Heimskringla - 18.12.1940, Síða 3
WINNIPEG, 18. DES. 1940
HEIMSKRINGLA
11. SÍÐA
draum, og Lloyd George hélt
ræðu mikla á fundi banka-
manna í City, þar sem hann
réðist á Þjóðverja fyrir ágengni
þeirra. Churchill, sem áður
hafði verið með allan hugann
við innanríkismál, sneri sér nú
með þeim krafti, sem jafnan
einkennir hann, að þvi að
kynna sér utanríkismálin og
þá einkum hvernig Bretland
væri undir það búið, ef til
stríðs kæmi við erlenda þjóð.
Til ófriðar kom ekki að þessu
sinni, en þetta Marokkó-mál
varð til þess, að Churchill var
gerður að flotamálaráðherra.
Frá því I október 1911, að
Churchill varð flotamálaráð-
herra, og fram í ágúst 1914, að
stríðið hófst milli Breta og
Þjóðverja, gerði hann alt, sem
í hans valdi stóð, til að auka
°g bæta brezka flotann. Og
honum veittist eins létt að
verja hina breyttu afstöðu
sina í flotamálunum eins og
afturhvarf sitt í flokkabarátt-
onni áður. Hann, sem hafði
barist gegn auknum framlög-
um til flotans, taldi nú aldrei
nógu miklu fé til hans varið og
var ákveðinn í að gera hann
sem allra sterkastan á svo
stuttum tíma sem framast
væri unt. Hann hafði í þessu
starfi nána samvinnu við fyr-
verandi yfirmann flotans, Fish-
or, og að einkaritara í flota-
ntálaráðuneytinu valdi hann
David Beatty, sem síðar varð
fraegur af framgöngu sinni í
Sjóorustunni nxiklu við Jót-
landsstrendur. Þegar Chur-
chill hafði tíma til frá störf-
um sínum í flotamálaráðu-
neytinu í Whitehall fór hann
um borð í herskipin, kafbátana
í viðunandi horf. Samkvæmt |Þá gerðist það, að Kitchener
fyrirmælum hans voru einnig
eða sjóflugvélarnar, eða þá smíðaðir fyrstu land-bryndrek-
með snekkju flotamálaráðu-
neytisins, “Enchantress”, til
þess að sjá alt með eigin aug-
um og kynnast sem bezt ásig-
komulagi sjóhersins. Það er
haft eftir Asquith forsætisráð-
arnir, sem síðar fengu mikla
þýðingu í styrjöldinni. Hann
stóð einnig fyrir herflutningum
Breta til Frakklands um Dun-
kirk, að undirlagi Kitcheners
lávarðar, enda var það brezka
herra, að Churchill hafi verið flotanum að þakka hve vel
mjög herskár á fundum ráðu- þeir flutningar tókust.
sendi landher til Gallipoli, og
ætlaði með því að vinna upp
aftur það, sem flotinn hafði
tapað með hinni mishepnuðu
tilraun sinni til að komast um
sundið. Churchill taldi þetta
hið mesta óráð, vegna ófull-
nægjandi undirbúningS og
bygði alt sitt traust á flotan-
um. Landherinn, sem sendur
var, reyndist altof fáliðaður,
enda lyktaði þessari för illa. 1
þessu öngþveiti, sem orðið var
innan herstjórnarinnar í Lon-
don, bætti það ekki úr skák, að
Fisher sagði af sér og stakk af
til Skotlands. Asquith skipaði
honum í nafni konungs að
hverfa aftur í stöðu sína, en
Fisher sat við sinn keip. Her-
förin til Gallipoli leiddi til
breytinga í stjórninni. Chur-
chill varð að leggja niður flota-
málaráðherraembættið. And-
stæðingar hans kendu honum
Frh. á 12. bls.
