Heimskringla - 29.05.1940, Page 4

Heimskringla - 29.05.1940, Page 4
4. SíÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 29. MAí 1940 Ijrdmskrmgla (StotnuB 1SS6) Kemur út i hverjum mUSvikudegi. Elgendur: THE VIKINa PRESS LTD. SS3 og S55 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimla S6 537 VerS blaSelns ei >3.00 árgangurliin borglflt ryrirtram. Allar borganlr sendlst: THE VIKINQ PRESS LTD. 3U vlSskHta bréf blaSlnu aSlútandl sendlat: Manager THK VIKINO PRBSS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Vtaniskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINQLA S53 Sargent Ave., Winnipeg "Helmskringla” ls published and prlnted by THE VIKINO PRESS LTD. S53-S55 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 29, MAÍ 1940 “EG vil ELSKA MITT LAND” Vér skulum fyrir augnablik varpa frá oss stormunum og styrjöldinni, sem leikur nú svo lausum hala umhverfis oss, og virðist ætla að leggja með öllu undir sig þetta hnattkríli vort, en beina aftur hug- anum að öðrum viðfangsefnum, sem að ýmsu leiti eru oss hugþekkari og ættu að miða til þroskunar og uppbyggingar, þrátt fyrir þó einhvers skoðanamunar geti orð- ið þar vart. Hér er um mál að ræða, sem snertir meir og minna alla íslendinga, bæði heima og erlendis og ætti að vera þeim hugðar- efni að taka til athugunar, og hefði að vísu átt að vera fyrir löngu tekið fyrir, og sér- staklega af íslendingum vestan hafs, því þeim er af sérstökum ástæðum málið skildast, þó ekki eigi þeir sök á misfellum þeim og smekkleysum, sem inn í það hafa spunnist og sem um er að ræða í þessu sambandi. Þetta mál, sem eg tek hér til meðferðar, stendur í sambandi við ljóð og lag og hnupl íslendinga á annara þjóða lögum, við íslenzk erindi og kvæði, sem eiga alt annað betra skilið en að vera tengd við tóna, sem eiga ekkert sameiginlegt við anda og efni kvæðisins, auk þess sem það lýsir hjá oss of áberandi smekkleysi og óvirðing fyrir listinni og vanhugsun, því vér gerum oss seka í því að túlka sum af vorum fegurstu og ástsælustu ljóðum í spéspegli höfundum ljóðanna til lítilsvirð- ingar og oss sjálfum til miska. Að þessu máli hefi eg séð einu sinni vikið af íslendingum heima, og það var fyrir tveim árum síðan, að stutt en gagn- orð grein birtist í stúdentablaðinu, um söngbók stúdenta eftir Jón Þórarinsson, stúdent ,og fer hann þar, meðal annars, nokkrum orðum, um hnupl íslendinga á annara þjóða lögum við ýms kvæði er hann telur þar upp. Er það vel, að á þetta mál var minst heima, áður en íslendingar hér tóku það á dagskrá sína, fyrst þeir voru ekki búnir að því fyrir löngu síðan. Það, sem eg ætla aðallega að ræða um í þetta sinn, af því það stendur okkur fs- lendingum vestan hafs næst, er þjóðsöng- ur vor, “Eldgamla fsafold” undir laginu, “God Save Our King”. Ekki var það fyrr en eg kom hingað vestur, sem eg fann sérstaklega til þessa smekkleysis, við að heyra kvæðið sungið undir þessu lagi, og hefir það gengið mér svo nærri, að eg get ekki sungið “Eld- gamla ísafold” eftir að hafa sungið fyrst “God Save Our Save”. Þetta kvæði Bjarna Thorarinsen, er eitt af vorum elztu og fegurstu ættjarðar- kvæðum, og það