Heimskringla


Heimskringla - 29.01.1941, Qupperneq 5

Heimskringla - 29.01.1941, Qupperneq 5
WINNIPEG, 29. JANÚAR 1941 HEIMSKRINGLA 5. SIÐA á Islandi eða í öðrum Norður- álfulöndum nenna varla að sækja sér glas af vatni út í eld- hús, ef eg man rétt . . . þ. e- a. s. ekki ef kvenmannsrola er nærstödd og getur uppvart- að þá. . . Hér er það altítt, að maðurinn færi konunni sinni Worgunverðinn í rúmið, hjálpi henni til að þvo upp eftir mið- degisverðinn, ef þau hafa ekki vinnukonu, og eg þekki fjöld- ann allan af Bandaríkjamönn- nni, sem búa til betri mat en konurnar þeirra og þykir gam- an að gera það. . . Eg dáist að Bandaríkjakon- nni á margan hátt... þær hafa yfirleitt meiri dugnað og fram- takssemi til að bera í litla tingrinum en systur þeirra í Norðurálfunni hafa í allri hendinni . . . þær fá meiru á- °rkað á viku en við Norður- álfukonur á heilum mánuði, hanske á heilu ári! Ef t. a. m. Eandaríkjakona tekur að sér að safna ákveðinni upphæð í góðgerðaskini, þá linnir hún ekki fyrri en hún er búin að safna þeirri upphæð. Vinkona mín ein er þektur úthöfundur... Hún skrifar eina skáldsögu á ári, og sumar skáldsögurnar eru “best sel- lers’’ . . . (Hún heitir Mildred Walker og er gift lækni í bæn- Great Falls, Montana. — Skáldsagan hennar, “Dr. Nor- ton’s Wife” var “best seller” í fyrra og var þýdd á þrjú Norð- Urlandamálin og fékk ágætar yiðtökur þar . . . norsku þýð- inguna annaðist frú Wenche Borgen, sem er mágkona Val- geirs Björnssonar bæjarverk- træðings í Reykjavík). . . Hún a þrjú vel uppalin börn og stýrir heimilinu sínu með óugnaði og fyrirhyggju . . . og hefir jafnvel tíma afgangs til að taka drjúgan þátt í allskon- ar félagslífi . . . þessi kona er að vísu framúrskarandi og hef- ir alla góðu kostina, sem prýða Eandaríkjakonuna . . . ef hún hefir einhverja af slæmu eig- mleikunum, þá hefi eg ekki uPPgötvað það . . . t. d. er hún ein af þeim fáu konum sem eg t>ekki hér, sem ekki þykist vera talleg! . . . Margra ára reynsla hefir sýnt mér, að það er sama hvað ljót og leiðinleg Banda- rikjakona er, rangeyg eða hjól- heinótt og heimsk í ofanálag, hún hefir þá óbifanlegu trú, að hún sé bæði falleg og gáfuð • • • og það er von . . . karlmenn- irnir hafa alið þessa trú upp í Eandaríkjakonunni . . . þegar hún ekki getur opnað blað eða hók, án þess að hún reki augun 1 setningar eins og: “Banda- rikjakonan er fegurst í heimi • • • best klædd . . . skemtileg- Ust. .. gáfuðust. . . duglegust” °’ s frv„ hvernig er hægt að húast við öðru, en að hún fari að halda, að þetta sé alt saman heilagur sannleiki! Þetta er annars ekki eins vitlaust eins og virðist í fljótu hragði. . . Sjálfstraust sannar- iega hjálpar upp á framkom- Una • . . og það kemur örsjald- an fyrir, að maður sjái feimnar konur hér. . . Aldrei gleymi eg honunni með nefið. . . Hitti hana í fjölmennu gildi í San Erancisco einu sinni. . . Hún hafði nef, sem var álíka stórt °g meðal næpa; að öðru leyti Var hún ósköp alvanaleg, vöxt- Urinn í betra lagi, há og grönn, °g hún hafði fallegt, ljóst hár. • • • Það sem mér datt fyrst í hug þegar hún kom inn í sam- s®tið var, að eg eg hefði slíkt UeE þá mundi eg