neytisins síðustu vikuna í júlí
1914 og krafist þess að fá að
láta flotann vera tilbúinn til
atlögu á hvaða augnabliki sem
væri. Laugardaginn 1. ágúst
hafði hann skipað hverri flota-
deildinni um sig á sínar á-
En hamingjan hefir það til
að snúa við mönnum bakinu,
einmitt þegar þeir standa á há-
tindi frægðarinnar, og Chur-
chill hefir ekki farið varhluta
af því. Tveir stórviðburðir
stríðsins, þar sem hann kom
kveðnu vígstöðvar, án þess að mjög við sögu, drógu um hríð
hafa fengið til þess samþykki
ráðuneytisins. “Eg tek á mig
persónulega alla ábyrgð gerða
minna gagnvart konungi *bg
stjórn í fyrramálið,” sagði
hann við forsætisráðherrann
og hélt áfram að gefa fyrirskip-
anir sínar til flotans, um að
vera viðbúinn árás, um að
vinna í samráði við franska
flotann og um að virða hlut-
leysi ítalíu. Tuttugu og fjór-
um klukkustundum síðar sam-
þykti ráðuneytið allar þessar
ráðstafanir, og kl. 12 á mið-
nætti nóttina milli 2. og 3.
ágúst var styrjöldin hafin milli
Bretlands og Þýzkalands. Það
var Churchill að þakka, að flot-
inn var viðbúinn, og eftir á gat
stjórnin hrósað happi yfir því,
að hann hafði tekið sér meira
vald en hann í raun og veru
hafði.
Jafnframt flotamálaráð-
herrastarfinu tók Churchill að
sér að koma loftvörnum Breta
mjög úr áliti hans, en þessir
viðburðir voru: fall Antwerpen-
borgar og herferð Breta til
Gallipoliskaga.
I október 1914 fór Churchill
eftir beiðni Kitcheners lávarð-
ar til Antwerpen, sem þá var
umsetin af Þjóðverjum, og átti
hann að telja kjark í varnarlið
borgarinnar, svo að það héldi
út í nokkra daga, unz hægt
væri að senda því liðstyrk. —
Hann tók þar að nokkru leyti
að sér herstjórnina, og Belgar
héldu út í fimm daga og björg-
uðu Belgíuströnd að nokkru
frá að lenda í höndum Þjóð-
verja, þó að Antwerpen yrði að
BANKA FORMENN TELJA SIGUR
VÍSAN, SJA CANADA-BÚUM NÝ
VIÐFANGSEFNI NÝ TÆKIFÆRI
Huntly R. Drummond, bankastjóri, hrósar meðferð stjórnar-
innar á skýrslu og tillögum Rowell-Sirois nefndar—Álítur
hveitibirgðir landsins mjög verðmœtar til framtíðar—
Telur úr að verja fé til friðar tima framtaka.
\
. W. Spinney. aðalráðsmaður, segir bankann ráðinn til að
leggja sig allan fram til sigurs—Leggur fram fjárhags-
skýrslu sem sýnir aukin fjárframlög til ’stríðsverka—
Útlán hœkka til jafnaðar á mánuði um $38,000.000
—Gróði lítið eitt minni.
Á ársþingi hluthafa Montreal bankans, nýlega afstöðnu,
gaf forstjórinn Huntly R. Drummond, yfirlit yfir verzlun og
vísu að gefast^upp. ^org^ viðskifti í Canada, á umliðnu ári, brýndi fyrir sinúm samborg-
urum, að “kappkosta af öllu megni, að hafa stjórn og reglu,
hver á sínu húsi.” og tjáði þinginu: “Að sigri fengnum kalla að
oss firnamikil ný störf, ný vandamál og umfram alt ný
tækifæri.”
VULCAN
Iron Works Ltd.
ER MIKIL SKIFTI Á VIÐ ISLENDINGA
BIÐUR HEIMSKRINGLU AÐ FLYTJA
ÞEIM INNILEGAR HATÍÐAÓSKIR. SEM
OG ÖLLUM FYLKISBÚUM
FJÆR OG NÆR
Blómgist Land þetta og Lýður
GLEÐILEG JÓL
FARSÆLT NÝTT ÁR
•JJiiiiiiiniiiniiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiitHiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiHMiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiuiiiiniiiiiiniiiiiiiiiiiiniitiiiiiiiiiuiiii
Jólakökur
Efnismikil, dökk jólakaka.
