Heimskringla - 13.11.1940, Síða 1
-The Modern Housewlfe Knows
Qnallty That ts VVhy she Selects
“CANADA
BREAD”
"Tlie Quality Goes in
Before the Name Goes On’’
Wedding Cakes Made to Order
PHONE 39 017
LV. ÁRGANGUR
WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 13. NÓV. 1940
ALWATS ASK FOR—
“Butter-Nut
Bread”
The Finest Loaf In Csnadi
Rich as Butter—Sweet as a Nut
Made only by
CANADA BREAD OO. LTD.
NÚMER 7.
4 4 HELZTU
Neville Chamberlain dáinn
Neville Chamberlain, fyrrum
forsætisráðherra Breta, lézt s.
J- laugardag á óðalssetri sínu
í Hampshire. Hann hafði ver-
Jð veikur nokkrar vikur og lá
í móki undir hið síðasta, lengst
af meðvitundarlaus. Það er
efast um að hann hafi nokkuð
vitað um það, að Georg kon-
hugur og Elizabeth drotning
Satu klukkustund við sjúkra-
hans einn síðustu daganna
sem hann lifði.
Kona Chamberlains og tvær
systur hans voru viðstaddar
andlátið. Með líkið er búist
við að verði farið til Westmin-
ster Abbey, þar sem síðari
tíma stórmenni Bretlands
hvíla. Hann var 71 árs.
Forsætisráðherra Breta varð
Neville Chamberlain árið 1937,
er Baldwin fór frá völdum. —
Hafði hann áður verið í ráðu-
neytinu og haft þar mikils-
verðustu stöðunum að gegna,
svo sem f jármálaláðherra stöð-
unni. Hann kom til Ottawa
1932 og var einn þeirra manna
er mestan átti þátt í að samn-
mgar þeir voru gerðir. Eins
°g aðrir Bretar sá hann, að með
heim samningum var verið að
víkja frá hinni gömlu fríverzl-
nnarstefnu Bretlands, en hann
kvað það heilbrigt vit, eins og á
stæði. Á hag fátækra fékk
hann ráðið bætur með löggjöf,
er hann var frumkvöðull að og
sem talin er ein hin mikilvæg-
asta þjóðfélagslöggjöf, sem á
hingi Breta hefir gerð verið.
Afskifti hans af fjármálum
Breta voru og mikilsverð, eink-
um verðbreytingar á brezkum
Peningum, er sagt er að þjóð-
inni hafi sparaði offjár, með
hiðurfærslu skatta.
En þrátt fyrir þetta alt, kom
a<5 því að Chamberlain varð
að fara frá völdum. Sagði
hann stjórnarforustu af sér í
s- i- maírhánuði og Churchill
tók við. Var óánægja út af
stríðsrekstrinum í Noregi á-
stæðan fyrir því. Var hann
ei8i að síður formaður ráðu-
Peytisins þar til 3. október. En
Pa sagði hann þeirri stöðu
einnig lausri vegna bilaðrar
heilsu að sagt var og sem ef-
aust hefir mikið verið í, en
Sem alment var þó ætlað, að
stafað hefði af stefnu hans.
Stefna Mr. Chamberlains í
htanríkismálum, þótti æði
rátt varhugaverð og óhugur
manna óx því meira á henni,
Sem hún var meira reynd. Þó
^ar enginn sem grunaði Cham-
erlain um græzku eða að
ann vildi bæði þjóð sinni og
e fum þjóðum alt hið bezta.
n Munich-samningurinn við
Hitler, gerði út af við álit þjóð-
armnar á stjórnmálastefnu
^hamberlanis. Fyrst í stað
^ar þó friðnum fagnað, sem
eð því var fenginn, en þegar
lós kom ári síðar, að Hitler
a t ekki í hug, að efna þann
samning, féu dómurinn á
^namberlain. Að hann hafi
eHð skammsýnn að treysta
} ier, sáu allir eftir á. Enn-
a virðist þess lítið gætt hvern-
a a stóð. Bretland var alt
nnað en búið undir að fara í
, rið 1938; það var það ekki
0 ' Hitler gat bæði þessi ár,
ti} vil1 betur en 1940, lagt
ir Slg ^au lencl er hann hef-
is Slfan gert. 1 Munich virð-
e um annað en samning
s ri® hafa verið að ræða og
FRÉTTIR « <
Neville Chamberlain
samning eins og Hitler vildi.
