Heimskringla - 24.07.1940, Side 7
WINNIPEG, 24. JÚLÍ 1940
HEIMSKRINGLA
7. SÍÐA
ABRAHAM LINCOLN
Eftir Náttfara
Framh.
Abraham Lincoln hugsaði
gjarnan um trúmál og las enda
mikið til að átta sig á þeim.
Biblíunni var hann þaulkunnur
og þó einkum Nýja Testament-
inu. Svo, sem nærri má geta,
um svo gjörhugulann og frjáls'
borin anda hafnaði hann allri
bókstafs skoðun á efni og upp-
runa ritninganna, enda verður
það ljóst er maður athugar aðrar
bækur, sem hann les um guð-
fræðileg efni, svo sem: “Kjarna
kristindómsins eftir Feurback og
Sögu raunhyggjunnar eftir
Lecky. Það er auðsætt að Lin-
coln vildi gera sér grein fyrir
trúarbrögðunum á fræðilegum
grundvelli en hann sniðgekk all"
ar forskrúfaðar trúargrillur eins
og andlega pest. Uppáhalds
prestur hans var Theodore Par-
ker, únítari. Þessi ameríski
Savonarola var eldur að hug og
hjartalagi, andlegur stormsveip-
ur, er bauð mönnum að hrinda
værðum og magna sál sína lif-
andi starfandi kristindómi. Hann
vildi leiða Krist inn í sitt eigið
musteri en fyrir bragðið var
honum sjálfum vikið út úr helgi-
dóminum. Jafnvel hin frjáls'
lynda únítara kirkja þoldi hann
ekki og hann gerðist síðar prest-
ur hjá “congregationalistum” og
prédikaði fyrir þúsundum manna
í sönghöll Boston borgar. Þeir
sem lesa vilja reglulega kraft-
miklar prédikanir og raunhæfan
kristindóm ættu að lesa ræður
hans: “A Discourse on Matters
Pertaining to Religion” (1842).
f sögulegum fræðum var hann
furðanlega vel að sér, enda þótt
hann gumaði lítt af þeirri þekk-
ingu. Sjálfsagt er nú ekki auðið
að vita um allar þær bækur, er
hann las, sér til uppfræðslu, en
um þessar er þó vitanlegt: “Upp-
lausn stórveldanna” (Ruins of
Empires) og “Sögu menningar-
innar” (Hástory of Civilization).
Hann sökti sér annars mjög nið"
ur 'í skrif hins brezka umbóta-
manns og sagnfræðings Ed-
munds Burke, enda var hann
mannvinur mikill eins og Lin-
coln. Lincoln var ei svo farið,
sem fjölda fræðimönnum er
sökkva sér niðrí eldforna doðr-
anta þangað til þeir gleyma sam-
tíð sinni. Hann lagði alla stund á
að fylgjast með öllum dagskrár-
málum og las blöðin og tímarit-
in með gaumgæfni. Þessvegna
kom honum fátt á óvart í fram-
rás viðburðanna.
f náttúru-vísindum mun hann
hafa aflað sér þeirrar þekkingar
er völ var á utan skóla. Nokkrum
árum eftir að hann settist að í
Springfield hélt hann fyrirlest-
ur um: “Vísindi og uppfynding-
ar” (Science and Discoveries).
Erindið sýnir allgóða almenna
þekkingu á viðfangsefnunum og
mikla hugkvæmd. Þannig kemst
hann að sömu niðurstöðu um
upphaf hins mælta máls og Sir
Lubeck síðar í bókinni “The
Races of Mankind” og höfundur
bókarinnar “The Dawn of Hist-
ory” (eg man því miður ekki
hvað hann heitir). Þó eg hafi
hvoruga þessara bóka við hend-
ina, er eg hér um bil viss um að
þær voru ekki til um hans daga.
