Heimskringla - 29.01.1941, Page 4

Heimskringla - 29.01.1941, Page 4
4. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 29. JANÚAR 1941 ffritttskrittgla (StofnuB 1S86J Kemur út A hverjum miBvikudegi. Elgendur: THE VIKING PRESS LTD. 153 00 SSS Sargent Avenue, Winnipef Talsimia 86 537 VerB blaðslna er »3.00 árgangurlnn borglst tyriríram. Allar borganlr sendist: THE VIKING PRES8 LTD. 311 ylðskifta bréf blaðlnu aðlútandl sendlst: Manager J. B. SKAPTASON 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Vtanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg “Helmskrlngla” ls publlshed and prlnted by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 29. JANÚAR 1941 KIRKJUM FJÖLGAR í REYKJAVÍK í nýkomnum blöðum frá íslandi, er hermt, að prestkosning hafi farið fram 15. desember til þriggja nýrra kirkna í Reykjavík. Þó blöð séu komin vestur dagsett 18. desember, er talningu at- kvæða ekki lokið og því óvíst um hverjir nýju prestarnir eru. En það mun nú brátt fréttast. Eftir þessar kosningar, verða sex þjóð- kirkjuprestar í höfuðstað íslands í stað tveggja áður. Frikirkja er að minsta kosti ein auk þess og ein eða tvær kirkj- ur annara trúflokka. Dómkirkjan heldur áfram sem áður og við hana þjóna tveir prestar. Nýju prestaköllin heita: Nesprestakall, Hall- grímsprestakall og Laugarnesprestakall. Um Nesprestakallið sækja 9, en aðeins einn verður kosinn. Um Hallgríms- prestakallið sækja margir, þeirra á með- al séra Jakob Jónsson, en þar verða tveir kosnir. í Laugarnesprestakalli verður einn kosinn og þar sótti aðeins einn prestur, séra Garðar Svavarsson. Mun hann því kosinn; þó skal geta þess að lög eru að engin sé kosinn, sæki ekki helmingur sóknarbarna kjörstað. En þá skipar kirkjumálaráðherra, hvern sem honum sýnist í embættið. Hvernig stendur nú á þessari kirkju- fjölgun í höfuðstað íslands? Eftir þess- ari nýju ráðstöfun, eru sem næst einn prestur á hverja fimm þúsund íbúa; hlut- föllin eru mjög lík og meðal íslendinga í Winnipeg. Og það þykja manni nú nokkur sinnaskifti, að Reykvíkingar skuli vera orðnir eins trúaðir og Vestur- íslendingar! Full ástæða er til að vona, að af þessu nýja spori leiði andlega vakningu, aukna samvinnu og einbeittari átök þjóðlífinu til heilla og þroska. Þó kirkj- an heima sé þjóðkirkja og stefnu henn- ar sé að nokkru gerður skórinn fyrir- fram, hefir hún sýnt sig, á síðari árum að minsta kosti, svo rúma, að geta fylgst með breytingum tímanna og andlegum framförum og þroska. Mun hún í því hafa verið margri nöfnu sinni víðsýnni og ekki hikað við að gera sannleikanum hærra undir höfði en varajátningum. Hún verður, þó þjóðkirkja sé, að heyja sitt andlega kapphlaup við frjálstrúuð- ustu kirkjur og helga sér, sem þær, nið- urstöður nýrra raunvísinda, ef hún á ekki að daga uppi og verða að stein- hrúgu, eins og álög flestra kirkna virð- ast enn vera. Stefna frjálstrúarkirkju íslendinga í Vesturheimi, hefir verið sú, að leysa kirkjuna úr þessum álögum. Og hún væntir nokkurrar samvinnu ís- lenzku þjóðirkjunnar í því efni, er hún nú með nýjum og að því er ætlað verður með auknum áhuga, færist trúmála- starfið í fang. “Áfengi,” sagði írskur prédikari, “er mesta bölvun þessa lands. Það kemur þér til að rífast við nágranna þina, æsir þig til að skjóta á yfirboðara þína og það er einnig því að kenna að þú hittir ekki.” í færeysku blaði finnum vér eftirfar- andi “upplýsingar” um ísland: Á íslandi var byrjað að nota vasaklúta á 16. öld, eða eitthvað um það bil, og það voru konurnar, sem tóku upp þá tísku. En það liðu hundrað ár, áður en karl- mennirnir lærðu þann sið, að