Heimskringla - 26.03.1941, Blaðsíða 4

Heimskringla - 26.03.1941, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 26. MARZ 1941 llicimskrmgla (StofnuB 111«; Kemur út A hverjum miBvikudegi. Elgendur: THE VIKING PRESS LTD. Ij« og SSS Sargent Avenue, Winnipef Talsimia 86 537 Ver8 blaðslns er $3.00 é.rgangurlrm borglst tyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. 011 vltSakifta bréf blaðlnu aðlútandl sendlst: Manager J. B. SKAPTASON 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINOLA 153 Sargent Ave., Winnipeg "Helmskrlngla" ls publlahed and prlnted by THE VIKIVO PRESS LTD. 153-855 Sargent Avenue, Winnipeg Jfra. Telepiione: 86 537 WINNIPEG, 26. MARZ 1941 ÞREYTA Við sem nú erum uppi, heyrum líkleg- ast fá orð eins títt á vörum manna og orðið þreytu. En það skrítna við þetta er, að það er ekki þreyta af vinnu, sem átt er við. Það skilur hver maður, að ströng og uppihaldslaus vinna þreytir. En sú þreyta sem hér er átt við, kemur fram í alt öðru. Hennar verður tíðast vart á skemtisamkomum, vegna þess að oflangar ræður eru þar fluttar. Ræður sem fara fram úr fimm mínútum, að maður ekki segji tíu, eru alt of þreytandi. Hvað fróðlegar ræðurnar eru, kemur ekki til greina. Þær olla sömu þreytunni hvernig sem þær eru. Á íslenzkum skemtifundi ónefndum í þessum bæ, bauð maður nýlega upp á nokkrar lausavísur, sem ortar voru flest- ar hér vestra, og skýrði um leið frá ástæðunni eða tilefni sumra þeirra. — Margar af vísunum hafa aldrei á prenti sézt. Þær voru að vísu misjafnar, en einstöku þó ágætar. En nú var lest- urinn farinn að nálgast 20 mínúturnar. Þá var þess heldur ekki lengi að bíða, að farið var að kvarta undan þreytu, og lesturinn væri að verða of langur. Sá er þetta ritar stjórnaði skemtiskránni. — Viðstatt var aðeins eldra fólk, fimtugt og þar yfir. Oss varð á að spyrja, hverju þetta sætti? Við hefðum komið hingað til að skemta okkur og með hverju öðru en þessu gætum við skemt okkur, sem of stirð værum orðin til að dansa og ó- ljúft alt hopp og hí? Við því var ekkert sagt. Dæmi þessu lík mætti lengi telja. Það er ekki á þetta atvik bent sem neitt sér- stakt. Þreytan, sem þar kom fram, er, algeng. Hennar verður vart á hverri samkomu, í kirkjum, á íslendingadögum, á þjóðræknisþingum. Henni skýtur og skjótt upp í því sem lesið er. Það er undantekningarlaust sózt eftir að lesa styztu greinarnar í blöðunum og styztu sögurnar og fréttirnar. Alt annað er svo þreytandi! Hvað veldur þessari andlegu þreytu, að geta ekki fylgst með því, sem skrifað er, eða lesið, nema fáeinar mínútur í senn? Það er ekki gott að segja. En eitt er víst. Hún ber vott um andlegt þróttleysi. Sálarþrekið er ekki meira en þetta, að ekki er hægt að fylgjast með efninu í ræðunni eða greininni, nema mjög stutt í einu. Þá slitnar þráðurinn og alt verður að einum hrærigraut fyrir hugskotssjónum áheyrandans og þá fer sem vonlegt er, áhuginn að dvína. Þetta hugar-ástand er orðið æði ólíkt því, sem var heima, er sögur og fróðleik- ur, alt andlegt fóður, sem náðist í, var lesið kvöldvökurnar út, og menn fylgd- ust svo með lestrinum, að hætta varð, ef fram i eldhús þurfti að hlaupa til að líta eftir hvernig hlutunum þar reiddi af, Þar var ekki kvartað um þreytu. Nei — þar var fylgst með lestrinum og því lengur, sem lesið var, þeim mun meiri fróðleikur var drukkinn í sig og með sama ákafanum. Að þreytu umkvörtuninni kveður nú orðið svo mikið, að margur veigrar sér við, að koma fram á íslenzkum samkom- um