Þá var mikil vísindaöld í Ame-
ríku — eins og reyndar hvar-
vetna í heiminum. Gáfaðir ungir
menn voru stórhrifnir af afrek-
um raunvísindanna og vonuðu að
þau myndu leiða sig í allan sann-
INNKÖLLUNARMENN HEIMSKRINGLU
f CANADA:
Amaranth................................J. B. Halldórsson
Antler, Sask..........................K. J. Abrahamson
Ámes..................................Sumarllði J. Kárdal
Arborg....................................G. O. Einarsson
Baldur................................Sigtr. Sigvaldason
Beckville............................. Björn Þórðarson
Belmont..................1.................G. J. Oleson
Bredenbury...............................H. O. Loptsson
Brown................................Thorst. J. Gíslason
Churchbridge__________________________.H. A. Hinriksson
Cypress River.............................Páll Anderson
Dafoe.....................................S. S. Anderson
Ebor Station, Man.....................K. J. Abrahamson
Elfros________________________________J. H. Goodmundson
Eriksdale................................ólafur Hallsson
Fishing Lake, Sask.......................Rósm. Ámason
Foam Lake................................H. G. Sigurðsson'
Gimli.......................................K. Kjernested
Geysir..............................................Tím. Böðvarsson
Glenboro....................................G. J. Oleson
Hayland.................................Slg. B. Helgason
Hecla................................Jóhann K. Johnson
Hnausa...................................Gestur S. Vídal
Húsavík..................................John Kernested
Innisfail...,.....................................Ófeigur Sigurðsson
Kandahar..................................S. S. Anderson
Keewatin.................................Sigm. Björnsson
Langruth....................................B. Eyjóifsson
Leslie................................Th. Guðmundsson
Lundar.........................Sig. Jónsson, D. J. Líndal
Markerville...................-..... Ófeigur Sigurðsson
Mozart...................................S. S. Anderson
Oak Point............................... Mrs. L. S. Taylor
Otto........................................Björn Hördal
Piney...,.................................S. S. Anderson
Red Deer............................. ófeigur Sigurðsson
Reykjavík.............................................Ámi Pálsson
Riverton............................................Björa Hjörleifsson
Selkirk, Man............Mrs. David Johnson, 216 Queen St.
Sinclair, Man.........................K. J. Abrahamson
Steep Rock................................ Fred Snædal
Stony Hill................................. Björn Hördal
Tantallon...........................................Guðm. ólafseon
ThornhiU.............................Thorst. J. Gísiason
Víöir................................... -Aug. Einarsson
Vancouver.........*...................Mrs. Anna Harvey
Winnipegosis......................Finnbogi Hjálmarsson
Winnipeg Beach.......................................John Keraested
Wynyard...............-..................S. S. Anderson
f BANDARfKJUNUM:
Bantry................
Bellingham, Wash......
Blaine, Wash..........
Cavalier gnd Walsh Co,
Grafton...............
Ivanhoe...............
Los Angeles, Calif....
Milton________________
Minneota........i.....
Mountain..............
National City, Calif..
Point Roberts.........
Seattle, Wash.........
Upham.,
.................E. J. Breiðfjörð
...........Mrs. John W. Johnson
.........Séra Halldór E. Johnson
.................Th. Thorfinnsson
................Mrs. E. Eastman
.............Miss C. V. Dalmann
.....................S. Goodman
..............Miss C. V. Dalmana
................Th. Thorfinnsson
...John S. Laxdal, 736 E 24th St.
.................Ingvar Goodman
J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W.
...............,..E. J. Breiðfjörð
The Viking Press Ltd.
Winnipeg; Manitoba
leika. Þau voru þá heldur ekki
jafn margflókin sem nú og þess-
vegna meir á alþýðu valdi. Sjálf-
ur hefi eg ekki lesið neina vís-
indabók um nokkur ár, þangað
til í fyrra, að eg grautaði dálítið
x “Efnisheiminum”, alþýðuriti
Björns Franzsonar um nýjustu
uppgötvanir efnis vísindanna.
