Heimskringla - 06.03.1940, Síða 8

Heimskringla - 06.03.1940, Síða 8
8. SíÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 6. MAEZ, 1940 FJÆR OG NÆR MESSUR í ÍSLENZKU SAMBANDSKIRKJUNUM Messur í Winnipeg Umræðuefni prestsins við guðs])jónusturnar í Sambands- kírkjunni n. k. sunnudag, verða kl. 11 f. h.: “Religion in Prac- tice” og kl. 7 e. h.: “Hvað virð- ist yður um Krist?” Sunnudagaskólinn kemur sam- an kl. 12.15. * * * * Messað verður í Sambands- kirkjunni í Árnesi s.d. 10. marz n. k. kl. 2 e. h. * * • Séra G. Árnason messar 10. marz á Lundar. * * # Gísli Hallsson og Guðrun kona hans, Oak View, Man., urðu fyr- ir jœirri SOrg að missa elzta soi: sinn, Stefán Pétur að nafni, 17 ára gamlan. Hann dó á sjúkra- húsi í Winnipeg og var jarð- sunginn 28. febrúar norður við Oak View af séra Guðm. Árna syni. * * * Hjálmur Þorsteinsson skáld, Gimli. Man., lézt 29. febrúar á sjúkrahúsinu á Gimlí. Hann var jarðsunginn í gær af séra Guðrn. Árnasyni. * * * Andlátsfregn Frú Ingibjörgu Líndal í Saska- toon, barst símskeyti frá ís- landi þ. 27. febr., að faðir henn- ar, héraðshöfðinginn Hjörtur Líndal hreppstjóri á Efra Nupi í Miðfirði í Húnavatnssysiu hefði látist 26. febr. s. 1. Hjörtur Líndal hefir búið é Efra Núpi síðan 1883 og vetið hreppstjóri Fremri Torfustaða hrepps frá 1880 til dánardæg- urs, nær því í full 60 ár. Munu því vera miklar líkur til að hann hafi skipað hreppstjóra stöðu allra mann lengst á íslandi, þess utan var hann tugi ára sýslu- nefndarmaður Fremi /Torfu- staða hrepps auk margra annara trúnaðarstarfa í héraði. Hjörtur Líndal var fæddur 26. jan. 1854. Þessa glæsilega sveitarhöfðingju verður sennilega síðar minst. A. P. J. * * * Heimskringlu hefir verið sent gott landabréf af Finnlandi, sem hún er beðin að selja. Landa- bréfið köstar 25c og fara þau í sjóð nefndarinnar, er hér starf- ar að fjársöfnun fyrir Finnland. J. J. Swanson frambjóðandi C. C. F. flokksins í Winnipeg South Centre heldur útvarpsræðu á fimtudagskveld 7. marz, 10.45 e. h. CKY. fslend- ingum boðið að hlusta á. Prentvilla varð í nokkrum ein tokum af blaðinu s. I. viku í kvæði Kristjáns Pálssonar til Dr. R. Péturssonar, er leiðreti- ist hér með; það var í upphat: annarar vísu; þar stendur: “Vm ir vors og Þóða”, en átti að vera: Vini vors og ljóða vinir þakkir færa o. s. frv. Þe4r er eintök þessi lentu hjá, eru beðnir að athuga þetta. * * * Dr. Ingimundson verður stadd- ur í Riverton þann 12. þ. m. * * * fvar Jónasson dáinn Hann var fæddur á Skjálg ’ Kolbeinshrepp í Mýrasýslu á is landi 31. júlí 1859. Foreldrar hans voru Jónas Jónasson og Guðrún kona hans er síðar flutt i að Kolbeinsstöðum. Um 30. ára aldur fluttist ívar vestur unr haf, og settist að hér í Winnipeg, og átti hér heima næstu 25 ár, eða fram að árinu 1914. Á þess- um árum stundaði hann Tjald- gerðaiðn og skósmíði. Árið 1914 fluttist hann til Langruth, Man.. og þar var hann til heimilis, unz hann gerðist vistmaður á Elii- heimilinu Betel að Gimli, fyrir nær fjórum árum síðan. ívar heitinn var giftur þrem sinnum og lifði allar konur sín- ar. Sú fyrsta þeirra var Magnea Pétursson. Við henni átti hann tvö börn, einnig bæði dáin Dótt- ir af þessu hjónabandi dó í heimsókn til íslands árið 1922, og sonur, Pétur að nafni, (heim- kominn hermaður) lézt 1928. — Ekkja hans og þrjú börn þeirra, sonarbörn ívars heitins, eru nú í Montreal. önnur kona ívars var Þor- björg Sigurbjörnsdóttir, við henni átti hann eina dóttir,| Guðrúnu, sem gift er Freeman | Thórðarson að Langruth, Man. Eiga þau hjón einnig þrjú bórn, \ svo að samtals eru barnabörnj ívars sex. Þriðja kona ívars var Þor-| björg Samson. Varð þeim ekki barna auðið. Z-r-í . • « **_£5 Se// your produce by TELEPHONE You’ll find it pays to-.keep in touch with the market daily.... A telephone can save many trips to town—first call the market and see if the price is right - then deliver the goods. p Do Uot Be Without a Telephone Saddur lífdaga, og þreyttur safnaðist ívar til feðra sinna sunnudaginn 25. febr. s. 1. og fór útfararathöfnin fram frá út- fararstofu Bardals miðvikudag- inn þann 28. s. m. Séra Vaiai- mar J. Eylands jarðsöng, að dótturinni og tengdasyni og margra gamallra vina viðstödd- um. ívar var ákveðinn í skoðunum. Trúr vinur vina sinna, guð- hræddur og góður drengur. — Blessuð sé minning hans í hjört- um ættingjanna og vinanna. Einn af hans gömlu vinum. * * * Messur í Gimli lúterska prestakalli sd. 10. marz: Betel, morgunmessa. Gimli, ensk messa kl. 7 e. h. Sunnudagaskóli Gimli safn- aðar kl. 1.30 e. h. Fermingarbörn á Gimli mæta föstud. 8. marz kl. 3 e. h. á heimili Mr. og Mrs. Helgi G. Helgason. B. A. Bjarnason * * * Séra Carl J. Olson flytur guðsþjónustur næsta sunnudag, 10. marz sem fylgir: Foam Lake, kl. 3 e. h. Leslie, kl. 7 e. h. (M.S.T.) * * * Baldursbrá Nú fást keyptir 3 árgangar af barnablaðinu Baldursbrá fyrir $1.00, sent póstfrítt. Það eru til 6 árgangar og eru 3 þeir fyrri innheftir. Ætti fólk að nota þetta tækifæri á meðan upplagið endist. Pantanir sendist til: B. E. Johnson, 1016 Dominion St., Winnipeg * * ♦ Viking Press hefir til sölu 3 eintök af “Kertaljósum”, kvæð- um Jakobínu Johnson * * * Mre. J. B. Skaptason biður Heimskringlu að geta þess, að hún taki á móti áskriftagjöldum fyrir ritið “Hlín” er fröken Hall- dóra Bjarnadóttir gefur út. Verð ritsins er 35c. Heimilisfang Mrs. J. B. Skaptason er 378 Maryland St., Winnipeg. * * * íslendingar! Þér sem eruð bókamenn og bókavinir! Munið eftir því, að þér aukið þægindi yðar, og prýðið alt í kring um yður, með því, að láta binda og gylla bækur yðar. Þá þurfið þér ekki annað, en að renna augunum yfir kjöl- inn á bókunum, til þess að finna bókina, sem þér þurfið á að halda. Sendið því bækur yðar, sem fyrst, í bapd eða viðgerð, til Davíðs Björnssonar að “Heimskringlu”. — Stafirnir þryktir í gull eða silfur á kjöl- inn, eftir því sem óskað er. — Miklu efni úr að velja í mörgum litum. Verkið vel af hendi leyst. * * * Jóns Sigurðssonar félagið I.O. D.E., hefir beðið “Heimskr.” að minna fólk á, sem ekki hefir enn eignast bókina “Minningarrit íslenzkra hermanna”, sem félag- ið gaf út fyrir mörgum árum síðan, að enn gefist því kostur á að eignast bókina, því fáein ein- tök eru enn eftir óseld hjá for- seta félagsins, Mrs. J. B. Skapta- son, 378 Maryland St., Winni- peg. Bókin kostaði upphaflega $10.00 í góðu bandi, en er nú færð niður í þriðjung þess verðs, auk burðargjalds. Pant- anir ætti að gera sem fyrst, þvi ólíklega endist upplagið lengi úr þessu. Jan III. Sobieski, sem var kon- ungur í Póllandi á 17. öld, fædd- ist, var krýndur, giftur — og dó á sama mánaðardegi, 17. júní. BORGIÐ HEIMSKRINGLU— því gleymd er goldin skuld HANITOBA TELEPHONE SY5TEM ÍSLENZK FRÍMERKI til sölu hjá MAGNÚSI ÁSMUNDSSYNI Túngötu 27, Siglufirði — ICELAND Þakkarávarp Þann 31. janúar s. 1. urðum við fyrir því eignatjóni að missa húsið okkar í eldi, með öllum innanhúsmunum og fatnaði og tóku sig þá til bæði skyldfólk og vinir og