Heimskringla - 06.11.1940, Blaðsíða 4

Heimskringla - 06.11.1940, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 6. NÓV. 1940 Hfemtslmttgk (StofnuB 1SS6) Kemur út A hverjum miBvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRE8S LTD. SS3 oo SSS Sargent Avenue, Winnipeg Talíimta SS 537 VerB blaðslns er »3.00 árgangurlnn borglst tyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRES8 LTD. 311 viðsklfta bréf blaðlnu aðlútandl seudlat: Manager J. B. SKAPTASON S53 Sargent Ave.. Winnipeg Ritstjóri 8TEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINOLA S53 Sargent Ave., Winnipeg “Helmskringla” is publlahed and prlnted by THE VIKIVG PRESS LTD. 153-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telephone: 86 637 WINNIPEG, t6. NÓV. 1940 GRIKKLAND OG STRÍÐIÐ Það réði eflaust miklu, ef ekki mestu um það, að Mussolini réðist á Grikkland að það er eitt með minstu og fámenn- ustu ríkjum Evrópu. Það er þriðjungi minna en ísland, sern við oft hugsum okkur landa minst, en sem fer fjarri; íbúatalan er milli 6 og 7 miljónir. Her- styrkur þess er auðvitað heldur enginn borinn saman við Itala. ójafnir eigast því við. Það kemur engum á óvart. Og eflaust hefir Mussolini ekki búist við fyrirstöðu af Grikkja hálfu, þegar hann hóf þetta stríð. Það hafa ef til vill fleiri gert. En hið ólíklega hefir nú skeð. Grikkir hafa tekið á móti. Og nú er rúm vika síðan stríðið hófst og þeif gera betur en halda sínu enn fyrir Mussolini. Grikkland hafði enga löngun sem Rú- menar að leggjast niður og gefast upp að óreyndu. Með þann liðsmun sem þarna er um að ræða, má þetta stór- merkilegt telja. En ef halda á lengi úti, verður Grikkj- um auðvitað að koma aðstoð og hún'sem bráðast. Þegar herlið er ekki til skift- anna, svo að það fái ekki sína hvíld, fer ekki vel. Tyrkir og Bretar eru sam- bandsþjóðir Grikklands. Hafa Bretar þegar brugðist við og mun það loft og sjóher þeirra eitthvað að þakka, að áhlaup ítala vann ekki alveg eins og til var ætlast. Tyrkir munu ekki enn ráðnir í hvenær þeir geta sína aðstoð veitt. En hvernig sem þetta fer, er það víst, að Grikkir hafa nú þegar með viðnámi sínu unnið svo mikið, að aðdáun allra frjálshugsandi manna vekur. Þeirri dáð mun seint verða gleymt. Það eru þjóð- irnar, sem viðnám þora að veita ofbeld- inu, eins og Grikkir hafa gert, sem þess eru verðar að eiga framtíð. Það hefir verið hljótt um Grikki síðari aldirnar, en það eru öll líkindi til að það eigi eftir að sýna sig, að hellenski arfurinn lifi enn hjá þjóðinni sem Aþenu og Spörtu byggja. »MÍ Já — hvílíka fornsögu á ekki þessi litla þjóð, sem Hitler og Mussolini finst nú öllu nauðsynlegra að kúga, eða tor- tíma að öðrum kosti? Grikkir eru elzta menningarþjóð Evrópu, þ. e. þeir sköp- uðu ekki einungis meiri menningu en áður hafði þekst, heldur var hún svo haldgóð og breiddist svo út frá þeim, að hún varð undirstaða menningar Ev- rópu, menningar þjóðanna austan og sunnan megin Miðjarðarhafs. Aþena, höfuðborg þeirra, var miðstöð vísinda og lista alls heims; nöfn vitringa þeirra er sumir voru uppi um 500 f. K., svo sem Sólon, Hómer, Sokrates, Plató og fleiri, kannast nútíðarmaður betur við en skáldin sem í sömu borg eða bygð búa og þeir. En úr því á Aþenu er minst, verður að geta þess, að hún er nefnd óðinsborg og íbúarnir óðinsborgarmenn í íslenzk- um sögnum en þýddum^að vísu. Má vera að óðinn hafi komið þangað og dvalið þar eitthvað áður en hann kom til Norð- urlanda og borgin verið nefnd eftir hon- um. Hann var .mesti ferðalangur og auk þess alstaðar þektur. Grikkir voru upprunalega komnir norðan af Rúss- landi; voru ein grein indo-evrópiska mannflokksins, er