Þótt höfundurinn1 reyni að gera
sínar útlistanir alþýðlegar, er eg
sár hræddur um að bókin sé ekki
við þeirra hæfi, er litla eða enga
undirstöðu þekkingu hefir í
þeim efnum, og eg er ekki viss
um að það sé hægt að semja slíka
bók. Jæja, hvað um það, greind-
ir alþýðumenn, eða eins og Páll
okkar Bjarnason orðar það, rúm-
helgir menn, gátu hæglega fylgst
með vísindaframförunum, í höf-
uð atriðunum að minsta kosti,
um miðbik næst liðinnar aldar.
Þá voru miklir vísindamenn að
verki í Bandaríkjunum svo sem
Asa Gray í jurtafræði, James
Audibon í fuglafræði og Louis
Agassiz í jarðfræði. Nærri má
nú geta að afrek þessara manna
hafa ekki farið framhjá Lincoln.
Jafnvel blöðin rædd\i um hinar
nýju hugmyndir ví-sindamann*
anna og kirkjan sá um það með
sínum heimskulega mótþróa að
menn fóru að hugsa um Darwins
kenninguna og Laplace tilgátuna
um bygging og uppruna sólkerf-
anna. Að vísu er bók Darwins:
“The Origin of Species” ekki
prentuð fyr en árið 1853 en kenn-
ingin hafði þá þegar fengið tals-
verða útbreiðslu af ritgerðum
Darwins, Le Contes og Wallices.
(Allir þessir menn uppgötvuðu
breytiþróunar lögmálið, én þess,
þó að vita hver af öðrum).
Það er ekki æfinlega svo auð-
hlaupið að vita hvaðan Lincoln
fær fróðleik sinn. Einu sinni
var hann næturgestur hjá Judd
hjónunum í Chicago, en frú Judd
segir svo frá: “Um kveldið sát-
um við úti á svölunum, en veður
var heiðríkt og stjörnubert. Þá
tók herra Lincoln að ræða um
stjörnurnar, benda á stjörnu-
merkin og uppfræddi þau um
afstöðu þeirra og f jarlægðir.
“Það er hin bezta uppfræðsla,
sem eg hefi hlotið í stjörnu-
fræði.” Samt sé eg þess hvergi
getið að Lincoln hafi gefið sig
við þeim vísindum. Almenning-
ur þessa lands hefir naumast sint
þeim fræðum að ráði, í þá1 tíð,
enda fyrir daga hinna frægu
amerísku stjörnufræðinga svo
sem Lowells feðganna.
f stærðfræði hafði Lincoln á"
gæta undirstöðu þekkingu. Hann
hafði lært, auk hins algenga
reiknings: rúmfræði, ferhyrn-
ingsfræði, þríhyrningafræði,
bókstafa reikning og “kalkúlus”.
Mun þessi mentun hafa aðstoðað
hann í allri hugsun. Það er
máske mögulegt að hugsa ljóst
og skipulega án allrar s\ærð"
fræðis þekkingar, en engin
fræðigrein veitir rökhyggjunni
þvílíka æfingu og rökvillur eru
fremur sjaldgæfar hjá góðum
stærðfræðingum.
Lincoln lagði mikla rækt við
móðurmálið þótt ekki verði hann
mikill málfræðingur talinn. En
hann sýnir mikla nákvæmni í því
að velja hugsunum sínum viðeig-
andi búning og var smekkmaður
hinn mesti um málbragð sitt.
Hann mun ávalt verða talin með"
al hinna mestu mælsku skörunga
í hinum enskumælandi heimi, en
hér skal ekki út í þetta efni farið
frekar að sinni: Lögfræðin
sækir mörg orð til latínunnar og
sjálfsagt hefir hann þekt eitt-
hvað til hennar þótt um skóla-
fræðslu hafi ekki verið að ræða,
í þeirri tungu. Eitthvað hafði
hann gluggað í grísku og átti
kenslubækur á því tungumáli.