Nú — á hina hliðina var aftur
Pólland. Þá var Bretland fjór-
falt eða fimmfalt betur út í
striðið búið. Þá voru engir
samningar gerðir. Söguna síð-
an þarf ekki að rekja.
Hinu er samt sem áður eKki
hægt að neita, að óánægja var
meðal fjölda manna á Eng-
landi og í stjórninni út af utan-
ríkisstefnu Chamberlains. —
Eden og Cooper, er stöðum
sínum köstuðu frá sér, er ó-
rækt vitni þess. En Hitler
þektu menn þá ekki, nema af
bók hans, og hún auðvitað
gekk svo fram af öllum, að
menn lögðu engan trúnað á
hana. En framferði Hitlers
hefir á sama hátt verið ósvífið
og fjarri öllu, sem heilbrigt er
nú á tímum. Menn vöruðu sig
ekki á því og þessvegna hefir
hver þjóðin af annari verið
rænd frelsi, eignum og mann-
réttindum, og vestlæg menn-
ing, sem var þeirra skjól, ver-
ið upprætt. Ef þjóðir Evrópu
hefðu við þessari óöld búist,
hefðu þær vissulega búist til
varnar, áður en það var of
seint. Chamberlain var ekki
eini maðurinn, sem misskildi
þennan djöful'í mannslíki, sem
sverðinu heldur nú yfir höfði
hverrar þjóðar Evrópu.
Arthur Neville Chamberlain
var sonur Joseph Chamberlain
er frægur var bæði sem stjórn-
málamaður og viðskiftahöldur.
— Lagði hann undirstöðu að
framleiðslu þeirri í Birming-
ham, er síðan hefir verið fé-
þúfa niðjanna, en það var
skrúfnagla verksmiðja, sem og
ýmsar aðrar stálvörur voru
gerðar í. Bróðir hans, Sir Jo-
seph Austen Chamberlain var
og nafnkunnur stjórnmálamað-
ur, sem faðir hans. Neville
kemur alt seinna til sögunnar
og hefir eflaust ekki eins mik-
ið kveðið að honum á stjórn-
mála-vettvanginum og þeim.
Framan af starfaði hann við
iðnstofnun föður síns og reynd-
ar mikið til æfina á enda. í
Birmingham gengdi hann ýms-
um opinberum stöðum, varð
fyrst bæjarráðsfulltrúi (1911),
síðan borgarstjóri. En um þær
mundri rekst Lloyd George á
hann og bauð honum stöðu í
London, sem ráðherra án
stjórnarskrifstofu. Ekki var
Neville þar út árið, sagði upp
vinnunni og kvaðst hafa ann-
að starf að víkja að. Lloyd
George sagði að þessi ráðning
sín hefði ekki hepnast, þótti
ekki nóg framtak í eða hug-
sjónir sýna sig hjá Neville. En
1918 varð hann íhaldsþingmað-
ur fyrir eitt kjördæmið í Birm-
ingham. Hafði hann lítið við
<
sig fyrstu árin, en þegar Bonar
Law tók við, gerði hann Ne-
ville yfirpóstmeistara, síðan að
yfirmanni við vinnulauna-
greiðslu og næst að heilbrigð-
isráðgjafa. Þóttist Bonar Law
heppinn að hafa fundið svo á-
reiðanlegan starfsmann. EffTr
það var Chamberlain oftast í
ráðuneytinu, bæði hjá Baldwin
og Macdonald og var ein tvö
kjörtímabilin fjármálaráð-
herra. Er viðurkent, að það
starf hans hafi átt mikinn þátt
í viðskifta-útþenslu landsins
þau árin.
Árið 1911 giftist Chamber-
lain Annie Vere Cole, dóttur
Majors Cole. Sagði Chamber-
lain eitthvert sinn, að hann
hefði ef til vill aldrei neitt
skift sér af stjórnmálum ef
ekki hefði verið fyrir áeggjan
konu sinnar.
íslendingar við nám vestra
Nokkrir Islendingar heiman
af ættjörðinni stunda nám hér
vestra á þessum vetri. Hefir
nokkurra þeirra áður verið get-
ið í Hkr. Nýlega bættust 6 við
í hópinn. Komu þeir 19. okt.
með skipi frá íslandi til New
York. Fjórir eða fimm af þeim
stunda nám í Bandaríkjunum,
en einn eða tveir í Canada.
Einn þessara námssveina
kom til Winnipeg 5. nóvember.
