Heimskringla - 26.03.1941, Page 2

Heimskringla - 26.03.1941, Page 2
2. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 26. MARZ 1941 BARÁTTAN UM BOSPORUS Hið þýðingarmikla sund milli Evrópu og Asíu Það stendur oft í blöðunum eitthvað á þessa leið: “Þjóð- verjar hafa áhuga á að ná sund- unum,” eða: “Rússar hafa mik- inn hug á að fá eftirlit með sundunum. “Sundin”, sem átt er við, þýð- ir meðal stjórnmálamanna Bos- porus og Dardanellasund. Mar- marahafið tengir saman Svarta hafið og Miðjarðarhafið, en skilur á milli Evrópu og þess, sem við köllum “Hin nálægu Austurlönd”. Þessi sund eru því mjög mik- ils verð sjóleið — það er eina leiðin út á höfin frá Suður- Rússlandi og Kákasus. Xerxes Persakonungur bjó til brú úr skipum yfir sundin, en sú brú gliðnaði öll í ofviðri. Leander og Byron lávarður syntu yfir Dardanellasund. All- an daginn fara ferjur og bátar yfir Bosporus frá Istambul. Þetta er eina leiðin, sem hægt er að fara með sjóher inn í Svartahaf. Þess vegna hafa þessi sund altaf haft svo mikla þýðingu frá upphafi vega. Á þessum ströndum var Trö- ju-stríðið háð. Rústir Troju- borgar, sem orpnar eru moldu fyrir mörgum öldum, eru á Asíuströnd beint á móti Galli- poli. Strandanýlendur Fyrsta sjóferðin, sem sögur fara af gegn um sundin, er ferð Jasons og Argonauta hans, er þeir fóru til Svarta hafsins að leita að gulli Colchis. Þar til fyrir einni öld síðan var gullduftið úr fljótunum í Kákasus sigtað í reifum. Sagan um gullna reifið var ekki ein- ungis goðsögn. Seinna meir stofnuðu Grikk- ir nýlendur fram með þessum ströndum. Þar sem Bosporus og Mar- marahafið mætast er einhver bezta höfn í heimi frá náttúr- unnar hendi. Á ströndunum við Gullna hornið bygðu þeir borgina Byzants. Vegna þess, að borgin lá á þessum kross- götum, varð hún seinna smám saman ein af stærstu borgum í heimi, svo stór, að Grikkir köll- uðu hana stundum aðeins “Pol- is” — borgina. Fyrst var hún kölluð By- zants, en seinna var hún kend við Constantin mikla og kölluð Constantinopel. Miðalda-Rússarnir kölluðu hana Tsarigrad, keisaraborg- ina, en farandmenn og riddarar kölluðu hana Miklagarð vegna hins mikla garðs, sem var um- hverfis hana. Borgin frœga En Tyrkir kölluðu hana þá og nú Istanbi^l. Fleiri nöfn eru til á þessari borg, því að hún var um skeið frægasta borg í heimi. f þúsund ár var þessi borg óvinnandi. En þá komu Tyrkir frá Asíu og komust alla leið til Vínarborgar. Rómverska heimsveldið féll í rústir. Constantinopel varð höfuðborg tyrkneska heims- veldisins, og Tyrkir höfðu sund- in á sínu valdi. Tyrkneska heimsveldið fór hrörnandi og þá byrjaði barátt- an um sundin. Rússland færði út kvíarnar þangað til það náði alla leið að Svartahafi. Og þá kom að því að Rússar fóru að hafa áhuga á sundunum. Því að ef þeir gætu náð þeim á sitt vald gátu óvinir þeirra ekki komist á skipum inn í Svarta- haf. Auk þess var önnur ástæða. Rússnesku keisararnir kröfðust þess að fá að vera verndarar allra grískkaþólskra manna í Bysants vegna þess, að Ivan