Heimskringla - 14.02.1940, Blaðsíða 1

Heimskringla - 14.02.1940, Blaðsíða 1
The Modern Housewife Knows Quality That is Why She Selects “CANADA BREAD” “The Quality Goes in , Before the Name Goes On” Wedding Cakes Made to Order PHONE 39 017 ALWAYS ASK FOR— “Butter-Nut Bread” The Finest Loai in Canada Rich as Butter—Sweet as a Nut Made only by CANADA BREAD CO. LTD. LIV. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 14. FEBR. 1940 NÚMER 20. Landstjóri Canada látinn Lord Tweedsmuir, P.C., G.C.M.G., C.H. Hans hágöfgi, Tweedsmuir lávarður, landstjóri Candana, lézt í Montreal s. 1. sunnudágskvöld. Hann dó af heilablóðfalli, er orsakaðist af byltu, er hann varð fyrir á heimili sínu í stjórnarbyggingunni í Ottawa, þriðjudaginn, 6. febrúar. Misti hann við það meðvitund og raknaði ekki aftur við. Eftir einn uppskurð í Ottawa, var hann fluttur til Montreal og voru þar gerðir tveir uppskurðir á höfðinu. En það kom fyrir ekki. Með líkið var farið til Ottawa og verður þar jarðað í dag. Tweedsmuir lávarður var 64 ára gamall. Hann hafði verið landstjóri Canada síðan 1935. Kjörtímabili hans lauk ekki fyr en á komandi hausti. Var fram á það farið við hann af King stjórnar- formanni á þessu hausti, að hann gæfi kost á sér fyrir landstjóra annað kjörtímabil. Lét Tweedsmuir lávarður þá í ljós að heilsa sín myndi ekki leyfa það. Hann hafði um nokkur ár verið heilsuveill . Ef til vill hafa áhyggjur og störf sem á hann hlóðust með stríðinu orðið honum að nokkru ofraun og flýtt dauða hans. Lát Tweedsmuir lávarðar er harmað um alt land. Hann íierði sér meira.far um að kynnast hér landi og þjóð en nokkur fyrirrennara hans. Hann ferðaðist um landið fram og aftur og var ekki ánægður fyr en hann hafði kynst mönnum í öllum stéttum °g stöðum. Og hvernig Canada-maður hann var orðinn, lýsti sér í ræðu er hann hélt í Montreal 12. okt. 1937, en þar komst hann svo að orði um utanríkismál landsins, að Canada ætti ekki að s*kja í þeim efnum hugsjónir til neinna annara landa, hvorki brezka ríkisins né Bandaríkjanna, en leggja sjálft undirstöðurnar að velferð sinni. Að fáeinum Ontario-búum undanskildum, sá bjóðin að hér var maður með víðsýni og þekkingu, ást á landinu °g eflingu þess og borgaranna og því verður henni minning hans kær og ógleymanleg. Tweedsmuir lávarður var af skozkum ættum; faðir hans var Prestur, víðsýnn maður og frjálslyndur. Sonur hans lærði lög- fræði, en lagði jafnframt fyrir sig bókmentastarf. Hann hafði skrifað um 60 bækur, er hann var skipaður landstjóri Canada, er all víðlesnar voru og nafn hans John Buchan, höfðu gert frægt. ^aronstitilinn og hinar ábygðarmiklu stöður er hann skipaði, hlaut hann að verðleikum fyrir sína miklu bókmenta hæfileika, bví hann og fólk hans var fátækt alþýðufólk, en bókhneigt og £óðum gáfum gætt. Alúð og framkoma hans og skilningur á lífi alþýðunnar átti eflaust til þessa sem á hefir verið minst rætur að rekja. Með heimsókn tsinni norður til Gimli fyrir þremur árum, vann hann hugi íslendinga. Gerði hann og það fyrir þá með ljúfu Jeði taldi sér ánægju í, að gerast heiðursverndari (Honorary atron) Þjóðræknisfélagsins; munu fs'lendingar æ verða þess mmnugir og meta mikils. Tweedsmuir lávarð lifa Lady Tweedsmuir og þrír synir Peirra. Er einn þeirra í Canada-hernum í Evrópu, en tveir heima. 