Heimskringla - 08.05.1940, Blaðsíða 2

Heimskringla - 08.05.1940, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 8. MAÍ 1940 EKKERT BETRA EN VOGUE að GILDI lOc PAKKINN Þú færð meira fyrir pening- ana þegar þú vefur sígarett- urnar sjálfur úr þessu bragð- góða, fínt skorna tóbaki. — Hvernig sem þú lítur á það, þá er það stór hagnaður að kaupa pakkan á lOc og 14 punds dósina á 60c. Vogue fín skorið tóbak—með Vogue sjálf brennandi síga- rettu pappír—gerir það ágæta “vefðu þær sjálfur’’ samein- ingu. í/2-PUNDA DóS FYRIR 60c ÆFIMINNIN G Sigurjón Jónsson Þann 24. janúar síðastliðinn andaðist að heimili sínu í grend við Lundar, Man., bóndinn Sig- urjón Jónsson rúmlega áttatíu ára gamall. Sigurjón var fæddur í Hafnar- firði í Gullbringusýslu á íslandi 28. nóvember 1859. Foreldrar hans voru merkishjónin Jón Jónsson og Þórunn Gunnarsdótt- ir, sem lengi bjuggu í Hraunprýði í Hafnarfirði. Voru þau ættuð úr Rangárvallasýslu; hann frá Hlíðarenda í Fljótshlíð en hún úr Hrunamannahreppi, af hinni svonefndu Langholtsætt. Börn þeirra Jóns og Þórunnar voru mörg, en eru nú flest dáin, á lífi munu vera þrír bræður: Pétur, sem lengi var bókhaldari við Knudtzons verzlun í Hafnar- firði, síðar bóndi í Krýsuvík, mörg síðari ár æfi sinnar í Reykjavík; Ágúst í Reykjavík og Brynjólfur vestur á Kyrra- hafsströnd; ein systir, Jónína að nafni, kona Hendriks Jóhannes- sonar, á heim.a í Hafnarfirði. Sigurjón ólst upp með foreldr- um sínum og stundaði sjómensku á opnum bátum framan af æf- inni. Var það aðal atvinnuvegur manna um alla Gullbringusýslu á þeim árum. Var sá atvinnu- vegur oft ærið hættulegur í vondum veðrum að vetrarlagi, enda urðu margir, sem hann stunduðu, harðfengir og úrræða- góðir menn. Árið 1886, þann 26. júní, gift- ist Sigurjón Guðrúnu Jónsdóttur frá Setbergi við Hafnarfjörð. Var hún dóttir Jónis Guðmunds- sonar og Vilborgar Jónsdóttur, sem lengi bjuggu á Setbergi en áður á Hvaleyri, og voru ættuð úr Árnessýslu. Voru þau Set- bergs systkini fjölda mörg, níu af fyrra hjónabandi/Jóns en tíu af því síðara. Eru þau flest dá- in nú. Guðrún er enn ern, þrátt fyrir háan aldur, og sinnir heim- ilisistörfum sínum. Hefir hún verið framúrskarandi dugnaðar- kona og ágæt húsmóðir. Viku eftir giftinguna lögðu þau Sigurjón og Guðrún af stað frá íslandi áleiðis til Ameríku. Satðnæmdust þau fyrst í Winni- peg og voru þar þrjú ár. Vann Sigurjón þar daglaunavinnu þau árin. Þaðan fluttust þau til Þingvallanýlendunnar, sem Jþá var að byggjast, og bjuggu þar um tíma. Var þar erfitt og óhægt aðstöðu á þeim árum, sökum vatnsskorts og ýmsra annara vandkvæða, og fluttust þau því þaðan aftur austur til Manitobavatns og settust að við Sandy Bay vestan víð vatnið. Þar bjuggu þau tíu ár. Árið 1903 fluttust þau í Álftavatnsbygð- ina, sem svo var þá nefnd, og keyptu land rétt norðan við þar sem Lundar bærinn stendur nú, og þar bjuggu þau upp frá því 36 ár. Þegar þau komu þangað, var alt þar í niðurníðslu, en með miklum dugnaði og framsýni bygðu þau þar upp hið myndar- legasta heimili. Hafði þeim bún- ast vel í Sandy Bay og komu með þó nokkur efni þaðan, eftir því sem þá var um að gera. Sigurjón var dugnaðarmaður mikill og búhöldur góður, hygg- inn og reglusamur. Hann var stefnufastur maður og gætinn í öllu, skírleiksmaður var hann, las mikið og var fróður um ,margt. Kunni hann frá mörgu ' að segja frá yngri