Heimskringla - 03.01.1940, Blaðsíða 2
2. SíÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 3. JANÚAR 1940
SKÁLD FRIÐSÆLU OG
FEGURÐAR
Eftir próf. Rihard Beck
Jakob Jóh. Smári: Undir
sól að sjá. Kvæði. —
Reykjavík, — ísafoldar-
prentsmiðja, 1939.
Á þessum dögum, þegar
stormur tímans næðir hvast og
kalt um vanga og æðisgengin
öfl eyðileggingarinnar eru að
voðaverki sínu á landi og sæ, í
hyljum hafsins og djúpi him-
insins, er oi=s holt að eiga ein-
hvem þann griðastað, þar sem
frið er að finna þreyttri sál og
mæddum huga. Ekki til þess,
að skjótast undan þeirri eggjan
til heilbrigðs viðhorfs og nytja-
starfa, sem vandamál samtíðar-
innar færa oss á hendur; heldur
til hins, að eignast á kyrlátri
sjónarhæð, utan vígvallar hins
daglega strits og umbrota,
gleggri sýn yfir lífið sjálft og
afstöðu vora og dýpri skilning á
rökum tilverunnar.
Slíkan griðastað er að finna í
verkum þeirra skáldia og lista-
manna, sem opna oss með töfra-
lykli snildar lainnar dyrnar að
huliðsheimum hinnar ytri nátt-
úru, mannssálarinnar og allrar
tilveru. Jakob Jóh. Smári er
einn þeirda nútíða/rskálda.' ís-
lenzkra, sem gæddur er þeim
hæfileika í ríkum mæli; þess eru
nóg dæmi í fyrri Ijóðabókum
hans, Kaldavermslum og Handan
storms og strauma, og eigi síður
í hinni nýútkomnu kvæðabók
hans: Undir sól að sjá.
Þessi kvæði sverja sig ótví-
rætt í áttina tíl eldri ljóða
skáldsins; þau eru ekki stór-
brotin eða hávær, heldur fíngerð
og fáguð, létt og Ijóðræn, — og
fremur öllu öðru hugræn, því að
Smári, sem altaf hefir verið dul-
hyggjumaður (mystic), skáld
hins innra fremur en hins ytra,
eins og eg lagði áherslu á í rit-
dómi mínum um sáðustu bók
hans, er það í þessum síðustu
kvæðum sínum að enn meiru
leyti en áður.
Máninn breiðir
blæju drauma yfir nakið land.
Yfir svartan sand
stjörnuglampar glitra um him-
ins leiðir.
Næturfriður svæfir lalt og seiðir.
úti á vogum
vakir aldan þunga stilt og hljóð.
Myrkleitt mararflóð
andar blítt með sárum, hægum
sogum.
Ómar fjarri’ af tíðum áratogum.
Morgunköld heiðríkja haustsins
á hrímlandi fjallanna býr.
Hafið er himinn á sundi
og heimurinn allur isem nýr.
Umblæ frá ókunnum ströndum
andar um skýjanna lönd.
Þvert yfir vetur og voða
vorblíðan réttir mér hönd.
önnur kvæði skáldsins af sama
toga spunnin eru lýsingar
bundnar við ákveðna staði í
Noregi og á íslandi: “Sunda-
leið”, “Frá Þrándheimi”, “Mið-
dalir” og “Mýradalur”, sem er
sérstaklega vel ort kvæði, skýr
mynd og haglega feld í ramma
málsins:
f faðmi þínum fann eg ró og
yndi,
þú fagra sveit, með þína vörmu
dali, —
með jökulbungu bak við hamra-
sali
óg blámans fjarska yfir Höttu
tindi.
Það er, sem grasið græna hug
minn bindi
við grónar hlíðar, — líkt og
blærinn svali,
frá víðum sævi svifinn, dulmál
tali
er sefar hugann, fróar þreyttu
lyndi. —
/
Dyrhólaey sem útvörður þinn
stendur;
með ægitign hún lítur fram á
hafið
með unnar-sanda auðn á báðar
hendur,
en alt að baki’ er dýrðarskrúði
vafið.
