Heimskringla - 06.11.1940, Blaðsíða 8

Heimskringla - 06.11.1940, Blaðsíða 8
8. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 6. NÓV. 1940 FJÆR OG NÆR Heimskringla hefir náms- skeið (scholarship) til sölu á beztu verzlunarskólum þessa fylkis. — Það er hverjum sem nám hugsar sér að stunda á þessu hausti eða vetri hagur að sjá oss því viðvíkjandi. * * * MESSUR í ÍSLENZKU SAMBANDSKIRKJUNUM Messur í Winnipeg Við báðar guðsþjónusturnar í Sambandskirkjunni í Winni- peg n. k. sunnudag, 10. þ. m., messar séra Guðmundur Árna- son, á ensku kl. 11 f. h. og á íslenzku kl. 7 e. h. Við morgun ' guðsþjónustuna verður aðstoð- armaður hans Sigurður Sig- mundsson. Eru allir beðnir að minnast þessa og fjölmenna við báðar guðsþjónusturnar. Sunnudagaskólinn kemur ur saman kl. 11 f. h. * * * Messunni á Lundar, í Sam- bandskirkjunni, sem átti að fara fram n. k. sunnudag, verð- ur frestað til þess 17. þ. m., þar sem séra Guðmundur Árnason verður staddur í Winnipeg næstu helgi, og eru menn þar í bygðinni beðnir að veita þess- ari breytingu eftirtekt og láta hana fréttast. * * * . N. k. sunnudag messar séra Philip M. Pétursson í Under- wood, Minnesota, fyrir Únitara söfnuð þar meðal Norðmanna, sem var stofnaður árið 1889, og ber nafnið “The Free Christian Church”. Hann kemur heim aftur snemma í vikunni. * * * Stúkan “Skuld” hefir skift um fimdarkvöld sín. í stað þess að fundir hennar hafa verið hvert þriðjudagskvöld, verða þeir nú annað hvort fimtudagskvöld, aðeins iaðra hvora viku. — Næsti fundur stúkunnar verður 14. nóv. * * * Swan Björnsson biður Hkr. að geta þess, að utanáskrift hans sé 7517—23rd Ave. N.W., Seattle, Wash., U. S. A. McCURDY SUPPLY CO.( LTD. COAL & WOOD Hafa kolin og viðin sem þú hefir verið að óska eftir Dominion Sask. Lignite Wildfire Drumheller Western Gem, Drumheller • Þeir hafa reynsluna fyrir sér, og eru áreiðanlegir í öllum sínum viðskiftum og þeir þekkja eldiviðinn sem þið þarfnist. Símið 23 811—23 812 , Húsfyllir var á samkomu jKarlakórs Islendinga í gær- I kveldi í G. T. húsinu. Kórinn söng mörg lög og leysti starf sitt vel af hendi að vanda og áheyrendum til ununar. Dans var á eftir og góð þátttaka í honum. Á sönginn og ýmsar aðrar skemtanir er fóru fram, verður ef til vill minst í næsta blaði. * * * Dónarfregn Sú fregn hefir borist hingað að Þórdís Vigfúsdóttir, kona Þorsteins ísdal í White Rock, B. C., hafi andast s. 1. fimtu- dag, 31. október, 73 ára að aldri. Hún var systir þeirra Guðrúnar sál. Johnson á Min- newakan, Manitoba, sem dó fyrir örfáum vikum, Signýjar heitinnar Blöndal, sem átti heima hér í Winnipeg og Hall- beru Gíslason einnig hér í Win- nipeg. Auk manns hennar, Þor- steins ísdal, lifir hana ein dótt- ir, Thorey, skólakennari í B. C. og einn sonur Stefán. Útförin fór fram s. 1. laugardag 2. þ. m. í Cloverdale, B. C. • * • Frá Mountain, N. Dak., komu s. 1. mánud. Miss Kathryn Ara- son, Mrs. J. P. Arason