eða hátíðum, sem eitthvað nýtilegt hefir að bjóða. Hinir þreyttu eru ekkert að biðja um fróðleik. Það er andleg fyrirhöfn að fylgjast með honum. Og hana eru flestir ófúsir að leggja á sig. Ef að þessi ríkjandi aldarháttur hefði nú ekkert alvarlegra í för með sér, en það, sem á hefir verið minst, eða það eitt, að ófróðlegar ræður, ef aðeins eru nógu stuttar, væru fluttar á samkomum, til þess að þreyta ekki samkomugesti, skyldum vér ekkert um þetta efni segja. En sannleikurinn er, að hér liggur víð- tækt efni að baki sem vert er að íhuga sem vandlegast. Það er þetta. Er flaust- ur nútímans svo mikið, að menn eigi bágara með en áður að gerhugsa hlut- ina? Tvístra lífshættirnir nú svo hugs- uninni, að hún geti ekki staðnæmst til lengdar við neitt vist eða eitt efni? Ef svo er, virðist í raun réttri um andlega afturför að ræða frá því sem við þektum heima á Islandi. FRAMTÍÐAR VIÐHORF Eftir Stuart Chase Gunnbj. Stefánsson þýddi “Berið saman framsýni yðar og hug- boð fyrir árið 1941 við það sem með fullri vissu virðist að fram muni koma, eftir skoðun höfundarins. Ennfremur við það sem miklar líkur eru til að rætist og einnig það sem hugsast gæti að komi fram.” Hver svör eru við þessum eftirfar- andi spuringum? Heldur Bandaríkjaþjóðin áfram að verða voldugasta þjóð heimsins? Er hugsanlegt að Bandaríkin verði gjaldþrota? Verður ráðist á Bandaríkin með mn- rásarher? Hvað kemur fyrir, ef Bandaríkin fara í stríð sem bandaþjóð Bretlands? Aukast stjórnar yfirráð yfir hagfræði- legu þjóðkerfi voru? Hvað kæmi fyrir ef vér mistum utan- ríkjaverzlun vora? Fer Þýzkaland í stríð við Rússland? Fer Rússland í strð við Japan um yfir- ráð yfir Asíu? mn Ritstjórar tímaritsins “Cosmopolitan” (Heimsborgarinn), hafa beðið mig að skýra frá því, er eg sæi í framtíðinni, og með skyndilegri ályktun, hefi eg orðið við áeggjan þeirra . Spámenn liðins tíma hafa eigi reynst svo áreiðanlegir, síðan heimurinn byrjaði að liðast sundur eftir Munich samningana. Þeir fullvissuðu oss um, það á meðal annars, að Hitler væri aðeins með blekk- ingar, og myndi eigi berjast, að Rússland og Þýzkaland myndu aldrei gera samn ing með sér, að Rússland gæti eigi sigr- að hina hughraustu Finna, að “Maginot varnarvirki Frakka væru ósigrandi, að franski herinn væri hraustasti og best vígbúni her heimsins, að ítalía myndi að lokum gera bandalag við Frakka og Breta; að stríðið í Kína myndi ríða Japan að fullu og svona mætti halda áfram, og þetta var ályktað eftir bestu vitneskju og rannsóknum. Eðlilega er eg mjög hikandi við að bætast í hóp þessara spásagna anda, en í kyrþey lágnættisins rísa spurningar huga mínum, er eg reyni að finna svör við. Hvað er í vændum? Hvaða undir- búning þurfum vér hér í Ameríku að gera? Að morgninum virði eg fyrir mér þær hugmyndir, er eg hefi séð að nóttunni. Sumar þeirra eru góðar á að líta, aðrar valda mér hins mesta áhuga. En ef eg á að vera sjálfum mér samkvæmur, þá hlýt eg að geta þeirra eins og hinna. Þær sýna eigi hluti né viðhorf, sem eg æski eftir að birtist mér, heldur það sem mér finst að muni koma fram, eða geti rætst innan næstu tíu ára, hvort sem mér líkar það betur eða ver. Til að tryggja sjálfann mig fyrir of mikilli ónákvæmni, þá ætla eg að skifta þessum atburðum í þrjá flokka. Fyrst þeim, sem mér virðist augljóst að muni eiga sér stað. 1 þessum flokki eru óhreykjandi sannindi á þessum tím- /Um yfir stefnur og viðburði svo áhrifa- ríka, að ekkert getur breytt þeim í ná- inni framtíð. Þeir