Heimskringla - 24.07.1940, Side 4

Heimskringla - 24.07.1940, Side 4
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 24. JÚLÍ 1940 Heímakrittgla (StofnuO 1886) Kemur út A hverjum miBvikudegt. Elgendur: THE VIKXNQ PRESS LTD. I53 00 153 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimia 86 537 VerS blaðslns er $3.00 árgangurlim borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. 011 vlSsUfta bréf blaSlnu aSlútandl sendlat: Manager THE VIKINO PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINOLA 853 Sargent Ave., Winnipeg "Helmskrlngla” ls published and prlnted by THE VIKIVO PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 24. JÚLÍ 1940 Á IÐAVELLI Á íslendingadegi í Árborg, 2. ágúst 1926 flutti St. G. St. kvæði um Nýja'ísland. í því eru þessar ljóðlínur: Hér mætast kveld og morguns rönd sjálfs minninganna heims-------- Hvaða minninga heims? Þess er fslend- ingar hafa búið í frá því er þeir komu fyrst til þessa lands. Koma skáldsins til Nýja-íslands minti hann á þetta, að þar hófst landnám og að þar er elzt íslenzk bygð hér vestra, heildar minningaheimur landans vestra í sæld og sorg. íslendingadagur Norður-Ný-fslendinga hefir nú verið haldinn nokkuð á annan tug ára á Hnausum, á stað þeim, er dr. S. E. Björnsson í Árborg gaf nafnið Iða- völlur. Þangað hafa bygðarmenn og hópar úr öðrum bygðum sótt þjóðhátíðardag Ný- íslendinga árum saman, og fundið það sama og skáldið, að þarna var íslenzkur minningaheimur, sem vert var fyrir ís- lenzkar sálir að koma í og dreyma á ný um alt sem þeim var og er kærast og bezt. “Hvað alt var þarna íslenzkt”, var á vörum manna lengi eftir að þeir sóttu þjóðminn- ingardag á Iðavelli. Á þessu ári halda Bifrastarbúar, eða Norðurbygðar Ný-fslendingar þjóðminn- ingardaginn laugardaginn 3. ágúst á Iða- velli, en sá staður ér í grend við Hnausa. Hann er á bökkum Winnipegvatns. Er það almikill skemtigarður og á íslendinga* dagurinn landið, hafði keypt það til þess að vera ekki á sífeldum hrakningi með daginn. Hefði betur farið en raun er víða á orðin, ef fleiri bygðir hefðu það gert. Maður vonar, að sú tilraun, kostnaður og erfiði, sem samfara því hefir verið að eignast þarna sama stað fyrir fslendinga- daginn, verði ríkulega launað með þeim einu launum, sem æskt er eftir fyrir það, að það tryggi þjóðminningarhátíðinni hér framtíð eða lengri aldur að minsta kosti en ella. í garðinum eru stórir sléttir vellir til íþrótta og að baki þeim skógur með lundum hér og þar. Ennfremur er í þess- um garði sumarheimili barna, svo jafn- framt unaðslegu umhverfi býður æskan gestina velkomna. Um skemtanir dagsins skal vísað til aug- lýsingar á öðrum stað í þessu blaði. Að G. J. Guttonnsson skáld og G. S. Thorvaldson lögfr. eru þar með ræður, er nægileg trygging fyrir góðri skemtun auk alls annars. Sjáist landar á Iðavelli 3. ágúst. voveiflegt til umhugsunar. Hjá miklum mannfelli fer ekki, að því, er séð verður, nema eitthvað sérstakt og óvænt hendi. Ofanskráð orð eru tekin úr skýrslu, er Herbert C. Hoover, fyrverandi forseti Bandaríkjanna, hefir samið. Eins og menn muna, var honum falin umsjá Belgíu eftir stríðið 1914—1918, að því leyti er áhrærði að afstýra hungri og mannfelli. Fyrir þetta starf sitt í þágu nauðþurftarlýðs Evrópu, var hann viðurkendur um allan heim. Hörmungar slíks fólks skilja lík- legast fáir sem hann. Orð hans eru því þung á metum. Og hann er enn, þó illa sé af Hitler þegið, að reyna að draga sviða úr sárum belgisku þjóðarinnar. Þegar Belgía gafst upp og var ofurseld nazistum í s. 1. maímánuði, var aðeins 50 daga forði af vistum til í