Heimskringla - 14.02.1940, Blaðsíða 6

Heimskringla - 14.02.1940, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEiMSKRINGLA WINNIPEG, 14. FEBR. 1940 SVO ERU LOG, SEM HAFA TOG Er þjónustu stúlkan, sem hafði varpað til höfðinu reiðilega var farin, skálmaði gestur- inn þunglamalega inn í herbergið og stansaði á miðju gólfinu, og horfði fyrst á annað þeirra og svo á hitt, með brosi, sem var alt annað en blíðlegt. Hann hafði ekki fyrir því að taka ofan barðahattinn, sem hann hallaði aftur á hnakkann. Af þessu eina merki hefði mátt þekkja Cassidy sem hafði Maríu Turner í vörsl- um sínum, þegar hún heimsótti skrifstofu Ed- wards Gilders fyrir fjórum árum síðan, þótt maðurinn hefði fitnað nokkuð síðan, og rauða andlitið hans væri ennþá ruddalegra en fyr. “Hello Joe!” sagði hann kunnuglega. “Hello Aggie!” Gráu augun í skjalafalsaranum herpt- ust saman er hann þekti gestinn, sem svona kom óboðinn, en línurnar kringum hörkulega munninn hans urðu ennþá hörkulegri. “Jæja,” sagði hann með tónlausri rödd. “Bara svolítil kunningja heimsókn,” sagði Cassídy með sinni hvínandi röddu. Hvar er frúin í húsinu?” “Úti,” það var Aggie, sem svaraði og ekki mjög blíðlega. “Jæja, Joe,” hélt Cassidy áfram án þess að hirða frekara um stúlkuna, “þegar hún kemur heim, þá segðu henni bara að það sé bezt fyrir hana að forða sér og forða sér fljótt.” “En Aggie ætlaði alls ekki að láta gleyma sér. Nú talaði hún með sárri nepju í rómnum, sem gat verið ef hún vildi, fádæmislega lágur og mjúkur. “Heyrðu!” sagði hún grimdarlega. “Þú getur ekki hrætt okkur. Þú hefir engar sakir á okkur að bera, sjáðu til?” Til þess að svara þessu leit Cassidy lengi á stúlkuna og það var innileg kátína í rómnum þegar hann svaraði. “Engar sakir á móti þér? Ja, héma. Lát- um okkur nú sjá.” Hann horfði glottandi á Joe. “Þú ert Joe Garson, falsarinn.” Er leyni- lögreglumaðurinn talaði, tók hann upp vasabók, fann blaðsíðuna, sem hann leitaði að og las: “Tekinn fastur í fyrsta sinn 1891, fyrir að falsa nafn Edward Goodsellsi og ræna hann þannig tíu þúsund dölum. Aftur tekinn afstur í júní 1892 fyrir skjalafölsun. Tekinn fas^ur í apríl 1898 fyrir að falsa nafn Oscars Hemmenways á hlutabréfum sem voru öll fölsuð. Tekinn fastu rog ákærður fryir að standa fyrir Reilly bófafélaginu 1903. Tekinn fastur 1908 fyrir fölsun.” Maðurinn sem hlustaði á þennan upplestur, skifti hvorki um svip né hreyfði sig neitt. Þegar lestrinum var lokið og lögregluþjónninn hafði sett upp sigurhróssglottið, sagði Garson rólega: “En þú hefir enga skýrslu um, að eg hafi verið fundinn sekur. Eða hvað?” Glottið hvarf og lögregluþjónninn fitjaði upp á nefið. “Nei,” sagði hann heiftúðlega. “En við höfum réttar ákærur á hendur þér, Joe Gar- son,” hann sneri sér hvatskeytslega að stúlk- unni, sem hafði sett upp sinn venjulega alvöru- gefna sakleysissvip, en loðnu brýrnar hertnar voru heldur lægri en venjulega, vegna innri geðshræringar, sem ekki sást á öðru en þessu. “Og þú Aggie litla Lynch,” sagði Cassidy og stakk vasabókinni á áig. “Þú læst nú vera frænka Maríu Turner. Þú varst tvö ár í fang- elsi fyrir fjárkúgun. Þú varst tekin föst í Buffalo, dæmd og sett í fangelsi. Ekkert á móti þér. Ekki nema það þó.” Og hann hló sigri hrósandi. Aggie lét sér hvergi bregða þótt hún heyrði þessi ófögru atriði sinnar liðnu æfi. Það brá bara fyrir hálfgerðum vantrúar og furðusvip og gleðibjarma í galopnu bláu augunum hennar og til áherslu brosti hún. “Hvað þú,” og nú var feimnisblær á rödd hennar. “Hamingjan góðasta. Það lítur út fyrir að þú hafir verið