munu rætast, þrátt fyrir það hverjir það eru sem vinna styrjaldir eða kosningar. í annan flokk skipa eg þeim atburð- um, sem sterkar líkur eru til að muni eiga sér stað. Eg er þess þó alls eigi fullviss, að svo verði, en alt bendir fylli- lega til þess. Ef eg ætti að gefa fullnaðar úrskurð, myndi eg segja að þeir rættust. f þriðja flokkinn skipa eg þeim atburð- um, sem einhver ástæða er til að hugsa sér, að gætu viljað til, en um þá vildi eg enga fullyrðingu gera. Þó sé eg enga ástæðu til, að þeir gætu eigi viljað til undir vissum aðstæðum. Og ef eg væri bandarískur stjórnmálamaður, eða hermálaráðherra, þá myndi eg nú þegar hefjast handa að sporna við þeim. Viðburðir sem virðast bersýnilegir: Bandaríkin munu halda áfram að verða voldugasta þjóð heimsins. 1 þeim eru nú um helmingur allrar stóriðnaðar fram leiðslu í heiminum. Þar eru einnig helmingur allrar nothæfrar orku frá kolum, olíu og vatnsafli. Með auknum herviðbúnaði, verður þessum hlutföllum áreiðanlega haldið við. Þýzkur og breskur stóriðnaður ligg- ur undir stórskemdum frá sprengiárás- um. Slíkt veldur því að ekkert eitt þjóð- ríki né samband af ríkjum, gætu fram- leitt meira en vér, ef vér snerum stóriðn- aðarkrafti vorum að því að framleiða stál, olíu, kol, trjávið, byssur, skip, flug- vélar bryndreka, hús vefnaðarvörur, fæðutegundir eða nokkuð annað sem hægt væri að koma stóriðnaði við. Með miklum fjárframlögum til auk- inna hervarna, verður góðæri í landinu eins lengi og fé er varið til þeirra. Enn- fremur eins lengi og vér höfum nægilegt af vinnulausum mönnum, iðnaðarvélum og uppskeru þá þurfum vér eigi sem þjóðfélag að fórna neyslu á framleiðslu vorri, né hagkvæmilegum framförum í landinu. Tíminn til að velja á milli byssa og smjörs kemur fyrst, þegar allir at- vinnulausir menn hafa tekið til starfa. Bandaríkin munu eigi verða gjald- þrota. Eins lengi og vér höfum vinnukraft og hráefni, þá geta bankarnir með verð- bréfum sínum og töluliðum eigi neytt oss i ríkisgjaldþrot. Sá heimur, er nú er að birtast oss, skipar mönnum og efni í fyrsta lið, peningum í annan. Þýzkajand hafði enga peninga og ekk- ert lánstraust. Þó höfðu þýzk stjórnar- völd á sjö árum haft stórfeldari hernað- arviðbúnað, en nokkru sinni áður hafði þekst í heiminum. 1 landinu var nóg til af mönnum, efni og orku, og Dr. Schacht sá um gjaldmiðilinn. Ef bandarísk stjórnarvöld sem hafa yfir margfalt meiri auðlindum að ráða en Þýzkaland, en til- tölulega minni hernaðarkostnað, stýrðu landi voru í gjaldþrot, þá hefðu þau sann- að oss að þau þyldu enga samkepni á við stjórnarvöld Þýzkalands í hinum raunverulega heimi manna, efnis og orku. Sé eg fullviss um nokkurn skap- aðan hlut, þá er eg fullviss um, að þau munu þola slíka samkepni. Verðlækkun á vörum mun eigi eiga sér stað sem nokkru munar, eða hafa nein hættuleg áhrif uns nálega allir vinnu- lausir menn og starfsvélar eru starfandi. Eg efast um að slíkt kæmi fyrir innan þriggja ára. Þegar að þeim tíma kem- ur, nema sambandsstjórnin verði ó- hyggnari en hún hefir verið, er hægt að stemma stigu fyri verðhækkun með því að takmarka vald viðlagasjóðskerfisins. í Þýzkalandi þar sem ekkert atvinnu- leysi hefir verið, hefir mjög lítil verð- hækkun átt sér stað. Á Bretlandi, sem hafði nálega ekkert vinnuleysi í nóv. 1940, hefir átt sér stað talsverð verk- hækkun. Verð á fæðutegundum og föt- um fer hækkandi á Englandi. Þarna höfum vér tvö dæmi, sem vér getum numið nokkuð af. Yfirráð yfir hagfræði- legu þjóðlífi