Þar með er alls ekki sagt, að
augu þessa hrifnæma skálds séu
eigi sem fyrri opin fyrir fegurð
hinnar ytri náttúru, fjölbreytni
hennar, blæbrigðum hennar og
litbrigðum eftir árstíðum og
veðurfari. Það mun hafa verið
Þorsteinn ritstjóri Gíslason,
sem komst svo að orði um fyrstu
Ijóðabók Smára, að hún væri
“spjaldanna á milli samfeldur
óður til náttúrunnar”. Þangað
sækir hann einnig ósjaldan yrk-
isefnin í þessi nýjustu kvæði
sín. Skulu hér nokkur þeirra
talin: “Gras”, “Dögun”, “Hríð”,
“Nótt”, “Kvöld”, “Uppi á heiði”,
“Stjarnan”, “Vorkoma”, “Haust-
morgun”, “Kvöldkyrð”, “Vetr-
ardagur”, “Skýin”, “Björt nótt”,
“Við sjó” og “f sólbaði”.
Mörgum fögrum myndum, í
fáum en hreinum og glöggum
dráttum, bregður skáldið upp
fyrir ’sjónir lesandans í þessum
og öðrum náttúruljóðum sínum;
góð dæmi slíks eru kvæðin
“Nótt” og “Haustmorgun”:
Þung er þar sævarbára, — brim-
hvítt trafið,
sem ber hún Rán við Suður-
landsins strendur.
Þeim, isiem mæla gildi skáld-
skapar eftir kvæða lengd og
stóryrðum, mun að vísu eigi
þykja þetta svipmikill kveðskap-
ur,’en hér er ,sú undiralda til-
finningannia, sem er aðalsmark
ljóðrænna kvæða, ásamt með
hnitmiðuðu orðavali og sam-
ræmi efnis og forms. “Hreimfall
ljóða hans er mjúkt og létt sem
lognöldur, er sólin stafar á”,
sagði dr. Alexander Jóhannes-
son um fyrstu kvæðabók Smára,
og hið sama gildir um mörg
kvæðin í þessari nýjustu bók
hans.
Sonnettan (kliðhendan) hefir
altaf verið uppáhalds bragar-
háttur hans; svo er enn, eins og
ofannnefnt kvæði um Mýrdal
sýnir; ýms önnur fegurstu og
fáguðustu kvæði í þessari bók
eru einnig ort undir þeim hætti;
Borgarabréf, Fasteignabréf,
Tryggingar Skírteini
eru verðmæt skjöl—geymið þau á óhultum stað!
• Þér megið ekki við að missa eignarbréf sem
þessi. Fyrir minna en lc á dag, getið þér geymt þau
í stálskúffu við Royal Bankann. Biðjið um að fá
að skoða þessa öryggisskúffu á útibúi bankans næsta
við yður.
THE ROYAL BAN K
O F CANADA
------—-F.ignir yfir $800,000,000 . .
en ekki er það á færi klaufa í
ljóðagerð, að fara jafn mjúkum
höndum og fínum um kliðhend-
una og hann gerir í kvæðinu
“Gras”, sem einnig er höfugt að
frjórri hugsun:
Þú gras, sem auðmjúkt grær við
manna fætur,
ert grænt og mjúkt og hefir lágt
um þig.
Þú teygir djúpt í moldu rammar
rætur,
er regnsins frjómátt draga inn í
sig.
Þú getur unnið mörgu böli bæt-
ur.
Þú beygir þig og gengur æ á
svig,
en ríst upp aftur. Angan ljúfa
lætur
þú leggja blítt á vegfarandans
stig.
Og þessa stund þinn ilmur und-
ur-iseetur
sem opinberun vefst í kringum
mig.
Þú andar frjálst, er friðsamt
regnið grætur,
og finnur þína ósk við dropa-
hnig.
En þegar drjúpa döggum langar
vætur,
þig dreymir sólar-skin um bjart-
ar nætur.
Hér sjást þess einnig nokkur
merki, hversu hugræn náttúru-
kvæði skáldsins eru löngum að
öðrum þræði. Þetta kemur þó
hvergi betur í Ijós heldur en í
kvæðinu “Litahreimur”, sem
einnig er næista sérstætt að
hrynjanda, og sumum kann að
láta ókunnuglega í eyrum:
Veröld í smáu brýtur þagnar þil.
svellur og rís með undarlegum
ómum:
Hugarins eyrum heyri eg og skil
samhljóm frá grænu grasi og
rauðum blómum.
Roðinn og grænkan blika björt
og hlý,
sem vaggist sál á gljúpum efnis-
öldum.
Sköpunarlagið ómar enn á ný
fagnandi undir heiðum himin-
tjöldum.
Töfrandi veröld ljóss og litia-
hreims,
sveipuð í kvöldsins blíða, hreina
bjarma, —•
leyf mér að hlusta’ á ljóð hins
æðra heims,
gef mér að finna hjá þér vor og
varma.
