Heimskringla - 24.01.1940, Blaðsíða 2

Heimskringla - 24.01.1940, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA 2. SÍÐA WINNIPEG, 24. JANÚAR 1940 Þýðingar úr Kviðlingum Horazar (TRANSLATIONS FROM THE ODES OF HORACE) á ensku (úr frummálinu) eftir próf. Skúla Johnson og á íslenzku eftir ýmis íslenzk skáld HORACE: ODES I. 4. To Sestius. The Lesson of the Spring’s Return Now winter cold that taxed, by charming change relaxed, Makes way for springtide blest with breezes from the west. The dry keels to the main the windlass draws again; The wintry rime no more the meadowlands makes hoar. The flock and herd the stall delights not now at all; The fire and ingle-nook, the plougman doeis not brook. Now with the moon o’erhead, are choral-dances led By Cytherea^—she was born from foam at sea.— With nymphs of stream and wood, in comeliness endued, The Graceis, with their feet, the rhythmic measures beat; The Cyclops’ forge makes blaze the Fire-god, red of face. Green myrtles now beseem, to bind the head agleam, Or any flowers afield the earth released may yield. Now in the dusky glade should sacrifice be made With lamb, if Faunus bid, or should he choose, with kid. Pale Death impartially pounds every door there be, Whether of palace-hall or tumble hut withal. Life’s short span forces us all hopes, friend Sestius, Far-reaching to repress. Thee soon will night oppress, Dim Pluto’s home, and hosts of unsubstantial ghosts. Thither once sped, thou’lt not, by casting of the lot, Win chairmanship o’er wine, nor wilt thou there repine For Lycidas admired, who all the youths has fired With love, and who each dame with love will soon inflame. SOLVITUR ACRIS HIEMS Sveinbjörn Egilsson 1791—1852 Þiðnar á vorinu þelinn í jörðu í þægum vestan-gusti, og eiki-hlunnar ýta þurrum kjöl- um. Búsmalinn unir ei básunum á, né bóndason við eldinn, né eingjar grárri eru loðnar hélu. Venus nú dansandi flokkana færir í fögru mána-skini, og Ljúfurnar siðlátu sjást með Skógargyðjum. Þær dansleikinn stíga, svo styn- ur und fold, meðan stækan aflinn jötna vellheitur brælir Vúlkanus í smiðju. Skylt er, að girða nú gljáandi koli með grænum murtukransi, eða blómstri því, er grær á þíðri grundu. Skylt er að offra nú Fánusi fórr í fölvum skógarlundi, hvort sem hann girnist gimbui eða hauðnu. Helblái dauðinn, hann hurðina knýr á höllum konúngmanna, minn sæli Sextius, sem á kot- únga hreysum. Skammvinna lífsdvölin leyfir oss aldregi lánga von að byrja; því dettur á nótt og dauðarökkr- ið svarta. Þá þú til dauflegra draugheima kemur, þar daprar vofur flögra, til kæmeistara þú kosinn ei verð- ur með tólfum. Þar ei við Lucidam augun þín una, það ástargoðið sveina, er senn um hjartað hýru gerir meyum. HORACE: ODES I. 5. To Pyrrha, a Flirt. What slender boy, with perfumes pure besprent, Now courts you, Pyrrha, couched on rose-leaves rare, In pleasant grotto pent? For whom your auburn hair Bind you in artless neatness? Oft will he Bewail gods changed and good-faith gone awry, And,—novice awed,—the sea, By low’ring winds lashed, eye, Who, trustful, finds you golden-true the while And hopes you’Il be as loving-fond for aye, Nor knows the breeze of guile. Ah, wretched men are they For whom you gleam, untried! A tablet slung On shrine-wall sacred does for me maintain That my weeds wet I’ve hung For Him who holds the main. QUIS MULTA GRACILIS Jónas Hallgrímsson 1807—1845 Hver er hinn ungi ilmsmurði sveinn, er á rósareit, ríkum og mjúkum, faðmar þig fast, undir fögrum skúta, svölum og isælum? seg mjer það, Pyrrha! Lokka Ijósgula leysir þú honum, skemmtunar skoðun, skart þitt óbrotið. ó, hve optlega ástir rofnar og gremi goða hann gráta skal! Dynjandi dröfn fyrir dimmum vindi undrast hann, úfnum óvanur sjó, sá er nú nýtur náveru þinnar og gulli hreinni þig getur vera. Einum hann vonar þú