Heimskringla - 18.06.1941, Blaðsíða 6

Heimskringla - 18.06.1941, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEXMSKRINGLA WINNIPEG, 18. JÚNl 1941 •&]iiiiii!iiiiiuiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiuiiiiii!iiiiiniiiiiiiiiiiiunmiiiiiioiiiiiiiiiii:]iiiiiiiiiiiic]iiiiiiiiii£ I Æfintýri ritarans | §MiiuiNii]NHiiiHiHaiiiiimiiiic]iiiiiMiiiiiniiiniiHiiitiiiiiimiiiiHiiiiiiiiiMiuiMiiiMiMiaiiuiMiiiiK* Það er því mjög líklegt, að eg verði að senda yður í leyni erindum — eins og njósnara. Og mér finst að eg ætti ekki að gera það.” “Eg hefi því einu að svara, að eg er viljug að fara, Mr. Guntersted,” svaraði Alf rólega. Hann horfði á hana ánægður, en virtist samt vera í efa. Hann braut svo alt í einu upp á nýju umræðuefni. “Hvernig líst yður á Mrs. Tripp?” “Mér líst vel á hana. Bert hefir sagt mér frá henni. Hann sagði mér að mamma sín væri fyrirtaks kerling, en hræðilega þegj- andaleg og hæglát. Segir aldrei neitt ef hún getur hjá því komist.” “Haldið þér að henni sé treystandi?” “Hún lítur út fyrir það.” “Eg neyddist til að segja henni og Bert, að það væru tveir vegir að komast inn í þetta hús. Opinberlega munuð þér ekki búa hér um nokkurn tíma ennþá. Það er Humphrey, sem hefir stungið upp á þeirri varúðarreglu. — Hann hefir ástæðu til að ætla, að þetta hús sé vaktað, og hann vill ekki að nokkur skuli vita, að í því sé búið. Fyrst hægt er að hita það án þess að reykur sjáist úr reyk- háfnum, og mat má flytja niður leynistigann, má leyna því um tíma.” Hann settist við borðið og tók upp þétt- skrifað bréf. “Eg hefi fengið bréf frá honum. Hann fór í burtu í morgun.” “Afsakið — er það Mr. Eccott, sem þér eruð að tala um?” “Já, hvað annað?” svaraði Sali og horfði á hana yfir gleraugun. “Eg spurði bara vegna þess'að hann var í Dorflade á laugardaginn.” “Það hindrar ekki að hann er farinn núna þegar þér hafið kynst honum betur, skilst yður að við öllu má búast frá honum. Og hvað honum viðkemur, þá fellur honum alls ekki að eg læt yður vinna þetta verk, sem þér nú hafið.” “En eg vona að þér látið það engin áhrif hafa á yður!” svaraði Alfrey reið. Guntersted baðaði höndunum eins og í vonleysi. “Það er ykkar á milli,” sagði hann og lézt vera örvæntingarfullur. En til þess að alt sé trygt — ef við þurfum á hjálp yðar að halda — munum við tryggja okkur á vissan hátt. Þegar þér komið á morgun, Skuluð þér segja kunningjum yðar að þér þurfið að ferð- ast burtu fyrir félagið og fara erlendis. Á meðan þér eruð í burtu getur Maudi Carter gætt yðar starfs, og setið á skrifstofu yðar, og þar sem þér verðið kannske að fara mjög fljótlega er bezt að hún flytji alt sitt dót inn þangað í dag. Eg þarf ekki að segja yður frá því, að hún fær engin önnur bréf en mér sýnist.” “Já, en þá verðið þér að koma svo snemma til að skilja þau í sundur. “Já, seinna — í fáeina daga. En þangað til eg veit nákvæmlega, hvernig farið hefir fyrir Humphrey og get ákveðið hvenær þér skuluð fara, verðið þér hérna, án þess að aðrir viti en eg og Tripp. Þér getið unnið yðar venjulega verk næstu dagana. En heyr- ið mér. Hafið þér náð í fötin, sem eg sagði yður að kaupa? Föt sem eru alveg ólík þeim, sem þér gangið í?” Hún hló. “Eg fékk mér litlausustu og óbrotnustu fötin, sem auðið