Hér er það hið dulskynjandi
skáld, er talar; skáldið, sem
heyrir “hugarins eyrum” andar-
drátt og hjartslátt lífsins í hinu
smæsta blómi og sér þar opnast
heilar veraldir furðu og fegurð-
ar. Ekki er það þá heldur nein
tilviljun, að Smári hyllir Bene-
dikt Gröndal í þetssum snjöllu
ljóðlínum:
Eg lýt þér, skáld, er slöngdir
andans. eldi
örlátum höndum yfir tregan
lýð, —
er ólmum huga sveifst um sólna-
veldi
og sást í einu forna og nýja tíð.
Eg ann þér, skáld, er einn á
hljóðu kveldi
ormanna skildir líf og grösin
blíð.
Og best við efstu tinda sólar-sýn
sandkornið minsta greindu augu
þín.
Hlýlega og einkar snoturlega
minnist skáldið einnig samkenn-
ara síns, Páls mentaskólakenn-
ara Sveinsisonar á 60. afmæli
hans; af öðrum tækifæriskvæð-
um í bókinni má einnig nefna
kvæðið “Starfshvöt”, sem er
hressilegt og hittir vel í mark.
En hreimmesta kvæðið í bók-
inni — þó önnur séu fegurri og
þýðari — er “Bálför Haka kon-
ungs”, sem prentað var fyrir
stuttu síðan í Eimreiðinni, og
mun því mörgum lesendum í
fersku minni; annað erindi þess
er þannig:
Logandi skipið skríður
hratt út úr þröngri höfn;
breiðist á báðar síður
ólgandi, dimmblá dröfn.
Vindur í voðum þýtur,
æsir upp ógnar-bál;
geisla á bylgjum brýtur,
glamp'ar á gull og stál.
Nú ber við ský í lofti háu
ljóma eldisins rauðan:
f logum siglir konungurinn
Haki einn í dauðann.
En styrkur Smára sem skálds
liggur, eins og fyr getur, í ljóð-
rænum kvæðum og hugrænum.
Hann er skáld friðsælu og feg-
urðar, lognsins fremur' en
stormsins, vors en eigi vetrar.
Kyrðin og róin eru tíðum undir-
tónar þeirra kvæða hans, sem
fjalla um hafrót og hríðar. Það
er í fullu samræmi við bjart-
sýni hans, óbifanlega trú hans á
Sigurmátt hins góða og göfga;
eða eins og hann orðar það í
kvæðinu “Trúarjátning”:
Þótt ský og þoka sumar-sólu
dylji
og sendi veðrin regn og hvassa
bylji,
þá er það samt sem áður rétt-
mæt sögn,
að öllu stjórnar lífsins huldi
vilji, —
en ekki hending blind, sem skyn
ei isikilji
og skuggum dauðans jarðlar
blóma hylji;
nei, góð og réttlát’ eru hin miklu
mögn
með mátt, er jafnvel sjálfan
kuldann ylji.
Já, dýrð og lofgerð syngi sála
mín
og sumaryl úr hljómi nýrra
braga
og viti, að þannig endar sérhver
saga,
að sólin rís, en veldi myrkra
dvín.
Uppi’ yfir skýja ólgusjóum skín
eilíf hin kyrra heiði blárra daga.
Enn standa því óhögguð um-
mæli dr. Alexanders Jóhannes-
isonar um kvæði Smára: “Skáld-
skapur hans er helg og innileg
játning leitandi sálar að fegurð
og fullkomnun”. Hann sækir í
ljóðum sínum hávaðalaust en
markvist upp á sólfjöll æðri
þroska, fasttrúaður á það, að
sál manns sé fær hin seinfarna
leið upp á þær Sigurhæðir.
Dómarinn: f þetta skifti sleppi
eg yður með smásekt, en isvo
vonast eg líka til, að þetta verði
í síðaista sinn, sem eg sé yður.
Ákærði: Hefir . . . hefir dóm-
arinn hugsað sér að flytja úr
bænum?
* * *
Níræð kona í Worthing í Eng-
landi var nýlega kölluð fyrir
rétt vegna þess að hún hafði
gleymt að draga fyrir stofu-
gluggann sinn að kvöldi dags.
En vegna loftárásahættu er öll-
um skylt að gæta þess, að hvergi
isjáist ljósglæta að kvöldlagi.
Gamla konan afsakaði sig með
því að hún hefði haldið að isitríð-
ið væri búið.
Allir sem vilja eignast pÓ3t-
kort af landnema lendingunni
að .Gimli 1875, geta pantað þau
hjá Davíð Björnsson, 853 Sar-
gent Ave., (Heimskringla) og
sent hvort sem þeir vilja heldur
frímerki eða peninga. Hvert
póstkort kostar 10c og er tekið
af málverki eftir Friðrik Sveins-
son listmálara, en hann var einn
í þessum hóp, sem lenti við
Gimli 21. október 1875.
