Heimskringla


Heimskringla - 05.03.1941, Qupperneq 2

Heimskringla - 05.03.1941, Qupperneq 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 5. MARZ 1941 RÆÐ A ílutt við setningu 22. ársþings Þjóðrœknisfélagsins af Dr. Richard Beck forseta félagsins. Framh. Frœðslumál Félagið hefir haldið uppi hin- um venjulega Laugardagsskóla í íslenzku hér í borg, við all- mikla aðsókn, en færri hafa þó notfært sér skólann en ætla mætti og æskilegt væri. Séra Rúnólfur Marteinsson, sem ver- ið hafði skólastjóri Laugar- dagsskólans árum saman, lét af kenslu þar á þessu ári, og -vil eg fyrir hönd félagsins þakka honum langt og ágætt starf við skólann. Jafnframt vil eg tjá þeim konunum, sem annast hafa kensluna í ár, þakkir fé- lagsins fyrir prýðilega unnið. starf, en þær eru: Mrs. Hólm- friður Daníelsson, Mrs. Einar P. Jónsson, Mrs. Frank Mag- nússon og Mrs. S. E. Sigurðs- son. Hafa þær tvær hinar fyrst- nefndu veitt skólanum for- stöðu. Ásmundur P. Jóhannsson hefir eins og hans er vandi sýnt hinn þa&karverðasta áhuga fyrir starfi skólans; einnig hef- ir Bergthor E. Johnson stutt að starfi hans. Deildir félagsins hafa sumarhverjar haldið uppi íslenzku-kenslu, sem tugir barna og unglinga hafa haft not af, t. d. deildirnar í River- ton, Árborg og deildin í N. Dak. Er slík kensla hið ákjósanleg- asta vigfangsefni fyrir deildir félagsins og réttlæta þær fylli- lega með henni tilveru sína, þó engu öðru væri til að dreifa. í tilefni af athyglisverðu er- indi, sem ein af kenslukonun- um við Laugardagsskólann hér í Winnipeg, Mrs. Einar P. Jóns- son, flutti á fundi deildarinnar “Frón” um íslenzku-kenslu barna á heimilunum, mæltist forseti bréflega til samvinnu við kvenfélögin íslenzku um það mál. Var bréf hans lesið og rætt á ársþingi sambands kvenfélaga beggja hinna ís- lenzku kirkjufélaga og hlaut góðar undirtektir. Er áreiðan- lega stefnt í rétta átt með þeirri samvinnu viðleitni. Samvinnumál við ísland Þó að heimsstyrjöldin og hennar mörgu fylgjur séu þar nokkur þrándur í götu, er meðjþannið ýmsum hætti unnið að auknum kynnum og samstarfi milli Is- lendinga austan hafs og vestan. Gott dæmi þess er þátttaka félags vors og íslendinga í landi hér í Islandssýningunni í New York, sem nýlega var lok- ið. Ráðstöfun afsteypunnar af Leifsstyttunni, er sýnd var í sambandi við sýninguna og komið var upp með fjársöfnun meðal íslendinga hérlendis, er í höndum nefndar þeirrar, sem þingið fól það mál í fyrra. Gerir hún grein fyrir starfi sínu, ef þurfa þykir. Tveir af stjórnarnefndar- mönnum, þeir Ásmundur P. Jó- hannsson og Árni Eggertson og konur þeirra, dvöldu um skeið á Islandi á liðnu sumri sem gestir Eimskipafélags Islands; fluttu þeir kveðjur félags vors við ýms tækifæri heima og höfðu með höndum erindis- rekstur af hálfu þess. Tveir aðrir mætir félagsmenn, þeir Gunnar Björnson í Minneapolis og Soffonías Thorkelsson, dvöldu samtímis á Islandi. — Voru þau Björnson og kona hans gestir Þjóðræknisfélags- ins þar og flutti hann aðalræð- una á Vestmannadeginum. — Soffonías, er unnið hefir meðal annars að útgáfu Sögu íslend- inga í Vesturheimi, dvelur enn