árum sínum í ! Hafnarfirði og af hinum merku mönnum, sem þá voru uppi þar í grendinni, svo sem séra Þórarni | Böðvarssyni í Görðum, Grími I Thomsen á Bessastöðum og Reykvíkingum mörgum. Var hann minnugur vel 0g margfróð- ur um ættir manna sunnanlands. Alla sína tíð hér vestan hafs fylgdist hann vel með atburðum heima, einkum þeim, er land- mál snertu, las hann íslenzk blöð og skrifaðist stöðugt á við skyldfólk sitt heima. Hér tók hann allmikinn þátt í félagsmálum íslendinga þar sem hann bjó. Hann var meðlimur únítarasafnaðarins í Álftavatns- bygðinni frá stofnun hans og síðar Sambandssafnaðar á Lund- ar eftir að hann var stofnaður. í stjórnmálum fylgdi hann con- seratív-flokknum. Hann fylgd- ist vel með hérlendum stjórn- málum. f öllu, sem hann gaf sig við, var hann góður liðismað- ur og lét ekki sitt eftir liggja með stuðning bæði í orði og verki. Sigurjón var hjálpsamur mað- ur og höfðinglyndur, yfirlætis- laus og hafði óbeit á öllu, sem honum fanst vera óheilt og að- eins gert til að sýnast. Hann var fastur fyrir og lét ekki sinn hlut, en manna drenglyndastur gagn- vart öllum, sem hjálpar og stuðnings þurftu við. Hann fór aldrei dult með skoðanir sínar, en sagði djarft og hiklaust það sem honum bjó í brjósti í hverju sem var. Börn þeirra Sigurjóns og Guð- rúnar eru þrjú, dætur tvær og einn sonur. Eldri dóttirin, Þór- unn að nafni, er gift enskum manni, sem Claud Law heitir, og sem um mörg ár var kennari. Þau eiga nú heima í Winnipeg. Sú yngri heilir Vilborg og er gift Malcolm Kahler, sem vinn- ur við útkeyrslu í Winnipeg. Sonur þeirra, Jón, hefir ávalt verið heima með foreldrum sín- um og stýrt búi þerira um mörg ár. Með Sigurjóni er fallinn frá einn hinna ötulu og staðföstu ís- lenzku landnámsmönnum hér vetsan hafs, góður fslendingur og mætur maður í hvívetna. G. Á. BRÉF TIL HKR. Innisfail, Alta., 25. apríl 1940 Hr. ritstj. Hkr.: Næst því að þakka fyrir minn kærkomna gest vikulega, blaðið Heimskringlu, er að óska þér og löndum mínum gleðilegs sumans. Eftir 52 ára dvöl hér í Alberta nýlendunni fanst mér eg ætti að hripa þér fáar línur sem frétta- bréf eins og eg gerði stundum fyr á árum er eg var út- og inn- köllunarmaður Heimskringlu, en nú er hönd og hugur að stirðna á nær hálf níræðum karli. Veðráttan síðasta haust og vetur verða þá efst í huga mín- um. Hér byrjaði að snjóa -22. okt. 1939 er stöðvaði alla haust- vinnu. Þá var hálfnuð þresk- ing, en svo tók snjóinn og voru sumir að gugta við hana fram á jólaföstu. Sumt af því hveiti varð ekki verzlunarvara, en gott svínafóður. Síðan vetrartíð á- gæt fram á Pálmasunnudag. Þá kuldi og fannfergja til fyrsta apríl, er byrjaði með hláku, síð- an umhleypingar og austan átt, oleytu hríðar hina síðustu vetr- ardaga og ótíð. Ár og lækir flæða yfir hvamma 0g láglendi, en engi og flóar stórtjarnir. Lítur út fyrir að maí verði að þurk-a moldina áður sáning byrjar. Héðan gengu úr lestaferð lífs tveir bændur, annar Scott að nafni, 79 ára, hinn Sigurður Jónsson Árnasonar og Ástríðar Sigurðardóttir frá Víðimýri í Skagafjarðarsýslu, 89 ára; báð- ir á sjúkrahúsi í Red Deer Bæ. Sigurður andaðist 14. apríl s. 1. en vegir eru ófærir, svo enn er hann ókominn til grafar. Lætur hann eftir sig 2 bændur ógjfta á eextugs aldri. Fjárhöld eru ágæt það eg til veit, en heilsufar fólks eins og gengur, fáir á sjúkralista. Þá víkur sögunni til