aldrei fara út nema í rökkrinu . . . en hún hom inn i stofuna, eins og væri hún drotning, í þann veginn, að Veita þegnum sínum áheyrn! ' • • Hún leyfði húsráðanda, Sem var Norðurálfumaður, að ^yssa á hendina á sér og hún ^erði það á þann hátt, að aum- lngja manninum var fullljóst, ^ þetta var sérstök náð, sem honum var auðsýnd . . . og “nef” eða ekki, alt kvöldið hafði þessi kona hring af að- dáandi mönnum í kring um sig, meðan margar ungar og lag- legheita stúlkur urðu að láta sér lynda, að tala hver við aðra. . . Eg get ekki neitað því, að eg oft hefi haft bæði skömm og gaman af þessari sjálfsað- dáun Bandaríkjakonunnar, en í aðra röndina dáist eg þó að henni. . . óneitanlega er það hjálp í lífinu, að trúa á mátt sinn og megin og trúi kona því nógu fastlega, að hún sé falleg, jæja, þá er hún falleg! . . . Annars er engum blöðum um það að fléttak að Bandaríkja- konur eru yfirleitt fríðar, en þær fallegustu, sem eg hefi séð eru þær, sem eru af blönduð- um spönskum (eða ítölskum) og norrænum uppruna . . . það er auðvitað engu til sparað að hjálpa upp á náttúrlegu feg- urðina. . . Verzlunarskýrslur segja frá, að Bandaríkjakonur verji mörgum biljónum dollara á ári í alskonar fegurðarmeðöl — mig minnir að talan hafi verið 35 biljónir síðastliðið ár. . . . Tæplega er hægt að minn- ast á fegurð Bandaríkjakvenna án þess að nefna “beauty par- lors” — þeir kalla það hár- greiðslustofur í ReykjaVíkur- blöðunum, sé eg, en verksviðið er stærra en hárgreiðslan ein- göngu hér í landi. — Á hverju götuhorni, í hverjum bæ og hverri borg er hárgreiðslustofa og allar konur nota þær, ríkar sem fátækar. . . Eg þori að veðja, að ef við gæfum bláfá- tækri konu hér valið milli góðr- ar máltíðar og “visit” á hár- greiðslustofu, þar sem henni væri látið í té alt, sem “stofan” hefir upp á að bjóða, þá myndi konan velja hárgreiðslustof- una, jafnvel þótt hún væri solt- in! Já, klúbbarnir . . . þeir eru margir og hafa margvísleg augnamið. . . Kirkjuklúbbana eiga kirkjufélög kvenna t. a. m. . . . Eins og kunnugt er, eru kirkjur í U. S. A. ekki styrktar af stjórninni . . . hver trúar- flokkur hefir sína eigin kirkju . . . en kvenfélög þessi eru frömuðir í að safna peningum handa kirkjum sínum og prest- um. . . Spítalafélög kvenna safna peningum, til þess að kaupa ýms áhöld handa spítöl- unum. . . Þessi félög gera ómet- anlegt gagn. . . ' Garðyrkju- klúbbum kvenfólksins er það mikið að þakka, að smábæirnir um alt land hafa fallega blóma- garða. . . Klúbbur kvenrithöf- unda hefir deildir um alt land og eins hefir klúbbur verzlun- arkvenna. . . Svo er það “Junior League”, sem hefir 35,000 meðlimi í Bandaríkjunum. . . Félagið var stofnað rétt eftir síðustu alda- mót. . . Meðlimirnir eru dætur velmegandi manna. . . Margir segja, að félagið sé “snobbish” og er óefað nokkuð til í því; en þrátt fyrir þann gallann, gerir félagið mikið gott af sér. . . Hver meðlimur gefur tíma sinn og fé í góðgerðaskyni. . . Hér í bæ hefir deild félagsins leik- völl fyrir fátæk börn, sem ann- ars yrðu að flækjast á götun- um og á hverjum degi alt sum- arið skiftast meðlimirnir til að vera á leikvellinum, leika við börnin