Heimskringla - 14.02.1940, Blaðsíða 4

Heimskringla - 14.02.1940, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 14. FEBR. 1940 Hicímsknniila | (StofniUS 18S6) Kemur út & hverjum míBvikudegi Elgendur: THE VIKINO PRESS LTD. 863 og 855 Sargent Avenue, Winnipee Talsimia 86 537 Verð blaSslna er $3.00 árgangurlnn borglst g ryrlrfram. AUar borganlr sendist: THE VIKING PRESS LTD. jj ÖU vlðsklfte bréf blaðinu aðlútandl sendlat: | Mrnager THE VIKINO PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskri/t til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINOLA 853 Sargent Ave., Winnipeg ‘‘Heimskrlngla” ls pubUshed and prlnted by THE VIKIVG PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man Telephone: 86 537 ttiBUiuuiuiuiiiiuuHiuiiUiiiiuiiHiiiiuiiiiiiiuiiiHiiiiiiiiiiiiiuiiiiiaiHiiiniiiiiiiimiiiiiiiuiiiuuiiiiumiiuiuiiiiiiuiiiiniiii WINNIPEG, 14. FEBR. 1940 ÞJÓÐRÆKNISÞINGIÐ Þjóðræknisþingið kemur saman næst- komandi mánudag. Stendur það yfir eins og vant er í þrjá daga. Það hefst klukkan 9.30 að morgni. Verða starfsfundir alla dagana fram á kvöld, en þátaka við skemti- samkomur. Fyrsta kvöldið halda ungu landarnir (The Young Icelanders) sam- komu; kunna þeir vel að skemta sér eins og nútíðar æskan yfirleitt og verður gam- an fyrir hina eldri að horfa á það; þeir munu verða ungir í annað sinn við að sjá þau læti. Annað fundarkvöldið er Fróns- mótið. Þar fer fram íslenzk skemtiskrá, dans og veitingar á eftir. Þessi samkoma er fyrir miðaldra"fólkið, þetta sem betur dartsar eldri dansana en þá nýjustu. ís- lendingamót þetta hefir ávalt kepst við að koma í stað “Helga magra” blótsins sem um höfðingsi brag og skart tók hér öllum samkomum fram fyrrum. Þetta má segja að tekist hafi að minsta kosti að nokkru; síðan eitt helzta menningartæki tímanna, speglarnir komu á veggi Templara húss- ins, getur dansfólkið séð sig í bak og fyrir á dansinum þar eins og í Manitoba Hall forðum; og prestar og einstöku aðrir úr hærra félagslífinu eru á stélfrökkum, en annars er minna um það en á Þorrablótinu var. Virðist þess lítt saknað af almenn- ingi, þ. e. a. s. frakkanna, ekki þeirra sem 1 þeim eru. Þriðja kvöldið heldur Þjóðræknisfélagið sjálft samkomu og lýkur fundar8törfum. Verður sú samkoma ekki sízt fyrir ráðna og roskna, svo allir fái nokkuð, danslaus og ókeypis. Þar er að jafnaði fluttur fyr- irlestur, en hver fyrirlesarinn er í ár, er oss ekki kunnugt um. Áður þingi lýkur verður prentun Tíma- rits Þj óðræknisfélagsins lokið. Er útgáfa þess rits eitt af veigameiri og vandasam- ari störfum Þjóðræknisfélagsins. Um út- gáfu þess hefir í ár annast Gísli Jónsson, ritari Þjóðræknisfélagsins, vel vígur mað* ur á slík störf. Þjóðræknisþingið er nokkurs konar þjóð- hátíð Vestur-íslendinga. Þar koma þeir saman og minnast fslands og ættaróðala sinna. Þar finna þeir töflurnar í grasinu, eins og áar þeirra forðum á Iðavelli, hin nýja kynslóð norrænna manna eftir Ragnarök, er minna mun þá á liðna tíð, ætt og þjóðerni og sem hverri nýrri kynslóð íslendinga hér, er ærin hvöt til að halda áfram að vera íslenzk. Þingið stendur yfir í þrjá daga. Mönn- um gefst því góður tími til að finnast og skemta sér og mun lengri en