Heimskringla - 05.03.1941, Síða 7

Heimskringla - 05.03.1941, Síða 7
WINNIPEG, 5. MARZ 1941 HEIMSKRINGLA 7. SIÐA ‘HVAÐ ER SANN- LEIKUR?” Samið af Mr. og Mrs. J. S. fró Kaldbak. Framh. Allir geta ímyndað sér, hví- líka hugarkvöl Kristur muni hafa liðið, að vera þannig hrak- inn frá sínu mikla hlutverki, á meðan hann var tiltölulega ungur að aldrei. Enginn vissi betur en hann, enginn hafði meiri skygni en hann, að sjá framí hinn ókomna tíma, hversu mikil þörf yrði á, að bróðurkærleikurinn, líknar- starfsemi, og miskunnsemi hvíldi þá á svo föstum grunni, að þau gætu ekki haggast í stormum komandi styrjalda og alþjóða böls. Hann var kom- inn vel á veg með að leggja þann grunn svo fastan að ekk- ert gæti haggað honum, á ótrú- lega stuttum tíma, en þá varð hann frá að hverfa á kvala- fylsta og hryggilegasta hátt. Eftir það varð hann að trúa öðrum fyrir sínu hlutverki, sem þó að dyggir væru, voru hvergi nærri eins færir um það eins og hann, því að eftir kross- festinguna var ekki viðlit fyrir hann að koma aftur opinber- lega fram á sjónarsviðið, eins og starf hans hafi áður útheimt að hann gerði. Hann tók því þann kostinn, að efla læri- sveina sína til framsóknar enn meir en áður, til þess að bæta upp þann hnekki, sem málefnið leið við að hann gat ekki leng- ur fyrir það starfað á sama hátt og áður. í fjörutíu daga, eftir kross- festinguna, var hann sem næst uppihaldslaust með lærisvein- unum — og þeim, sem nú skyldu flytja boðskapinn í hans stað, og tók á öllu til þess að miðla þeim af sínum mætti, til þeirra framtíðar starfs. 1 þess- um tilgangi komu þeir og hann saman, í lok þessara fjörutíu daga, alllangt fyrir utan Jerú- salem, á fáförnum stað. Enginn, sem var lærður í Essena bræðralaginu, var álit- inn fær til útbreiðslu starfsemi, nema að hann hefði dulmáttinn og dulvísindin á valdi sínu, (til lækninga o. fl.) en sú grein (dulvísindin) var ætíð öllum lærisveinum erfiðust. Við þetta tækifæri varð Kristur að setja fylstu og síðustu reynslu á, hvort þeir væru nógu vel að sér í áminstri grein vísinda þess- ara, sem þyrfti, því að nú áttu þeir að fara út í heiminn, eins og hann hafði gert, til þess að flytja boðskapinn. Hann var eins og kunnugt er, búinn að kenna þeim mikið, en þeir voru samt ekki orðnir eins vel að sér í dulvísindunum eins og hann, svo að við þetta tækifæri varð hann að taka á öllum sínum dulmætti til þess að veita þeim styrk — miðla þeim af honum. Þetta útheimtu hin svonefndu “mystisku” fyrirbrigði — svo sem, að dragist saman ský í auðu lofti o. fl. sem ætíð koma fyrir við dulmáttar iðkanir. — Þessvegna ber öllum þeim, sem besta þekkingu hafa í þessum þungu fræðum, saman um að uppstigning eða himnaför Krists hafi ekki verið annað en “mystiskt” fyrirbrigði. — Skýrslur Essena sýna að svo var, og einnig að lærisveinarnir vissu á eftir að hann hafði gengið burtu, áður en skýið leystist upp og hvarf. En á þeirri stundu sem atburðurinn gerðist, héldu þeir að hann hefði farið til himins í skýinu. Þeir voru oft með honum í klausturskólanum á fjallinu Karmel eftir þetta — en annað hvort hafa þeir álitið best, að skvra frá sýninni, eins og þeir skildu hana fyrst, eða þá til þess, að mikla sem mest dul- máttinn, ekki hirt um að setja hað fram öðruvísi, svo að sá