Heimskringla - 24.01.1940, Blaðsíða 4

Heimskringla - 24.01.1940, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 24. JANÚAR 1940 Heimakrittgla (StofnuB 1SS«) Kemur út á hverjum miBvikudegt. Eigendur: THE VIKING PRE8S LTD. 153 og 555 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimie 86 537 VerS blaSslns er $3.00 árgangurlnn borglst tyrirfram. Allar borganlr sendist: THE VIKING PRES8 LTD. OU yiSsklfba bréf blaSlnu aðlútandl sendlst: Kmager THE VIKINO PRESS LTD. S53 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEPÁN einarsson Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINOLA 853 Sargent Ave., Winnipeg “Helmskringla" is published and printed by THE VIKIVG PRESS LTD. S53-S5S Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telephone: 86 537 ÍUBUUUUUiillllllllHUilHlllllllilllUJlll WINNIPEG, 24. JANÚAR 1940 SENATOR BORAH DÁINN Með Senator William E. Borah frá Idaho, er dó s. 1. viku (16. jan.), er til moldar hnigið eitt þeirra mikilmenna, er við sögu Bandaríkjanna hafa í hinum stærri atrið- um mjög komið á síðari árum. Um starf hans hefir allmikið verið ritað í hérlend blöð. Á sama tíma og lofs- orði er lokið á hæfileika hans, hefir að ein- angrunar-stefnu hans sitt hvað verið fund- ið. Þyki ofmikið að því gert, ber þess að gæta, að afstaða Canada getur þar verið önnur sem stendur, en manna yfirleitt í Bandaríkjunum. Grein sú er hér fer á eftir í lauslegri þýðingu úr blaðinu Winni- peg Free Press, kastar nokkru ljósi á þetta, sem og starf Senator Borah í heild sinni: “Það hefir óefað haft nokkur áhrif á rás viðburðanna í heiminum eða að því er segja mætti á veraldarsöguna, að Banda- ríkin feldu Versalasamninginn, sem Wil- son forseti hafði staðfest með undirskrift sinni. Og ef til vill á Þjóðabandalagið nú ógæfu sína að talsvert miklu leyti þang- að að rekja. En einn af ákveðnustu and- stæðingum samningsins, var óefað Sena- tor Borah. Frá þeim tíma er mál þetta var á döfinni og til hins síðasta, var hann áhrifamestur og ákveðnastur talsmaður einangrunarstefnu Bandaríkjanna. Hann var 33 ár þingmaður öldunga deildarinnar í Washington. Áhrif hans á þjóðlífið er enginn efi á að voru geysi mikil. Mælska hans og sannfæringarkrafturinn, sem orð- um hans fylgdi, voru mikil og ef til vill óviðjafnanleg, enda var maðurinn heill en ekki hálfur í allri framkomu sinni, bæði í prívat lífi og pólitík. Að hann hafi verið virtur og mikilsmetinn jafnt af andstæð- ingum sínum sem fylkismönnum, bera ummælin mörgu við lát hans frá Wash- ington fylsta vott um. Það má deila um kosti og ókosti ein- angrunarstefnunnar. Það má deila um það, hvort framkvæmdir Þjóðabandalags- ins hefðu ekki orðið aðrar og affarasælli, ef Bandaríkin hefðu heyrt því til og starf- að með því. Og það er mikið vafamál, hvort að hin bandaríska þjóð á ekki á kom- andi árum, eða jafnvel á yfirstandandi ári fyrir höndum að íhuga utanríkisstefnu sína að nýju. óréttlætið sem í frammi hefir verið haft í Póllandi, á Finnlandi, og sem ómögulegt er að segja hvað marg- ar hlutlausar þjóðir eiga eftir að kenna á, snertir tilfinningar manna um allan heim, vestan hafs eigi síður en þó nær hörm- ungavettvanginum séu. En að því máli