LESIÐ HEIMSKRINGLU—
bezta ísfenzka fréttablaðið
FYRSTI NORÐMAÐUR-
INN 1 INGÓLFSHÖFÐA
SIÐAN Á DÖGUM
INGÓLFS
Ferðaminningar eftir
Sven Bruun
TTér var á ferð síðastl. sumiar
■*■ ágætur maður frá Noregi,
að nafni Sven Bruun, hæstarétt-
armálafærslumaður frá ósló. —
Hann hafði einnig komið hingað
fyrir tveimur árum og eg kynt-
honum að ferðin hefði mint mig
á sannindi igömlu dæmisögunnar
sem stóð í fyrstu lesbókinni
minni. Hún var um mann sem
hafði farið í kaupstaðinn, og
þegar hann kom heim gaf hann
hverju barni sínu eina ferskju
og sagði: “Börnin mín góð! —
Hérna er ein ferskja sem þið
skuluð gæða ykkur á. En fleiri
þurfið þið ekki, því iað þær eru
allar eins”. — Og Finnland —
þar er einn kílómeter alveg eins
og annar og eitt af hinum sextíu
þúsund vöntum er alveg ná-
íst honum lítilsháttar þa. Hann^
er m. a. einn af þektustu mál-|
verkasöfnurum í Noregi og á
stórt og gott málverkasafn, sem,
siafn norska ríkisins á að eignast'
eftir hans dag. Þegar eg var íj
Osló, haustið 1936 þá veitti hann
' mér hina ágætustu aðstoð til að
i koma málverkasýningum Hö-
skuldar Björnssonar frá Dilks-
nesi á — bæði í Osló og Bergen
og ýmsan annan greiða sem eg
skuldaði honum mikla þökk fyr-
ir.
Eins og mlarga fleiri, isem einu
1 sinni hafa komið til íslands, ^
j langaði hann til að koma hingað
j aftur — og kom hingað seint í|
! júní s. 1. Hann hafði áður séð
j Austur- og Nroðurland, en lang-
' aði nú til að sjá hinar syðri bygð-;
i ir landsins og fylgdi eg honum
I 'austur til öræfa því þar finst
mér tign landsins mest — og
istórkostlegust og yndislegust í
senn. Við vorum hepnir með I
veður og alt í þessari för, svo
enda þótt Svenn Bruun sé með
allra víðförnustu mönnum, þá
taldi hann þessa för einhverja þá
bestu sem hann hefði farið um
dagana.
Eg vil ennfremur geta þess,!
að Sven Brunn er ágætlega að
sér í fornum bókmentum okkar.
Þótti mér oft mikils vert um
minni hans hvað mannanöfn og
staðanöfn snerti. Til dæmis er
hann gagnkunnugur Sturlungu
og mun það nú fremur ótítt um
íslendinga, hvað þá heldur um
útlendinga, sem ekki stunda þau
fræði sem vísindi.
Eftir að Sven Brun kom
heim, skrifaði hann mér langt
bréf um ferðalagið og eg hefi
snarað mestu af því hér, vegna
þess að eg veit að marga mun
fýsa að vita hvað góðir erlend-
ir gestir hafa að segja um land-
ið og okkur.
Ragnar Ásgeirsison
A
Eftirtektarverðasta
ferðamannalandið
'C'g verð að segja það að eg hálf
■L/ fyrirvarð mig þegar eg leit
í gestabækurnar á íslenzkum
gistihúsum og fann þar svo að
segja engin norsk nöfn. Allir
þeir Norðmenn, sem ferðast til
lannara landa ættu að minsta
kosti að koma til fslands einu
sinni á æfinni.
En hve oft hefi eg ekki mætt
þessari spurningu: “Til hvers'
ætlarðu eiginlega til íslands?”i
Þessi spurning afhjúpar ákaf-
lega mikla fávísi. Eg hefi mikla 1
reynslu um ferðalög, því eg hefi
ferðast lengi og víða um 3 heims- j
álfur og út frá þeirri reynslu,
minni held eg því fram, að ís-
land sé eftirtektarverðasta
ferðamannalandið. Eða, svo að
eg tali gætilega: Það sem eg
hefi séð af íslandi. Eg dæmi að-
eins út frá þeim landshlutum, I
sem eg hefi séð og fer eins var-.
lega og rétt í sakirnar og Cor-
dell Hull, utanríkismálaráðherra
Bandaríkjanna, þegar hann var
á ferð í járnbraut með vini sín-!