á fslandi. Fyrir hönd félagsins sendi forseti Háskóla íslands sam- fagnaðarkveðjur í tilefni af vígslu hins nýja og glæsilega háskólahúss í júni s. 1.; barst félaginu einkar hlýlegt þakkar- bréf frá rektir Háskólans, dr. Alexander Jóhannssyni. Félag- ið sendi einnig með simskeyti svohljóðandi nýárskveðju til Ríkisútvarpsins í Reykjavík: Þjóðræknisfélagið sendir Is- lendingum hugheilar nýárs- kveðjur.” Var kveðju þessari víðvarpað til íslenzku þjóðar- innar. ÞAÐ LÆKKAR SKATTA! GRÓÐI CITY HYDRO 1940 *4*7,5763s var hinn mesti í sögu kerfisins. Sú góða útkoma er góð frétt fyrir skattskylda Winnipegbúa. þvl s377,00000 af þessum gróða. hafa verið greiddir í bœjar- sjóð. Með því hefir fjárhagur bœjarins verið bœttur og hœgt að komast hjá auknum skött- um. Þetta sannar betur en nokkuð annað yðar eigin hag af að nota City Hydro orku á heimili yðar og I viðskiftahúsinu. City Hydr ER YÐAR — NOTIÐ ÞA Þess var getið í síðustu árs- skýrslu forseta, að Þjóðræknis- félag til samvinnu við oss hefði verið stofnað á Islandi 1. des. 1939. 1 nýútkomnu bréfi frá stjórnarnefnd félagsins er skýrt frá markmiði þess: “Félagið var stofnað í þeim tilgangi, að efla menning- arsamband íslendinga austan og vestan hafs, að annast mót- töku Vestur-lslendinga, sem heimsækja okkur, að stuðla að Amerikuferðum okkar heima- manna til viðkynningar og fyr- irlestrahalds, að gangast fyrir árlegum Vestmannadegi og yfirleitt að efla bræðralagið með hverju því móti, sem auð- ið er.” Hefir Vestmannadagur verið haldinn tvö síðastliðin ár undir umsjón félagsins; einnig voru þau Gunnar *Björnson og kona hans gestir þess á liðnu sumri, eins og fyr getur. Fleira vinn- ur félagið oss til þarfa. Það hefir átt þátt í að afla kaup- enda fyrir Sögu Vestur-lslend- inga. Er þess minst hér með verðugu þakklæti. önnur sam- vinnumál hefir félagið einnig með höndum. Niðurlagsorð bréfsins eru svo tímabær og svo beint til vor töluð, að eg tek þau upp í heild sinni: “Aldrei hefir verið ríkari þörf á samstarfi allra íslendinga en nú. Við fundum það átakan- lega 1. des 1939, þegar félag okkar var stofnað, að hin and- lega menning smáþjóðanna er í hættu. Þann dag var ráðist á Finna ,þá Norðurlandaþjóðina, sem fékk sjálfstæði sitt um líkt leyti og við Islendingar. Við höfum skilið það betur með hverjum degi síðan, að örlög ýðræðisþjóðanna eru okkar ör- lög. Við sendum ykkur bróður- kveðjur og óskum, að íslenzkt þjóðerni og íslenzk þjóðrækni megi eflast að sama skapi og hætturnar hafa aukist.” I stjórn félagsins voru, er bréfið var ritað, Jónéis Jónsson alþingismaður, formaður, Ás geir Ásgeirsson bankastjóri og Valtýr Stefánsson ritstjóri. Nú- verandi formaður er Árni G Eylands. En að baki þeim stendur stór og vaxandi hópur áhugasamra manna og kvenna um aukna samvinnu við oss. 1 íslenzku vikublöðunum hér hefir verið skýrt frá manna- skiftum þeim, sem nýlega urðu í aðalræðismannsstöðinni ís- lenzku hér vestan hafs. Vil- hjálmur Þór framkvæmdar- stjóri hvarf heim til Islands, en við starfinu tók Thor Thors al- þingismaður. Vitum vér, að vér megum vænta sömu sam- vinnu um þjóðræknismál vor af