að vinna.” Þessi hæðni fór alveg fram hjá hinum til- finningasljóa lögreglumanni. Hann hélt áfram að tala með auðsæilegri óánægju um vídd og breidd þekkingar sinnar. “Foringi þessa óaldarflokks ykkar er Maria Turner. Tekin föst fyrir fjórum árum síðan fyrir að ræna Emporium búðina, fékk þriggja ára fangelsi.” “Er það alt, sem þú hefir út á hana að setja,” spurði Garson svo hvatlega, að Cassidy gleymdi snöggvast virðingu sinni, og svaraði með upplyftum augum játandi. Falsarinn hélt áfram að tala og bar ört á, og nú var undirstraumur geðshræringar í rödd hans. “Þú hefir ekkert í skýrslu þinni um að hún kom út úr fangelsinu algerlega vinum horfin og reyndi að vinna fyrir sér með heiðarlegu móti? Þú hefir ekkert í þessari fallegu litlu vasabók þinni um það, að hún fór að vinna í saumabúð, þar sem hún loksins fékk vinnu, og þið fóruð þangað og sögðuð þeim hvaðan hún kom?” “Auðvitað sáum við til þess að hún var rekin,” sagði Cassidy alveg ósnortinn. Og hann bætti við mjög uppblásinn yfir hinni miklu þýðingu sinni: “Við verðum að vernda borg- ina.” “Hefir þú nokkuð í þessari minnisbók þinni um að hún fékk annarstaðar vinnu, og þið snuðruðuð hana uppi og létuð reka hana. Hefir þú einnig í bókinni fréttina um það, þeg- ar þið fenguð Gilder til að skrifa, svo að hann gæti látið reka hana með áhrifum sínum?” “Ó við höfðum rétta sök á hendur henni í fyrsta skiftið,” sagði Cassidy ánægjulega. Gremjan í sál Garsons braust fram í orðum hans, er hann svaraði: “Nei, það höfðuð þið ekki. Hún var dæmd fyrir afbrot, sem hún aldrei framdi. Hún fór saklaus í fangelsið og kom saklaus og heiðarleg út úr því.” Leynilögreglumaðurinn lét það eftir sér að hlægja háðslega. “Og þessvegna er hún hér með hóp af bófum.” Garson tók þessu sanngjarnlega. “Hvar ætti hún að vera annarsstaðar ?” spurði hann ofsalega. “Þú hefir ekkert um það í bókinni þinni, að eg stökk út í fljótið á eftir henni?” Rödd falsarans varð djúp af niðurbældri tilfinning, og hver sem hefði horft á hann, eða hlustað á hann, hefði getað giskað á hvaða tilfinningar hann bar til stúlkunnar, sem hann var að tal aum. “Eg fann hana þar — stúlku sem aldrei hafði gert neinum neitt ilt; hún var að deyja úr hungri vegna þess, að lög- reglan vildi ekki gefa henni neitt tækifæri. Hún henti sér í fljótið vegna þess, að hún vildi ekki ^aka einu leiðina, sem bauðst henni til að lifa. Hún vildi vera heiðarleg. . . Hefirðu það í bók- inni þinni?” Csssidy, sem hafði hlustað ygldur á svip á þessa röksemdafærslu, hló nú háðslega. “Húh,” sagði hann fyrirlitlega. “Eg býst við að þú sért í góðum kunningsskap við hana, hvað ?” Við þessi ummæli breyttist svipur Garsons á svipstundu. Hingað til hafði hann verið æstur og andlit hans borið vott um það, sterkur og óheillavænlegur, með augu eins skær og miskunnarlaus og villudýr. En nú gerbreyttist hann án minsta fyrirvara. Líkami hans varð stæltur eins og stál; eftir að hann hafði gengið eitt skref áfram með leiftur hraða, andlit hans varð öskugrátt. Augu hans loguðu af hatri því, sem bjó í hjarta mannsins. Hann var per- sónugerð ofsa reiði. Er hann talaði var röddin hálf kæfð og hvíslandi, en samt hærri en pokk- urt óp. “Hættu þessu!” Báðir mennirnir horfðust í augu. Cas- sidy barðist með öllu sínu drambi að standast ofsa hins, sem var bjóðandi og tryllingslegur. “Hvað þá?” spurði hann ofsalega, en rödd hans var veikari en að venju. “Eg á við þetta,” svaraði Garson og það var banvæn ógnun í rómnum, sem var áhrifa- mikil. “Eg á við þetta, að þú skulir hætta þessu. Nú og altaf! Það er