og kenna þeim ýmislegt ... einnig hefir deildin læknis- hjálp fyrir fátæk börn og með- limirnir færa sjúklingum á spítölunum bækur og blöð. . . Á sumrin sendir aðalfélagið í New York listasýningar til allra deilda sinna . . . t. d. kom hingað ferðasýning af þessu tagi síðastliðið sumar . . . skín- andi falleg sýning á silfurmun- um danska silfursmiðsins Georg Jensen’s. . . Aðgangur var ókeypis og margar þúsund- ir manna um alt land hafa bæði gagn og gaman af þessum sýningum. . . Sem stendur safna allar “Junior League”- deildir peningum handa Bret- landi. . . í smábæjunum kveður mest að þessum svokkölluðu les- klúbbum. . . Einhversstaðar las eg, að Bandaríkjakonur hefðu uppgötvað “culture” um alda- mótin og sprungu þá les- og “culture”-klúbbarnir út. . . All- ar konur, sem vetlingi geta valdið eru meðlimir í einum eða fleiri lesklúbbum. . . Nú er það víst og satt, að sumar kon- ur hafa í mörgu að snúast og ekki mikinn tima afgangs, til þess að lesa bækur, og margir halda því fram, að fyrir slíkar konur séu lesklúbbarnir gagn- legir. . . Annars er hægt að líta á það á tvo vegu . . . þetta er það sem lesklúbbarnir bjáta við. . . Hver kona, sem er með- limur, fær úthlutaða einhverja nýja bók, sem vakið hefir eftir- tekt og á hún nú að lesa bókina og skrifa um hana “yfirlit”, sem hún svo les upp fyrir hin- um meðlimunum á fundi, en fundir eru venjulega haldnir einu sinni í viku. . . Á þennan hátt þykjast konurnar fylgjast með í því sem er að gerast í heiminum. . . En þegar eg hefi komið á fund í einhverjum þessara lesklúbba og hlustað á konu lesa slíkt “yfirlit”, hefir mér altaf dottið í hug, að hefði hún notað þann óratíma, sem það tók hana að grúska yfir þessu blessaða “yfirliti”, notað tímann til þess að lesa nokkrar góðar bækur, þá hefði ávinn- ingurinn orðið meiri . . . bæði fyrir sjálfa hana og hina með- limina! . . . Einu sinni var mér boðið í lesklúbb einn og hlust- aði eg þar á konu, sem gaf “yfirlit” yfir list Rembrandt’s og eg veit með vissu, að hún hafði aldrei málverk eftir Rem- brandt augum litið. . . í annað sinn hlustaði eg á “yfirlit” yfir bók um veggfóður og sagði konuauminginn mér, að það hefði tekið hana einn klukku- tíma á dag þrjá mánuði, að búa til “yfirlitið” . . . þá datt mér í hug amerískt orð og fanst það eiga vel við lesklúbb- ana, en orðið er “bunk”, og má víst þýða það með orðinu “þvaður”! . . . En þær taka þessa lesklúbba mjög alvar- lega,'og það sé fjarri mér, að öfunda þær af þeirri skemtun, sem þær hafa af að vasast í þessu. . . Margir kvenklúbbarnir í stór- borgunum eru afskaplega ríkir og eiga sér fögur stórhýsi . . . þessir klúbbar borga offjár fyr- ir fyrirlestrahöld frægra manna, bæði amerískra og er- lendra. . . Margir frægir enskir rithöfundar hafa grætt ýel á fyrirlestrahaldi í kvenklúbbum Bandaríkjanna og svo er um rithöfunda og listamenn ann- ara Norðurálfuþjóða. . . Einn af stærstu kvenklúbb- unum á Kyrrahafsströndinni er “Womens City Club” í San Francisco, sem eg þekki vel, þar eð eg hefi oft verið þar gestur — hélt þar líka velsótt- an fyrirlestur um ísl^nd fyrir nokkrum árum síðan; — það kostar mörg hundruð dollara