Heimskringla - 05.03.1941, Blaðsíða 6

Heimskringla - 05.03.1941, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA «S»aiiitiiiHiiianiiiiiniimiiiuiHiiiic]iiiMiiiiiiic]iiiiiiiiiHic3MiiiiiiiiiiC3iiiiiiiiiiiic3iiiiiniimc3iiiiMiii;g I_________ j Æfintýri ritarans | ^IIIIIIIIIIC]llllllllilllC]IIIIIIUIIIIC]llllllllllimilllllllllllC]IIIIIIIIIIUC3IIIMMIIIIIC3IIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIiniC4> “Evans spurði mig að því, hvað Mr. Carr gerði,” sagði Babs við Chawles. Eg varð að játa að um það hefi eg ekld neina hugmynd.” “Hvaða rugl. Hann er, hvað kallar mað- ur það nú — umboðsmaður. Virðist vera á- hrifamikill maður„vinnur inn mikla peninga,” svaraði Chawles og settist í tágastólinn á ný. “Er það svo,” sagði Stanning og var mik- ill undrunarsvipur á honum. Þau lifa samt mjög óbrotnu lífi og kyrlátu. Ykkur finst eg kannske forvitinn,” bætti hann við eins og til að afsaka sig. “En mann langar til að vita um fólkið, þar sem maður ætlar að setj- * ast að og þið ættuð að vita um þetta.” “Já,” svaraði Stuart, sem var læknis- sonur, “eg hefi heyrt föður minn segja, að Carr gangi ágætlega. Eg veit að hann gaf dóttur sinni fimm þúsund pund í heiman- mund, er hún gifti sig í fyrra. Og hann er eins og eg sagði áhrifamikill. Basil er mjög efnilegur og gáfaður maður, en eg þekki unga og gáfaða menn tugum saman, sem ekki gætu fengið vinnu þótt þeir ættu líf sitt að leysa. En strax og Basil var orðinn nógu gamall hafði faðir hans stöðu handa honum, sem hann gat tekið strax.” “Það er bara verst að hann er erlendis,” stundi Babs. “Því þá það?” spurði Chawles. “Hvar í heiminum er minna tækifæri að komast á- fram en í Englandi og ef eg ætti ekki von á að taka við læknisumdæmi míns kæra föður, væri eg farinn út í heiminn fyrir löngu siðan.” “Það er alveg með Alfrey eins og Basil,” sagði Barbara og hvarf aftur að hinu fyrra umræðuefni. Hún var látin fara auminginn, frá Hanscombes er þeir færðu saman kví- arnar, og maður hefði búist við að ómögulegt yrði fyrir hana að fá vinnu aftur eins og tímarnir eru, en innan viku hefir Mr. Carr útvegað henni stöðu.” “Eg heyrði hana segja að hún byrjaði á morgun í nýja staðnum. Vitið þér hvar?” spurði Stanning, og sló pípunni sinni við skósólann til að ná öskunni úr henni. “Hjá Guntersteds,” svaraði Barbara strax. “Það er stóra verzlunarfélagið í Black- friars eins og þú veist.” Stanning þagði um hríð, en þau sem með honum voru tóku ekkert eftir því, vegna þess að einhver kunningja stúlka þeirra kom að í þessu, og spurði hvort að þau vildu spila við hana tennis þá um kvöldið. Þar sem Stanning sá að Barbara ætlaði að segja já, bjóst hann við að stúlkan væri vel fær í þessari íþrótt og lézt albúinn að taka þessu boði. En þegar hann hjálpaði Barböru til að rísa á fætur úr lága stólnum spurði hann: “Hvaða atvinnu getur ung stúlka eins og Miss Carr fengið hjá Guntersteds? Veistu það?” “Já, auðvitað. Hún á að verða einka- ritari hjá eigandanum.” “Ekki nema það þó,” tautaði Stanning svo lágt að hin heyrðu það ekki. En þegar hann og Stuart fóru til að hengja upp hatt- ana sína spurði hann Stanning: “Heyrðu mér. Hvaða verzlunarfélag er þetta Guntersteds eiginlega? Þeir hafa mörg flutningasskip auk margs annars,” svaraði Stanning eins og annars hugar. “Og eg verð að játa að Mr. Carr hlýtur að vera afar áhrifa- mikill á vissum sviðum, fyrst hann getur út- vegað dóttur sinni þvílíka stöðu, en . . .” “En heldur þú ekki að ef Alf fengi bara að tala við hlutaðeigandann sæi hún