hætta að snýta sér með fingrunum. EFTIR REIKNINGI HITLERS Það gera sér líklega fáir fulla grein fyrir útgjöldunum, sem Þjóðverjar hafa hlaðið á Frakkland. Hér skal í fám orð- um gefið sýnishorn af þeim: Frakkar verða að greiða allan kostnað þýzka herliðsins á Frakklandi, eins og þar væri um setulið að ræða. Sá kostn- aður nemur 20 miljón mörkum á dag. Þessi fjárhæð var ákveðin í vopnahlés- samningunum 24. júlí 194CLmilli Frakka og Þjóðverja. í þeim samningum var og gengi fránk- ans ákveðið: 20 fránkar í einu marki. Þjóðverjum greiða Frakkar því á ári 146,000,000,000 fránka. Til samanburðar skal geta þess, að allar tekjur frakknesku þjóðarinnar (ekki stjórparinnar) hafa ekki á neinu einu ári farið frarn úr 290,000,000 frönk- um. Er af þessu ljóst, að Þjóðverjar krefj- ast af Frökkum 50%, eða helmings allra tekna í landinu. Og þegar litið er á hvað stríðið hefir takmarkað framleiðsl- una, verður hlutfallið enn hærra, en þegar reiknað er eftir tekjum árin fyrir stríðið. Það sem sambandsþjóðirnar í síðasta stríði settu Þjóðverjum fyrir setuliðið sem þær urðu að hafa á vésturvígstöðv- unum, nam 1% af árstekjum allrar þjóð- arinnar. Þar var talinn kostnaðurinn, en ekki eyrir meira. Tekjur frakknesku stjórnarinnar árið 1939 voru 66,000,000,000 fránkar. Fyrsta árs fjárhagsáætlun hennar í þessu stríði nam 79 biljónum. Fjárkrafa Þjóðverja er því nærri tvisvar sinnum eins há og stríðs-fjárhagsáæltun landsins, en meira en helmingi hærri en útgjöld stjórnar- innar á ári á friðartímum. Kostnaður Þjóðverja af setuliði sam- bandsþjóða stríðsins, nam 7% af stjórn- artekjum Þjóðverja árið 1913 og dálítið yfir 3% af stjórnartekjunum 1924. Af öllum her Þjóðverja í Þýzkalandi, er lítið setulið. Herinn þar er til varnar Þýzka ríkinu, ekki fyrir Frökkum, held- ur fyrir annari þjóð. Varnarlið Þjóð- verja á vesturströnd Frakklands, er ekki setulið og kemur Frakklandi ekkert við. Kostnað þess ætti það því ekki að greiða. En jafnvel þó Frakkland greiddi alt þetta eins og það kostar, næmi það ekki nærri öllum hinum gífurlegu' út- gjöldum Frakka. Gengið gerir þó líklegast stærsta skarðið í útgjöldunum. Ríkisbanki Frakka verður að taka um 3 biljónir marka árlega og skifta í fránka á þessu gengi. Þjóðverjar hafa hvergi en til útgjalda Frakka fært neitt af jörðum, lóðum og húsum, er þeir hafa tekið og nota sem þeir eigi. , Eflaust munu aðrar hernumdar þjóð- ir vera eins hart leiknar og Frakkar. Og að allur heimurinn er það ekki, eigum við Churchill og Roosevelt að þakka. MINNI IÐAVALLAR . flutt á íslendingadegi á Hnausum 3. ágúst 1940. Áður en eg byrja á þessu minni, sem nefnt er hér að ofan skulu sögð nokkur orð um örnefni yfirleitt. Eitt af mörgu sem okkur þótti eftir- tektavert við þennan nýja heim, þegar við komum hingað, var það, hve lítið var hér um örnefni. Þó sveit úr sveit væri ferðast, varð ekki vart við nafn á nokkrum bæ. Það getur ekki kallast bæjarheití, að segja, að Mr. Smith’s, eða að Mrs. Salómon’s eins og hér er lands- venja. Á íslandi var þessu alt öðruvisi farið. Þar bar ekki aðeins hver bær nafn, heldur voru svo hundruðum skift- ir örnefni á hverjum bæ. Lýsing St. G. St. af þessu er svo gagnorð, að ógleym- anleg verður hverjum, er efnið hugleiðir: Og framförin mikla og menningin hér við minningar ei hefir töf. Ef endistu að plægja, þú akurland fær er uppgefst þú: nafnlausa gröf. En Saga og Æfintýr öll hefir skreytt með örnefnum bændanna lönd, og bæina óskírða uppvaxa lét ei öldin um dal eða strönd á föðurleifð minni. í myrknættið út, er minningar tendra sín bál, um vallgróna haugana blossana ber svo bjart er um