hálfu hins síðarnefnda og vér áttum að fagna frá hinum fyr- nefnda. Þá er þess að minnast, að nú dvelur hér vestra, við fram- haldsnám og ritstörf á Colum- bia-háskólanum í New York, Steingrímur kennari Arason, einn af allra ágætustu formæl- endum vorum á íslandi. Var þess getið í ársskýrslunni fyrra, að komist hefði til tals, að hann kæmi vestur hingað til barnakenslu og fyrirlestra- halds á vegum Þjóðræknisfé- lagsins; en styrjöldin varð þar þröskuldur á vegi. Mun stjórn- arnefndin, hinsvegar, ef þess er kostur, reyna að notfæra sér komu Steingríms á einhvern hátt; eigi skulu þó neinar fals- vonir gefnar hvað það snertir. Allmargt námsfólk af Islandi stundar einnig nám við háskóla vestan hafs á þessu ári. Er oss það sérstakt ánægjuefni, að tveir efnismenn úr hópi þessa námsfólks flytja ræður á sam- '"ium í sambandi við Þjóð- '•”;sbingið, þeir Þórhallur ■’^eirsson, er framhaldsnám ' við ríkisháskólann í ■r!->rir,S(-)ta, og Dr. Friðgeir Óla- '"r ásamt konu sinni dvelur í Winnipeg við sérnám í lækn- isfræði. Auk þeirra eru hér við nám á Manitoba-háskóla þau Ragnhildur Þorsteinsson, Bragi Freymóðsson og Jóhannes Bjarnason, styrkþegi Canada- sjóðs. Síðast en ekki sízt er oss ís- lendingum á þessum slóðum það mikið tilhlökkunarefni, að hér lætur nú til sín heyra bráð- lega hin víðkunna íslenzka söngkona, ungfrú María Mark- an, sem getið hefir sér frægð- arorð víða um lönd. Annast stjórnarnefnd Þjóðræknisfé- lagsins undirbúning söngsam- komu hennar, með aðstoð G. L. Jóhannson ræðismanns, sem verið hefir nefndinni hjálplegur á ýmsan hátt. Saga íslendinga í Vesturheimi Skýrt var ítarlega frá til- drögum þessa máls og fram- gangi þess á síðasta þingi. Síð- an hefir svo langt þokast í átt- ina, að út er komið fyrsta bindi sögunnar. Hefir það þegar vakið mikla athygli beggja megin hafsins, en hlotið all- misjafna dóma. Munu þó flestir viðurkenna, að merkilegt spor hafi stigið verið, er hafist var handa um útgáfu sögu Islend- inga í landi hér. Mál þetta hef- ir einnig fengið stuðning hinna ágætustu manna heima á ís- landi, eins og að framan var vikið að. Ætti það út af fyrir sig að vera hvatning fyrir oss um að halda verkinu áfram og vanda til þess sem allra mest; annað tel eg oss til vansæmdar. Ræði eg það mál svo eigi frek- ar að sinna, því að nefnd sú, er það hefir með höndum, mun leggja fram skýrslu um gerðir sínar. Aðrar nefndir, sem gera munu grein fyrir starfi sínu, eru: minjasafns-nefndin, nefnd sú, er safna skal þjóðrœknis- legum fróðleik (sögnum, söngv- um og kvæðum), rithöfundar- sjóðs-nefndin og nefnd sú, er endurskoða skyldi 21. grein fé- lagslaganna. "1 John S. Brooks Limited DUNVILLE, Ontario, Canada MANUFACTURERS OF GILL NETTING Okkar net eru búin til úr beztu tegund af hör tvinna og “Sea Island Cotton” Þér megið treysta bœði vörugœðum og verði Allar pantanir fljótt og ábyggilega afgreiddar. Captain M. R. Janes, Leland Hotel, Winnipeg Umboðsmaður fyrir Manitoba, Saskatchewan og Alberta Útgáfumál nmarit félagsins er full- prentað og verður venju sam- kvæmt útbýtt á þinginu. Vara- forseti Gísli Jónsson er ritstjór- inn ,og