var að fá. Eg skal sýna yður ferðafötin, og vona eg að þér verðið mér samþykkur að þau likjast mér ekki. Eg skal hafa þau með mér þegar eg kem á morgun. En eg vil gjarna ljúka ýmsum öðrum erind- um. Eg hefi ennþá ekki getað orðið tilbúin.” “Þér fáið nógan tíma til þess — marga daga ennþá. En það er alveg eins gott að þér fáið það alt sem fyrst, þá er því lokið.” “Já, eg skil það.” “Getið þér ekki komið því, sem þér þurfið til ferðarinnár í tösku og því, sem þér þurfið til að vera í um nótt í klúbbnum, í aðra tösku?” “Jú.” “Látið hana þá inn í klúbbinn er þér komið í fyrramálið. Skiljið hina eftir á járn- brautarstöðinni. Eg skal sjá um að hún kom- ist hingað.” “Get eg farið með seinni lestinni, ef Mr. Stannig kemur með þeirri, sem fer 8.15? — Hann veit að eg fer með henni og slæst oft í förina.” “Komið þegar yður sýnist og forðist hann eins mikið og yður er unt. En hann veit sjálfsagt að þér flytjið til bæjarins?” “Já, hann veit það. Þegar á alt var litið, fanst mér bezt að segja honum það sjálf, að eg hefði fengið aðra vinnu hjá yður. Annars i kynni hann að ætla að eg hefði leynt því af ásettu ráði.” “Það var skynsamlega gert. Veit hann, eða getið þér látið hann vita að þér ætlið að sofa í klúbbnum í nótt?” “Já, hann veit það líka og eg býst við að hann komi þangað annað kvöld til að finna mig. Viljið þér að eg skuli borða miðdegis- verð annarstaðar?” “Þvert á móti. Það er gott ef þér gætuð fundið hann. Farið ekki út til að borða með honum — að minsta kosti ekki í Subasio — en ef leyfilegt er að bjóða karlmönnum í klúbbinn. . .” “Já, eins mörgum og maður vill.” “Þá getið þér boðið honum að borða og trúað honum fyrir að þér farið utanlands. Teljið honum trú um að þér farið til Vínar- borgar. Látið honum skiljast, að þér trúið honum fyrir því, sem allir megi ekki heyra. Haldið þér að þér getið komið þessu í kring?” “Það er eg viss um. Hann fær engan dýrindis miðdegisverð, en eg hugsa að hann þiggi það. Það er ekki vegna þess hve eg er aðlaðandi, en hann étur sjálfsagt slæman miðdagsverð ef hann á von að veiða upp úr mér eitthvað, sem hann vill vita.” Sali leit á hana með leiftrandi augum. “Þér eruð ágæt eins og Humphrey segir,” sagði hann með aðdáun. “Látum oss nú ráð- gera hvað þér skuluð segja höfðingjanum, svo að við getum nú leikið á hann bæði ær- * lega og að gagni.” 19. Kap.—Hávaði í nýja húsinu. Klukkan var milli 10 og 11 á þriðjudags- kvöldið þegar Alfrey kom til baka til Fulcher strætisins. Hún neyddist til að fara inn um eldhúsdyrnar því að portið að framdyrunum var lokað. Það var ekki þægilegt að fálma sig á- fram við vasaljós, og hún þorði ekki að tendra það fyr en hún hafði lokað dyrunum og læst þeim. Hún fór með hrolli fram hjá skríðandi skordýrum í hinum raka gangí og fór hægt upp stigann til þess að Tripp ekki heyrði til hennar. Tíminn var vel valinn. Allar krár í ná- grenninu voru lokaðar og enginn hafði séð hana koma er hún flýtti sér gegn um mjóu göturnar, enda bjuggu þar engir aðrir en dyraverðir. Öll húsin voru full af skrifstofum nema litla húsið hans Sala, sem varð eftir þegar öll hin hættu að vera íbúðarhús. Hana langaði til að hlægja þegar hún læddist upp tröppurnar, og henni lá við að ætla að allur þessi leyndardómur