feðranna sál. Einu undantekningarnar frá þessu hér vestra eru íslenzku bygðirnar. í þeim eru flest sveitabýli skírð og þar er auk þess fjöldi örnefna; eru sum þeirra bæði þjóéleg og fögur. Hefi eg oft spurt sjálfan mig, hvort þarna skyldi á milli þjóðabrotanna hér, sem komin eru af söguþjóð og hinna, sem á sama stendur hvort bjart er um feðranna sál eða myrkt. Á örnefnum getur ýmislega staðið. í Landnámu segir, að Örlýgur gamli hafi heitið Patreki biskupi því, að láta ein- hvern stað á íslandi heita hans nafni, ef hann bjargaðist úr hrakningunum á leiðinni heim. Þannig stendur á nafni eins fjarðarins á íslandi. Merkilegt við þessa sögu er, hvað Örlýgur virðist hafa álitið örnefnið mikilsvert, að bjóða það fyrir lífgjöfina. Allnýlega las eg í blaði að heiman frásögu um stein, sem Hallgrímssteinn heitir, og er milli Saurbæjar og Fer- stiklu. Nafnið var sagt að steinn þessi bæri af því að þar hefði séra Hallgrímur Pétursson stundum setið og ort. Undir steininum kvað vera hlé af hvaða átt sem blæs. Bætir blaðið við, að, ef til vill,Tiafi þar oft verið meira næði til að yrkja, en á heimilinu, því Guðríður kona hans, (Tyrkja-Gudda) hafi stundum verið gustmikil og fanst ekki hækka í askinum við skáldskapinn. Máske eitt- hvað af Passíusálmunum hafi þar verið ort, segir í greininni. Þetta örnefni, þessi steinn, finst mér mega segja, að tali. Og svo gera örnefni oft. Örnefni geta og átt skylt við annað en landslag, þó oft fari þau eftir því. Þess mætti nefna mörg dæmi bæði hér og heima. Til dæmis á nafnið á þessu póst- húsi sem við erum stödd á: Hnausar, ekki sem bezt við landslag hér. Náttúru- lýsing Bjarna Thorarensens á Dan- mörku, “sem naflaus ásýnd er,” ætti mikið betur við. En nafnið bendir samt á hvaðan frumbyggjarnir voru af ís- landi. Það er því sögulegt, og ber vott um ræktarsemi til íslands, eins og öll íslenzk örnefni hér gera. Þau eiga ræt- ur að rekja til minninganna að heiman. Að okkur látnum, verða þau ef til vill hér eini steinninn sem talar, fræðir út- lendinga um, að hér hafi eitt sinn menn búið utan af “grundu ísa.” Heima á íslandi er nú mikið unnið að því að safna og skýra örnefni. Og eg var fyrir skömmu að lesa bók um örnefni þar, er einn nefndarmann ykkar (íslend- ingadags nefndarinnar á Hnausum), Guðmund Einarsson bar að garði. Við urðum brátt sammála um að þetta væri þarft verk og að þetta þyrftum við einnig að gera hér vestra: að skrá íslenzk ör- nefni og skýra eftir föngum. Að því væri ekki aðeins gagn fyrir sögu vora, heldur mundi bæði póststjórn og járn- brautafélög hér verða þakklát fyrir upp- lýsingar um merkingu nafna á pósthús- um og járnbrautastöðvum o. s. frv. Auð- vitað yrði sú skýring að vera á ensku. Lýsing bæjarnafnanna yrði einnig að vera það, en að sjálfsögðu líka á íslenzku. En þegar hér var komið sögu, lagði komumaður til, að eg byrjaði á þessu með því að mæla fáein orð fyrir minni Iðavallar á þessum íslendingadegi ykk- ar. Þó eg teldi nokkur tormerki á því, stendur nú þannig á því, að eg er hér að þreyta ykkur með þessu rugli. Auð- vitað ber Guðmundur ekki ábyrgð á ruglinu, en ef um hegningu fyrir það er að ræða, þá held eg að hann ætti ekki heldur að sleppa. Og nú skal eg þá snúa mér að örnefni þessa staðar, Iðavelli. Finnur Jónsson segir að í fornum fræðum sé fyrst minst á Iðavöll í Völuspá og aðeins á tveim stöðum; þaðan séu allar upplýsingar um orðið komnar. í fyrra skiftið eiga goðin að hafa búið þar í friði og allsnægtum. Þá var gullöld með ásum. Því til sönn- unar er á það bent af fræðimönnum, að þetta geti hafa verið á eiröldinni (frá 1000 til 400 