Heimskringla


Heimskringla - 11.06.1941, Qupperneq 4

Heimskringla - 11.06.1941, Qupperneq 4
4. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 11. JÚNÍ 1941 Hfeítnskrhtglci (StofnuO 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86 537 VerS blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskifta bréf blaSinu aðlútandi sendist: Manager J. B. SKAPTASON 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Uitanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg "Heimskringla” is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 11. JÚNI 1941 MINNINGAR-HATÍÐ SAMBANDSSAFNAÐAR Eins og áður hefir verið getið, minnist Únitara- eða Sambandssöfnuðurinn í Winnipeg hálfrar aldar afmælis síns í byrjun næstu viku. Hefir Heimskringla verið beðin að minna á það helzta, sem fram fer. Er það eftir skrá, sem undir- búningsnefnd hátíðarhaldsins hefir látið blaðinu í té, það sem hér segir: Minningarhátíðin hefst með guðs- þjónustu í Sambandskirkjunni sunnu- daginn, 15. júní, kl. 2 e. h. Taka prestar Sameinaða kirkjufélagsins þátt í henni. Á sunnudagskvöldið, kl. 7.30 hefst samkoma, með góðri skemtiskrá, er fer fram uppi í kirkjunni og veitingum á eftir í samkomusalnum. Stuttar ræður verða þar fluttar um starfsemi safnaðar- ins á fyrri árum af þessum: Gísla Jóns- syni, dr. M. B. Halldórssyni, Friðrik Sveinssyni, P. S. Pálssyni, frú Steinunni Sommerville og frú P. S. Pálsson. Þá verða og sýndar myndir af ýmsu starfi og starfsmönnum safnaðarins frá fyrri og síðari tímum. Söngur verður á milli ræðanna; ennfremur verða þarna flutt frumort kvæði í tilefni af hálfrar aldar afmælinu. Á mánudagskvöld er samkoma, er byrja mun um sama leyti og fyrra kvöld- ið. Aðal ræðumenn það kvöld verða Rev. Raymond B. Bragg frá Minneapolis, séra Albert Kristjánsson og frú Sigríður Árnason frá Lundar. Söngflokkur safn- aðarins skemtir með margbreytilegum söng eða kór- og einsöng. Þá verða ávörp flutt frá ýmsum félögum og stofn- unum, skeyti lesin o. s. frv. Eins og menn sjá af þessu, hefir undir- búningsnefndin vandað til þessarar minningar-hátíðar. Og það þarf naum- ast að taka fram, að þangað eru allir velkomnir. Minningar hátíðinni stjórnar núver- and forséti Sambandssafnaðar, Bergþór Emil Johnson. Með þessari minningarhátíð fer ekki hjá því, að ýmislegt rifjist upp í sögu þjóðlífs vors hér vestra, sem margar kærar minningai* hinna eldri eru bundn- ar við, en hinum yngri er fróðleikur, mikils eða lítils-verður að vísu eftir því, hvað rækt hans líður til andlega erfða- fjárins, er forfeður þeirra hafa þeim hér eftirskilið, og íslenzkar stofnanir og fé- lagsstörf bera að minsta kosti vitni um í framtíðinni. THE BOOK OF THE ICELANDERS (íslendingabók) By Ari Thorgilsson Edited and translated with an introductory Essay and Notes by Halldór Hermannsson. Tuttugasti árgangur þess ritsafns sem próf. Halldór Hermannsson gefur út undir nafninu Islandica, er þessi fræga bók, með þýðingu, athugasemdum við hvern kapítula og inngangi. 1 innganginum segir útgefandinn sögu Ara fróða eftir þeim heimildum sem fyfir hendi eru, en þær eru flestar í þessari bók hans. Ari fæddist ári síðar eða tveim en Haraldur harðráði féll (1066), faðir hans druknaði skömmu síðar, þá fór hann í fóstur til afa síns Gellis (sem var sonur Guðrúnar ósvífsdóttur). 