Heimskringla - 03.07.1940, Side 1
The Modem Housewife Knows
Qnality That ls Why She Selects
“CANADA
BREAD”
"The Quality Goes in
Before the Name Goes On”
Wedding Cakes Made to Order
PHONE 39 017
LIV. ÁRGANGUR
AiiWAYS ASK FOB—
“Butter-Nut
Bread”
The Finest Loaf in Canada
Rich as Butter—Sweet as a Nnt
Made only by
CANADA BKEAD OO. LTD.
WINNIPEÓ, MIÐVIKUDAGINN, 3. JÚLÍ 1940
NÚMER 40.
Rússar hremma Bessarabíu
Það var s .1. fimtudag, að Rúss-
ar gerðu Rúmenum tvo kosti.
Annar var sá, að láta þá með
góðu hafa héruðin Bessarabíu og
Bukóvína ásamt leyfi fyrir flota-
stöðvar í Constanta og Tulca,
borgum við Svarta hafið, eða
berjast ella.
Carol konungur sá þegar sitt
óvænna og varð við öllum kröf-
um Rússa.
Það er haldið, að Rússar hafi
ráðist í þetta með góðu leyfi
Hitlers.
Hitt er og talið víst, að Hitler
og Mussolini hafi ráðlagt Carol
konungi, að leggja ekki út í
stríð við Rússa.
En Rúmenar sáu, að ekki var
enn til setu boðið, og kölluðu því
lið mikið saman í skyndi. Sendu
þeir það til Transylvaníu á
landamæri Ungverjalands. Þeir
höfðu veður af því, að Ungverj-
ar ætluðu sér að krækja í Tran-
sylvaníu-héraðið, á sama tíma
og Rússar tækju Bessarabíu. Rú-
menar bjuggust heldur ekki við
neinu góðu af Bulgörum fyrir
sunnan sig, en þar hefir alt verið
til þessa með kyrrum kjörum.
Rússar tjáðu Rúmenum, að
héraðið Bessarabía hefði áður til-
heyrt Rússlandi, sem auðvitað
var satt. Það heyrði þeim til frá
1812 til 1918. En þeir tóku það
í stríði við Tyrki ásamt Bukó-
vína, áður nefnt ár (1812). Árið
1918 varð Bessarabía lýðveldi, en
sameinaðist næsta ár Rúmaníu,
er hún áður var hluti af (þ. e.
Moldavía). Bessarabía undi á-
valt illa undir Rússum.
Frá nokkrum hryðjuverkum er
sagt í sambandi við þetta her-
nám Bessarabíu. Sumir íbúanna
risu upp á móti Rússum, gagn
stætt því sem til var ætlast. Hóp-
ur flýði einnig suður til Rú-
maníu. En Rússar flýttu sér alt
sem unt var að því að taka land-
ið. Áður en litið var við, var
fallhlífar lið komið í alla bæi og
það sem meira þótti, voru léttir
skriðdrekar (tanks) fluttir í
sumum þeirra. Það mun aldrei
fyr hafa verið reynt.
Bessarabía er 17,000 fermílur
að stærð og íbúarnir eru um 3
miljónir. Rússar segja þá
Úkraine, en alfræðibókin brezka
telur þá aðeins 20% af lands-
mönnum.
Bukóvína-héraðið er aðeins
4,030 fermílur að stærð; íbúar
þess eru nærri ein miljón.
Transylvanía, vestur hluti Rú-
uieníu, tilheyrði fyrir 1918, Aust-
urríki. Þessvegna krefjast nú
Ungverjar þess landshluta ólmir,
svo að þar horfir til alvarlegra
bardaga. Eins er með Búlgara,
að þeir krefjast olíuhéraðsins
uiikla Dobruja, sem þeir eiga
ekkert tilkall til, Tyrkjum eða
Öðrum þjóðum fremur, þó veitt
væri 1918, en svo aftur afhent
Rúmaníu 1919. En svona er
landvinningaæði þessara þjóða
uiikið að hvenær, sem stórþjóð
tasðst á smáþjóð, eru þær flogn-
ar eins og hrafnar á hræ þangað
til að ná sér í neffylli.