Hversvegna hann fer að sinna
henni væri fróðlegt að vita. Ef
til vill væri leyfilegt að gera ser
einhverjar hugmyndir um það og
þá ekkert ósennilegt að hann
hafi gert það til að bera betra
skynbragð á Nýja Testamentis
ritin, en þau eru skrifuð á
grísku, sem kunnugt er. Annars
er grískan talin fullkomnasta
heimsmálið, af málfræðingum,
en talsvert vandasamt. Heilagur
andi var heldur aldrei vel sterk-
ur í henni, því mörg af ritum
Nýja Testamentisins eru skrifuð
á afar lélegri grísku og talsvert
blandaðri austurlenzkum mál-
lýskum. Annars dæmi eg hér
eftir annara umsögn því eg var
það heljar flón að vanrækja þetta
gullfagra fornaldar mál svo
skammarlega að eg er ennþá ver
að mér í henni en latínunni og
er þá mikið sagt þótt eg nyti til-
sagnar eitt sinn hjá miklum
fræðimanni í hinni hellensku
tungu. Hvaða tilsagnar Lincoln
hefir notið, í málinu, get eg ekk-
ert um sagt né hversu mikil
þekking hans hefir orðið, í þess-
ari grein, veit eg ekki. Eftir að
Lincoln bólfestist í Springfield
tók hann að nema þýzku enda
hafði hann mikil mök við Þjóð-
verja og þeir reyndust honum all
áhrifamiklir stuðningsmenn. —
Þeir voru mjög f jölmennir í Mið-
ríkjunum og koma talsvert við
stjórnmál þeirra og allra Banda-
ríkjanna.
Tilviljun ein olli því að hann
tók að læra lög. Þegar Lincoln
var kaupmaður í Salem, kom til
hans ferðamaður er þarfnaðist
einhvers smálegs úr búðinni en
hafði ekki annað en gamlan
tunnu ræfil til greiðslu. Lin-
coln leit á nauðsyn mannsins og
keypti keraldið þótt hann þyrfti
þess ekki. Nokkru síðar vill
hann höggva það fyrir brenni en
rekst þá á nokkrar bækur í tunn-
unni og þar á meðal “Black-
stones Commentaries on Law”
(Undirstöðuatriði lögfraeðinnar
eftir Blackstone). Lincoln tók
nú að lesa þessa bók og mintist
þess jafnframt, sem einn herlið-
inn í Indíána styrjöldinni hafði
sagt honum, að hann skyldi nema
lög og gerast lögmaður. Þessi
maður var nú sestur að í Spring-
field, sem lögfræðingur. Tók nú
Lincoln til óspiltra málanna við
námið og lagði hart að sér. Gekk
þvínæst undir próf hjá þessum
lögmanni eftir að starfa með
honum um stund.
Af þessu yfirliti verður ljóst
að skoðun sumra, að Lincoln hafi
verið tiltölulega óupplýstur mað"
ur, er hin mesta fjarstæða. Hann
hafði þvert á móti mjög víðtæka
og alhliða uppfræðslu. Þar sem
hér er um algerða sjálfsmentun
að ræða sýnir það ekki einungis
mikla ástundun og óvenjulegt
næmi, heldur einnig framúrskar-
andi dómgreind í vali. Við, sem
eytt höfum mörgum dýrmætum
árum til náms, verðum þrátt að
viðurkenna, að okkur hafi skort
þessa dómgreind í því að velja
okkur hinar heppilegustu og
þroskavænlegustu námsgreinir,
og líðum fyrir það, á marga lund.
Hann hefir ennfremur hlotið að
skipuleggja námsstarf sitt, ó-
venju vel ,annars hefði árangur*
inn fráleit orðið svo glæsilegur.