sjálf fyrir hinu af vandanum?” spurði Chawles. “Eg veit að kæmi hún til mín og bæði mig um stöðu, þá fengi hún hana fyrir hálft orð.” “Já, hún lítur út fyrir að vera mjög hæf. Hún er ágæt að leika tennis, alveg framúr- skarandi,” svaraði Stanning fúslega. “Já, það er hún.” “En,” sagði Stanning um leið og hann bretti upp skyrtuermunum og gekk niður flötinn — “hefði hún verið dóttir mín, er eg ekki alveg viss um að eg hefði felt mig við, að hún hefði haft þá vinnu, sem hún hefir nú.” Nú fóru þær Barbara og Kathleen Green, stúlkan sem ætlaði að leika með þeim, að tala saman um hvaða flöt þau ættu að velja, og Chawles fékk því tima til að spyrja: “Af hverju segir þú það Evans?” “Já af því . . .” Stanning þagnaði eins og hann hikaði við að segja það, sem honum bjó í brjósti. “Já, vegna þess að þar er svolítið of mikið af djöflinum, heiminum og voru holdi. Þvílík stórverzlun, sem er heill heimur í smáum stíl. Og mér finst Miss Carr minna mig á garðinn hennar. Úti undir berum himni vaxa sterk og þróttmikil blóm. Með því á eg við, að mér virðist hún sjálfstæð og frjálsleg og svo framvegis.” “öll Carr fjölskyldan er heilbrigt og eðli- legt fólk í háttum sínum. Það er ekki tauga- veiklað eins og svo margir á vorum tímum,” svaraði Chawles mjög innilega og Stanning svaraði því á viðeigandi hátt. En Alfrey hafði flýtt sér heim, þótt henni væri það alt annað en ljúft, kom henni samt aldrei til hugar að þetta væri ranglátt gagnvart sér, að hún væri þannig neydd til að hverfa frá vinum sínum til að elda mið- dagsmatinn fyrir hann föður sinn.” Hún hafði sjálf lykil að framdyrunum og opnaði þær og raulaði um leið f jörugt lag, en það var venjan, að ef einhver af fjölskyld- unni var heima, þá tóku þeir undir lagið. En nú svaraði enginn, og hún litaðist um. Hattur og stafur föður hennar voru ekki í forstof- unni. Hún hljóp inn í herbergið hans og sá að það var tómt. Vínflaskan hafði ekki verið tekin út, en þegar hún kom út í eldhúsið, sá hún að þeir höfðu fengið sér te. Er hún kom aftur fram í forstofuna, sá hún samanbrotinn miða. Það var skrifað utan á hann til móður hennar, og af því áleit hún að faðir sinn mundi ekki koma heim til miðdegisverðar. Hún þurfti því hvorki að elda kálfskjötið né asparagus. Móðir hennar kom ekki heim fyr en eftir klukkan tíu, Alfrey óskaði með sér, að hún hefði ekki farið svona fljótt heim. Það var köld lambakjötssteik í búrinu og það var nóg. Hún var dálítið gröm vlð föður sinn, rétt sem snöggvast og fanst að hann hefði þó getað sagt henni að minsta kosti að hann kæmi ekki heim til að borða, en svo skildist henni að hann hefði ekki vitað það fyrirfram. Ókunnugi maðurinn hefði sjálf- sagt lokkað hann með sér út. Og það var ekki í fyrsta sinnið að menn höfðu komið með böð eða kveðju til Mr. Carr, og hann hafði þotið í burtu án þess að segja hversvegna hann færi. Alfrey hugsaði með sér, að ef hún færi aftur til klúbbsins þá "var það sama sem að bjóða sjálfri sér til Daltons, sem langaði kannske ekkert til að taka á móti henni. Barbara átti tvær systur, sem léku ekki tennis og ef þeim Stanning og Chawles væri boðið þangað yrði henni ofaukið, þótt hún væri ekki beinlínis óvelkomin. Hún ákvað því að vera heima og hlúa að garðinum sínum áður en hún borðaði. Það þurfti að losa í kring um blómin, svo að þau gætu gróið. Einkum fanst henni að garðurinn fram að götunni þyrfti þess með. Hún setti því á sig mjög hárósótta svuntu, stakk garðskær- unum í vasann og tók með sér litla hrífu. Hún lá á hnjánum