fulltrúum Ottawa-þingsins nýlega. “EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS 25 ÁRA” Bók með þessu nafni komu þeir báðir með fyrir fáum dögum inn á skrifstofu Heimskringlu, Árni Egertsson og Ásmund- ur P. Jóhannsson. Héldu þeir ræðu yfir þeim er þetta skrifar og kváðu blaðið verða að geta þessarar bókar rækilega og afhentu því eintak af henni. Án þess að vita fyllilega frá hvorum þeirra bókin var, er þeir struku báðir eins og koll á ungbarni, eða hvort að hún var blaðinu send af útgáfufélaginu, þakkaði “Hkr.” þeim gjöfina. Það leyndi sér ekki um leið og á bókina var litið, að þarna var um minjagrip að ræða, en ekki neina vanalega útgáfu bókar. Þetta vandaða minningar-rit, er yfir 300 blaðsíður að stærð, í — ja — Jóns postillu broti, prentað á þykkan mjallhvítan papp- ír. Segir það sögu Eimskipafélagsins, frá hag þess, starfi og fylgja því yfir hundrað myndir af stjórnendum og starfs- mönnum, skipum og húseignum félagsins'. Þá er og nokkur inngangur, er greinir frá forsögu siglinga til landsins fram að þeim tíma, er Eimskipafélagið var stofnað, 17. jan. 1914. Er sá inngangur fróðlegur og sýnir ljóslega reipdráttinn, sem landið átti í við skipafélög þeirra tíma og nauðsynina á stofnun íslenzks skipafélags. Þegar þess er og gætt, að um það leyti dynur á Ev- rópustríðið mikla og dönsk skipafélög gátu ekki látið siglingar til íslands þá eins mikið skifta, fer ekki fjarri því, sem Guðni Jónsson, mag. art. segir, er bókina skrifar, að stofnun Eimskipafélagsins hafi reynst bjargvættur sjálfstæði íslands. Frá stofnun félagsins og aðdraganda hennar, er skemtilega sagt í bókinni og greinilega, sem vænta má, af svo fróðum manni, sem höfundurinn er. Var miklu fyr en mörgum mun ljóst hafa verið hér vestra, byrjað á undirbúningi að stofnun Eimskipafélagsins. Henni er fyrst hreyft árið 1912. Eiga þá Sveinn Björnsson, sendiherra, er varð fyrsti forseti stjórnar- nefndar félagsins, og Emil Nielsen fyrsti framkvæmdarstjóri félagsins mikið tal um hana sín á milli. Bættist svo smám sam- an við þá, er málinu gefa gaum margir aðr- ir, svo sem Björn Kristjánsson, Thor Jen- sen, Garðar Gíslason, Jón Þorláksson o. fl. Verða þeir svo æ fleiri og fleiri og eru fundir haldnir í kyrþey og málið sem bezt athugað, unz yfirlit hefir verið gert yfir allan kostnað og hann er lagður fram og fjársöfnun hafin. Þegar félagið er svo stofnað, hefir í sjóðinn komið frá ein- staklingum milli þrjú og fjögur hundr- uð þúsund krónur heima. Þá byrja og samskot hér vestra, er 200,000 krónum námu að lokum í áskriftarfé. Ennfremur kom þá þing og stjórn til skjalanna með 100,000 króna veitingu í svip og aðstoð við lántöku síðar. Það sem merkilegt má heita og sýnir hve undirbún- ingur málsins var góður, er það, að útgjöld félagsins voru árið 1915 aðeins 6000 krón- um lægri en áætlað var (áætlunar kostnað- ur var 353,000 kr.); en tekjur urðu miklu meiri. Ollu því aukin viðskifti, er ei var ráð fyrir gert eða sem eigi voru sjáanleg fyrir stríðs byrjun. Á árunum 1915^—1937, hafa tekjur fé- lagsins numið yfir 71 miljón króna, en út- gjöldin nærri 60 miljónum; því nærri 11 miljón króna hagur. Er í honum innifal- inn eign félagsins, yfir