Dick sjálfur! Gildef spratt upp úr sætinu og var nú sem ungur * annað sinn og ljómaði af gleði. “Dick!” digri rómurinn var alveg silki' mjúkur af ástúð. Er mennimir horfðust í augu, þaut dreng' urinn til föður síns og þeir tóku höndum sam»n og stóðu orðlausir af tilfinningum. Brátt tók Gilder til málá og reyndi að gera róm sinn hörkulegan, til þess að leyna geðshrærin?11 sinni. En rómurinn var góðlátlegri en hann hafði verið í langa hríð, og titraði af ást. “Þú ert kominn heim?” spurði hann. Dick hafði líka fundið til dýpri tilfinn' ingar í brjósti sér en venja var til. Hann vafÓ að ræskja sig áður en hann gat isvarað me^ nægilegu hirðuleysi, sem hann hélt að mun^1 leyna því, sem inni fyrir bjó.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.