á möttu einni lítilli og vann í ákafa. “Nei, hvað sé eg Miss Carr?” sagði ein- hver fyrir utan hliðið. “Þetta eru Ijótu brögðin úr yður. Þér segist þurfa að flýta I yður til að elda matinn, og nú liggið þér hér á hnjánum og hvorki eldið né étið, heldur reitið upp illgresi. Ef þér haldið lengur áfram verðið þér að vinna í tunglsljósi.” Alfrey leit upp og hló. Evan Stanning stóð við hliðið. “Þér ættuð heldur að vorkenna mér, en I ávíta,” sagði hún ákveðin. “Pabbi gabbaði mig. Eg hljóp heim til að vera hjá honum, en þegar eg kom heim var fuglinn floginn. Er þetta ekki skammarlegt?” “Því er eg alveg samþykkur. En því komið þér ekki aftur til klúbbsins?” Hún ypti öxlum. “Það hefði litið út eins og eg ætlaði að sníkja mér miðdegisverð hjá öðrum, fanst mér. Og þegar eg þurfti ekki að reyna hús- móðurstörfin í eldhúsinu, fór eg út til að vinna svolítið til þarfa hérna í garðinum. Þess þurfti með og hefði átt að gerast fyrir löngu síðan, en eg hefi ekki haft tíma til þess fyr en nú.” Hún stóð á fætur og horfði á hann með hreinskilnislegu og greindarlegu augunum,' sem honum leist svo vel á. “Það er í raun og veru farið að dimma,” sagði hún. “Viljið þér ekki koma inn?” spurði hún blátt áfram. “Eruð þér aleinar?” spurði hann. “Já, það er eg. Og ef þér hafið ekkert sérstakt fyrir stafni, þá getið þér stytt mér stundir þangað til eg sæki mömmu á járn- brautarstöðina.” “Er það í raun og veru viðeigandi að eg komi inn? Eg vil ekki fyrir nokkurn mun verða til þess að fólk fari að slúðra um yður.” “Hvað eigið þér við? Eg þekki margar ungar stúlkur, sem búa einar, og aldrei hefi eg heyrt að þær geti ekki boðið karlmanni inn í íbúðir sínar. Það væri auma tilveran að mega ekki hitta kunningja sína. Henni þótti þessar mótbárur hans skop- legar, og hugsaði að hann gæti ekki verið einskur að öllu leyti. Hin fallegu dökku augu hans báru líka vott um suðrænt ætt- erni. Hann gekk inn um hliðið og tók garð- áhöldin. “Eg skal bera þetta þangað, sem það á að vera,” sagði hann. Þau gengu svo aftur fyrir húsið. “Hafið þér borðað?” spurði hún er þau komu að verkfæra byrginu aftast í garðinum, þar sem Syren runnarnir ilmuðu yndislega í hálfrökkrinu. “Nei,” svaraði hann hægt. “Mig langar mjög til að bjóða yður út til að borða með mér miðdegisverð. En eg óttaðist að hérna úti sé ómögulegt að fá neitt alminlegt með svo stuttum fyrirvara og . . .” “Auðvitað, það kemur einu sinni ekki til neinna mála. En ef þér getið gert yður á- nægðan með kalt kjöt, smjör og brauð og ost hérna úti í eldhúsinu, þá er yður velkomið að borða með mér. Þér skuluð bara ekki í- mynda yður að eg ætli að fara að elda kálfs- kjötið handa yður.” Hann hló lágt. “Væri ekki orðið svona framorðið gæti eg eldað mat handa yður. Þér vitið kannske ekki að eg er daglegur matreiðslumaður. En það er alveg satt. Einhvern góðan veðurdag skal eg elda mat handa yður, en í kvöld finst mér að ekkert sé eins ljúffengt og kalt kjöt úti í eldhúsinu, þar sem eg borða það með yður.” Hann lagði svo mikla áherslu á síðustu orðin, að Alfrey gat engu svarað, en hún mundi samt eftir þessu. Hingað til hafði hún ekki verið viss um hvort henni íéll Stanning vel eða ekki, en nú fór henni að finnast að sér mundi falla við hann. Það fór mikið eftir því hvernig hann kom fram er þau voru svona tvö ein. Veðrið hafði verið yndislegt um daginn en nú var farið að kólna. Það var mjög við- kunnanlegt í eldhúsinu er Alfrey hafði snúið á rafljósunum. Hún hafði strax og hún kom heim tekið af teborðinu og