ein miljón króna í sjóði, afskrift af eignum um átta miljónir og í greiddum hluthafa-arði yfir ein miljón króna. Félagið stendur því traustum fótum. Vestur-íslendingar munu æ telja sér það til giftu, að hafa átt nokkurn þátt í stofn- un og tilveru þess, ekki vegna hluta-arðs- ins, heldur þess, hvílík heilla-þúfa það hef- ir reynst íslandi. Þetta minningarrit í leðurbandi og veski, kostar hér $1.50, ef tekið er hjá um- boðsmönnum félagsins hér, þeim Árna Eggertssyni eða Ásm. P. Jóhannssyni. En ef senda þarf ritið í pósti, er burðargjald og umbúðir auk þessa 50c, eða bókin $2.00. Jafnvel það er ekki hálfvirði, því bók sem eins er vandað til og þessarar, getur ekki selzt hér undir $5.00 til $6.00. Vestur-íslendingum hlýtur að vera skemtun að því að kynnast sögu þessa fé- lagst Hún er í riti þessu bæði fróðlega og skemtilega skrifuð. HLJÓMLEIKUR MISS PÁLMASONAR f dóminum um hljómleik Miss Pálma- sonar 8. feb. í Auditorium, er farið þessuni orðum í blaðinu Winnipeg Tribune daginn ef tir: “Fjölmennasti hljómleikurinn sem hér hefir verið haldinn af nokkrum Winnipeg- sólóista, án aðstoðar að-komandi lista- manna, var sá, er fram fór í sönghöllinni í Auditorium s. 1. fimtudagskvöld. Þetta var fiðlu hljómleikur Miss Pearl Pálma- sonar. Hefir hún nýlega lokið námi í fiðluspili í Evrópu hjá snillingum í þeirri grein. Söngskrá kvöldsins var hin stór- kostlegasta og meðferð Miss Pálmasonar, með Miss Snjólaugu Sigursson við pianó- ið, var sú, að óskifta aðdáun áheyrenda vakti. Miss Pálmason hefir síðustu árin farið ört fram í fagi sínu. Hún hefir ávalt ver- ið tilþrifagóður spilari og teknik hennar hefir verið aðdáunarverð. Nú hefir lista- svið hennar víkkað svo, bæði að tóngæðum og túlkun, að hún er ein af hinum allra fremstu í list sinni í þessari borg. Y1 á hún nægan í spili sínu og lífsþrótt, birtu af skapgerð og óskeikula teknik, til að halda eftirtekt áheyrenda fastri frá byrjun spilsins til enda. Hljómleik sinn byrjaði hún með La Folia, eftir Corelli-Kreisler. Duldist ekki að pianóið kom þar að góðu liði að túlka dýpt tilfinninganna í þessari átjándu ald- ar músik. Að undantekinni byrjuninni, þar sem tónar fiðlunnar virtust fullmjúkir eða daufir og sýndu ekki nægilega lyndis- einkunn spilarans', glitraði annars í þessu lagi fegurðin sem demantur í túlkun (in- tonation) Miss Pálmasonar, og hennar ó- umræðilega vald á að hefja tónana í æðra veldi og skapa áhrif, naut sín ósegjanlega vel með víðfeðminu og tigninni í spili Miss Snjólaugar Sigurðssionar. Hin elidlegu tilþrif, sem hina hægu dvínandi tóna, var meistaralega farið með í þessu lagi. Varminn, hljómfegurðin og sjálfstæðið í Spili Miss Pálmasonar, ætlum vér að bezt hafi komið fram í Franck-sónötunni. Hinir bezt löguðu hlutar þess lags til túlkunar, svo sem dýpt tóna, hið víða svið í meðferð og tilfinningin fyrir hvað koma skuli, var þarna alls staðar augljós í spili hennar. Báðir spilararnir náðu þarna sinni mestu og öruggustu festu í listinni, tækni og túlkun, bæði í risi og falli tóna. Síðasta lagið var spilað með miklum hátíðleik og djúpri sigurhrifningu og lauk með hrífandi hámarki voldugs, töfrandi tónaflóðs. í Glasounoff concerto var spilið ekki