Heimskringla - 24.04.1940, Page 4

Heimskringla - 24.04.1940, Page 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 24. APRfL 1940 lleimskringla (StofnuO 1886) Kemur út í hverjum miBvikudegi Elgendur: THE VIKINO PRESS LTD 853 og 8S5 Sargent Avenue, Winnipet Talsimia 86 537 VerS blaðslns er $3.00 árgangurlnn borglst fyrkrfram. Allar borganlr sendlst: THE VIKING PRESS LTD. 3U vlðskHta bréf blaðlnu aðlútandl sendlat- 81 -nager THE VIKINQ PRESS LTD 853 Sargent A ve„ Winnipeg Ritstjóri STEFÁN KINAR8SON UtanAskrift ttl ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINQLA 853 Sargent Ave., Winnipeg “Helmskrlngla” ls published and prlnted by THE VIKINO PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man Telephone: 86 537 WINNIPEG, 24. APRÍL 1940 VERTU VELKOMIÐ SUMAR Sumarið byrjar á morgun. — Sumardagurinn fyrsti er annar mesti afhaldsdagur fslendinga heima, og eru til þess margar ástæður. Og ein ástæðan er sú, að þá kastar vet- urinn frá sér viðja þunganum, snjóinn leysir og lækirnir hoppa með galsi og glettum eftir hverri laut og dragi, og syngja sinn dillandi sumar-óð, og hleypa lífi og lyfting í alt, sem á vegi þeirra verður. Árnar velta fram kolmórauðar og hvinandi, svo undir tekur í gljúfrunum. Gulir þúfnakollarnir gægast hálf feimnir undan snjónum og út í sólskinið, sem þeir hafa ekki viðrað sig í vikum saman. Og þúfurnar þenjast út, teyja úr sér og hækka, uns þær hafa allar losað sig undan línvoðum vetrarins. Upp úr lautunum gægjast grænar gróðurnálar, sem geymst hafa þar með lífi og litum frá liðnu sumri, dálítið dasaðar og utan við sig eftir blund- inn, en kinka brátt kankvíslega kolli til al-lífisins og kunningjanna í kring um sig. Jörðin angar, loftið angar, öll náttúran angar við umbrot hins vaknandi lífs úr vetrar dvalanum. Þeyrinn hjalar, og létt og ljúft leikur hann um blöðin bleik og föl og titrandi, hvíslar að öllu ástarorðum og vekur gleði og gefur þrótt, svo: Laufum grænum skógar skrýðast, skarlats klæðum týgist jörð.. Alverunnar blikar blíðast bros í lífsins þakkargjörð. Vetrar kvíðans fjaðrir falla fögnuður í hjörtum grær. Heyrist yfir heima alla er hörpu sína vorið slær. Og það var ekki undarlegt, þó fögnuður- inn væri einlægur og áberandi heima við komu sumarsins, eftir langan ljósvana vetur, innistöður og allskonar þrengingar, og takmarkaðar samgöngur og fréttir úr bygðum og borgum, þegar: “Hleður fönn til fjalla fjúka blöð og strá. Allir ómar falla út í þögn og dá.” Svana söngur, fossaniður og lóukvak, bar aldrei fyrir eyra, alt var hulið snjó og gaddi og ömurleik umhverfisins. En í bæjunum lágu var búið vel og bjart var í hverri sál.-- Það var trú margra heima, að eins og þeim liði á sumardaginn fyrsta, þannig mundi alt sumarið reynast þeim. Ef til vill telja margir þetta fjarstæðu eina og gamla hjátrú, sem hafi ekki við hin minstu rök að styðjast. En, lesari góður, nú er öldin önnur, og vér ættum að hafa vitkast það vel síðustu áratugina að sjá að trúin — eg á ekki við neina ein- skorðaða trú — er máttarstólpinn í lífi voru. Vér getum ekki orðið neitt, né kom- ist neitt áfram í lífinu án þess að hafa trú, trúa á að þetta eða hitt geti orðið