Pundið................................ 50<í
ísuð, prýdd, dökk jólakaka,
Pundið ............................... 60(f
2- pda. Kringlótt kaka, ísuð með möndlum og
skrauti. t skrautlegum umbúðum....... 1.30
3- pda. Sama. Mjög vinsæl stærð............1.85
4- pda. Sama. Mátuleg handa heimili-------.2.40
5- pda. Fögur kaka, efnismikilr dökk, ísuð með
möndlum, prýðilega skreytt, i skrautlegu
málmhylki ........................3.50
arinnar og tjón það, sem
Bandamenn biðu þar, var not-
að til árása á Churchill heima
fyrir í Bretlandi, og það var
ekki fyr en löngu síðar, að
sannað var og sýnt til hlítar,
að þessi för hans, sem talin var
honum til vansæmdar, var í
raun og veru sannkölluð sigur-
för.
Miklu alvarlegri fyrir Chur-
chill urðu árekstrar þeir, er
urðu milli hans og Fishers lá-
varðar, sem í nóvember 1914
tók við yfirflotaforingjastarf-
inu. Enginn einn maður annar
en Churchill hafði gert eins
mikið og Fisher til að koma
flotanum í sem fullkomnast
horf. Hann var nú orðinn 74
ára, en hinn ernasti og engu
síður stórlyndur og ráðríkur
en Churchill sjálfur. 1 janúar
1915 barst beiðni til Breta frá
Nikulási stórhertoga í Rúss-
landi um hernaðarlega aðstoð
gegn Tyrkjum á Balkanskaga.
Churchill lagði til að brezki
flotinn yrði látinn ráðast á
tyrknesku vígin við Dardan-
ellasund. Fisher vildi ekki
hætta flotanum í sundin, en
= lagði til að ráðist yrði á Þýzka-
land að norðan, með landher
inn í Slésvig-Holstein og með
sjóher á strandlengjuna við
Eystrasalt. Áætlun Fishers var
feld. Á fundi, sem haldinn var
í herstjórninni í London um
málið, komst alt í uppnám.
Fisher hótaði að segja af sér.
Aðmírállinn yfir flotadeildinni,
sem átti að ráðast inn í sund-
ið, réði frá því að halda áfram
tilrauninni, vegna tundurdufla-
hættu og varnarvirkjanna á
ströndinni. Churchill samdi
símskeyti til hans um að halda
áfram. En skeytið var aldrei
sent. Herstjórnin í London
vildi ekki taka á sig ábyrgðina.
HVER SKAMTUR I SKRAUTLEGUM
PYREX BOLLA
Sex búðingar (hver um 6 únsur) í glærum
loftheldum umbúðum, til saman í umgerð
sem bera má á borð.
1 vönduðum umbúðum til jólagjafa--1.30
SPEIRS R4RNELL
Baking Co., Limited
'Feeding a City since 1882"
•S>IIIIC3l|||||||||||C]lllllllll,l|C]|||||||||,l|C]|||||||||||lC]ll||||||||||C3||||||||||||C]||||||||||||t]||||||||||||E]|||||||||ll|E]IIIIIIIIIIIIC3IIIIIIIIIIIIElllllllllllllC«&
STANDARD
VÖRUR
eru núrner eitt
Ef að þið hafið ekki
reynt okkar
KAFFI-RJÓMA
MJÓLK og
. SMJÖR
þá gerið það nú um
Jólin
Standard Dairies
LIMITED
696 McGEE St.
Phone 29 600
Bankastjórinn sagði þetta
lánd í uppgangi hvað viðskifti
snerti, vinnu meiri en nokkurn-
tíma áður, afkomu í verksmiðj-
um hraðvaxandi, en — því
mætti ekki gleyma, að gera
fyrir afturkasti. “Því ber oss
öllum,” sagði hann, “að leggja
alt fram sem vér getum til að
heyja stríðið, en hafa jafnframt
hugfasta þá lagfæringu sem
hlýtur að koma seinna meir.”