að gerast meðlimur í þeim klúbb og auk þess eru há mán- aðargjöld. . . Klúbburinn á hús í miðri borginni, við eina af fjölförnustu götunum. . . Húsið er fjarska stórt, hefir margar hæðir og er að öllu leyti mjög rikmannlega útbúið . . . þarna er gistihús fyrir meðlimina, stórir samkomusalir, tveir matsölustaðir, þar sem aðeins meðlimum og gestum þeirra er leyfður aðgangur . . . þægileg- ar setustofur og bókhlöður, sundhöll og leikfimissalur . . . yfirleitt öll þægindi, sem hugs- ast geta . . . en á neðstu hæð- inni eru búðir af ýmsu tagi. . . | Sumar konur í Bandaríkjun- um eru kallaðar “klúbbkonur”, en það eru konur, sem verja öllum sínum tíma og kröftum fyrir klúbbana og það sem þeir berjast fyrir. . . Klúbbkonurnar um. Mun í útreikningum á finnast í þúsundatali, mest eru kostnaðinum verða annaðhvort það ríkar ekkjur og einhleypar miðað við notkun benzíns konur, eða efnakonur, sem beggja aðila, Islendinga og komnar eru til ára sinna og Breta, eða tölu farartækja eru giftar mönnuni, sem ekki hvors aðilans. Tóku Bretar hafa tíma til að sinna þeim, þessari málaleitun mjög vel. annaðhvort vegna verzlzunar- Auk þess viðhaldskostnaðar -Alþbl. 18. nóv. anna eða vegna þess, að þeim á vegum, sem Bretar hafa lofað þykir skemtilegra að spila golf að leggja franij hafa þeir á eða poker , heldur en að þessu árj varið nokkrum halda í hendina á konunni hundruðum þúsunda til ný- sinni. . . Klúbbkonur hafa mik- byggingar vega og brúa. ið að segja í Bandaríkjunum og ef þær t. a. m. nota vald sitt til þess að fordæma ein- hvern mann eða eitthvert mál- efni, þá á sá maður eða það málefni tæplega viðreisnar von. . . Dæmi upp á það var fimleikarinn Fatty Arbuckle, sem á árunum lenti í þeirri óhamingju, að vera sakaður um morð . . . dómarinn úr- skurðaði, að hann væri sak- laus, en klúbbkonurnar for- dæmdu hann og þessvegna átti Fatty aldrei afturkvæmt sem filmleikari og dó hann allslaus og gleymdur nokkrum árum síðar. Það hefir oft verið sagt um Bandaríkjakonurnar, að þær séu betur- klæddar en annara þjóða konur og það er enginn vafi á, að það er satt . . . þær eru framúrskarandi snyrtileg- ar, hafa yfirleitt góðan “smekk” í klæðaburði — í- burðurinn þó nokkuð stundum mikill — og þær kunna að klæða sig þannig, að maður tekur bara eftir því, sem þær hafa fallegt til að bera, en gleymir göllunum. En skrifi maður um Banda- ríkjakonur, má ekki gleyma þeim eiginleikanum, sem fall- egastur er í fari þeirra: Þær tala ekki illa hver um aðra! . . . Bíðið því augnablik, eg er ekki að halda því fram, að “kettir” finnist ekki meðal kvenfólks hér, ef út í það er farið, en eg held því fram, að þegar Norð- urálfukonan dœmir, þá afsakar Bandaríkjakonan ... þegar öllu er á botninn hvolft held eg, að Bandaríkjakonan sé vel þess verð, að tekið sé ofan fyrir henni. Rannveig Schmidt Eftirfarandi meðlimir stúkn- anna Heklu og Skuld eru í vali fyrir fulltrúanefnd Ice- landic Good Templars of Win- nipeg, fyrir næsta ár. Fer kosningin fram fimtudagskv. 