Heimskringla - 13.03.1940, Side 7

Heimskringla - 13.03.1940, Side 7
WINNIPEG, 13. MARZ, 1940 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA EINAR BENEDIKTSSON Framh. frá 3. bls. Þorbjörg Sveinsdóttir hafði alt af ráð til að hýsa marga gesti, sem að garði báru, þó að vanaa- menn hennar væru þar lang- dvölum. Á skólaárum sínum var Einar Benediktsson mikið á ferð- um með föður sínum um allar bygðir í Þingeyjarsýslum og á leið til og frá Alþingi. Hestur- inn varð vinur hans og félagi. Endurminningar um náttúrufeg urð Þingeyjarsýslu og ást skálds- ins á íslenzkum hestum kom síð- ar ógleymanlega fram í ljóðum hans. VII. Einar Benediktsson hafði lokið lögfræðisprófi þegar hann var 28 ára gamall. Hann var þá um stund aðstoðarmaður hjá föður sínum við sýslumannsstörfin í Þingeyjarsýslu, en samhliða því hafði hann byrjað að sinna skáldskap og ritstörfum. Á þessum árum var hann með ann- an fótinn í Reykjavík, kyntist erlendum mönnum og lagði stund á að fá viðskifta- og kynningar- sambönd erlendis. Hann lifði um þessar mundir frjálsu og ó- háðu lífi og naut þess að vera ungur maður með óákveðnar en glæsilegar framtíðarvonir. Að lokum ákvað hann að setjast að í höfuðstaðnum sem málfærslu- maður við yfirréttinn. Þaðan voru dyr í margar áttir. Blaða- menska, þingmenska, stjórn- málaforusta og síðast en ekki sízt afburðir í skáldskap og bók- mentum. Um þessar mundir KAUPIÐ HEIMSKRINGLU— útbreiddasta og f jölbreyttasta íslenzka vikublaðið kom sér vel fyrir Einar Bene- diktsson að mega standa á kross- götum. Hann hafði marghliða gáfur og margháttaðar hneigð- ir. Og sjálfur var hann tæplega viss um hvert ætti að verða meginlífsstarf hans. Einar Benediktsson var, þrátt fyrir ýmsa erfiðleika æskuár- anna, mikið eftirlætisbarn ætt- ar sinnar og þjóðar. Hann þótti mikið glæsimenni fallega vaxinn, fríður sýnum og svip- mikill. Hann hafði að sumu leyti erft mælsku föður síns en hinsvegar orðkyngi og raddfeg- urð móður sinnar. Hann var fjölgáfaður og fjölmentur. Sk'ap- gerð hans var undarlega sam- sett. Þar var fólginn mikill kuldi frá móðurfrændum hans, og mikið af suðrænum hita, sem minti á þau Benedikt Sveinsson og Þorbjörgu systur hans. Þeg- ar þar við bættist, að þessi ungi og gerfilegi maður virtist vita alt og talaði jafnan eins og sá, sem vald hafði, þá var sízt að furða, þó að honum væri veitt mikil eftirtekt hvar sem hann fór. Leiðtogar Þingeyinga voru hrifnir af sýslumannssyninum á Héðinshöfða. Katrín móðir hans og Þorbjörg frænka hans báru hann á höndum sér með kven- legri aðdáun og umhyggju. í skóla og í hópi námsmanna í Kaupmannahöfn fór saman hjá jafnöldrunum mikil aðdáun og nokkur afbrýðisemi við þennan félaga og keppinaut, sem virtist verða ríki erfinginn meðal ungra fslendinga. En í hópi þeirrar æsku, sem þá var að koma fram á sjónar- sviðið, átti Einar Benediktsson aðeins einn raunverulegan keppninaut, og sá maður var Hannes Hafstein. Hann var þrem árum eldri en Einar Bene-1 sinni stétt. En yfir þessari diktsson. Hann var amtmanns- fyrstu útgáfu af ljóðum Einars son, átti ágæta móður, var lög' fræðingur, skáld og hið mesta glæsimenni. Þessir tveir menn stóðu að mörgu leyti líkt að vígi um þessar mundir. Þeir báru af samtíðarmönnum sínum, á alveg óvenjulegan hátt. Og fyr- ir þeim báðum átti að liggja að verða miklir frægðarmenn sögu þjóðar sinnar, þó að leiðir þeirra lægju sjaldan saman. INNKOLLUNARMENN HEIMSKRINGLU I CANADA: Amaranth..............................j_ g Halldórsson Antler, Sask...........................