missiklningur varð fleygur að Kristur hefði líkamlega hafist til himnis, sem ekki var. En svo má vera að lærisveinarnir hafi ekki ætlast til að þetta yrði tekið bókstaflega. ▲ Að þessu fullnaðarprófi loknu fóru lærisveinarnir hver til síns heimilis í Galileu til samfunda við félaga sína í Hvíta bræðralaginu. Þá sömu nótt kom Kristur til æðstu prestanna í aðal bústað þeirra á Karmel fjalli, og settist að í herbergjum þeim, sem honum voru sérstaklega ætluð. — Þar lokaðist hurð hins sýnilega heims að baki hins mikla höf- undar vestrænnar kristni. En skrásett er að hann hafi kent í skóla Hvíta bræðralagsins um 30 ár eftir þetta. Þegar borið er saman það, sem sagt hefir verið hér að framan, við það sem kent hefir verið í gegnum tímann er aug- ljóst að mjög bregður til tveggja ólíkra skauta. Snemma á öldum eftir Krist hefir kristnin verið að miklu leyti sett út af sínum uppruna- lega rétta grunni. Hann hvarf sjónum manna, en í hans stað voru höfð léttustu yfirborðsat- riðin. Kenslan, sem samræmir trú og þekking, tók til allra innri afla, sem með hverjum manni býr hætti. Byrjunar- stig hennar var efnislegt því að í gegnum ytri lög tilverunnar verður að þeim innri komist. Sú kensla var lögð niður og týndist. Eftir það var ekki lengur-hægt að vekja svo dul- mögn mannssálarinnar að hún héldi lengur sambandi við hin huldu öfl í umheiminum, sem færðu henni sannanir fyrir ó- dauðleika hennar og máttar- völdum á bak við hinn sýnilega skynheim. Framþróun manns- andans eftir margra ára lífeðl- islega og gáfnafarslega þjálfun við iðkun dulrænna vísinda og alfræða teknum frá nú lítt þektri hlið, færði þeim mönn- um, sem voru vel gefnir, það, sem gat litið út fyrir þeim, sem ekki þektu, sem yfirnáttúrleg- ur undramáttur. Vald þeirra og umfram alt skygni — svo að oft stóð tími og rúm ekki fyrir — varð til þess, að þeir gátu framkvæmt það bæði í lækningum og mörgu öðru sem ekki verður skilið nema af þeim sárfáu sem eitthvað af sömu þekkingu hafa. En þó fara (krafta)verk þeirra aldrei út fyrir hin duldu (dulin fyrir sjónum ólærðra) takmörk nátt- úrunnar. Lassarus var ekki dá- inn, þegar Kristur reisti hann upp úr þyngsla veikindum. — Jafnvel hann gat ekki breytt hinum sígildu lögum tilverunn- ar. Enda kendi Kristur það aldrei, að einstaklings sálin gæti í einum og sama líkama orðið eilíf hér á jörð. Um þetta er þeim mönnum kunnugt, sem sömu fræði hafa stundað og hann, og því gefið vitneskju um þau. . . . Dulvísindi hinna fornu Essena bera þess ljósan vott, að þekkingarvitneskja hefir verið sambandshlekkur milli þessa lífs og framhaldslíf. Sá hlekkur hrökk í tvent og týnd- ist, þegar dulvísindakensla sú, sem áður er um getið leið undir lok. Síðan hafa þjóðir þær, sem kristna trú játa, ráfað áttaviltar, og fálmað fyrir sér í þoku talmjúkrar trúar, sem ofin er inn í eitt skiljanlegt kenningakerfi, sem innbyrðis er í sjálfu sér sundurþykt. Af- leiðingin varð sú, að þeir menn, sem mest hugsuðu hættu að trúa, og sáu ekki nema ógreini- legt brot af tilgangi í þessu skyndilífi. Síðan sambandshlekkurinn týndist hafa þjóðirnar bygt sér kerfi, sem hylur himin guðs. Úr því kerfi hefir altaf verið að hrynja, þó að hrunið sé stærst þann dag í dag. Því hafa leiðtogar lýðsins ekki farið á fornar stöðvar og