1 Canada verða allar stjórnarskrifstofur lokaðar í dag (mið- Vlkudag) vegna jarðarfarar landstjórans. jóðraeknisfélagið sendir Lady Tweedsmuir samúðar-skeyti ^er Excellency ^ke Lady Tweedsmuir, ^overnment House, Ottawa. The memory of Lord Tweeds- a^uir wil] be forever linked with that of Dufferin in minds of all Canadians of Icelandic origin. We deeply mourn the loss of our honorary patron, a great states- man, and a warm personal friend. On behalf of all Ice- landic Canadians we extend to you our deepest sympathy in your bereavement. The Icelandic National League, Gisli Johnson, secretary Dr. Rögnvaldur Pétursson (Dáinn 30. janúar 1940) Hjá þér mætast minningar, morguninn og sólarlagið. I. Signdi þig ár-roði sigri spáði ungum Islendingi. Rættist spádómur spakra goða: “Þu verður flestum fremri.” II. Byggðir þú skip betri öllum þeirra er sjóinn sigla. Byrr gafstu þeim til Bjarma-landa móti vindum og veðrum. Reistir þú musteri manna sálum fegurst foldu ofar. Völundar-smíð vits og dáða, göfgara gat hér hvergi. Gerðir þú garð göfgastan vestra íslands ódáins blómum. Fá eigi frost, frerar né hríðir blóm þau felt að foldu. Gafstu fátækum frið og vistir, allsnægtir líkám’ og anda, og göngu-móðum grið og hvíldir, öllum er garð þinn gistu. III. Brosti ár-roði anda þínum bar þig á blikandi vængjum. Kvaddi kvöld-roði konunginn mikla síðustu sigur-kveðju. P. S. Pálsson Og aðeins 15% af landinu gæti verið í hættu, en meira ekki. Ráðherran mun vera að afla stjórn sinni fylgis í Vesturheimi með ferð sinni. * * * Hitler hefir ákveðið að að- stoða Rússa í stríðinu á móti Finnum. Hann sendir flugskip og fallbyssur til Murmansk til að nota í hernum á móti Lapp- lendingum. Fyrir þetta vill hann fá kafbáta frá Rússum til að bæta sér skaðan sem hann hefir þar orðið fyrir af Bretum. Gör- ing kvað æfur og reiður út af þessu; honum hefir aldrei verið vel við samvinnuna við Moskva. En von Ribbentrop hefir ávalt sótt hana af kappi og hepnast ávalt að vinna Hitler á sitt mál. * * * Sambandsþjóðirnar vestlægu, einkum Frakkar eru þess fýsandi þessa stundina, að slíta viðskifta sambandi við Rússa. Aðal- ástæðan ligur í því, að bægja Bandaríkjunum með því frá að selja þeim hernaðarvörur, sem þær telja, að Rússar selji Hitler. Við ítalíu vita vestlægu þjóðirn- ar heldur ekki hvað gera skal. Bretar hafa selt þeim kol og tekið vopnavörur frá þeim í staðinn. Nú neita ítalir að láta vopn af hendi, en vilja greiða i peningum fyrir kolin. Telja það nauðsynlegt til þess að móðga ekki Hitler. Að viðskiftum verði einnig slitið við ítalíu, kvað ekki ómögulegt. HELZTU FRÉTTIR Roosevelt forseti tilkynti s. 1. föstudag að hann væri að senda Sumner Welles, aðstoðar-ríkis- ritara, til Evrópu til að kynna sér möguleikana til að semja frið. Hann heimsækir Bretland, Þýzkaland, Frakkland og ftalíu. Forsetinn kvað hann leggja bráðlega af stað. Hann á aðeins að kynna sér viðhorfið einslega hjá