Heimskringla - 08.05.1940, Blaðsíða 5

Heimskringla - 08.05.1940, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 8. MAí 1940 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA samúð, segja það, að mikil er samúð og samhygð okkar íslend- inga út af þeim örlögum, sem frændþjóðir okkar verða að þola. Um okkar eigin framtíð er heldur ekki hægt að spá neinu. Við verðum að horfast í augu við það, að ástandið hefir versn- að mjög mikið, við höfum færst nær styrjöldinni og hættunni. En þótt við horfum á þessar hættur með opnum augum, og einmitt vegna þess, að við gerum það, getum við mætt hinu ó- komna án verulegs kvíða eða ótta, því ef ástandið er skoðað rétt, höfum við íslendingar enn ýmsar ástæður til að líta á að- stöðu okkar í þessu stríði sæmi- legri en flestra annara þjóða. Og við getum þá einnig mint fijálfa okkur á það sem oftast, að aðalatriðið eru ekki erfiðleik- amir sjálfir, heldur hvernig þeim er mætt.—Tíminn 11. apríl. flestar nætur, einlægir þurkar og rykstormar. Hveitikornið er enn ekki farið að gægjast upp úr moldinni og veldur því mest kuldinn í veðrinu. Gras er ekk- ert farið að spretta, enda er lítið tækifæri fyrir blessaðan ný- græðinginn. Hér hefir ekki kom- ið dropi úr lofti mjög lengi. Þá hefi eg nú sagt þér það helsta vinur minn. Læt hér fylgja kveðju frá konu minni og mér til þín og konu þinnar. Vinsamlegast, Chris. ólafson, Edfield, Sask. . maí, 1940. ELDRAUN NORÐUR- LANDA OPIÐ BRÉF TIL VÍG- LUNDAR FRÁ ÚTHLIÐ Heiðraði, góði vinur minn: Bréf þitt á “Góunni” meðtek- ið. Kæra þökk fyrir það, og hlýhugan til okkar hjóna. Eg fyrirgef þér ergelsið til okkar Jóns Collins, út af því að við komum ekki í skipsrúmið í vetur. Þegar á átti að herða fanst mér of langt að fara alla leið til þín, þar sem allskonar fleytur voru fáanlegar í Winnipegosiisi. Jón er líka fatlaður maður eins og þú veist; en það get eg þó sagt þér að lélega snáða getur hann lagt að velli, þó á einum fæti sé hann. Vertíðin í Winnipegosis kom út að vera ein sú allra lé- legasta að menn muna. Verða ótal fjölskyldur að lifa spart þetta sumar, þar sem vinnan er lítil og stopul. Að vísu er þetta nýja niðursuðuhús, sem þar er nú alla reiðu bygt, nokkuð til hjálpar, en það gefur ekki öllum vinnu sem þess þurfa. Svo er lítil sögunarmilla sem íslending- ar eiga, sem gefur nokkrum niönnum vinnu um tíma. En íslendingar eru manna slungn- astir að hjálpa sér áfram, og þar eru landkr í Winnipegoisis engir eftirbátar. Á einum stað í bréfi þínu minnist þú á það, að gott muni vera að eiga heima í slíkum smá- bæ sem Winnipegosis sé. f þessu tilliti ert þú getspakur, því að trauðla muntu finna viðkunnan- legri stað en bæinn þann. Fólk- ið er þægilegt og vel samrýmt. Loftið er heilnæmt, eins og al- staðar við vötnin. Þar er líka blessuð íslenzkan okkar töluð, — að minsta kosti af öllu eldra fólk- inu. Það kom líka fyrir að eg mætti ungum mönnum, sem eg bauð góðan daginn á ensku, en þeir buðu mér góðan dag á ís- lenzku, og þá fanst mér eg sjálf- ur vera lítill fslendingur. Þegar leið að vertíðarlokum, kveið eg fyrir að skilja við fólkið sem eg hafði verið með í vetur. Við hjónin urðum að fara vestur til Edfield, og dagsettum að fara á seinasta vetrardag, og það gerð- um við. En að kveldi þess 23. npríl, vorum við stödd hjá kunn- mgjahjónum okkar, og urðum við þar fyrir óvæntri heimsókn, hví ekki færri en 30 manns kom har og hélt okkur samsæti, með ágætu ávarpi frá stjórnanda samsætisins, Mr. Ágúst Johnson. Kvæði voru okkur flutt, og mikið Var sungið af íislenzkum söng °kkur til ánægju, og að end- ingu vorum við leist út með