SAMEINAÐIR UM MÁLEFNI FRELSIS OF MANNRÉTTINDA I hópi þessara brezku sjálfboða (British Auxiliary Military Pioneer Corps) eru menn af mörgum ólíkum þjóðum. Rúmenar, Sýrlendingar, Rússar, Tékkar, Tyrkir, Ungverjar, Yemeningar, Þýzkir Gyðingar, Egyptar, Jór- danir og Austurríkismenn, allir starfandi í þágu aukins frelsis og mannréttinda. leitað upp í hinn brotna sam- bandshlekk, til þess að setja hann saman aftur og færa söfn- uðum sínum þennan dýrmæta gimstein, sem lýsir jafnt aftur sem fram — ekki í trú, heldur í þekking. Þá hefðu sjónhverf- ingar hins jarðneska kerfis s. s. auður, völd og sællífis þorsti — eða hvað þau nú heita, öll þessi gæði, sem mest er sókst eftir. og þó hafa aldrei fært nokkr- um manni frið — leyst upp og horfið, eins og vofurnar í þjóð- sögunum þegar þær sáu sólina skína — og himin guðs blikaði yfir mönnum í bláma varan- legrar gleði. Þá hefðu þúsund viðfangsefni skapast í únaðs- ríku samræmi við ódauðlegar mannssálir. Þá var enginn lengur knúður til þess að trúa á fávíslegan hátt á himnaríki af gulli og silfri (sbr. trúar- brögðin). Himnaríki fullnægju og farsældar gat eins vel dafn- að hér á jörð, eins og á nokkr- um öðrum stað í guðs víðum geim. Vegna helstefnu þeirrar, sem nú varpar flestum verðmætum vestrænnar mennar í duftið, hljóma þessi orð Krists hærra yfir aldirnar í dag, en nokkru sinni áður: “Að hvaða gagni kæmi það manninum, þó að hann eignaðist allan heiminn, ef hann líður tjón á sál sinni.” Kristnin hefir að sönnu ekki liðið undir lok, en oft hefir ver- ið lítið betur með hana farið, en hinn mikla höfund hennar, þegar hann var lamaður og lemstraður eftir misþyrmingar og krossfesting. — Sjá öll hin blóðugu stríð, sem háð hafa verið í hennar nafni, — og voru svo gagnstæð hinni sönnu, upp- runalegu sál hennar, sem mest mátti verða. En þó er eins og hulin hönd hafi haldið henni við lýði. Þrátt fyrir mistök mannanna í meðferð á henni, ruddi hún sér braut frá Mið- jarðarhafi norður á nyrsta tanga Noregs, svo að í raun og veru hefir hún upp að þessu hrósað sigri yfir löndum og lýð. Einnig hefir hún stækkað ríki sitt í fjarlægum löndum meðal þeirra þjóða, sem við köllum heiðingja. Innan Ev- rópu og Ameriku var hún orðin tiltölulega voldug og tók hönd- um saman við stjórnir Evrópu landanna og á sunnudögum voru guðsþjónustur fluttar eft- ir lagaboði í flestum löndum, en þar var ekki fjallað um nema lítinn hluta hennar, var það oftast með sama laginu: skilningslaust, áhrifalaust og rannsóknarlaust, án þess þytur færi um söfnuðina frá hinu mikla hafi sannleikans, sem Kristur hafði vald til að láta I öldurnar hljóma á. i En vegna þess að ekki var farið með nema litið og létt brot af öllu því fræðikerfi sem kennimennirnir og söfnuðirnir hefðu með réttu átt að hafa, voru alt af menn meðal lýðsins, sem voru óánægðir með alt saman, og spurði hvað væri sannleikur? — Og sú spurning var eðlileg. En enginn gat svarað, ekki einu sinni boðber- ar trúarinnar, því síður aðrir, svo mjög hafði verið breytt til hvað róttæka þekking snerti. Prestar frumkristninnar hefðu getað svarað þeirri spurningu, svo að hver leitandi sál hefði orðið ánægð, og hefði samstilst við lífið að öllu, sem þroski hennar leyfði, enda voru söfnuðir þeirra þeim dauð tryggir. Slíkt