lýgi! Röddin var hávær. Hún smaug hærra en nokkurt óp. “Það er lýgi. . . . Skilurðu mig?” Nú varð nokkur þögn og þá leit lögreglu- maðurinn undan. Það var Aggie sem gekk á milli með því að segja. “Hann hefir sigrað þig,” sagði hún hreyk' in. “Oi, oi! Hann hefir sigrað þig!” “Þú hefðir orðið mikill maður, Joe, hefðu skapsmunirnir þínir ekki verið eins og þeir eru. Þeir hafa leitt þig í vandræði einu sinni eða tvisvar, og einhverntíma ráða þeir þér að fullu.” Garson náði sér og svolítill roði hljóp fram í vanga hans. “Eg um það,” svaraði hann dauflega. “Hvað sem það snertir,” sagði lögreglu- maðurinn, sem nú hafði náð sér, er augu hans litu af manninum, sem hafi brent sál hans með augnatilliti sínu, “þá verðið þið að fara burtu öll sömun og það fljótt.” Aggie sem í raun og veru fanst að hún væri orðin út undan hvað athyglina snerti gekk nú áfram þangað til andlit hennar var fast við andlit lögreglumannsins. “Þú getur ekki hrætt okkur svo mikið sem eyris virði,” sagði hún með nomalegri illsku. “Þú getur ekkert gert okkur. Við höfum ekki brotið nein lög.” Hláturinn gaus nú fram úr henni og varir hennar brostu glaðlega er hún bætti við: “Þó að við höfum kannske teygt þau svolítið.” Cassidy ygldi sig fokvondur yfir slíkri ó- svífni frá tugthúslim. “Það gerir ekkert til hvað þið hafið gert,” urraði hann. “Hamingjan sæla,” bætti hann við þungur á brúnina. “En þá fer nú skörin að færast upp í bekkinn, þegar hópur af bófum fer að halda fram réttindum sínum. Það er hlægilegt. Það er það!” “Hræða þá!” hrópaði Aggie ósvífnislega og gretti sig framan í yfirvaldið. “Ha, ha, ha,!” “Jæja, eg hefi varað ykkur við,” svaraði Cassidy dálítið vandræðalega. “Þið ráðið hvort þið fylgið því, það er alt og sumt. Ef þið gerið það ekki heimsækir eitthvert ykkar eitt- hvert fólk langt fyrir utan bæinn, og það verður líklegast María. Munið eftir að eg hefi gert mitt til að aðvara ykkur.” Aggie setti nú upp frúarsvipinn og gerði hann eins öfgafullan og hún gat. “Komdu aftur, litli karl,” sagði hún og gerði sér tæpitungu. “Mér þótti svo vænt um að þú leist inn.” En Cassidy virtist ekkert hirða um hé- gómann í henni; hann sneri sér við og þramnr aði út úr stofunni og svaraði engu þessari nettu kveðju hennar. En þegar Aggie heyrði að útidyrahurðin lokaðist á eftir löreglumanninum, breyttist svipur hennar, hann varð illúðlegur, loðnu brýrnar drógust svo langt niður að fríðleiki hennar hvarf næstum alveg. “Þessi leynilögregluþjóns-hrosshaus, með átján þumlunga flibba og sex og hálfs þuml- ungs hatt! Hann er ekki hæddur að reyna að hræða okkur!” En það var auðséð að Garson leit öðruvísi á málið. Hann var áhyggjufullur á svipinn er hann starði út um gluggann. “Hann var kanske ekki að reyna að hræða okkur, Aggie,” sagði hann. “Nú, hvað höfum við svo sem gert, það þætti mér gaman að vita?” sagði stúlkan kot- roskin. Hún tók vindling og eldspýtu af smá- borði við hliðina á sér og teygði fæturnar þægi- lega, þótt eigi væri það mjög kvenlegt, yfir á næsta stól. Garson svaraði með þreytusvip, sem var honum ólíkur. “Það er ekki það sem maður hefir gert,” sagði hann rólega. “Heldur hvað þeir koma kviðdóminum til að halda að maður hafi gert, Og þegar þeir fara af stað til að klekkja á manni. Hamingjan góða, það er ekkert það til, sem þeim dettur ekki í hug að Ijúga á mann. Ef þeir fara að reyna að ná Maríu-------” Hann lauk ekki við setninguna, en hneig niður í stól og stundi næstum því eins og hann væri yfir- kominn af örvæntingu. Stúlkan svaraði með kæringarlausum hlátri. “Joe,” sagði hún glaðlega, “þú