Hvað liggur nú að baki því, að
Rússland fer þarna af stað? Ef
til vill ekki neitt, sé Hitler því
samþykkur. Hitt dylst þó ekki,
að það styrkir vörn Rússa á móti
^jóðverjum í Úkrainíu, sem Hitl-
er fer ekkert dult með í bók
sinni, að Þýzkaland þurfi með.
^ð öðru leyti virðist margt
benda til þess, að Stalin lítist nú
ekki á blikuna og að hann viti, að
samningum Hitlers sé ekki að
treysta. Það hefir ef til vill
verað aðal-ástæða Stalins fyrir
því að gera samning við Hitler í
fyrstu, að hann óttaðist hann
eins og heitan eld. Hitler var þá
alls ekki langt frá því, að herja
í “austurveg”. En hvað sem um
það er, mun nú ekki eins auð-
velt að bjarga sér og þá var, svo
Stalins bíður nú ekkert vænna,
en að efla hervarnir sínar og bú-
ast við því versta.
En jafnvel þó Stalin geri þetta
alt í varnarskyni, óttast nú Rú-
menar samt, að hann haldi suður
með strönd Svarta hafsins til
þess að ná umráðum í Dardan-
ella-sundunum.
Sé þetta alt gert með góðu
leyfi Hitlers, er það næsta und-
arlegt. Sumar borgirnar eða stað-
irnir, sem Stalin áskilur sér rétt
til að hafa herstöðvar í, svo sem
Sulina og fleiri, veita eiginlega
möguleika til þess, að hafa öll
umráð með flutningum eftir
Doná, lífæð viðskifta Þjóðverja.
Þó ekki sé nú meira sagt en
það, að þetta sé alt til vara gert,
vegna ótta Stalins við Nazista,
og þó að Hitler fresti sókn sinni
inn í Úkrainíu Rússanna og frið-
ur haldist um stund, er þetta
samt Bretum heldur í vil og vek-
ur í raun og veru nokkra von um
nýjan samherja þeirra. En það
er þó ekki ennþá nema von ein.
Því má ekki gleyma.
Dr. ÓFEIGUR ÓFEIGSSON
Á FERÐ HÉR VESTRA
í morgun rétt áður en blaðið
fór í pressuna, leit Dr. Ófeigur
Ófeigsson frá Reykjavík á Is-
landi inn á skrifstofu Heims-
kringlu.
Hafði hann komið til Winni-
peg 1. júlí, en ekki vissum vér
neitt um komu hans fyr en hann
heimsótti skrifstofuna. Vinst því
ekki tími til að skrifa þær fréttir
af honum, sem hinir mörgu vinir
hans mundu æskja, því þó hann
væri hér ekki nema rúmt eitt ár
á meðal þeirra, kyntust V.-fsl.
honum að svo mörgu góðu, að
þeir munu ávalt telja hann með
sínum beztu vinum að heiman.
En af þessu ferðalagi Dr. Ó.
Ófeigssonar er það að segja, að
hann kvaðst hafa unnið all-
hvíldarlaust heiíha um nokkur ár
og þarfnast hvíldar. Tók hann
sér ferð þessa á hendur í því
skyni að létta sér upp, en svo
jafnframt til hins, að kynnast
því nýjasta, sem væri að gerast í
læknisfræðinni. Og nú stóð svo
á, að í New York var á þessu
sumri haldinn læknafundur af
American Medical Association
og sóttu hann 10,000 læknar. —
Kvað Dr. Ófeigur þar hafa verið
skemtilegt að koma. Eftir fund-
inn hélt hann til Mayo-stofnun-
arinnar í Rochester og var þar
um viku tíma hjá hinum fyrri
kennurum sínum, er mætur mikl-
ar höfðu á hæfileikum þessa
sanna barns norðursins. En nú
kom áður en varði það babb í
bátinn, að hann fær skeyti um
það, að skipið, sem hann ætlaði
með heim, leggi 10 dögum fyr
af stað, en hann bjóst við, og
það styttir dvöl hans vestra svo
mjög, að landana, sem hann ætl-
aði að finna, gafst nú enginn
tími til að heimsækja. En held’-
ur en að sjá ekki nokkra af þeim,
bregst hann við og skreppur
hingað noður til Winnipeg. —
Dvölin var ekki nema einn heill
dagur, en hún var löndum vestra,
sem nutu hennar að óskum.