III. hafði kvænst dóttur síðasta keisara Tyrkjaveldis. Alt frá dögum Péturs mikla fram að bolsévikabyltingunni litu Rúss- ar Constantinopel hýru auga. Þýzkt óhugasvœði. Rússar seildust í suðurátt og þá langaði mjög til að geta haft eftirlit með sjóleiðinni um sundin inn í Miðjarðarhafið. Um líkt leyti seildust Þjóðverj- ar í suðausturátt, og þeir vildu fá umráð yfir landleiðinni yfir sundið til Asíu. Aðaláhugamál Þjóðverja i þessu tilliti var að byggja járn- braut frá Berlín til Bagdad, og auðvitað ætluðu þeir sjálfum sér að ráða yfir þessari járn- braut. Þetta olli árekstri milli Þjóðverja annarsvegar og Rússa og Breta hins vegar. Rússar máttu ekki til þess hugsa, að Þjóðverjar fengju yfirráð yfir sundunum. Og Bretar, sem þurftu að gæta hagsmuna í Indlandi gátu ekki þolað yfirráð hvorki Rússa né Þjóðverja. Markmið Breta Hvað eftir annað hefir verið rætt um yfirráðin yfir sundun- um. Um þessar mundir er þetta vandamál mjög aðkallandi. — Þriðja ríkið, sem er miklu sterkara en Þýzkaland hefir nokkru sinni áður verið, seild- ist nú með áfergju til þessa staðar, sem það hefir lengi þráð. Þjóðverjar hafa vaðið yfir Rúmaníu. Og þeir geta hven- ær sem er vaðið yfir Búlgaríu. Stefna Breta er mjög blátt áfram. Þeir vilja með öllum ráðum hjálpa Tyrkjum til að halda borginni við sundin, til þess að verja Þjóðverjum veg- inn til Asíu. En um Rússland vita menn ekki með vissu. Þó er það áreiðanlegt, að land- vinningastefna þeirra hefir ekki kafnað í blóði byltingar- innar. Sovétstjórnin hefir hvað eft- ir annað látið í ljós, að hana langaði til þess að hafa yfirráð I yfir sundunum. Og víst er um | það, að hún mun ekki kæra sig um það, að Þjóðverjar fái þar ! mikil völd. Báðum ógnað í Evrópu eiga Rússar tvær leiðir út á heimshöfin. Þjóð- verjar hafa yfirráðin yfir sund- inu að Baltisku löndunum. Ef þeir næðu líka yfirráðunum yfir sundunum, sem liggja að Svartahafi, hefðu þeir öll við- skifti Rússa við Vesturlönd í hendi sér. Sókn Þjóðverja til sundanna hlýtur að skjóta Bretum skelk í bringu. En hvað mætti þá segja um Rússa? Hvað munu Rússar gera, ef Þjóðverjar sækja í áttina til Bosporus? Munu þeir hjálpa Tyrkjum til að komast að einhverju samkomulagi við Hitler um það, að fá sjálfir einhverja hlutdeild í yfirráðunum yfir sundunum, í þeirri von, að Hitl- er standi við orð sín gagnvart þeim. Þetta er gátan viðvíkjandi sundunum, sem stjórnmála- menn eru að reyna að ráða um þessar mundir. En hún er ó- ráðin ennþá.—Alþbl. 20. jan. “VIKINGSARFI MEÐ VÍKINGSLUND” HJALPIÐ DRENGJUNUM SEM BERJAST FYRIR YÐUR Til þess að halda við hughreysti hermanna — til þess að hjálpa drengjum vorum að vinna striðið — til að hjálpa til að búa þá undir lífið að stríðinu loknu — hafa sex stofnanir samenast um að útvega fé til þess að afla hermönnunum þœginda og gera ýmislegt fyrir þá í Canadian War Services Fund Stofnanirnar sem þátt eiga í þessu. eru: CANADIAN LEGION :: SALVATION ARMY :: KNIGHTS OF COLUMBUS :: Y. M. C. A. :: Y. W. C. A. :: I. O. D. E. 6 BEIÐNIR í 