alls kostar eins og ætla mátti; þar skorti vissar áherzlur að oss fanst og varð því lagið litlausara en ella og áhrifaminna. En þessa varð ekki lengi vart. Miss Pálmason jafnaði það vel upp strax í sín- um næstu lögum, því þau spilaði hún með því eðlilega öryggi, lífi og myndugleik, sem hinn mikli hljómlistarhæfileiki henn- ar að jafnaði ber með sér. í léttari lögunum sem spiluð voru á eftir þeim er nú hafa verið nefnd, sýndi Miss Pálmason mjög mikla leikni. Ef til vill var þó þar fegursta og bezta lagið “Bæn- in eftir Hendel-Flesch. Miss Sigurðsson sýndi mikla musik- hæfileika og fágaða meðferð í verki sínu við pianóið og hafði eins og Miss Pálmason mikið vald á starfi sínu. Áheyrendur létu í ljósi hrifningu sína með miklu og margendurteknu lófaklappi. Blóm voru færð hljómleikurunum.” Þannig farast blaðinu Winnipeg Tribune orð. Á því er enginn efi, að með hljómleik þessum hefir Miss Pálmason unnið sér og þjóðarbroti sínu hér mikinn hróður. Það er nú ljósara en áður, að bær þessi á ekki fiðluspilara, sem framar henni stendur og mega hinir fámennu íslendingar með fulÞ um rétti vera upp með sér af því. Það fanst á að hljómleiknum loknum, að áheyr- endunum, bæði íslenzkum sem hérlenzk- um, fanst þarna viðburður hafa gerst í sönglífi borgarinnar, sem í senn var bæði óvanalegur og mikilsverður. Hljómleikinn sóttu fast að því 700 manns. MORGUNN 1939 Tímaritið “Morgunn” hefir jafnan ver- ið með merkustu tímaritum íslendinga. Einar H. Kvaran, ritstjóri þess var einn af vitrustu mönnum þjóðarinnar, og slík- ur snillingur á íslenzkt mál, að þó ekkert hefði annað verið, hlaut mönnum að vera ánægja að stíl hans og framsetningu. Það var því varla annars að vænta en að hans yrði saknað af lesendum “Morguns”. Síð- an Einar Kvaran lézt, hefir tímarit hans verið í einskonar millibilsástandi. Eng- inn sérstakur ritstjóri er talinn að ár- gangi síðasta árs, en séra Kristinn Dan- íelsson hefir séð um útgáfuna. Lætur hann hiklaust í ljósi, að hann skoði sig sem bráðabirgðamann við það starf. Séra K. D. er orðinn gamall maður, einn hinna mörgu meðal eldri kynslóðar íslenzkra presta, sem sneru baki við gömlu guð- fræðinni frá námsárunum og gengu á hönd frj álslyndri trúmálastefnu og nýguð- fræði. Eins og vænta má, hefir hann skrifað mikið sjálfur í “Morgun”. Sýna greinar hans, að hann fylgist vel með þvi, sem gert er á sviði sálarrannsókna, og er vakandi gagnvart andlegum vandamálum samtíðarinnar. En stíllinn á ritsmíðum hans er þreytandi og frásögnin fjörlítií. Svipað má segja um ritsmíðar annars manns, sem skrifar í Morgun, Einars Loptssonar kennara, en greinar hans eru þó eftirtektaverðar og hafa sérstakt gildi fyrir þá sök, að hann hefir sjálfur all- mikla persónulega reynslu í sálrænum efn- um. Af greinum þessara manna í síðasta árgangi, eru tvær merkastar: “Sálarrann- sóknarfélag fslands tuttugu ára” eftir sér Kristinn og “Miðilshæfileikinn” eftir Einar Loptsson. Afmælisgreinin er frásögn frá hátíðahöldum, er fram fóru 19. des. 1938, en þá voru 20 ár liðin frá stofnun félagsins. Þar gerði þáverandi forseti þess, séra Kristinn, grein fyrir störfum þessa tímabils, bar takmark það sem félagið hafði sett sér í