stór- gjöfum. Með klökkum og þakk- iátum huga yfirgáfum við þennan einlæga vinahóp, og á síðasta vetrardag, 24. apríl, iögðum við á stað vestur til Saskatchewan. Kl. 12 á hádegi á sumardag- inn fyrsta komum við til Kuroki, °g heimsóttum þar gamla vini °kkar, Mr. og Mrs. Th. Laxdal. Höfðum við hjá þeim hjónum g°ða aðhlynningu og gestrisnu. Syo flutti Mr. Laxdal okkur heim á bíl sínum sama daginn. Hér höfum við nú verið í átta áaga. útlitið er ömurlegt, frost Það, sem sívaxandi fjöldi manna hefir óttast á Norður- löndum undanfarnar vikur og mánuði, er nú orðið að hörmu- legum veruleika: Norðurlönd hafa, þrátt fyrir hinn einlæga friðarvilja sinn, verið dregin inn í þann hryllilega hildarleik, sem síðan í haust hefir verið háður úti í Evrópu. Þær fórnir, sem þau hafa fært, bæði efnalegar og andlegar, til þess að fá að halda friði og hlutleysi, hafa ekkert stoðað. Með árás Þýzkalands á Noreg og Danmörku eru þau orðin að einum aðalvígvelli ó- friðarins. Óréttlætari og tilefn- islausari árás hefir aldrei verið gerð á nokkur lönd, nema ef vera skyldi á Finnland, þegar Rúss- land réðist á það í vetur. Það er þýðingarlaust fyrir Þýzkaland að ætla sér að afsaka þessa svívirðilegu árás með tundurduflalagningum Bretlands úti fyrir vesturströnd Noregs, þó að þar hafi tvímælalaust ver- ið um hlutleysisbrot að ræða. Því að lagði ekki Þýzkaland sjálft tundurduflum í landhelgi Svíþjóðar inni í Eystrasalti þegar í byrjun ófriðarins? Og er það ekki öllum ljóst, að árás Þýzkalands hefir líka verið und- irbúin löngu áður en Bretland lét leggja tundurduflunum við vesturströnd Nioregs, og meira að segja hafin fyrir þann tíma, þegar þýzk herskip eru búin að setja hér á land alla leið norður í Þrándheimi og Narvik aðeins einum sólarhring síðar? Og hver hefir yfirleitt þverbrotið hlutleysið herfilegar á Noregi og Danmörku en Þýzkaland sjálft, með því að sökkva um 80 friðsömum skipum fyrir þeim og senda um 700 norska og danska sjómenn, sem ekkert hafa til saka unnið, út í dauðann? — Þýzkaland hefir engan siðferðis- legan rétt til þess að bera fyrir sig hlutleysisbrot Bretlands. — Árás þess á Noreg og Danmörku er, hvernig sem á hana er litið, ekkert annað en nakið ofbeldi herveldisins við friðsamar og varnarlitlar smáþjóðir, á sama hátt og árás Rússlands á Finn- land, enda bersýnilega af sama toga spunnin, vináttusamningi Hitlers og Stalins síðan í haust. Það er enginn munur á því of- beldisverki, sem nú er framið á Noregi og Danmörku, og því, sem framið var á Finnlandi í vetur, annar en sá, hve miklu varnarlausari hin tvö fyrnefndu lönd eru fyrir ofurefli Þýzka- lands, en Fínnland fyrir árás Rússlands. Á sama hátt og Rússland rauf gerðan griða- samning á Finnlandi, rauf Þýzkaland griðasamning sinn við hina litlu og gersamlega varnarlausu Danmörku. Og til þess að ekkert vantaði á sam- líkinguna hefir Þýzkaland nú einnig tekið sér leppstjórn Rússlands í Terijoki undir for- sæti Kuusinens til fyrirmyndar með því að láta norska nazistann Quisling stofna þýzka leppstjórn í Oslo. Verkfærin eru hvert sem annað, þótt annað kalli sig kom- múnista og hitt nazista, enda málstaðurinn sá sami, sem þau eiga að þjóna, í báðum tilfell- um. Enginn mun furða sig á því, þótt lítið hafi orðið um varnir af hálfu Danmerkur gegn hinni ódrengilegu árás, eða þótt Nor- i ! egur neyðist til þess að leita' hjálpar sér voldugri ríkja gegn 'ofureflinu. Norðurlönd hafa yfirleitt ekki lagt krafta sína og fjármuni í það að koma sér upp morðtólum, sem í höndum smá- þjóða hvort sem er aldrei geta orðið þeim nein örugg vörn gegn j árás af hálfu stórveldis. En þau j hafa