Heimskringla - 08.05.1940, Blaðsíða 6

Heimskringla - 08.05.1940, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HE.MSKRINCLA WINNIPEG, 8. MAí 1940 “Dick,” sagði hún mjög ákveðin en þó blíð- lega, “gerðu svo vel og segðu ekki neitt.” Burke hló hörkulega. “Við hverju búist þér?” spurði hann ógn- andi. “Þetta liggur í augum uppi og er ofur einfalt, ungi maður. Annaðhvort drápuð þér Griggs eða hún gerði ;það.” Inspektorinn bandaði að svo mæltu hend- inni í áttina til myrta svikarans. Edward Gilder fylgdi eins og ósjálfrátt bendingunni með augunum og sá nú fyrst hinar drauga- legu, dauðu leifar úr holdi og blóði, sem eitt sinn höfðu verið maður. Hann hneig næstum niður við þessa hræðilegu sjón; hann rétti út hendina er hann reikaði yfir að stól og náði taki á honum og hneig svo niður í hann mátt- vana. Honum fanst hann vera alt í einu mjög gamall og hrumur. Hann furðaði sig óljóst á þeirri tilfinningu; hún var svo algerlega ný í hugsun hans. En brátt barst honum til eyrna, eins og úr mikilli fjarlægð hin harða rödd lög- reglustjórans, sem vægðarlaust hélt áfram hinni svívirðilegu ákæru. . . Og þessi óskaplega ákæra var borin fram gegn hinum ástkæra syni hans, eina syninum hans. Þetta var svo óheyri- legt, svo ótrúlegt. Þetta var martröð, ljótir • draumar, sem við ekkert höfðu að styðjast. En samt hljómaði hin byrsta rödd embættismanns- ins, eins og hún væri raunveruleg. “Annað hvort drápuð þér hann, eða hún,” endurtók ráma röddin. “Segðu mér ungi mað- ur, drap hún hann?” “Nei, það veit hamingjan að hún ekki gerði!” hrópaði Dick forviða. “Þá hafið þér gert það!” Það var dómur embættismannsins um þetta mál. Aftur tók María til máls æðislega. Einu sinni ennþá var hún algerlega ráðalaus yfir hinum hræðilegu viðburðum, sem gerst höfðu þesisa nótt. ‘Nei, nei! Hann gerði það ekki!” Burke endurtók ákæruna með einskonar velþóknun, því ekki var um að villast hvað rétt væri í málinu. “Annaðhvert ykkar drap Griggs. Hvert ykkar gerði það.” Hann ygldi sig á Dick. “Drap hún hann?” Aftur svaraði hann með reiði sem fædd var í huga hans af örvæntingunni yfir forlögum stúlkunnar. ‘Eg sagði yður að hún hefði ekki gert það!” Lögreglustjórinn, sem nú var ætíð grimm- úðlega áhrifalmikill í rödd, hreyfingum og augnatilliti, sneri sér nú að stúlkunni með fjör- lausu yfirbragði og þráa. “Jæja þá, drap hann hann?” spurði hann. Hann kinkaði kolli í áttina til Dicks. Og þegar hún þagði sagði hann hranalega: “Eg er að tala við yður: “Drap hann mannnin?” Svarið var gefið með mjúkum og skýrum rómi en það hljómaði eins og reiðarslag forlag- anna. “Já.” Dick sneri sér í áttina til konu sinnar með ásökunar og furðusvip. “María!” sagði hann eins og hann tryði ekki sínum eigin eyrum. Þessi ódrengskapur fanst honum óskiljanlegur í fari hennar, því nú hugðist hann loksins þekkja tilfinningar hennar til sín. Burke var samt sem áður, ekki fremur en venja hans var til að hirða um til- finningamál. Þau áttu ekkert erindi í verka- hring hans sem starfsmanns lögreglunnar. — Aðal áhugamál hans var þetta að finna hinn rétta veganda. “Þér eruð reiðubúnir að sverja það, að hann drap hann,” sagði hann rösklega, mjög vel ánægður yfir þessari ákveðnu niðurstöðu, þessa flókna málefnis. María hliðraði sér kænlega hjá því að svara spurningunni beinlínis, þótt hún hins- vegar virtist játa henni. “Því þá ekki ?” svaraði hún með tregðu. Edward Gilder fanst Jþessi ákæra svo óþol- andi, að hann eins og lifnaði við og sat nú tein- réttur