Heimskringla - 26.03.1941, Side 7

Heimskringla - 26.03.1941, Side 7
WINNIPEG, 26. MARZ 1941 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA BRÉF TIL HEIMSKRIN GLU Hr. ritstj. og útgáfu- nefnd Heimskringlu: Mig langar til, að þið takið til yfirvegunar sérstakt atriði, sem eg álít að væri ungum Is- lendingum til hagsmuna og manndóms byggingar. Einnig Heimskringlu til meiri útbreiðslu og aukinna fjölda lesenda. Þetta atriði er, að setja til síðu tvo dálka, eða vel það í Heimskringlu, vikulega. Þess- ir dálkar ættu að flytja dálítinn kafla úr vorum fornu helgibók- um: Norrænu goðafræðinni, Eddunum, Hávamálum og öðr- um helgiritum Islendinga. Þetta ætti að vera prentað á fornmálinu, með skýring á hverju torskildu orði, eður setningu, eður vísu. Þar að auki þarf þetta að vera þýtt á Ijúflega ensku, vegna þess að allur þorri vor ungu íslendinga er nú mállaus á íslenzku, en lærir aðeins ensku. Með enskri þýðing, á vorum manndómsfornu fræð- um, byggist upp með niðjum vorum menningarsál, sem ekki máglatast. Það er alveg víst að ef leið- andi íslendingar vestan hafs, og líka Þjóðræknisfélagið gætu yfirstigið þá örðugleika, að færa hverju barni vestan hafs, sem fæðist af íslenzku foreldri, og er að komast til vits og ára (6—15 ára), fræðslu um mann- dóms mátt, göfgi og fornar hugsjónir, sem Islendingar búa að þann dag í dag. Þá gætu íslenzkt þjóðerni, íslenzk tunga og íslenzkur manndómur varað enn lengi í Vesturheimi með fólki voru. Eg þarf tæplega að benda á að Þjóðræknisfélagið er skipað mörgum beztu mönnum vorum. En börn íslenzkrar alþýðu vestra, eru að týnast, og tapa sjálfum sér, og því verðmæti sem þeim ber að erfa með réttu. Manndóminum góða frá göf- ugu Ásatrúnni, sem heldur höfði þorra Islendinga uppréttu ennþá. Árið 1000 þegar kaþólskan var innleidd á íslandi, þá var það aðeins sáluhjálpar atriði mönnum eftir dauðann, og svo fáeinar siðareglur til þess að ná því takmarki. Þar sem þessi æfieyðsla gerir engum gagn nema þeim dauðu, sem þó aldrei hefir verið sann- að að væri ábyggilegt, og þar sem lúterskan var aldrei annað en uppreisn gegn syndakvittun- arsölu páfanna kaþólsku, og svo áframhald á sáluhjálpar- sölu eftir dauðann, og lífsregl- um til að öðlast þá sælu. Ennfremur, þar sem heimur- inn í dag er nú ábyggilegasta sönnunin og vitnið fyrir ágæti, og afleiðingu margra alda starfi og áhrifum kaþólskunn- ar, og prótestanta stefnunnar, en prótestantinn er skyldgetið afkvæmi kaþólskunnar; álít eg að vor forna Ásatrú hafi í fór- um sínum göfugar hugsjónir, sem geta hjálpað fólki voru til að varðveita sinn manndóm, persónu, sína sál — ódauð- lega sál, sinn eigin eignarétt á sinni eigin persónu, eignarétt á eigin lífi, eignarétt á notagildi sjálfshugans og hugsunarinnar, og að siðustu, réttmæta heimt- ingu á siðsamlegu og friðsam- legu frelsi til að lifa frjálsu lífi hér á jörðu. Eg veit ekki hvað lífið er, né takmarkið sem lífið stefnir að. En um ýmsa þætti lífsstefnunn- ar geta menn vitað, einn þátt- urinn er, að gera gott fólk göf- ugra, frá kyni til kyns, og skilst mér að það sé einn þátturinn í stefnu íslenzku þjóðarinnar nú á dögum, jafnframt því, sem að innvinna sér lifsviðurværi á friðsamlegan og heiðarlegan hátt. Mér skilst einnig að mann- dóms spursmálið sé eitt aðal ITALY'S RUNAWAY WARSHIPS Reconnaissance aircraft reported to the British Naval forces in the Mediterránean that a strong detachment of the Italian fleet was at sea 75 miles to the North-west of Sardinia. , The British ships at once altered course at full speed in the hope of engaging the enemy, but the Italians made for the shelter of the harbour. In this picture British cruisers can be seen firing as they pursue the enemy at full speed. atriði í þjóðernisstarfsemi Vestur-íslendinga. — Þeirra sem stofnuðu og viðhalda Þjóð- ræknisfélaginu. Eg vona að þið herrar, skilj- ið