sleptu, er það víst, að einangrunarstefna Bandaríkjanna, á með láti Senator Borah á bak að sjá eins öflug- asta talsmanns isíns. Um það verður ekki deilt. Og að það kunni að hafa breytingar í för með sér á utanríkismálstefnu Banda- ríkjanna í náinni framtíð, er ekki neitt fyrir að taka. Senator Borah átti ekki minstan þátt í því, hvernig um Versala-samningana fór 1919 í þinginu. Þegar atkvæðið var greitt um þá þar, voru 55 með þeim, en 39 á móti. En til þess að staðfesta þá, eða lögleiða, þurfti tvo þriðju allra atkvæða. Um þetta mikilvæga atriði munaði því minstu þá hvernig færi. Aðal-ágreiningsatriðið í þinginu, var X. grein samningsins, en hún laut að því, að ef ráðist yrði á einhverja af Bandalags- þjóðunum, yrðu hinar að koma henni-til aðstoðar. Andmælendur samningsins vildu ekki heyra Bandaríkin bundin þessari skyldu. Og Senator Borah dró ekkert af því, að hann fýsti hvorki að berjast til að halda við friði né ófriði. En fram á margar breytingar var farið á samningunum í þinginu, sem hér verða ekki nefndar. Árangur af þeim umræðum, hefir að líkindum verið samningur sá, er kendur er við Kellogg, ríkisritara, er flest- ar þjóðir undirskrifuðu, en sem eigi að síður var rofinn er á reyndi. Þar var að- eins farið fram á að jafna allar sakir án vopna. Canada var mjög með þeirri stefnu. En hversu ónóg sú stefna gafst, hefir nú fyrir löngu sýnt sig. Það eina sem tryggja virðist friðinn, er að hart mæti hörðu, að árásarþjóðunum verði ekki í skefjum haldið nema með því að friðarþjóðirnar myndi öflug samtök á móti þeim. Og í þá átt stefnir nú í Ev- rópu. Standa Bandaríkin til eilífðar utan við það, eða yfirgefa þau að lokum ein- angrunarstef nuna ? Borah naut mikillar virðingar fyrir framkomu sína, fyrir hugrekki sitt, frjáls- lyndi O'g sjálfstæði. Hann gekk djarflega að hverju verki, er hann var sannfærður um að til heilla horfði. Hann ruddi marg ri framfaralöggjöfinni braut. Hann gekk ótrauður á hólm við auðvaldssamtök og iðnaðar-kónga, ef hann sá að hann gat unnið alþýðu hag með því eða bætt kjör hennar. Hann var frá árinu 1924 til 1933 for- maður nefndar þeirrar í öldungadeildinni, er um utanríkismálin fjallaði. Þegar lit- ið er á vald öldungadeildarinnar í þeim efnum, verður fyrst ljóst, hversu það starf hans var víðtækt og mikilsvert. Hann sótti um útnefningu í forseta- stöðu af hálfu republika árið 1936. En hann fór fram á mikla rýmkun á stefnu flokksins og vildi jafnframt að hún yrði að nokkru í eamræmi við viðreisnarstarf Roosevelts. En hann kom hvorugu af þessu til leiðar. Hið gamla varðlið flokks- ins sá um það. Á síðast liðnu ári, þrem mánuðum áður en stríðið bi^ust út, og þegar Roosevelt forseti og Hull ríkisritari vöruðu þingið við stríðshættunni, lýsti Borah því yfir, að upplýsingar er hann hefði um þetta, stað- festu ekki þessar fréttir forsetans og ríkis- ritarans. Stríðið er nú skollið á, svo Senator Borah yfirsást þar. Og í einangrunar- stefnu sinni, er bágt að segja, nema hon- um hafi einnig gert það og að Banda- ríkin geti ekki í það óendanlega varist þátttöku í stríði eða taka höndum saman við lýðræðisþjóðir heimsins til verndar friði. En um hitt er ekki að villast, að það var