gleði- samkvæmanna sem voru viku- legar fram yfir miðjan vetur: knattspyrnuleikir, sýningar og dans, en lang merkust var “dem- ants” brúðhjóna samkoman á Markerville þann 27. jan. 1940 er bygðin hélt þeim Bjarna Jóns- syni og Þorbjörgu Jóhannsdóttir Stefánssonar frá Heiði í Göngu- skörðum. Var móðir Jóhanns Guðrún Sigurðardóttir þess er orti “Varabálk” en Bjarni er sonur Jóns á Sólheimum í Sæ- mundarhlíð af Fjalls ætt, eru því hjón þessi vel ættuð, og kon- an isysturdóttir Ólafs alþingis- manns að Ási í Hegranesi. Þann mikla veizludag var fag- urt veður og fjöldi fólks. Las bænda öldungurinn Daniel Markeberg upp skemtiskrána, bauð gesti velkomna og hélt uppi söng og ræðum víst einar 4 klst. Var eg hissa hvað kynblending- arnir kunnu mikið af íslenzkum sálmum og kvæðum, enda voru þarna 5 skólakennarar, hver öðrum betri og ein al-íslenzk, allar giftar inn í sifjalið dem- antsbrúðhjónanna. Veizlustjóri kvaddi til máls séra Pétur Hjálmsson, Ófeig Sigurðsson, Jóhann Björnsson. Þá rann þetta erindi gegnum heilabú mitt: Sönglög heyrast, glatt er geð, guðdóms ástarkærleik með. Sextíu ára sam’ á beð, hjá sinni frú hann hvíla réð. Þetta eru önnur skagfirsk hjón, sem eg man^eftir að átt hafi demants eða sextíu ára brúðhjóna afmæli. Hin voru fyr- ir tveimur árum, Páll og Sigríð- ur á Kjarna í Nýja íslandi, ef eg man rétt, en frásögn ágæt eftir Sigurð ólafsson. Voru þau hjón vinir foreldra minna, Björns og Marju á Grímsstöðum, í sama hrepp. Þessvegna man eg þau svo vel. Þeim demantshjónum á Mark- erville voru gefnar hvoru um sig dýrar og viðeigandi gjafir, enda eru þau frændmörg með tvo tengdasyni og þrjár tegndadæt- ur í fyrsta lið, en í öðrum lið, fjóra tengdasyni og í 4. lið eina tengdadóttir, sem gerir tíu hjón alls. Klædd brúðhjónabúning, með fult fang af blómvöndum Norma Fay og Donney færðu ömmu og langömmu (hann í 4. lið). Það atriði fanst mér mest gaman að. Að endingu þakka eg öllum er sendu mér hátíðagjafir síðasta vetur og bið þig, ritstjóri góður, að laga ritvillur og lesa í málið. Þinn velunnari, J. Björnsson ÖRLÖG KAFBÁTS Eftir Taffrail Þessi kafbátssaga er isögð af manni, sem var áhorfandi að bardaganum, og er því sönn. — Gefur sagan ofurlítið sýnishorn af sjóorustum nútímans. ▲ Nokkur kaupskip lögðu úr höfn, og í nokkurri fjarlægð fylgir þeim heriskip, sem átti að gæta þeirra. Veður var hrá- slagalegt, vindur mikill og þung- ur sjór. 1 Um dagmálaleitið urðu þrjú kaupskipin viðskila við hin, sökum þess að þéttri þoku hafði slegði yfir eftir að vindinn lægði. Klukkan tíu um morgun- inn varð heldur en ekki uppi fót- ur og fit meðal skipverja á kaup- skipunum, því skotið var á eitt skipið og kúlan hitti svo vel að skipið fór þegar að isíga í sjó eftir sprenginguna, sem varð er kúlan hitti skipið. Herskipið var þegar sett á fulla ferð í áttina þangað, .sem skotið kom frá, og eftir fáar mínútur var herskipið í ná- munda við kafbátinn er sendi kaupskipinu kveðju þessa. — Augnablik var hann upp úr sjón- um, en hvarf svo niður en var þó að smá koma upp og dýfa sér á ný, ekki lengra en svo sem 150 metra frá herskipinu. Er ekki unt að lýsa þeim æsingi og spenning meðal skipverja af að sjá kafbátinn, erki óvininn, rétt við fallbyssukjafta herskipsins. Það leit helst út fyrir að kaf- báturinn væri að egna herskip- inu með nærveru sinni. En sannleikurinn var sá, að kaf- teinn