þar hafðist við, og sem Norðurlandamenn og óðinn voru komnir af og allar eða flestar nútíðar þjóðir Evrópu. En þetta mun nú mörg- um þykja út úr dúr. H.X En nútíðar sagan? Það hefir verið hljótt um Grikki síðari árin, eða jafnvel aldirnar. Elztu menn muna ef til vill eftir, af því að hér verða menn svo æfa- gamlir, að þeir ráku konung sinn, Otto af Baiern, af höndum sér, vegna þess að hann dró hlut landa sinna meira en Grikkja. Tóku þeir þá George I, son Kristjáns níunda Danakonungs, til kon- ungs yfir sig. Ennfremur muna allir miðaldra menn, að Constantine konung- ur þeirra, sonur Georgs I, varð að fara frá völdum á síðustu árum stríðsins mikla (1917), vegna þess hve þýzksinn- aður hann var; hann var giftur systur Vilhjálms II. Þýzkalands keisara og var þvi nokkur vorkun. Tóku Grikkir samt son hans, Georg II, til konungs. En það blessaðist ekki lengi, því 1923 ráku þeir hann. Eftir langa hríð eða 1935 kölluðu þeir hann aftur heim og hefir hann verið stjórnari þeirra síðan. Að undanskilinni þátttöku Grikkja í stríðinu mikla með Bretum og Frökkum, og óförum Con- stantine fyrir Tyrkjum 1922, hefir lítið verið til frásagnar út í frá af þeim. Frá 1923 til 1935 var lýðræðisstjórn í Grikklandi. Var foringi Grikkja þá Venizelos, einn hinn mesti stjórnmála maður er þeir hafa átt. Hann kom því til leiðar að Grikkir fóru í stríðið með Bretum og Frökkum, er vel var séð við þá eftir á og sem varð eiginlega fótur undir þjóðmegun Grikkja síðan. En 1932 tapaði Venizelos völdum fyrir Me- taxas, sem einræði setti á stofn 1936, leysti upp þing og viðurkendi enga flokka. Metaxas er hrifinn af einræði eins og nazisma, en konungurinn er Bretasinni. Getur einræðið þarna haft nokkur áhrif á Hitler eða framkomu hans í þessu stríði. Um það er ekki hægt að segja, því honum er í engu að treysta. En ýmsir hljóta nú samt að spyrja þessarar spurningar, ekki sízt þar sem svo er látið, sem Hitler sé ekkert að flýta sér í þetta stríð. CHURCHILL ÁVARPAR FRAKKA (Eftirfarandi ræðu flutti Winston Churchill, forsætisráðherra Breta, í út- varp 22. október, bæði á frönsku og ensku; var hún ávarp til frönsku þjóð- arinnar, er kvisast fór, að Vichy-stjórnin væri að láta kúga sig til að segja Bret- um stríð á hendur. Þótti ræðan sköru- leg, eins og ræður Churchills eru oftast og hafði feikna áhrif að sagt er, á al- menning í Frakklandi. Ræðu þessa flyt ur Heimskringla hér með á íslenzku og er þakklát þýðanda bæði fyrir hönd sína og lesenda.—Ritstj. Hkr.). Frakkar! 1 meir en 30 ár, í friði og ófriði, hefi eg átt samleið með yður og enn liggja leiðir okkar saman. 1 kveld ávarpa eg yður, heima hjá yður, eða hvar sem þér kunnið að vera og hvert sem hlutskifti yðar er. Eg endurtek bænina — “Guð varðveiti Frakkland.” Undir eldregninu hér heima á Eng- landi gleymum vér ekki þeim böndum, sem tengja oss við Frakkland og vér trúum staðfastlega og einlæglega á frelsi Norðurálfunnar og að allar þjóðir megi búa við frelsi og frið og alla sann- girni. Fyrir þær hugsjónir hafið þér og vér reist rönd við ofríkinu. Þegar tvær góðar þjóðir lenda í örð- ugleikum vegna þess að á þær er ráðist og vondir menn og ólmir gera alt sem þeir geta til að afvegaleiða þær, þá verða þær að gæta sín vandleg, að vera sann- gjarnar hvor í annara garð og fara ekki að jagast sín á milli. Þessu er óvinurinn altaf að reyna að koma af stað og þegar illa gengur, er ekki nema eðlilegt að ýmislegt komi fyrir, sem honum er bein- línis til hagsmuna. Vér verðum að gera það bezta úr hlutunum, eins og þeir koma fyrir. Hér í London, sem Hitler hefir sagt að hann ætlaði að gera að öskuhrúgu og sem loftför hans láta nú sprengjurnar