1 þann tíð hófust snörpustu deilur milli móðurföður Ara, Kolbeins lögsögumanns (sonar Brennu-Flosa) og Isleifs biskups, Gellir þóttist þurfa að leita sér sálu- hjálpar, fór úr landi í Rómferð og kom ekki aftur, en sveininn 7 vetra tók til fósturs Hallur í Haukadal (sem hann seinna gaf viðurnefnið “hinn mildi”). Með Halli var líka sonur hins aðilans í deilunni (sem sloknaði um stund með því, að lögsögumaðurinn dó í banni) Teitur prestur sem kendi Ara geistleg fræði. Ari tók prestvígslu, fór frá Haukadal um það leyti sem Hallur dó, vestur að Staðastað, að haldið er, og tók líklega við goðorði forfeðra sinna. Þá réð Gizur biskup mestu á Islanldi með frænda sínum Markúsi' lögsögu- manni og Sæmundi presti en annara höfðingja er að litlu getið. Þá var það siður að höfðingjar gerðust prestar eða héldu presta sem heimamenn, þar til manntal var tekið og skattur lögtekinn (tíundarlög 1096) sem var skift í 4 staði, einn fékk biskup, annan prestar, þriðja kirkjur, fjórða fátækir. Frá þessu seg- ir Ari og þykir ganga kraftaverki næst, þakkar það þrem áðurnefndum höfðingj- um og mest vinsældum Gizurar bps., að landsmenn samþyktu að leggja á sig ár- legan skatt til þessara þarfa, enda voru þá ekki liðin meir en sextán ár frá því ísleifur biskup hafði lýst því á sinni banasæng, að enginn mundi fást til að verða biskup, nema íslendingar lofuðu að veita honum meiri hlýðni en sér hefði verið sýnd. Nú leið enn hálfur mannsaldur, Gizur gerðist hrumur og heilsulaus og þá skaut upp til virðinga Hafliða Mássyni (sem 4tti bróðurdóttur biskups, amma hennar, Dalla, var ættuð úr Víðidal). 1 fyrsta sinn þegar Gizur biskup gat ekki sótt alþingi, var samþykt að skrifa skyldi lögin næsta vetur, á Breiðaból- stað hjá Hafliða, var þá ritaður Vígs-lóði og margt annað í lögum, og lesið upp í lögréttu af kennimönnum á næsta þingi. Gizkað er á, að Ari hafi átt þátt í þessu löggjafar starfi, ef ,til vill lesið Hafliða skrá í lögréttu. Það sama vor dó Gizur biskup (28. maí 1118), en svo mikið fjölmenni sótti það þing, til deilu Haf- liða og Þorgils Oddasonar, að ekki voru dæmi til síðan Brennumálið og málið út af Heiðarvígum voru sótt og varin rúmum hundrað árum fyr. Að kenni- menn sögðu upp lög en ekki leikmaður var mikil nýung, enda er svo að sjá, að enginn viti hvenær landslögin, sem nefn- ast Grágás eru samin og af hverjum, heldur eru tíðindin af löggjafar starfi íslendinga upp frá þessu mestmegnis þau, ef messudagar eru lögteknir, eða önnur mál, sem kirkjan lét til sín taka, unz lögtekið var nál. miðri 13. öld, er þeir Brandur ábóti og Gizur Þorvald- son komu út, að ef landslög og guðslög greindi á, skyldu guðs lög ráða. Ekki vita menn um kvonfang Ara né hagi hans að öðru leyti, en.frægð sina hefir hann fengið af ritum sínum. Seinni tíma menn hafa eignað honum ýmislegt sem öðrum þykir vafasamt og skrifað um það langar ritgerðir. Ástæðan er sú að formáli Isl. bókar hefir verið mis- jafnlega Upp tekinn en hann hljóðar svo: “íslendinga bók görða ek fyrst biskupum várum Þorláki og Katli og sýndaek bæði þeim ok Sæmundi presti. En með því at þeim líkaði svá at hafa eðr þar viðr auka, þá skrifaðaek þessa of et sama far fyr utan ættar tölu og konunga æfi, ok jók ek því er mér varð síðan kunnara ok nú er görr sagt á þessi en á þeirri. En hvatki er missagt er í fræðum þessum, þá er