“Mestu sparsemi í útlátum
skyldi við hafa,” sagði hann,
bæði af einstakra hálfu og
hins opinbera, og fyrirtækjum,
öðrum en þeim sem stríðið
snerta, skyldi frestað til þess
tíma að þau koma ekki í bága
við hernaðinn, og atvinnu af
þeim fyrirtækjum þarf nauð-
synlega við. Vér megum ekki
kasta frá oss gætni og forsjá,
heldur gera alt sem vér getum
til að halda stjórn og góðum
aga á voru heimili. Oss er
nauðsynleg varúð í stjórnar út-
látum, forsjá í viðskiftastjórn,
og að hver einstakur taki ekki
á sig ábyrgð sér um megn.”
Skýrsla bankans
Um fjárhagsskýrslu bank-
ans, sem var lögð fyrir hlut-
hafa, fór Mr. Drummond nokkr-
um orðum: “Eg er feginn að
geta sagt, með sanni, að banka
yðar er ekki aftur farið um afl,
þó að aldarfarið sé frábrugðið
venju. Allar eignir vorar, þó
minni reiknist en í fyrra, telj-
ast enn með háum tölum. Fyr-
ir öllum afföllum er fyllilega
séð og enn sem fyr erum vér
færir um að mæta hverju sem
að hendi ber.”
Herbúnaður rœður viðskiftum
í yfirliti yfir viðskifti lands
manna, gat bankastjórinn þess,
að um þetta leyti fyrir ári síðan
hefði verið farið að votta fyrir
áhrifum herbúnaðar á viðskifti,
en nú væri þar komið, að
venjulegar vísitölur hagráð-
anna segðu alls ekki satt til
um far viðskiftanna, vegna
þess að útboð hers og hagnýt-
ing allra landsins eigna til að
heyja stríð með fullu fylgi,
hefðu raskað og umturnað
þeim tölum.
Búskap kvað bankastjórinn
hafa gengið vel í Canada árið
1940 og korn uppskeru góða.
‘Gripa sala og mjólkur afurða”
sagði hann, “hafa verið í góðu
lagi og tekjur bænda munu
verða miklar. Nú er nýbúið
að hirða, við góða nýting, upp-
skeru sem vel má verða sú
stærsta í sögu landsins, þegar
allir reikningar eru gerðir upp.
Að þyngd og gæðum er hún
ein sú bezta sem vér höfum
nokkurntíma haft. Nú sem
stendur hugsum vér, ef til vill,
fullmikið um vandann af með-
ferð uppskerunnar, en eg vildi
mega benda á, að vorar miklu
hveitibirgðir er auður í beztu
og áþreifanlegustu mynd, og í
núverandi kringumstæðum ó-
mögulegt að geta sér til, hvers
virði hún kann að verða.
“Mr. Winston Churchill hefir
lýst því, að eitt fyrsta starfið
sem Bretland taki til við, að
sigri fengnum, muni verða að
sjá mannmergð Evrópu fyrir
matvælum, en þar er nú þröngt
í búi. Þjóðunum í Evrópu er
kunnugt um þetta loforð og
þær munu smámsaman finna
til hve mikils virði það er
Bak við það loforð eru þær
geysimiklu hveitibirgðir sem
Canada geymir í sínum korn-
skemmum.”
1 fjárreiðum hvatti Mr.
Drummand til sparnaðar í út-
látum til “friðartíma fyrir
tækja,” svo að hernaður Can-
ada mætti rekast með því
meira fylgi. Hann gat um
nefndina sem ræður verðlagi
(Price Control Board), en þá
nefnd hefir stjórnin til þess að
“reyna kappsamlega að láta
vörur halda lagi.”
mönnum viðskifta um alt þetta
land og hvetja fólk til að kaupa
brezkan varning umfram ann-
an innfluttan, því að hver dal-
ur sem svo er varið, hjálpar
Bretlandi í þess hernaðar raun
og hjálpar Canada líka til
gengis auka.