kunningjar okkar og söfnuðu saman og gáfu peninga sem urðu nógir til að kaupa fyrir indæla eldastó og gáfu okkur hana ásamt matvöru og nýjum og gömlum fötum. Fyrir allar þessar gjafir og innilegt vinar- þel, sem þeim fylgdi, þökkum við af hjarta og biðjum góðan guð að launa og blessa þá fjær og nær, sem þar áttu hlut að. Jóhann J. Einarson Mabel J. Einarson Hnausa, Man. EINAR BENEDIKTSSON Frh. frá 5. bls. góðvinur hans. ■ Þótti honum yfirdómarinn hafa verið hart leikinn og ekki að öllu leyti að maklegleikum. Kom hann svo sínum fortölum, að Benedikt Sveinssyni var boðið að verða sýslumaður í Þingeyjarsýsiu þjóðhátíðarárið. Tók hann því boði og flutti norður í land með börn sín nema eina dóttur, sem jafnan fylgdi móður sinni. Einar sonur þeirra var þá tíu ára. Skilnaður foreldranna og allur aðdragandi þess máls hafði verið bitur harmur fyrir þennan bráð- gáfaða dreng, sem virti föður sinn og unni móður sinni hug- ástum. Kom það löngu síðar fram í skáldskap Einars Bene- diktssonar, hve mjög hann harmaði ótímabæran missi móð- ur sinnar. Katrín Einarsdóttir dvaldi eftir burtför sína frá Elliða- vatni í Reykjavík og Kaup- mannahöfn, á lífeyri frá manni sínum. Eftir að Einar sonur hennar var orðinn fulltíða mað- Ur, voru þau mæðgin stundum saman, en aldre til lengdar. Móð- irin var stolt yfir þessum gerfi- iega og glæsilega syni, en for- lögin höfðu skilið móður og barn á þeim tíma, þegar þau vildu og áttu að vera saman. IV. Stjórn Dana hafði sent Bene- dikt Sveinsson frá höfuðstaðn- um í stærsta og erfiðasta sýslu- mannsembætti landsins. Báðar Þingeyjarsýslur eru eins og lítið konungsríki að stærð. Húsavík var höfuðstaðurinn með einni er- lendri selstöðuverzlun. Enginn vegur eða brú gerð af manna- höndum var þá til í þessum víð- lendu bygðum. í þetta hérað flutti Benedikt Sveinsson í ónáð stjórnarinnar, einskonar ekkju- maður með nokkur hálfstálpuð börn. Hann keypti stóra og erf- iða jörð, Héðinshöfða á Tjörnesi, nokkru norðar en Húsavík. Hann bjó á þessari jörð í nálega ald- arfjórðung, konulaus, en með mörgu heimafólki og hafði stór- bú. Hann gerði margar og kostnaðarsamar umbætur á jörð- inni, en tækni þjóðarinnar í þeim efnum var á lágu stigi og varð fæst af umbótum hans til fram- búðar nema steinhús mikið úr höggnu grjóti, sem enn ber vott um stórhug og framsýni sýslu- manns. Orka og lífsfjör Bene- dikts Sveinssonar var svo mikið, að hann gat í einu stjórnað stór- búi í sveit, hinum víðlendu sýsl- um og auk þess verið hinn ó- þreytand foringi þings og þjóðar í sjálfstæðisbaráttunni. Og sú vinna var hans mesta hugðar- mál. íslendingar litu á stjórnarskrá Kristjáns IX., sem bráðabirgð- aráfanga. Stjórn landsins var enn í Kaupmannahöfn og fram- kvæmd af erlendum mönnum, ó- kunnugum íslenzkum landshátt- um. Jón Sigurðsson andaðist 1879. Það má kalla að Benedikt Sveinsson hafi þá tekið við for- ustu í íslenzkum stjórnmálum og var þar í fararbroddi til dauðadags 1899. Þetta hlutverk Benedikts Sveinssonar var ó- SARGENT TAXI Light Delivery Service SIMI 34 555 or 34 557 724 >/2 Sargent Ave. venjulega erfitt. Fyrri hluta þessa tímabils gengu gífurleg harðindi yfir landið, og mikiil fjöldi manna flutti vestur um haf í þeim þrenginum. Samhliða þessu var á þeim árum einræðis- og kúgunarstjórn í Danmröku. Vilji þings og þjóðar var að engu hafður um hin þýðingarmestu mál. Benedikt Sveinsson fékk Alþingi og Þingvallafundi til að samþykkja kröfur um meira frelsi og réttindi til handa þjóð- inni. En