og að þetta eða hitt er hægt. — Þess vegna er það, að þeim sem trúa nógu fast á mögu- leikana, verður oftast að ósk sinni, og svo var þeim, sem trúðu því hér áður, að sum- arið bæri ávexti þess í skauti sínu, sem kom fram við þá á sumardaginn fyrsta. — Þess vegna var um að gera að bera sólskin í allra sál á sumardagnin fyrsta, svo upp- skeran yrði góð og ávextirnir nógir að leggja yfir til næsta veturs. — Þannig hjálpðaist alt til þess að gera sumarhugs- unina sem háleitasta og sólríkasta. Allir höfðu eitthvað fallegt að ræða um við sumardísina í líkum anda og skáldið: “ó loks ertu komin á land mitt heim! Hve langt var nú funda milli. f grasinu undir grænni björk eg geisla bikarinn fylli. Til hátíðar söngs við hjarta þitt eg hörpuna mína stilli. Legðu henni ljóð á alla strengi. Dvel þú hjá mér lengi, lengi, lengi.” ... / Á sumardaginn fyrsta, heima, var öllu gefið frelsi, sem inni hafði kúrt og í fjötrum vetrarins verið. Og sem dæmi má benda á, hvað fegnar jafnvel kýrnar urðu, þegar þær komu út á vorin í fyrsta sinn, og soguðu í sig með útþöndum nösum, lif- andi sumarilminn. Það var bæði fögur og ófögur sjón, að sjá öll þau rassa-köst, hlaup, stökk, öskur og læti er þær gátu framleitt. Og það var sannarlega ekki annað hægt að segja, en að þær fögnuðu sumrinu á sína vísu. Allir, ungir og gamlir, færðu þá anda sinn í .sumarhugsanir eins og líkama sinn í sumarskrúða. Náttúran gerði það líka. Það er eðli manns og náttúru. Það er köll- un frá lífinu. Á sumardaginn fyrsta, var farið í leiki úti á túni, hvar sem blettur fanst þur. Það var farið í skolla-leik, risa-leik, stcr- fiska-leik, höfrungs hlaup og bænda glímu, og fleira, og fleira, sem hugsanlegt var. Og svo var gleðiji og áhuginn stór fyrir öllu, sem fram fór, að jafnvel karlæg gamalmenni spruttu á fætur og gengu í endurnýjung lífdaganna út á tún, og horfðu á fólkið skemta sér, með þeirri einlægni og ærslum, sem aðeins nýbrostn- ar vetrarviðjur og nývaknaðar sumar- vonir geta framleitt. Nú er sumardagurinn fyrsti orðinn al- mennur frídagur heima, og stórum víðtæk- ari og þroskaríkari skemtana föngin, því þá fara fram allskonar íþróttir, útileikir og líkamfíæfingar. Um sumarfagnað fslendinga heima fyr og nú, væri hægt að rita langt, fróðlegt og skemtilega erindi ef tími ynnist til. En hvernig er því varið með okkur, íslendinga vestan hafs? Höfum við ekki með öllu drekt þessum gamla, góða ís- lenzka sig í botnlausri elfu algleymings og háværu heimsæði miljóna þvargsins? Nei, langt frá því. íslendingar verða altaf fyrst og fremst íslendingar, hvar sem þeir eru. Þeir hafa ávaxtað vel sitt heimanmundarpund. Þeir nærðust á öllu því sem þeim var nauðsynlegt, til þess að mæta hverju sem að höndum bar í anda og átaki, meðal annara þjóða, án þes.s að glata vöggugjöfinni. . Og þeir voru: Vígðir hreysti, stiltu stáli, stórum anda, goða máli. — 0g frá því fyrsta er íslendingar fluttu til þessa lands, hafa þeir haldið vel og dyggilega við góðum göfgandi íslenzkum siðum, svo sem því að halda alla tíð upp á sumardaginn fyrsta, — fagna sumrinu. Veturnir hér vestan hafs, hafa líka verið kaldir, erfiðir og langar og átt í því sam- eiginlegt við