1 Þessar sameiginlegu beiðnir, undir leiðsögn góðra viðskiftamanna, með samþykkt stjórnar, sparar kostnað og er trygging fyrir að notum komi hver dollar, sem lagður er til. Þetta er eina alþjóðar fjársöfnunin á þessu ári fyrir menn í herbúningi Mennirnir í hernum geta notið þæginda af þessu starfi að safna fé á þennan frjálsa hátt. Yðar tillags er mjög þarfn- ast til þess, að starf þetta haldi áfram. Sýnið að þér séuð með drengjunum okk- ar 100% í stríði þeirra fyrir frelsi fyrir oss alla, með því að gefa örlátlega til þessa mikilvæga málefnis.' AÐ GEFA HVEITI. ER GOTT SEM GULL Farið með það í kornlyftuna og segið þeim sem þar tekur á móti því, að skrifa á miðan, að það sé til Canadian War Services Fund. Honum er falið að taka á móti þessu. Þetta hveiti verður ekki tekið af “quota” yðar. Drengirnir reiða sig á aðstoð fólksins heima fyrir Gefið alt sem þér getið Við íslendingar höfum marg- sinnis verið mintir á það, á seinni árum, að við eigum ætt- ir að telja til víkinganna fornu; I og að okkur sæmi að minnast þess að við séum víkingsarfar j og að við ættum að hafa vík- ingslund. Hverjir voru þá aðal- i kostir þessarar marglofuðu vikingslundar? Framtakssemi, hreysti, þolgæði; óneitanlega | sýndu þeir þessa kosti. En sá höfuðgalli var á því, að þeir beittu þeim mest öðrum mönn- um til meins og tjóns. Ef þeir höfðu afla til réðust þeir á aðra menn, heima í sínu eigin landi, til að ræna þá eignum þeirra og réttindum. Einn af þeim skæðustu að því starfi var Har- aldur hárfagri. Hann herjaði á alla smákonunga Noregs, drap marga þeirra og rak aðra frá ríkjum sínum. Aðrir ofbeldis menn, sem höfðu minni afla, urðu að láta sér nægja að ræna hina smærri og troða á rétti þeirra, eins og t. d. Þórólfur Kveldúlfsson. Enn aðrir, sem ekki þóttust koma bolmagni við innanlands, leituðu til ann- ara land, fóru í víking, sem kallað var. Þeir herjuðu um allar strandir Eystrasaltsins; var það kallað að herja í Aust- urvegi. Aðrir tóku stefnu í suður og vestur, herjuðu í Vest- urveg. Gerðu þeir mikinn usla á vesturströnd Evrópu og brezku eyjunum. Þessir víking- ar komu einatt að íbúum land- anna óviðbúnum, eins og þjófur á nóttu og létu greipar sópa um eignir þeirra; nefndu þeir það “að gera strandhögg”. — Drápu þeir hvern mann sem reyndi að verja sig; og sýndu einatt hina villidýrslegustu grimd. Sögurnar geta þess meðal annars, að þeir hafi “hent börn á spjótsoddum” sér til skemtunar. Þeir tóku menn og konur til fanga og seldu í þrældóm fyrir ærið fé. Þeir voru skelfing og plága allra friðsamra þjóða. Kristnu þjóð- irnar höfðu því gilda ástæðu til að biðja Drottinn að vernda sig fyrir ofsa þeirra, eins og sálm- urinn segir: “A furore Normanorum i libera nos o, Domine” Þannig var starfsemi og lundarfar þessara forfeðra okk- ar, sem við nú erum hvattir til að taka okkur til fyrirmyndar. Það virðist vera sama eðlis sem sú hugsun er nú stjórnar at- höfnum nazista og fasista; rangsleitnin, ofbeldið og rán- girnin hin sama. Slík hugar- stefna var