“Eg er lærisveinn, altaf læri-
sveinn, (I am a learner, always a
learner) segir hann um sjálfan
sig. Aðrir vitna hið sama. Einn
segir: “Abraham er altaf að vaxa
að þekking og mannviti. í fyrra
kom hann mér fyrir sjónir, sem
djúphygginn maður, í árí sem
vitringur.”
Nú skyldi prófa hversu þessi
lærdómur mætti honum hlíta á
hærra vettvangi. Hann var á
leið til Springfield til að stunda
lögmensku. Þótt* Springfield
væri höfuðstaður, þá var þetta
þó eiginlega ekki nema lítið
sveitarþorp að útliti og vexti.
Þar voru engin lífsþægindi frem-
ur en í New Salem, engar gang-
stéttir, engin götuljós, engin
vatnsleiðsla, engar saurrennur.
En ekki þurftu menn þó að
ganga örna sinna út um haga;
því jafnvel í frumbýlinu voru
menn þó komnir það langt í
menningu, að byggja sér sálerni.
Menn gengu líka sjaldnar ber-
fættir í Springfield en Nýju
Salem og þarna í höfuðstað rík-
isins þrömmuðu hinir betri borg
arar stígvélaðir gegnum svaðið,
eins og Þorbjörn kaupmaður í
Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrtfstofusíml: 23 674 Stimdar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er að finnl á skrifatofu kl. 10—12 t. h. og 2—6 e. h. Helmlll: 46 AUoway Ave. Talsími: 33 ÍSS Thórvaldson & Eggertson Lögfræðingur 300 Nanton Bldg. Talsimi 97 024
Orricx Phohi Rkb. Phohx 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MKDICAL ARTS BUILDINQ Omoi Houbs: 12-1 4 P.M. - 6 P.M, AND BY APPODfTMSNY M. HJALTASON, M.D. ALMKNNAR LÆKNINOAR Sérgrein: Taugarjúkdómar Lætur útl meðöl í viðlögum VltStalstímar kl. 2—4 «. k. 7—8 að kveldlnu Slml 80 867 ggs Vlctor St.
Dt. S. J. Johannesvon 806 BBOADWAT Talaiml 30 877 VlOtalstiml kl. S—6 «. h. A. S. BARDAL selur llkkistur og annast um útfar- lr. Ailur útbúnaður s& bestl. Enníremur selur hann aiiairm^. mlnnisvarða og legsteina. 843 SHERBROOKB 8T. Phone: ge 607 WINNIPKO
J. J. Swanson & Co. Ltd. RKALTORS Rental, Inwranee and Finaneial Agentt Sími: 26 821 308 AVENUE BLDG—Winnipeg Rovatzos Floral Shop *06 Notre Dame Ave. Phone 04 M4 Freah Cut Flowers Daily Plants in Season We specialize ln Weddlng A Concert Bouquets A Funeral Designs Icelandic spoken
H. BJARNASON —TRANSFER— Baggage and Furniture Uoving 591 SHERBURN ST. Phone 35 909 . Annast ailskonar flutninga fram og aftur um bælnn. MARGARET DALMAN TKACHKR OK PIANO SS4 BANNINO ST. Phone: 26 420
DR. A. V. JOHNSON DENTIST 506 Somerset Bldg. Office 88124 Res. 27 702 410 Medical Arts Bldg. Dr. K. J. AUSTMANN Stundar eingöngu Augna, eyma, nefs og kverka sjúkdóma 10 til 12 f.h.—3 tii 5 e.h. Skrifstofusími 80 887 Heimasími 48 551
“Ofureflinu” hjá Einari.
Alt um það var Springfield
höfuðstaður í hinu unga og upp-
rennandi ríki og höfðingjarnir
áttu þar heima. Þar voru skólar
betri en í öðrum bæjum, lærðari
læknar, sniðugri lögmenn ^og
kænni krókarefir. Að stjórnar-
setrinu söfnuðust menn eins og
mýflugur að maíblómum. Nú
þurftu Springfield búar að sýna
það í einhverju að þeir væru öðr-
um þorpunum æðri og kurteisari.