falla yfir óspart, lætur fólk vort hvergi bugast. Lofther vor hefir gert meir en jafnast á við lofther óvinanna. Vér erum að bíða eftir innrásinni sem oss hefir verið hótað fyrir löngu. Fiskarnir í sjónum eru líka að bíða eftir henni. En eins og gefur að skilja, er þetta fyrir oss bara byrjunin. Nú, árið 1940, þrátt fyrir stórskaða, höfum vér, eins og ávalt, yfirráð á sjón- um. Á árinu 1941, höfum vér líka yfir- ráðin í loftinu. Gleymið ekki hvað það þýðir. Með skriðdrekum sínum og öðrum v^’nvopnum og með undirferli og hjálp föðurlandssvikara, hefir Hitler tekist að hafa nú sem stendur yfirráð yfir flestum bezt mentaþjóðum Norðurálfunnar, og hans litli glæpafélagi frá ítalíu töltir við hlið hans, vongóður og gráðugur, en heldur ástyrkur og ístöðulítill. Báðir vilja þeir fara með Frakkland og sam- bandslönd þess, eins og um alifugl væri að ræða. Annar á að fá legginn, hinn vænginn og kanske einhverja sneið af bringunni. Það er ekki bara Frakkland sjálft sem þessir illvígu félagar ætla að rífa í sig, ef þeir ná þar fullum yfirráðum. Alsace- Lorraine verður aftur að ganga undir þýzka okið. Nice, Savoy og Corsica — Corsica Napoleons — verða líka slitin frá Frakklandi. En Hitler er ekki að hugsa um það eitt, að stela löndum annara þjóða og kasta svo smáhlutum af þeim í félaga sína. Eg segi yður sannleikann, sem yður er óhætt að reiða yður á, þegar eg segi, að þessi vondi maður, þessi óburðar haturs og yfirgangs, lætur sér ekkert minna nægja en að ganga alveg milli bols og höfuðs á hinni frönsku þjóð, svo hún rísi aldrei við. Með alskonar slægð og grimd reynir hann að grafa undan undirstöðum franskrar menningar og eyðileggja frönsk andleg menningará- hrif út á við. Ef hann má ráða mundi hann gera alla Norðurálfuna að skot- spæni síns nazista óaldarlýðs. Þér munuð afsaka þó eg sé berorður, því nú er ekki viðeigandi að velja aðeins væg og falleg orð. Það er ekki bara ósigur í stríði sem Þjóðverjar ætla nú að láta ganga yfir Frakkland, heldur alger eyðilegging. Landher, sjóher, loft- her, trúarbrögð, lög, tungumál, menning, mentastofnanir, bókmentir, sögu og erfikenningar verður alt þurkað út, eða afmánarlega afskræmt af grimdarlegu hervaldi sem þekkir þau lög ein sem bygð eru á valdi þess sem meiri hefir máttinn. Franskir menn! Hervæðið anda yðar áður en það er orðið um seinan. Munið hvað Napoleon sagði einu sinni, áður en hann lagði til orustu: “Þessir sömu Prússar sem láta svo mikið yfir sér voru þrír á móti einum við Jena og sex á móti einum Montmirail.” Eg skal aldrei trúa því, að sál Frakk- lands sé dauð. Eg skal aldrei trúa því að virðingarsæti hennar meðal hinna göfuðustú þjóða sé glatað fyrir fult og alt. Margir af oss munu lifa þann dag, að Hitler og hans fylgifiskar, munu hljóta makleg málagjöld fyrir alt sitt undir- ferli og alla sína glæpi. Sagan er ekki öll sögð enn, en það verður naumast mjög langt þangað til. Vér sjáum hvað honum líður og það gera líka vinir vorir, og vinir yðar, vestan hafs. Ef hann getur ekki eyðilagt oss, þá munum vér áreiðanlega eyðileggja hann og hans fylgifiska og öll þeirra verk. Hafið því þá trú og von að alt fari vel. Hvað er það þá sem vér Bretar æskj- um frá yðar hendi á þessum hörðu og bitru tímum? Það sem við förum fram á í baráttu vorri til að vinna sigur, sem þér einnig njótið góðs af með oss, er það að ef þér getið ekki hjálpað oss, þá að minsta kosti, að þér leggið ekki hindr- anir á veg vorn. Sem stendur getið þér metið það afl sem berst fyrir yður og þér ættuð að gera það. Vér treystum því að franskir menn, hvar sem þeir kunna að vera, gleðjist í hjarta sínu og blóðið renni örar um æðar