landinu. í skýrslum Hoovers segir ennfremur: Á Pólland réðist Hitler um það leyti, er bændur voru að sá vetrarhveiti sínu. Kar- töflu-uppskeran í Þýzkalandi eyðilagðist af skorkvikindum (Colorado beetle). — Þurkar hafa hamlað grassprettu í Dan- mörku, Noregi og Hollandi; fóðurbirgðir eru litlar og hafa gripir þessvegna mjög fækkað. í Donár-héruðunum er uppskera einum þriðja minni, en vanalega, eða um 3,540,000 tonn; hrifsa nazistar það nálega alt saman. íbúar Donár-héraðanna mega svelta fyrir þeim; hýrast þeir nú þegar í skugga kornbúra sinna dauðvona, krjúpandi á kné fyrir Hitler að biðja hann um hnefa- fylli af þeirra eigin hveiti í hleif handa sér til næsta dags. Þar sem uppskera í Evrópu varð ekki fyrir þvílíku skakkafalli og hér um ræðir, varð hún það af völdum stríðsins. Þegar herjað er, er vanalega ekkert eftirskilið af neinu sem ætt er. Það sem herliðið ekki étur, það eyðileggur það. Það eru enn engar skýrslur við hendina, er sýna hvað mikið var eyðilagt af jarðargróðri og hvað mikið drepið af skepnum í eldhríð Hitlers í Belgíu. Um það getur ekki hin annars fróðlega skýrsla Hoovers. Heldur veit enginn hvað mörg hundruð þúsund tonn af hveiti var eyðilagt af bændum, áður en þeir flýðu jarðir sínar, undan her- sveitum Þjóðverja. En að það hafí numið ógrynnum, má reiða sig á. Hungrið sem Hoover spáir, hefir eftir þessu að dæma við nokkuð að styðjast. í blaðinu Le Temps á Frakklandi, var s. 1. laugardag þjóðin vöruð við því, að til matvælaskorts horfði. Sagði blaðið ótt ganga á vara-birgðirnar og birti mótmæli gegn því að Þjóðverjar tækju meira, en þeir hefðu þegar gert af vöruforða Frakka. Það er stundum að því spurt hvort að skipulag Hitlers sé í nokkru lakara en það, sem menn í lýðræðislöndum eigi við að búa. Um samanburð er þar ekki neinn að ræða. Það er ekki um neitt skipulag að tala hjá Hitler nema það er nær til hersins. Og herinn notar hann til að ræna friðsamar nágrannaþjóðir sínar öllu því er þær fram- leiða og bæla og kúga þær andlega. Það geta verið gallar, og eru vissulega, á okkar lýðræðisskipulagi. En mikið mundu nú þjóðirnar, sem Hitler hefir læst í ránklær sínar, gefa fyrir að eiga við það frelsi að búa, sem við eigum, og þær áttu einu sinni, með öllum þess göllum. lítið, svo á því var ef til vill lítið mark takandi. Hitt er meira, að því nánar sem við kynnumst því í sjón og raun með dvöl okkar hér, því meiri ástæða virðist oft til að líta á það eins og við gerðum, sem undraland, eins og það bendir til sem frá er sagt sér að ofan. GUÐNÝ GUÐMUNDS- DÓTTIR STEVENS Ef satt er, sem sumir halda fram, um að Roosevelt forseti hafi verið valinn af því að enginn hafi líklegri þótt til að bera sigur úr býtum við Wilkie, má ætla, að í kosningunum syðra í haust, verði duglega barist. MÁLMAR í MANITOBA Manganese heitir málmur, sem mikils- verður er til að herða stál. Hann er því stríðsvara. í Manitoba fanst hann nýlega í hlíðum Riding Mountains, austur af þorpinu Russel. Er verið að rannsaka, hve víðtæk og hvers verð jarðlög þessi séu. Sum sýnishornin, sem tekin hafa verið, sýna að mikið er af málmi þessum í þeim. Til þessa hafa málmleitarmenn látið sig mestu varða gullið, silfrið, eirinn og sínk- ið, sem í sumum stöðum finst innan um þennan áminsta málm. En manganese, tungsten, tin og beryl (einskonar gim- steinn), hafa áður fundist í þessu landi, en verið lítill gaumur gefin, vegria þess, að á friðartímum hefir verið hægt að fá þessi efni ódýrari annar staðar. Nú þegar heimsviðskiftin eru mjög miklum erfiðleik- um háð, vegna stríðsins, er alt öðru máli að gegna. Og þetta fylki sem