Dr. Ófeigur hefir verið læknir
við Landsspítalann í Reykjavík,
en lét af því starfi fyrir
nokkru. Þykir þeim er þetta rit-
ar það einkennilegt þar sem hann
hafði frétt hjá þeim er héðan
höfðu farið heim, að um betri
læknir væri tæplega að tala á fs-
landi en hann. Dr. Ófeigur stund-
ar lækningar á eigin spítur í
Reykjavík og hefir sem að lík-
um lætur ærið að gera.
Heimskringla þakkar heim-
sóknina, þó stutt væri, og óskar
dr. Ófeigi góðrar ferðar heim og
framtíðar.
Islendingadagur
á Hnausum
fslendingar í norðurbygðum
Nýja-fslands hafa ákveðið að
halda íslendingadag á þessu
sumri á Iðavelli við Hnausa, eins
og þeir hafa gert mörg undan-
farin ár. Hafa þeir valið laugar-
daginn 3. ágúst til hátíðarhalds-
ins í þetta sinn. Til hátíðar-
innar verður efnt, sem áður, eins
vel og unt er. Og því lofa þeir
gestum fyrirfram, að þarna skuli
þeir njóta eins íslenzks fslend-
ingadags og unt er að hugas sér.
Skemtiskrá hefir enn ekki verið
raðað niður, en svo er nægur
tími til þess ennþá að birta hana
í næstu blöðum. í þetta sinn
vakir það éitt fyrir, að tilkynna
íslendingum þessi góðu tíðindi,
því góð tíðindi munu það þykja
þeim sem sannir íslendingar eru,
að sem víðast í íslenzku bygðun-
um okkar vestra, séu íslenzkir
þjóðminningardagar haldnir.
Balbo ferst í flugslysi
Italo Balbo, landstjóri í Libíu,
fórst í flugslysi s. 1. fimtudag.
Flugfarið misti flugs í grend við
stað sem Tobruk heitir. Með því
voru 8 eða 9 manns, er allir fór-
ust.
Bretum var kent um að hafa
skotið flugfarið niður all skamt
frá landamærum Egyptalands.
En blöð í Eygptalandi líta alt
öðruvísi á þetta. Segja þau hafa
kviknað í flugfarinu, án þess að
á það hafi verið skotið.
Sjálfir hafa og Bretar neitað
að hafa verið þarna nærri.
Fyrstu fréttir frá ítalíu af
þessu voru þær, að Balbo hefði
fallið í orustu á vígvelli. Næst
var það flugvélaslys, en þó ekki
í bardaga. Síðast voru það Bret-
ar, sem skutu á flugfarið.
Italo Balbo var andstæður því,
að ftalía hefði nokkuð saman að
sælda við Hitler. Hann var
héimsfrægur maður fyrir stjórn
sína á tveimur flugleiðangrum
vestur um haf og eflaust allra
manna mest virtur af ítölsku
þjóðinni.
Paul Reynaud týndur
Það er nú orðin full vika síð-
an að Paul Reynaud, fyrverandi
forsætisráðherra Frakka, hvarf.