ætti vissulega annað betra skilið, en að vera sungið undir lagi, sem á ekkert skylt við það, og túlkar hvergi rétt þann anda, sem skáldið lagði í kvæðið. í enska erindinu “God Save Our King”, fellur lagið svo prýðilega við hvert ein- asta orð, að tónn og texti ná því magni og mýkt í lyfting og lágtónum, að túlkun ljóðs og lags og andi skáldsins í kvæðinu verður lifandi og veldur einlægri og heil- steyptri hrifningu og hátíðleik. í íslenzka erindinu aftur á móti, verður að slíta fjögur fyrstu orðin í erindinu sundur í tólf atkvæði, til þess að geta sungið erindið undir þsesu lagi, og gefur að skilja að áherslur Ijóðs og lags fá ekki potið sín rétt, þegar svo er með það farið. Tónar og hrynjandi fara sitt í hvora átt- ina, söngurinn verður óáheyrilegur, sálar- laus og svæfandi. / Vér getum varla búist við að íslending- ar heima finni eins tiltakanlega til þessa öfugstreymis, sem fslendingar vestan hafs. Hér er ekki haldin svo smá sam- koma að ekki sé endað með því að syngja “God Save Our King”. Og við það er vissulega ekkert að athuga, það er sjálf- sagt, þar sem við erum undir Brezku flaggi og brezkir þegnar. En þegar á eftir því er svo farið að kyrja: “Eld—gaml—a fs—a—fold, ást—kær—a fóst—ur—mold”, alt sundur slitið, undir sama lagi, þá get eg ekki sungið með, og svo mun mörgum fleirum fara, því mér finst það draga um leið úr mætti þeim og heillaóskum, sem vér biðjum til handa konungi vorum og drotningu er vér syngjum þenna enska þjóðsöng, og einnig sökum þess, að mér finst að andi þessa ættjarðar kvæðis Bjarna, vera alt annars eðlis en andi sá er britist í kvæðinu “God Save Our King”. Algengt er það einnig, að enskir séu við- staddir á mörgum samkomum vorum hér vestan hafs. Og hvað segja þeir um þetta? Ja, eg veit ekki hvað þeir hugsa, en þeir verða stundum ákfalega skrítnir á svipinn, og halda efalaust margir, að við séum að syngja “God Save Our King” í íslenzkri þýðingu. Og satt að segja lái eg þeim ekki þó að þeir hugsi þannig. Ekki bætir það heldur úr, ef vér förum einnig rangt með þetta ættjarðarkvæði vort, þegar vér syngjum: “Og gumar girnast mær”, í staðinn fyrir að segja “og guma girnist mær”. Á þetta hefir einnig verið bent í blöðum heiman að og færðar sönnur á rímgalla, sem ólíklegt er að Bjarmi hafi slengt inn í erindið. Og er þarna um aðra smekkleysu að ræða, sem vér höfum að líkindum gert oss sek í að setja inn í kvæðið og syngja hugsun- arlaust. Hvers vegna semja ekki íslenzku tón- skáldin viðeigandi lag við “Eldgamla fsa- fold”, svo lengur sé ekki verið að jaska kvæðið með annara þjóða lagi? Söngurinn felur í sér það andans frjó- magn, sem mannkynið hefir drukkið af um ómuna aldir. Tónar og orð, sem falla hvort inn í annað, geta túlkað alt, sem í manninum býr og með honum felst. Og tónarnir ná til hvers manns sálar. Og það eru ekki svo fjarskyldar sálir til, að söngurinn geti ekki brúað það bil, og leitt hina ólíkustu menn og konur nær hvert öðru. Það geta allir sameinast í söng, því söngurinn er það mál, sem allir skilja og unna sameiginlega. Hann er alheims mál. Mér er til efs, að nokkur önnur þjóð en við íslendingar, eigi eins fagran