og Mr. W. Hermann. Voru þau hér til að sækja samkomu karlakórs- ins og dvelja í bænum til fimtud. að heimsækja vini og kunningja. * * * Skírnarathöfn fór fram við guðsþjónustuna sem séra Phil- ip M. Pétursson hélt í Piney, sunnudaginn 27. okt. Þá skírði hann dóttur þeirra hjóna Mr. og Mrs. Lárus Hvanndal, og var henni gefið nafnið Fay. * * * Kvenfélag Sambandssafnað- ar í Winnipeg heldur fund n. k. þriðjudag, hjá Mrs. R. Péturs- son, 45 Home St., kl. 8 e. h. * * * Dánarfregn Fimtudagsmorguninn 31. október, andaðist að heimili sínu, 637 Alverstone St., hér í Winnipeg, Sigurður Vilhjálrrís- son, skósmiður, 84 ára að aldri. Hann var sonur Vilhjálms Mar- teinssonar og Ragnhildar Páls- I dóttur, hjóna á Mýrnesi í Eiða- þinghá í Fljótsdalshéraði í Norður-Múlasýslu. Hann var fæddur 2. júlí 1856. Að því er best er vitað átti hann þrjú systkini, einn bróður, Martein og tvær systur, Þóru, sem bjó alla sína æfi á Islandi, og konu Árna heitins Sigurðssonar sem hér átti lengi heima og fyrir norðan Winnipeg, en sem eru nú bæði dáin fyrir mörgum ár- um. í»egar Sigurður var sex ára að aldri misti hann föður sinn, og móðir hans flutti til bróður síns og ólst hann þar upp. Snemma lærði hann skósmíði og stundaði þá iðn á Seyðis- firði. Hann sigldi til Danmerk- ur og vann þar, mörg ár við iðn sina, en kom aftur til ís- •• OLDUR Sjónleikur í þrem þáttum eftir séra Jakob Jónsson PERSÓNUR 1 LEIKNUM Ásmundur formaður.................H. S. Axdal Hildur, kona hans.............Mrs. I. Sveinson Grímur, sonur þeirra,............ S. H. Axdal Helga, fósturdóttir þeirra---Anna Guðjónson Valur, kandidat í lögum, fiskimaður. ......Stan Kristjánson Erla, sýslumannsdóttir, hjúkrunarkona.. ......Evelyn Axdal Verður sýndur af leikflokk Quill Lake safnaðar að AKRA, MOUNTAIN og GARÐAR. N. D. 8 — 9 — 10 Nóvember Byrjar kl. 8.30 á öllum stöðum lands og vann að skósmíði á Vopnafirði. En eftir örfá ár flufti hann hingað til Winni- peg, þar sem hann átti heima úr því. Fyrir rúmum tveimur vikum fékk hann aðkenningu af hjartabilun, en sýndist vera á góðum batavegi, er honum sló niður aftur s. 1. miðviku- dagskvöld og dó snemma næsta morgun. Útförin fór fram frá Sam- bandskirkjunni í Winnipeg s. 1. mánudag, 4. þ. m. að fjölda mörgum viðstöddum. Séra Philip M. Pétursson, jarðsöng. Líkmenn voru Victor Ander- son, Friðrik Swanson, Thor- steinn Borgford, Steindór Jak- obsson, ólafur Pétursson og Hannes Pétursson. útfarar- stofa Bardals sá um útförina. Jarðað var í Brookside graf- reitnum. * * * Fyrverandi búendur frá Lundar og Álftavatnsbygð hafa ákveðið að halda kunningja- mót (reunion) í I. O. G. T. hall, Sargent og McGee, þriðju- daginn 26. nóvember. Nánar auglýst síðar. * * * Gifting Gefin voru saman að heimili séra Philip M. Pétursson s. 1. augardagskvöld, Kristján Stef- ánsson og Lára Eggertson, bæði til heimilis í Winnipeg. Brúðguminn er sonur þeirra hjóna Kristjáns