Heimskringla - 26.03.1941, Side 3

Heimskringla - 26.03.1941, Side 3
WINNIPEG, 26. MARZ 1941 HEIMSKRINGLA 3. SIÐA ust þau til Ameríku og settust að í Geysisbygð í Nýja-lslandi. Bújörð þeirra þar var nefnd Geysir. Þar bjuggu þau vel um sig og komust í góð efni, þegar fram liðu stundir, og voru þar í næstum 25 ár, eða þar til í: maí 1919, að þau brugðu búi og! fluttust vestur til Elfros í Sask-1 atchewan, þar sem tveir af son-; umþeirra (þeir Jóhannes lækn-| ir og Ásbjörn) voru þá búsettir. í Elfros dvöldu þau í rúm tíu ár og voru til heimilis hjá Jó- ( hannesi og Sigríði konu hans. í . ágúst (eða september) árið^ 1929 fluttust þau aftur til Nýja- íslands og voru eitt ár hjá Jóni syni sínum í Geysisbygð. En í I ágústmánuði 1930 fóru þau til Sigríðar dóttur sinnar, og Guð- mundar manns hennar, í River- ton, Man., og voru hjá þeim, það sem eftir var æfinnar. Páll andaðist þann 10. maí 1938. Jónanna andaðist að heimili Sigríðar dóttur sinnar þann 28. desember 1940. Hún var þá búin að vera mjög heilsuveil (og lengstum við rúmið) í átta ár, eða frá því í júní 1932. Út- förin fór fram að heimili dóttur hennar í Riverton, og frá kirkju Geysis-safnaðar, á gamlársdag að viðstöddu fjölmenni. Hún var jarðsungin af séra Sigurði Ólafssyni. Eg kyntist þeim Páli og Jón- önnu skömmu eftir að þau komu vestur um haf, og eg var í nágrenni við þau fyrstu níu árin, sem þau voru í Nýja- íslandi, og sjö síðustu árin, sem þau voru í Elfros, Sask. Eg gleymi því aldrei, hvað mér þótti það ávalt skemtilegt og ánægjulegt, að koma á heimili þeirra. Á heimili þeirra var tekið á móti öllum með opnum örmum gestrisninnar. Góð- gerðasemi þeirra og greiðvikni var jafnan viðbrugðið, og öllum varð hlýtt til þeirra, sem nokk- ur kynni höfðu af þeim, því að þau höfðu svo mikla mann- kosti, og það var svo mikið af sannri göfgi og hreinskilni í öllu þeirra lífi. Jónanna var mæt kona og gáfuð, og vel að sér til munns og handar, og hafði framúr- skarandi gott minni. Hún var iðjusöm með afbrgiðum, og heimili hennar bar vott um þrifnað og reglusemi. Hún sagði mér það einu sinni, að í föðurgarði hefði hún snemma lært ótal margt, sem kom henni að góðu gagni, þegar hún komst á fullorðins árin og fór að búa. Hún var bókhneigð og prýðisvel að sér í íslenzkum bókmentum að fornu og nýju, og kunni utanbókar fjölmargar sögur, mörg söguljóð og ótal kvæði, andleg og veraldleg. — Þau Páll og Jónanna lásu mikið góðar bækur og blöð og tíma- rit, bæði á íslenzku og dönsku, einkum á síðari árum, eftir að þau brugðu búi. Og þau lásu þær bækur með athygli og ræddu um efni þeirra með góð- um skilningi og dómgreind. — Og oft dáðist eg að því, hvað Jónanna stílaði vel sendibréf. Hún sagði svo vel og skilmerki- lega frá, að unun var að lesa bréf hennar. Eitt var það sérstaklega, öðru framar, sem Jónanna bar, fyrir brjósti, eftir að börnin hennar komust á skóla-aldur, og það var það, að þau næðu góðri mentun, því að hún vissi, að börnin hennar voru vel gef- in og gáfuð og námfús. Á þeim árum, sem börn hennar voru á skóla-aldri, voru efni ennþá fremur lítil og ástæður allar næsta erfiðar, til þess að geta kostað þau til náms á æðri skólum. En elzti sonur hennar var um skeið alþýðuskóla- kennari, stundaði nám við lærðan skóla, tók próf í læknis- fræði, og hefir verið læknir í rúm þrjátíu