Heimskringla


Heimskringla - 10.04.1940, Qupperneq 2

Heimskringla - 10.04.1940, Qupperneq 2
( HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 10. APRfL 1940 RAGNAR H. RAGNAR leiðir Karlakórinn þann 24. apríl n. k. í Auditorium Concert Hall. 2. SíÐA ABRAHAM LINCOLN Eftir Náttfara Framh. Abraham í skóginum “Hann óx upp með álfum og hindum í óruddum myrkviðar geim Og skógarins kátlegu kindum Hann kyntist og lék sér með þeim.”—St. G. Að vinna, vinna og slíta sér út á endalausu erfiði; það var innihald þeirrar siðfræði, sem alþýðunni bar að læra og ber að læra samkvæmt hugvekjunum. Þetta er hálfur sannleikur. “En hálf sannleikur oftast er allra virsta lýgi” (St. G.). Hæfileg vinna er heilbrigð og holl, en' endalaus þrældómur ollir líkam- legri hrörnun og andlegum doða. Þessvegna óttast menn hana eins og sjálfan dauðann og þeir sem þess hafa ráðin forðast hana og verða iðjuleysingjar sér til sál- artjóns. Auðfíknin er í raun og veru aðeins viðleitni manna til að hefja sjálfan sig yfir hinn iðjandi lýð, með því að gerast burgeisar. “Þú skalt vinna en eg mun éta.” Þessi orð leggur Lincoln mönnum í munn síðar meir. Hann vissi af eigin reynd hvað þrældómur er, því í æsku var kröftum hans iðulega of- þjakað með vinnunni. Sjö ára gamall situr hann á plóghestinum og stýrir göngu hans. Þá var hann þannig klæddur. Hann hafði stóran göt- óttan stráhatt á höfði en annars skyldi nekt hans aðeins em bómullar skyrta er náði honum niðrí hnésbætur og líktist helzt náttserk að lögun. Þremur ár- um seinna, er hann komin út í skóg til að höggva brenni. Ann- ars stundaði hann alla vanalega sveitar vinnu á unglings árun- um. Hann vann að heyskap, kornskurði, þreskingu og hjálp- aði nágrönnum sínum við slátur- störf. Mönnum bar ekki saman um dugnað hans. Short bóndi sagði hann tveggja manna maka við þreskingu. Aðrir sögðu hann hyskin og enda latan en gæti þó verið hinn mesti afkastamaður þá er hann vildi það við hafa. Amerískir bændur, ekki sízt í þá daga, voru afar vinnuharðir og erfitt að uppfylla kvaðir þeirra. Stjúpmóðirin ber honum bezta sögu. “Hann var mér eftirlát- ur og hjálpsamur og aldrei varð honum það á að Ijúga”, sagði hún. Við aðra gat hann verið dálítið grá-glettinn. Þannig semur hann skopsögu um brúð- kaup nokkurt þar í nágrenninu. Þá var alsiða að bjóða öllu bygð- arlaginu í brúðkaupsveizlur og þótti þeim vanvirða sýnd er ekki voru til kvaddir. Nú giftastj bræður tveir systrum tveimur í nágrenni Abraham's og var fjöl- menni boðið, en hann þó eftir- skilin. Hann hefndi sín með sögunni, en helstu atriði hennar eru þessi. Fyrst er háfleyg saga af brúðkaupinu og skáldleg lýsing á víni og vistum. Fór svo að flestir urðu all vel drukknir. Þar kom þó að hófinu sleit og fór þá hver til síns innis. Brúð- hjóunum var búið rúm í tveimur loftherbergjum. Nú leiðir móð- irin dætur sínar tiPsængur og mælir til þeirra. mörgum orðum um skyldur giftra kvenna og nættur og vanda hjónabandsins. Þar næst vísar hún tengdason- unum til sængur en varð það á að gera misgrip á herbergjunum en vegna velsæmis máttu brúð- gumarnir ekki afklæðast í björtu. Varð það nú úr að þau sváfu saman, þessa nótt, sem hvorki guð né menn höfðu sam- antengd og gerðist af öllu þessu mikil