skylt at hafa þat heldur er s.annara reynist.” Hér skyldi maður halda að skilja bæri svo, að biskupum og Sæmundi líkaði bókin eins og hún var (“líkaði svá at hafa”) eða ef breytt væri, þá að bæta við hana. Setninguna væri þá þannig að skilja: Þá skrifaði eg þessa bók. Hún er um Islendinga líka (eins og hin) nema það sem segir um ættartölu og æfi kon- unga. En nú vill svo til, að í formála Heimskringlu (sem er eignaður Snorra Sturlusyni) er rakið innihald Isl. bókar álíkt þeirri sem vér nú höfum, og bætt við: “Hann ritaði sem hann sjálfur segir æfi Noregs konunga eftir sögu Odds Kolssonar, Hallsonar af Síðu, en Oddur nam at Þorgeiri afráðskoll, þeim manni er vitur var og svá gamall, at hann bjó þá í Niðarnesi er Hákon jarl hinn ríki var drepinn.” Til og frá í sögum er vitnað til Ara um ára tal og í einu handriti (Fríssbók) eru konunga sög- urnar eignaðar honum. Enn aðrir eigna honum Landnámu að upphafi. Af þessu hafa merkir menn haft fyrir satt, að Islendinga bók hin fyrri hafi verið miklu lengri en hin síðari, þá fyrri hafi Snorri haft undir hönum, með ættar tölu og sögu Noregs konunga, sem Ari hafi slept úr þegar hann skrifaði þá seinni. Þess vegna eigi að lesa: “Þessa bók skrifaði eg um sama efni (og þá fyrri), slepti úr ættar tölu og konunga æfi, og bætti við því er eg fékk að vita glöggari deili á síðar.” Enn eru þeir sem ætla að formálinn segi til þess, að bókin seinni sé hinni fyrri samhljóða nema að því leyti sem hin seinni hafi ættartölu og konunga æfi umfram hina fyrri. Þá ætlun segir út- gefandi stafa frá dögum Árna Magnús- sonar. Ekki fellir hann dóm á þessar tilgátur en hagar sinni útgáfu svo að ,hann tekur úr ættartölur og lætur prenta í viðbæti. Mörgum getum er leitt um það, hvað komið hafi Ara til að skrifa þessa bók. Sömuleiðis um hvenær rituð sé. Enn- fremur um hvað þessi síðari bók geymi umfram hina fyrri. Útgefandinn ritar kunnuglega um þessi efni, sem við mátti búast, handgenginn vorum fornu ritum og öllu sem hefir verið skrifað um þau fyr og síðar. Það er vafalaust fárra meðfæri að gera betur, þó engan veginn vonlaust, að svo fari. Rannsóknum í sögu Islands fleygir fram með ári hverju, í þeirri fræði, sem öðrum má kanna heimildir vandlega og með skerpu skilnings og krafti ímyndunar gera skýr- ari myndir og nærfærnari því sanna, en áður hafa þekst. Þessi útgáfa mun helzt ætluð til náms þeim sem girnast að læra tunguna og kynnast fornu fari og til þess er hún á- gætlega löguð. 1 innganginum er mikill fróðleikur, ekki aðeins um Ara heldur um sögu Islands frá upphafi, með til- vitnunum í helztu rit um hvert atriði, alt hófsamlega ritað þó óbágur sé út- gefandinn að segja til sinnar skoðunar á tillögum annara, ef svo vill verkast, svo sem prófessoranna Finns Jónssonar og Heuslers. Aftan við bókina eru skýr- ingar um hvern kapítula fyrir sig með tilvísunum til þar að lútandi rita. Þeim af vorum löndum, sem enskan er töm, hvað þá tamari en íslenzkan, vísast til þessarar útgáfu Islendinga bókar, ef fræðast vilja um hvaðan kynjaðir eru, hvernig forfeður þeirra námu land, skip- uðu lögum, tóku kristni og hófu að rita um sögu íbúanna á þeirri frægu sögu ey, Islandi. Hver sem les, jafnvel þó lærður sé, mun fróðari eftir en áður. Bókin er seld fyrir 2 dali, kostuð af Cornell University og fæst ef um er beðið hjá