„K. j_ Abrahamson "rnes.........................-.....Sumarliði J. Kárdal Arþorg............................... q, O. Einarsson Baldur.............................. Sigtr. Sigvaldason Beckville..............................Björn Þórðarson Belmont...................................G. J. Oleson Bredenbury.............................H. 0. Loptsson Br°wn .... .........................Thorst. J. Gíslason Churchbridge.............—...........H. A. Hinriksson Cypress River...........................P4H Anderson ^a^oe--.................................S. S. Anderson Ebor Station, Man...................K. J. Abrahamson ^tros......-........................J. H. Goodmundson Eriksdale .............................ólafur Hallsson Fishing Lake, Sask.....................Rósm. Árnason Foam Lake..............................H. G. Sigurðsson ~[imlj....................*.............K. Kjernested Geysir...........................................Tím. Böðvarsson Glenboro.................................G. J. Oleson Hayland..................................gig g Helgason f?ecla..............................Jóhann K. Johnson B?aU8a.................................Gestur S. Vídal Husavík................................John Kernested iunis/ail.......................................ófeigur Sigurðsson Kandahar...............................S. S. Anderson Keewatin..............................Sigm. Björnsson Langruth..................;..............B Eyjólfsson r*68110...............................Th. Guðmundsson Lundar........................gig Jónsson, D. J. Líndal Markerville........................ ófeigur Sigurðsson ™ozart;..................................S. S. Anderson Oak Pomt.............................Mrs. L. S. Taylor /tto.............................................Björn Hördal Vney-..................................... S. Anderson d^. Pe?.r.....................................ófeigur Sigurðsson geyklavík........................................Árni Pálsson 2 nftr 1°“,,.....................................Bl°rn Hjörleifsson oelkirk, Man...........Mrs. David Johnson, 216 Queen St. Sinclair, Man.........................K. J. Abrahamson Steep Rock.......................................Pred Snædal btony Hill.......................................Björn Hördal Tantallon.......................................Guðm. ólafseon /|lornhi11........................Thorst. J. Gíslason Á oir............................................-Áug. Einarsson Vancouver............................Mrs. Anna Harvey Wmmpegosis..................... .Finnbogi Hjálmarsson Winnipeg Beach.........................John Kernested Wynyard................................S. S. Anderson í BANDARÍKJUNUM: ^antry................................E. J. Breiðfjörð Bellmgham, Wash..................Mrs. John W. Johnson Blaine. Wash...................Séra Halldór E. Johnson Cavalier and Walsh Co.................Th. Thorfinnsson Brafton...............................Mrs. E. Eastman Ivanhoe............................Miss C. V. Dalmann Los Angeles, Calif.... P11^011............................................S. Goodman