má fyllilega vænta þess, að ritið verði í höndum hans bæði vandað og fjölbreytt að innihaldi. Er ritstjórnarstarf þetta mikilsvægur þáttur í starfsemi félagsins og að sama skapi þakkarvert. Fyrir ein- róma áskorun stjórnarnefndar tókst Ásmundur P. Jóhannson á hendur að safna auglýsingum fyrir Tímaritið; hefir hann gengið að því verki með al- kunnum dugnaði sínum og orð- ið ágætlega ágengt. Síðasta þing fól stjórnar- nefndinni að gefa út barnablað- ið Baldursbrá, en þegar til kom, urðu kaupendur blaðsins svo fáir, að nefndin sá sér ekki fært að halda áfram útgáfunni bráðina, og var nefndarmönn- um mjög óljúft að taka þá á- kvörðun. Hins vegar eru mikl- ar birgðir eldri árganga ritsins fyrir hendi. Gefst mönnum tækifæri til að ræða það mál, er útgáfumálin koma á dag- skrá. Jóns Bjarnasonar skóli Eins og fólk vort veit, hætti Jóns Bjarnasonar. skóli kenslu á síðastliðnu ári. Var þá skólahús hans til sölu við mjög sanngjörnu verði. Þótti stjórn- arnefnd Þjóðræknisfélagsins miður fara, ef hús þessarar einu íslenzku mentastofnunar vestan hafs lenti í höndum ann- ara þjóða manna. Réðst nefnd- in því í að kaupa skólahúsið fyrir félagsins hönd, með það fyrir augum, að húsið gæti að einhverju leyti orðið skjól starfsemi félagsins og að svo mætti um hnútana búa, að það yrði félaginu nokkur tekjulind. Vinnur nefnd sú, er stjórnar- nenfdin fól húsmál þetta, að úr- lausn þess og mun greiðlega á sínum tíma svara fyrirspurn- um um það á þinginu. Um fjár- hag félagsins í heild sinni næg- ir að vísa til upplýsinga í prent- uðum skýrslum þeirra féhirðis Árna Eggertson, fjármálaritara Guðmanns Levy og skjalavarð- ar Ólafs Pétursson. ▲ Þrátt fyrir erfiðleika yfir- standandi tíðar, mun því mega segja, að félagið hafi haldið vel í horfinu á árinu. Skýrslur fjármálaritara munu sýna, að félagatalið hefir aukist, bæði í aðalfélaginu og í ýmsum deild- anna. En í útbreiðslumálinu • er þörf stöðugrar árvekni, ef fé- lagið á eigi að ganga saman. Enn standa of margir Islend- ingar utan þess, þó að skiln- ingur á starfi þess fari vaxandi. Einkum skyldi alt kapp lagt á það, að ná til yngra fólksins Jafnhliða skal þess þó þakk- samlega minst, að deild Yngri íslendinga í Winnipeg starfar með miklu f jöri og eykur stöð- ugt við sig félögum. Hitt má aldrei gleymast, að framtíð fé- lagsskapar vors til langframa hvílir á herðum yngri kynslóð- arinnar. Þjóðræknismálið er mál allra Islendinga í landi hér, og sú hugsjón, sem vér megum aldrei missa sjónar á, er að sameina sem allra flesta Islendinga um það mál. Það verður ekki gert með því að ganga uppgjafar- stefnunni (defeatism) á hönd og halda líkræður yfir sjálfum sér. Virk framtíðartrú er það eina, sem flytur nokkurn mál- stað fram til sigurs. Þá trú hefi eg reynt að boða og mun halda áfram að boða framvegis í þjóð- ræknismálum vorum. I djarfmæltu kvæði sínu “Frelsi” er hann orti í tilefni af 20 ára afmæli fullveldis íslands fyrir tveim árum síðan, komst Jón skáld Magnússon svo að orði: þurfi vora þjóðræknislegu lík- kistu. En það er undir oss sjálfum komið, áhuga vorum, fórnfýsi, trúmensku við góðan málstað