bóksala D. Björnsson, 702 Sar- gent Ave., Winnipeg. K. S. OLfA OG HERNAÐUR Á hverju hvílir nútíma hernaður mest? Á olíu. Sú þjóð, sem mestar hefir olíu- lindir, stendur bezt allra að vígi með að heyja og vinna stríð. Helmingur allra skipa sem um höfin sigla, nota orðið olíu; það gera og öll loftför; ennfremur 50 miljón ferðatæki á landi. Að minsta kosti 300 vörutegundir, eru gerðar úr olíu, eða væru ekki til án hennar. í Bandaríkjunum nemur féð, sem lagt hef- ir verið fram til olíuvinslu, 10 biljón döl- um ($10,000,000,000). Við þann iðn- rekstur starfa og 1,250,000 manns. 1 Bandarikjunum er 70% framleitt af allri olíu (petroleum) heimsins. í Rúss- landi, Mexikó, Rúmaníu, Iraq, Indland- inu hollenska og Venezuela, má olía heita blóðstraumur viðskiftanna. Af hráolíu (crude oil) framleiða Rússar um einn fimta á við Bandaríkin og af annari olíu (petroleoum gas) aðeins einn fimt- ánda. Hér um bil öll olían sem notuð var í fyrra stríðinu, var frá Bandaríkjunum og Mexikó. Nú hafa olíunámur fundist víða um heim. Bretar hafa nú olíu frá Trinidad, Indlandi, Borneo, Canada og Vestur Asíu, auk þess er þeir fá frá Bandaríkjunum og Suður-Ameríku. En þrátt fyrir það, er það olía, sem Breta skortir mest af öllum hráefnum, sem það þarf með. Aðeins 2% af allri olíu í heimi, eru innan brezka ríkisins eða landa þess. Ástæðan fyrir því að Bretland sóttist eftir yfirráðum í Vestur- Asíu, voru hinar miklu olíulindir þar. Féð sem þeir hafa lagt þar fram til olíu- vinslu, er geysi-mikið. Úr olíulindunum í Iraq, Saud-Arabía og Iran, eru daglega unnar 350,000 tunnur. I Bahrein, sem einu sinni var kunn fyrir perluveiði sína, er nú olíu- náma, er miljón tonn eru unnin úr dag- lega. Caltex félagið, sem er brezkt, er framleiðslu rekur í Bahrein, hefir olíu- geyma við Suez, Colombo, Singapore og Durban. Er spáð að í Bahrein verði innan eins eða tvegjga ára unnin 4,000,- 000 tonn árlega. Framleiðsl- unni í íran (Persíu) er stjórnað af Bretum, eða Anglo-Iran olíu- félaginu; framleiðir það 300,000 tunnur árlega. Ein af aðal-ástæðum Hitler fyrir að sækja með her sinn til Vestur-Asíu, er að ná þessum lindum úr höndum Breta handa vélahersveitum sínum. Að ná Iraq-olíuleiðslunni, er kostaði Breta 5 miljón dollara, og sem 4,000,000 tonn renna um árlega frá Mosul til Haifa í Palestínu og Tripoli í Sýrlandi, væri eng- in smáræðis sigur fyrir nazista. En að alger sigur fyrir Hitler sé samt með því fenginn, fer mjög fjarri. Olíubirgðir sínar hefir Þýzkaland fyrst og fremst frá Rúmaníu og Rússlandi. Það hefir og eflaust átt miklar brigðir heima fyrir, sem það hafði safnað saman, áður en stríðið hófst. Um birgðirnar frá Rúmaníu er það að segja að þær hafa talsvert minkað vegna jarðskjálfta, er nýlega urðu þar, ennfremur vegna skemdarstarfsemi, sem ávalt heldur þar áfram og þá ekki sízt vegna truflunar af flugá- rásum Breta. Nazistar þurfa mikla olíu með er her þeirra er á ferðinni eða þó hann sé ekki nema á verði á öllum vígstöðv- um sínum. Rússland verður að minsta kosti, að hafa' nóg fyrir sjálft sig í hvað sem skerst. Oliuvinsla má auk þess heita að byrja í Rússlandi, þrátt fyr- ir þó olíunámur séu þar miklar, að sögn jarðfræðinga. Hefir einn fræðimanna þessara met- ið að í olíunámum þessum væru fólgin 3,877,000,000 tonn, sem er nærri 55% af olíu í öllum námum heimsins, er