voru af hálfu stjórnarinnar munu aukast með auknum hervarna- kostnaði. Ríkið leggur féð fram við allan þann kostnað, og enginn skyldi ætla stjórn- areftirlit færi þverrandi. Fyrsta skylda ríkisins er að verja landið. Öllu verður að ryðja úr vegi að því marki, og það verður gert. Á hinu liðna krepputímabili varð sam- bandsstjórnin að ná auknum yfirráðum frá því sem áður var. Á þessum hættu- legu stríðstímum hlýtur hún að fá vald sitt aukið enn meira. Það er ef til vill eigi æskilegast sem skyldi, en óhjákvæmilegt. Sterk og at- hafnasöm sambandsstjórn. mun sitja að völdum um nokkra hríð, eftir að fjár- eyðsla til hervarna lýkur. Hvers vegna? Vegna þess, að miljónir af borgurum rik- isins verða atvinnulausir og þúsundir verksmiðja óstarfræktar þegar eigi er þörf á meiri herskipum né byssum. Þá verður sambandsstjórnin að finna ný störf fyrir alt þetta fólk, eða horfast í augu við hið gífurlegasta krepputímabil í sögu þjóðarinnar. Ef Bandaríkin fara í stríðið, aukast yfirráð sjtórnarinnar svo mjög, að land- íð verður nálega undir einræðis hag- fræði skipulagi. Til sönnunar þessum óvæntu athugunum, þarf eigi annað en lesa stefnuskrá hermáladeildarinnar, sem samin hefir verið fyrir löngu síðan. Samkvæmt henni verður stjórnfræðilegt lýðræði og starfsræksla einstaklingins- stofnana afnumin yfir það tímabil sem stríð stendur yfir. Ef til vill lengur. Sérstætt þjóð- legt sjálfstæði eins og vér höf- um þekt það, fer óðum hverf- andi. Engin þjóð getur haldið uppi þjóðréttindum sínum á vorum tímum, nema hún hafi tíu þúsund hernaðar flugvélar, og verksmiðjukraft til að halda þeim við. Með því er átt við að smáþjóðir hljóta að ganga í þjóðasamband, eða að öðrum kosti leggjast {índir vernd einhverrar stórþjóðar, sem ræður yfir tíu þúsund her- flugvélum. Vér skulum gefa gaum að smáþjóðum í Evrópu og Asiu um þessar mundir. — Ennfremur að Suður-Ameríku þjóðunum, sem hafa enga þörf á að auka landsvæði sín til að geta fullnægt hagfræðilegri þörf sinni. Framh. FRÓÐLEIKSMOLAR (Um Canada) Blöð og Tímarit: 1 Canada eru gefin út 1805 blöð og tíma- rit á ári. Auk þess er greitt $9,822,000 fyrir erlend blöð og rit. Fyrir því að menn hafi eitt- hvað að lesa virðist vel séð. Fyrsta blaðið hér, stofnaði maður að nafni John Bushnell árið 1752. Það var gefið út í Halifax og hét “Halifax Gaz- ette”. Blað þetta er ennþá gef- ið út, en nafninu hefir verið breytt að ofurlitlu leyti; það heitir nú “Nova Scotia Royal Gazette”, en er að öðru leyti sama blaðið. Af þessum blaðasæg eru 116 dagblöð. 9 blöð koma út annan hvorn dag eða þrisvar á viku, 25 tvisvar á viku, 1010 viku- lega, 14 aðra hvora viku, 43 tvisvar eða oftar á mánuði, 454 mánaðarlega, 19 annanhvorn mánuð, 55 hverja 3 mánuði, 60 á ýmsum tímum — eða alls 1805 blöð og rit. Af dagblöðunum eru 40 gefin út í Ontario-fylki, þar eru og 350 vikublöð og 183 mánaðar- blöð eða rit. í Quebec eru 19 dagblöð, 152 vikublöð, 154 mán- aðarrit. Næst er British Col- umbia með 18 dagblöð, 83 viku- blöð og 35 mánaðarrit. Nova Scotia hefir 9 dagblöð, 41 viku- blað og 8 mánaðarrit. Mani- toba: 8. dagblöð, 92 vikublöð og 42 mánaðarrit. Alberta hefir 6 dagblöð, 99 vikublöð og 8 mán- aðarrit. I Saskatchewan eru gefin út 5 dagblöð, 155 viku- blöð og 14 mánaðarrit. I New Brunswick eru 7 dagblöð, 21 vikublað og 8 mánaðarrit. — Prince Edward-eyja og New foundland hafa sín 2 dagblöðin hvort og 5 vikublöð hið fyrra en hið síðara 10. Blöðin eru auk ensku og frönsku á þessum málum: