Heimskringla - 26.03.1941, Blaðsíða 5

Heimskringla - 26.03.1941, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 26. MARZ 1941 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA NOKKUR MINNINGARORÐ Thórarinn Thórarinson Þann 6. þ. m. andaðist úr lungnabólgu Thórarinn Thór- arinson bóndi við Climax póst- hús í Saskatchewan fylki, tæpra 59 ára að aldri. Hann var fæddur 15. maí mánaðar árið 1882 á Langavatni í Suður- Þingeyjarsýslu á Islandi. For- eldrar hans voru Jón Þórarins- son, bóndi á Langavatni, af Halldórstaðaætt í Laxárdal, en móðir hans var Þuríður Sveins- dóttir, bónda á Garði í Aðal- reykjadal. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum á íslandi fram til 9 ára aldurs, að faðir hans lézt, en móðir hans fluttist, ásamt börnum sínum árið 1891, burt af Islandi til Banadaríkjanna og settust að í Long Pine í Nebraska-ríkinu. Þar dvöldust þau um 5 ára skeið, en fluttu þá búferlum til Mountain-bæj- ar í Norður Dakota. Skömmu síðar tók móðir hans upp heim- ilisréttarland nálægt Munich í sama ríki, og þar stundaði Thórarinn sál. búskap með móður sinni, en hugur hans hneigðist til mentunar og gekk hann á ríkisháskólann í Grand Forks og lauk þar verzlunar- námi. Árið 1910 fluttist Thór- arinn sál. ásamt móður sinni er þá var gift í annað sinn og stjúpa sínum, Indriða Sigurðs- syni og bræðrum sínum til Canada og tóku upp heimilis- réttarlönd í Saskatchewan- fylki, um 8 mílur norðvestur af bænum Climax. Árið 1014 kvæntist Thórarinn sál. heit- meý sinni, Þorbjörgu Gísladótt- ur Johnson úr Mountain-bygð, N. D., af ætt sagnfræðingsins alkunna, Gísla Konráðssonar, og bjuggu þau hjón á heimilis- réttarjörð hans æ síðan. Þeim varð 5 barna auðið, tvær stúlk- ur dóu ungar, en þrjú eru á lífi og syrgja föðurinn, ásamt móð- ur sinni. Þau eru: Gísli Thor- valdur, gengur á búnaðarhá- skólann í Saskatoon og Lor- raine og Margrét heima. Systkini Thórarins sál, sem lifa hann eru þessi: Mrs. Guð- rún Guðmundsson, við Moun- tain, N. D. Mrs. Thora Hansson í Winnipeg, Mr. Metusalem Thorarinson byggingameistari, Winnipeg og Magnús og Sveinn við Climax pósthús. Heimili Thórarins sál. lá um þjóðbraut þvera, og sýndu þau hjón gestum og vegfarendum hina mestu gestrisni að íslenzk- um sið. Thórarinn sál. var frjálslyndur í skoðunum og tók ákveðinn þátt í samvinnumál- um bænda og framfaramálum sveitar sinnar. Velgengni og framtakssemi íslands og ls- lendinga, hvar sem var, voru metnaðarmál hans. Hann var jarðaður í Amelía grafreit, þar sem hinar látnu dætur hans hvíla, þ. 10 marz s. 1. að viðstöddu fjölmenni. Norskur prestur, séra Ander- son, einn af þjónandi prestum í Clmax, jarðsöng. G. St. KAUPIÐ HEIMSKRINGLU— útbreiddasta og fjölbreyttasta íslenzka vikublaðið ÚR EINU 1 ANNAÐ Við sitjum í bílnum og þeyt- umst um landið og okkur flýg- ur margt í hug. . . Við reynum að gleyma hörmungunum, sem sagt var frá í blaðinu í morgun og látum hugann hvarfla til ýmislegra atburða, sem komu fyrir þegar veröldin var nokk- urnveginn með fullu viti . . . og ein endurminning rekur aðra. Einhver var að minnast á gott skaplyndi í gær. . . Mikið dáist eg að geðgóðu fólki og mikið hata eg geðvonsku . . . i það eru oft íslenzk álög að vera geðvondur... En mér dett- ur í hug tveir góðir Islendingar, sem eg hafði