byrj- un, saman við það sem fram- kvæmt hefir verið. Verður ekki annað sagt, en að þrátt fyrir ýmsa örðugleika, hafi miðað á- fram. Fyrirlestrar hafa verið haldnir á fundum, og utan þeirra, jafnvel víðsvegar um land; Morgunn verið gefinn út í 19 árgöngum, bókasafn myndað, sambandsfundir haldnir, o. s. frv. Tvent er það, sem minst er á í afmælisgreininni, er gefur til kynna álit íslenzkra menta* manna á starfi sálarrannsókna- félagsins. Hið fyrra er það, að þangað til félagið er þess megn- ugt að byggja yfir sig sjálft, hefir því verið trygt húsnæði í hinni nýju háskólabyggingu. — Hið síðara er kveðjuskeyti, sem afmælissa.mkomunni barsit frá skagfirskum prestum. Það var svohljóðandi: “Hjartans þökk fyrir tuttugu ára heillaríkt starf í þjónustu sannleikans, minnumst í dag með lotningu og aðdáun látinna foringja í starfi yðar, Einars Kvaran og Haralds Níelssonar. Áfram í þeirra anda og kærleika Krists.” Skeyti þetta er ekki merki- legt, sökum þess að það er frá skagfirskum prestum, heldur sökum þess, að það hefði getað verið frá prestum yfirleitt í hvaða prófastsdæmi sem væri. Þesi árgangur “Morguns” ber þess líka vitni að öðru leyti, að kirkjan og spiritistar eru sam- herjar en ekki andstæðingar á íslandi. Þar er stólræða eftir séra Pétur Magnússcn í Valla- nesi. Séra Pétur er sonur séra Magnúsar Bl. Jónssonar, sem eitt sinn var prestur í Vallanesi. Hann hefir lokið guðfræðisprófi fyrir all-mörgum árum, en stundaði síðan bankastörf í Reykjavík. En hinn 24. sept. í haust tók hann prestvígslu af biskupi íslands. Við það tæki- færi hélt hann ræðu þá, sem nú er komin út í “'Morgni”. Bæði séra Pétur og biskupinn verða fyrir hörðum árásum í ‘Bjarma’. Það er blað afturhaldsins í trú- málum, og hefir hríðversnað, síðan Sigurbjörn Á. Gíslason hætti ritstjórn. Bregður blaðið bæði biskupi og presti um “tak- markalaust blygðunarleysi” og “ósvífni”. Ástæðan fyrir árás^ inni mun vera sú, að séra Pétur er ákveðinn spiritisti og í öðru lagi að hann andmælir friðþæg- ingarkenningunni. — Ræðan er ágætlega samin, og auðfundið, að höfundur hennar er hugsandi maður, sem ekki hikar við að láta í Ijósi skoðanir sínar. Það er heill íslenzku þjóðirkjunnar, að slíkar ræður skuli óhikað vera fluttar á vígsludegi í sjálfri dómkirkjunni, að biskupi lands- ins viðstöddum og óátalið af honum. Séra Jón Auðuns í Hafnar- firði, sem er tekinn við forseta- störfum í sálarrannsóknarfélag- inu af séra Kristni, birtir erindi um séra Harald Níelsson. Er það sjötíu ára minning. Séra Jón er maður vel ritfær og finst mér þessi grein um próf. Harald þó stórum mun betri við seinni lestur en hinn fyrri. Sérstak- lega þykir mér vænt um, hve rækilega séra Jón leggur áherslu á það, að einmitt sálarrannsókn- irnar hafi orðið til þess að hjálpa þessum gagnrýnandi og skarpt hugsandi guðfræðingi til að gera sér grein fyrir sannindum, sem hann var tekinn að efast um, en hlutu að ráða úrslitum um lífs- starf hans. Enginn, sem þekti séra Harald vel persónulega, mun vera í vafa um það, að án sálarrannsóknanna hefði hann allan seinni hluta æfi sinnar verið tapaður kirkjunni. Og þó ekki væri annað, er það nægileg ástæða til þess, að öll hin ís- lenzka þjóð stendur