væri þarf- laus, nema í ímyndun Sala. Hún var viss um, að enginn hafði séð hana fara inn. Hún hafði einu sinni ekki séð lögregluþjón. Skrif- stofurnar, beggja megin við götuna voru elgi þannig, að þær freistuðu innbrotsþjófa og lögreglan fékst ekki mikið um Fulcher stræt- ið. Hún læddist hljóðlega upp stigann, sem var lagður gólfteppi. Hún læddist ennþá hraðara fram hjá dyrunum á annari hæð. Hugsunin um Stafford Keene, sem hafði búið þar og sem hafði dáið svo ungur, vakti hroll í brjósti hennar. Það var ekki laust við að hún varpaði öndinni af ánægju, er hún kom inn í sína íbúð, kveikti ljósið og litaðist um í hinu fallega herbergi. “Ef þeir fá mér fleiri lykla þá verð eg eins og hringla,” sagði hún og ypti öxlum. Þetta er svo flókið alt saman að það er sannarlega ekki auðvelt fyrir þann, sem hefir verið kent að elska sánnleikarin að lifa svona löguðu lífi. Hún settist í lága sóffann, hallaði sér aftur á bak og lét hugann reika yfir það, sem gerst hafði um kveldið. Kveldið áður hafði hún búist við að heyra frá Evan Stanning, en hann hafði ekki látið til sín heyra, og hún hafði eytt kveldinu í ró og næði í klúbbnum. Þetta kvöld hafði hann komið í sinni eigin háu persónu í klúbbinn kl. sjö. Og er hún kom niður í baðstofuna til að taka á móti honum, virtist hann óviss um hvernig hann ætti að haga sér. Hún fann að hann gerði alt, sem hann gat til að slétta út allar misfellurnar frá veizlu kveldinu. Hann var ennþá laglegri en ella, og hafði með sér vönd úr dýrðlegum rósum til að gefa henni. Hann vildi auðsæilega sýna henni að hin ákafa ástarjátning hans á bak við Míluhúsið var ekki órar eftir góðan miðdegisverð og dýrt vín, heldur að tilfinningar hans voru hinar sömu framvegis. Hann bauð henni að koma með sér og borða miðdegisverð í Sabasio, en hann sá sjálfur að hún var eins þreytt og hún sagðist vera og þessvegna lagði hann ekki að henni að koma. En þegar hún bauð honum hálf hikandi að borða með sér þarna í klúbbnum, þótt það yrði að vera búið kl. 9, og hún yrði þá að fara og hvíla sig, tók hann því með gleði og táfarlaust. Það var ekkert nema óbrotinn matur, sem var veittur í klúbbnum, en hann var vel tilbúinn, og Evan virtist að Alf væri opin- skárri en nokkru sinni fyr. Ástaryfirlýsing hans hafði borið ávexti, hugsaði hann með sér, og rutt braut að meira trúnaði milli þeirra. Hún harmaði að Chawles hefði orðið svona drukkinn. Hún hafði aldrei séð hann þvílíkan — en annars hafði hún skemt sér vel í veizlunni. Er hann síðar bauð henni til miðdegisverðar næsta kvöld, horfði hún á hann íbyggin og sagði svo í lágum rómi. “Eg er að hugsa um hvort eg ætti að trúa yður fyrir dálitlu . . . dálitlu, sem eg hefi ekki einu sinni sagt þeim heima . . .” Hann horfði á hana með fallegu augun- um sínum, og augnatillitið var mjög ástúð- 'legt. “Hverju á eg að svara? Ætti eg að lýsa því hversu hamingjusamur eg væri, ef þér auðsýnduð mér trúnaðartraust?” Smátt og smátt hafði hann komið henni til að segja frá hinni fyrirhuguðu ferð til Vínarborgar. Það var ennþá ekki búið að ákveða daginn, en hún átti að fara þangað innan skamms — eftir einn eða tvo daga, hugsaði húri. Hann gætti þess vandlega að sýna mátu- lega mikinn áhuga fyrir því, sem hann heyrði. Hún skildi að