Heitir hann Bragi Freymóðs-
son, frá Akureyri. Stundar
hann nám á Manitoba-háskóla
í vetur. Námsgrein hans er
rafmagnsfræði og byrjaði hann
námið 7. nóvember.
En þó greitt gengi í þetta
sinni að komast að námi, skal
það tekið fram, að æskilegt er,
að landar heima, sem hugsa
sér að stunda nám vestra, komi
um leið og kensla byrjar á
Manitoba-háskóla á haustin.
Kenslan byrjaði nærri fyrir
tveim mánuðum á háskólanum
og eins og allir góðir skólar, er
hann tregur til að gefa mikið
eftir af hinum ákveðna náms-
tíma. Það vill svo vel til, að
íslenzkir námsmenn bæði hér
og að heiman, eru vel þektir
við þennan skóla og þeim var
þessvegna bæði í þetta sinni
og á síðast liðnu ári veitt tæki-
færi, sem ekki er auðfengið.
Þetta er ‘öðrum til viðvörunar’
tekið fram, eins og K. N. heit-
inn var vanur að segja.
Þeir sem með Braga komu
vestur, heita þessum nöfnum:
Ragnar Thorarensen frá
Akureyri; hann hugsar sér að
nema rafmagnsfræði í Banda-
ríkjunum.
Jóhann Hannesson frá Siglu-
firði; námsgrein hans er enska
og enskar bókmentir.
Ingólfur Aðalbjarnarson frá
Hafnarfirði. Hann nemur hér
tryggingarfræði (actuary).
Haraldur Kröyer frá Akur-
eyri. Verður enska námsgrein
hans.
Th. Thorsteinsson, Reykja-
vík. Hann leggur fyrir sig
verkfræði (engineering) og
stundar nám við háskólann í
Boston.
Þegar þetta er skrifað, er
ekki kunnugt um á hvaða skól-
um aðrir af þessum löndum
eru. Vonandi eru þeir á ein-
hverjum vel þektum og viður-
kendum skólum. Af þeim er
nóg hér vestra. En svo eru
einnig aðrir skólar, sem mikið
auglýsa sig, en ekki gera eins
miklar kröfur til sjálfra sín.
Þetta væri þarft að hafa í huga
einnig, þegar að heiman er far-
ið. Oss skilst að námssveinarn-
ir hafi sumir ekki verið ráðnir
er vestur kom. Þar sem þeir
eðlilega eru ókunnugir, ættu
þeir að finna landa sína í New
York eða aðra hollvini, sem
þeir kunna að eiga og fá upp-
lýsingar hjá þeim. Það getur
bæði sparað þeim tíma og fyr-
irhöfn og stuðlað að því, að
þeim verði sem mest úr förinni
vestur.
Námsgáfur Islendinga vöktu
mikla eftirtekt í skólum hér
eftir komu þeirra vestur. Og
námsmenn sem komið hafa að
heiman síðari árin, hafa einn-
ig gert það. Skemst frá að
segja gerði Jóhannes Bjarna-
son, er á síðast liðnu hausti
(1939) kom vestur, svo vel á
Manitoba-háskóla, að mikla
eftirtekt hefir hér vakið. Hann
kom nærri tveim mánvlðum eft-
ir að kensla var byrjuð og
hafði ekki tveggja mánaða
nám fyrir prófin um hátíðirn-
ar. Eigi að síður stóðst hann
vel það próf. Og við vorprófið
var hann með 10 beztu nem-
endum skólans, sem voru alls
eitt hundrað eða vel það.
Það er þetta og annað eins,
sem ekki er aðeins skemtilegt
að vita til heldur eflir einnig
trúna á íslenzkt þjóðerni.
Líf á Venusi
Einn af frægustu vísinda-
mönnum heimsins, heldur því
nýlega fram, að lif sé að byrja
á jarðstjörnunni Venusi og
sama sagan að endurtaka sig
tjar og á jörðunni.
Það er dr. H. Spencer Jones,
formaður helztu stjörnufræð-
isstofnunar á Englandi, sem
heldur þessu fram í grein í árs-
riti því er Smithsonian Insti-
tute gefur út. Heldur hann
fram að lífagnir bæði jurta og
sjávardýra séu þarna að mynd-
ast. Venus er næsti nábúi
jarðar á himninum. Ástánd
þeirrar jarðstjörnu er nú sagt
mjög svipað því sem var á
þessari jörð fyrir einni biljón
ára, þegar líf fór að koma hér
fram í sjávarslími.