einnig ríkust í þeim víkingaörfum á íslandi á 13. öldinni, sem köstuðu landinu á vald Noregskonungs. Það var ekki neitt sérlegt af- reksverk fyrir vel vopnaða her- menn, að bera sigurorð af hópi verjulausra manna. En það krafði þreks og þróttar að stríða við hafið og storminn þegar hann var í mætti sínum. Ýmsir aðrir en víkingar neydd- ust þó til að heyja þá orustu. Fjöldi “kaupdrengja-kneíra” fór þá um höfin. Þeir menn ráku verzlun við ýmsar þjóðir, með friðsamlegum viðskiftum og urðu þeir einatt fyrir barð- inu á víkingunum, vörðust á- rásum þeirra unz þeir biðu bana, eða neyddust til að láta varning sinn í þeirra hendur og ganga snauðir á land upp. — Þessir menn sýndu einatt eins mikla hreysti og dug eins og víkingarnir; jafnvel þó sagan sé ekki eins margorð um þá sem hina. Fornsögurnar sýna okkur einnig dæmi annara manna, sem voru gerólíkir víkingunum að starfi og hugsunarhætti. — Þeir áttu framtakssemi og dug, eins og forfeður þeirra; en þeir beittu þessum kostum ávalt til góðs. Þeir gerðu sitt ítrasta til að glæða mannúð og sam- lyndi; og lögðu sig fram til að jafna ágreining manna á frið- samlegan hátt. Og það er sann- arlega ekki minni sómi, að geta rakið ætt sína til þeirra en vík- inganna. Sem dæmi mætti nefna: Hall af Síðu, Ingimund gamla, Áskel goða og fleiri. — Ættum við ekki fremur að taka slíka menn okkur til fyrir- myndar en hina viltu og grimmu víkinga? B. Th. Aths. Hkr.: Hkr. er ekki að öllu leyti sammála ofanskráðri grein, þó hú sé hér með ánægju birt. Kemur þar fyrst til, að lýsingin á grimd Víkinga er ýkt, enda eru þær til vor komn- ar frá kristnum þjóðum, er á móti heiðninni unnu. Pynding- ar kristinna manna á miðöld- unum gengu langt fram úr jafnvel því ljótasta, sem um víkingana er sagt. Víkingar voru dugnaðarmenn og svo her- skáir, að með vopnum var erfitt að yfirstíga þá. En með því að smeygja inn skoðunum um að þeir væru grimmir sem dýr og ættu ekkert mannlegt við sig, tókst að smala í kvíarnar á móti þeim. Við nazista er og ósambærilegt að líkja þeim, vegna þess að hernaður og framganga þeirra tíma var þá undir karlmensku komin, sem hún er ekki nú. Foringjarnir höfðu sig sjálfir þá í frammi, sem nú standa langt að baki liði sínu og búa meira að segja í ró og næði heima hjá sér með stórann lífvörð um sig. íslenzk þjóð, sem erfingl víkinganna, er fyrst stofnsetti lög og rétt á lýðræðisgrundvelli, er ekki lík því að vera heiðna þjóðin, sem kristnir menn lýsa sem grimm- um dýrum. En þetta er efni sem lengi má skrifa um, þó at- hugasemd þessi sé ekki lengri gerð. Ný tegund STRÁBERJA BARON SOLEMACHER. Þessi óvið- jafnanlega tegund, framleiðir stærri ber úr hvaða sæði sem er. Blómgast átta vikur frá sáningu. Ræktun auð- veld. Greinar (runners) beinar og liggja ekki við jörðu, framleiða þvi stór og mikil ber. Hafa ilm viltra berja. Ásjáleg pottjurt og fín í garði. Sáið nú. Pantið beint eftir þessari auglýsingu. (Pakkinn 25c) (2 pakkar 45c) Póstgjald borgað. FRÍ—Vor stóra útsœðisbók fyrir 1941 Betri en