Var fyrst sagt, að hann hafi
brugðið sér til Sviss og sýkst
þar. Þegar það var borið til
baka, var sagt að hann hefði hent
bílslys og sé á sjúkrahúsi í Suð*
ur-Frakklandi. í Bordeaux eru
menn ekki í vafa um að nazistar
hafi tekið hann og hnept í varð-
hald. Þeir voru sagðir afar
smeykir um, að hann færi til
Morocco og myndaði þar nýja
stjórn eða samtök á móti Þjóð-
verjum. Þó nokkrir af beztu
mönnum Frakka, kváðu hafa
horfið nýlega.
Þúsundir þýzkra fanga
komnir til Canada
f gær kom skip til Montreal
með þúsundir af þýzkum föng-
um, sem vissara þykir að geyma
hér en á Englandi.
Á skipinu vestur voru þeir 20 á
móti hverjum einum af skips-
höfninni. Ódælir voru þeir held-
ur sagðir; reyndu að tefja störf
skipsmanna og voru hinir ósvífn-
ustu í orðum.
Þetta var þó einkum sagt ná
til hinna yngri. Yfirmennirnir
og sumir þeirra voru skipstórar á
stærri skipum, voru kurteisin
ein og þökkuðu skipshöfninni
ensku fyrir lipurð og ágæta
framkomu.
Á einu furðaði þá. Það var að
ekkert skip skyldi fylgja þessu
skipi vestur yfir hafið. Raeder
flotaforingi Þjóðverja hlyti að
vera sofandi.
Sumir snáðanna hugguðu sig
við það, að þeir mundu aftur
komast heim að berjast fyrir
Hitler.
Nazistar taka
Norman-eyjarnar
Nazistar hófu s. 1. laugardag
sprengikúlna hríð á Norman-eyj-
arnar í brezka sundinu. Varð það
29 mönnum að bana. Á eyjum
þessum, sem eru rétt undan Nor-
mandí á Frakklandi, búa um
90,000 manna. Eyjarnar eru
margar og eru alls um 75 fermíl-
ur að stærð, en á einni þeirra, er
Jersey heitir, býr allur helming-
ur íbúanna. Þar er og önnur ey,
sem Gurnsey heitir og er fræg
fyrir kúakyn sitt. Eyjar þessar
mega heita sjálfum sér ráðandi
þó Bretlandi heyri til. Þar voru
engin vopn og hefði mátt ætla,
að þær mættu vera í friði. En
Hitler varð að taka þær. íEú-
arnir flúðu til Englands og tóku
mest af því sem ætt var með sér.
Bretum fanst það ekki þess
vert að verja eyjar þessar. Þær
eru enda of nærri strönd Frakk*
lands til þess, að verja þær úr
loftinu.
En nú eru nazistar að setjast
þar að. Getur það verið nokkuð
auðveldara fyrir þá að haldast
þar við, en Breta?
BRtJÐKAUPS KVÖLD
Svo margar og glæsilegar gift-
ingar, hafá farið fram meðal ís-
lendinga undanfarna mánuði að
um mörg ár er sagt að þekst hafi
ekki svo margar giftingar á eins
stuttu tímabili.
Ein af þeim glæsilegustu gift-
ingarathöfnum, sem fram hafa
farið, var gifting sú, sem fram
fór miðvikudagskvöldið þann 26.
júní s. 1., kl. 6.30 í Sambands-
kirkjunni í Winnipeg.
Brúðhjónin voru: Ingibjörg
Lillian Halldórsson og Jochum
Ásgeirsson, bæði til heimilis í
Winnipeg og vel þekt í öllu fé-
lagslífi meðal íslendinga.
Brúðurin er dóttir, Jóns Hall-
dórssonar frá Víðir í Nýja-
íslandi, og konu hans, Önnu
Sigurðardóttir. En brúðguminn
er sonur Ásgeirs Guðmundssonar
óðalsbónda á Arngerðareyri við
ísafjarðardjúp, og konu hans
Aðalbjargar Jónsdóttur.
Séra Philip M. Pétursson
framkvæmdi hjónavígsluna.