Quéen borgarstjóri endur-
kosinn gagnsóknarlaust
Þegar útnefningu í bæjarráð
Winnipegborgar lauk um há-
degi s. 1. föstudag, kom í ljós,
að enginn hafði boðið sig fram
til að sækja um borgarstjóra
stöðuna á móti Mr. John
Queen, núverandi borgarstjóra.
Hann er því sjálfkjörinn borg-
arstjóri til næstu 2 ára.
Fyrir skömmu hreyfði Mr.
Queen því, að óviðeigandi væri
ekki að sleppa bæjarstjórnar
kosningum í þetta sinn vegna
stríðsins. Hafi Mr. Queen
munað í, eins og gárungarnir
sögðu, að halda stöðu sinni
fyrirhafnarlítið, hefir honum
orðið að ósk sinni.
Einu sinni er sagt að borg-
arstjóri hafi verið kosinn hér
áður án mótsækjanda; það var
Dan McLean, 1929
Fyrir luktum dyrum
Ihaldsmenn á sambandsþing-
inu höfðu fund með sér s. 1.
föstudag og samþyktu þar að
fara fram á að sambandsþingið
væri haldið fyrir luktum dyr-
um. Þeir sögðu tilgangslaust
að ætla sér að ræða nokkurt
mál svo að gagni væri án þess
að skoðað yrði sem hugfró eða
upplýsingar til óvina þjóðanna
í stríðinu, en þá fýsti hvorki að
gera það né samþykkja með
þögn alt sem King-stjórnin
hefðist að. Hvernig stjórnin
lítur á þetta mál, er ókunnugt
um.
ósk Breta um kaup á
26,000 flugvélum, veitt
Eitt af því fyrsta sem Roose-
velt forseti tilkynti blaðamönn-
um eftir kosningarnar um gerð-
ir sinar var að hann hefði skip-
að svo fyrir, að helming allra
flugvéla, sem nú væri verið að
smiða í Bandaríkjunum, skildi
Bretland og Canada hafa, en
Bandaríkin hinn helminginn.
Bretar höfðu fyrir nokkru
pantað 14,000 flugvélar * í
Bandaríkjunum og mun smíði
þeirra komin langt. Nú hafa
þeir pantað 12,000 í viðbót, sem
Roosevelt hefir leyft, að smíð-
aðar væri handa þeim.
Þrjátíu og fimm í vali
1 bærjarstjórnar-kosningun-
um í Winnipeg sem fara fram
seint í þessum mánuði, eru 35
í vali um bæjar- og skólaráðs-
stöðurnar, sem til boða standa.
í bæjarráðið verða 10 kosnir,
allir til tveggja ára nema einn,
en umsækjendur eru 18 alls.
Skólaráðsstöðurnar eru 7, ein
til eins árs, en hinar til tveggja
og sækja 16 um þær.
íslendingar sækja engir í ár.
Þeir láta sér nægja þessa tvo
sem í bæjarráðinu eru, þá Paul
Bardal og Victor Anderson.
Molotoff í Berlín
Molotoff, utanríkisráðherra
Rússa er staddur í Berlín; kom
þangað í gær. Var á móti hon-
um tekið og föruneyti hans, er
hann hafði nokkurt, með virkt-
um af Hitler. Var sveit nazista
á járnbrautastöðinni.
Hvert erindið er, hefir ekk-
ert verið sagt um, en það þykir
nú enginn efi á að sé í sam-
bandi við Balkanskaga-málin.
Aðstoðin sem Tyrkir vonuðu
að verða aðnjótandi, verður á-
reiðanlega ekki mikil úr þessu.
Það getur verið, að Rússar reki
ekki beint hnífinn í bak þeim
fyrir austan Svarta haf, þegar
Hitler hefir hafið glímuna við
þá að vestan, en það mun eng-
in hætta á að samningurinn
sem Hitler nú gerir við Rússa
verður ekki Bretum eða Tyrkj-
um vinsamlegur, því hverju
sem Rússinn kann að óska sér
fremst, er það víst að hann er í
vasa Hitlers.
» .
Vesaldarleg aðstoð
í svari sínu við hásætisræð-
unni í gær á Sambandsþinginu,
sagði Mr. Hanson, leiðtogi í-
haldsmanna, að aðstoðin sem
Canada vferi að reyna að veita
Bretum í stríðinu, væri “átak-
anlega vesaldarleg”. Hann
benti á, að fremsta varnarlína
Canada væri á Englandi og þar
ætti aðstoð Canada að koma
fram. Til þessa hélt Mr. Han-
son að sú aðstoð hefði verið
lítil eða enginn þáttur í vörn
Bretlands.