þeirra, þegar oss gengur vel í lofti eða á sjó og eins og síðar mun verða, einnig á landi. Munið það, að vér hættum aldrei, lát- um aldrei hugfallast og gefumst aldrei upp, og að alt fólk í breska ríkinu hefir fastlega sett sér það takmark að hreinsa Norðurálfuna af drepsótt nazistanna og frelsa heiminn frá því, að falla ofan í nýja villimensku. Látið yður ekki detta í hug að trúa iví sem útvarpað er frá stöðum sem Þjóðverjar ráða yfir, að vér Englending- ar séum að ásælast að ná skipum yðar og nýlendum yðar. Það sem vér kepp- um að, er að vinna fullan sigur á Hitler og ganga af Hitlerismanum steindauð- um — það eingöngu, það ávalt, það þar til yfirlýkur. Vér sækjustum eftir engu frá nokkurri þjóð, nema vriðingu þeirra. Þeir Frakkar sem eru í frönsku sam- bandslöndunum og þeir sem eru í þeim hluta Frakklands, sem kallað er að ekki sé hertekinn, mega vel sjá sér fært að vinna mikið gagn. Eg skal ekki fara frekar út í það. Fjandsamleg eyru hlusta á það sem eg er að segja. Þeir Frakkar sem eru í hinum her- tekna hluta landsins, eiga hjartanlegustu hluttekningu Englands, því þeir eiga við afar miklar hörmungar að búa undir harð- stjórn Þjóðverja. Þar sit;ja spæjararnir um hvert þeirra orð og athöfn. Þegar þeir hugsa um ástand sitt og fram- tíð, vil eg segja við þá það sem franska mikilmennið, Gambet- ta, sagði við þjóð sína eftir 1870 viðvíkjandi framtíð Frakklands: “Hugsið um það ávalt, en segið aldrei neitt.” Svo býð eg yður góða nótt, sofið vel og safnið kröftum til morgundagsins, því morgun- dagurinn kemur. Hann skín bjartur og fagur á hina hug- rökku og trúu, mildilega á þá sem líða fyrir gott málefni og dýrlega á leiði hetjanna. Þann- ig skín morgunsólin. Vive la France! Lengi lifi líka fólk allra landa, sem gengur fram í fylkingu og heimtar sinn sanna erfðarétt og bjartari og betri daga. F. J. þýddi GRENFELL FRÁ LABRADOR (Birtist i Tímaritinu Time 21. október) Meir en 600 mílur í norður og næstum 1,000 mílur í austur frá New York-borg liggja hinir ægilegu klettar Labrador strandar. Á sumrin, sem eru mjög stutt, eru þeir skreyttir bláklukkum og rauðum eld- grösum, en níu mánuði ársins eru þeir umgirtir íshellum og hrafli. Ibúarnir, 4,500 talsins, flestir þeirra engilsaxneskir að ætterni, hafa ofan af fyrir sér með þorskveiði. Þeir flykkj- ast saman, eins og fuglar, í veðurbörðum þorpum, er heita slíkum nöfnum sem Run-By- Chance eða Port Disappoint- ment. Sir Wilfred Thomason Grenfell, er land þetta gerði að aðsetri sínu, nefnir það, sem og landkönnuðir hafa einnig gert, “landið, sem guð gaf Kain.” Wilfred Grenfell ólst upp á Sands of Dee, nálægt Cheshire á Englandi. Hann var vanur að hnupla tvíbökum og víni úr forðabúri skólans, sem hann var í, til að gefa fiskimönnum, þegar þeir ýttu úr vör undir afturelding, til þess að sæta hagkvæmu sjávarfalli. Það var einn dag, að heimilislæknirinn sýndi Wilfred litlann heila, geymdann í pækli; gagntekinn af þeirri sjón, afréð hann að verða læknir. Hann tók próf í læknisfræði við Lundúna-ha- skólann, og gegndi fyrst lækn- ingastörfum í Mayfair, sem var ein af heldri deildum Lund- úna-borgar, en þrá hans lá til sjávar. Þessvegna var það, að júnímánuði 1892 lét hann í haf á brezku spítalaskipi, er átti að dvelja sumarlangt í Labrador og veita þar sjúkum læknishjálp. Fyrsta kvöldið, sem skipið Iá á höfninni í Domino Run, reri þögull fiskimaður læknin- um í land og fylgdi honum að i:orfþöktu hreysi með smágrýt- islögðu gólfi. Þar mætir sjón- um þessa unga læknis “mjög veikur maður, er var að hósta brendir naglklippingar áttu að eyða kýlum, er sjávarvolk veldur. Oft var það, að öngull sem einhver kunni að rispa sig á, orsakaði afsýking og lima- missir. Að ári liðnu, bygði Grenfell læknir tvö lítil sjúkrahús og fékk tvo aðstoðarlækna og tvær hjúkrunarkonur. Á vetr- um varð hann að ferðast um á hundasleða yfir krapísauðnir og afarbreiðar, glerhálar og þunnar lagísspangir. Eitt sinn rak hann út til hafs á ísspöng. Neyddist hann þá til að lóga þremur hundum og búa sér til ábreiðu úr skinnunum, stöng úr fótleggjunum og festa á hana bráðabirgðarveifu. 