Minneota...........................Miss C. V. Dalmann Mountain..............................Th. Thorfinnsson National City, Calif.....John S. Laxdal, 736 E 24th St. Point Roberts...................................Ingvar Goodman Seattle, Wash.........J. j. Middal, 6723—21st Ave. N. W Upham...................................E. J. Breiðfjörð Tfee Vlking Press Liiited Winnipeg; Manitoba VIII. Að lokum afréð Einar Bene- diktsson að fylgja föður sínum inn í stjórnmálabaráttuna. Þeg- ar hann var 33 ára, byrjar hann jafnhliða málfærslustörfum og fasteignakaupum, að gefa út blaðið Dagskrá, fyrst sem viku- blað og síðar sem dagblað. Einar Benediktsson er þess vegna fyrsti dagblaðsritstjóri á ís- landi. Dagskrá kom ekki út nema í nokkur missiri. En hún sýnir stefnu og hæfileika ritstjórans. f Dagskrá boðaði hann að veru- legu leyti nýja landsmálatrú. í sjálfu stjórnarbótamálinu bygg- ir þann á þeim grundvelli, sem faðir hans hafði lagt. En hon- um er ekki nóg hin þjóðréttar- lega viðurkenning í frelsi fs- lendinga. Hann vill ummynda fsland og íslenzku þjóðina. Hann vill flytja land sitt ínn í hringiðu nútíma tækninnar. Hann vill nota fiskimiðin, hina frjóu moid og vatnsorkuna til að gefa börn- um landsins brauð og fullkomn- ari lífsskilyrði. Samhliða stjórnmálagreinunum birti rit- stjórinn í Dagskrá nokkur af kvæðum sínum, frumsamdar sögur, bókmentaþætti um sum helztu samtíðarskáldin, þýddi á- gæta sögu eftir Björnson og tók á lofti spjót og örvar frá öðrum ritstjórum og sendi skeytin með óvenjulegum þunga beint til and- stæðinganna. Áður en langt leið á ritstjórn- arferil Einars Benediktssonar mun honum hafa orðið ljóst, að braut blaðamenskunnar yrði honum seinfær að marki hug- sjónanna. Blaðið var langt á undan sínum tíma, eins og rit- stjórinn var langt á undan sín- um samtíðarmönnum. Benedikt Sveinsson hafði jafnvel átt erf- itt með að vera flokksforingi af því að samtíðarmennirnir gátu ekki fylgt honum. Einar sonur hans átti að þessu leyti enn meiri erfiðleika við að etja. — Hann var marglyndari en faðir hans. Hann bjó yfir fleiri og stærri hugsjónum. Hann vildi verða pólitsíkur leiðtogi þjóðar sinnar. Forlögin synjuðu hon- um um þennan metnað. En þau veittu honum annan og meiri heiður. Þau gerðu hann að spá- manni samtíðar sinnar. Honum var aldrei ætlað að flytja boð- skap sinn í skammlífum blaða- greinum, heldur í ódauðlegum ljóðum. Benediktssonar var, að því er snerti ytra form, nokkur tötra- blær. Það var eins og höfund- urinn væri enn nokkuð hikandi um að fullyrða, að hann væri bú- inn að ná þeim tökum á skála- mentinni, sem hugur hans stefndi að. En þetta átti aðeins við hið ytra form. Öllum virkilegum ljóðavinum varð ljóst, er þeir kyntu sér Sögur og kvæði, að her var komið fram á sjónarsviðið skáld, sem seint myndi fyrnast í íslenzkum bókmentum. í heild sinni báru Ijóðin vott um, aö skáldið var þá þegar orðinn full- þroskaður maður í list sinni. Að vísu eru þar kvæði frá yngri ár- um með nokkrum viðvaningsblæ. Hin eru miklu fleiri, sem eru svo fullkomin, að skáldið komst aldrei hærra í list sinni. Víð- sýnir lesendur fundu, að hér var sjálfstætt skáld með miklum skapandi þrótti. Einar Bene- diktsson fylgdi engum skóla eða skáldastefnu. Hann tók engan mann til fyrirmyndar, hvorki er- lendan eða samlendan. Hann orti um sínar hugsjónir