það, að eg er alls ekki að reyna til að segja ykkur fyrir verkum. Heldur vil eg draga athygli ykkar, þér leiðandi menn, að þessu máttuga afli, ef vel er skilið og notað, að geta hjálpað mikið fólki voru, til að varðveita eignaréttinn, þeim sjálfum til blessunar, á sinni eigin persónu og sínu persónu frelsi. Skrifað á Þórsdag 20. marz og árið 5314 frá konungi Adam, sem er sama ár og 1941. Adam var forfaðir Englendinga og annara norrænna höfðingja hefir mér verið tjáð. Durham is old and York was when King David ruled Jerusalem, — old rhyme. — England fyrir Eng- lendinga! Vinsamlegast, Guðm. S. Johnson Glenboro, Man. ABRAHAM LINCOLN Framh. frá 3. bls. manna sinna. Þannig hefir það altaf gengið í henni Ameríku. John Adams, síðar forseti, kall- aði sjálfan landsföðurinn Washington, heimskan kindar- haus er hyldi fávisku sína með þögninni. Jefferson var hálf- vitlaus draumóramaður nefnd- ur, af Alexander Hamilton og flokksbræðum hans, gömlu Federalistunum. Lincoln var ef til vill meira hataður, um sína daga, hjá vissum flokkum, en nokkur forseti fyr eða síðar. Til voru samt þau blöð er gáfu hlutdrægnislausa dóma. Blaðið New York Evening Post segir meðal annars: “Þótt Lin- coln megi ekki smáfríður kall- ast er sem hann Ijómi af ein- hverju dulmagni. Hann hefir alveg undravert aðdráttarafl og getur haldið áheyrendunum í fjálgri eftirvænting svo klukkutímum skiftir. Hann er ágætur ræðumaður: ljós, rök- snjall og þróttmikill. Hann verður aldrei þreytandi því óðar en varir er hann farinn að segja sögur sem eru bæði fyndnar og viðeigandi.” Fólkinu fanst hann yngjast við hverja raun. Hann varð sí- felt hvatskeyttari og hittnari í orðum. Eitt sinn vildi ungfrú nokkur storka honum með því að veifa svertingja brúðu. “Sé þetta þitt barn,” sagði Lincoln, “þá líkist hún föðurn- um meir en móður sinni.” Douglas vildi draga dár að honum af því hann hafði einu sinni verið vínsali. “Jú, satt er nú það, eg mun hafa kynst andmæling mínum fyrst í vínsölubúðinni. Eg var fyrir innan borðið en hann fyrir framan það; eg seldi ölið en hann drakk það, og líkaði báð- um vel,” svaraði Lincoln. Heldur voru þessir þjóðmála- fundir harkalegir stundum. — Maður kemur þeysandi á gljá- stroknum gæðingi, en bar sjálf- ur skartklæði. Hann ríður beint í gegnum mannþröngina og ávarpar Lincoln þannig: “Þig langar víst til að sofa hjá svertingja stelpu.” Lincoln leit við honum mildi- lega en aðrir drógu dónann af baki, ötuðu hann auri og hræktu á hann. Gengin var honum öll glæsimenska er hann komst af þessum fundi og hafði ekki nema háðung fyrir framhleypina. Douglas var farin að gerast taugaóstyrkur, rauðeygður og hvarma þrútinn af þessu and- lega erfiði. Hann reyndi að örfa þróttinn með brennivíni en auðvitað gerði það aðeins ilt verra. Það ber samt ekki að skoða hann sem einhvern andlegan veifiskata. Minning Lincolns er heldur engin greiði gerður með því að gera lítið úr and- stæðingi hans, í þessum senn- um. Líklegast hefðu fáir menn haldið öllu betur á máli sínu. Hann hlaut að nota lagarök því þrælahald var ekki auðið að verja frá siðferðislegu sjónar- miði. “Jafnvel Lincoln vill ekki uppræta þrælahaldið í Suður- ríkjunum að svo stöddu,” segir hann. Þar með viðurkennir hann að þrælarnir séu í raun og veru eign húsbænda sinna, því á öðrum lagagrundvelli geta þeir ekki haldið þeim. Þeir eru réttmæt eign í Suðurríkjunum en nú vill Lincoln útiloka þrælahaldið úr nýlendunum. — Hverjir eiga svo þessar nýlend- ur? Fólkið í öllum Bandarikj- unum á þessar nýlendur. — Hvernig getur það þá staðist að mönnum sé óheimilit að flytja réttmæta eign sína inn í sitt eigið land? Hvaða réttlætis grundvöll er hægt að finna fyrir því að útiloka þrælahald- ið úr nýlendunum sem Suður- ríkjabúar eiga auðvitað í félagi við aðra borgara Bandaríkj- anna? Lincoln svaraði með því að benda mönnum á sjálfan til- gang