fyllilega sannfæring hans að utanrík- ismálastefna sín væri þjóðinni öllu öðru framar -til hags og heilla. Canada er þriðja stærsta land í heimi. Flatarmál þess er 3,729,000 fermílur. Einu stærri löndin eru Rússland og Kína. En svo mikið er óbygt af þessu mikla landi, að íbúranir eru lítið fleiri en í London. HVEITISALAN TIL RÚSSLANDS Það getur verið í fylsta máta löglegt, að selja Rússum hveiti. Það getur einnig verið, að hveiti héðan (frá Canada), sem sent er til Vladivostok, komist aldrei til Þýzkalands. Oss getur einnig riðið á miklu, að losna við hveitibirgðir landsins, hvenær sem þess er nokkur kostur. Þetta getur alt satt verið. Rússland er enn- fremur hlutlaust land í stríðinu ennþá — að svo miklu leyti sem lögin ákveða — og það getur meira en verið, að Bretland fýsi ekki að þröngva Rússlandi til að segja sér istríð á hendur. En þrátt fyrir alt þetta, er sanleikurinn sá, að íbúar þessa lands munu þessa stundina líta á féð sem við fáum fyrir hveitið frá Rússlandi sem blóð- peninga og að þeir vilji ekkert með þá hafa. Það er margt sem með og móti sölunní mælir og við höfum heyrt ávæning af því. Við seljum enn vörur til Japans og pen- ingarnir fyrir þær eru einnig blóði ataðir. Hver maður sem nokkra réttlætistii- finningu hefir, finnur til sektar sinnar út af verzluninni, sem við rekum við land, sem er að reyna að tortíma og þurka út af yfirborði jarðar, saklausa, friðelska ná- búaþjóð sína. Þeir eru margir hér sem finst, að sölubann hefði fyrir löngu átt að vera löggilt gegn Japan. En ef svo er um Japan, hvað er þá um Rússland, sem miklu sekara er, en það? Það mun óhætt að fullyrða, að langmestur hluti íbúa þessa lands sé algerlega á móti því, að nokkur viðskifti séu gerð, sem stendur, við Rússland. Það væri því for- sjálni, af stjórn Canada, að setja skorður við því, að meira hveiti sé selt til Rúsis^ lands, í bráðina, eða eins lengi og það heldur áfram nýupptekinni breytni sinni. (úr Wpg. blaði). Athygli útgáfufélags í Cleveland, Ohio, var dregið að því, að 265 leikrit og sögur, sem vel seldust, hétu al-kunnum nöfnum úr biblíunni. The World Syndicate Pub- lishing Co., en svo hét félagið, fór að gefa þessu nánari gaum og komst við það að þeriri niðurstöðu, að nærri hver einasta setning í bæninni “Faðir vor” hafði verið notuð fyrir heiti á bókum. Hér eru dæm- in um þetta: “Faðir vor á himnum” eftir W. C. Rich- ards. “Helgist þitt nafn” eftir E. D. Sedd- ing. “Tilkomi þitt ríki” eftir A. Marrow. “Verði þinn vilji” eftir A. Murray. “Sem á himni” eftir L. Larcom. “Gef oss í dag” eftir L. Zara. “Vort daglegt brauð” eftir F. Grether. “Fyrirgef oss vorar skuldir” eftir M. Loyola. “Eins og við fyrirgefum” eftir L. W. Sheldon. “The Trespasser” (skuldunautinum) eftir D. H. Lawrence. “Heldur frelsa oss frá illu” eftir A. Abdulla. “Þitt er ríkið” eftir E. D. Sedding. “Mátturinn og dýrðin”, eftir G. M. Cooke. “Að eilífu” eftir W. C. Lengel. “Amen” eftir W. Ryno. i GANDHI 1 STRÍÐI MEÐ BRETUM ENN Gandhi er bardagamaður, en berst að- eins með andlegum vopnum. Á sjötugasta aldursári sínu, lítur hann nú heiminn flak- andi í sárum vegna ofbeldisverka, sem hann hatar af öllu hjarta. Hans eigin þjóð er