1 meir en 45 ár, á sínum tíðu ferðum um Canada, Eng- land og Bandaríkin, safnaði hann svo miklu fé, að hann gat látið byggja sex sjúkrahús, gert fullkomlega úr garði sjö hjúkrunarhæli og fjögur skip. í einni ferð sinni frá Englandi, kyntist hann “fallegri, svaít- klæddri stúlku” og biður henn- ar áður en hann vissi hvað hún hét, með þeim árangri, að hún fór með honum til Labrador sem konan hans. Þegar í byrjun lífsstarfs síns, sá Grenfell læknir, að meira þurfti við en læknislega um- önnun eina. Fólkið var svo þunglynt, að sjálfsmorð voru ekki óalgengir viðburðir. Og af sömu rótum var það, að fjöl- skyldufaðir sálgaði börnum sínum, sem öll voru í ómegð. Grenfell læknir varð að kenna landsbúum hvernig þeir áttu að lifa. Hann lét þá planta næpum, kálhöfðum og tómöt- um, sem voru gegn skyrbjúg. Hann setti á stofn samvinnu- verzlánir, stofnaði verzlunar- skóla, bygði munaðarleysingja heimili, flutti sauðfé og geitur inn í landið og lagði grundvöll- inn að innlenzkum iðnaði — minkarækt*, gólfteppavenfað- ur og rostungstannamynd- skurður. Stúlkur urðu hjúkrunarkon- ur og kennarar, og gáfaðir drengir voru jafnvel sendir í breska og ameríska háskóla. Það var fyrir þrettán árum, að einn af drengjum Grenfells læknis er stundað hafði nám í Brooklyn, gerði uppdrátt að sjötíu rúma (70-bed) sements- steypu spítala, sem reistur var í St. Enthony, og var yfirum- sjónarmaður verksins. Spítal- inn var útbúinn með fullkomn- ustu X-geisla og radíum tækj- um, og að dómi American Col- lege of Surgeons, stendur hann í fremstu röð slíkra stofnana. Árið 1927 var Grenfell læknir sæmdur riddaradómi af Georg konungi fimta. Árið 1912 var félagið Inter- national Grenfell Association stofnað. Verksvið þess var, að styrkja Sir Wilfred í fyrirtækj- um hans. Félagið leggur fram árlega $150,000 til $160,000. Það veitir 20,000 sjúklingum læknishjálp í Labrador og Ný- fundnalandi; það hefir sextíu hjúkrunarkonur, lækna og kennara, og ekki færri sjálf- boðastúdenta hvert sumar. — Þrátt fyrir örðugt æfistarf, vanst Grenfell lækni tóm til að rita 25 bækur og flytja ótal upp sálu sinni í myrkrinu . . og töturlega klædd kona, sem fyrirlestra í öllum álfum heims- var að dreypa á varir sjúka mannsins köldu vatni úr skeið.” Fólkið var bláfátækt. Aleiga pess var útbúnaður til fiski- veiða. Það hafði ekki annað til matar en þorsk, brauð, te og villiber. Það þjáðist af berklasýki, skyrbjúg, blóð- þynnu og«taugabólgu (beri- beri). Það hafði aldrei séð læknir fyr. 1 sjúkdómstilfell- um treysti það algerlega á töfrakraft ýmsra hluta. Sykri var til dæmis blásið í augu ins um sitt ástkæra hrjóstruga land. Það eru sex ár síðan, þegar hann var 69 ára gamall, að Sir Wilfred var orðinn svo farinn að heilsu af hjartabilun, að hann varð að láta af starfi og skilja við fiskimenn sína. — Kvaðst hann þá vera orðinn of gamall til að keyra hunda og aka í sleða, og yrði að eiga náðuga daga það sem eftir væri æfinnar. Síðast liðna # Minkurinn (mink) er ná- barna, sem augnabólgu höfðu, j frændi hreysikattarins. Minka- Vin úr ýsuuggum voru notuð belgir eru ágætis loðskinna- til að afstýra liðaveiki og vai'a.—Þýð. I

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.