vandræði. Mikið var hleg- ið að sögunni, komst hún víða í alskyns útgáfum. Aðal atvinna Abrahams, á unglingsárunum, var skógar- högg. Hann var vikum og mán- uðum saman einn við þá vinnu. Skemtilegt er í skógunum. — Það er máske ekki nema stund- ar ganga út í rjóðrið, en samt er þetta eins og annar heimur. Heimsskvaldrið hjaðnar og hugðarefni mannlífsins gleym- ast. Maður er staddur í ná- grenni náttúrunnar. Alt virð- ist hljótt í fyrstu en bráðlega verður maður þó annars á- skynja. Heyrnin skerpist og eyrað verður hljóðnæmt fyrir undirtónum jarðlífsins. Andvar- inn berst með þægilegum þyt yfir skóglendið. Þúsund blaða bjarkir hvíslast á í aftansval- anum og inn í laufniðin bland- ast margraddaður söngur fugl- anna með alskonar hljómblæ og stemmingu. Þetta eru kór- söngvar náttúrunnar og hjartað gljúpnar því hér er guð sjálfur að flytja sína morgunmessu. Skaparinn talar hér milli liða laust til skepnunnar. Sálin finnur sig í návist til eilífðar, einmitt hér innanum þessi öldnu tré og gróandi ungviðinn. En skógarmaðurinn er vík- ingur í víga hug. Hann herjar á skóginn. — En einmitt í þessu á hann líka skylt við skógarlíl’ið því undir yfirborðs friðnum rík- ir ófriður á mörkinni. Rándýrin sitja þar um bráð sína: hið sterka leitar á, hið veika leitar sér undankomu. Þar eru ótal vígi vegin en dauðinn kemur með skjótri svipan og þar þekk- ist ekki hið langdregna kvala- stríð mannlífsins. ^ Trén standa í þéttum röðuin eins og varðliðar í fylkingum. Þau eru útlitshrjúf, sterkbygð og limalöng. Axarmaðurinn er líka útlitshrjúfur, sterkbygður og limalangur. Handleggir hans eru sterkir sem stál, hann sveifl- ar vopninu hátt og greiðir helj- ar högg. Ýmsir sögðu að Abra- ham hefði orku og lag til að sökkva exinni lengra inn í við- ina en nokkur maður í nágrenn- inu. Skógarhögg er heilnæm vinna. Lungun þenjast út við áreynsluna og fyllast hreinu, ilmandi skógarlofti. Þessir örf- andi loftveigar berast með blóð- inu og leggja leiðir til hverrar einustu frumu og frískar þær brunandi fjöri. Það örfar heil- ann og vekur sálina. Skógar- maðurinn hugsar um gátur lífs- ins í góðu tómi við vinnu sína. Hann hugsar um hetjur forn- aldar og gátur nútíðar. Hann gerir samanburð og dregur sm- ar ályktanir. Áður en varir er hann farinn að yrkja. Hér er upphafserindi að einu kvæði Lincolns: “Time what empty vapor this and days how swift they are Swift as an Indian arrow Fly on, like shooting star.” 'áí: Sem hræfar-blysið, hraðfleyg stund Sem hrapi ein stjarna þar, Og örfar skot frá æfðri mund —Er eimur þess, sem var. Vitleysa mundu ýmsir segja, að tíminn sé reykur, hjóm og hégómi. Samt er vit í þessu, meir að segja mjög mikið vit. Tíminn er ekki til og hefir aidrei verið til þ. e .a. s. hann hefir aldrei haft neina sjálfstæða hér- vist. Tíminn er aðeins enda- laus runa af orsaka skyldum við- burðum. Ef eilíf hádegissól skíni á algræn engi, er ættu sér hvorki haust né vor, Hvorki gróður né bliknun, og í þessum heimi væru óumbreytanlegir menn, sem hvorki fæddust né dæðu, væri auðvitað engin tími til, hvorki kvöld né morgun, vet- ur né sumar, æska né elli. Að- eins í austurlöndum hafa menn haft kjark til að hugsa rökrétt um hina óumbreytanlegu eilífð, aðeins í trúarbrögðum