f. Kr.), vegna þess, að þá var svo mikið gull á Norðurlöndum, að ýmsir húsmunir voru úr því gerðir og bústaðir guða prýddir með því. En alt er í heim- inum hverfult. Jafnvel gullaldirnar líða undir lok. Æsir áttu í stríði við jötna, við hið illa, eins og guðir og menn eiga enn. Guðir og menn segi eg og ber þar að gæta þess, að sambandið var þar meira, en við nú eigum að venjast. En að því kemur, og eru ýmsar ástæður fyrir því færðar, að æsir og menn týnast í stríðinu við jötna. Æsir eru strádrepn- ir og heimur þeirra og manna tortímist í Ragnarökum. Eina bótin er að jötnar og jötnaheimurinn gerir það líka. Æsir og jötnar hafa með öðrum orðum barist, þar til enginn stóð uppi og báðir voru yfirkomnir. Hversu mjög minnir þetta ekki á heiminn nú, þó gerst hafi fyrir öldum síðan. Miðgarður, sem var bústaður manna, þ. e. jörð- in, og Ásgarður þar sem æsir bjuggu, eru báðir úr sögunni með ragnarökum. Á þennan gamla heim, er ekki minst eftir þau. í sambandi við þessar ófarir guða og manna, er á margt bent sem ástæðu, svo sem “spillingu fyrir tilkvámu kvennanna”, þ. e. þursameyj- anna, því þær aðstoðuðu með öllum ráðum sinn kynflokk, og á aðra höndina sællífi, sem auðnum og gullinu fylgdi. — Hvorttveggja getur þetta hafa lamað þjóðlífið hjá ásum og mönnum í viðureigninni við ó- vinina. Við vitum að það gerir það enn. En svo gat lið jötn- anna einnig hafa aukist meira og guðirnir ekki ráðið við það, þó framar stæðu þeim að vits- munum. En hvort sem er, kemur þetta mönnum til að hugsa um annað. Nú er eins og við vitum meira til af gulli í heiminum en nokkru sinni áður. Öllum ætti að geta liðið vel eða eitthvað í áttina til þess, er sæmilegt má telja. En er því að heilsa? Þvert á móti gengur nú svo margt skrykkj- ótt í lífi þjóða, að það hlýtur að vera hverjum hugsandi manni spurning og áhyggju- efni, hvort ekki sé nú mjög að líða að ragnarökum. Á hinum staðnum sem minst er á Iðavöll í Völuspá, eru ragnarök liðin hjá. En þó er þar Iðavallar aftur getið eins og hann hafi ávalt verið til og sé það eina sem ekki gat með öllu tortímst í ragnarökum. — Finnur Jóhsson ætlar, að orðið þýði blátt áfram sígrænn völl- ur, þar sem gróður endurnýjast í sífellu, eilíflega. Á þessum stað kemur “hið bjarta kyn”, þ. e. æsir og menn, aftur sam- an eftir ragnarök. En af ásum er þar ekki annara getið en Baldurs, er snemma féll í val og Viðars og Valáðs, Móða og Magna; en þeir eru synlr óðins og Þórs. Þeir voru önnur kyn- slóð guðanna. Synir Ása lifa því og halda áfram að vernda mannkynið, eins og feður þeirra gerðu, en með breyttum hætti, öðrum lífsskoðunum nýjum sið. — Af mann- kyni komast aðeins Líf og Líf- þrasir af í ragnarökum og verða foreldrar nýs mannkyns. Þau höfðu morgundöggina sér til næringar og hún er jafnvel enn það eina, sem margur hef- ir ráð á. Alt er breytt í hinum nýja heimi og með nýjum nöfn- um. Þar er nú getið um Gimli með fleiru, sem stað eða hérað, sem guðirnir reisa sér sal á, sem kemur í stað Ásgarðs og heldur þannig alt áfram sem fyr, aðeins með breyttum nöfn- um. Við frásögn þessa af Iðavelli, telur Finnur Jónsson það vafa- samt, að Iðavöllur hafi verið til fyrir ragnarök. Bústaður Ása er þá ávalt nefndur Ás- garður. En af einhverju hefir höfundi Völuspár eflaust þótt betur á því fara að hafa hann ávalt til. Ef til vill þurfti ekki að halda á hugmyndinni um áframhald meðan ekkert reyndi á, eins og F. J. segir. En eftir ragnarök þurfti vissu- lega eitthvað að skapa, sem varanlegt eða eilíft var. Og í því mun fólgin fylsta merking orðsins Iðavöllur. Eftir ragnarök kemur Bald- ur aftur fram sem áður er sagt, og með því er tortíming ása og manna aftuF bætt. En það er meir en sagt verður um jötna heiminn. Hann er ekki endurreistur. Hið góða sigrar. Um þessa breytingu er oft tal- að sem nýjan sið. Baldri hefir verið líkt við Krist og kallaður Kristur Ásatrúarinnar. 