unir sjer æ, og aldregi öðrum sinnir; veit hann víst eigi, að veður hvikult skamma stund skipast í skýlopti. Aumir eru allir, óreynd er þú ástar alglæst í augu gengur. Forðað hef eg feigu fjörvi mín, sem á hám, helgum hofsvegg má sjá. Hangir þar heitspjald hermandi svo: að eg efnt hafi upp að festa sjóföt mín samtöld, salti drifin, drottni djúps til dýrðar ríkum. QUIS MULTA GRACILIS Gísli Brynjólfsson 1827—1888 Hverr nú lætr þig Ijúfr sveinn, allr angandi ilmi sætum, enn á rósabeð að sér fast hollum, Pýrrha, í helli vafða? Saklaus veit eg þú sýnist. Ó, hve síðan mjög eiða rofna, eiða rofna, og goða gremi hann gráta mun; harðnað um haf í hreggi vinda, hugum sár hinn hyggjulausi? Hinn, er grunlauss nú á gullið trúir, og þig hyggr svo holla jafnan einum sér og ástúðlega! veit-at hann vesall hve veðr ótrútt skiptist skjótt und skatúmi. Aumir er þeir, er þú enn um sýnist hrein og hugum dygg! en eg happi má hólpinn hrósa, er eg af hafi komst! votar hef eg voðir í vé um hengt máttgum helgaðar marar drottni. R Æ Ð A (Flutt í samsæti er dr. Svein- birni Johnson og Árna Helgasyni var haldið í Chicago af S. Árna- syni. Hefir þessa samsætis áður verið minst í Hkr.) 939 years ago a group of men came to the shores of this great country. According to the sagas, they were the first white people ever to set foot on this Contin- ent; and as we all know the name of the leader of this group war Leif Erikson, better known as “Leif the lucky’’. As you see on your program I am to speak in Icelandic so with your per- mission I am going to switch over to the language that “Leif the lucky” spoke when he came to this country. Það féll í minn hlut að minn- ast íslands við þetta tækifæri. Eg verð samt að viðurkenna vanmátt minn í að fylla það hlutverk, en ljúft er mér að minnast ættjarðarinnar hvenær sem er. Nú hér í dag er henni heiður sýndur með þeirri virðingarat- höfn sem fram fer í viðurkenn- ingarskyni við þessa sonu henn- ar, sem hlotið hafa þann heiður að vera isæmdir heiðursmerki ís- lenzku þjóðarinnar. Þegar við minnumst gamla landsins kemur sú spurning í huga manns; hvers vegna minn- umst við íslands við ýms tæki- færi, hvers vegna minnumst við heimalandsins, hvað er það sem leynist í huga okkar þá? Eg þarf ekki að leiða getgát- um að því; okkur mun svarið ljóst. Það er hin ósjálfráða ætt- jarðarást sem lifir í hjarta hvers einstaklings, hvort sem honum er það ljóst eða ekki, og í baksýn hugsananna munu rísa upp myndir af fegursta landi heimsins. Eg sá nýlega lýsingu af landinu eftir unga stúlku ís- lenzka, fædda vestan hafs, en hafði ferðast til gamla landsins. Hún segir: “Það er fegursta landið sem eg hefi séð. Útsýnið stórkostlegt og fjölbreytt. fs- land er land fjalla og fossa, lauga og hvera, jökla, hrauna, gjáa og grænna dala, land íss og elds, þar hafa rithöfundar, skáld og listamenn fengið sín yrkisefni og fyrirmyndar.” Svona birtist landið þessari ungu stúlku í fyrsta sinn þegar hún leit það. Já, gamla landið hefir ítök í huga okkar hvar sem við erum, eins og fræga skáldið okkar St. G. Stephansson sagði í hinu fallega kvæði isinu: ’ótt þú langförull legðir Sérhvert land undir fót, Bera hugur og hjarta Samt þíns heimalands mót. Eg sagði áðan að það væri ættjarðarást sem í huga okkar feldist, þegar við minnumst ís- lands; sú tilfinning setur oft í- myndunaraflið í hreyfingu; við stundum hugsum ísland sem móður okkar, og látum það koma fram sem konu, hvenær sú hug- mynd byrjaði, er mér ekki kunn- ugt, en að líkindum á það rót sína að rekja til skáldanna okk- ar, isem svo oft setja á stað hug- arflug samlíkinganna oft á mjög fagran hátt, ætla eg því í kvöld að láta ísland tala til þessara sona sinna sem móður undir hinu alkunna nafni, Fjallkonan. Þegar móðirin lítur börnin sín fyrst mun það oft koma í hug hennar hvað úr þeim muni verða, hver framtíð