ert lítill stórfalsari, en María hefir gáfurnar. Svei mér ef eg fer ekki eins langt með henni og hún vill fara. Hún er mentuð. Hún er ekki eins og þú og eg, Joe. Hún talar eins og hefðarkpna, og það sem er fjandans mikið örðugra, breytir eins og hefðarkona. Eg ætti að vita það. Vektu mig og spurðu mig að því hvenær sem er — bara spurðu mig um það, það er alt og sumt. Hún hefir verið að reyna að gera stássmeyju úr mér!” Kátínan í stúlkunni gladdi manninn sem snöggvast, og hann gleymdi hinum döpru hugs- unum sínum, og hann sneri sér við til að líta á hana með háðslegum svip. “Það þýðir víst mikið!” sagði hann þur- lega. “Ó, eg er ekki sem verst. Taktu bara eftir. Hin fjöruga stúlka stökk upp, fleygði vindl- ingnum, lagaði ímyndaðan klíða á kjólnum sínum og talaði settlega á svo eðlilegan hátt, að það var miklu náttúrlegra en þegar hún var að kveðja Cassidy. Röddin, látbragðið og hreyfingarnar sýndu að minsta kosti ágæta eftirstælingu. “Komið þér sælar, Mrs. Jones. Það var svo vingjarnlegt af yður að líta inn. Kæra Miss Smith,xþetta er sannarlega ánægjulegt.” Hún settist nú aftur mjög siðlátlega, hreyfði hendurnar yfir smáborðinu eftir því sem hún talaði. “Einn mola eða tvo? Já, eg elska bridge. Nei, eg spila það ekki,” bætti hún við, kjánalega, “en það er það sama eg bara elska það.” Með þessari heimskulegu endingu hag- ræddi Aggie fótum sínum eins og heniii þókn- aðist og lagði þá upp á stólinn á móti. “Svona lét hún mig tala,” sagði hún með grófari rödd, “og þú mátt trúa mér, Joe, þetta er næstum því að drepa mig. En þrátt fyrir það,” flýtti hún sér að bæta við og varð nú brátt alvarleg aftur, “þá fylgi eg Maríu og það vel! Þú skalt gera það líka, og þú munt verða skrýddur gim- steinum. En það minnir mig á annað. Eg vildi að hún léti mig bera mína, en það vill hún ekki. Hún segir að það sé ruddalegt fyrir sak- lausa sveitastúlku eins og hana Agnes frænku sína. Er það ekki ágætt ? Hvernig getur nokk- uð verið ruddalegt, sem er hundrað og fimtíu karat?” IX. Kap. — Löglegt skjal. María Tumer eyddi minna en klukkutíma við þetta leyndardómsfulla stefnumót, sem hún og Dick Gilder höfðu sammælst um. Eftir að hafa hvatt unga manninn, fór hún einsömul niður Breiðastræti og þaðan til skrifstofu Sigis- mund Harris. Á einu götuhominu veitti hún athygli mjög aumingjalegri stúlku, sem lagði leið sína inn í hliðarstræti eitt. Nánari athug- un leiddi það í ljós, að skorturinn, sem andlit hennar bar vott um, var staðfestur af tötrun- um, sem hún bar. María kendi strax í brjósti um stúlkuna, en ennfremur vegna þess, að þessi unglings aumingi virtist vera á aldur við hana sjálfa, þegar hinar miklu raunir lífs hennar bárust henni að höndum. Hún sneri því við og náði brátt stúlkunni og tók að spyrja hana. Það var þessi venjulega saga, faðir hennar var atvinnulaus, móðirin veik og hópur hungr- aðra barna. Hálf sundurlaus orð leiddu það í Ijós, að stúlkan væri að heyja lokabaráttuna að halda sér heiðarlegri þótt hún væri að líða hung- ur. Að hún barðist fyrir slíkri hugsjón gegn slíku.ofurefli, sýndi manndóminn, sem hún átti yfir að búa, að hún var heilbrigð þrátt fyrir ömurlegt umhverfi. María komst mjög við í hjarta sínu og huggunarorð hennar voru mælt af hinni hreinskilnislegu einfeldni, sem færði nýtt líf í þetta olnbogabarn tilverunnar. Hún lofaðist til að sjá um að faðir hennar fengi vinnu og sjá um að móðirin og börnin fengju aðhjúkrun, og að stúlkan sjálfs fengi starf við hennar hæfi. Til þess að sanna henni þetta tók 'hún upp minnisbók sína og ritaði niður