Heimskringla - 24.04.1940, Page 2

Heimskringla - 24.04.1940, Page 2
2. SíÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 24. APRÍL 1940 ANDRJES HELGASON Minningarorð I. Þegar eg settist að hér í Vatnabygðunum, var Andrjes Helgason einn af þeim fyrstu, sem vöktu athygli mína. f huga mínum er einna skýrust mynd af honum, sitjandi sunnan meg- in í kirkjunni, hvítum fyrir hær- um, með mildan, bjartan svip yfir enninu. Hann var maður í meðallagi hár, framkoman stilt og prúðmannleg. í tali var hann skemtinn og glaður, og þó al- vörumaður með áhuga fyrir virðulegustu verkefnum manns- andans. Andleg mál voru hon- um mjög hugleikin, og þar var hann kunnugur öllum straumum og stefnum, sem borist höfðu til íslands og fslendinga á síðasta mannsaldri. Hann mun ætíð hafa verið starfandi meðlimur íslenzkrar kirkju, fyrst í Argyle, og síðar í Wynyard. Andrjes var einn þeirra manna, sem var raun að þeim mistökum innan eldra kirkjufélagsins, er reynt var að loka fyrir andlega fram- þróun með því að gera frjáls- lyndum prestum lífið óþolandi innan félagsins. Hans kirkju- hugsjón var frjálslynd og við- feðma. Sagði hann svo sjálfur, að enginn maður hefði haft dýpri og róttækari áhrif á huga sinn en einn af frjálslyndu prest- unum í Wynyard, séra Jakob Kristinsson. Heyrði eg hann sjaldan minnast nokkurs annars manns með jafn mikilli aðdáun og þökk. Urðu þeir vel kunn- ugir og hélzt vinátta þeirra, þó að vegir skildu við burtför séra Jakobs til íslands. Sennilega hefir það verið meðfram fyrir áhrif frá séra Jakob Kristins- syni, að Andrjes lagði sig mjög eftir lestri guðspekirita og fylgdist stöðugt með starfi Ind- verska fyrirlesarans og rithöf- undarins Kristnamurti. — Sann- færður spiritisti var hann, og taldi, að sú breyting, sem vakn- aði fyrir áhrif sálarrannsókn- anna, hefði verið hin mesta blessun fyrir andlegt líf íslend- inga. Það var engin furða, þó að maður, sem kaus slík hugðarefni sem þessi, yrði að eiga samastað í kirkju, þar sem hátt væri undir loft og vítt til veggja. Þess vegna aðhyltist hann kirkjuhug- mynd nýguðfræðniga og uní- tara, þar sem frelsi kristins manns er fyrir öllu. í Kanda- har var um all-langt skeið fá- mennur, frjálslyndur söfnuður, sem kom saman til guðsþjón- ustu á ýmsum heimilum bygð- arinnar. Síðar flutti sumt af fólkinu burtu, til annara bygða, eða til annara tilverusviða, en þeir sem eftir voru, gengu inn i Quill Lake-söfnuð. Meðal þeirra voru þau Andrjes og kona hans. Sóttu þau messur alla leið tii Wynyard, eins oft og því varö við komið. Andjes Helgason var þjóðræk- inn maður, og fylgdist alla æfi vel með því, sem gerðist heima á fslandi. Enginn var í vafa um það, hvar í fylkingu hann hefði staðið þar í þjóðmálum. Hann lét stundum í Ijósi hrifningu sína yfir því, hve íslenzku þjóð- inni virtist vera sýnt um að nota starfskrafta ungra manna á opinberum vettvangi og í lífs baráttu þjóðarheildarinnar, og gefa þeim tækifæri til að spreyta sig á því að finna nýjar leiðir til úrlausnar. Hann dáð- ist að einurð heimaþjóðarinnar við að ryðja aldagömlum þröskuldinn úr vegi framfar- anna. Verkalýðshreyfingu og samvinnustefnan áttu óskifta