önnur, gera sér nú mat úr öllu, sem að einhverju leyti er nothæft til hernaðar. Þessi fundur manganese í Manitoba ný- lega, virðist benda til, að nokkuð sé hér enn ógert að því er að jarðfræðilegum rann- sóknum lýtur. (Æfiminning) Stjórnir flestra landa væru fyrir löngu búnar að taka öll viðskifti í sínar hendur, ef svo stæði ekki á, að þau eru, í höndum einstakra manna, aðal-tekjulind stjórnanna. —Montevideo News. BÆNDUR ÞJÓÐRÆKNIR “Bretaveldi er eina sívirka alheims- stofnunin, er að því stefnir, að halda uppi lögum og rétti á þessari reikistjörnu----” Svo fórust Dorothy Thompson orð í út- varpsræðu, er hún flutti s. 1. sunnudag frá Montreal. f einu héraði Suður-Alberta fylkis áttu bændur nýlega fund með sér. Þeir komu sér saman um að gefa Canada vissan hluta uppskeru sinnar í þágu stríðsins. Eftir því sem fróðum mönnum telst til, af upp- skerumagni undanfarinna ára að dæma, fer nærri að gjöf hvers bónda nemi eitt hundrað dölum á þessu hausti. “Á fundinum”, segir blaðið Herald, “voru saman komnir fulltrúar frá flestum þjóð- arbrotunum er þetta land byggja. Margir bændanna voru fæddir í löndum þeim, sem nú eru óvinir Breta. En eigi létu þeir sinn hlut minni vera fyrir það. Þeir virtust eigi síður áhugasamir en aðrir um að verja frelsi fóstrunnar; kunna þéir ef til vill að meta það meira en ýmsir hér fæddir, vegna þess að þeir hafa sínu meiri reynslu af því hvað ófrelsi og kúgun er.” Að Canadamenn af öllum stéttum hugsi þannig, er að verða ljósara með hverjum degi. Verkmannasamtök ýms eru að veita af fátækt sinni stuðning sinn í þágu stríðs- ins og hinir hetur megandi hafa margir sýnt sig fúsa til að starfa endurgjaldslaust hjá stjórn landsins fyrir þetta sama mál- efni. Þjóðin virðist einráð og ákveðin og standa sameinuð í baráttunni fyrir frelsi sínu og mannkynsins. Á SKÍÐUM 1 JÚLÍ “Við stöndum nú einir uppi í bardag- anum fyrir lýðræðinu og frelsinu í heim- inum, en við gerum það ekki fyrir oss eina.” Þessi eftirtektaverðu og sönnu orð, stóðu í ræðu, er Winston Churchillí for* sætisráðherra Breta hélt í útvarp nýlega. HALLÆRI AF YÖLDUM HITLERS Hungur og hallæri eru fylgjur Hitlers í Evrópu. Hvert sem hann hefir farið, hefir verið hægt að rekja slóð hans á því, að þar hefir alt verið reitt og ruplað af þjóðun- um ,og þær skildar eftir vistalausar eða litlar, og hafa soltið hálfu og heilu hungri. Hvað þessara hernumdu þjóða bíður á kom- andi vetri, er auðsætt. Nazistar hrifsa ó- mælt af uppskeru Frakklands og Donár- héraðanna, af nautakjöti og mjólkur-afurð- um Noregs og Danmrekur og svínakjöti Hollands og Belgíu,/svo að nú þegar ber orðið á þröng og skorti í búum þessara þjóða. Hvernig um þær fer þegar hinn langi og kaldi Norðurálfuvetur, hefir í hlað riðið, er í sannleika of sorglegt og Um miðjan júlí mánuð stóð frétt í blöð- unum um það, að ferðaleiðangur hefði heimsótt Jasper þjóðgarðinn í Alberta- fylki; hafði hann sér til skemtunar, að renna sér á skíðum í grend við stað þann er heitir Maligne Lake. Þetta kann að þykja álíka sennilegt og sumar stríðs- fréttirnar nú á tímum, en eigi að síður er það sannleikur, að skíðaferðir í Kletta- fjöllunum að sumrinu, eru að fara í vöxt. í maí, júní og júlí má þarna heita bæði sumar og vetur í senn, að minsta kosti að því er skemtanir þessara árstíða snertir. Ferðagestirnir geta klifið þar snæþaktar hlíðar, fjöll og jökla, ef þeim svo sýn- ist á sama tíma og sumarið bíður þeirra við fjallsræturnar með angan villiblóma, fugla- söng og hinum marglitu eirðarlausu fiðr- ildahópum. f fréttinni var þess getið, að slíkar skemtiferðir og hér um ræðir, færu mjög