í stólnum. Á þessari skelfingarstund, þá skildist honum það á ný, að þetta væri kór- ónan á hefnd konunnar, sem hafði svarið að hefna sín á honum. “Guð hjálpi mér!” hrópaði hann örvænt- ingarfullur. “Og þetta er hefnd þín!” María heyrði hann og skildi. óskiljanlegt bros birtist á fögru vörunum hennar, en það lýsti engri ánægju, sem spratt a gleði yfir fengnum sigri. Brosið lýsti aðeins ósegjan- legri sorg og hún sagði mjög blíðlega: “Eg þrái enga hefnd — ekki nú!” “En þeir munu ásaka og dæma drenginn minn fyrir morð,” svaraði auðmaðurinn eins og ruglaður. “Ó, nei, það geta þeir ekki gert,” svaraði hún. Og aftur sást vottur fyrir háðsbrosi á vörum hennar. “Nei, það geta þeir ekki,” svaraði hún ákveðin og rómurinn bar vott um að þungu fari væri létt af henni, því nú hafði hún af hyggjuviti sínu, fundið leið út úr þess- um hræðilegu ógöngum, sem hún og maður hennar höfðu lent í. Burke horfði á hana fjúkandi reiður og reiði hans var blandin tortryggni þó á óljósan hátt væri. “Og því ætli við getum það ekki?” spurði hann þóttalega. María stökk á fætur. Hún var alvarleg og ,þó glöð, að ráðkænska hennar hefði vísað henni veg til að sleppa úr möskvum sannananna, sem voru að vefjast kring um þau Dick og hana, þótt þau væru saklaus. Augu hennar leiftruðu framar venju, og hún mælti með þýðri rödd, staðfasti og næstum því háðslegri. “Af því að þið gætuð aldrei sakfelt hann,” sagði hún skorinort. 0g nú lék ánægjubros um fríðu varirnar hennar. Burke ygldi sig af reiði, en samt óttaðist hann um málstað sinn og það sem bjó á bak við þessa fullvissu konunnar. “Hverjar eru ástæður yðar fyrir þessu?” spurði hann með fyrirlitningu. “Þarna er lík- ið.” Hann benti á stirðnaðan líkama dauða mannsins rétt hjá þeim. “Og byssan fanst á honum. Auk þess eruð þér fúsar til að sverja, að hann var vegandinn. Eg held að okkur verði svo sem ekki örðugt að sanna á hann sökina og fá hann dæmdan. Því þá ekki ?” María svaraði rólega en með slíkri sann- færingu að eigi var unt að mótmæla. “Af því,” svaraði hún, “að maðurinn minn skaut bara innbrotsþjóf.” Og nú benti hún einnig til dauða mannsins. “Þessi maður,” sagði hún hæglátlega, “var innbrotsþjófur. Það vitið þér! Maðurinn minn skaut hann til þess að verja heimili sitt!” Nú varð stutt þögn. Þvínæst bætti hún við með dásamlegri mildi í fallegu röddinni sinni: “Af því getið þér séð lögreglustjóri, að hann var innan vébanda lag- anna!” XX. Kap.—Hver skaut Griggs? Næsta morgun sat Burke inni á skrifstofu sinni í illu skapi yfir því, hve ráðabrugg hans hefði mishepnast. Hann hafði vonast til þess að ráð þessi hepnuðust og að hann gæti þannig rétt við virðingu sína sem lögreglumaður, því að honum fanst að María Turner hefði gert lítið úr henni. En í staðinn fyrir að ná þeirri niðurstöðu, sem hann óskaði svo mjög að ná, hafði hún orðið mjög óheillavænleg. Allur árangurinn var sá, að besti njósnarinn hans og stuðningsmaður í baráttu hans við glæpamenn- ina, hafði verið drepinn. Einhver hafði drepið Griggs. Burke hafði hugsað sér að hjálpa voldugum manni, með því móti að koma tengda- dóttur hans saklausri í fangelsi, en í stað þess hafði hann komið honum í enn meiri ,vanda, því nú varð hann að taka son hans fastan fyrir höfuðglæp, morð. Ástandið var í sannleika sagt, hörmulegt. Burke ásetti sér því umfram alt að hefna sín á konunni, sem þannig hafði viðrað valdi hans með kænsku sinni. Hvað sem öðru leið, mátti morð Griggs ekki vera óhegnt. Það varð að finna morðingjann