samúð þessa unglynda, en aldr- aða manns. Hann fylgdist líka vel með félagsstarfi íslendinga hér í álfu; var meðlimur þjóð- ræknisdeildarinnar “Fjallkonan” í Wynyard. Að iðn var Andrjes Helgason prentari, bókbindari og málari. Hafði hann prentvélar sínar og verkfæri 1 litlu húsi í grend við íbúðarhúsið. Auk þess, sem hann prentaði fyrir aðra, gerði hann það sjálfum sér til yndis og á- nægju að prenta íslenzk jólakort með Ijóðum og myndum, og fallega skrautprentun gerði hann eitt sinn af barnaheilræð- um séra Hallgríms Péturssonar. Má vera, að margt fleira slíkt hafi hann unnið í tómstundum sínum, þó að mér sé ekki kunn- ugt um. Annars mun bókbandið hafa tekið meira af tíma hans en prentverkið. Meðal annars batt hann allar bækur fyrir ísl. bókasafnið í Wynyard, og leysti verk sitt ágætlega af hendi. Hann var einn þeirra manna, er líta svo á, að bækur ættu ekki að vera lakari að útliti og frá- gangi en að efni. Sjálfur hafði hann yndi af bókum og hélt tímaritum betur saman en flest- ir aðrir. Átti hann bæði stórt og fallegt bókasafn, með hverri bók í vönduðu bandi, og tölu- settri. Hefi eg óvíða séð bóka- söfnum einstakra manna komið fyrir af slíkri reglu. Nokkru áður en Andrjes lézt, seldi hann verkstæði sftt og prentsmiðju ungum og efnileg- um íslenzkum pilti í Kandahar, Páli Anderson. Var heilsu And- rjesar þá farið mjög að hnigna. Síðasta veturinn, sem hann lifði, má segja, að hann gæti átt von á kalli dauðans á hverri stundu. Tók hann því með þeirri bjart- sýni, er var í fullu samræmi við trú hans. Minnist eg þess, að eitt sinn fyrri part vetrar kall- aði hann mig í síma og bauð mér heim. Kvaðst hann eiga við mig erindi. Fór eg þá vestur til fundar við hann, og var hjá honum um daginn. Fann eg, að mikið var honum farið að hnigna, en var þó furðu hress. Kvaðst hann hafa haft í hyggju að gefa mér í jólagjöf tímarit- ið “Strauma” frá upphafi til enda, alla bundna í eina bók, af honum sjálfum. Voru “Straum- ar” eitt af hans uppáhalds tíma- ritum. En hann kvaðst hafa orðið andvaka nóttina fyrir, og komið til hugar, að hann ætti ekki víst að lifa til jóla, svo að það væri bezt að eg fengi bókina undir eins. En svo var annað, sem hann langaði til að sýna mér, sagði hann. Það var sendi- bréf frá manni, sem hann þekti fremur lítið, en þeir höfðu þó átt eina stutta samverustund. Maðurinn hafði svo skrifað Andrjesi þakkarbréf fyrir við- RMHERST SfJo - 25 oz. $2.50 i oz. $o.yo - 0 oz. n»,S3.55 - * AMHEBSrTBUBO. t published or displayed >v the Government of I M ■ bv the Liauor kynninguna og lýst þeim and- legu áhrifum, sem hann hefði jhaft á sig. Nefndi hann nafn Andrjesar samhliða nafni ann- ars manns, ,sem er viðurkendur einn af ágætustu íslendingum þessarar aldar, ekki sízt sökum persónulegra yfirburða yfir flesta aðra. — Þetta þótti Andrjesi of mikið, svo að það fékk á tilfinningar hans. Hann hafði litið á sjálfan sig sem læri- svein, en ekki sem meistara. Honum hafði fundist mikið til um það, sem hann átti öðrum að þakka í andlegu tilliti, en það var eins og honum hefði þessa stundina sézt yfir þann sann- leika, að enginn getur numið lífsins fræði af einlægni án