meira að segja í stríði; friðará- skoranir hans ná nú ekki eyrum manna fyrir fallbyssudynkjum árásarþjóðanna, sem hann á auðvitað skoðanalega enga isamleið með. En Gandhi er ekki aðeins andvígur á- rásarstefnu einræðissinna; hann fordæmir stríð yfirleitt. Að gera upp á milli þeirra, er í stríði eiga, er honum óljúft, þó stund- um verði svo að vera. f þeim vanda er hann nú staddur. í stríðinu 1914—1918, gat Gandhi einhvem- veginn komist að þeim skilmálum við frið- arhugsjón sína, að veita vestlægu banda- þjóðunum að málum og styðja að því, að isendir voru 1,338,620 Indverjar á vígvöll. Nú hefir hann á ný veitt bandaþjóðunum siðferðislegt fylgi sitt. En áður en ákveð- ið hefir verið mokkuð um raunverulega þátttöku í stríðinu, af hálfu Indverja, fýsir hann nú að fá að vita, hvað Bretar vilji gera fyrir Indland. Hann hefir beðið um ákveðið svar við því hvers vænta megi af stríðinu fyrir þjóð sína. Krafa hans er, að Indlandi verði veitt fullkomið sjálfstæði. Þá viðurkenningu telur hann verða til þess, að trúin á lýðræði vaxi. Hafa Bretar heitið öllu góðu um að íhuga sjálfstæðis- málið rækilega eftir stríðið, en telja vafa- samt, að það yrði nú í byrjun stríðsins álit- inn sigur fyrir Breta eða vestlægu banda- þjóðirnar. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Að frádregnum einstöku yfirlýsingum er Gandhi gerir, fréttir umheimurinn nú lítið um hann. Sem stendur hefir hann ekki neina óhlýðnisbaráttu með höndum við stjórn Breta; heldur á hann ekkert við föstur. Framkoma hans nú er sú, er hann álítur hollasta eftir ástæðum; alt sem mikið ber á, eða vekur víðtækar æs- ingar heima fyrir hjá fylgjendum hans, hefir hann lagt á hilluna. Heimili hans er fremur íburðarlaus kofi í þorpi því er Segaon heitir í Indlandi miðju. Það er langt frá járnbraut. Fyrr- um var þorp þetta talið gott sýníshorn af sveitalífi Indlands, fáfræði íbúanna, fá- tækt, óþrifum og plágum. Gandhi og lærisveinar hans reistu tjöld sín þar fyrir fáum árum og hafa breytt því og gert það að fyrirmyndar þorpi. Það má maura- þúfa heita að starfsemi; þar eru kvöld- -skólar, sem kenna vefnað og hreinlæti og vísindalegan búnað ásamt fleiru. f þorpi þessu er aðal-bækistöð Gandhi og hans sinna og þar má sjá eins greinilega og unt er á hvern hátt hann hugsar sér viðreisn þjóðar isinnar úr álögum fáfræði, vesai- dóms og villu. Gandhi fer á fætur klukkan 3 á hverjum morgni. Ver hann fyrstu klukkustundinni til að lesa bréf sín. Klukkan fjögur hefir hann bænahald með söfnuði sínum. Um kl. 4.30 talar hann við gesti og fregnrita. Að því búnu tekur hann sér göngutúr og þykir sporadrjúgur. Ungt fólk og konur verða að hlaupa við fót sér til þess að fylgja honum eftir. Þegar hann kemur heim, étur hann morgunverð — döðlur og ábristir — hann étur þrjár máltíðir á dag, einfaldar, sem meinlætamúnkur væri. Gandhi neytir að- eins fæðu úr jurtaríkinu og matreiðsluna annast kona hans, þegar hún er ekki við kenslustörf eða guðræknisiðkanir annar staðar. Þá er öllu er til skila haldið, er sagt að fæðið kosti Gandhi um $5 á mánuði og verður Mrs. Gandhi, að leggja fram reikning yfir hvern eyrir af því sem eytt er fyrir það. Eftir þetta byrja fundir með