Hindú- anna hefir hún orðið að hinni eðlilegu nirvana — algleyminu. í Abraham, þessum átján ára skógarhöggsmanni blundaði máske ófæddur Einstein og end- urborin Gautama. Gaman væri að eiga nú öll ljóðmæli Lincolns. Hann átti heilmikla syrpu að skrifuðum kvæðum en brendi þau. Þótti þau ekki mönnum bjóðandi. Þeir sem brenna fyrstu kvæðin sín eru líklegast efni í mikil skáld. Hann skrifaði líka skáldsögu, en hún fór sömu leiðina. Til- efni sögunnar er þetta. Vagn laskaðist hjá ferðafólki, skamt frá kofa Lincolns fjölskyldunn- ar, iog vegfarendurnir leituðu liðsinnis hjá þeim feðgum. — Þarna var kona með gjafvaxta dóttir. Þegar langferða fólkið var lagt af stað komst Abra- ham að þeirri niðurstöðu að nú hafði hann orðið ástfanginn, í fyrsta sinni. Út af þessu gerði hann svo einhverskonar ástar- sögu. Efnið var tilvalið. Hin heillandi mær úr ókunnum stað á leið til einhverrar huldrar fjarlægðar. Hann einmana og óvanur slíkum heimsóknum, ' með leitandi huga eftir þeirri jfegurð, er umhverfið hafði ekki að bjóða. Ef til vill hefir honum ekki tekist að koma viðeigandi orðum að hugsun sinni, en heilinn var starfandi og hjartað næmt fyrir áhrifum. Það var aðal at- riðið. Listin lærist með æfing- unni og ef til vill var Abraham efni í skáldsagna höfund. Ef til vill hefði hann skáldað í orð- um fremur en í gerðum ef að- stæðurnar hefðu verið öðruvísi. Abraham undi sér vel í skóg- unum. Sólin hækkar og sendir geislana í gegnum laufið eins og blaktandi blæju. Starfsmaður- inn leggur frá sér öxina og sezt að máltíð sinni. íkornið hoppar í trjánum. Hérar rísa á aftur- fótunum og horfa á þetta ferlega dýr, manninn, með stórum, star- andi augum. Fuglar fljúga til unga sinna. Hann finnur til fé lagskendar með þessum skógar- búum. Sú samúð þroskast, með öllu lífi, er síðar einkendi hann. Ef ungi féll úr hreiðri sínu lyfti hann honum upp í það aftur. Eitt sinn var hann á ferð og sá svín, er sat fast í keldu. Lincoln var í nýjum fötum, sem hann vildi ógjarnan óhreinka, og gengur framhjá. En samvizkan neyddi hann til að snúa við og hjálpa dýrinu. Honum fanst gölturinn vera bróðir sinn og hugsa á þessa leið: “Þarna fer hann framhjá og með honum hverfur síðasta lífsvon mín.” Sé samvizkunni ekki svefnþorn stungið neyðir hún okkur til að bregðast vel við þörfum manns og málleysingja. Veiðimenskan var eitt af aðal- störfum nýlendumanna. Abra- ham skaut einu sinni kalkúna en eftir það vann hann engri skepnu grand. Þetta var eitt, meðal annars til að grundvalla þá skoðun að Abraham væri undarlegur, þ. e. a. s. öðruvísi en aðrir menn. Framh. Lesið Heimskringlu PÝRAMÍDINN MIKLI Framh. Egypsku pýramídarnir hafa ávalt vakið undrun og aðdáun hjá öllum, sem þá hafa séð, sök- um einkennilegs útlits og stærð- ar. Þeir eru að mestu leyti bygðir úr sandsteini, en hér og hvar, einkum að utan, eru afar- stórar forngrýtis- eða granít- blakkir. Þeir stefna allir þann- ig, að hliðar þeirra vita til höf- uðáttanna. Þar sem ætlast er til að þeir séu bæði minnisvarði og grafhvelfing er í þeim flest- um eitt eða fleiri grafhýsi. Sam- kvæmt beztu heimildum var jfyrsti pýramídinn bygður af Zesar, öðrum konungi (ríkti í 19 ár) þriðju konungaættarinn- ar. Fyrst voru klöppuð skáhöll göng niður