skapað íbúum sínum lífs- kjör og siðmenningu, sem gnæf-j ir langt upp yfir alt það, sem þekt er á meðal hinna hervæddu stóvelda. Norðurlönd hafa um lengri tíma verið einskonar óasi í eyðimörk vígbúnaðarins. Það er þessi óasi, sem nú er verið að eyðileggja, að minsta kosti í bili, af þýzkum hermannastíg- j vélum. Það er sárt að horfa upp á sið- leysið, ofbeldið og óréttlætið,, hvar og hvenær sem það gerirj vart við sig. En engir viðburð- ir, sem gerst hafa síðan stríðið hófst, hafa gengið okkur hér, norður á íslandi eins nærri og hið hróplega níðingsverk, sem j nú er verið að vinna á norrænu j frelsi og norrænni menningu j með árásinni á nánustu frænd- j þjóðir okkar. Við, sem erum; ennþá smærri og varnarlausari en þær, getum aðeins óskað og vonað, að þær standist þrátt fyr- j ir alt þá ógurlegu eldraun, sem iþær eru nú í, og fái sem fyrst I aftur þann frið og það frelsi, j sem þær hafa kunnað betur með að fara en felstar aðrar þjóðir heimsins.—Alþbl. 10. apríl. ABRAHAM LINCOLN Eftir Náttfara Framh. y( New Salem “Byrði betri berrat maðr brautu at en sé mannvit mikit.” —Hávamál “Út vil eg---” Svo mælir æskan á öllum öld- um en ellin er bundin við heima- hagan og kann annað orðtak — “Holt er heima hvað”. Ellin er gleymin á sína eigin æsku og hversu útþráin brann þeim í brjósti á frumvaxtar skeiðinu. Hún gleymir því líka að vér dá- um þá einatt mest, er hleyptu heimdraganum og leituðu að fyllra og æfintýra ríkari lífi en heimabygðin var líkleg að veita. Okkur svellur móður í muna, er við lesum um ættfeðurnar, víkingana, er stefndu frá iströnd- um og léttu ekki ferðum fyr en suður í Miklagarði eða vestur í Vínlandinu góða. Vér þóttumst af þeim þjóðstofni, er berst til landa og grundvallar norræna menningu og ríki suður á Sikil- ey, austur í Rússlandi, á Frakk- landi, í Englandi og á írlandi en nemur Grænland og finnur Vest- urheim. Með heimasetu hefðu þeir aldrei afrekað okkur því- líks frama. Við þreytumst aldrei að lofa dirfsku þeirra og dugnað í ljóði og sögu. Samt grunar okkur að sá listamálari sé ófæddur enn, er draga muni alsönnustu myndina af víkinga skipinu í hafi; það skáldið ekki byrjaður að yrkja, er ljáði þeim verðugt lof; sá snillingur hefir ennþá ekki séð dagsins ljós, er getur samið algerlega viðeigandi isögu þeirra, er sigldu sæinn án áttavita. En vér lokum augunum og reynum að skapa okkur hugræna mynd af slíkum hetjudáðum. — Við sjáum hafskip með gínandi trjónu út á regin hafi. Skipið er svo undur lítið, í samanburði við hafskip nútíðar og útbúnað- ur allur . svo fátæklegur, en mennirnir þeim mun stærri. — Tæplega mundi nokkur nútíðar- niaður trúa þvílíkri snekkju fyr- ir lífi sínu á opnum sjó. Ein- ( sigld er skútan og illa hæf til! 'siglinga í mótvindi. Það er | tjaldað yfir búlkann, þiljur í! lyftingu, vindur í svellandi voð- j um, eða þrælar undir árum, for- inginn við stjórn. Alt lýtur vilja hans, skipið og mannshöfnin. Menn treysta honum til að sigr- ast á öllum þrautum, yfirstíga alla erfiðleika. Og hversu marg- ar eru þær ekki þessar hættur er bíða hafarans, á þeim timum. Vindur, straumur, brim og boð- ar leggjast á eitt við að vinna honum grand. Óra leið er hann kominn frá heima höfn, en enn lengri sigling er fyrir höndum, til ókunnra stranda þar sem nýjar hættur bíða víkingsins. “Því óvíst er að vita hvar óvinur situr á fleti fyrir.” Hann bíður kannske undir næsta nesi með ofurefli liðsv en á landi óvígur her. Þangað vill hann þó kom- ast til að mæta þessum hættum. Foringinn horfir til himins eftir leiðarstjörnum en alt er byrgt í þykku kólgukafi. Hann skimar yfir hafið, en þar er