fyrst og láta svo lögin hegna honum síðar, hver svo sem hann væri. Til þess að ná þessu takmarki, var lögreglustjórinn að yfirheyra þá Dacey og Chicago Rauð, sem lögreglan hafði klófest í holum þeirra stuttu áður. Það var enginn inni nema lögregluþjónninn, sem var á verði og þessvegna skammaðist Burke sín ekkert fyrir að nota þær fortölur, sem lögregluliðið hefir fengið svo miklar mætur á. “Látið þið nú undan,” sagði hann, og var rödd hans há og grenjandi, eins og í Bashan nauti. Hann stóð þar andspænis hinum tveim- ur þjófum. Hann otaði fram höfðinu ógnandi og augun leiftruðu eins og í villudýri. Menn- irnir hörfuðu báðir fyrir honum — sem bæði var fyrir það, að þeir væru hræddir við hann, og svo höfðu þeir sínar ástæður að gera það. Þetta var hvorki staður né stund að sýna neitt drembilæti manninum, sem hafði þá á valdi sínu. “Eg veit ekkert!” urraði Chicago Rauður eða öllu heldur vældi. “Hefi eg ekki verið að segja yður það í meira en í klukkutíma?” Burke lét ekki svo lítið að svara honum með orðum, en með hraða, sem var ótrúlegur fyrir svo stóran mann, hrinti hann Dacey, sem var á leið hans, svo harkarlega að hann skopp- aði yfir hálft herbergið. Þetta var nú eins og innleiðsla og sýnis- horn af því, hvað hann ætti við, er hann spurði næstu spumingu: “Dacey, hvað er langt síðan þú komst úr fangelsinu?” Hinn svaraði stamandi af ótta: “Ein vika.” Burke sagði vægðarlaust: “Langar þig til að sitja inni í svartholinu fáein ár í viðbót?” Rödd lögreglustjórans var óheillavænleg og ills vitandi, og skildi mannræfilinn það sem skalf af ótta fyrir framan hann. Þjófurinn titraði á beinunum, en andlit hans, sem var fölt af fangelsisvist og vöntun á sólskini, rétt eins og strá sem vex í kjallara, varð nú eldrautt. Þegar hann tók til máls báru orðin þess vott hve hræddur hann var. “Nei, það veit heilög hamingjan!” Burke beið nú svolitla stund, eins og til að gefa þjófunum tækifæri til að íhuga hvað þeirra biði, en hann hélt áfram að stara misk- unnarlaust á mannræflana. Hann kunni þessa bardaga aðferð. En þarna átti það fyrir hon- um að liggja að bíða ósigur, því að þetta voru ólíkir menn enska Eddy, sem nú var dauður að maklegleikum fyrir svik sín við félaga sína. Þegar spurningin kom loksins gegn um saman- pressaðar varirnar, var hún einis og skamm- byssuskot. “Hver skaut Griggs?” Báðir mennirnir svöruðu sem einum rómi: “Eg veit það ekki. Eg veit það hreint ekki.” Af ákafanum færði Chicago Rauður sig á- fram að Burke. Það veit guð almáttugur, að eg veit ekkert um það!” sagði hann. Lögreglustjórinn rak honum kjaftshögg, og það eina högg dugði, því að Rauður féll á bæði hnén. Komstu nú á lappir og meðgáktu,” öskraði Burke þar sem hánn stóð yfir fallna manninum. Chicago Rauður hlýddi því aumingjalega, þótt hann stærði sig af kröftunum, fanst hon- um ráðlegast að vera auðmjúkur nú er hættan vofði yfir honum. Hann stóð því á fætur og það var alt og sumt. Honum datt aldrei í hug að meðganga. Svíkja félaga sinn og koma upp um hann. Hefði öðruvísi staðið á, mundi hann hafa neitað að taka við kjaftshöggum svona auðmjúklega, því áflog og ryskingar voru hon- um öllu kærari ef hann náði í mótstöðumann svona við sitt hæfi, eins og lögreglustjórinn var. Þegar hann skreiddist því á fætur, gætti hann sín að halda sig í hæfilegri fjarlægð frá lögreglumnaninum, þótt stóru hendumar hans lönguðu til að kreppast í hnefa og slá manninn, sem hafði misþyrmt honum. Sjálfsvirðing hans, sem isvona var farið, var