6. febrúar 1941, frá kl. 8 til 10 e. h. Meðlimir eru ámintir um að fjölmenna á fundinn. Bardal, Mrs. A. S. Beck, J. Th. Bjarnason, G. M. Eggertsson, Ásbj. Eydal, S. Finnbogason, C. H. Hallson, G. E. Isfeld, H. Jóhannsson, Mrs. G. Magnússon, Mrs. Vala Sigurðsson, Eyvindur Skaftfeld, H. Þarfnastu fjár? PRIVAT LAN ER SVARIÐ. Þér getið samið um lán við félag vort sé fyrirtæki yðar nokkurs vert, greitt það til baka mánaðarlega. Vextir eru lægri hjá oss en nokkrum öðrum í Win- nipeg, þar sem við höfum starfað í 20 ár. Komið, símið eða skrífið oss. Commercial Securities CORP. LTD. C. H. McFadyen, stjórnandi 382 Main St. Sími 93 444 ÍSLANDS-FRÉTTIR KENNIR ÝMSRA GRASA III. Framh. Síðan eg mintist í Heims- kringlu á óhróðurinn um Is- land í ritinu “Time”, hefir hon- um verið svarað rækilega af fimm íslendingum að minsta kosti; hafa þeir gert það hver öðrum betur. Nú er eftir að vita hverju þeir góðu herrar svara sem blaðinu stjórna. Það er í fleiru en því, sem um Island er ritað, sem nú á tímum Einn þingmaðurinn á Englandi sagði fyrir skömmu: “Vér vit- um ó móti hverju vér erum að berjast; vér berjumst á móti þeirri djöfullegustu einræðis- og ofbeldisstefnu, sem mann- kynið hefir nokkrar sögur af. En vér viljúm einnig fá að vita fyrir hverju vér berjumst. Oss er það ekki nóg að berjast fyrir því sem vér hingað til höfum gert oss gott af; vér krefjumst meira.” En eg var að tala um ísland. Kemur þetta nokkuð íslandi við? Já, sannarlega. Svo er nú högum háttað að öll heims- mál koma íslandi við. Enginn þarf að láta sér detta í hug að Island sofi á kodda hugsunar- og athafnaleysis þegar stríðinu er lokið, og horfi þokudimmum augum á umheiminn önnum kafinn við stórstígar breyting- ar — nema því að eins að bless- að gamla landið okkar með öll sín börn af einhverjum slysum lendi í einhverjum þeim helj- argreipum sem það geti ekki hreyft sig í. En vér trúum því að “Guð vors lands” sé mátt- Frh. frá 1. bls. heimsveldisins nú á einhverj- um mestu alvörutimum þess. Um Winston Churchill hefir jafnan staðið mikill styr og fer- ill hans hinn æfintýralegasti. Ármann Halldórsson hefir þýtt bókina ágætlega, en út- gefandi er Víkingsprent h. f. —Alþbl. 19. nóv. * * * Eignarnóm ó landi undir flugvöll Reykjavíkur I fyrradag voru gefin út bráðabirgðalög um að heimila ríkisstjórninni að taka eignar- námi land það suður að Skerja- firði, sem ætlað er fyrir flug- völl Reykjavíkur. Hafði lengi staðið til að byggja þarna flugvöll. 1 októ- ber s. 1. hófu Bretar fram- kvæmdir á þessu landi og þótti því ríkisstjórninni nauðsynlegt, að landið yrði ríkiseign áður en þær framkvæmdir væru um garð gengnar. Dómarar Hæstaréttar og tveir menn, sem Hæstiréttur tilnefnir, eiga að meta landið til eignarnáms. * * * Bretar taka hlutfallslega þótt í viöhaldi vegonna Undanfarið hafa staðið yfir umræður milli ríkisstjórnar- innar og breska setuliðsins um að Bretar taki þátt í viðhaldi kennir margra grasa. Aðal ugri en svo að þannig geti far- hugsun allra snýst vitanlega ið. um stríðið og hörmungar þess, Hvert er þá útlitið með fram- en nú er þó svo komið að ná- fið islands? Eftir öllum líkum lega allir, sem á annað borð hugsa nokkuð, viðurkenna það hreinskilnislega, að ekki sé nóg að vinna stríðið, heldur verði fyrirkomulagið í sjálfum lýð- stjórnarrikjunum að