ár. Og Sigríður dóttir hennar náði líka góðri mentun og var um tíma skóla- kennari. Og öll hafa börn hennar komist vel áfram. Og eitt af því, sem einkendi Jónönnu, var það, hvað hún var trygglynd og vinföst; og hún var jafnframt yfirlætislaus og hreinhjörtuð og alveg laus við allan tvíveðrungskap. Hún vildi ætíð láta gott af sér leiða og færa alt til betri vegar, og hjálpa þeim, sem bágt áttu. Og hún var sannur vinur vina sinna. Hún var trúhneigð og kirkjurækin og hafði mikinn áhuga á ýmsu, sem að trúmál- um laut. — Sálarkröftum hélt hún til hins síðasta. Sigríður dóttir hennar segir í bréfi til mín, að hún hafi ávalt verið andlega hress og skýr, þrátt fyrir vanheilsu hennar hin síð- ustu ár æfinnar, og að hún hafi altaf lesið íslenzku vikublöðin og getað vel fylgst með því, sem þau gátu um, að væri að gerast í heiminum. Æfistarf Jónönnu var mikið og göfugt, og hún gaf svo fag- urt eftirdæmi, að mikið má af því læra. Og margir munu lengi minnast hennar með hlýju vinarþeli og þakklæti. J. Magnús Bjarnason HUGLEIÐINGAR UM SÖGUMÁLIÐ OG FLEIRA Eftir Jón úr Flóanum AGORDAT NÚ I HÖNDUM BRETA Hernám Agordat af Bretum og indverska hernum, er alvarlegt fyrir ítali. Borgin er við járnbraut í Eritrea, er liggur austur að Rauða hafi. Þetta gefur Bretum stjórn á járnbraut, sem mikilvæg er fyrir stjórn Eritrea. Hvernig borgin lítur út, sézt á þessari mynd. Kæra Heimskringla: Það er orðið nokkuð langt! síðan eg hefi sent þér nokkuð til birtingar; enda býst eg við, að það hefði verið til lítils með- an alt þetta ræðuflóð frá þjóð- ræknisþinginu fyllir alla þínaj dálka. . . . Já, mikil er sú mælska. . . . Ekki svo að skilja, að eg sé nokkuð að setja út á þessar ræður; það sæti ekki á mér. Ræðurnar eru góðar. En j samt vildi eg leyfa mér að segja; ræðuskörungum, sem nýkomn- j ir eru frá Isjandi, svona í allra mesta bróðerni, að sumir af okkur vita meira um ísland heldur en þeir halda að við vit-; um. En það er nú kannske ekki von að þeir viti það. Jæja, mér er nú næstum orðið innan brjósts eins og strákhnokkan- um, sem sat í kirkju undir ræðu prestsins, þar til hann stóðst ekki lengur mátið, og sagði svo hátt að allir í kring-í um hann máttu heyra: “Ætlar andsk. maðurinn aldrei að hætta.” Já, eiginlega er það nú “sögu- málið”, sem eg ætlaði að tala um. Það er svo mikið um það talað núna, að eg finn mig eins og knúðan til að leggja orð í belg, þó að það komi mér raun- ar ekkert við; því ekki býst eg við að míns nafns verði getið í þeirri sögu. . . . Já, eg hefi hlustað á tal manna um þetta mál núna þessar síðustu vikur, og svo hefi eg lesið ritdómana, og meira að segja söguna sjálfa. Eg ætti svo sem að geta sagt álit mitt í málinu, en samt ætla eg ekki að gera það, af því eg er hræddur um að eng- inn lifandi maður tæki nokk- urt tillit til þess. Og til hvers er að vera að segja það, sem mað- ur veit fyrirfram, að ekkert tillit verður tekið til? Eg ætla, sem sagt, að segja aðeins það sem eg hefi heyrt. Og það er nú svona sitt af hverju; því að um annað hefir varla verið meira talað, hvar sem tveir eða þrír hafa verið saman komnir þarna á Sargent; og má þó segja, að það er margt skrafað á því stræti, þegar landar hitt- ast þar. Dómararnir eru mjög mis- jafnir, eins og við er að búast. Sumum finst þetta bara engin saga og segja, að höfundurinn