þvegið upp bollana og gert alt snyrtilegt. Eldurinn glóði í litlu stónni. Hún bauð gestinum sæti í einum tágar- stólnum, en í stað þess að þiggja það fór hann með henni að skáp sem diskarnir voru í og bar þá að borðiitu fyrir hana, Síðan fóru þau inn í búrið og sóttu kalda kjötið, brauðið, smjörið, ostinn, kartöflurnar og köku. Vatnið sauð nú á katlinum og hún bjó til kaffið meðan gesturinn lagði á borðið, sem blárósóttur dúkur var breiddur á. “Eg hefi aldrei séð svona skemtilegt borð,” sagði Stanning þegar þau settust að borðinu. “Bíðið þér bara við,” sagði Alfrey. “Eg mun gera yður forviða þegar þér hafið drukk- ið kaffið. Sjáið þessa niðursoðnu ávexti? Smakki þér á þeim. Þeir eru soðnir niður eftir fyrirsögn ömmu minnar. Hún hét Evelyn Alfrey og eg heiti í höfuðið á henni,” “Já, eg hugsaði að Alfrey væri gamalt nafn í fjölskyldunni, mér fellur það vel,” svaraði Evan. “Það var hentugt þegar eg gekk á skól- ann, vegna þess að tveir þriðju í skólanum hétu því ekki. Þegar kenslukonan kallaði á Elísabeth eða Önnu þá stóð meira en helm- ingurinn á fætur og svöruðu í einum rómi. En eg vissi aldrei hvort þér áttuð við nafnið eða niðursuðuna, er þér sögðuð að yður félli það vel.” Hann hló. “Það á við hvortveggja,” sagði hann með meiri glaðværð í rómnum en hún hafði fyr heyrt í rödd hans. “Það er ágætt,” svaraði hún. “Mér þykir vænt uin að þér eruð ekki alt of hátíðlegur. Mér þykir gamari af að hlægja.” “Já, þér takið lífið létt, er það ekki? Og samt verðið þér að vinna fyrir yður,” svaraði hann. “Það væri hræðilegt að fá ekki vinnu. Fái maður ekki vinnu er hætt við að maður verði letingi. Haldið þér það ekki?” “Það er eftir því hvernig maður er skapi farinn,” svaraði hann. “Eg fyrir mitt leyti yrði aldrei latur, það býr ekki í eðli mínu. Og ekki í yðar eðli heldur býst eg við. Eftir eitt eða tvö ár ætla eg að hætta að vinna — vinna fyrir fé á eg við — en eg býst ekki við að eg leggist í iðjuleysi fyrir það.” “Eg fer nú að verða forvitin. Hætta að vinna á yðar aldri! Mig langar til að spyrja hvernig þér ætlið að fara að því?” “Það er mjög einfalt. Eg hefi nóg til að lifa af, ef eg læt mér nægja að lifa óbrotnu lífi, og eftir nokkur ár hefi eg helmingi meira en eg hefi nú. Mig langar ekkert til að verða ríkur, en mig langar til að fá tíma til að lifa lífinu. En nú hefi eg verkefni með höndum, sem mér hefir verið falið af rikinu. Enginn sem er í þjónustu ríkisins getur gert sér von um að verða ríkur.” “Orðið rikur fer eftir því hvað maður skilur við það,” sagði unga stúlkan hugsandi. “Eg er eins og þér, mig langar ekki til að verða mjög rík. Því fylgja þungar hömlur.” “Munduð þér gera yður ánægða með skemtilegt heimili, útbúið öllum hugsanleg- um þægindum nútímans, garði, tennisvelli WINNIPEG, 5. MARZ 1941 og einum tveimur bifreiðum?” Hún fór að hlægja. “Eg er ánægð með það sem eg hef,” svar- aði hún með áherslu. Eg held að eg sé sköp- uð til að vinna. Nú kemur hið furðulega atriði; sitjið þér nú kyr og þá sjáið þér til. Hún fót úr í búrið og kom með ávaxtalög í glasi. Þetta bjó eg til áður en eg fór út í garðinn. Eg vona að yður falli ávaxtalögur?” Hann fullyrti að sér félli hann. I “Þetta er allra yndislegasta máltíð og gesturinn er hæðst ánægður. Nú verðið þér að leyfa mér að bjóða yður til miðdegisverðar inni í borginni einhvern daginn. Við borðum á einhverju matsöluhúsi í Soho. Langar yður til að koma?” “Já, það er áreiðanlegt. Borðum við á Krecian?” “Nei, Subassio. Ef þér hafið aldrei kom- ið þangað áður