stríðsþjóðunum, en uppá- stungur hefir hann engar frá Bandaríkjunum; heldur engar skuldbindingar frá þeirra hálfu. * * * F. Y. Yang, utanríkismálaráð- herra í Chiang Kai-Sheks-stjórn- inni í Kína, var staddur í Win- nipeg fyrir nokkru. Hann sagði Kínverja mundu vinna stríðið að einu eða hálf öðru ári liðnu. Það væri um engan frið að ræða miili Rússa og Japana og yrði aldrei; þeir flygjust á um Manchúríu að eilífu og mundu nú þegar vera í stríði út af henni, ef Japan treysti sér á móti Rússum. i Japan sagði hann ókyrð, stöðug stjórnarskifti, lokun viðskifta- húsa og erjur milli fjármála- manna og stjórnarinnar. Hann kvað Kínastjórn gera nálega sömu viðskifti við önnur lönd og áður. Eftir tveggja og hálfs árs stríð, væri ekki nema einn tíundi hluti Kína i höndum Jap- ana. Alls væri landið fjögur miljón fermílur að flatarmáli. Rússar hafa undanfarnar tvær vikur gert óheyrilegar árásir á Mannerheim-varnarvirki Finna. Hafa þeir annað veifið komist nær virkjunum, en hafa við það orðið fyrir miklu tapi á mönnum og vopnum. Einn daginn féllu af þeim 500 manns þar. Ein fréttin hermdi, að þeir hefðu tapað 70 skriðdrekum (tanks). Af Finnum hafa einnig nokkrtf fallið og særst í þeim áhlaupum, en þeir halda sínu enn að öllu leyti fyrir Rússum. * * * Helztu fréttir af stríðinu á vígstöðvum Frakklands og Norð- ursjónum, eru undanfarnar tvær vikur þær, að Bretar skutu niður þrjú flugför fyrir Þjóðverjum við austurströnd Skotlands og Englands fyrir helgina. Enn- fremur var í byrjun þessarar viku birt fregn um að þeir hafi sökt eða náð 9 neðansjávarbát- um frá Þjóðverjum við Scapa Flow. Skip þessi voru að reyna að framkvæma sama hreysti- verkið og Gunther Prien, er sökti á höfninni herskipinu Royal Oak. Bretar hafa leyft þeim að komas inn á höfnina, en hafa þá komið þeim öllum svo fyrir kattarnef, að Þjóð- verjar hafa engar fréttir af því. Þessvegna hefir þessi tilraun þeirra verið svo oft endurtekin þeim til ógæfu. ÞAKKARÁVARP Fyrir hina miklu samúð og vináttu, sem okkur var sýnd við andlát og jarðarför eiginmanns míns, Rögnvalds Péturssonar, votta eg hér með, ásamt börnunum, okkar innilegasta þakklæti. Sú al- menna hluttekning var okkur styrkur' í hinni þungu sorg. Hólmfríður Pétursson Thorvaldur Pétursson Margrét Pétursson ólafur Pétursson Pétur J. Pétursson —45 Home St., Winnipeg. f Tímanum, dagsettum 16. janúar, er til Winnipeg barst í gær, er fregnin af láti þjóðskáldsins Einars Benediktssonar birt. Hann lézt 12. janúar 1940, að heimili sínu, Herdísarvík. Bana- mein hans var heilablóðfall. Einar átti 75 ára afmæli á síðast liðnu hausti. f bréfi að heiman til Ólafs Péturssonar fasteignasala, í Win- nipeg er þess ennfremur getið að ákveðið hafi verið að jarða þjóðskáldið á Þingvelli í hinum nývígða grafreit, er þar hefir verið gerður, og jarðaðir munu verða í þjóðskörungar íslands. Þjóðskáldið Einar Benediktsson er sá fyrsti, er þar er jarð- aður. Æfiatriði skáldsins, er ritað hefir Jónas Jónsson alþm., og sem birt eru í Tímanum, verða birt í næsta blaði. Einar Benediktsson látinn

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.