og sjálfa oss. Þá hugsun hefir Jón Magnús- son klætt í minnistæðan bún- ing í kvæði sínu “Vorar samt,” er endurprentað hefir verið hér vestra: “Við því búinn vertu sjálfur: vorið fer um lönd og álfur. Klakans þunga bráðnar blý. Þó að myrkvist himinn hálfur, hann mun bjartur verða á ný, ef þú sjálfur eldinn geymir, engri þinni skyldu gleymir. Alt er komið undir því. I anda þeirrar framtíðartrú- ar og þeirrar eggjunar til dáða býð eg yður hjartanlega vel- komin á 22. þing Þjóðræknisfé- lagsins. Megi það verða oss sem ánægjulegast, því að skrif- að stendur, “vér, Islands börn, vér erum vart of kát”; en um annað fram, megi þingstörfin fara oss svo úr hendi, að sæmd- arauki sé að, gagn og gróði oss og þjóðstofni vorum. HÉR ER ENGINN ÍSLENDINGUR Smásaga eftir Jódísi Sigurðsson “Reynslan sára veri okkur vígi. Vandinn fram til nýrra dáða knýi. íinni fylking tengist sál við sál. —Litla þjóð, sem átt í vök að verjast, vertu ei við sjálfa þig að berj- ast. Stattu saman heil um heilög mál.” Þó að þessi sameiningar-boð- skapur hins snjalla skálds sé sérstaklega stílaður til heima- þjóðar vorrar á örlagaríkum tímamótum hennar, á sú lög- eggjan, sem í þessum ljóðlínum felst, einnig erindi til vor Is- lendinga í landi hér. 1 félags- málum vorum eigum vér um margt í vök að verjast, við ramman reip að draga; sæmir oss því, að forðast sem mest alt það, er vekur óþarfa sundrung, og standa saman heilir um heilög mál,” eins og skáldið orðar það. Og hiklaust myndi hann telja varðveizlu vorra andlegu erfða í flokki þeirra mála. Takist oss að skipa oss sem fastast um þau mál, minn- ugir þess, að “manndómsskyld- an þung á öllum er,” mun þess enn langt að bíða, að smíða Árni og Halldór mættust af hendingu norðarlega á aðal- götu Winnipeg-borgar. Þeir höfðu ekki séðst í tíu ár. Fyrir tuttugu árum síðan, höfðu þeir unnið saman í Win- nipeg, — og voru þá góðir kunningjar. Margt breytist á tuttugu ár- um. Halldór hafði gifst og gerst bóndi. Hann var útitekinn, sællegur méð svartar, þykkar augabrýr og svart hár. Árni hafði ekki gifst, en lengst af dvalið í bænum. Hann var fölur og toginleitur í and- liti, gráhærður og tekinn til augnanna. Það varð fagnaðarfundur með gömlu kunningjunum, og þegar þeir höfðu spurt hvorn annan helstu frétta, bauð Árni Halldóri inn í kaffisöluhús upp á kaffi. Halldór, sem ekki var vanur hörðum gangstéttum bæjanna, og var bæði sárfættur og göngumóður, þáði boðið þakk- samlega. Þeir gengu inn í snoturt kaffisöluhús, og settust við lít- ið tveggja manna borð. “Hér getum við spjallað ís- lenzku, fullum hálsi,” sagði Árni og rendi augunum yfir þá, sem inni voru. “Hér er enginn íslendingur.” “Ertu viss um það?” sagði Haldór. “Eru ekki íslendingar alstaðar hér í Winnipeg?” “ónei,” sagði Árni, “við erum norður úr allri íslenzkri bygð hér.” “Einmitt það. Hann er þó fslendingslegur Ijóshærði mað- urinn á hægri hlið okkar,” opo-Aí Halldór. “iMV»i, hann er ekki íslending- ”r er Svji ” sagði Árni. “W,n er skolli lagleg stúlkan sem situr við næsta borð á móti nkknr. en hún er Gyðingur.”

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.