í vöxt. Að við þær sé eitthvað ferskt, nýtt og hressandi er ekki að efa. Heima á íslandi rendum við dreymandi augum til Canada og litum á það sem undraland. Við þektum það þá að vísu Að Evrópumaðurinn sé að verða aftur að apa, eins og maður nokkur sagði nýlega, hefir ekki við neitt að styðjast. Apar skjóta aldrei öðru á menn en hnotum. * * * Grein um ísland, skrifar Earle P. Han- son í fylgirit blaðsins Christian Science Monitor, 8. júní 1940. Efni greinarinnar er um ísland sem áfanga á flugleiðinni frá Evrópu vestur um haf og vaknaðan áhuga fyrir því máli bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Greininni fylgja þrjár myndir; er ein þeirra af Reykjavík og nær yfir þvera síðu ritsins. * * * Sala á osti hefir aukist mjög mikið til Englands. Eftir viðskiftasamningi Can- ada og Bretlands, voru kaupin ákve^Sin 1,500 tonn í maí og 3,000 tonn í júní. Við þetta hefir nú verið bætt pöntun fyrir 1,500 tonnum á þessum tveim mánuðum. Hefir búnaðarráð sambandsstjórnarinnar bent bændum á það, sem hægt eiga um hönd með að senda ostagerðarhúsum mjólk sína, að þera það um skeið, til þess að hægt sé að verða við kröfum Breta. Fyrir smjör er sögð lakari sala á Bretlandi, vegna þess, að sú vara má heita skömtuð úr hnefa. Þann 17. júní síðastliðinn and- aðist að heimili tengdasonar síns og dóttur, Mr. og Mrs. Þorsteins Olivers, í Winnipegosis, Man., ekkjan Guðný Guðmundsdóttir Stevens, rúmlega níutíu ára gömul. Guðný var fædd í Reykjavík 24. maí 1850. Foreldrar hennar voru Guðmundur Nikulásson ættaður úr Reykjavík, og Sigríð- ur Steingrímsdóttir, ættuð Skagafirði. Bjuggu þau Vatnsleysuströndinni sex ár, en fluttust svo til Seyðisfjarðar og bjuggu á Bæjarstæði. Þar dó Stefán árið 1898. Eftir dauða hans var Guðný með börnum sín- um nokkur ár á Þórarinsstaða- eyrunum í Seyðisfirði, þar til hún fluttist vestur um haf með tveimur dætrum sínum nokkru eftir aldimótin. Átti hún heima í Winnipeg og á Gimli til ársins 1916, er hún fluttist til Winnipegosis til dætra sinna, sem þá voru komnar þangað. Þar dvaldi hún til dauðadags lengst af, átján ár, hjá þeim Þrosteini og Ingiríði Oliver. Börn Stefáns og Guðnýjar voru fimm, tvö dóu í æsku en þrjú lifa, Ásgeir, sem á heima á Seyðisfirði, Ingiríður, sem áður er nefnd, og Kristín, kona Krist- ins Oliver, sonar Þorsteins, og eiga þau heima í St Charles skamt fyrir vestan Winnipeg, þar sem Kristinn stundar refa- rækt. Guðný var ein af ellefu systkinum, og munu þau öll vera dáin nú. Auk barna hennar lifa hana fjögur barnabörn og fimm barnabarnabörn. Guðný var framúrskarandi dugnaðarkona alla sína æfi. Fór hún kornung að vinna fyrir sér og vann að heita mátti fram á síðasta dag. Tók hún aldrei elli- styrk, þó að hún vitanlega ætti þess kost, og var engum til byrði. Hún var heilsuhraust fram undir það síðasta, var á ferli daglega og með fullu ráði og rænu alveg fram á dauðastund. Gekk hún um úti fyrir húsinu kvöldið, sem hún veiktist, og var dáin eftir nokkrar klukkustundir. Hún var geðprýðis kona, rólynd og eink- ar vingjarnleg í umgengni við alla; og var sem þessir eigin leikar hennar yrðu því skýrari og ákveðnari sem hún lifði leng- ur. Var elli hennar löng og frið- sæl í skjóli dætra hennar, sem sýndu henni staka ræktarsemi. Æfistarf hennar var mikið og stundum erfitt, því fyrri hluta æfinnar mun hún oft hafa átt við mikla fátækt að búa. En þrátt fyrir erfið lífskjör hélt hún ávalt jafnlyndi sínu. Hún naut mikillar virðingar og einlægrar vináttu allra þeirra, sem kyntust henni. Guðný var jarðsungin í Win- nipegosis, að viðstöddum fjölda mörgum vinum hennar og