þess að flytja eitthvað af þeim til annara, ósjálfrátt, ef ekki sjálf- rátt. En það var einmitt þetta, sem Andrjesi var lagið í viðræð- um við menn, að glæða löngun til íhugunar og umhugsunar um mikilsverð mál. II. Þessar hugleiðingar mínar um Andrjes Helgason styðjast ein- göngu við viðkynningu fárra ára, er hann hafði lifað bezta hluta æfi sinnar. Æfiferli hans, lífsbaráttu, og þróun hins innra lífs var eg því lítið kunnugur. Er svo jafnan um þá, sem rita æfiminningar, að þeir ná yfir takmarkað svið bæði ytri við- burða og innri skapgerðar. Andrjes Helgason var fæddur að Valadal á Tjörnesi í Þing- eyjarsýslu hinn 11. júlí 1869. Fireldrar hans voru Helgi Ás- muhdsson og Ragnhildur An- drjesdóttir. ólst hann upp með foreldrum sínum til 7 ára aldurs, en var þá tekinn til fósturs af Andrjesi móðurbróður sínum og konu hans, Vigdísi, er bjuggu að Sigurðarstöðum. Tvær systur átti Andrjes Helgason; dó önnur á barnsaldri, en hin er frú Guðný Jósefsson í Melfort, Sask. Á unglnigsárum sínum var Andrjes í þrjú ár við vinnu- mensku og bókbandsnám, en réðst til Ameríkuferðar 1888, þá 21 árs að aldri. Fór hann þá til Argyle-bygðar í Manitoba, en þangað voru þá komnir á undan móðurbræður hans útan af ís- landi. Lagði Andrjes nú stund á akurvinnu, en seinna lagði hann fyrir sig málningu, prentun og bókband. Andres var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Lilja Jósafats- dóttir, úr Kelduhverfi. Höfðu þau verið saman á fjórða ár, er hún lézt. Höfðu þau eignasí eitt barn, er dó ungt. Nokkrum árum síðar kvæntist Andrjes systur fyrri konu sinnar, Elínu Jósafatsdóttur, er nú lifir mann sinn, ásamt þrem uppkomnum börnum. Elzta dóttir þeirra er látin fyrir allmörgum árum. Hét hún Lilja, og var gift Jóhanni Jósefssyni bónda í Kandahar, Sask. Þau þrjú, sem eru á lífi, eru Mrs. Ragnhildur Lamont í Kandahar, Sigursteinn Helgason bóndi í Wynyard, kvæntur Vil- bogru Jónssonar, og Hallfríður, gift Hermanni bónda Jónssyni í Kandahar. Þau hjónin, Andrjes og Elín, fluttu til Vatnabygðanna í Sask- atchewan árið 1917, og settust þá fyrst að í Wynyard. Áttu þau þar heima í rúm tvö ár, en fluttu sig árið 1920 til Kanda- har, á heimili Jóþanns tengda- sonar þeirra. Þar stundaði Andrjes atvinnu sína svo lengi sem heilsan leyfði. Andrjes Helgason lézt 26. febr. árði 1939. Að honum var mikil eftirsjá. Við dauða hans er enn einum færra af þeirri kynslóð, sem breyttu Vestur- landinu úr viltri mörk í verð- mætar bygðir. En með honum er líka farinn einn af ágætustu fulltrúum íslenzkrar alþýðu- menningar, einn af þeim, sem lærði skólalaust, hugsaði sjálfur og fanst engin vansæmd í þvi að hafa skoðanir um andleg mál. Guð blessi minningu hans — og hann sjálfan. Jakob Jónsson EINAR BENEDIKTSSON Eftir Jónas Jónsson Framh. XXI. Meðan stóð á heimsstyrjöld- inni gerðust tveir atburðir, sem urðu erfiðir þrepskildir á leið Einars Benediktssonar til að koma á stóriðju við fossana í Þjórsá, með járbraut að höfn við Skerjafjörð. Annars vegar tókst Þjóðverjum að framleiða tilbúinn áburð með tiltölulega lítilli orku og nota til þess kola- hita. Við þá uppgötvun varð fossaflið, einkum í afskektum