þeirra muni verða, hvaða mann þau muni geyma, og hvernig þau muni reynast í mannraunum lífsins, hvar sem þau fara um heiminn; því velferð barnanna liggur á hjarta hverrar góðrar móður. Þega því að hún sér vonir sín- ar rætast að einhverju leyti á sumum börnum hennar, fyllist hún þakklæti til forsjónarinnar fyrir þá giftu sem yfir þeim hefir verið haldið. Því er það í dag að hún er stolt af þeim heiðri sem þessum sonum henn- ar hefir hlotnast, stolt af þeirri stefnu sem þeir hafa tekið í líf- inu, stolt af þeim frama sem þeir hafa unnið sér hjá hinni miklu þjóð isem þeir nú lifa með, stolt af að vita, að þeir hafa borið hennar hróður yfir höf, og látið hana hafa hæsta sæti í hjarta sínu hvar sem þeir fóru. En um leið segir hún þeim líka, að þeir megi vera þakk- látir og stoltir af þeim heiman- mund sem þeim hefir hlotnast frá henni, þeir eiga og mega vera stoltir af því að vera fædd- ir af þeim stofni sem þeir eru komnir, og hún veit að þeim er það ljóst, að hennar heiður er þeirra heiður, og þeirra heiður hennar heiður. Gegn um aldirnar hefir hún reynt að gefa börnum sínum þann heimanmund sem gagn- j kvæmastur hefir reynst á lífs- brautinni. Eitt af aðalboðorðum hennar hefir verið, það sem er saman- dregið í eina setningu, reynstu maður hvar sem þú ferð, mun það innibinda í sér þær dygðir sem koma hverjum einum á þann sjónarhól lífsins, sem þið eruð svo hepnir að standa nú á. Getur hún því samvizkusan lega gefið ykkur þann heiður b vera kallaðir útverðir íslands, t það heiður mikill og henni er á nægja að því að geta sagt að nargir af sonum hennar og lætrum hafa reynst sannir út- /erðir fslands og margir fleiri ‘n um er vitað. Hún er að vona ið þeirra veganesti endist'þeim um ókomnar aldir, hvert tungu- mál sem þeir tala, en það ís- lenzka veganesti er, að mega í engu vamm sitt vita. Gefur hún ykkur svo blessun sína með von um að sem flest af börnum hennar megi í ykkar fótspor feta. S. Ámason ÚTVERÐIR fSLANDS Þegar ísland átti leikinn Inn í tafli þessa lands, Stóð þar kona stolt og hreykin Jg stýrði hendi hins unga manns Svo að mistök yrðu eigi Sr hann færði næsta peð, Því er nú á þessum degi Þinnar gæfu merkið skeð. Þú hefir istaðist stórar öldur Og stýrir bát í góða höfn —Þú ert okkar allra skjöldur— Unnu frægð þó gleymist nöfn. Synir þínir vestan voga Voru trúir hverri gjöf. Hafa spent sinn bezta boga Og borið nafn þitt yfir höf. Vökumenn hér vona þinna Vörður hlóðu heiðum á, Var þó stundum stein að finíia Stærð er mældist fjalla há. En æðrulaust var áfram haldið Ekkert tafði þessa menn, Þúsundfaldar þakkir gjaldið Þrek og dugur lifir enn. S. Árnason HVER HEFIR FINNANS METIÐ MóÐ? A LLUR heimurinn horfir í dag með undrun og aðdáun á hina frækilegu vörn Finna gegn ofureflinu. Menn minnast ekki annars eins stríðs í verald- arsögunni: Finnar eru ekki nema 3milj., Sovét-Rússland hefir 170 miljónir íbúa. Það er ótrúlegt þrek, sem lýs- ir sér í þeirri ákvörðun finsku þjóðarinnar, finskra bænda og finskra verkamanna, að rísa upp gegn slíku ofurefli. En það er líka vitað, að það eru ekki marg- ar þjóðir til í heiminum, isem elska land sitt eins heitt og Finn- ar, enda fáar, sem eins fórnfúsa og þrautseiga baráttu hafa háð fyrir frelsi lands síns eins og þeir síðustu tvær aldirnar. Og altaf hefir það verið sami óvin- urinn, sem við var að eiga: hið volduga nágrannaríki í austri, Rússland, sem síðan á dögum Péturs mikla og fram á þessa síðustu og verstu tíma Stalins hefir aldrei látið neitt tækifæri ónotað til þess að ráðast á hina frelsiselskandi finsku þjóð til þess að ræna hana landi sínu og hneppa hana isjálfa í fjötra í hinu rússneska þjóðafangelsi. — Hver man ekki Sögur herlækn- isins eftir Topelius, þar sem sagt er frá hinni átakanlegu bar- áttu Finna við ofureflið í orust- unni við Storkyro í frosti og snjó rétt fyrir miðja átjándu