breytast; raddir ýmsra merkra og leið- andi manna í öllum löndum hjá öllum þjóðum eða þjóðbrotum, j að dæma er framtíð landsins og þjóðarinnar algerlega undir því komin hvernig fólkið hagar sér ef svo hversdagslega mætti að orði komast um jafn alvöru- þrungið mál. Fjórmólin Erfiðasta viðfangsefni Is- meira að segja í öllum flokkum ]an(is hefir æfinlega verið fá- og félögum, hafa gerst hávær- tæktin — eins og reyndar víða ari í seinni tíð með kröfur um annarsstaðar. Á síðari árum það að opinberlega sé því lýst hefir þó breytt vinnuaðferð og yfir af stjórnarvöldunum að auhin þekking til framleiðslu ekki einungis séu breytingar bætt úr fatæktinni tii stórra nauðsynlegar heldur einnig er muna> Eins og allar aðrar þess krafist að fólkinu sé skýrt þjóðir hefir Island safnað frá því afdráttarlaust hverjar skuidum sem óhjákvæmilegar breytingarnar eigi að verða, voru til þes að hrinda aleiðis þegar lýðræðishliðin hafi unn- hinum miklu framförum, sem ið- Háværastar hafa þessar þar hafa átt sér stað á síðari raddir þó orðið á Englandi. úrum, En skuldir við útlönd Menn virðast yfirleitt vilja fá með háum vöxtum er þungur að vita það að hverju sé að drosull með alvarlegum afleið- hverfa heima fyrir þegar búið ingum. Eins fámenn þjóð og sé að vinna óvininn erlendis. lslendingar> sem skuldar er. Þeir segjast ekki gera sig á- lendis tugi rnhjóna, er svo kyr- nægða með það að koma heim sett af háböndum og hnapp- aftur að sömu kjörum og þeir heldum að hún kemst hvergi. hurfu frá; það er að segja:; En á meðan enski herinn er nauðungar, vinnuleysi og sult-, þar j landi og nægUr er mark- arlíf á sveitinni. Þeir muna aður fyrir allar vörur með háu eftir því að þetta var fyrlr- Verði, fær þjóðin í heild sinni komulagið og þeir heimta; og einstaklingar hennar svo breytingar á þvi. Eg var að mikig fe í hendur ’að skamt enda við að lesa ræðu í ritinu j verður þess að bíða að allar “Life”. Það er útvarpsræða skuldir verði greiddar, ef vel sem Joseph P. Kennedy flutti viturlega er á haldið og nýlega. Hann er fyrverandi meg farig. fulltrúi Bandaríkjanna á Bret- landi. Hann tekur það skýrt fram í þessari ræðu, að Eng- land hafi ekki lýst yfir stefnu Að loknu stríðinu verða flestar aðrar þjóðir í óbotnandi skuldum; en ef vel lætur og ekkert verður Islands ógæfu sinni að stríðinu unnu. Hann að Vopni, mætti svo fara að Is- telur það eina sterkustu ástæð- una fyrir því að Bandaríkin vega hér í hlutfalli við notkun eigi ekki að fara í stríðið. þeirra á vegunum, og hefir nú samkomulag náðst. Margir þeirra, sem um þetta rita, halda því fram að ákveð- Er samkomulagið á þá leið, in, yfirlýst stefna, sem lýðveld- að Bretar hafa lofað að taka islöndin ætli að fylgja eftir þátt í viðhaldskostnaði vega í unnin sigur mundi örfa, styrkja réttu hlutfalli við Islendinga, og fullkomna áhuga og atorku miðað við notkunina á vegun- manna í öllum stríðsathöfnum. lendingurinn gæti sagt eins og Einar Benediktsson kemst að orði í þýðingu sinni á kvæði Longfellows, “Smiðurinn”: “Hann horfir djarft á hvern sem er; hjá honum á enginn neitt.” Framh. Sig. Júl. Jóhannesson

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.