Kirkjan var þétt setin fólki, og
skreytt með rauðum og hvítum
rósum og burkna. Þegar brúð-
urin gekk inn í kirkjuna lék
Gunnar Erlendsson Wagners
brúðarmarsinn og aðstoðaði við
orgelið á meðan athöfnin fór
fram, og lék undir fyrir Pétur
G. Magnús, er söng: “O Pro-
mise Me”, meðan undirskriftirn-
ar fóru fram.
Steindór Jakobsson var brúð-
gumasveinn, en Mrs. A. G. Bar-
dal, systir brúðarinnar, var brúð-
armey. Thor Halldórsson, bróð-
ir brúðarinnar og A. G. Bardal,
leiddu fólkið til sæta.
Flotar stórþjóðanna
Efitrfarandi grein birtist í
blaðinu Winnipeg Tribune 21.
júní um hernaðarstyrk stórþjóð-
anna á sjónum. Nú, þegar svo
mikið er talað um, hvað um
frakkneska flotann verði, og
hver áhrif það hafi, ef Þjóð-
verjar nái í hann, er skýrslan,
sem miðuð er við flotastyrk þjóð-
anna eins og hann var 1. maí,
mjög handhæg til samanburðar.
Brezki flotinn er auðvitað
miklu stærri en floti nokkurrar
einnar þjóðar, en þegar sá þýzki,
ítalski og frakkneski eru samein-
aðir, verður ekki stórt á munum.
Og í smíðum hafa þessar þrjár
þjóðir nálega eins mörg skip' og
Bretar. Að einu leyti verða
þessar þjóðir sterkari. Tala kaf-
báta þeirra verður^ miklu meiri
en Breta. En svo koma að lík-
indum bæði Bandaríkin og Jap-
an við söguna fyr eða síðar í
þessu stríði og er því foltastyrk-
ur þeirra einnig talinn. Um töl-
urnar yfir stærð japanska flot-
ans, er þó þess að geta, að þær
eru gamlar og ef til vill óná-
kvæmar, því skýrslur hafa engar
í ein þrjú ár eða fleiri verið birt-
ar um það. Og er hér þá skýrsl-
an:
STÓRA BRETLAND
Flokkur skipa Tala Smál.
Orustuskip .... .... 14 444,550
Monitors . .. . 3 20,800
Flutningsskip flugbáta .... . .. . 8 126,100
Beitiskip, stór .... 10 145,620
Beitiskip, lítil .... 50 479,875
Tundurspillar ....182 242,804
Kafbátar .... 56 60,045
/ smíðum nú \ . . eða bráðlega
Orustuskip .... .... 9 335,000
Flutningsskip %
flugbáta .... .... 7 152,750
Beitiskip, lítil.. .... 23 158,500
Tundurspillar .... 32 56,050
Byssubátar ... . ... . 20 18,150
Kafbátar . ... 10 9,460
BANDARÍKIN
Orustuskip .... . ... 15 464,000
Flutningsskip flugbáta .... ... . 5 120,000
Beitiskip, stór. . . .. . 18 171,000
Beitiskip, lítil. . .... 17 137,775
Tundurspillar ....219 272,110
Kafbátar . ... 95 91,875
/ smíðum nú eða bráðlega
Orustuskip .... .... 10 390,000
Flugningaskip flugbáta .... .... 3 54,000
Beitiskip, lítil.. . ... 10 84,000
Tundurspillar ..., 48 74,000
Kafbátar . ... 25 35,000
FRAKKLAND
Orustuskip .... .... 7 163,945
Flugningaskip flugbáta .... .... 2 32,146
Beitiskip, stór 7 70,000
Beitiskip, lítil 11 79,729
Tundurspillar .... 73 124,745
Kafbátar 77 73,903
/ smíðum nú eða bráðlega
Orustuskip Flugningaskip 4 140,000
flugbáta 2 36,000
Beitiskip, lítil 3 24,000
Tundurspillar .... 32 50,260
Kafbátar 25 24,663
ÍTALtA
Orustuskip .... Brynvarið beiti- 5 129,488