kunni alls ekki að rita sögu. En aðrir halda því fram, að að- finslurnar séu ekki einungis ó- þarfar, heldur séu þær gerðar af einskærum illvilja og í þeim tilgangi einum að eyðileggja alt fyrirtækið. Eg er nú eng- inn sagnfræðingur og þvi síður er eg hjartnanna og nýrnanna rannsakari, svo eg get ekkert sagt um tilgang manna í þessu máli; en eg er samdóma þeim, sem segja, að úr því sé verið að skrifa sögu okkar Vestur-ls- lendinga, þá ætti sagan að vera um okkur, en ekki eitthvað annað. Vitanlega er það satt, að Hrafna-Flóki og aðrir bús- kussar í fornöldinni settu á guð og gaddinn og drápu svo úr hor, þegar harðir vetrar komu; og það hafa islenzkir bændur gert fram undir þessa síðustu daga. En kemur það okkur Vestur-lslendingum eigin- lega nokkuð við? Jú, eg er nú ekki frá því, að það sé sögulegt samhengi í öllum þessum hor- og harðinda-bálki frá land- námstíð og niður til vestur- ferðanna. Og allir vita, að margir fluttust vestur um haf vegna harðinda; svo oft er búið að segja manni það. En það mætti sjálfsagt finna sögulegt samhengi alla leið aftan úr steinöld, ef bara það væri nokk- ur saga til um okkar forfeður 1 áður en þeir námu land á ís- landi. Okkur vantar bara heimildirnar til þess að geta byrjað söguna nógu snemma. . . . Svo fóru stöku menn af íslandi, ekki af því að þeir byggjust beinlínis við að hor- falla á næsta ári, heldur af því að þá langaði til Ameríku. Eg segi fyrir mig. Þegar eg var strákur, las eg “Landnemann”. Þar var nú ekki dregið af kost- unum í þeirri miklu Ameríku. Eg var snarvitlaus í að komast vestur. Og þegar eg var búinn að vera í vinnumensku og ó- leyfilegri lausamensku fimm ár, átti eg loksins nóg til þess að borga fargjaldið til Winni- peg; og þá fór eg, hvað sem hver sagði. Húsbóndi minn spáði því, að eg mundi koma fljótt heim aftur. Hann hafði nóg skilyrði fyrir því, að í Ame- ríku væri alls ekki lifandi fyrir hita og kulda.og flugnavargi, ! og svo væri ýmislegt fleira að þar, menn væru t. d. drepnir óforvarandis á götunum. Eg verð að segja, að það var tals- ! verður geigur í mér, en æfin- j týralöngunin, eða hvað það nú ! var, varð samt yfirsterkari öll- | um ótta. Eg veit ekki hvort 1 aðrir hafa farið hingað af sömu 1 eða svipuðum ástæðum, en 1 ekki þykir mér það ólíklegt. Nú finst mér, að um þetta hefði mátt geta í sögunni; og vildi eg leggja til, að það yrði sett í ! eftirmála við sjötta bindið. Líka er eg samdóma þeim, sem segja, að það sé hreinn og i beinn óþarfi, að vera að taka það fram, hvað við Vestur-ls- lendingar séum orðnir gulir og skorpnir í framan. Auðvitað höfum við elzt mikið á fjörutíu til fimtíu árum, en eg efast um að við, svona upp til hópa, sé- um nokkuð ellilegri en annað fólk. Til þess að fá úrslita-úr- skurð um þetta atriði, þyrfti helzt að setja nefnd tíu eða tólf lækna, sem gerðu rann- sóknir á körlum og kerlingum og gæfu svo ítarlega skýrslu, sem líka mætti prenta í eftir- mála við eitthvert bindið. Það þ'arf vísindalega rannsókn til þess að ganga alveg úr skugga um, hvort að svona staðhæf- ingar séu réttar. Þá eru nokkrir, sem segja, að afkomendum okkar muni ekki lítast á blikuna, þegar þeir fari að lesa um öll harðindin og hörmungarnar. Mér finst að þeir þurfi engu að kvíða um það. 1 fyrsta lagi munu af- komendurnir ekki lesa söguna, nema