löndum, miklu minna virði en áður í augum fésýslumanna. Hin hindrunin gerðist heima á ís- landi. Til að hefja stórvirkjun á íslandi þurfti sérstaka löggjöf, og lögákveðin réttindi fyrir hið erlenda fjármagn, ef unt átti að vera að flytja stórfé til íslands. Alþingi tók málið til meðferðar. Mannmörg nefnd var sett til að rannsaka með hvaða skilyrðum ísland gæti leyft stóriðju við fossana. Nefndin starfaði í mörg ár, en leiddi hugðarmál Einars Benediktssonar hjá sér, en tók í þess stað til rækilegrar meðferðar eignarréttinn á renn- andi vatni. Um þetta leyti, seint á stríðsárunum, fanst Einari Benediktssyni, að hann standa næst takmarki óska sinna um að geta flutt ógrynni fjár til landsins til að virkja orku Þjórsár. En í stað ákvörðunar fanst honum stjórnarvöldin vefj- ast fyrir og svara engu nema vífilengjum. Brá hann þá vana sínum og orti mikið og voldugt ádeilukvæði, er hann nefndi Fróðárhirðina. Gerir hann þar hiklaust gys að seinlæti og úr- ræðaleysi því, sem honum þótt vera höfuðeinkenni íslenzkrai þ jóðmálastarf semi. Að loknu heimsstríðinu flutt: Einar Benediktsson sig urr stund frá Kaupmannahöfn yfi: til London og bjó í Oxford St Þá voru orðin tímamót í fjár málastarfsemi hans. Hafnar málin við Skerjafjörð og virkjur Þjórsár var nú lagt á hilluna Um nokkur næstu ár lagði Ejn ar Benediktsson stund á af koma af stað námurekstri hj; Miðdal í Mosfellssveit með fjár- magni og hjálp kunnáttumanna frá Þýzkalandi. XXII. Síðasta athafnatímabli Einars Benediktssonar hófst með því að hann kom heim til Reykjavíkur vorið 1921 og flutti Kristjáni konungi X. mikið kvæði, sem var minna virt og launað heldur en skáld fornaldanna höfðu vanist, er þau færðu konungum drápur. Skömmu síðar fluttu þau hjón heimili sitt til Reykjavíkur og bjuggu í ríkmannlegu húsi, Þrúðvangi, við Laufásveg. Hafðí tengdamóðir skáldsins bygt þetta hús handa sér og vanda- mönnum sínum. Átti Einar Benediktsson þar lögheimili þar til 1927. Börn hans voru um þessar mundir við nám í Dan- mörku, Þýzkalandi og Englandi. En á þessum árum, meðan skáld- ið og kona hans bjuggu í Þrúð- vangi, voru þau á stöðugum langferðum utanlands. Haustið og fyrri hluta vetrar 1921, voru þau í Canada. Næsta haust lá leiðin til Hamborgar. Það átti að vera skyndiferð; en þá um veturinn veiktist Einar Bene- diktsson hastarlega af blóðeitrun Lá hann mánuðum saman milli lífs og dauða, undir umsjá góðra lækna og konu sinnar. Síðla sumars 1923 var hann orðinn svo ferðafær, að hann gat komist heim til Reykjavíkur. Næstu missiri var hann stöðugt með annan fótinn í Þýzkalandi, en brá sér til New York og hafði dvöl þar veturinn 1925—26. Þá var hann árlangt um kyrt heima í Reykjavík, en fór þrem sinnum til Noregs árin 1927—28. En þar með var lokið ferðalögum hans til útlanda í fjármálaerind- um. Hafði hann þá verið tutt- ugu ár búsettur érlendis eða á stöðugu ferðalagi um þau lönd, þar sem hann stundaði fésýslu. Langdvalir Einar Benedikts- sonar í Þýzkalandi og ferðalög þangað frá íslandi stóðu að mestu leyti í sambandi við rann- sóknir á gullgraftrarskilyrðum í Miðdal. Honum hafði tekist að vekja talsverðan áhuga fjár- málamanna í