nokkru sinni fyr DOMINION SEED HOUSE Georgetown. Ontario JóNANNA GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR (Halldórsson) 1851—1940 Læknirinn: Þetta meðal er dýrt en þér verðið líka heil- brigður eftir eina viku, ef þér takið það inn. Sjúklngurinn: Eg er ekki í sjúkrasamlagi, svo að eg vil heldur fá ódýrara meðal, þó að eg verði ekki heilbrigður fyr en eftir þrjár vikur! * * * Kenslukonan: Geturðu nefnt mér einhverja samtengingu, Gréta litla? Gréta: Trúlofun! Hún var fædd á Vémundar- stöðum í Ólafsfirði þann 7. des. ember 1851. Faðir hennar var Jón Dagsson hreppstjóri á Karlsstöðum í Ólafsfirði, Bjarnasonar bónda á Karlsstöð- um, Sigfússonar bónda á Skeggjabrekku, Bjarnasonar hreppststjóra í Brekkukoti í Hjaltadal, Arngrímssonar; og móðir hennar var Anna Stef- ánsdóttir bónda á Þúfnavöllum í Hörgárdal, Jónssonar.—Syst- ur Jónönnu voru: Margrét Þór- unn (dáin 1929), gift Guðjóni Thomas gullsmið í Winnipeg, og Guðfinna Stefanía (dáin 1930), gift Guðvarði Guð- mundssyni bónda á Ósbrekku í Ólafsfirði. Jónanna ólst upp hjá foreldr- um sínum, en hún mun snemma hafa farið sem vinnukona til hjónanna Ásgríms Pálssonar og Þorbjargar Jónatansdóttur á Þóroddsstöðum í Ólafsfirði. Og síðar var hún vinnukona hjá Steini Jónssyni og konu hans, Ólöfu Steinsdóttur, í Vík í Héð- insfirði. Þar kyntist hún fyrri manni sinum, Jóhannesi Jó- hannessyni. Þau giftust árið 1872. Jóhannes druknaði af há- karla-skipi vorið 1875. Hann var mætur maður, ættaður úr Sæmundarhlíð í Skagafirði, og var að einhverju leyti alinn upp hjá séra Magnúsi Thorlacíus. Þau Jóhannes og Jónanna bjuggu á Hornbrekku í Ólafs- firði. Dætur þeirra eru Stefanía Margrét, gift Birni Guðmunds- syni á Siglufirði, og Jóhannes- Ina. gift George W. Barrett, nú í Vancouver, B. C. Seinni maður Jónönnu var Páll Halldórsson. Jónssonar. — Þau giftust árið 1881, og var Páll þá búinn að vera fyrir bú- inu hjá henni í hálft annað ár. Páll var fæddur á Brattavöllum á Árskógsströnd í Eyjafjarðar- sýslu þann 12. október 1856. — Börn þeirra Páls og Jónönnu eru þessi: Jóhannes Páll. lækn- ir, nú í Borden í Saskatchewan, kvæntur Sigríði dóttur Sigfús- ar Péturssonar, sem var einn af fyrstu landnemum í Fljóts- bygð í Nýja-lslandi; Ásbjörn, búsettur í Arras í British Col- umbia, kvæntur Bergrós Sig- fúsdóttur, systur Sigríðar konu Jóhannesar læknis; Sigríður, búsett í Riverton í Manitoba,* ekkja Guðmundar sonar Jóns Björnssonar og Margrétar Guð- mundsdóttur, sem bjuggu á Grund í Fljótsbygð; Jón, kvæntur Unu Friðnýju dóttur Jónasar Þorsteinssonar og Lil ju Friðfinnsdóttur, sem lengi bjuggu í Djúpadal í Geysisbygð í Nýja-lslandi, og býr Jón á Geysir í Geysisbygð; Skúli Bergvin. dó 4 ára á Reykjum í Skagafirði; og Halldór. dó árs- gamall nýkominn til Ameríku. Þau Páll £>g Jónanna bjuggu fyrst í ^jö ár á Hornbrekku í Ólafsfirði, en fluttust svo að Reykjum á Reykjaströnd í Skagafirði, og þar bjuggu þau í sex ár. En sumarið 1894 flutt-

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.