Stefánssonar og Rannveigar Eiríksdóttur, en brúðurin er döttir Jóns heitins Eggertssonar og Guðrúnar Fjelsted konu hans. Framtíð- arheimili ungu hjónanna verð- ur hér í Winnipeg, * * * Dánarfregn Þann 23. október s. 1. lézt að heimili sínu, við Otto, P. O., Man., Stefán (Árnason) Ander- son, 59 ára að aldri. Hann var fæddur að Miðhvammi í Suður- Þingeyjarsýslu 28. okt. 1880. Foreldrar hans voru þau Árni Kristjánsson og Guðbjörg Guðmundsdóttir. 30. júní 1903 flutti Stefán sál. til þessa lands og vann mest í Winnipeg við smíðar. Árið 1908 giftist hann eftirlifandi konu sinni, Þuríði Sigurbjörns- dóttir Guðmundsson, og eign- uðust þau fjögur börn, þrjú á lífi: Sigurbjörn Rosenkranz, dá- in 1926; Kristjana Ingibjörg Margaret; Hjörtur Leo; Guðrún Thorbjörg. Eftirlifandi af tólf systkin- um: Ingibjörg, ekkja Stefáns Baldwinson í Winnipeg; Jónas, í Chicago; Trausti og Rósa á íslandi; Júlíus í Noregi. Árið 1915 flutti Stefán sál. með fjölskyldu sína í Otto bygðina og bjó þar í sama stað, þar til hann dó eftir miklar þjáningar, af krabba. Jarðarförin fór fram 28. okt. að viðstöddu miklu fjölmenni. Húskveðja á heimilinu og jarð- arförin í Lútersku kirkjunni við Otto. Séra B. A. Bjarna- son jarðsöng. Þakkarávarp Okkur langar til að þakka af öllu hjarta, öllum okkar góðu kunningjum ,og vinum, og skyldfólki í bygðinni og Lund- ar, Winnipeg og Langruth, sem sýndu okkur hjálp á ýmsan hátt og velvild í veikindum eiginmanns og föður, Stefáns (Árnason) Anderson, sem dó 23. október 1940; og fyrir indæl blóm og aðrar hluttekningar við jarðarför hans. Guð blessi alla þessa kunn- ingja æfinlega og launi þeim. Mrs. Þuríður Anderson Kristjana Anderson Hjörtur Leo Anderson Guðrún Anderson * * * Heimilisiðnaðarfélagið held- ur næsta fund á miðvikudags- kveldið 13. nóv. að heimili Mrs. J. Sivertson, að 497 Telfer St. Byrjar kl. 8 e. h. Gifting Föstudaginn .1 nóv. voru þau Franklin John Guðmundsson frá Lundar og Irene Mildred McCormick frá Winnipeg gefin saman í hjónaband af séra Rúnólfi Marteinssyni, að 493 Lipton St. Brúðguminn er í hernum, en heimilið telst samt í Winnipeg. ir * * Leiðrétting 1 grein minni í síðasta blaði um kvæðabók Páls S. Pálsson- ar hefir slæðst inn prentvilla í 2. dálki. “Sæluheimili” á að vera “æskuheimili”. R. Beck. * * * Fundur í stúkunni Heklu anað kvöld (fimtudagskvöld). * * * Skólapiltur getur fengið fæði og húsnæði í ste 14 Albermarle Apts, 64 Langside St. Annar skólapiltur í húsinu. Mjög rýmileg kjör. * * * Sendið bækur ykkar í band og viðgerð til Davíðs Björns- sonar. Vandað verk en ódýrt. Greið og ábyggileg viðskifti. Allskonar íslenzkar bækur til sölu og hentugar bækur til jólagjafa. Stórt ‘Lending Lib- rary’. — Björnsson’s Book Store and Bindery, 702 Sar- gent Ave., Winnipeg. * * * Baldursbrá Nú fást keyptir 3 árgangar af barnablaðinu Baldursbrá fyrir $1.00, sent póstfrítt. Það eru til 6 árgangar og eru 3 þeir fyrri innheftir. Ætti