daglega umgengni við á Kaupmannahafnarárun- um mínum, en það eru þeir Sveinn Björnsson sendiherra og Jón Sveinbjörnsson konungsrit- ari; þeir voru líkir að einu leyti . . . að geðprýðinni til . . . það var annars skrítið hvað Danir áttu erfitt með að gera greinar- mun á nöfnum sendiherrans- og konungsritarans og svo bættist það við í ofanálag, að Tryggvi Svörfuður Sveinbjörnsson, sem nú er þektur rithöfundur í Danmörku, var á sendiherra- skrifstofunni og við höfðum ei- líft rugl út af þessum þremur nöfnum. . . Já, nöfn . . . einu sinni hitti eg konu eina í Höfn ... hún var íslenzk, en átti heima á Borg- undarhólmi og var systir Axels Tulinius og þeirra bræðra. . . J Hún átti f jóra tengdasyni, sem allir hétu Koefoed og allir að, skirnarnafni Christian. . . Enj mér var sagt síðar, að Koefoed væri eins algengt nafn á Borg-j undarhólmi og Jensen er ann- arsstaðar í Danmörku... Danir, sem ekki heita Jensen hafa gaman af að stríða þeim, sem hafa það nafn að dragast með . . . þeir segja þá, 'að 4 miljónir byggi Danmörku og 2 miljónir þeirra heiti Jensen ... sem auð- vitað er ýkjur, en margir eru þeir, sem heita Jensen þar í landi og var eg vön að vor- kenna þeim í gamla daga í Höfn . . . ó jæja þá . . . enginn vorkennir okkur, aumingjun- um, sem heitum Smith eða Schmidt hér í álfu! Og nú man eg eftir þrem systrum. . . Já, það voru einu sinni þrjár systur og þær voru fæddar í Kaupmannahöfn , . .j þessar systur voru allar fall-; egar, en foreldrar þeirra höfðu! lítil efni og engan óraði fyrir, því á uppvaxtarárum þeirra, að það ætti fyrir þeim öllum að liggja, að giftast víðfrægum mönnum. . . En svona fór það samt. . . Ein þeirra giftist Ein- ari Jónssyni myndhöggvara —] hún var forkunnarfögur kona — ... önnur giftist Gunnari Gunnarssyni rithöfundi og sú þriðja giftist Carl Brisson, upp- áhalds söngleikara Englend- inga, sem sjálfur hefir átt svo æfintýralega æfi, að vel mætti skrifa um hann heila bók. . .1 Fyrir nokkrum árum síðan j voru þau Brisson og kona hans, frú Cleo, í heimsókn í San Francisco og hitti eg þau þar .'.. þetta var í “cocktail party”, sem þau héldu á víðfræga St. Francis gistihúsinu og voru blaðamenn borgarinnar þar margir, en Brisson var um þær mundir í miklu dálæti í Holly-^ wood og vann sér inn 5000 doll- ara á viku sem filmleikari. . .1 Frú Cleo og eg töluðum um Kaupmannahafnarlífið og um systur hennar, sem hún sjaldan sagðist fá bréf frá, enda hefði hún sjálf lítinn tíma til að skrifa bréf. . . Hún var leik- kona þegar hún var ung og man eg eftir að hafa séð hana í Höfn, en nú kærði hún sig ekki um annað en mann sinn og starf hans... Brisson var fram- úrskarandi dansari . . . það var nú maður, sem kunni að dansa vals! Enda hafði hann dansað valsinn í “Glöðu ekkjunni” meir en þúsund sinnum á leik- sviðinu í Lundúnum. . . En þeg- ar við tölum um vals, þá dettur mér í hug danskur kunningi okkar, sem einu sinni kom frá Danmörku í heimsókn til San Francisco og átti heima á þessu fyrnefnda St. Francis. . . Hann hafði útvarpstæki á herberginu sínu á gistihúsinu og hann hélt því fastlega fram, að í hvert skifti, sem hann hlustaði á út- varpið, þá heyrði hann Donau- valsinn spilaðann . . . og hann uppástóð, að Bandaríkjamenn hefðu tekið sér þennan fræga vals að þjóðsöng! Um