Samvinna við Bandaríkin
Hann taldi varnar samning-
inn við Bandaríkin merkilegri
en alt annað — fyrir utan
stríðið — sem Canada hefði
hent frá því landið fékk sjálf-
stæði. Mr. Drummond kvað af-
leiðingar þess samnings verða
enn merklegri eftir stríðið, er
Canada yrði, miklu meir áður,
ifandi hlekkur í samskiftum
Stóra Bretlands og Bandaríkj-
anna.
Ávarp aðalráðsmanns
Að þessi stofnun tekur æ
meiri þátt í fjárreiðum stríði
Canada viðkomandi, sýndi G.
W. Spinney í fjárhagsskýrslu
sem hann bar fram af sinni
hálfu og Jackson Dodds, O.B.E.,
sem er aðal ráðsmaður ásamt
honum, með svolátandi um-
mælum: “Vér erum fullráðnir
til að styðja af öllu afli þetta
átak þjóðarinnar, treystum
fyllilega því að sigur fáist, enda
það að ganga fyrir öllu
öðru.”
Skýrslan sem Mr. Spinney
lagði fram, sýnir mikið magn
fjár, tiltækt hvenær sem er.
Allar eignir nema $961,300,000,
en í fyrra námu þær $1,025,-
500,000 um sama leyti. “Lækk-
unin stafar,” segir hann, “af
jví mestmegnis að skuldabréf
Fylkis- og Landstjórna voru
endurnýjuð þegar í gjalddaga
féllu, en ekki talin á gróða-
lána skrá. Skyndilega tiltæk-
ar eignir nema alls $663,200,000
eða 75 prósent af innstæðu al-
mennings.
Hreinn ágóði $3.436,000 varð
$27,000 minni en í fyrra. “Þessi
árangur er ekki bágur,” sagði
ráðsmaðurinn” með tilliti til
þess að skattar til Dominion
og Fylkisstjórna námu $1,928,-
000 á árinu, $729,000 umfram
síðastliðið ár, mestmegnis til
hinnar fyrnefndu stjórnar. —
Tekjuauki til að vega á móti
þessum útgjöldum og ’öðrum
hærri reksturskostnaði, fékkst
aðallega af viðskiftalánum,
sem voru að meðaltali þetta ár
um 22 prósent hærri.
“Skattinn á óhóflegum
gróða,” kvað bankastjórinn,
”varna því að félög græddu
um of. Jafnframt er það
skylda stjórnarinnar að sjá um
að kaupgjald hækki ekki úr
hófi, en kaupgjald verkafólks
er stærsti þátturinn í útgjöld-
um verksmiðjanna.”
Ræðumaðurinn fór mjög
lofsamlegum orðum um hve
frábærlega vel hin brezka þjóð
hafi orðið við skakkaföllum
hernaðarins og sérstaklega um
það, að hún skyldi geta haldið
áfram útflutningi varnings
stórum stíl. 1 því sambandi
mælti hann: “Eg vil leyfa mér
að taka undir með forustu
Viðtkiftalán að meðaltali
$38,000.000 hœrri
Upphæð ávaxta fjár, $462,-
000,000 minkaði um $55,000,-
000, en útlán og discontó óx
úr $16,200,000 upp í $217,600,-
000. “Vöxtur útlána fram að
31. október”, sagði ráðsmaður-
inn, “gefur ekki fyllilega skýra
hugmynd um hversu stöðugt
sú deild hefir þróast. Á þessu
fjárhagsári hafa útlán aukist á
hverjum mánuði um $38,000,-
000, frá því í fyrra. Þessi
hækkun útlána er aðallega til
verksmiðju eigenda, sem sýn-
ir aukin viðskifti, svo og til
búnaðar, vegna hveitis sem
geymt er.”