veturna heima, og þannig á sinn hátt, átt þátt í því að hjálpa íslend- ingum til að halda við tilhlökkuninni fyrir komu sumarsins, þegar: Náttúran speglast í litbrigða ljóma er Ijós-brúður aldanna greiðir úr dróma. Þess vegna hefir það verið og er og vonandi verður al-gild regla hér vestan hafs, að fagna sumrinu með því að koma saman í kirkjum og samkomuhöllum vor- um, til þess að njóta þar margbreytilegrar og góðrar skemtunar, sem kvenfélögin stofna til og standa fyrir. Og þó sam- komur þessar séu með öðru sniði og á annan veg en alment tíðkast heima, þar sem andrúmsloftið og umhverfið er al- íslenzkt, þá skilja slíkar skemtistundir eftir hjá oss mörg góð og ávaxtarík fræ- korn, sem hafa sáð út frá sér og borið heillaríkan og andlega arðberandi ávöxt. En það mun nú ef til vill mörgum finn- ast það harla erfitt að fagna komu sum- arsins á morgun, eins og ástandið er í heiminum og blasir við oss, með öllum þessum óskaplegu æsingum og mannvíg- um og eyðileggingum, sem geysa eins og bráðapest yfir löndin, og hver og einn getur átt það á hættu óðar en varir, að verða fyrir morðvélum og ránklóm ræn- ingjanna. En, ekki hvað sízt, þegar svona horfir við, og loftið er skýjað og skuggalegt yfir austurheimi, er oss sérstök þörf á því að gleðjast og fagna sumrinu, því ljósið, lífið og gleðin rekur úr vegi vorum skuggana og lamar öfl óttans, óvinar vors, sem: Eltir eins og skuggi í mána skini óverurnar, sem á hann fyrir vini. Koma sumarsins er öllum kær, og hún er ennþá boðberi ljóssins, lífsins og gleð- innar, og vér vitum að sumarið hefir full- an faðminn af óskaskeytum, sem við höf- um sent því í von um að það gefi oss ef til vill úrlausn á þeim í einhverjum mynd- um oss til góðs. Og sé skynsemi vor á verði og vel að verki, vegur efasemdirnar og reynir að greiða úr vandmálum þeim og ráðgátum, sem lagðar eru fyrir framan oss á lífs- borðið, þá gerum við eitthvað af því, sem í voru valdi stendur til þess að áhrif sum- arsins, með sínum skapandi mætti, lífi og fjöri, og töfrandi litauðgi og fegurð, nái að festa rætur í sál vorri, svo að þar verði ávalt sumar og skapandi máttur, þó endrum og eins gefi á bátinn. Og með nýju sumri koma nýjar hugs- anir, nýtt líf, nýr gróður og vaxandi afl til vits og verka, er gefur oss heillavæn- legan framgang í fyrirtækjum vorum og margfalda sigra í baráttu við helstefnu hugsanir, — ef vér aðeins stöndum saman og hugsum saman. Gleðilegt sumar! Davíð Björnsson “LÖGBERG” DÆMIR UM “OFUREFLI” f “Lögbergi” 18. þ. m. er ritstjórnar- grein um leiksýningu, sem nýlega fór fram í Winnipeg. Árni Sigurðsson hefir samið leikrit upp úr skáldsögu Einars H. Kvar- an, “Ofurefli”. Leikdómurinn endar á þessum orðum: “Vonandi er, að betur takist til um val á næsta leikriti þessa vinsæla leikflokks, sem innt hefir af hendi á undangengnum árum, þakkarvert þjóð- ræknisstarf.” Það er gott og blessað, að íslenzku blöðin skrifi sem rækilegast um leiksýningar, og sjálfsagt, að ritstjórarnir segi meiningu sína fullum fetum. En vitaskuíd verða þeir þá að sætta sig við það, að lesendur þeirra segi þeim sjálfum ofurlítið til synd- anna, ef þeim þykir svo við þurfa. Og þann sjálfsagða