þjóðsöng, sem jafnast getur á við “ó, Guð vors lands”. Það er ódauðlegt. Þar er sál og tilbeiðsla þjóðarinnar sameinuð í eitt ljóð og lag af íslenzkum anda. Og svo mikill guðmóður og töfrar leggja frá þessum þjóðsöng vorum þegar hann er sunginn, og túlkaður rétt, að útlendingar, sem að- eins heyra tónana, en skilja ekki orðin, fyllast ósjálfráðri hrifningu og lotning, þegar hann er sunginn. Við almenn tækifæri og smásamkomur, þykir mörgum “Ó, Guð vors lands”, of langt og of hátíðlegt, svo varla er hægt að ætlast til þess að það sé altaf sungið, enda á það ef til vill að jafnaði ekki við. En það eru til ótal mörg önnur ættjrðarkvæði og þjóðsöngvar, sem komið geta í 'stað “Eldgamla ísafold” á meðan ekki er til íslenzkt lag við það. Til dæmis að taka “Fjalladrotning, móðir mín” eftir Sigurð Jónsson frá Helluvaði, með lagi eftir Bjarna Þorsteinsson; “Fífilbrekka, gróin grund” eftir Jónas Hallgrímsson, með lagi eftir Árna Thorsteinsson; “öxar við ána”, eftir Stgr. Thorsteinsson, með lagi eftir Helga Helgason; “Þú álfu vorrar yngsta land”, eftir Hannes Hafstein, með lagi eftir Sigfús Einarsson, og ótal mörg fleiri, og svo ekki hvað sízt, “Eg vil elska mitt land”, eftir Guðmund Magnússon, (Jón Trausta) með lagi eftir Bjarna Þorsteins- son. Varla hygg eg að nokkurít íslenzkt kvæði, með íslenzku lagi, eigi eins mikinn rétt á sér að vera sungið eftir hverja ein- ustu samkomu og að enduðum hverjum vinafundi meðal vor Vestur-ísliendinga, sem þetta kvæði: “Eg vil elska mitt land”, undir hinu þróttmikla, fagra lagi Bjarna Þorsteinssonar. Það er ekki einungis að Ijóð og lag falli yndislega saman og túlkunin sé hrífandi þegar það er sungið, heldur er einnig eins og hvert erindi, hver setning og hvert einasta orð, sé mælt fyrir munn Vestur-fslendinga til að syngja við öll tækifæri. Eg hygg að allir fslendingar kunni Iagið, en ef ekki, þá vil eg ráðieggja þeim að læra það sem fyrst. Eg get ekki stilt mig um að setja hér niður fjögur erindi úr kvæðinu, til yfir- vegunar þeim, sem ekki kunna þau, þó ekki geri eg ráð fyrir að nema eitt af þeim verði sungið alment. Eg vil elska mitt land, eg vil auðga mitt land, eg vil efla þess dáð, eg vil styrkja þess hag. Eg vil leit’ að þess þörf, eg vil létta þess störf, eg vil láta það sjá margan hamingju dag.-------- Eg vil frelsi míns lands, eg vil farsæld míns lands, eg vil frægð þess og gnægð þess og auð þess og völd; eg vil heiðursins krans leggja’ að höfði hvers manns, sem vill hefja það fram móti batnandi öld.--------- Eg kem fram á þinn fund þessa fagnaðar stund, eins og frjálsborinn sonur, sem elskar þig heitt. Og að fótum á þér eg sem fórn mína ber, alt, sem fegurst og best hefir lífið mér veitt. En eg bið ekki’ um neitt—. Jú, eg bið þig um eitt: Gef mér baráttukjark, gef mér styrkari mund. Lyftu blæju frá brá, lát mig brosið þitt sjá. — ó, eg berst til þíns láns fram á síðustu stund. Hvað gengur nær hjartarótum Vestur- íslendinga, en túlkun þessa kvæðis? Það er engu líkara en þeir hafi ort kvæðið allir, einum rómi, sér til hugarléttis og hvatn- inga í landnema baráttunni, gegnum fjall- háa erfiðleika og þrautir frumbýlisáranna. Vér