í bergið; yfir þeim var svo pýramídinn reistur, og göngin framlengd út að yfir- borði norðurhliðar pýramídans jafnframt því sem steinlögin voru hlaðin. Hver konungur hafði eftirlit með öllu, sem pýra- mídann snerti, því hann var ætíð að mestu leyti bygður í lífs- tíð hans. Þegar konungurinn dó, var gengið frá síðustu steinlög- unum og grafhvelfingargöngin byrgð. Pýramídarnir, 38 að tölu, skiftast í fimm þyrpingar, sem standa víðsvegar fram með vesturjaðri Nílárdalsins. Svæði þetta, sem byrjar hjá Dashúr (Dahshur) og þaðan norður fram hjá Sakkara, Memfis og Gíze, er um sexítu mílna langt. Gíze-þyrpingin, í grend við rúst- ir Memfis-borgar, er markverð- ust þeirra allra. Hún saman- stendur af níu pýramídum og innibindur þrjá, sem víðfræg- astir eru: Kúfu (Khufu) pýra- mídann, nefndur “hinn mikli”; Kafra (Khafra) og Menkaura, sem er minstur þeirra þriggja. Verður nú öðrum og þriðja pýramídunum stuttlega lýst, en þeim fyrsta nokkuð ítarlegar, þar sem hann er aðaltilefnið til þessarar greinar. Kafra var þriðji liður fjórðu konungsættarinnar, og ríkti frá 2758 til 2742 f. Kr. Eru þvi liðnar hartnær 47 aldir síðan Kafra pýramídinn var bygður. Grunnstærð hans er rúm 706 fet á hverja hlið. Þó hæðín væri upphaflega 472 fet, er hún nú ekki nema 450 fet. Yzta lagið, sem var spegilslétt og hag- lega frágengið, frá grunni og nokkuð upp eftir hliðunum var úr forngrýti, en þaðan og upp í topp var það úr kalksteini. En búið er nú að ræna pýramídann þessu lagi, nema allra efst. — Tvenn göng liggja inn í hann að norðan; önnur niður við grunn, en hin nokkuð ofar. Bæði göng- in liggja um hundrað fet skáhalt niður í bergið; þar verða þau lágrétt og koma að lokum saman í ein göng, er liggja inn í graf- hvelfinguna. í grafhvelfingunni stóð líkkista, höggvin úr rauð- um granítsteini. Musterið, sem heyrir til þess- um pýramída, er nú að miklu leyti hrunið. Þegar búið var að grafa úr jörðu það sem eftir af því stendur, kom það í ljós, að undirbúningsmusteri þessa kerf- is er hið svonefnda svings (sphinx) musteri, er stendur fyrir neðan hásléttuna, og nú er algrafið úr jörðu. Svings þessi táknar liggjandi ljón; höf- uð þess er brjóstlíkneski Kafra konungs. Ljónslíkan þetta er eitt hundrað sextíu og fjögur fet á lengd og rúm sjötíu og fimm fet á hæð. Það liggur fram á fætur sér og er hægra megin við þaklögðu göngin, er liggja frá undirbúningsmuster- inu; það er næstum einvörðugu klappað úr jarðföstum kletti. Menkaura pýramídinn var tvö hundruð og fimtán feta hár og þrjú hundruð fjörutíu og sex fet á hverja hlið. Neðri hluti yzta granítlagsins er enn í góð" ásigkomulagi. Inngöngin eru að norðanverðu, þrettán fet frá grunni. Afhallandi göng liggja niður í allstórt herbergi. f því fann Vyse ofursti viðarlíkkistu- brot með áritun, sem sýnir ljós- lega, að það eru leifar hinnar upphaflegu líkkistu Menkaura konungs. Kistubrot þetta er nú komið á brezka gripasafnið. Frá þessu herbergi • liggja önnur göng að sjálfri grafhvelfing- unni. f henni var afarskrautlég basaltkista. Kista þessi var lát- in á skip, sem til Englands átti að fara, en sem, eftir að hafa komið við í Iívórnó í ftalíu, hvarf með öllu, og hefir ekkert til þess spurst síðan. Þetta skeði fyrir rúmum hundrað