rétt ætla eg nota mér gagnvart ritstjóra “Lögbergs” í þetta sinn. Og af því að leikdómur hans verður fíkiljanlegri, þegar hann er lesinn aftur á bak, hefi eg byrjað á síðustu setningunni. Það fyrsta, sem lesandinn hlýtur að spyrja um, er það, að hvaða leyti hafi illa tekist til um val á leikriti. Var leikurinn illa saminn? Ekki er þess getið, enda mundi flestum koma á óvart, ef svo væri. Eg hefi að vísu hvorki lesið leikinn né séð. En eg ber það traust til Árna Sigurðssonar, bæði sökum listasmekks hans, reynslu og þekkingar, að eg tel ekki líklegt, að um stórvægilegar gloppur hafi verið að ræða, — enda hefir enginn ymprað á slíku. Það eina, sém “Lögberg” segir um leikritið er það, að “leikflokkurinn þræðir efnið eins og það er frá höfundarins hendi.” — Og að minsta kosti að því er snertir Imbu vatnskerlingu, finst ritstjóranum þetta vera ókostur. Ef þses er rétt til getið, að leikurinn hafi verið vel bygður upp, og auk þess vitað, að leikritshöfundur hafi sýnt fulla trúmensku við höfund skáldsögunnar, þá verður ekki hjá því komist að álíta, að það sé Einar H. Kvaran, en hvorki Árni né leikflokkurinn, sem beri ábyrgðina á óá- nægju “Lögbergs”. í miðkafla greinar- innar kannast ritstjórinn líka við, að svo sé. Hann bendir þar á ýmislegt, sem megi að sögunni finna og leggur fram þá spurningu hvort það fíé ekki bjarnargreiði við “æskulýð vorn af íslenzkum stofni í þessu landi að bjóða honum upp á slík “blæbrigði” úr forfeðrasögunni” og þau, sem sýnd eru í leiknum. Er þar sérstak- lega átt við Imbu vatnskerlingu. Rtistjórinn verður varla skilinn á annan veg en þann, að hann eigni Einari Kvaran þá skoðun, að konur, sem báru vatn og kol, hafi tapað einhverju af manngildi sínu við þá vinnu. Eg hélt satt að segja, að enginn, sem þekkir skáldskap Kvarans mundi væna hann um að líta niður á erf- iðisfólk. Kvaran er enn sem komið er mesta öreigaskáld ífílendinga, þó að mynd- ir hans úr ísl. þjóðlífi heyri nú orðið gamla tímanum til, að hinu ytra. Það er ekki stéttabarátta nútímans, sem hann lýsir, sú er birtist í deilum milli kaup- manna og útgerðarmanna annars vegar og verklýðssamtakanna hins vegar. Hann sýnir hina ófélagsbundnu stéttabaráttu, þar sem dreifðir einstaklingar meðal ör- eigalýðsins reyndu að halda sér uppi á því að tala illa um heldra fólkið og “snuða” kaupmennina, en urðu þó oft og tíðum að skríða hundflatir fyrir burgeisunum til að koma sér ekki út úr húsi. Það voru ekki kolin og vatnið, sem minkuðu manngildi þessa fólks, heldur kúgunin. í “Vista- skiftum” eftir Einar H. Kvaran j er meistaralega vel dregin upp mynd að barni, fíem í vonlausri bræði svalar sér á dagdraumum um það, að ef konan, sem í hans augum var ímynd kúguparinnar, drepi sig, ætti hann að ganga aftur og hengja hana. Imba vatnskerling er ekkert barn leng- ur. Hún er orðin veraldarvön. Dómkirkjupresturinn og yfir- dómaradóttirin eru í hennar aug- um ímynd þessa heldra fólks, sem á betra en hún, og skríður fyrir því eins og kvikindi, en undir eins og Þorbjörn kaup- maður sýnir, að hann er voldug- astur, fellur Imba gamla fyrir þeirri freistingu að vera þeim megin. Örbirgðin, vonbrigði lífsins og ranglæti