skip (gamalt) .... 1 9,232
Monitors 5 5,010
Beitiskip, stór 7 70,000
Beitiskip, lítil 14 80,918
Tundurspillar .... 130 133,163
Byssubátar 2 2,354
Kafbátar 111 85,735
í smíðum nú eða bráðlega
Orustuskip ......... 3 105,000
Beitiskip, lítil... 14 56,344
Tundurspillar .... 12 15,200
Kafbátar .......... 22 24,955
ÞÝZKALAND
Orustuskip ......... 7 133,080
Beitiskip, stór.... 2 20,000
Beitiskip, lítil... 5 29,400
Tundurbáta.......... 8 4,800
Lagningarbátar
tundurdufla .... 12 9,870
Kafbátar .......... 70 31,032
/ smíðum nú eða bráðlega
Orustuskip .... 115,000
Flutningaskip
flugbáta .... 38,500
Beitiskip, stór. . 20,000
Beitiskip, lítil.. .... 6 46,000
Tundurspillar .... 8 14,488
Tundurbátar .. 13,200
Lagningarbátar
tundurdufla .... 1 .2,500
Kafbátar .... 76 47,766
JAPAN
Orustuskip .... .... 10 301,400
Flutningaskip
flugbáta .... .... 11 146,520
Beitiskip, stór.. .... 17 153,050
Beitiskip, lítil. . .... 22 129,515
Tundurspillar ....119 154,948
Kafbátar .... 62 82,863
Hér er reynt að gefa nöfnin á
íslenzku, en “til vonar og vara”
eins og K. N. stundum sagði,
mun vissara vera að láta hin
ensku einhversstaðar fylgja:
Battleship=orustuskip. Moni*
tors=einskonar herskip, gömul
gerð. Aircraft Carrier=flutn-
ingsskip flugbáta. Cruiser, heavy
=Beitiskip, stórt. Cruiser, light
=beitiskip, lítið. Destroyer=
tundurspillir. Submarines=kaf-
bátar. Armored Cruiser (old)=
beitiskip, gömul gerð. Gunboats=
byssubátar. Torpedo boats=
tundurbátar. Minelayers=lagn-
ingarbátar tundurdufla.
Brúðurin bar stóran og fagran
blómvönd úr hvítum og rauðum
rósum, og brúðarmeyjan ljós-
gulan blómavönd.
Að giftingunni afstaðinni, var
um 70 manns boðið til veizlu í
“The Princess Tea Room” á Por-
tage Ave. Settist fólk þar að
borðum við allskonar kræsingar
og Ijúffenga drykki. Séra
Philip M. Pétursson stjórnaði
samsætinu. P. S. Pálsson mælti
fyrir minni brúðarinnar, og
Björgvin Stefánsson mælti fyrir
minni brúðgumans, og A. S. Bar-
dal talaði nokkur vel valin orð
til brúðhjónanna. En brúðgum-
inn þakkaði með fyndinni ræðu
og kom öllum til að veltast um af
hlátri.
Að borðhaldinu afstöðnu var
stiginn dans til kl. tólf.
Daginn eftir, þann 27. júní,
lögðu brúðhjónin af stað suður
um Bandaríki í skemtiferð. Aðal
viðkomustaðir þeirra á leiðinni,
munu vera þessir: Salt Lake
City, Los Angeles, Hollywood,
San Francisco, Seattle, Vancou-
ver og Calgary á heimleiðinni,
þar sem systir brúðarinnar dvel-
ur. Þau gera ráð fyrir að vera
um þrjár vikur í ferðinni.
Framtíðar heimili þeirra verð-
ur í St. 6 Acadia Apts., Winni-
Peg-
Heimskr. óskar ungu hjónun-
um allra heilla og hamingju.
Mrs. J. H. W. Price (áður Sig-
ríður Reykdal) og börn hennar
eru flutt frá Regina, Sask., til 53
Evanson St., Winnipeg. Capt.
J. H. W. Price, sem er í South
Saskatchewan Regiment, er nú
í Camp Shilo.
*