; um. Þeir óku fram hjá sauða-
hjörð mikilli sem var nýrúin.!
j “Nei — það er búið að rýa hjörð- j
ina”, sagði vinur hans. “Já, i
! þeim megin sem að okkur isnýr”,!
svaraði Hull.
En, sem sagt, það sem eg hefi
séð af íslandi, hefir sannfært
mig um að það er eitt eftirtekt-
arverðasta ferðamannalandið.
Finskur maður spurði mig
einu sinni hvernig mér líkaði að
ferðast í Finnlandi. Eg sagði
kvæmlega eins og hin.
Morgun sköpunarverksins
En feland! — Hin gamla klass-
iska setning: quid novi ex Af-
rica, yrði ennþá réttari ef maður
segði: quid novi ex ísland: —
“Hvað nýtt er frá íslandi”. Því
á fslandi stendur morgunn sköp-
unarverksins enn yfir. Eg minn-
ist eins ferðafélaga míns, frá
Akureyri til Reykjavíkur, með
Novu. Það var maður, svo svip-
mikill, að eftir honum hlytu
menn að taka, hvar sem hann
færi um veröldina. Eg fór, að
gamni mínu, að hugsa mér hann
á þeim 'stöðum sem mér fanst að
hann gæti átt heima. Hefði eg
hitt hann í Palestínu, hefði eg
gert hann að patriarka, einn af
hinum réttu gömlu, eða að spá-
manni. Hefði hann verið í þjóð-
búningi Araba og setið á úlfalda
þá hefði hann verið höfðingi yfir
göfugum ættstofni. f Rómaborg
hefði eg gert hann að kardínála;
en þetta var prestur í afskektri
íslenzkri sveit. Eg gaf mig á
tal við hann og sagði honum
meðal annars frá vonbrigðum
mínum í svip á Dettifoss. “Nei”,
svaraði hann; “þér verðið að
breyta áliti yðar, Dettisfoss er
hvorki Ijótur né fagur, hann er
fyrir ofan og utan öll takmörk
og hugtök. Hann er frá því fyr-
ir sköpunina. Fljótandi, streym-
andi efni frá Kaos, þlar sem
Guðs andi svífur yfir vötnunum
og stígur upp frá þeim”. Eg
get ekki lýst þessu með því and-
ríki sem bjó í orðum þeissa ís-
lenzka prests, en eg þakka séra
Stefáni frá Völlum í Svarfaðar-
dal fyrir hana. Og eg hefi breytt
skoðun minni á Dettisfossi. Og
eg iskil að sköpun íslands er
ekki lokið, hún fer fram hvem
einasta dag fyrir augum okkar.
Þar er altaf eitthvað nýtt og ó-
venjulegt, eldfjöll, gígir, heitar
uppsprettur og ár sem breyta
um farveg. Það sem er isvona *
dag er máske ekki eins á morg-
un. Þar eru fjöll með undar-
legri lögun, sem minna ekki á
nein önnur í veröldinni, og
skriðjöklar svo voldugir, að
skriðjöklarnir okkar í Noregi
verða — bornir saman við þá —
eins og smábörn við hliðina á
fullorðnu fólki.
Skógur og hraun
Og sléttumar, tíu — tuttugu,
ef til vill hundrað sinnum stærri
en hjá okkur. Þessar óendanlegu
stærðir — og isvo andstæður hlið
við hlið. Skeiðarárjökull með
brennisteinsfýluna úr ánni og
hinn yndislegi Bæjarstaðaskóg-
ur þar hjá; skógur, sem jafnvel
eg, norskur Norðmaður frá Nor-
egi — verð að játa að er skógur.
Skógur sem viarla á sinn líka,
með græna grasábreiðu með
rauðu og bláu blómagliti. Al-
staðar líf og tilbreyting. Sand-
ar og hraun eru engan veginu
dauð svæði. Mér dettur Kjarval
í hug, þessi stóri íslenzki gígur,
sem hraunmyndir streyma frá *
allar áttir. Maður þarf ekki að
hafa séð margar hraunmyndif
hans til þess að sjá að dauðinU
getur einnig orðið miðdepill lífs-
ins og gefur líf í litum, smágert
gróandi líf þegar hraunið fer að
gróa upp aftur. Þegar eg sá hifl
tiltölulega ungu gróandi hrauh
datt mér í hug þessi hendiní
eftir Björnstjeme Bjömsson:
“Opstandelsens morgen ditt
Mindste er givet,
— kun former gap tapt”.