öld! 0g hver getur gleymt Frá- sögnum Fanriks Stals eftir Runeberg af hetjunum, sem fórnuðu sér fyrir Finnland í vonlausri viðureign við hinn volduga óvin í byrjun nítjándu aldar, áður en vörn þess var brotin á bak aftur um heillar aldar skeið. Það er andinn frá fyrri öldum, sem enn lifir meðal Finna og kemur fram í hinni frækilegu vörn þeirra í dag. En endurminningar finsku þjóðarinnar eru ekki allar eins raunalegar og þær, sem geymdar eru í Sögum herlæknisins og Frásögnum Fanriks Stals. Þeir hafa einnig lifað sitt frelsisstríð, fyrir rúmum tuttugu árum, og fengið að njóta frelsisins nógu lengi til þess að vita, hverju þeir hafa að tapa og hvað að verja. Og þeir hafa á þessum tveimur áratugum sýnt, að þeir eru ekki síður hetjur í friðsamlegu starf; en stríði. Fáar þjóðir hafa á svo skömmum tíma skapað sér eins glæsilega menningu og þeir. — Tanner, Nurmi, Sibelius og Sill- anpaa eru nöfn, sem allur heim* urinn þekkir og veit hvað þýð» í þjóðlífi Finna á okkar dögum- En í fögnuðinum yfir frelsinu >g framförunum hafa Finnaf xldrei gleymt hinni aldalöngu "ússnesku kúgun. Þeir hafa vit- að að friðurinn og frelsið er fall- valt við landamæri Rússlands. Þess vegna hefir þeim þótt tryggara að temja sér að far» með byssuna eins og í gaml^ daga. Það kemur þeim nú í góðar þarfir. Það væri of mikil bjartsýni» að gera sér vonir um það, að hin fámenna finska þjóð fái frekar nú en áður ein isíns liðs reist rönd við því ofurefli, sem við er að etja, jafnvel þótt þrek- ið og hreystin sé sú sama og fyrr á tímum og hríðskota- rifflarnir komnir í staðinn fyrir gömlu forhlæðurnar. Enginn má við margnum. 0g móti mý' grút rauða hersins, sem harð- stjórinn í Moskva getur altaf endurnýjað með því að senda nýjar og nýjar þúsundir af þræl' um sínum út í dauðann, eru Finnar of fáir. Fyrr eða seinna hljóta þeir að falla fyrir ofur- eflinu, ef þeim kemur ekki hjálp í tíma. Hitt er þegar isýnilegt- að þeir ætla að selja líf sitt dýrt ekki síður en forfeðurnir fyrir hundrað og tvö hundruð árum- 0g það er erfitt að trúa því, a® slík þjóð verði nokkru sinni bug- uð nema í bili. Það eru ótaldar fórnir, sem Finnar hafa fært fyrir frelsi lands síns á umliðnum öldum- Og það er aðdáunarvert að sjá þá, eftir allar þær raunir, sem þeir hafa ratað í, færa slíkar fórnir enn á ný, af annari einS hreysti og hugprýði og við erum sjónarvottar að í dag. ÞegaX við lítum yfir slíka hetjusögu og raunasögu rifjast upp fyrir okk- ur orð Runebergs: Hver hefir Finnans metið móð og mælt hans úthelt blóð? —Alþbl. 6. des. FRÁ GARÐAR, N. D. Eins og til stóð, var ársfundut Garðar-safnaðar haldinn þann 13. jan. s. 1., og hófst kl. 2 e. h. Lesin var fundargerð frá síð- asta fundi, og samþykt. Fját' málin voru þá lögð fyrir, og komu þau út vonum framar. —' Tekið var á móti skýrslu fP* prestinum yfir starf hanis fyrir söfnuðinn s. 1. ár, sömuleiði9 skýrsla frá forstöðukonu sunnU' dagaskólans, og var hvortveggj3 skipulegt og í bezta lagi. Næst var hafið máls um sam' band isafnaðarins við kirkjufó' lagið, og urðu um það margar umræður, sem allar fóru hóg' værlega fram, en samþykt þó að lokum með miklum meiri' hluta, að Garðar-söfnuður fmri úr kirkjufélaginu ef það samein- aðist U. L. C. A. En þrátt fyrir það, að einu úr framkvæmdarnefnd kirkjufó' lagsins var viðstaddur, bæði ó október fundinum í haust sem leið, og þessum ársfundi, var af' ráðið að senda skriflega til fram' kvæmdarnefndar þessa afstöðu Garðarsafnaðar. G. Th. TIL SNOWFIELDS Harla skamt dró skeyti þitt. Skutlan liggur brotin. Aldrei hugsað hámark sitt Hæfa “glappa”-skotin. Komist upp um kveðskap þinn Kaun, er blöðin skemma, Verður ljóst að “Leírburð” mih11 Lét eg birta’ of snemma. Þigðu glensin græsku frí. “Greysins” myrkur lýstu. Guðfræðinnar gloppur í Geislum andans þrýistu. — P. B.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.