trúnaðarmönnum Gandhi og er ástúðlegu framkomu hans. Hann er iðulega í heimboði hjá vísiráði Breta í Indlandi og öðrum brezkum valdsmönnuröi einungis vegna virðingarinnah sem þeir bera fyrir pers'ónu hans, mannkostum og hæfileik- þá spjallað um alt upphugsan- um. legt, alt frá umgengni í búri og eldhúsi og til þess, hver bezta leiðin muni vera til að losa Ind- land undan stjórn Breta. Einni klukkistund fyrir miðnætti, er gefið til kynna, að dagsverkinu sé lokið. Gengur Gandhi þá til hvílu sinnar undir beru lofti. Þó fult sé oft af flugum, vill hann ekki flugnanet yfir hvílu sína, af því að lýður hans notar það ekki. Það er ávalt mikið um það að ræða fyrir Gandhi, að semja sig að háttum almennings. f stað netsins, smyr hann andlitið i þetta sætti sögðu þeir að fyrir steinohu. Hann fellur a auga- bragði í svefn eins og Napóleon. Þegar hann vaknar, að fjórum klukkustundum liðnum, er hann hres® og fjörugur. Frá þessu tilkomulitla höfuð- bóli sínu, stjórnar Gandhi allri þjóð sinni. Vald hans yfir ör- lögum hennar og landsins, er meira að þakka persónulegum eiginleikum hans, en stjórnmála- stefnu hans. Það er hið ein- kennilega sambland í eðli hans af ótrauðum bardagamanni og mildum messíasi, sem gert hefir hann að átrúaðargoði lýðsins. Gandhi er fæddur í Porband- ar, sveit norður af Bombay. fbú- arnir þar eru bændur og verzl- arar og hafa lengi haft orð á sér fyrir hve friðsamir þeir eru; hefir sáttfýsi þeirra oft gengið svo langt, að þeir hafa verið kall- aðir raggeitur. Faðir Gandhi, var forsætisráðherra þessa hér- aðs og sonur hans hafði alt er hann girntist. Á æskuheimili hans var mikil trúrækni; þótti Gandhi iðkun hennar í mörgu fáránleg; snerist hann þess- vegna á unga aldri til trúleysis. Hann át jafnvel két, sem svo mikil synd var skoðuð, að ófyr- irgefanleg mátti heita. En Gandhi gerði þetta eins mikið til þess að reyna að breyta hugs- unarhættinum, fá menn til að leggja niður kreddur og for- dóma, eins og hitt, að svala isér á að gera strákapör. Konuefni var Gandhi valið, þegar hann var átta ára. Hét hún Kasturibai og giftist hann henni þrettán ára gamall, á af- mælisdaginn sinn. Til London sigldi hann 18 ára gamall. Var hann þar við laganám, en las auk þess Plato, Mazzini, Thor- eau og Tolstoy. Lagapróf tók hann 1891 og hélt að því búnu til Indlands. í Bombay varð honum ekkert úr laganámi sínu; honum mis- hepnaðist svo í starfinu, að hon- um var í þann veginn að fallast hugur. En þá bauðst honum lögfræðisstarf hjá indversku viðskiftafélagi í Pretoríu í Suð- ur-Afríku. Þar varð honum gæfan vinveittari iog græddist fé. Vinnulaun hans hækkuðu á stuttum tíma í $20,000 á ári. Auk lögfræðisstarfsins fór hann nú að gefa því gaum, hver agaleg réttindi Indverja væru í S.