þjóðfélagsins er búið að koma inn hjá henni svo mikilli beiskju og vantrú á lífið og mennina, að hún er farin að virða sjálfa sig jafnlítils og hún virðir þá. Svona fólk er til, því miður, í öllum löndum. Imba er ekki “frýnileg að á- sýndum og innræti.” En hún er skiljanleg frá hendi höfundar, og sálfræðilega rétt lýst að orða- lagi og hegðun. Sem betur fer hafa sjálfsagt ekki allar vatns- kerlingar verið líkar henni, og hún hefði ekki heldur þurft að vera vatnskerling. Eg hefi séð framan í hana inni í Gyðinga- búð í Winnipeg og mér kæmi ekki á óvart, þó að fleiri hefðu litið hana augum einhversstaðar annarsstaðar. Eg skal viður- kenna með ritstjóranum, að það er fremur óeðlilegt að hugsa sér sóknarnefnd dómkirkjusafnaðar skipaða slíkum djásnum sem Jóni Sigurðssyni og Finni Jóns- syni, en eg á ekkert erfitt með að hugsa mér þá greiða atkvæði á almennum fundum, hvar á hnettinum sem er. En látum nú svo vera, að alt þetta megi til sanns vegar færa. Þá er enn ó- svarað þeirri spurningu, hvort það sé holt fyrir æskulýðinn, að slíkar myndir sem þessar séu dregnar upp í leikhúsum okkar. Þarna snertir ritstjórinn við atriði, sem væri vel þess virði, að það væri rætt iog hugsað, al- veg án tillits til þeirrar leiksýn- ingar, sem hér er um að ræða. Það gæti orðið efni í skemtilega kappræðu, hvort það ætti að leyna unga fólkið hér í álfu mis- fellum íslenzks þjóðlífs og ís- lenzkrar skapgerðar. Af eðli- legum orsökum hefir flest eldra fólkið haldið fram við börn sín því sem fagurt er og dásamlegt við ffíland og íslendinga. En stundum hefir þetta gengið út í þær öfgar, að unglingarnir hafa alls ekki verið fræddir um landið, heldur kent að líta á ísland eins og nokkurs konar Eden, þar enginn höggormur þyrði að skríða í grasinu, hvað þá að ganga uppréttur. Hafi svo ungl- ingarnir rekist á einhverja bók, sögu eða leikrit, sem ekki var eins og jóla-sjónleikur fyrir sunnudagaskóla, með eintómum englum og heilögu fólki, þá brá þeim hrottalega í brún. Og Paradís hvarf enn einu sinni af jörðinni. — Nú skal eg fúslega viðurkenna, að hér geta orðið ýkjur á báða bóga. íslenzkur mentamaður, fæddur o-g uppal- inn hér í álfu sagðist halda, að það mundi verða mikið verk fyr- ir landkynni fslands að leiðrétta þær hugmyndir, sem “Sjálfstætt fólk” eftir Halldór Kiljan kæmi inn hjá ófróðum lesendum í enska heiminum. Synd Kiljans er þó ekki fyrst og fremst í því fólgin að draga upp myndir af einstaklingum, sem ómögulegt væri að finna stað. Það eru tii pokaprestar, gikkslegir læknar, heimskir bændur og aulalegt kvenfólk á íslandi alveg eins og í öðrum löndum. En það eru varla til heilar sveitir, bygðar engu öðru en hálfvitum, föntum og siðferðilegum ræksnum. Eins og það er tæplega til sú paradís, að höggormurinn, laumist ekki inn á milli blómanna, þannig mun heldur ekki vera til það víti, sem ekki hýsir fleiri eða færri af englum ljóssins. — Heilbrigðasta upplýsingin um þjóðlíf fslendinga, sú er unga fólkinu getur veizt, er að kenna því að skilja tilveru hins góða og illa í lífi þjóðarinnar, þekkja baráttu hennar og þróun, og þá mun það meta sigra hennar og átök. Og það er kosturinn við “Ofurefli”, að það skilur við