þeir. fáu, sem ætla að verða sagnfræðingar; í öðru lagi mun þeim standa alveg á sama um hvernig árferði var á fslandi í tíð langa-langa-lang- afa þeirra; og í þriðja lagi munu þessir fáu, sem lesa hana, vita, að “historical facts” eru historical facts” og að það er ekki til neins að reyna að leyna þeim. Einn greindur maður hefir sagt mér, að það sé ekki til einn einasti Vestur-íslendingur, sem geti skrifað sögu okkar. Hann benti mér á, að bæði Gibbon og Páll Melsteð hefðu verið menn, sem hefðu kunnað að skrifa sögu. Og hvaða Vestur-íslend- ingur gæti svo sem gengið í fótspor þeirra, sagði hann. Eg varð að játa, að eg þekti engan, sem gæti gert það. En eg sagð- ist samt halda, að það mætti komast af með minna, ef höf- undurinn hefði góða ritnefnd sér við hlið, sem fengi að sjá handritið; en ritnefnd, sem ekki fær að sjá handritið, er verri en ekki neitt. Allir, sem eg hefi átt tal við, eru ákafir með að verkinu sé haldið áfram, sem sýnir, að við viljum fá söguna. Og þessi tólf manna nefnd, eða hvað þeir nú annars voru margir, sem kosin var á síðasta þjóðræknisþingi, ætti nú að taka sig til og drífa verkið áfram, helzt láta höf- undinn vinna dag og nótt og gefa honum engan tíma til að safna heimildum. Þá er ein- hver von um að þetta gangi og að við fáum bráðum annað bindi til þess að lesa og rífast um. Það er eiginlega það, sem er að bókmentaiðju okkar, hún gengur ekki með nógu miklum hraða. Menn geta sagt hvað sem þeir vilja um það, að þetta sé nokkuð annars eðlis en t. d. algengt smíðaverk, en mér finst að verkið verði að ganga. ; Hvað þýðir að vera að hanga ! með það mörg ár? Ekki hefi eg verið svo hepp- inn að heyra þá frægu söng- konu, Maríu Markan, syngja, og þykir mér það leiðinlegt. En eg hefi lesið sumt af því, sem um hana hefir verið ort og ritað í blöðin hérna, og þykir mér það líka leiðinlegt. Ekki svo að skilja, að eg álíti ekki, að hún eigi hólið skilið, það á hún eflaust. En því geta menn ekki hagað orðum sínum dálítið við- kunnanlegar en þeir gera, þeg- ar andinn kemur yfir þá og knýr þá til að láta í ljósi að- dáun sína á einni söngkonu? Mér er sagt, að hún sé mjög blátt áfram, þó fræg sé. Það getur vel verið, að sumum finn-: ist, að þessi háfleygu lofsyrði séu það eina, sem við á, þegar um þess konar fólk er talað; öðrum finst það bara vera “bad manners”, þegar fólki er hælt afskaplega upp í eyrun. En hvað er eg, sem er hvorki skáld né ræðumaður, að fetta fingur út í það, sem aðrir tala? Eg skil það vel,‘að bæði skáld og ræðumenn eiga bágt með að stilla sig, þegar þeir verða á- kaflega hrifnir. Eg hefi aðeins séð ungfrúna tilsýndar, og eg segi það sama sem allir aðrir segja, sem hana hafa séð, að hún býður af sér mikið góðan þokka. . . . Sumir hafa verið að spyrja, hvort hún myndi ekki syngja í útvarpið einhvern tíma áður en hún fer héðan. Það vildi eg að hún gerði. Og svo vildi eg óska, að andinn kæmi bara hreint ekki yfir fleiri af skáldum okkar fyrst um sinn. Mér er hrein og bein alvara með þetta; og eg vona að þessi ósk verði tekin til greina. Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO.. LTD. Birgðir: Henry Ave. East Sími 95 551—95 552 Skrifstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA Eg var staddur niðri í Eaton’s búð hérna um daginn og sat þar á hörðum bekk í hvíldar- stofunni svonefndu. Það mega vera þreyttir menn, sem geta hvílt sig þar. Eg var svona að horfa á fólkið, sem var þar, eins og eg geri stundum. Mér varð sérstaklega starsýnt á einn mann. Harm var hár vexti og magur, ljós yfirlitum og and- litið og yfirbragðið gáfulegt og góðmannlegt. Maðurinn var fremur illa búinn, hann hafði vonda skó á fótunum og yfir- höfnin var snjáð. Hann sat þar og talaði við annan mann, sem var mikið betur búinn en hann. Eg heyrði ekki orð af því, sem þeir sögðu, en eg tók eftir því, hvað hái maðurinn talaði ró- lega og hreyfði hendurnar fall- ega um leið og hann talaði. Eg fór að bera hann saman í hug- anum við suma yngri mennina, sem tala hátt og með hlátra- sköllum og ýmsum kjánalátum. Það var eitthvað óvenjulega göfugmannlegt við þennan mann, þrátt fyrir að hann bar það utan á sér, að hann sæti ekki sólarmegin í mannlífinu núna, hvað sem áður kann að hafa verið. En þegar eg gekk út þaðan, fullur aðdáunar og samúðar, þá rakst eg á landa, sem eg þekki, og hann fór að segja mér í óspurðum fréttum, að nú væri hann búinn að reka djöfulinn út úr sínu holdi. Eg spurði hann eitthvað frekar út í það, hvað lengi hann hefði verið búinn að ganga með hann, og hann sagði, að það væri óralengi. Svo fór hann að útskýra þetta betur fyrir mér, og varð hávær, eins og okkur Islendingum er gjarnt til, og fólk var farið að líta til okkar. Eg sá ekkert betra ráð en að kveðja þennan kunningja minn og komast burt frá hon- um sem fyrst. Hvernig stend- ur annars á þessum hávaða í okkur íslendingum? Það er eins og við séum altaf að hrópa hver til annars í grenjandi roki. . . . Það er eitthvað skemtilegt og viðkunnanlegt, að heyra menn tala hægt og rólega og hreyfa hendurnar fallega um leið. Aths. Hkr.: — Heimskringla vill aðeins gera þá athugasemd við ofanskráða grein, að hún er ekki sammála öllu sem haldið er fram í henni. ABRAHAM LINCOLN Eftir Nóttfara Framh. Það er gráthlægilegt að lesa umsagnir blaðanna frá þeim tímum. Hlálegar eru kosninga- brellurnar núna en ekki voru þær betri þá. Hér eru nokkur dæmi: “Þetta skjálfandi, skriðdýrs- ættaða kvikindi, hann Lincoln, er að flækjast á þjóðmálafund- um og grátbiðja menn að hlýða á sig.”—(Chicago Times). “Lincoln er fullur auðmýktar biðjand guð að hjálpa sér gegn Douglasi.”—(N. York Herald) “Vesalings ræfillinn, hann engist sundur og saman eins og ánamaðkur í höndum litla ris- ans. Ræður hans eru aðeins rugl.”—(Philadelphia Press). “Lincoln er að dauða kom- inn. Hann skelfur, sem hrísla, virðist ganga í svefn, veit ekki sitt rjúkandi ráð. Vinir hans verða að passa hann eins og skepnu og fela hann á milli funda.” Þannig mætti lengi telja heimskuhróp hatursmagnaðra mannorðsþjófa er sýna aðeins þann marg sannaða sannleika, að engin er spámaður í sínu föðurlandi meðal samtíðar Framh. á 7. bls. L-/ & EN EKKI EINS FURÐULEGT SEM BRANVIN VERÐ Gö' i xox tít- f\o' ,s*° Borgið enga premíu fyrir efnisgæði. Hin bragðgóðu og efnisriku Branvin, rauð eða hvít vín, eru yðar á samaverði og vanaleg vín. Jordan Wine Co., Ltd.—Jordan, Canada Búa einnig til Challenger Port og Sherry This advertisment is not inserted by the Govemment Liquor Control Commission. TKs Commission is not responsible for statements made as to quality of products advertised.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.