daginn skrifaði eg grein- arstúf með fyrirsögninni “Enn um lítillæti”, en þar sagði eg frá sænskum greifa, sem einu sinni gerði mikið veður út af því við mig, hvað íslendingar væru sóðalegir . -. . en hann þagnaði snögglega, þegar hann var spurður, hvort hann hefði lesið bók, sem heitir “Stúlka meðal stúlkna”, en sú bók dá- samar ekki beinlínis þrifnað á sveitaheimilum í Svíþjóð. . . Eftirköst þessa atburðar voru svona. . . Daginn eftir þetta samtal mitt við Svíann, kom blómvöndur með 24 rósum frá honum og fylgdi blómunum af- sökunarbréf, þar sem hann sagði, að aldrei myndi hann héðan af tala um óþrifnað á Islandi. . . Svíar eru menn kur- teisir, eins og kunnugt er, og eru gefnir fyrir að senda blóm og altaf ósköpin öll af þeim í einu ... og þeir eru ekki hrædd- ir við að viðurkenna, ef þeir hafa á röngu að standa. Og nú dettur mér í hug, að Norðmaður undir sömu kring- umstæðum myndi líklega hafa grafið upp einhversstaðar bók, þar sem tekið var fram, og helst færðar sönnur á, að Norð- menn væru mestu þrifnaðar- menn í heimi, og sent mér svo bókina í skrautbandi. . . En setjum svo, að Dani kæmist í svona fár... hann myndi koma sjálfur daginn eftir, hlægjandi út undir eyru með súkkulaði- kassa undir handleggnum og fyrirgefningarbón á vörum. . . En ef um íslendinga hefði verið að ræða í samskonar standi, þá myndi afsökunarbréfið líklega hafa verið i ljóðum og ef hann hefði átt aura upp á vasann, þá hefðu rósirnar verið 36 . . . og allar rauðar. . . Rannveig Schmidt EINN BÆNARSÁLMUR Á ÞORRA Ef til vill eftir Leirulœkjar Fúsa (Lag: Kærleikanshjón eg kveðja nái) Bili nú ekki bæna hnoðið; Biðja skal fyrir Sigurði. örlögin hafa í hann troðið Ærfóður þyngd af vísdómi. Svo ef hann springur, það ótt- ast má að einhleypir leikmenn drukni þá. Það yrði bani Borgfirðinga ef blöðruna rifi meistarinn. Hart verður þá um hagyrðinga og heimurinn næsta sorgbitinn. Fljótt skal því manninn for- gyrða með fjórum gjörðum um miðj- una. Mér er ei unt að biðja betur— bæninni troddu skó þinn í. Svo ef að þú labbar einn um vetur eitthvað norður i kúarí, þá pústrar þig enginn prangari sem plagar að vera á leiðinni. XXX Enn er ósannað, hvort við elskum fyrir auð, eða auðgumst fyrir ást.—Shakespeare. * * * Frúin: Hvað eruð þér með á höfðinu, stúlka? Stúlkan: Tehettuna! Frúin i sagði, að eg ætti að hafa hana, þegar eg kæmi með teið. ÆFIMINNIN G ISLANDS-FRÉTTIR Frh. frá 1. bls. Nokkrar breytingar voru og gerðar á fulltrúaráði félagsins, en í því eiga sæti 26 menn. Margir tóku til máls á fund- inum, auk þeirra sem áður hef- ir verið minst á, svo sem Ás-j geir Ásgeirsson, Sigfús frá Höfnum, Jóq Magnússon, frúl Soffía M. ólafsdóttir, Vigfús Guðmundsson og Steinn Kr. Steindórsson, er bar fram til- lögur viðvíkjandi tilhögun á framhaldi af Sögu Vestur-fs- lendinga o. fl., sem vísað var til stjórnarinnar.