bjargað, því Cassidy kom inn í skrifstofu lögreglustjórans, til þess að tilkynna komu héraðssaksóknarans. “Láttu hann koma inn,” iskipaði Burke. Hann bandaði hendinni í áttina til varðarins við dyrnar. “Farðu með þá til baka,” sagði hann. fllúðlegt háðsglott lék um varir lög- reglumannsins, er hann sagði við dyraverðinn, í rómi sem samsvaraði illkvittnis svipnum á andliti hans: “Vertu ekki harður við þá, Dan,” sagði hann og nú var hin dýra rödd hanis eins og þýðlega, vegna velþóknunarinnar yfir þessari fyndni og meðferðinni, sem þessir tveir þrjóskuseggir, sem höfðu staðið upp í hárinu á honum, myndu fá hjá undirmönnum hans. Dyravörðurinn glotti íbygginn eins og hann skildi þetta alt, og svo rak hann fangana á undan sér í burtu. Er þeir ambluðu leiðar sinnar fullvissir um á hverju þeir ættu von, þá datt þeim samt aldrei í hug að svíkja félaga sinn. Þeir mundu aldrei gera það. Alt sem þeir höfðu að segja um dauða enska Eddys var þetta: “Hann fékk það sem hann átti skilið!” Lögreglustjórinn lét fallast ofan í skrif- borðsstólinn sinn á meðan hann beið eftir Demarest, héraðssaksóknaranum. Þegar hann kom, heilsuðust þeir mjög innilega. Eg kom strax og eg fékk boðin frá þér,” sagði saksóknarinn, um leið og hann fékk sér sæti við skrifborðshornið. “Eg hefi líka sent Mr. Gilder orð. ... En heyrðu nú Burke, segðu mér frá þessu í snatri.” Lögreglustjórinn gaf skýrslu sína í fáum orðum: “Jœ Garson, Chicago Rauður og Dacey á- samt Griggs, brutust inn í hús Edwards Gilders í nótt sem leið. Eg vissi að þeir ætluðu að gera þetta, svo eg lét Cassidy og tvo menn með honum fela sig rétt fyrir utan herbergið, sem þeir brutust inn í. Eg fór svo í burtu og kom aftur eftir eitthvað hálfan tíma, til þess að taka þá fasta.” Nú færðist mikill leiðinda og rauna svipur á hið þunglamalega andlit lög- reglustjórans, og hann bætti við vandræðalega: “Jæja, þegar eg ruddist inn í herbergið, þá fann eg yngri Gilder þar ásamt þessari Turner stúlku, sem hann giftist. Þau voru að tala þar saman.” “Þú sást ekkert hinna þar?” spurði Dem- arest hvatlega. Burke varð sótsvartur í framan af reiði, og andlit hans varð mjög hörkulegt. “Jú, eg fann Griggs, liggjandi endilengan á gólfinu og steindauðan. Svipur hans fyltist • viðbjóði. “Turner stúlkan segir að yngri Gild- er hafi skotið Griggs, vegna þess að hann braust inn í húsið. Hefur þú nokkurntíma heyrt annað eins ?” “Hvað segir drengurinn um það?” spurði saksóknarinn. Burke hristi höfuðið eins og ráðalaus. “Ekkert,” svaraði hann. “Hún sagði hon- j um að segja ekkert, og þessvegna segir haxm auðvitað ekki neitt, eins vitlaus og hann er af ást til hennar.” “En hvað segir hún þá?” spurði Demarest. Honum var skemt undir niðri vegna þess hversu gremjulegt þetta var fyrir löreglustjórann. Rómur Burkes varð grimdarlegur er hann svaraði. “Hún neitar að segja nokkuð. Heimtar að fá lögmann,” en nú hýrnaði yfir honum er hann bætti við: “Við höfum náð þeim Chicago Rauð og Dacey, og munum hafa náð Garson áður en dagurinn er liðinn. Já, vel á minst, þeir fundu unga stúlku í heimili Turner stúlkunnar. Og við höfum eitt sönnunargagn í þetta sinnið!” Nú varð sigurhrós *í röddinni. Hann opnaði skúffu í skrifborðinu sínu og tók upp skamm- byssu Garsons. “Þú hefir aldrei séð svona byssu fyr, eða hvað?” mælti hann. » Demarest kvað það satt vera eftir að hann hafði skoðað vopnið. “Nei, það hefði eg hugsað,” svaraði Burke hróðugur. “Þessi hlutur framan á hlaupinu, er Maxim