skal eg lofa yður því, að þér mætið þar ýmsum nýjungum. Við skulum fá okkur miðdegisverð þar sem ekkert einasta atriði er enskt.” “Það er einkennilegt að Englendingar skuli hafa svona leiðinlegan mat,” sagði hún hugsandi. “Að við getum étið soðið kál og soðnar kartöflur dag eftir dag, sannar skýrt hófsemi okkar í matreiðslunni að minsta kosti.” “Segið heldur að það sanni smekkleysi eða leti eða hvortveggja,” svaraði hann. — “Brezk matreiðslustúlka getur ekki látið mat- inn smakkast vel, það er of fyrirhafnarmik- ið.” “Já, það er satt. Það verðum við vör við síðan við fórum að elda hann sjálfar. En hér situm við og tölum um tóman mat þegar svo mörg önnur mikilsvarðandi málefni eru fyrir höndum.” “Komið þá með eitthvað annað. Eg sam- þykki hvað sem þér segið, en bið ekki um neitt annað en að fá að sitja hérna, drekka kaffið, reykja og segja hvað sem mér dettur í hug.” Þau héldu áfram að tala og gera að gamni sínu og tíminn leið óðfluga. Alfrey leit ekki á klukkuna fyr en Stanning spurði hana að hvort það væri satt, að hún ætti að verða einkaskrifari hjá Guntersted. “Afsakið að eg verð að hætta þessu masi nú,” sagði hún. “En eg verð að taka af borð- inu og snyrta til í eldhúsinu, því eftir svo- litla stund fer eg á móti mömmu á járn- brautastöðina.” 3. Kap.—Hjá Guntersted. “Eg fer með yður,” sagði Stanning og stóð á fætur. “Eg fer bara til stöðvarinnar með yður sem lífvörður. Höfum við ekki tíma til að þvo upp áður?” “Það þarf ekki,” svaraði Alfrey. “De- borah yrði móðguð ef eg gerði það. Eg set alt þetta dót saman og svo þvær hún það upp á morgun.” Hún gekk að litla speglingum á milli dyr- anna og lét á sig hattinn. “Þér spurðuð mig að því hvort eg ætti að verða einkaritari hjá Guntersted. Já, það er svo til ætlað — ef eg get það. Eg fer þangað til reynslu í fyrra málið.” “Eruð þér ein þeirra fáu stúlkna, sem geta skilið við heimilislíf sitt og starfslif?” spurði hann þegar þau fóru. “Eg á við hvort þér getið þagað um vinnu yðar. Því eg hugsa að þér þurfið að geyma talsvert mörg leynd- armál hjá Guntersted. Sumt af því, sem þar ber við, er víst ekki sem viðkunnanlegast.” “Ef það liggur í verkahring mínum verð eg víst að gera það,” svaraði hún þurlega. “Það eru til þúsundir kvenna, sem það gera, og kunna að þegja eins vel og þið mennirnir. Við förum á skóla og námsskeið og lærum það sem við þurfum, sjáið þér til.” “Eg ætti auðvitað að biðja yður fyrir- gefningar,” sagði hann hlægjandi. “Eg spurði svona vegna þess að þér virðist svo hreinskil- in, að minsta kosti finst mér það, að þér munuð segja henni mömmu yðar alt.” Alf svaraði mjög ákveðin: “Þér þekkið mig ekki. Annars eru karl- mennirnir hreint ekkert betri en stúlkurnar, þegar því er að skifta að geyma leyndarmál. Þetta byggist alt á lyndiseinkuninni, en ekki á kyninu. Við áttum einu sinni heima í bæ, þar sem læknirinn hafði það fyrir venju að segja konunni sinni alt um sjúklingana sína. Þessvegna tapaði hann þeim, þótt hann væri allra besti læknir. Það sem hann sagði komst brátt um alla bygðina.” “Það var konunni hans að kenna en ekki honum.” “Nei, hreint ekki. Hann hlaut að þekkja hana og vita að hún var slaðurskjóða.” “Jæja eg skal samþykkja það að .það sé rétt í þessu tilfelli, en annars finst mér að meginreglan ætti að vera sú að maðurinn ætti að segja konunni sinni alt. Það ætti að vera eins og hann segði sér það sjálfum.” “Vilduð þér hafa ritara, sem segði mann- inum sínum alt?” Hann hló.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.