og sín- ar tilfinningar á alveg nýjan og frumlegan hátt. Ljóð hans voru söngvar hins sterka, framgjarna íslendings, sem unni landi sínu, þjóðinni og tungunni. Hann hafði ótal áhugamál og yrkis- eíni. Og með nýjum hugsjónum kom hið nýja form eðlilega og þjáningarlaust. Fyrsta kvæðið í ljóðasafninu eru íslandsljóð, í þrem köflum. Þetta eina kvæði er raunveru- lega dagskrá fyrir alt bókmenta- starf hans. Fyrsti þátturinn er hamröm hvatning til þjóðariun- ar. Nú skildi ekki sofið lengur, heldur hafin stórfeld barátta og sannað, að landið væri auðugt og að þjóðin gæti verið rík og mátt- ug við auðlindir landsins. — Skáldið segir: Þú fólk með eymd í arf! Snautt og þyrst við gnóttir lífs- ins linda, lítil þjóð, sem geldur stórra synda, reistu í verki viljans merki — vilji er alt, sem þarf. Trúðu á sjálfs þíns hönd, en undur eigi. Upp með plóginn. Hér er þúfa í vegi. Bókadraumnum, böguglaumnum breyt í vöku og starf. Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skriístofusíml: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er að flnni á skrlfsrtofu kl. 10—1: f. h. og 2—6 e. h. Heimlli: 46 Alloway Aye. Talsimi: 33 15S Thorvaldson & Eg’g'ertson Lögíræðlng-ar 705 Confederation Life Bldg. Talsíml 97 024 Orric* Proni 87 293 Res. Proni 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDIOAL ART8 BUILDINO Orrici Hoohs : 12 - 1 4 r M. - 6 F.M »WD BY APPOINTMENT M. HJALTASON, M.D. A.LMENNA.R LÆKNINOAR Sérgrein: Taugasjúkdómar Lætur ÚU meðöl i viðlögum ViTStalstímar kl. 2_4 «. j, 7—8 aB kveldlnu Simi 80 867 666 victor 0t Dr. S. J. Johanneston 806 BROADWAV Talaiml 80 877 ViðtalBtími kl. 8—8 e. h. A. S. BARDAL selur líkkistur og annast um útfar- Allur útbúnaður sá besU _ Ermfremur selur hann allskonar minnlsvarða og Jegsteina. 843 SHERBROOKE 8T. Phone: S6 S07 WINNIPEO J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Sími: 26 821 308 AVENUE BLDG.—Winnipeg Florai sh°p "06 Notre Dame Ave. Phone 04 Bft. Freah Cut Flowers Daliy Plants in Season We specialize in Wedding & Concert Bouquets & Ftmeral Designa Iceiandic spoken Jacob F. Bjamason —TRANSFER— Baggage and Furniture Moving 691 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annast allskonar flutnlnga fram og aftur um bæinn. margaret dalman teacher of piano «64 BANNINO ST. Phone: 26 420 DR. A. V. JOHNSON DENTIST 506 Somerset Bldg. Office 88 124 Res. 27 702 410 Medical Arts Bldg. Dr. K. J. AUSTMANN Stundar eingöngu Augna, eyma, nefs og kverka sjúkdóma 10 til 12 f.h.—3 til 5 e.h. Skrifstofusími 80 887 Heimasími 48 551 IX. Einar Benediktsson hafði frá' því á skólaárum ætlað sér að verða skáld og trúað á að svo myndi verða. Þó hafði hann far- ið hægt af stað í þeim efnum. En 1897, mitt í stjórnarönnum við Dagskrá, gefur hann út bók, er hann nefndi Sögur og kvæði, með mjög yfirlætislausum eftir- mála. Þessari bók var ekki veitt mjög mikil eftirtekt. Sumir and- stæðingar skáldsins við önnur blöð, fóru um hana mjög hörð- um höndum. Sögurnar þóttu, og voru, ekki mikils virði. Margir töldu, að ljóð þessa unga skálds væru þung og torskilin. Að öllu samtöldu var bókinni alls ekki veitt sú viðurkenning, sem hún átti skilið. Skáldið mátti, að nokkru leyti sjálfu sér um kenna. Síðari .