kafbátsins var svo niður- sokkinn í að athuga skipið, sem hann skaut á og var að sökkva, að hann tók ekkert eftir herskip- inu, sem borið hafði að svo fljót- lega. Sendi nú herskipið kafbátnum vel útilátna kveðju sína, hverja eftir aðra, og gekk svo um stund. Eftir nokkrar mínútur var kaupskipið sokkið og þar sást ekki eftir nema freyðandi loft- bólur. f millitíðinni höfðu önnur her- skip sem í námunda voru, orðið vör við bardagann og komu nú hvert af öðru á vettvang, til að grenslast eftir hvað um væri að vera. Og rétt fyrir klukkan tvö, voru breskir og franskir tundur- spillar komnir á orustu svæðið. Klukkaií hálf þrjú, var þokan farin að greiðast, og sáu þeir þá frá herskipinu kafbát ofansjáv- ar í svo sem tveggja mílna fjar- lægð. Hann hóf þegar iskothríð og var samstundis svarað frá franska herskipinu í sama tón. f þessu heyrist hvinur mikill í loftinu og bráðlega kom flugvé í ljós. Hún hringaði sig í loft- inu og leið svo í boga niður að kafbátnum 0g varpaði á hann sprengikúlu úr ekki meira en 20 feta fjarlægð. Það var ekki vel auðvelt að sjá kafbátinn' — langan og lág- an — frá herskipinu, sökum mistursins á yfirborði sjávarins. En alt í einu hvarf hann með öllu. En þegar herskipin skriðu í áttina þangað, urðu þeir varir við fimm menn á sundi í sjónum og varpaði herskipið til þeirra björgunarhringum, og tók þá upp í skipið. Bráðlega urðu þeir varir við aðra þústu á isjónum, og og héldu í fyrstunni að það væri kafbát- urinn, en þegar nær dró og betur var að gáð, var það fleki úr kaf- öátnum og héngu á honum margir menn. Af sjálfum kaf- oátnum sást ekkert meir, hann var sokkinn. Mönnunum var bjargað nema íafteininum, sem annaðhvort lefir heldur viljað fylgja kaf- aátnum til botns, eða orðið of seinn að forða sér. Þjóðverjarn- ir, sem á kafbátnum voru sögðu svo söguna eins og hún gekk til um borð í kafbátnum. Hvemig skotin höfðu hitt hvert af öðru og stuðlað að því að kafbátur- inn fyltist smám saman af sjó, og á meðan þeir hefðu verið að reyna að stöðva lekann, hefði sprengingin frá fulgvélinni hitt cafbátinn svo rækilega að hann splundraðist allur og sökk. Þannig eru mörg æfintýri isem kafbáta og flotahernaðinum fylgja nú á dögum, og Bretar sem aðrir verða að horfast í augu við. En það gefur einnig hugmynd um hversu nákvæma aðgæslu þarf að hafa á öllu við- komandi sjó-orustum. TILDURDRÓSIR OG HEFÐARKONUR t SKÁLDSKAP ST. G. STEPHANSSONAR Eftir Guðmund Friðjónsson frá Sandi Framh. Stephan G. Stephansson hefir gert einn Mansögn, svo kunnugt sé. Maður sem var handgenginn Klettafjallaskáldinu hefir sagt því, að þessi mansöngur Steph- ans sé um hugsjón en ekki ein- staka konu, og frsögumaðurinn segist hafa fyrir þessari umsögn orð höfundarins. Kvæðið sjálft styður þessa umsögn. Það er svo ástríðulaust og andlegt, að ætla má, að kveðið sé um sál fremur en líkamlega veru. — Þessi ást- mær Stephans er leidd fram í vor-gervi og er henni tileinkaður ilmur og gróandi, ljós og líf. Til- beiðsla sem þannig er tilkomin er ættuð svo sem best má verða. Þegar konan er á þann hátt dá- sömuð, er hún metin svo sem dís eða gyðja. Stephan byrjar Mansönginn með því móti, að hann gerir ráð fyrir, að gröfin missi af ein- hverju, þegar líkaminn fer í hana, þá verður hugurinn fleyg- ur, og svífur með þér, mæta drós hvern morgunn út í vor og ljós. Stephan yrkir ekki um “ylinn af nöktum