fólk að nota þetta tækifæri á meðan upplagið endist. Pantanir sendist til: B. E. Johnson, 1016 Dominion St., Winnipeg * * * Stúkan Hekla heldur tom- bólu þriðjudaginn 19. nóv. n. k. * * * “Bréf” Stephans G. Stephans- sonar, fyrsta og annað bindi, eru til sölu á sama verði og áður, $1.75 hvert bindi, hjá Magnúsi Petersyni bóksala í Norwood og Mrs. Hólmfríði Pétursson að 45 Home St., Winnipeg. Upplagið er lítið, svo þeir sem hugsuðu sér að eignast bréfin, og þau ætti hver Vestur-fslendingur að eiga, ættu að snúa sér sem fyrst að því að ná í þau. ÍSLANDS-FRÉTTIR Breskt listafólk og kvik- myndabílar til íslands í breskum blöðum, sem hing- að hafa borist nýlega er sagt frá því, að í ráði sé að senda til íslands listafólk og kvikmynda bíla til þess að skemta her- mönnum, sem hér eru. Listafólkið mun aðallega vera hljóðfæraleikarar og söngfólk. Kvikmyndabílarnir eru þann- ig að í þeim eru kvikmynda- sýningatæki og er hægt að aka þeim stað úr stað og sýna kvik- myndir á hinum ýmsu stöðum, þar sem breskir hermenn hafa bækistöðvar. Mun þegar vera kominn hingað einn slikur bíll, sem nú er á Norðurlandi. —Mbl. 17. sept. * * * Mismunurinn 17 milj. krónur Mismunur á inneign og skuldum íslenzku bankanna er- lendis var í júlílok síðastl. 640 þús. krónur, sem bankarnir skulduðu. Frá því í júlílok í fyrra hefir þessi skuldarmismunur minkað um 17 miljónir króna, úr kr. 17,599,000, sem bankarnir skulduðu þá erlendis. —Mbl. 17. sept. VIÐ KVIÐSLITI Til linunar, bóta og styrktar reynið nýju umbúðirnar, teyju- lausar. Stál og sprotalausar. — Skrifið: Smith Manfg. Company, Dept, 160, Preston, Ont. SARGENT TAXI and TRANSFER SIMI S4 555 or S4 557 724 Yi Sargent Ave. Contracts Solicited HELZTU FRÉTTIR Frh. frá 1. bls. John Bracken forsætisráð- herra Manitoba tilkynti í gær, að fylkisþingið kæmi sman 18. nóvember. Er það nokkru fyr en vanalega, en ástæða fyrir því var engin gefin. Stríðskostnaður Canada $400 á hverja fjölskyldu Hon. J. L. Ilsley, fjármálaráð- ! herra Canada gaf nýlega nokkra hugmynd um hvað stríðið kostaði almenning þessa lands. Kostnaðurinn nam að hans dómi $400 á hverja fjölskyldu. Fjárhæð þessi styðst ekki við peningagreiðslur til stríðs- ins, heldur skattana sem sam- bandsstjórnin hefir orðið að leggja á þegnana og lánin, sem hún hefir orðið að taka. Þess- ar fjárhæðir nema til jafnaðar $85 á hvern borgara. Ekki er öllu þessu fé eytt á hermenn eða til hernaðará- halda. Til dæmis eru $900,- 000,000 ákveðnar á árs-áætl- unarreikningi stjórnarinnar, sem aðstoð til sérstakra iðnað- argreina, er markaði töpuðu erlendis vegna stríðsins. Epla- ræktunarmenn eru eitt dæmi þessa. En það tók Mr. Usley fram, að í áætlunarútgjöldum þessum væri ekki nein f járhæð helguð bændum eða þeim til aðstoðar. MESSUR og FUNDIR i kirkju SambandssafnaOar Messur: — á hverjum sunnudegt Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á íslenzku. SafnaOarneýndin: Pundir 1. föstu- deg hvers mánaðar. Hjálparnefndin: — Fundlr fji i m&nudagskveld i hverjum mánuðl. KvenfélagiO: Fundir annan þrtðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngæfingar: tslenzki tfbng- flokkurinn á hverju fimtu- dagskvöldi. Enski söngflokkurinn A hverju föstudagskvöldi. Sunnudagaskólinn: — A hverjura sunnudegi, kl. 12.15 e. h. ---------------------------------- ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA Forseti: Dr. Richard Beck University Station, Grand Forks, North Dakota Allir íslendingar í Ameríku , ættu að heyra til ’ Þjóðræknisfélaginu . Ársgjald (þar með fylgir Tímarit félagsins ókeypis) $1.00, sendist fjármálarit- ara Guðm. Levy, 251 Furby St., Winnipeg, Man. óánægja í Rúmaníu Allar fréttir frá Rúmaníu bera það með sér, að þar er neyð að verða í landi og ó- ánægja manna fer vaxandi. Á fæðu er að verða skortur og Þjóðverjar hrifsa alt, eins lengi og nokkuð er til. Þrjátíu her- foringjar og fjöldi annara yfir- manna í hernum, hafa sagt stöðum sínum lausum. Þjóðskuld Þýzkalands hefir tvöfaldast á s. I. ári. Hún er nú 120 biljón mörk, en var 11 biljón mörk, er nazistar komu til valda. Bretar sökkva 5 kafbátum Frá 28. október og til dags- ins í gær, höfðu Bretar sökt að I minsta kosti fimm, og ef til vill sjö, kafbátum fyrir möndul- þjóðunum. Voru 4 kafbátarnir af Þjóðverjum, en þrír, fremur en einn, af Itölum við Gibral- j tar. Það er ætlað, að fyrsta j fréttin hafi aðeins getið eins | þeirra. Einn af þessum kaf- I bátum var sá, er sökti “Em- ! press of Britain”. Bretar létu hann ekki sleppa. | — ------------------------ j KAUPIÐ HEIMSKRINGLU— útbreiddasta og fjölbreyttasta fslenzka vikublaðið Hitler og Stalin enn! Molotoff, utanríkisráðgjafi Rússa, er sagt að fara muni senn til Vín, á fund Ribben- trops og Ciano, til að ræða við þá um nýjan samning, sem á döfinni er og áhrærir Balkan- ríkin. Bretar spurðu Rússa hvað slíkt meinti og mintu þá á, að það væri brot á hlutleysisá- kvæðinu. Rússar neituðu að svo væri og sögðu verra hefði verið, er þeim hefði verið bægt írá að vera í Danube-nefndinni er Versalasamningurinn var gerður og því hefðu Bretar ráðið mestu um. Eaton Branded Line Hats! The names, Birkdale, Eatonia, Renown or Polo in your hat is the best assurance you have spent your hat money wisely. The new styles are particularly at- 7 tractive, with lower crowns, wider brims and most attractive colors. BIRKDALE - $6.00 POLO - - - - $2.95 RENOWN -$3.50 EATONIA -$4.50 Men’s Hat Section, The Hargrave Shops for Men, Main Floor ^T. EATON Ársfundur íslendingadagsins verður haldinn í Goodtemplarahúsinú * ÞRIÐJUDAGSKVELDIÐ 12. NÓV. 1940. kl. 8 e. h. Lagðar fram skýrslur og reikningar. Kosning sex embættismanna í nefndina í stað þeirra, sem endað hafa starfsár sitt. 1 umboði nefndarinnar, SVEINN PÁLMASON, forseti DAVÍÐ BJÖRNSSON, ritari

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.