heimilisfang stúlkunnar og gaf henni fé til að bæta úr brýnustu þörfum hennar. Svo sneri hún til baka og hélt niður Breiða- stræti. Og nú lá miklu betur á Maríu og var henni hlýtt um hjartaræturnar. Það voru laun- in fyrir góðverkið, sem hún hafði gert. Hún þurfti líka slíka andans uppörfun þennan morg- ! un, því að samvizka hennar, þrátt fyrir öli afbrotin, var ennþá lifandi í brjósti hennar og barðist gegn henni. Á uppreisn sinni gegn heim- inum, sem svo svívirðilega hafði pínt hana með hinum verstu þjáningum, hafði María Turner haldið að henni veittist auðvelt að varpa fyrir borð því siðalögmáli, sem henni hafði verið kent í æsku með svo mikilli umhyggju. Hún hafði haldið að ákveðin afbrotastefna innan takmarka hegningarlaganna, mundi veita henni huggun, er hún gæti þannig svalað hefndar- j þorsta sínum að svo litlu leyti, fyrir það, sem 'hún hafði saklaus orðið að þola. En eftir því sem dagarnir liðu, haganlegir dagar hvað snerti féglæfra hennar, þá fann þessi bráðgáfaða kona, sem hafði haldið að hún væri samvizkulaus eins langt eins og lögin leyfðu henni að fara, að inst í sál hennar ríkti einhver óánægja yfir lögbrotunum innan vé- banda laganna. Réttlætis meðvitundin, sem var samgróin vitund hennar, var særð yfir sig- urvinningunum, unnum með vopnum slægðar- innar, þótt hún beitti viljaþreki sínu að bæla niður þessa andlegu uppreisn síns innra manns. Auk þess sótti að henni önnur raun, og lá hún dýpra í eðli hennar og sveið sárara. Það var þrátin eftir samúð og ást. Hún var heil- brigð kona, þótt hún hefði gáfur, sem hæft hefðu karlmanni, hvað dirfsku og framsókn snerti. Hún átti hjarta, sem þráði hina marg- víslegu hluttekningu, sem konan á rétt á. Hún hafði hjarta, sem þráði ást, til að gefa og þiggja hana í fullum mæli. Og líf hennar var snautt af þessu. Síðan faðir hennar lézt, átti hún engan til að gefa af hinni miklu gnægð ást- ríkis síns. Þann tíma sem hún hafði unnið í búðinni, höguðu k'ringumstæðurnar því svo að hún var útilokuð frá öllum innilegum vináttu böndum. Og ekki þarf að lýsa því hversu slíkt samfélag var ómögulegt í fangelsinu. Síðan hafði þetta ekki breyst að neinum mun þótt fjárhagurinn batnaði. Hún bar sterka og var- anlega þakklætistilfinningu til Garsons, sem hafði bjargað lífi hennar — en það kom ekkert ást við. Hún hafði ekki náinn kunningsskap við neina aðra, nema að litlu leyti við Aggie Lynch, en æfintýrastúlkan gat á engan hátt unnið til sannrar vináttu hennar. Það var nógu gaman að henni, og hún var að öllu leyti fremur viðkunnanleg. En hún var þegar á alt var litið mjög grimmúðug, án nokkurrar siðferðistil- finningar af neinu tagi, nema að þessu leyti, að hún bar órjúfandi trygð til “félaga” sinna og María bar sérstakan hlýhug til hennar sem fyrstu konunnar, sem hafði sýnt henni vináttu á nokkurn hátt, en auk þess þótti henni ekkert vænt um hana. En samt væri það ekki rétt að segja það, að María Turner væri í engum þeim kunnings- skap, sem hjarta hennar hefði ekki getað orðið snortið af. Upp á síðkastið hafði hún umgeng- ist mikið ungan mann, sem hafði ágætis stöðu í heiminum, hann var af góðum foreldrum kom- inn, vel mentaður, prýðilegur í framkomu og auk þess andlega heilbrigður og þægilegur, langt farm yfir flesta í hans stétt. Þessi mað* ur var Dick Gilder, og síðan hún kyntist hon- um, hafði María fundið til enn meiri andstygð- ar á tilfinningum þeim, sem höfðu hana á valdi sínu og hún hafði að endingu kosið að fylgja og glæða eins vel og henni var unt.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.