—Mbl. 7. febr. Þarfnastu fjár? PRÍVAT LAN ER SVARIÐ. Þér getið samið um lán við félag vort sé fyrirtæki yðar nokkurs vert, greitt það til baka mánaðSrlega. Vextir eru lægri hjá oss en nokkrum öðrum í Win- nipeg, þar sem við höfum starfað í 20 ár. Komið, símið eða skrifið oss. Commerciðl Securities CORP. LTD. C. H. McFadyen, stjórnandi Þorbjörg Gestsdóttir Jóhannson Þann 21. janúar síðastliðinn andaðist að heimili sínu að Markerville, Alta., húsfreyja Þorbjörg Gestsdóttir Jóhann- son, fædd 14. júní 1861 í Árnes- sýslu á íslandi. Þar ólst hún upp til fullorðins ára. Árið 1889 fluttist hún vestur um haf, hélt hún þegar í stað sem leið lá til góðkunningja sinna vestur í Al- berta. Giftist hún þar 1892 glæsimenninu Gunnari Jó- hannsyni þingeying. Bjuggu þau á heimilisréttarlandi Gunn- ars 2 mílur norður af Tindastól, P. O., en fluttust 1907 v.estur fyrir Medicine ána 3 mílur norðvestur af Markerville, P. O., og keyptu það land er þau síðan bygðu. Þau eignuðust 5 börn sem öll komust til fullorðsins ára: 1. Gunnar Gestur, býr ókvæntur; 2. Halldór Júlíus, kvæntur Ólafíu Helgu Benediktsdóttir, eiga 2 dætur; 3. Hildur Fjóla, gift Karl Olson, dáin barnlaus 1922; 4. Hólmfríður Lára, gift Stepháni Maxson, eiga einn son; 5. Jóhann Kjartan, kvænt- ur Hazel M. Stewart, eiga 4 börn. Búa þau öll sæmdarbúi, eftir nútíðar hætti kringum föðurleifð sína. Mann sinn misti Þorbjörg ár- ið 1927. Skömmu síðar brá hún búi og bygði sér heimili hjá Láru dóttur sinni og tengda- syni. Þó Þorbjörg væri bókhneigð að upplagi var þó mentun hennar meira áberandi í verk- legu tilliti við hverskonar land- búnaðar annir í sveit eða þjón- ustu á höfðingja heimilum í Reykjavík, ávann hún sér þar alstaðar hið besta álit fyrir dugnað og prúða framkomu, en þó naut hún hæfileika sinna best er hún varð sjálfstæð hefð- arkona og heimilismóðir, stjórnsöm á heimili og mikil- virk, í viðskiftum hrein og á- bygglieg en þó gjafmild. Lbegi henni mikið á vann hún áheit, og mun henni hafa gefist það vel, því hvað eftir annað var hún kunn að því að senda fjár- upphæð til Strandakirkju og Hallgrímskirkju heima á Is- land, því “röm er sú taug sem rekka dregur föðurtúna til.” Síðustu tvö árin var hún mjög biluð að heilsu og þá oft undir læknishendi en rúmföst var hún aðeins síðustu vikuna. Hún var jarðsungin 24. jan. frá lút. kirkjunni að Marker- ville af Rev. R. A. Sinclair, enskum presti. Einnig talaði séra Pétur Hjálmsson nokkur huggunarorð í kirkjunni. Þó veðrið væri það versta, og kald- asta sem komið hefir á vetrin- um, var talsvert fjölmenni við- statt. “Nú er hún sæl er sælu jók, Syrgjendum þeim sem eftir þreyja, Guði sé lof sem gaf og tók Gott er að lifa vel og deyja.” A. J. C. Landnámssögu íslendinga má panta hjá Sveini Pálmasyni að 654 Banning og dr. Sig. Júl. Tóhannessyni að 806 Broad- way. FJÆR OG NÆR P. S. Anderson, málari í Wil- mette, 111., dó þriðjudagsmorg- uninn 18. marz; banamein hans var innvortis meinsemd. Jarð- arförin fór fram fimtudagi’nn næstan á eftir. Hans mun nán- ar getið síðar. * * * Laugardagsskólinn Nú eru kennarar Laugar- dagsskóla Þjóðræknisfélagsins í óða önn, að undirbúa með nemendum sínum hina árlegu skemtisamkomu skólans, sem haldin verður í Fyrstu lútersku kirkju á laugardagskveldið þ. 26. apríl næstkomandi; hefir mjög verið til alls undirbúnings vandað, og getur fólk þess- vegna treyst því, að verða eftir- minnilegrar ánægju aðnjótandi við það að hlusta á raddir æsk- unnar í leik, ljóði, framsögn og söng á hreinni íslenzkri tungu. Það veltur ávalt mikið á því, að skólinn sé stundvíslega sóttur, og með það fyrir augum, hve tíminn fram að samkomunni styttist óðum, liggur það í aug- um uppi hve mikils það er um vert æfinga