bræðralag fyrir- finst sjaldan nú. Ein af ástæð- unum var sú, að þeir sköpuðu ekki fólki hinn svonefnda “rétt- trúnað” (orþódox), sízt í þeim skilningi, sem það síðan hefir verið gert. 1 hinum uppruna- legu fræðum hennar, var dul- ræn þekking og undirstöðu atriði til alfræða, og hver með- tók það, sem einstaklings þroski hans leyfði. Upp af þeirri þekking, spratt svo sönn og lifandi trú. En þegar hin aðferðin var tekin upp, að fólki var ætlað undirbúningslaust að trúa, þá tók leitarþrá manns- andans æði víða að gera vart við sig, og hún vildi fá sannan- ir, sem eðlilegt var, en fékk þær engar. Eðlilega afleiðingin varð sú, að þeir menn hörfuðu frá, og voru svo kallaðir guð- leysingar og öðrum ófögrum nöfnum — og það, sem eftir var af hinni upprunalegu kristnu kirkju beið stór tjón. ▲ I margar undanfarnar aldir hefir kirkjan ekki komist á sinn rétta grunn, sem hún upp- runalega var á — og svo er það enn þann dag í dag. Að henni er ekki þekkingar þorst- anum beint, þó á öðrum svið- um sé einkunn 20. aldarinnar þekking og tækni. Hefði ekki þessu verið svona varið, er mjög líklegt að hún hefði nú getað látið til sín taka og af- stýrt þeim veraldarstríðs skelf- ingum, sem nú standa yfir. En til þess hafði hún engan mátt. Og athugum nú um afleiðing- una af máttleysi hennar í lið- inni tíð í afstöðu hennar við heimsmálin. Fyrir rúmum 20 árum verður mannfélagsbylting í stærsta og víðlendasta riki Evrópu. Bylt- ingin í þessu landi leiddi meðal annars til þess, að tilraun var gerð til rannsóknar á trúmála- sviðinu. En í staðinn fyrir að fá vitneskju um frumatriði kristinnar trúar, fengu þeir ekki neitt. Þekkingarsjóður hennar var harðlæstur niður í gleymsku aldanna. Úrslitin urðu þess vegna þau, að vald- hafar lands og lýðs, sama sem köstuðu kristinni kirkjutrú á eld, með þeim ummælum, að hún gerði mannkynið veiklynt og hjartveikt, svo það misti allan mótstöðukraft til að verj- ast kúgun vondra manna. Það var talað með lítilsvirðing um Krist á opinberum stöðum og kenningar hans álitnar\óheil- brigðar og óframkvæmanlegar, 1 kjörfar Rússa á þessu sviði sigldi svo einvaldurinn Hitler nokkru síðar. Taldi hann alla bölvun Þýzkalands vera Kristi og hans Gyðingalegu kyn- bræðrum að kenna, sem yrði að afmá, ef fullkomin menning ætti áð dafna. Á þeim forsend- um byrjaði hann á Gyðinga of- sóknunum, sem inngangi að nær því alþjóða stríði, sem nú er háð. Það er sorglegt til þess að vita — svo tekið sé aðeins eitt af þekkingaratriðum þeim, sem frumkirkjan átti í fórum sín- um, gat ekki orðið frekar en annað neinum kunnugt s. s. það að Kristur var Aríi að ætt. Það er full ástæða til þess að gera þá áætlun, að hefði al- menn vitneskja verið um það fengin, hefðu Gyðinga ofsókn- irnar á Þýzkalandi ekki átt sér stað, því að fylgjendur Hitlers, eins og hann sjálfur, álíta Ar- íska þjóðflokkinn útvalinn, og af þeirri ástæðu þá trú, sem hafi Gyðinglegan uppruna ó- hæfa. Hefði þessu ekki verið svona varið hefði Hitler -— ef til vill — aldrei haft tækifæri til þess, að blása sig og alt Þýzkaland upp, sem ímynd guðdóms, á kostnað Kristninn- ar, og þar af leiðandi aldrei fylgst þeim vitfirrihgs ofsa, sem sigaði honum eins og óðu rándýri út í nýtt veraldarstríð. ▲ Þannig er afstaða kristninn- ar í dag, eftir