stjórnarskráarinnar eins og hann kemur fram í formála hennar: “Hún er samin til þess að grundvalla friðinn og efla hagsæld fólksins. Ef útbreiðsla þrælahaldsins eflir ófrið og flokkadrátt verður að setja skorður við því. Meðan það viðgengst er persónufrelsið öll- um ótrygt. — Orð Lincolns, í þessu sambandi eru svo athygl- isverð að eg vil bera þau fram orðrétt: When you have suc- ceeded in dehumanizing the negro, when you have made him the beast of the field and extinguished his soul by plac- ing him where no ray of hope can ever reach him to brood over his misery, what guaran- tee can you then have that oth- ers may not do the same to you and you yourself loose your freedom? Familiarize your- self with the chains of bondage and you are preparing your own limbs to bear them.” — (Þegar þér hefir tekist að af- manna svertingjann, gera hann að vinnudýri og eýðileggja sál hans með því að varpa honum í þá myrkvastofu, þar sem engin vonarglæta getur til hans skinið, svo hann þar megi í örvæntingu hugleiða sitt á- stand; hvaða trygging getur þú þá haft að aðrir beiti þig ekki sömu brögðum og þú einn- ig glatir þínu frelsi? Þegar þú smíðar öðrum hlekkina ertu að undirbúa þína eigin limi til að bera þá). Þótt við getum máske ekki frelsað alla menn úr þrældóms fjötrum, gefur það okkur eng- an vegin rétt til að útbreiða þrælahald. Þótt við getum ekki, að svo stöddu útrýmt því! þar sem það hefir náð að festa rætur gefur það okkur engan vegin rétt til að þrengja því upji á alla þjóðina. Þannig mælti Abraham Lin- coln og þegar hann ræddi um frelsi, mannréttindi og réttlæti virtist mörgum sem orðin hafa nýja og dýpri þýðingu, rétt eins og þeir hefðu aldrei heyrt þau fyrri. Bærinn Freeport í Illinois- ríki er ofboð hversdagslegur sveitarbær og hefir aðeins einu sinni við sögur komið. Douglas og Lincoln boðuðu þar til kapp- ræðu fundar og fólkið f jölmenti að vanda. Á upphækkuðum ræðupalli sátu þeir báðir þessir gerólíku andstæðingar. Doug- las var í essinu sínu, því nú tók að draga að leikslokum og í dag ætlaði hann að gera sitt allra bezta. Hann hafði tekið inn eitthvað hjartastyrkjandi og þóttist nú fær í flestan sjó. Hann þrumaði sláandi slagorð- um út yfir mannþröngina: — “Þið eruð einvaldar þessa lands”, sagði hann. “Þið eigið að ráða hér lögum og lofum og ykkar vilja mega engin lögmál hefta. Með atkvæðamagni gef- ið þið úrskurð um alt, um hvaða lög skulu gilda og hvaða stjórnarhættir skulu ráða. Vís- dómur ykkar er meiri en kon- unga því hann er vísdómur, ekki eins manns heldur margra frjálsra og fullvalda borgara. Með atkvæðum skal hér útkljá öll mál og einnig það hvert mönnum leyfist að halda þræla eður ekki.” Ræðunni var tek- ið með miklu lófaklappi. Lincoln reis hægt úr sæti og fór sér að engu óðslega. Hann byrjaði með því að bera fram spurningu er hljóðar þannig: “Can the people of the United States territory, in any lawful way, against the wishes of any citizen of the United States, ex- clude slavery from its limits prior to the formation of a state constitution.” (Getur fólkið í bandarísku nýlendun- um, með nokkru löglegu móti, gagnstætt vilja einhvers Bandaríkja þegns,, útilokað þrælahald innan sinna vé- banda, áður en ríkisstjórnar- skráin er viðtekin). Nokkur vínvíma læddist ef til vill um hugarheima Steph- ans, en samt var hans andlega sjón nógu skír til að skynja hættuna, þetta var brellin spurning og erfitt að svara. — Segði hann nei myndu norðan- menn rísa öndvegir gegn hon- um og hann verða af kosningu í Illinois til öldungaráðsins. Það mátti hann með engu móti, eins og sakir stóðu. Væri svarið játandi mundi sunnlend- ingunum misfalla það og ekki styðja hann upp í forsetastól- inn. Hann gat ekki gefið skýrt já og því síður nei, hann varð að sigla milli skers og báru, — og hér kemur svarið: “Jú að vísu er hægt að útrýma þræla- haldi þar sem það er