Þetta var einkanlega hlutverk
frúnna svo þær, er þess höfðu
ráð fengu sér fallega vagna, sem
gæðingar drógu gegnum forina.
Unglingsmenn voru svo leigðir
til að keyra klárana en þeim var
aðeins þóknað fyrir ómakið, því
það var nú nógu skrambi dýrt að
ala hestana þótt ökumaðurinn
væri ekki offitaður. Nú náttúr-
lega var heldur ekkert varið í að
fara þsesa túra nema eiga sér
falleg föt, sem vöktu aðdáun og
kannske öfund meðal áhorfenda.
Þarna var alt gljáandi af velsælu,
hestarnir kembdir og stroknir,
vagninn þveginn og málaður og
svo frúin sjálf prúð og glansandi
eins og töðualinn eldishryssa hjá
íslenzkum hreppstjóra, og þetta
yndislega hold var uppfært í
ennþá yndislegri skrúða. En nú
var ekki nóg með það, frúnnar
fóru í heimsóknir hver til ann-
ara, svo það var viðkunnanlegra
að hafa almennileg hús og hús-
búnað tilað taka á móti svo tigu-
legum gestum. Af öllu þessu
leiddi að sölubúðirnar í Spring-
field höfðu miklu meiri og dýr-
ari varning en átti sér stað í
Salem. Þar voru seldir geitar-
skinss glófar og gljáleðurskór,
silkikjólar og eðalsteinar, arm-
bönd og eyrnahringir, uppstopp-
aðir stólar og ofnir gólfdúkar og
ótal margt fleira, sem aldrei sást
út í sveitunum.
En þetta kostaði nú skilding-
inn og menn þurftu að græða til
THL WATCH SHOP
Thorlakson Baldwin
Diamonds and Weddlng
Ringe
Agents for Bulova Watohes
Marriage Licenses Issued
699 Sargent Ave.
að tolla í tískunni. Menn höfðu
úti allar klær til að höndla þá
kringlóttu og góðmenskan gilti
ekki þar sem margir illvígir bit-
ust á stallinum.
Manni hrýs hugur við að sjá
Abraham hverfa inn í þessa úlfa-
þvögu, en jafnframt hálfpartinn
forvitnir að vita hvernig hann
svo tilhliðrunar samur óágengur
og nærgætinn, fær spjarað sig á
þessu þingi. Verður hann ekki
undirlagður og fótum troðinn í
hinni hvatskeytislegu frumbýlis
samkepni? Spursmálið snertir
ekki Abraham einungis, heldur
verður alment því hér hlýtur að
ráðast, hvert góðir hæfileikar
samfara mikilli valmensku fá
andæft til sigurs gegn hinni
prúttunarlausu gróðahyggju ald-
arfarsins.
Lincoln virtist engin áhlaupa*
maður en hann var þó sízt af öllu
undanhalds maður. Hann breytti
ósigri í framsókn, hreyktist ekki
þótt “inn kæmi sjór og endrum
og sinn gæfi í bátinn.” Hann
sem virtist bíða ósigur í sveitinni
sækir nú fram í höfuðstaðnum
og hygst að ryðja sér til rúms á
meðal þeirra, sem mest framtak
áttu og hæðst stefndu. Hann
var, sem foringi er sér lið sitt
fara á flótta en snýr þeim flótta
til áhlaups gegn óvinunum. Mun
honum takast að vinna sér sig-
ur? Við sjáum nú til.
Framh.
J50C0505COCCCOCCOOOOMCOOK
KAUPIÐ HEIMSKRINGLU—
útbreiddasta og f jölbreyttasta
íslenzka vikublaðið
/COOCOCOOCOCOOCOCOCOCOOOCCC