einræðisstjórn Dana neitaði öllum slíkum kröfum ár eftir ár. Barátta Benedikts Sveinssonar var erfið og sýndist vera tilgangslaus. En hún und- irbjó framtíðina. Um saina leyti og Benedikt Sveinsson féll frá varð einræðisstjórn Dana að láta af völdum og frjálslyndir menn tóku við stjórn landsins og litu með sanngirni á að ís- lendingar höfðu áratugum sam- an barist við þeirra hlið móti rangsleitni hægrimannastjórnar- innar. Fimm árum eftir andlát Benedikts Sveinssonar var stjórn íslands flutt frá Kaup- mannahöfn til Reykjavíkur og Hannes Hafstein orðinn fyrsti íslenzki forráðamaður landsins frá því Gamli sáttmáli var gerð- ur seint á 13. öld. Benedikt Sveinsson hafði eins og hinn mikli leiðtogi Gyðinga leitt þjóð sína langan veg yfir háskalega eyðimörk og horft frá tindum hárra hugsjóna inn til hins fyr- irheitna lands, sem hin hugstóra íslenzka þjóð átti að gera að óðali frjálsra manna um ókomn- ar aldir. V. Benedikts Sveinsson var her- foringi þjóðar sinnar og Héð- inshöfði var herbúð, öllu fremur en heimili. Einar skáld óx þar upp, móðurlaus, við hlið föður, sem einbeitti orku sinni í bar- áttu móti valdi Dana á íslandi. Og þessi ungi sveinn hafði marg- ar ástæður til að líta á Dani líkt og Hannibal á Rómverja. Stjórn Dana hafði kúgað og féflett þjóðina í margar aldir. Hún hafði beitt óvenjulegu harðræði við föður hans. Hann sá danska verzlunarmenn flytja arðinn aí íslenzkri vinnu til útlanda ár eftir ár. Hann sá stjóm Dana neita öllum kröfum íslendinga um aukið frelsi. Einar Bene- diktsson erfði hugsjónir föður síns um frelsismál þjóðarinnar. Hann var alla æfi hietur og ein- MESSUR og FUNDIR 4 kirkju SambandssafnaOar Messur: — á hverjum sunnudegi Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á islenzku. Safnaðarnefndin: Punair 1. föstu- deg hvers mánaSar. Hjálparnefndin: Fundlr fyrsta mánudagskveld i hverjum mánuðl. KvenfélagiO: Fundir annan þriðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngæfingar: Islenzki söng- flokkurinn á hverju fimtu- dagskvöldi. Enski söngflokkurinn & hverju föstudagskvöldi. Sunnudagaskólinn: — A hverjum sunnudegi, kl. 12.15 e. h. ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ISLENDINGA Forseti: Dr. Richard Beck XJniversity Station, Grand Forks, North Dakota Allir íslendingar í Ameríku ættu að heyra til Þjóðræknisfélaginu Ársgjald (þar með fylgir Tímarit félagsins ókeypis) $1.00, sendist fjármálarit- ara Guðm. Levy, 251 Furby St., Winnipeg, Man. lægur í trúnni á ísland, íslenzku þjóðina, tungu hennar, menn- ingu og framtíðarskilyrði. Og skoðun hans á Danmörku og Dönum var fram á elliár mótuð af reynslu æskuáranna og hinni löngu, og að því er virtist, von- lausu baráttu Benedikts Sveins- sonar við hið útlenda kúgunar- vald. Framh. Kenslukonan: Getur Hans litli skýrt orðið “ekkert”? Hans: “Ekkert” er — ekkert! Kenslukonan: Það er engin skýring. Hans (hugsar sig um): Eg veit ekki hvað þér meinið. En ef hann Bjössi spyr mig, hvort eg sjái nokkuð fallegt á kenslukon- unni, þá svara eg náttúrlega: Nei — ekkert! * * * — Mundirðu nú eftir kanari- fuglinum, góði minn? — Ja. — Gafstu honum fræið ? — Nei. — Gafstu honum að drekka? — Nei. — Heldur hvað? —Eg bara mundi eftir honum! Sá sem getur gefið upp- lýsingar um Elizabet Sig- urðardóttur (Sigurðsson?) frá Skeggstöðum í Svart- árdal, geri svo vel og geri undirrituðum aðvart. SIGURÐUR ÓLASON lögfræðingur, Aust. 3. Reykjavík, ICELAND

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.