-Afríku; komst hann brátt að jví, að réttlætinu var all mis- iskift, að því er þennan minni- hluta íbúanna, landa hans,snerti. Upp úr því hóf hann 10 ára bar- áttu við stjórn landsins. Þrisv- ar var hann dæmdur til fanga- vistar út af þeim málarekstri iog tvisvar var hann kallaður heim til Englands til þess að gera grein fyrir málstað sínum. Loks varð Union-stjórnin (í Suður- Afríku) af hálfu leyti við kröf- um hans árið 1913. Til Ind- lands fór hann svo árið 1914 og var fagnað sem ‘hetju af þjóð- ernissinnum landsins. Og flokk- ur sá má nú heita inverska þjóð- in með Gandhi sem leiðtoga. Persónuleg áhrif Gandhi eru Þjóðin hans væri fyrir löngu búin að gera hann að dýrðlingi eða guði, nokkurs konar Budd- ha, ef hann neitaði ekki stöðugi' að hann væri ekkert annað eða meira en hver annar einstaklinú ur þjóðarinnar. Til dæmis var hann fyrir skömmu á ferð í héf aði einu. Nokkru síðar saffl' aðist fjöldi manna heim til hans úr héraðinu og færði honum á' vexti, blóm og pyngju fulla af peningum. Þegar Gandhi spurði hverju ALÞINGI TELUR SÉR MISBOÐIÐ MEÐ ÞING- SETU KOMMÚNISTA það að hann hefði stigið fæti 8 jörðina í héraði þeirra, hefð> vatnslind, er lengi hefði verið þur, fylst vatni og erfiðleikarH' ir horfið, sem vatnsleyisinu vai' samfara. “Meðtak bæn vora!” Gandhi tók þegar birstur fraU1 í fyrir þeim og isagði þeim að láta ekki þessa vitleysu út úr sér; að tilbiðja sig mættu þeiJ' ekki. Þetta hefði aðeins verið tilfelli með vatnið. Guð ger$ ekki meira fyrir sig en hverJJ þeirra. Reyndi hann svo blíð' ari á manninn að gera þeif1 þetta skiljanlegt, með vatnié' með svo einföldum dæmum, seU1 honum var unt. Fylgi sitt á Gandhi eflaust nokkuð að þakka yfirnáttúrlegf trú þjóðar sinnar. Og í starfj hans er það fylgi mikilsvert. Eu guð hennar þverneitar hann vera. Reykjavík, 4. des. 19$ Þegar fundur hafði verið setb ur í sameinuðu þingi kl. 2 í da?> las forseti sameinaðs þings upP eftirfarandi yfirlýsingu frá 45 aj þeim 49 þingmönnum, sem eiga á alþingi, þ. e. öllum þing' mönnunum að hinum 4 þing' mönnum kommúnista undaU' skildum: Vegna þeirrar afstöðu, eí kommúnistaflokkurinn, er héf starfar undir nafninu Sameifl' ingarflokur alþýðu — sósíalista- flokkurinn, þingmenn þeS® flokks og málgögn hafa markað sér til frelsis, réttinda og lýð' ræðis smáþjóðanna síðustu vik' urnar og alveg sérstaklega vi^ víkjandi málefnum FinnlandS> lýsa undirritaðir alþingismeriP yfir því, að þeir telja virðin£u alþingis misboðið með þingsetP fulltrúa slíks flokks. Haraldur Guðmundsson, þfl1, Seyðf. Árni Jónsson, 9 landsk þm. Ásgeir Ásgeirsson, þm. V-' ísf. Bergur Jónsson, þm. Barð- Berharð Stefánsson, 1. þm. Eýf- Bjarni Ásgeirsson, þm. Mýr’ Bjarni Bjarnason, 2 þm. Árfl' Bjarni Snæbjörnsson, þm. Hafh- Einar Árnason, 2 þm. Eyf. Eirík ur Einarsson, 8. landsk. þh1, Emil Jónsson, 6. lansk. þm. Erl- Þorsteinsson, 10. lansk. þm. Eý' steinn Jónsson, 1. þm. S.-^í- Finnur Jónsson, þm. fsaf. Gar^ ar Þorsteinsson, 7. landsk. þih' Gísli Guðmundsson, þm. N.-P- Gísli Sveinsson, þm. V.-Sh‘ Helgi Jónasson, 2. þm. Rang' Hermann Jónasson, þm. Str- Ingvar Pálmason, 2. þm. S.-l^ Jakob Möller, 2. þm. Reykv. Jó' hann Jósefsson, þm. Vestm. JóP ívarsson, þm. A.-Sk. Jón Pálma' son, þm. A.-Húnv. Jónas JónS' son, þm. S.-Þ. Jörundur Brynj' ólfsson, 1. þm. Reykv. ólaf^ Thors, þm. G.-K. Páll Her mannsson, 2. þm. N.-M. Pál' Zóphóníasson, 1. þm. N.-M' Pálmi Hannesson, 1. þm. Skagf- Pétur Halldórsson, 4. þm. Reyk^ mjög mikill. Andstæðingar hans, (Pétur Ottesen, þm. Borgf. Si£' sem fylgismenn dáðst að hinni urður Á. ólafsson, 2. landsk. W

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.