getum sagt það hafi verið hetja lund og hetju andi feðranna, sem varðaði fyrir þá veginn, jók viljafestu þeirra, áræði og þol og þrautseigju gegn öllu því er þeir höfðu við að stríða. En það var einnig, andi sá, sem kvæðið bendir til, ást þeirra til eyjunnar í austrinu og erfiðleikarnir, sem þeir áttu við að stríða á gamla land- inu, áður en þeir fóru utan, sem hvatti þá fram, gaf þeim þrótt og lyfti þeim hærra og hærra í hérlendu þjóðlífi. Og það var löngunin, vonin og þráin að verða landi sínu og heimaþjóð til sóma, liðveizlu og jafnvel frægðar, sem fleytti þeim yfir tor- færurnar og lýsti þeim gegnum stríðið og þrauta myrkrið, létti þeim sorgirnar og söknuðinn og vísaði þeim veginn til frægð- ar og frama, frama, sem gaf þeim opna leið til að miðla miljónum manna í fram- andi landi af auðlegð sinni, sem þeim var gefin í arf frá kyni til kyns og þroskaðist við “eld og ísa mein, og áhrif frá nátt- úrunni háu.” í þessu kvæði er alt, sem Vestur-íslend- ingar geyma með sér, tilbiðja og tigna. Þar er' þrótturinn, víkings andinn, frelsið og farsældin, og hinn brennandi, leitandi háugi og orka, sem aldrei lætur sér til skammar verða, og er reiðubúin að hefja heiðurskransinn að höfði hvers manns, sem vill hefja landið þeirra fram móti batnandi öld. “Þeir biðja ekki um neitt”. — Jú, þegar skuggarnir leggjast að og erfiðleikarnir falla þeim í fang, þá biðja þeir um bar- áttukjark og styrkari mund, og hvarfla huganum í austurátt og óska að blæjunni sé lyft frá svo þeir geti séð “brosið á brá” fjallkonunnar. Og þeim verður að ósk sinni. Þeir sjá bros hennar í anda, bros- ið, sem gefur þeim'nýtt afl og áræði og endurnýung, sem endist þeim fram til síð- ustu stundar gegnum dimt og kalt, gegn- um alla baráttu og erfiðleika, sem fylgir því að nema og byggja ný lönd og við- halda þjóðerni sínu og tungu meðal miljón- anna í Vesturheimi. Er það ekki heilbrigðari og hreinni andi, sem ungmennin af íslenzku bergi brotin, drekka í sig gegnum þetta ljóð og lag, heldur en gegnum falska tóna, við ’ranga túlkun á íslenzku ljóði? Með því líka, að ef þetta kvæði: “Eg vil elska mitt land”, væri alment tekið upp, sem þjóð- söngur vor Vestur-íslendinga, og efni þessa ljóðs og lags kynt og túlkað vel fyrir yngri kynslóðinni, þá getur það einnig haldist við sem þjóðsöngur hennar til feðra og frænda landsins, sem um leið er hvatning til þeirra í starfi og stríði, og vakning til víðtækara viðhalds ís- lenzkum málefnum og tungu. Hvað finst ykkur landar góðir? Væri það ekki breyting til batnaðar að taka upp þetta ljóð og lag. sem þjóðsöng vor Vest- ur-fslendinga ? ? Davíð Björnsson ALFRED NOBEL Eftir Harland Manchester Það var dag einn árið 1861, að nokkrir bankastjórar í París hlustuðu óþolinmóðir á ungan mann, er kvaðst hafa frá merki- legri nýung að segja. Þetta var horaður og veiklulegur, sænskur piltur, en ekki virtist hann skorta sjálfstraustið. — Herrar mínir, mælti hann, alvarlegur á svip, — eg þekki olíu, sem hægt er að sundra jarðarhnettinum með! Bankastjórnrnir spruttu á fætur, en ungi maðurinn sat grafkyr og hélt áfram að segja þeim frá sprengiefni sínu. En áheyrendur hans