ár- um. Fjórða konungsættin hefst með Kúfú, er kemur til ríkis 2789 f. Kr., og ríkti, samkvæmt Manetó íManetto), í 63 ár. — Heródotus segir afdráttarlaust, að Kúfú konungur hafi látið byggja pýramídann mikla. Hann getur þess einnig, að eitt hundr- að þúsund manns hafi starfað í tíu ár við að gera þrjú þúsund feta langan upphækkaðan veg, svo að auðveldara yrði að flytja efnið í pýramídann frá grjót- námunum í Túr (Turah) ; og að jafnmargir menn hafi unnið stöðugt í 20 ár við að byggja sjálfan pýramídann. Díódorus segir að byggingarmeistarinn hafi heitið Kembes (Chembes), en Manetó nefnir hann Súfis (Suphis) og telur hann hyksósan að þjóðerni. — Þegar þess er gætt, að Hyksósar koma ekki til sögunnar í Egyptalandi fyr en ellefu hundruð árum eftir að grunnur pýarmídans mikla var lagður, og að Tartarar fóru ekki frá átthögum sínum fyr en eftir 2000 f. Kr., verður staðhæfingin um þjóðerni mannsins mjög hæpin. Pýramídinn mikli er annar elzti pýramídinn í Egyptalandi. Hann stendur nyrzt þeirra þriggja, er hér ræðir um. Grunn- flötur hans er nú 562,500 ferfet, og jafnast því að flatarmáli við seytján vallardagssláttur en upphaflega var hann 761 fet á hverja hlið. Hæð hans áður en toppurinn hvarf var 484 fet, en er nú 33 fetum lægri. Fyrrum, eins og hinir tveir, var hann spegilsléttur að utan. Yzta lagið var því hlaðið úr vandlega höggnum steinblökkum, ná- kvæmlega hornréttum á fimm hliðum, en með skáhalla pýra- mídans á þeirri hlið eða þeim fletinum sem út sneri. Efnið var valinn kalksteinn, sem, að loknu verkinu, var svo gljá- fægður. Fyrir fimm hundruð árum síðan var byrjað að rær.a pýramídann þessu óviðjafnan- lega yzta lagi. Er nú ekkert eftir af því að undanteknum fá- einum blökkum neðst á norð- austur horninu, sem enn eru í sínum upphaflegu skorðum. Hve afar örðugt framkvæmd- ar verk það var, sem byggingar- meistari þessa pýramída tókst í fang, yrði of langt mál að lýsa hér. En þegar þess er gætt, að þá var trissan, sveifin, lyftivélin og önnur slík vélfræðileg tæki óuppfundin, getum vér betur gert oss grein fyrir hvaða torT veldleikum það var bundið, að flytja og koma á sinn stað stein- blökkum, er vógu alt að því sjö smálestir hver. Meðalþyngd steinblakkanna, sem reiknast að vera um tvær miljónir þrjú hundruð þúsund talsins, er hálf- þriðja smálest. Á norður hliðinni, fjörutíu og níu fet frá grunni, er gengið inn í pýramídann. Göngin eru þrjú fet og ellefu þumlunga há og um hálft fjórða fet á breidd. Þeim hallar niður á við 26° 20' þráðbeint 340 fet, liggja svo lá- rétt þaðan um 30 fet inn í graf- hevlfinguna, sem er undir miðj- um pýramídanum, níutíu fot fyrir neðan yfirborð hásléttunn- ar. Grafhvelfingin, sem ein- bverra orsaka vegna ekki var I fullgerð, er 46 feta löng, 27 feta I breið, og 14 feta há þar sem Sparnaður VOGUE OG VÖRUGÆÐI I FINSKORNA T0BAKI Vefðu vindlinga þína sjálfur og notaðu VOGUE Fínskoma Tóbak. Þá veiztu hvað skemt- un er af reykingum—og gildi vöru er hvergi meira en í lOc pakka af því og V2 pda. dós á 60c. Vogue Fínskorið Tóbak og VOGUE Vindlingapappír, er það sem hafa þarf til að vefja vindlinga sína sjálfur. Til Þess að Vef ja Sjálfur Vindlinga, er Vogue óviðjafnanlegt

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.