Grikkir halda sínu
Enn ,og nú er komið hátt á
þriðju viku síðan stríðið hófst,
halda Grikkir sínu fyrir Itöl-
um. Meira að segja var í frétt-
unum í byrjun þessarar viku,
að þeir hefðu yfirbugað einar
þrjár herdeildir Itala, er voru
skotnar niður, herteknar eða
flýðu alt sem fætur toguðu. —
Þetta var við Pindas í norð-
vestur Grikklandi. Kvað þetta
hafa vakið óhug i liði Itala.
Þar sem Grikkir voru að sækja
fram í Albaníu, greiddu brezk
loftför þeim leiðina.
En sóknin inn í Albaníu,
gengur Grikkjum ógreitt. Italir
eru þar svo mannmargir fyrir.
Þó Italir hafi til þessa heldur
farið ófarir, spáir það engu enn
um hvernig þarna fer.
Jarðskjálftar í Rúmaníu
I Rúmaníu urðu feikna jarð-
skjálftar s. 1. sunnudag. Heil
héruð léku á þræði. Kviknuðu
eldar af því í ólíulindum, er
skelfingu og skaða höfðu í för
með sér. Er ætlað að um 2000
manns hafi farist, fjögur til
fimm þúsund meiðst. Hús
hrundu í Bukarest og þúsund-
ir manna eru sagðir heimilis-
lausir.
ISLANDS-FRÉTTIR
Gort hershöfðingi
kominn til íslands
Gort lávarður, hinn frægi
hershöfðingi Breta, sem var
yfirmaður breska hersins í
Frakklandi í vetur, er kominn
hingað til lands. Kom hers-
höfðinginn í gærmorgun og var
tekið á móti honum á hafnar-
bakkanum í gær með mikilli
viðhöfn.
Skip Gorts lávarðar lagðist á
ytri höfnina snema í gærmbrg-
un, en það var' ekki fyr en und-
ir hádegi að lávarðurinn kom
í land.
Hermönnum hafði verið rað-
að upp á hafnarbakkanum, þar
sem Gort steig á land, og var
einnig hljómsveit frá setuliðinu
hér. Æðstu menn breska hers-
ins hér á landi voru á hafnar-
bakkanum til að taka á móti
lávarðinum. Hann kom á vopn-
uðum togara upp að bryggju,
og er hann gekk á land lék her-
hljómsveitin.
Gort lávarður gekk á milli
hermannanna og ræddi við
einn og einn þeirra. Er hann
hafði lokið þessari skoðun hélt
hann að Hótel Borg, en þar
mun hann hafa aðalbækistöðv-
ar sínar á meðan hann dvelur
hér á landi.
Ekki er blaðinu kunnugt um
hve lengi hershöfðinginn dvel-
ur hér á landi, eða í hvaða er-
indagerðum hann er hingað
kominn, en hann er yfireftir-
litsmaður með þjálfun breska
hersins (Inspector-General).
Gort lávarður hefir getið sér
mikið orð sem hermaður og
hefir meðalannars hlotið æðsta
heiðursmerki, sem breskum
hermanni er veitt, Victoria
Cross. Auk þess hefir hann
hlotið heiðursmerkin K.C.B.,
C.B.E., D.S.O., M.V.O. og M.C.
Hershöfðinginn er 54 ára gam-
all. Árið 1905 gekk hann í
breska herinn og tók þátt í
heimsstyrjöldinni.
Árið 1937 var hann gerður
að yfirmanni breska herfor-
ingjaráðsins og yfirforingi
B. E. F. i Frakklandi er núver-
andi styrjöld braust út.
Þegar Bretar hörfuðu frá
Dunkerque hlaut gort mikið
hrós fyrir skipulag það, sem
var á undanhaldi breska hers-
ins.
Er hann var sæmdur heið-
ursmerki þegar hann kom heim
frá Dunkerque, er sagt að full-
trúi Bretakonungs, sem afhenti
honum heiðursmerkið, hafi
sagt: “Samkvæmt öllum regl-
um um veitingu heiðursmerkja
í hernaði ættuð þér ekki að
vera lengur í tölu hinna lif-
andi.”—Mbl. 16. okt.
Aðrar fréttir frá íslandi
verða að bíða næsta blaðs.