Þýzkalandi fyrir þessum tilraunum, svo að þeir lögðu mikið fé fram til rann- sókna og margskonar útgjalda. Var svo mikill trúnaður lagður á þessar gullnámuvonir á íslandi, að þýzka félagið sendi einn hinn frægasta jarðfræðing, sem þá var uppi, til að rannsaka gull- málið í Mosfellssveit. En að síðustu varð þó sú niðurstaða í því efni, að ekki myndi borga sig að grafa gullið í Miðdal. XXIII. Um þessar mundir, þegar út- séð var um hin stóru mannvirki til fremdar og fjárafla landinu og forgöngumönnum fram- kvæmdanna, bar saman fundum okkar Einar Benediktssonar Hann lét þá falla nokkur orf um, að sér þætti Alþingi mjör misskifta eftirlæti við skál landsins. Hefðu sum föst árs laun frá ríkissjóði, en önnur líti skáldalaun eða engin. Lét p þess getið, að þjóðin kynni v<- að meta verk hans, en laun til ís lenzkra skálda væru að öllur jafnaði svo lág, að honum myn þykja litlu skifta um þesskonr tekjur. Fann eg þó, að har myndi hafa nokkurn hug á slíl um launum. Eg var þá í minn hlutaflokki á Alþingi og þól barin von að valdamenn þing ins tækju vel tillögu frá mér u- aun handa þjóðskáldinu. Hreyf' «g því við merka menn í Háskó' fslands, hvort þeir vildu sækj um að Einari Benediktssyni yr<' veitt heiðurslaun jöfn föstu’ launum háskólakennara. Ur<' þeir vel við þessum tilmælui Neðri deild tók allvel í þes: beiðni frá háskólanum, en þegr kom til efri deildar, bar eg fra tillögu um að launin yrðu lí látin ná til yfirstandandi árs, e ekki aðeins til fjárlaga fyr{ 1928, en ekki var við það kom- andi að fá þá tillögu samþykta. Kom þá að því, sem mig hafði grunað, að ekki væri með öllu vandalaust að fá fjárveitingar- valdið til að viðurkenna, að þjóð- in stæði í þakkarskuld við hið víðförula ksáld, sem bjóst nú til að eyði elliárum sínum í þyí landi, sem hann hafði ætlað að færa bæði auð og frægð. Það má telja sennilegt, að Einar Benediktsson hafi aldrei náð fullri heilsu eftir hina miklu legu í Hamborg 1923, en eftir 1928 tók mjög að sækja á hann vanheilsa. Hann átti enn ýmsar fasteignir á íslandi. Ein af þeim var jörðin Herdísarvík í Selvogi. Þangað flúttist hann nú, líkt og Egill Skallagrímsson hafði, þegar elli sótti hann heim, fært bygð sína frá Borg á Mýr- um að Mosfelli undir Esju. Sá var munurinn, að Einar Bene- diktsson flutti ekki með sér til Herdísarvíkur gull frá víkinga- ferðunum, enn síður kom honum til hugar að grafa gull sitt. Ljóðin voru gull Einars Bene- diktssonar og þau hafði hann með miklu örlæti gefið fslend- ingum, sem ævaradi höfuðstól, meðan þjóðartungan lifir. XXIV. Hlutafélagið er víkingaskip vélaaldarinnar. Einar Bene- diktsson notaði þetta tæki sam- tíðar sinnar með jafn mikilli á- stundun og sigursæld eins og kappar fornaldarinnar hin vel búnu langskip sín. Honum varð oft vel til fanga. Hann hafði alla jafna mikið fé milli handa vegna hlutafélaga sinna, og þegar bezt lét, um það bil sem friður var saminn, hafði hann stundum upphæðir sem námu hundruðum þúsuilda á banka- reikningi sínum. En þarfir hans voru miklar og honum tamt að hafa mikla risnu og fjáreyðslu, bæði til eigin þarfa og vegna fé- laga þeirra, er hann stofnaði í sambandi við auðlindir