gripu hvað eft- ir annað fram í fyrir honum. Þeir lögðu ekki trúnað á frásögn hans, og auk þess höfðu þeir engan áhuga fyrir því, að jarð- arhnettinum yrði sundrað! En þegar Napoleon HI. frétti til þessa unga Svía, átti hann tal við f jármálamann, og árang- urinn varð sá, að Alfred Nobel fætur hans í hálfrar mílu fjar- lægð. f apríl 1865 sprungu 70 kassar með nitroglycerini í loft upp. Þeir voru í skipi, er iá í skipakví í‘ Panama. Hafnarbakki og vöruhús stórskemdust af þessari sprengingu, en 60 menn biðu bana, og var tjónið metið á 1 miljón dollara. Fáum dögum seinna fórust 15 menn við nitro- glycerin-sprengingu í San Fran- cisco. Alfred Nobel kom til New York skömmu eftir sprenging- una í San Francisco. Menn höfðu álíka ímugust á honum og land- farsótt. Fólk forðaðist hann, og eigendur gistihúsa neituðu að hýsa hann. Nobel auglýsti, að hann ætlaði að sýna verkanir sprengiefnis síns opinberlega, en aðeins 20 menn þorðu að koma á vettvang, og enginn þeirra dirfð- ist að koma nálægt sprengiefn- inu. En eftir tveggja klukku- stunda tilraunir hafði Nobel sannfært þessa áhorfendur sína um, að nitroglycerin væri ger- samlega hættulaust sprengiefni, ef rétt væri á haldið. hélt heim til Stokkhólms með 100,000 franka ávísun í vasan- um. Þar með var grundvöllur- inn að auðlegð hans lagður. Alfred Nobel var ekkert smeykur við sprengiefni. Faðir hans, Emmanuel Nobel, hafði sýslað við þessháttar árum sam- an. Hann hafði fundið upp tundurdufl þau, sem Rússar höfðu síðan notað í Krím-stríð- inu. Alfred var næstyngstur af fjórum’ bræðrum, en minstur þeiiya og veiklulegastur. Móðir hans átti jafnan fult í fangi með að halda í honum líftórunni, er hann var barn í æsku fór hann víða um Evrópu og Ameríku. f París kyntist hann stúlku, sem hann feldi ákafan ástarhug til. Hún andaðist í þeim svifum, og Alfred hélt heim til Svíþjóðar, gagntekinn af sorg, og tók að starfa í verksmiðju föður síns. Hann ákvað þá að helga vinn- unni óskifta krafta sína, meðan honum entist aldur. Emmanuel Nobel var sann- færður um, að , nitroglycerini væri fólgið öflugt sprengiefni, enda þótt það væri, er hér var komið sögu, einkum notað sem hjartastyrkjandi lyf. Hann vissi, að við viss skilyrði, sem enginn þekti, mundi það valda sprengingu. Nú tók hann, ásamt Alfred, syni sínum, að rannsaka þessi skilyrði. Og þeim feðgum varð mikið ágengt. Alfred tók að sér yfirstjórn rannsóknanna og gerði brátt mikilvægar upp- götvanir. En við eina tilraun- ina, árið 1864, fórst Emil, bróð- ir hans, ásamt 4 starfsmönnum, af völdum spreningar. Varð gamla Nobel svo mikið um þessi dapurlegu tíðindi, að hann fékk slag, og var hann jafnan van- heill eftir það. Yfirvöldin skárust nú í leik- inn og bönnuðu þeim Nobels- feðgum frekari rannsóknir á hinu hættulega sprengiefni. En Alfred lét engar hindranir aftra sér. Hann hélt áfram rannsókn- um sínum í skipi, er lá við festar úti á stöðuvatni. Þar vann hann síðan baki brotnu við hin ólík- ustu störf og unni sér sáralítill- ar hvíldar, enda spilti hann þá heilsu sinni, svo að hann beið þess aldrei bætur. En hann lét slíkt ekki á sig fá. Hann hafði hugsað sér að sýna