les- andann eða áhorfandann með þeirri von, að þó að lítilmensk- an, heimskan, afturhaldið, valda- fíknin, peningagræðgin, þröng- sýnin og ófrjálslyndið sigri í svip, muni þó öllu þessu vera ofurefli að etja kappi við nýja strauma frjálslyndis, mannúðar og þekkingar, sem, ryðji sér braut inn í íslenzkt þjóðlíf. Eg vona að sjónleikurinn hafi sýnt þetta, engu síður en sagan, eða gefið það í skyn. En nú eru fleiri leiðir en “Of- urefli” er sýna bæði “hrygðar- myndir” og “persónur, sem ekki eru frýnilegar að ásýndum né innræti.” Hvað segja menn um fíéra Sigvalda og Hjálmar Tudda? Eða um Jósafat? — “Hverju reiddust goðin, þá er jörð brann, þar sem nú stöndum vér?” Hvers vegna ásakaði ekki “Lögberg” leikfélagið um óheppilegt val á leikriti, þegar það sýndi “Mann og konu” eða “Jósafat”? Hvaða sérstöðu hef- ir “Ofurefli”? Ritstjórinn segir: “Sagan fel- ur í sér snarpa árás á hinar eldri trúarbragðasetning um þær mundir, er höfundur hennar átti annríkast við að ryðja anda- trúnni veg á íslandi.” Mér er spum: Er þetta aðalástæðan til þess, að leikritið þykir illa vaiið til sýningar? — Ef svo er, þá er full ástæða til að athuga ofur- lítið nánar, hvað ritstjórinn hef- ir til síns máls. Fyrst og fremst vil eg benda á það, að Einar H. Kvaran reyndi aldrei að ryðja neinni “andatrú” veg á íslandi. Flestir kristnir jnenn hafa um allar aldir verið andatrúar. — Kirkjan hefir kent, að guð væri andi, og að mennirnir væru and- ar, og að andi mannsins lifði eft- ir líkamsdauðann. Menn hafa trúað á tilveru anda, af mörgum ástæðum, sem hér er óþarfi að nefna. En Einar H. Kvaran hélt því fram, að sannfæringin um tilveru andanna, gæti orðið meira en aðeins “andatrú”. Hún gæti orðið vísindaleg þekking, sönnuð að vottfestum dæmum og studd af vissum fyrirbrigðum, sem venjulega eru nefnd “sál- ræn” fyrirbrigði. — Þegar Einar “átti annríkast” við að leita sannleikans um þessi efni og kynna fólkinu nið- urstöður sínar, varð hann þess var, að bæði hjá kirkjunum, mentamönnunum og svo ótal mörgum öðrum, var ósköp lítil löngun til annars en að “varð- veita þær skoðanir”, sem ofan á hafa orðið”, fremur en að leita nýrra sanninda og boða þau. Þessi sanni þröskuldur varð á vegi þeirra, sem vildu rannsaka biblíuna að nýju til og endur- skoða trúfræði kirkjunnar sam- kvæmt því. Og Einar var því vel kunnugur af eigin raun, og margir aðrir frjálst hugsandi prédikarar nýrra sanninda, hvernig óhróður og persónulegt áhrifavald einstaklinga var not- að til árása á þá eða til að spilla fyrir þeim á alla lund. Hann vissi líka, að stundum var hægt að æsa almenning upp gegn mönnum, sem vildu vel, og snúa við og rangfæra boðskap þeirra, líkt og þegar postullinn talar um að umhverfa sannleikanum í lýgi. Það er slíkur hugsunar- háttur og slík aðferð, sem Einar H. Kvaran flettir ofan af í “Ofurefli”. Sagan felur ekki “í sér snarpa árás á eldri trúarbragðasetning- ar,” eins og ritstj. kemst að roði. Það er sáralítið á trúfræð- ina minst. En sagan felur aftur á móti í sér snarpa árás á þá kyrstöðu og þröngsýni, sem ekki þolir sannleikann, nema hann se viðurkendur af fjöldanum og

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.