kín- versku, króatisku, tékknesku, dönsku, hollensku, finsku, þýzku, grísku, ungversku, ís- (-lenzku, ítölsku, japönsku, he- bresku, norsku pólsku, rú- mönsku, rússnesku, spönsku, svensku og úkrainisku. * * * Ensku kunnátta: Tvö tungu- mál eru jafn rétthá í Canada: enska og frakkneska. Mann- talið 1931, sýnir að 15 af hundr- aði af þjóðinni, að undanskild- um öllum undir 10 ára aldri gátu ekki talað ensku. Meira en 48% af Quebec-búum, kváð- ust ekki geta talað ensku. Af Frökkum í Quebec tala ekki 61 af hundraði ensku; í New Brunswick heldur ekki 11%. — Fylkið sem mest enska er töluð í og enskast er að því leyti í Canada, er Prince Edward Is- land. Aðeins einn af hverjum 300 manns, getur ekki mælt á enska tungu. Nova-Scotia er næst með 1% óenskumælandi. 1 Ontario eru 2% sem ekki eru enskumælandi. í Vesturfylkj- unum eru að jafnaði 4 af 100, sem ekki mæla á enska tungu. eða mótor-hjól): Árið 1908 voru 3054 mótorferðatæki (aðallega bílar) í Canada. Árið 1939 voru ferðatækin orðin 1,439,245, sem svarar til þess að áttundi hver maður (nákvæmlega reiknað 7.9) eigi bíl eða vagn eða mót- orhjól. I eldsneytisskatt (gas tax) heimtu stjórnir fylkjanna $51,- 945,360 og fyrir ökuleyfi bæði fyrir bílana og bílstjóra $27,- 961,132 — eða alls $79,915,492. Eldsneytið (gasolía) sem far- tæki þessi brenna, nemur á ári 807,666,000 gallónum. Árið 1939 dóu 1,584 menn af bílslysum í Canada. Fer þeim þó fækkandi, en eru samt há borin saman við dauðsföll af járnbrautaslysum, sem voru aðeins 197 á árinu. í byrjun núverandi stríðs, voru 12 bílaverksmiðjur í Can- ada. Þær framleiddu 166,086 bíla árlega er kostuðu um $108,158,725. Með vélapörtum er þær gerðu, nam framleiðsl- an alls $116,746,239. Innstæðu- féð er sagt um 60 miljón dalir. Atvinnu veittu þær 14,872 mönnum árlega og kaup goldið nam $20,993,362. ORÐ MERKRA MANNA UM TÍMANN Tíminn er græðijurt sára.—Franklin allra Tíminn er líf sálarinnar. Longfellow __ * * * Eg sóaði tímanum og nú só- ar tíminn æfi minni. Shaekspeare Tíminn er vor vitrasti gjafi.—Perikles. ráð- Tíminn opnar augu fleiri manna en vísindalegar ástæð- ur geta gert.—Thomas Paine. * * • Tíminn — þú, sem græðir alt og myrðir alt.—Shakespeare * * « Manninum virðist ekki eins ábótavant í nokkru og því, að hafa tímann á valdi sinu. Zeno * * • Svo stutt sem æfi vor er, styttum við hana þó mikið með því, hvernig við eyðum tím- anum.—Victor Hugo * * * Eilífðin gefur aldrei neitt til baka af mínútunum, sem við eyðum gálaust.—Schiller. * * * Hyldýpi tímans, það er gröf vor allra.—Dryden * * * Æfi-örlög vor fara eftir notk- un tímans.—Chapman. * * * Tíminn breiðir yfir alt; list hans er í því fólgin, að gera alla hluti að moldu. Sir Thomas Browne * « • Tíminn eyðileggur alt ráða- brugg mannsins, en staðfestir dóm náttúrunnar.—Cicero * * * Tíminn er dýrmætur. En sannleikurinn er dýrmætari en tíminn.—Beaconsfield * * * Að þekkja hið sanna gildi tímans, er mest um vert. Lærið að njóta hvers augnabliks réttilega. Iðjuleysi, leti leiðir af sér, að öllu er slegið á frest, sem gera þarf. Geymið ekki til morguns það sem gera á í dag. Jarlinn af Chesterfield Áttundi hver maður á mótor- ferðatœki (bíl, flutningsvagn Kennarinn: Eftirmenn Mú- hameðs hétu Kalifar. En hvað hét ríki þeirra? Lærisveinninn: Kalifornía?! Faðirinn: Hvaða ástæðu hef- ir þú til þess að kvænast stúlk- unni? Sonurinn: Ástæðu? Eg elska hana! Faðirinn: Það er ekki á- stæða! Það er afsökun!

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.