geyma 7,077,000,000 tonn. En Rússar virðast ekkert vera að flýta sér að virkja þessar lindir, sem ef til vill eru heldur ekki eins miklar og þær eru sagðar, því árið 1937, samþykti stjórn Rússa, að mínka olíu neyzlu um 12% til þess að spara olíuna fyrir herinn. Á Þýzkalandi er framleidd olía úr brúnum og linum kol- um. Ein 550,000 tonn eru búin til og kvað það langt til nægja þörf á friðartímum heima í landinu. En sú olía er óhæf fyrir flugför og til hernaðar. Bretar og Bandaríkjamenn hafa því enn sem komið er um- ráð mest-allrar olíu í heimin- um, eða framleiðslu tveggja biljón tunna. Þetta er ein á- stæðan fyrir því, að Hitler verður að hraða striðinu alt sem unt er, ef hann á að vinna það. MYNDARFÓLK III. Þegar við fyrst settumst að í San Francisco var okkur boð- ið að gerast meðlimir í Skandi- naviska klúbbnum í Californíu háskólanum í Berkeley. . . Stúdentar af norrænum ætt- um höfðu þetta félag með sér, en ýmislegu Norðurlandafólki, sem ekki gekk á háskólann, var boðið að gerast aukameð- limir. . . Á einum af fyrstu fundunum, sem við sóttum, kyntumst við Lars Jörgensen verkfræðingi. . . . Um þetta leyti var hann mkil stoð félagsins, sérstaklega með fjárframlög, og sótti hvern fund. . . Þegar maður heyrir mikið talað um einhvern mann og honum hrósað fyrir sitt af hverju, þá dregur maður ó- sjálfrátt upp mynd af honum í huga sínum. . . Okkur hafði verið sagt, að Lars Jörgensen væri einn af merkustu Dönum í Californíu og þótt víðar væri leitað. . . Hann væri svo vel þektur verkfræðingur, að jafn- vel nemendur á verkfræðinga- skólum Norðurálfunnar lærðu um hann og það sem hann hefði áorkað. . . Þarna hugsaði eg mér stórann mann og mynd- arlegan, með kónganef, harð- úðgann mann, sem vanur væri að skipa fyrir og láta hlýða sér. . . . En Lars Jörgensen var lít- ill maður, kringluleitur, blíður og brosandi. . . Hann leit út eins og kennarj í barnaskóla og það var ekkert skipandi eða harðúðugt í fari hans. Fjórtán ára gamall fór hann út í heiminn, til þess að vinna fyrir sér. . . Faðir hans var skólakennari á Fjóni í Dan- mörku ,en börnin voru mörg og efnin lítil. . . Lars Jörgen- sen fór í smiðju og lærði járn- smiði. . . Hann vann sér inn nóg til þess að fara á verkfræð- ingaskóla einn lítinn í Þýzka- landi og þaðan tók hann próf. . . . Síðar fór hann til Banda- ríkjanna og þegar hann steig á land í New York átti hann aðeins fáeina dali. . . Nú hafði hann heyrt mikið talað um mann, sem Edison hét og þann mann vildi hann sjá og fyrir hann vildi hann vinna. . . En þegar hann kom á verksmiðju Dominion Business College Student Wins International Typewriting Contest In the third Annual International Artistic Typewriting Contest recently conducted, the second place winner was Miss Lorraine Young, of St. James, Manitoba, a student of the Dominion Business College. Miss Young secured second place out of some thirty-six hundred contestants from the United States and Canada, receiving a Silver Trophy together with two special awards. In addition her class teacher, Miss M. Walker, received a special award. IT PAYS TO ATTEND A GOOD SCHOOL Enquire Today—NOW! DOMINION Business College The Mall. Winnipeg—37 181 St. James—61 767 Elmwood—501 923 ‘A BETTER SCHOOL FOR THIRTY YEARS’

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.