ekkert að sjá, nema hvíthrannaðar haföld- urnar, æðandi hvæsandi þeyta þær marlöðrinu yfir fleytuna, eins og til að minna farmanninn á hina köldu ægisgröf. Aldrei dettur honum samt í hug að snúa við og hverfa til heima rannsins fyr en takmarkinu er náð. Að deyja eða sigrast eru einustu sæmandi endalokin á þessum leiðangri. Við höfum séð hetjuna, forföðurinn hugum stóra og spyrjum ósjálfrátt hvert ekki örli þó á eitthvað, í eigin verund, er minni á ætt- stofninn. En það voru fleiri en norræn- ir menn, sem sýndu hetjudáðir og fundu löndin fyrir handan hafið. Okkur verður hugsað til spönsku, portúgölsku, frönsku brezku og hollenzku sæfaranna og fram í hugan koma ótal nöfn af glæstum hetjum: Bartholo- meu Deaz, Vasco de Gama, Ma- gellan, Verrazano, Cabot, Car- tier, Frobisher, Drake, Gook, Hudson og Columbus. Mestur þeirra allra var hinn' síðast nefndi, ekki einungis sak- ir afreka, heldur einnig mann- dáða. Svo sterk var útþrá þessa stolta manns að hann gekk fyrir konunga og beygði kné sín í bæn, er hann leitaði liðsinnis, til að opna nýjar leiðir til Indlands hins auðga. Menn hlógu að hon- um, hirðfíflin hæddu hann og klerkarnir héldu hann djöfulóð- ann, þar sem hann hélt því fram að umhverfis jörðina mætti sigla, af því hún væri hnöttur en engin flatkaka, þrátt fyrir orð biblíunnar og ptolomisku kenningarinnar um hið gagn- stæða. Samt urðu það nú hinir lærðu múnkar í La Ribida, er fyrstir urðu til þess að leggja honum liðsyrði. Viljamagn hans yfirsteig allar torfærur. Ferd- inand konungur og drotning Isa- bella ljá honum skip og manna þau illræðismönnum úr fangels- unum. Engin nema afburða maður mundi hafá getað haldið þvílíku liði í skefjum. Við sjá- um hann, siglandi ótrauður móti hinu ókunna. Það liggur við uppreisn í flotanum; allir eru skelkaðir nema hann. Stálvilji þessa íturmennis heldur öllu í skefjum — og hann finnur Ame- ríku. Það er ekki einungis á sjón- um, heldur einnig á landi, sem útþráin kemur mönnum til að kanna ókunna stigu; að yfirgefa heimilið til að leita hins óþekta. Við sjáum Marco Polo á leið til Kína; Nensen, Perry, Amundsen og Vilhjálm Stefánsson í íshafs leiðangrum. Við Jespm hug- fangnir um Livingstone og Stan- ley í brunabelti skógunum og um Sven Hedin á forboðnu ferðalagi um Tibet. Hætturnar freista þeirra ungu en hamla þeim ekki. “Holt er heima hvað” segja þeir gömlu. Þeir benda á hætturnar og ófar- ir annara en unglingarnir eru í standi til að taka undir með Bjomstjerne Bjornson. “Havde jeg seiglet mit Skipet paa Grund so var det dog deigligt at fare”, (Þótt skipið sé strandað var skemtileg ferðin.) Hið óþekta er aðlaðandi, hið dularfulla freistar manns því þar bíða æfin- týrin. Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. BirgOir: Heary Ave. Eait Sími 95 551—95 562 SkrifBtofs: Henry’ og Argyie VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA Til er eldforn, íslenzkur máls- háttar: “heimskt er heimalið barn”. Þekkingin glæðist, eftir- tektin skýrist í langferðunum. Tæplega hefðu þeir Darwin og van Humboldt orðið þvílíkir af- burða vísindamenn ef þeir hefðu ekki verið jafn langförla. Og víst voru það ferðamenn miklir, á andlega víisu, er skygntust um í himingeimnum til þess að finna þar hin dýpstu rök tilverunnar, þeir Copernicus, Kepler og Gal- ileo. Sama er að segja um þá er stóðu við stjórnvölinn, á þjóð- fleytunni og stýrðu bezt í stór- viðrunum. Þeir höfðu, allir ein- hvern tíman sagt við feður sína: “Út vil eg”, út í hinn örfandi lífsstraum, út þar sem þysmiklir vindar blása, svo mér lærist að stýra. Auðvitað liggja ekki öll brotthlaup til gagns og