heiminum, að sprengiolían væri hættulaust tæki. Áður en ár var liðið, lét sænska stjórnin sprengja járn- brautarjarðgöngin undir Stokk- hólmsborg með sprengiefni frá Alfred Nobel, og ennfremur hafði hann þá stofnað iðnfélög í fjórum löndum. En á þessu stigi málsins var hann of bjartsýnn. Morgun einn árið 1865 gereyði- lagðist verksmiðja Nobels í Nor- egi við ofboðslega sprengingu. Nokkru síðar reyndi verkamað- ur einn í Silesia að höggva frosna sprengiolíu með exi sinni. Árangurinn varð sá, að maður- inn tættist í sundur, og fundust Hér með hafði Nobel tekist að vinna bug á mestu örðugleikun- um, sem að honum höfðu steðj- að, þ. e. misskilningi og ótta al- mennings. En sitthvað átti hann enn við að stríða. Honum bárust að vísu beiðnir um sprengiefni úr ýmsum áttum, en sum ríki settu lagabann gegn notkun á sprengiefni hans, og skipaeigendur neituðu að flytja það. Hér var því ekki nema um eitt að ræða: Nobel hlaut að finna upp algerlega hættulaust sprengiefni. Og þetta tókst von bráðar, að nokkru leyti fyrir einskæra tilviljun. f Norður-Þýzkalandi finst glúpur leir, sem nefnist á þýzku kieselguhr. Starfsmenn Nobels notuðu þennan leir til þess að skorða með honum nitroglycer- inbrúsa í kössum, en áður höfðu þeir notað til þess sag. Svo er sagt, að leki hafi eitt sinn komið að brúsa, og rann nitroglycerinið út í leirinn. Nobel veitti því at- hygli, að hann drakk það í sig eins og þerripappír. Hann hrærði nú sprengiolíu sinni saman við hinn þýzka leir í hlutfallinu 3:1. Við þetta varð til efni, sem hnoða mátti eins og deig og hægt var að geyma í hylkjum og flytja áhættulaust hvert, sem vera skyldi. Nobel kallaði þetta nýja sprengiefni dynamit. Áður en 10 ár voru liðin frá uppfynd- ingu þess, var eftirspurnin orð- in svo mikil, að búa varð til 6 milj. pund af því á ári, til þess að henni yrði fullnægt. Þannig hafði Nobel unnið fullnaðarsigur í hinni ægilegu baráttu sinni við hin dularfullu og háskalegu sprengiefni. Alfred Nobel var fertugur, þegar hann hafði leitt þetta brautryðjendastarf sitt til far- sællra lykta. Þá uppgötvaði hann, að hann var sjálfur dauð- þreyttur, þunglyndur og vina- snauður maður. Hann átti sér ekki einu sinni heimili, og menn kölluðu hann auðugasta flæking Norðurálfunnar! Hann reyndi nú að hefja lífs- venjubreytingu, keypti sér skrauthýsi í París, sökti sér nið- ur í kvæði Shelleys, sem verið hafði uppáhaldsskáld hans í æsku, og reyndi jafnvel sjálfur’ að fást við ritstörf. En hann var nálega jafnvígur á sex tungumál og gat ekki fengið sig til að rita á einu þeirra öðru fremur. úr ritstörfunum varð því ekkert í það sinn, enda átti Nobel fullörðugt með að tala eitt tungumál í senn. Venjulega lét hann í viðræðum þau orð flakka, sem voru honum tiltækilegust, án tillits til þess, að úr öllu sam- an varð hvimleiður málagrautur. Bókhneigður var Nobel með af- brigðum og las ekki einvörðungu rit um hverskonar tækni, heldur og bækur um heimspeki og fagr- ar bókmentir. Hann unni mjög ritum bjartsýnna höfunda, er höfðu örugga trú á farsælli framtíð mannkynsins. Nobel skrifaði mesta urmul af sendi-

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.