íslands. Einar Benediktsson lét oft orð falla um það, að hann væri í tveim heimum,, fjáraflamaður- inn og skáldið. Sennilega hefir honum þá líka komið til hugar, að ef fésýslumaðurinn hefði yf- irgefið skáldið og snúist ein- göngu að auðsöfnun, þá myndi sá maður hafa getað safnað miklum auði. En í raun og veru var skáldið óhjákvæmilegt við fésýslu gróðamannsins. Það að Einari Benediktssyni tókst í utttugu ár að vekja áhuga fjöl- margra áhrifamanna í nokkrum helztu mentalöndum heimsihs fyrir nýjum og stórfeldum fram- leiðsluskilyrðum á íslandi, var að þakka hæfileikum Einars Benediktssonar öllum saman: Glæsimensku hans, gáfum, vand- virkni, mælsku og hrífandi í- myndunarafli. Skáldgáfan var dýrmætasti eiginleiki þessa sér- kennilega manns. Hún var vopn hans til sóknar og vamar í fjár- málabaráttunni, og hennar vegna lifa listrænar hugsjónir hans í heimilum listmentaðra ís- lendinga löngu eftir að allur þorri þjóðarinnar hefir gleymt baráttu hans og ósigrum við að flytja auðmagn inn í landið. En þó að skáldgáfan væri fjöregg Einars Benediktssonar, þá verður hinu ekki neitað, að hún átti meginþátt í að hann gat aldrei unnið varanlega sigra í fjármálum. Hann var fullur af hugmyndum og skáldadraumum. i Nýjar hugsjónir fæddust og kröfðust lífsskilyrða, áður en búið var að tryggja öryggi eldri viðfangsefna. Einar Benedikts- son sá alt af fleiri draumsýnir heldur en hann gat komist yfir að gera að veruleika eða að yrk- isefnum. Þar við bættist fjár- eyðsla hans sjálfs, sem oft var lítt stilt í hóf. Skáldið settist við herfang víkingsins og fylgdi for- dæmi Egils Skallagrímssonar og tók ekki fulla gleði fyrr en hon- um var réttur gullhringurinn á sverðsoddi yfir langeldinn í höll viðskiftamálanna. XXV. Einari Benediktssyni hefir vafalaust verið fullljóst allmörg- um árum áður en hann hætti fé- sýslustörfum, að hann hafði beð- ið ósigur í hinu mikla baráttu- tafli manndómsáranna. Hann hafði ásett sér að leiða gull- straum inna ríku landa til ís- lands. Hann hafði dreymt stóra drauma um að gerbreyta að- stöðu þjóðarinnar með tröll- brotum eims og raforku. Nýjar hafnir, járnbrautir, verksmiðjur og námuvinsla áttu að rísa fyrir atbeina auðfélaga þeirra, er hann stofnaði. En engin af þessum hugsjónum varð að veruleika, nema stofnun íslands- banka, sem hann vann mikið að á þeim árum, þegar hann var ritstjóri Dagskrár. Snemma á skáldabraut sinni hafði hann lýst átakanlega tilfinningum manns, sem endurmetur örlaga- ákvarðanir æfinnar. í kvæðinu: Að Elínarey, lýsir Einar Bene- diktsson hugarangri Napoleons, er hann sér eimskip sigla fram hjá herskipi Breta, er flutti hann sem fanga til Elínareyjar. Keisarinn minnist þá þess, að á ógæfustund hafði hann neitað boði Fultons um að taka eimvél- jna í herskip sín móti flota Eng- lendinga, og sér nú um seinan, að sú nýjung hefði getað snúið gæfuhjólinu honum í vil: “Bitrast sker þó hershöfðingj- ans lundu minningin um eina stóra stundu, stjarna gæíu hans þá bjartast lýsti — er hann fleygði lífs síns láni að grundu.” ■ryr Einar Benediktsson hefir vafalaust lifað þvílík augnablik,

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.