á annað borð óvinsælt. Því verður að- eins viðhaldið með lögreglu- valdi en skirrist lögreglan við að beita því valdi getur það ekki varað.” Douglas, Douglas, hvað hefir þú sagt. Blátt á- fram þetta. Lögreglu landsins er það í sjálfsvald sett hvert hún framfylgir þrælahaldslög- unum eða ekki. Ef fólkinu falla þau ekki þarf lögreglan, í þeim landshlutum alls ekki að skifta sér neitt af strokuþræl- um né hjálpa sunnanmönnum til að höndla þá. Með örðum orðum lögin sem Douglas sjálf- ur átti svo drjúgan þátt í að semja eru þýðingarlaus þar sem landslýðurinn er þeim mótfallinn. Verri kinnhest var naumast hægt að greiða þræla- halds höfðingjunum og áhrif- anna var ekki lengi að bíða. Ljót hafði lýsingin verið á Lincoln, í sunnan blöðunum, en nú tóku þau fyrst að brúka túl- an í fullri alvöru er þau mintust á Douglas, svikarann, Judas meinsærismanninn, pólitíska vindhanann, lygahrappinn. — Nei, nei, það voru bara engin orð til að lýsa öðru eins úr- þvætti og Douglasi, sem sveik þá í trygðum. Stephan Douglas þú ert dæmdur maður, dæmdur frá því að verða forseti Bandaríkj- anna, nokkru sinni. Þú mundir fúslega hafa gefið hægri hend- ina fyrir forseta embættið, en Lincoln, þessi óásjálegi sveit- ardurgur hefir ráðið þinum nið- urlögum, með einni kænlegri spurningu. Freeport var þín Waterloo. Þegar til kosninganna kom fékk Lincoln fleiri atkvæði sem öldungaráðs þingmaður, hjá al- menningi, en hrepti samt ekki stöðuna af því hér var um tvö- faldar kosningar að ræða. — Ríkisþingin kusu þá öldunga- ráðsmennina og þingið í Illinois kaus Douglas þrátt fyrir vilja meirihluta kjósendanna við hina alþýðlegu atkvæðagreið- slu. Þrátt fyrir það urðu þessar kappræður til að efla orðstír Lincolns og kynna hann fyrir þjóðinni. Og sökum þeirrar kynningar varð honum kleift, fáum árum síðar, að hreppa forsetadóminn. Hann var héð- an af skoðaður sem einn af helstu foringjum hins unga þjóðveldisflokks. ----ENDIR—■— - NAFNSPJOLD - Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skriístofuslml: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er aS flnnl & skrifstofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Helmlll: 46 Alloway Aye. Talsimi: 33 1S» Thorvaldson & Eggertson Lög-fræðing'ar 300 Nanton Bldg. Talsíml 97 024 Omci Phoni 87 293 Ru. Phoni 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDIOAL ARTS BUILDINO Omci Houas: 13-1 4 f.m. - 6 P.M, áWD BT APPOINTMENT M. HJALTASON, M.D ALMINNAR LÆKNINOAR Sérgrein: Taugatjúkdómar Lætur útl meðöl ( vlðlöguin Vlðtalstfmar kl. 3—4 «. h. 7—8 at kveldinu Simi 80 857 643 Toronto Dr. S. J. Johannesðon * 806 BROADWAY Talsími 80 877 ViStaletíml kl. S—ö e. h. A. S. BARDAL selur likkistur og annast um útfar- ir. Allur útbúnaður s& bestl. — Ennfremur selur hann allskonar mlnnisvarða og legsteina. 843 SHERBROOKE ST. Phone: 86 607 WINNIPBO J. J. Swanson & Co. Ltd. RBALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Sími: 26 821 308 AVENUE BLDG.—Winnipeg Rovatzos Floral Sh 253 Notre Dame Ave. Phone Fresh Cut Flowers Dal Planta in Season We apecialize in Weddinj Concert Bouqueta & Fun Designs Icelandic spoken H. BJARNASON —TRANSFER— Baggage and Furniture Moving 591 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annast aUskonar flutninga fram og aftur um bæinn. MARGARET DALMAI TBACHER OF PIANO 854 BANNINO ST. Phone: 26 420 DR. A. V. JOHNSON DENTIST 506 Somerset Bldg. Office 88 124 Res. 27 702 512 Medical Arts Bldg. Dr. K. J. AUSTMANN Stundar eingöngu Augna, eyrna, nefs og kverka sjúkdóma 10 tU 12 f.h.—3 til 5 e.h. Skrifstofusími 80 887 Heimasími 48 551 THE WATCH SHOP Thorlakson & Baldwin Diamond and Wedding Rings Agent for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave. Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 Res. 114 Grenfell Blvd. Phone 62 200

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.