útgáfur Ijóða hans voru frábærlega vandaðar að formi og öllum ytra frágangi. Auk þess valdi skáldið sér þá að forleggjara, meðan unt var, Sigurð Kristjánsson, sem var einhver mesti prýðismaður í Þú, sonur kappakyns, lít ei svo með löngun yfir sæinn, lút ei svo við gamla, fallna bæ- inn, byggðu nýjan, bjartan, hlýjan, brjóttu tóptir hins. Líttu út og lát þér segjast, góð- ur, líttu út, en gleym ei vorri móður, Níð ei landið, brjót ei bandið, Iboðorð hjarta þíns. Þú býr við lagarband — bjargarlaus við frægu fiskisvið- in, fangasmár, þótt komist verði á miðin, en gefur eigi á góðum degi, gjálpi sær við land. Vissirðu hvað Frakkinn fékk til hlutar? Fleytan er of smá, sá grái er utan. Hve skal lengi dorga, drengir, dáðlaust upp’ við sand? Og horfðu heim á bú. Upp til heiða endalausar beitir, en til bygða níddar, eyddar sveít- ir. Sinumýrar rotnar, rýrar reyta svörul hjú. Og svo túnið. — Sérðu í blásnu barði, bóndi sæll, þar mótar fyrir garði? Svona bjó ’ann, hingað hjó ’ann, hann, en ekki þú. Sjá, yfir lög og láð autt og vanrækt horfir himin- sólin. Hér er víst, þótt löng sé nótt um jólin, fleira að vinna en vefa og spinna vel ef að er gáð. Sofið er til fárs og fremstu nauða. Flý þó ei. Þú svafst þig ei til dauða. Þeim, sem vilja vakna og skilja, vaxa þúsund ráð. En, — gáfum gædda þjóð! Gleymdu ei hver svefni þeim þig svæfði sérhvert lífsmark íslands deyddi og kæfði, hungursár þín, tjón þitt, tár þín tíndi í maurasjóð. Skildu rétt hvar skórinn að þér kreppir. Skildu hver í bönd þig hneppti og hneppir. Engu að gleyma í Höfn né heima. — Heil, mín ættarslóð. Enginn veit að hve miklu leyti þessi herhvöt, sem birtist rétt fyrir aldamótin, hefir vakið ís- lendinga. En svo mikið er víst, að fullyrða, má að á þeim fjór- um áratugum, sem liðnir eru síðan kvæðið var ort, hefir ís- lenzka þjóðin endurheimt frelsi sitt að miklu leyti úr höndum Dana, bygt hafnir, eignast skipa- flota, jafnvel gert sjálfan Frakk- ann útlægan af miðunum. Túnin hafa verið sléttuð og girt. Bæir, þorp og höfuðborg hafa risið upp úr auðnum fyrri alda, eins og Aladinslampi hafi snert þetta gamla land, sem virtist hafa THL WATCH SHOP Thorlakson Baldwin Diamonds and Wedding Rlngs Agents for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave. sofið í margar aldir. Jafnvel sinumýrar, rotnar, rýrar, eins og þær, sem skáldið hafði þekt á Héðinshöfða, voru ræstar fram eða græddar með frjómagni jöklanna. Þjóðin hefir meira að segja tekið til stórra muna í sína þjónustu orku fossanna, sem skáldið minnist ekki á í þessu volduga æskukvæði sínu. Það verður aldrei greint til fulls hver áhrif slíkt kvæði get- ur haft. Eg hygg, að þjóðin hafi í sjálfu sér borið í brjósti hug- sjónir skáldsins. Frelsisbarátta hennar frá því um 1830 hafði að þessu leyti verið samfeld sókn. En skáldið verður Aron þjóðar- innar. Á vörum skáldsins verða bundnar hugsanir samtíðar- manna að ævarandi listaverkum. Hvatningin í íslandsljóðum Ein- ars Benediktssonar lifir eilíf- lega, löngu eftir að margar kyn- slóðir eru raunverulega búnar að gera draumsjónina að veru- leika. Framh. LIF OG EITUR \ --------- Mannlífið heilagur hámáttur skóp Svo hver hefir rétt til að myrða Getum við hlustað á angistar ó Án þess hin veika að hirða? Þá heimurinn baðar sín blóðug mein f brimsöltum glóðheitum táruir En hver fremur verknaðinn? Á girndin ein! Sem iðandi maðkur í sárum. Yndó

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.