konum”, hann leitar hærra en svo. Hann gengur þegjandi fram hjá faðm- lögum og flangsi. Hann segir að sig gruni, að vorið kæra værir þú, það valið hefði gervi þitt, að fýsa skáld að flytja ljóð og fá því efni í söng og ljóð. Hár þessarar meyjar verður í líkingunni svo sem baðmur á skógi. Það kemur heim við orðalag Steingríms að skóggyðj- an hefir — fellir — iðjagrænt hár. Þá leggur orðsnillin blessun sína yfir ennið í kvæði St. G. St. Og svipur yfir ennið hátt — svo æskulétt og frítt og breitt af dagsbrún langri í austurátt þá alt er loftið milt og heitt. Hún árdags lit og ljóma ber en ljósið bak við skærra er. Þessi líking beinir athyglinni að austuráttinni, þegar dagrenn- ing er í blóma sínum feld í heið- ríkju. Og augun dökk við dimma brá, svo djúp og skær og morgunglöð Þau sýndust öllu Ijós sitt ljá, eins ljóma í geisla daggvot blöð. Og sveinsins yndi og örugt traust mér ofið fanst í svip þinn inn. Og viðmót hýrt og hispurslaust. Sá hreinleiks blær um skapnað þinn! sem hríslan grær og greinar ber, er gróðrarskúrin fallin er. Þá kemur til kasta málróms- ins: Og mér fanst æ við orðin þín mér opnast heimur fagurskír. Ekki er þess getið, að sú kona væri isönghneigð. En það er und- irskilið, sem allir vita, sem greind eru gæddir, að málrómur manns eða konu er söngvinn, þegar svo ber við, að alúð býr bak við röddina. Þá er rómur- inn hljómgjöfull og sá sem hlýð- ir á þann málróm, berst inn í veröld, sem er há og björt og víðáttumikil. Fögur augu stara á skáldið. Það var sem inst í öndu mér að augun þín þú hefðir fest, og eins og vísað væri þér á versin þau er kveð eg best. Þetta, að hún finnur bestu vís- urnar skáldsins — það verður skáldið að launa; því að skilning og samúð meta þau mikils. Það borgar fyrir sig þannig: Eg kem til þín og koss mér fæ 0g kveð til þín, í sumarblæ. Guð var í blænum og stormin- um, svo er að orði kveðið í ritn- ingunni. Þannig getur andi skáldsins verið í veðrinu, og kyst með þeim hætti. Sá koss er að vísu ástríðulaus. En þó getur hann orðið minnilegur. Þetta mansöngskvæði er eina áistakvæðið í Andvökum. Þessi kona sem er náskyld vorgyðj- unni þarf ekki á reykingum að halda, vínnautn né sófa. Hún er á ferli í heiðríku veðri dagbjartr- ar nætur, þar sem gróandi og ilmur ráða ríkjum. Skáldhugur mikils manns leiðir hana eða gengur við hlið hennar; andi hans velur henni dásamleg orð og breiðir blóm á leið hennar, sem döggvuð eru í eldingu bjartrar nætur. — Nú liggur leiðin til konu sem er nafngreind og átti heima í sveitinni. Hún hét Margrét Jónsdóttir frá Tindastól og er kölluð Landnámskona* Kvæðið byrjar á náttúrulýs- ingu, þar sem marmara-mjalli hélunnar sest á sölnaðar jurtir og hugurinn reikar út í bláinn með líkfylgdum laufanna, sem fallin eru af trjánum og fjúka til. Og Stephan segir þá: f nótt skal eg vaka yfir valnum. Þetta er eitt andvöku kvæðið, sem verður til, þegar þögnin gef- ur sýn út yfir mannlífið. Séra Jón Þorláksson á Bægisá orti í myrkri. Þá sá hann skarpast, þegar þögnin ríkti og engar dagsmyndir bar fyrir augun. — Þetta sagði föður mínum maður, sem kyntist skáldinu. St. G. St. sér víða meðan hann vakir yfir valnum. Hann sér landnám allra þjóða í Norður- Ameríku, umhverfis Tindastól þar sem Margrét bjó. Frásögn- in um það landnám er stórfeld og orðgnóttin mikilsháttar. —

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.