vegna, að hver einasti og einn nemandi komi á skólann í tæka tíð það sem eftir er af kenslutímabilinu. SAMKOMA J. S. FÉLAGSINS The Jón Sigurdson Chapter I. O. D. E. celebrated its 25th anniyersary by an entertain- ment held in the Federated Church, Banning St., (to an overflow audience) on Tuesday evening, March 25th. After the singing of “O Can- ada” the Regent, Mrs. J. B. Skaptason presented the ladies on the platform: The charter members of the Chapter: Mrs. E. Hanson, Mrs. )A. C. Johnson, Mrs. R. Marteinson, Mrs. H. Peturson, Mrs. S. Peterson, Miss S. Halldorson, Mrs. K. Austman, Mrs. H. B. Skaptason. The committee in charge of the Soldier’s Memorial Book: Mrs. Gísli Johnson, Mrs. F. Johnson, Mrs. P. S. Palsson. The members of the Chap- ter who have been active for 25 years, that is, having joined the chapter during the first year: Mrs. Sivertson, Mrs. J. S. Gillis, Mrs. J. B. Skaptason, Mrs. E. Hanson, Mrs. P. S. Palsson. The Hon. Regent, Mrs. B. J. Brandson, lst Vice-Reg. Mrs. B. B. Jonsson; Mrs. A. J. Hughes, Reg. og the Provincial Chapter and Mrs. Rorke, Reg. of the Municipal Chapter and Mrs. McQuillan and Miss St. Johns. Miss Thora Asgeirson, 3 times winner of the Coronation Scholarship gave a piano selec- tion. Mr. Clelo Retagliate a violin solo. The history of the Chapter was prepared and read by Mrs. L. A. Sigurdson and greetings were given by Mrs. Hughes, from the National chapter and the Provincial and by Mrs. Rorke from the Muncipal. Ser- vice badges were presented to the following: Mrs. Price, Mrs. B. H. Olson, Mrs. E. Arnason, Mrs. G. A. Paulson, Mrs. O. 362 Main St. Sími 93 444 Bdominion RISA ASTERS Hin nýjasta tegund 45<í GILDI — 15* KYNNINGAR TILBOÐ Hin allra fínustu Asters. Einn pakki hver, Crimson, Shell-pink, Azure- blue, vanaverð 450, fyrir aðeins 150 (eða 6 sérstæðir litir 250) póstfrítt. Tapið ekki af þessu kostaboði. FRÍ—Hin stóra 1941 útsœðis og rœktunarbók. Betri en nokkru sinni fyr. Skrifið i dag. DOMINION SEED HOUSE Georgetown, Ontario Stephensen, Mrs. H. G. Hen- rickson. Miss María Markan sang a group of Icelandic songs, ac- companied by Miss Snjólaug Sigurdson and received a grand ovation. Mrs. B. S. Benson made a presentation of a gift from the Chapter to Miss Mark- an and Mrs. B. B. Jonsson, lst Vice-Reg. presented Mrs. J. B. Skaptason with a gift; she has been regent of the Chapter for 12 years. Miss Agnes Sigurdson, twice winner of the Jón Sigurdson Musical Scholarship, piano sel- ections. Miss Haldora Sigurd- son, twice winner of the Jón Sigurdson Scholarship met with an accident and could not render her number. A letter was received from Mrs. Colin H. Campbell the organizer of the Chapter. Refreshments were served, the table centred by a huge Birthday Cake, the gift of the Regent. Viðstaddur Eftir hinn langa, harða vetur— “LÍTTU UPP” með vorinu! DREWRYS 111 11 ] iL ffTi : L5 Éii NO TIL SÖLU Sími 96 361 Bruggað sérstaklega til að hressa sig með vorinu—þú sækir mjög svo eftir Bock Beer. 1 FLÖSKUM eða KJÖGGUM VERTU HÓFSAMUR— DREKTU BJÓR Thls advertlsement ts not lnserted by Government Uquor Control Oommlaslon. The Commission ls not respanslble for statements made as to quaUty of pro- ducts advertlsed.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.