í þakklæt- isskuld við spiritismann, og þó sérstaklega kirkjulega sinnaðir menn. Af öðrum eftirtektaverðum greinum má nefna “Á landamær- unum” eftir séra Jón Auðuns, “Miðlar, sem mála,” eftir sama höfund, “Vinátta varir eftir dauðann,” (þýtt af K. D.), og þó sérstaklega “Skygnilýsing í síma” eftir Solveigu Jónsdóttur. Sú grein er örstutt, en gefur efni til langrar umhugsunar. — Það væri gaman að fá meira á prenti um slíka atburði, dul- rænnar tegundar, vel vottfesta. “Morgunn” flytur þá fregn, að kona ein í Selkirk, Manitoba, hafi gefið kr. 57,50 í hússjóð fé- lagsins. Um þetta segir forset- inn, séra Jón Auðuns: “Þessi vinsamlega gjöf er einn vottur — af mörgum — þess, hve land- ar vorir í Vesturheimi fylgja vel- ferðarmálunum á gamla landinu af hlýjum hug.” Fleira er í ritinu, vel læsilegt, þótt ekki sé þess getið hér. Eitt ljóð er þar eftir Jakob Jóh. Smára. — Þetta kvæði er lag- legt, en gefur annars ekki hug- mynd um það, að höfundur er óneitanlega í allra fremstu röð íslenzkra skálda. Jakob Jónsson YOUTH IN A CONFUSED WORLD An Address Delivered in the Icelandic Federated Church on Sunday February 11, 1940 by George Salverson I am about to bring forth a rather confused discourse on a subject which should be an easy one for any young person in these days—YOUTH IN A CON- FUSED WORLD. I say, it should be easy, as a subject, as long as the youth is not required to straighten out the confusion. But confront him with the task of seeking a clear path in a world where democracy and dic tatorship, religion and atheism, cynicism and sincerity, are a hopelessly scrambled sort of philsophical stew which contin- ually boils over, then the subject ceases to be an easy one. Any young person today who sets out to discover for himself what is true in religion, in soei- ety, in economics, is forced to discount the opinions of some of the world’s finest minds before he can settle on one specific thing and say: “I believe this, and I disbelieve its opposite.” The trouble is, the world ap- pears to be filled with opposites. Youth goes for advice, of neces- sity, to older and experienced men of character and success. One of these advisers will be- lieve in the religion of the Ca- tholics, with a whole-hearted sincerity impossible to doubt. And it is no use casting reflec- tions on the reasoning powers of the devout, as a large number of the world’s greatest minds ap- pear to be devout. Another of our advisers, also of undeniable fineness of character and good- ness of intention, will disbelieve utterly in anything not demon- strated in terms of science. If you can’t prove it, it’s not so. Here also we find the world’s greatest minds, who, as a group, appear to be broad-minded to a degree most heartily confusing to lesser souls who look to them for guidance. Yes, if a youth decides: “I believe in Heaven and Hell and miracles, because there is cer- tainly more to life than meets the eye and nothing else ex- plains it to me,” he must also believe that he is right where the Voltaires and Clarence Dar- rows are wrong. If he says, on the other hand: “When you are /

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.