nítján alda starf orðum og athöfnum nútíðar þekking og nútíðar tækni á skipulagðan hátt — í fyrsta skifti í sögu hennar — til þess að lítilsvirða hana, og sýna fram á, að hún sé hlekkur um fót frjálsrar og hraustrar fram- tíðar menningar. Svo alvarlegt er útlitið, að hugsandi fylgj- endur hennar óttast að hún hrynji, ef Hitler og hans fylgj- endur vinna þetta stríð. Og jafnvel þó að Hitler og hans lið bíði ósigur, er hættan mik- il, því að þegar andstaða hefir skapast á dýpstu tilfinninga- miðum þjóðanna, munu þær fyr eða síðar knýja hurðir kristninnar og spyrja: Hvar er þinn sannleikur?------Sá sann- leikur er geymdur í dulvísind- um frumkristinnar. — Þeir einir, sem bera gæfu til að sækja hann, geta svarað spurn- ingunni og endurfætt kristn- ina, svo að hún Ijómi í sinni fornu dýrð, ekki einasta um stundarsakir, heldur um alla ókomna tíð. 1 bók nýútkominni í Þýzka- landi um Hermann Göring seg- ir svo m. a., að hann hafi frá blautu barnsbeini verið vilja- sterkur eins og bjarndýr og þrár eins og sauðkind. Þegar foredrar hans létu ekki að ósk- um hans, lokaði hann sig inni og svejti sig uns hann fékk vilja sínum framgengt. Einu sinni^ hafðist hann við heila viku í vébanda hennar hefir gert upp- reisn á móti henni, og beitt í herbergi sínu, en þá lét faðir hans undan. - NAFNSPJÖLD - Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrlístoíusíml: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er aS flnni 6 skrlfsrtofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Helmlli: 46 Alloway Ave TaUími: 33 lSt Thorvaldson & Eggertson LögfræSingar 300 Nanton Bldg. Talsími 97 024 Omci Phoni Ru. Pboir 87 298 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MKDIOAL ART8 BUIUDINO Omci Hovu: 12 - I 4 P.M. - 6 P.M. un» »t ippoomnm M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINOAR Sérgrein: Taugaejúkdómar Lætur úu meðöl I vlSlögum VlOtalstimar kl. 2—( *. j,. 7—8 Kt kveldlnu Simi 80857 643 Toronto Sl Dr. S. J. Johannesðon SOfl BROADWAT Taiaiml SO 877 VlOtalstlml kl. 5—6 e. h. A. S. BARDAL selur llkklstur og annaart um útfar- lr. Allux útbúnaður só beeU. — Ennfremur selur hann allskonar mlnnlsvarSa og legsteina. 843 8HERBROOKK 8T Phone: »0 607 WINNIPEO J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Flnancial AgentM Sími: 26 821 308 AVENUE BLDG.—Winnipeg' Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Phone 27 989 Fresn Cut Flowers Daliy Plants ln Season We specialize in Wedding & Concert Bouqueta & Funeral Deslgns Icelandic spokera H. BJARNASON —TRANSFER— Baggage and Furniture Moving 691 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annast allskonar flutnlnga fram og aftur um bœlnn. margaret dalman TEACHER OF PIANO IS4 BANNINO ST Phone: 26 420 DR A. V. JOHNSON DENTIST 608 Somenset Bldg. Offlce 88 124 Rea. 27 702 512 Medical Arts Bldg. Dr. K. J. AUSTMANN Stundar eingöngu Augna, eyrna, nefs og kverka •júkdóma 10 til 12 f.h.—3 til 5 e.h. Skrifstofusími 80 887 Heimasími 48 551 THE WATCH SHOP Thorlakson & Baldwin Diamond and Wedding Rings Agent for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave. Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 Res. 114 Grenfell Blvd. Phone 62 200

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.