hljóðdeyfari. Þúsundir slíkra áhalda eru nú í notkun á kúlubyissum, en þeir hafa aldrei getað notað þá á skammbyssur fyr en nú. Þetta er eina skammbyssan, sem til er þessarar tegundar,” bætti hann við með aðdáun og smeygði vopninu niður í vasa sinn. “Hún er algerlega hávaðalaust. Eg hefi reynt hana sjálfur. Jæja, eins og þú sérð, þá er okkur það hægðarleikur að rekja feril hljóðdeyfarans. Cassidy er að rannsaka þetta núna.” Báðir mennirnri ræddu nú um glæpinn um stund, og komu fram með ýmislegar getgátur viðvfkjandi leyndardómi hans. Þá kom Cassidy inn í skrifstofuna til þess að gefa iskýrslu sína viðvíkjandi skammbyssunni. “Eg símaði til verksmiðjunnar í Hartford,” sagði hann, Vog eg fékk að tala við Maxim sjálf- an, sem fundið hefir upp þetta áhald. Hann sagði að þetta væri sérstök byssa, sem hefði verið gert fyrir Henry Sylvester, háskólakenn- ara við Yale háskólann. Hann þurfti hennar með sem sýnishorns. Mr. Maxim sagði að slík byssa hefði aldrei verið á markaðinum og mundi aldrei verða.” “Það er vegna mannúðlegra ástæða,” sagði Demarest. “Það er líka eins gott!” sagði Burke. “Þær mundu gera morðingjunum heldur en ekki auð- velt fyrir, þeim er starf sitt nógu auðvelt eins og nú er. . . . Jæja, Cassidy?” “Eg náði í þennan Sylvester,” bætti Cas- sidy við. “Eg símaði honum líka. Hann segir að heimili isitt hafi verið rænt fyrir eitthvað átta vikum síðan, og á meðal annara muna, sem stolið hafði verið væri þessi byssa.” Cassidy hló þurlega. “Hann færði mér ennfremur þá furðulegu frétt, að lögerglan í New Haven hafi ennþá ekki getað fundið hina stolnu muni. Það eru nú karlar sem segja sex lögreglnþjónarnir þar.” Demarest brosti íbygginn, ier leynilög- regluþjónninn hélt til dyranna samkvæmt bendingu Burkes. “Nei,” sagði hann illgirnislega, “það eru aðeins lögregluþjónarnir í New York, sem hafa uppi á stolnum munum.” “Góða nótt!” sagði Cassidy og sneri sér við í dyrnunum eims og tli að sýna vanþóknun sína yfir þessari sneið, en Burke glotti yfir henni. Demarest varð alvarlegur á ný er hann bar fram spurninguna, sem honum lá þyngst á huga. “Eru nokkur líkindi til að Gilders dreng- urinn hafi skotið Griggs ?” “Ja, nú skaltu ekki spyrja mig!” sagði lögregluistjórinn raunalega. “Menn mínir voru rétt fyrir utan hurðina, þegar Griggs var skot- inn, og enginn þeirra heyrði neitt. Það var iþessi fjandans hljóðdeyfari, sem því olli. En auðvitað veit eg að allur hópurinn var inni í herberginu.” “En segðu mér hvernig þú veist það fyrir víst,” spurði Demarest þurlega. “Sástu þá fara þangað inn?” “Nei, það gerði eg ekki,” svaraði lögreglu- stjórinn önuglega. “En Griggs-----” Demarest leyfði sér að setja upp vanþókn- arsvip vegna þess, að hann þekti lögin. “En Griggs er dauður, Burke, svo þú kemst hvergi með þetta. Þú getur ekki sannað að Ganson, Chicago Rauður né Dacey hafi farið inn í húsið.” Burke gretti sig yfir þessari röksemda- leiðslu. “En Griggs sagði að þeir ætluðu að gera það,” svaraði hann. “Eg veit það,” svaraði Demarest með mikl- um yfirtaetiissvip. “En Gríggs er dauður. Sjáðu nú til Burke, þú gætir aldrei endurtekið við réttarhaldið það sem hann sagði þér. Slík- ur vitnisburður er óleyfilegur fyrir rétti. “Æ, þessi lög!” svaraði lögreglustjórinn fyrirlitlega og fjúkandi reiður. “Jæja, eg skal þá gera annað. Eg skal kæra Gilder drenginn fyrir morðið og halda þessari Turner stúlku fyrir vitni.” Saksóknarinn hló hátt að þessari ráðagerð.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.