1 kenn- ingu hans er þó ekkert, eins og Finnur Jónsson bendir á, sem er aðalatriði kristninnar, eins og endurlausn, friðþæging, kraftaverk eða krossfesting. Enda var líf þeirra ólíkt. Með Baldri ryður sér eigi að síður ný skoðun til rúms í norræna heiminum. Hún er nær samtið sinni, mildari og réttsýnni, lík- ari skoðunum víðsýnna manna á öllum tímum, en bæði gömlu ásatrúnni og kristninni, bá- biljulausari en þær og nær því að vera hrein skynsemistrú. Líklegast er lífsskoðunum og og sérstaklega trúarskiftum ekki betur lýst í nokkru riti fyr eða síðar, en Völuspá. Með efnið er svo farið, að af því munu menn lengi læra, er um trúmál hugsa og fagrar lífs- skoðanir reyna að mynda sér. Og það verður gert eins lengi og fullkomnun er ekki náð. En á það vantar nokkuð, þar sem á milli hins illa og góða, skilur lítið meira ennþá, en áin Ifing, sem aðskildi jötna og ásaheim- inn forðum. í staðinn fyrir þessa á, má til sanns vegar færa að sé nú Ermarsund. Eg veit ekki hvort að mynd þessi, sem eg hefi verið að reyna að draga af því sem gerð- ist á Iðavelli, er eins ljós og eg vildi að hún væri, en lengra skal þó ekki út í þá sögu farið. Þessum niðurlagsorðum langar mig samt að bæta við: Landnemarnir íslenzku hafa hér komið sér upp samkomu- stað, til þess að halda á ís- lendingadag, og minnast þess, sem þeir eiga dýrmætast í sín- um þjóðararfi. Og þeir hafa nefnt hann Iðavöll. Ætlar önn- ur kynslóð þeirra hér og svo hver af annari, að vernda þann stað og minningagróðurinn sem þar vex, svo að hann haldist hér sígrænn, eilífur? Með því einu, ber staðurinn nafn með rentu. Stefðn Einarsson BANDARÍKJAKONURN- AR OG KLÚBBARNIR ÞEIRRA Stærsta kvenfélagið eða kven- blúbburinn hér í landi heitir mjög háfleygu nafni og hefir þúsundir meðlima í hverju ríki. . .. Nú víkur því svo við, að við erum stödd í stærsta bænum í Montana og hér eru nú saman- komnar eitt þúsund konur úr þessum klúbb . . . þær eru á þriggja daga samkundu og koma frá öllum landshornum. . . . Maður getur ekki þverfót- að fyrir þeim á götum og torgum . . . það eru stórar kvensur, litlar hnellur, feitar og horaðar kerlingar — og nú haldið þið að eg skrökvi — en þær eru allar eins. . . Allar eru þær hvítklæddar, sumar í síð- um kvöldkkjólum kl. 9 að morgni dags (spyrjið mig ekki hvers vegna, eg hefi ekki hug- mynd um það), allar hafa blómvönd á barminum og sum- ir barmarnir gætu hæglega borið stóran bakka með heilli máltíð handa tveimur . . . allar eru þær “krullaðar” á sama hátt — það -sem við kölluðum “ondúlerað” í gamla daga — (kanske er þa,ð í lögum félags- ins), allar hafa svip á sér og svipurinn segir: eg er betri en allar aðrar konur, eg drekk. ekki né reyki og eg hefi mann- inn minn í^vasanum! Undarleg- ur hópur! (þarna er eg lifandi komin með aðfinslurnar . . . þetta eru sjálfsagt bestu konur og gera líklega margt gott af sér, þótt eg hafi ekki haft njósnir af því . . . og ef menn- irnir þeirra eru undirokaðir, er nokkuð við það að athuga? . . . Þeir eru þá bara að borga fyrir undirokun kvenna á liðnum öldum!). Eru það bara kerlingarnar í þessum klúbb’ sem hafa menn- ina sína í vasanum? Nei, ansi er eg hrædd um, að flestar sög- urnar, sem þið hafið heyrt um “undirokun” karlmannanna í Bandarikjunum, séu heilagur sannleiki! Karlmennirnir heima

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.