fjöl- skyldunnar, af séra Guðm. Árna- syni. Enskur prestur þar bú- settur flutti einnig ræðu við út- för hennar. G. Á. Þórarinn Guðnason I. eink. 160J stig. Þórður Oddsson II. eink. betri 125f stig. Úr lagadeild: Benedikt Sigurjónsson I. eink- 138f stig. Prófi í forspjallsvísindum luku þessir- stúdentar: I. ágætiseinkunn hlutu: Bergþór Smári, Björn Guð' brandsson, Jón Gunnlaugsson, Richard Thors, Margrét Stein- grímsdóttir, Teodoras Bieliask- inas, Björn Sveinbjörsson, Helgi Halldórsson, Logi Einarsson, Emil Björnsson, Matthías Ingi' a bergsson, Ólöf Benediktsdóttir, Unnur Samúelsdóttir. I. einkunn hlutu: Henrik Linnet, Jón Guð' mundsson, Grímur Jónsson, Guð* jón Kristinsson, Sigfús Guð' mundsson, Sveinbj. Sveinbjörns' son, Þorst. Valdemarsson, Jón Bjarnason, Kristj. Theodórsd., Magnús Þorleifsson, Sigurður svo Magnússon, Guðrún Gísladóttir, Ragnar Þórðarson, Ingvi Þ. Árnason. II. einkunn betri hlutu: Gunnlaugur Þórðarson, Jó' hann Benediktsson, Kristinn Gunnarsson, Sigurður Jónsson, Svavar Pálsson, Valdimar Guð- jónsson. 11. einkunn lakari hlutu: Guðrún Stefánsdóttir, Halldór Þorbjörnsson, Sigurður Sigurðs' son. Tveir stúdentar stóðust ekki prófið. SIGURÐUR PÉTURSSON ISLANDS-FRÉTTIR Prófum í Háskóla Reykjavíkur lokið Háskólaprófum er lokið fyrir nokkru. Embættisprófi luku þessir stúdentar: Úr guðfræðideild: Árelíus Nielsson I. eink. 125J stig. Stefán V. Snævarr I. eink. 105 stig. Úr læknadeild: » Ólafur Bjarnason I. eink. 160J stig. Ragnar Ásgeirsson I. eink. 151 stig. Sigrún Briem I. eink. 154$ st. Skarphéðinn Þorkelsson I. eink. 165 stig. Hinn 23. júní s. 1. andaðist a spítalanum á Gimli, Sigurður Pétursson, frá Árnesbygð. Hann var fæddur á Ingveldarstöðum i Skagafjarðarsýslu á íslandi 27- sept. árið 1862. Faðir hans var Pétur Árnason, sem þar bjó. — Þrettán ára gamall fluttist Sig" urður sál. til frænda síns, Þor- valdar Þorvaldssonar í Rein í Hegranesi, vestur um haf fluttist hann árið 1883 og settist að hjá föður sínum, sem þá var fluttur vestur um haf og bjó í Árnes' bygð. Sigurður heitinn kvæntist Þór' unni Long og er hún dáin fyrir nokkrum árum síðan. Þau bjuggu á landi því, sem Árnastaðir eru nefndin, og þar bjó Sigurður um tíma, eftir að samvistum þeirra hjónanna sleit. Hin síðustu 10 árin átti hann heima í Odda í Árnesbygð hjá frændkonu sinni Mrs. Guðrúnu Johnson og börn- um hennar. Þessi síðustu ár var hann mjög farinn að heilsu, þjáð' ist af liðagigt og var ellihrumur, en banamein hans var krabba' mein. Sigurður sál. var skyn- samur maður og hæglátur í fram' komu og vinsæll af nágrönnum sínum. Hann var bókhneigður og las mikið hin síðustu ár æf' innar, þegar heilsan var farin og ellin meinaði honum að starfa lengur. Hann var maður stað- fastur í lund við þær skoðanir, er hann veitti fylgi sitt, og aílra manna greiðugastur þar sem hann gat hjálpað. Hann var jarðaður frá Sam' bandskirkjunni í Árnesi að við' stöddum mörgum vinum og sveitungum og hvílir í grafreit Árnesbygðar. E. J. Melan í Washington hefir verið frá því skýrt opinberlega, að Banda- ríkjastjórn eigi í smíðum stærstu hernaðarflugvél í heimi. Vélin er smíðuð hjá Douglas Aircraft Corporation. Flugvél þessi verður með fjórum hreyflum. Sjálf flugvélin verður 70 smá* lestir og á að geta flogið í einum áfanga frá New York til Evrópu með fulla hleðslu af sprengjum, en það er hvorki meira né minna en 28 smálestir, sem vélin á að geta borið af sprengjum. Véla' orkan verður 6000 hestöfl, og hraðinn um 300 km. á klukku- stund. 10 manna höfn verður á þessari risa hernaðarflugvél'.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.