gæfu. Þeim er æfinlega rashætt er troða ókunna stigu enda heiman- gerðin sjaldan sem skyldi. Mann grunar sterklega að foreldrana hafi stundum skort skilning og samúð með náttúrukendum barna sinna, til að reynast þeim fullkomlega happasælir ráða- nautar. — Að mimsta kosti get eg ekki varist þeirri hugsun, er eg les blaðaskrif um burtþrá unglinga. — Þá sem skorti'r skynsemi eða nærgætni til að skilja annara þarfir geta aldrei eignast annara traust. Frarr.h KAUPIÐ HEIMSKRINGLU— útbreiddasta og fjölbreyttasta íslenzka vikublaðið REGLUR UM ERLEND PENINGA SKIFTI MIKILSVERÐ TILKYNNING Eins og tilkynt hefir verið af fjármálaráðherra, hafa reglur um erlend peningaviðskifti árið 1940, verið löggiltar af stjórnarráðinu eins og heim- ilað er í herlögum landsins (War Measures Act). Nema því aðeins að undantekning sé veitt frá reglu þessari, verður hver búandi maður í Canada, sem 1. maí 1940 hefir nokkra erlenda peninga í fórum sínum, til eignar eða umráða, iog hvort sem í Canada eru eða erlendis, að selja þá peninga undir eins þar til völdum stofnunum (þ. e. löggiltum böknum) og verður fyrir þá borgað í canadiskum dollurum á verði því sem ákveðið hefir verið af Foreign Exchange Control Board. “Erlendir peningar”, að því er reglu þessari kemur við, eru allir peningar (excluding coin) aðrir en canadiskir og heyra þar til: banka- seðlar, póst-ávísanir, peninga-ávísanir, banka-ávísanir, ferðamanna-ávís- anir, fyrirfram borguð verðbréf, bankavíxlar og önnur svipuð verðbréf, sem greiðanleg eru í erlendum peningum; það felur einnig í sér hvaða fjárhæð sem er í erlendum gjaldeyri, sem íbúi þessa lands hefir nokkurn rétt til greiðslu á, hvort sem er með bankainnleggi, láni eða annari greiðslu í banka, sparisjóði, Trust-félagi, lánfélagi, hjá eignabrakún (stockbroker), hjá kaupmanni, sem ávaxtar fé, eða öðrum svipuðum fjármálastofnunum. Regla þessi krefst ekki sölu á neinum útlendum eignum. Regla þessi áhrærir ekki erlent fé, innlegg eða verðbréf, sem eru eign manná sem ekki eiga heimili í Canada. Og til frekari tryggingar, er því lýst yfir í reglu þessari, að menn sem hér eru ekki til heimilis, en eru í heimsókn til Canada á skemtiferð eða í viðskifta-erindum, fyrir tímabil, sem ekki fer fram úr sex mánuðum á árinu, teljast ekki eiga hér heima, að því er reglu þessa áhrærir, nema því að eins að persónan hafi við komu sína hingað, ákveðið að verða hér framvegis til heimilis. Enginn íbúi er skyldaður til að selja erlendar eignir sínar, ef hann fullnægir kröfum Foreign Evchange Control Board um það, að hann hafi haft hið erlenda fé 1. maí 1940, aðeins sem umboðsmaður eða agent erlends borgara í höndum sínum, og að hinn erlendi eigandi hafi ekki komist yfir eignina af hérlendum borgara síðan 15. sept. 1939, nema á þann hátt, er stjórnarnefndin (the Board) telur reglunni samkvæmt. Ef sérstaklega stendur á, er svo ráðgert í Section 1 (b) í reglu þess- ari, að íbúi, sem ekki er canadiskur borgari, geti verið undanþegin, en að- eins þó með því að sækja um þá undanþágu og ef hún fullnægir kröfum stjórnarnefndar. Af vátryggingarfélagi, stofnuðu í Canada, er ekki krafist, að það selji erlendan gjaldeyri sinn sem það þarf með til að gera sín viðskifti utan Canada. Frekari upplýsingar eru fáanlegar hjá útbúum löggiltra banka. Hver íbúi, sem nokkurn erlendan gjaldeyrir á eða hefir undir höndum 1. maí 1940, hver sem f járhæðin er, ætti ða ráðfæra sig við banka sinn hið bráð- asta til þess að fullvissa sig um, að hve miklu leyti regla þessi áhrærir hann. FOREIGN EXCHANGE CONTROL BOARD

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.