hann sagði við sjálfan sig, að þetta væri of gott til að vera satt. Það er að segja, hann óttaðist að hún væri með vilja að leiða sig á villugötur. Hún var ekki málug og hann varð mjög forviða. Hún spurði hann hvort hann hefði nokk- urntíma komð til Vínarborgar. Já, hann hafði auðvitað vérið þar og þekti sig vel í borginni. Hvaða gistihúsi gat hann mælt með? Henni hafði verið bent á eitt, sem hún nefndi. Hann sagði að það væri gott gisti- hús, og það virtist gleðja hana. Hún játaði að hún kviði hálfgert fyrir að ferðast ein til ókunnugs lands, og hann hló næstum blíð- lega að ótta hennar, og sagði henni, að hún mundi brátt finna hve auðvelt það væri, einkum þar sem hún talaði svona vel frönsku. Hann spurði einskis og hún vissi næstum ekki hvernig hún stundi upp spurningunni um hvaða leið væri best að fara og hvaða lest hún skyldi velja. Hann sagði ekkert um að koma með henni og kveðja hana á stöðinni — hann vissi að hún mundi afþakka það. 1 raun og veru gætti hann sín að festa of mik- inn trúnað á þessa frétt, þótt hún gæti séð hvernig hann gleypti livert orð, sem hún sagði. Hún gat lesið hugsanir hans í svipn- um, sem kom í augu hans. Þegar alt kemur til alls er hún eins og hinar. Ef hún verður ástfangin í pilti þá þvaðrar hún við hann um alla heima og geima,” hugsaði hann. Hann varð beinlínis fyrir vonbrigðum, svo miklum að hann furðaði á þvi sjálfan. Hann hafði hugsað að það væri ómögulegt að veiða Alf. En hann varð líka að játa, að það voru ekki margar stúlkur, sem gátu staðist Evan Stanning þegar hann lagði sig til. Að minsta kosti hafði hann enga fyrir hitt hingað til. Þegar hún kvaddi hann kl. 11, var hann viss um, að þessi örðugi sigur væri unninn og einnig það, að ef hann léki spilum sínum gætilega, gæti hann verið viss með, að geta fylgst með því, sem gerðist í Guntersteds félaginu. Honum hafði aldrei áður sýnst Alfrey svona ung og falleg. Er hann horfði í stóru augun hennar, dökk af þreytu, var það eins og hún dragi hann að sér með ómótstæðilegu afli. Hann fann það nú í fyrsta skiftið á æf- inni, að það voru berskjaldaðir blettir í hjarta hans.. Það var eins og snert væri við sári er hann hugsaði um hana. Og það gerði hann óttasleginn að hann fann svona til, því að hann hafði hælt sér af að vera tilfinningar- laus. Hann var grimmur og miskunnarlaus og næstum því altof tilfinningarlaus. En þessi þreytta og óspilta unga stúlka, sem gegn vilja sínum varð að biðja hann að f^ra, þessi stúlka, sem hann hlaut stöðu sinn- ar vegna að gera ástfangna í sér, gat kannske haft hausavíxl á þessu og gera hann ást- fanginn í alvöru og það mátti ekki koma fyr- ir. Hann varð að gæta sín. En þótt hann yrði nú fyrir vonbrigðum og fyndi út að hún var ekki eins þagmælsk og hann hafði hugs- að að hún væri, breyttist ekki aðdáun hans, eða kom honum til að setja út á hana. Hann hafði ekki minstu hugmynd um hve skammarlega hún hafði vilt honum sýn. Er Alfrey sat nú í litlu íbúðinni sinni, sem svo fáir vissu að var til, fór hún í hugan- um yfir alt það, sem skeð hafði um kvöldið, og þegar hún hugsaði um það, sem komið hafði fyrir í Míluhúsinu, hafði hún ekkert samvizkubit yfir því, sem hún hafði sagt og gert þá um kvöldið. Henni fanst þetta alt mjög skemtilegt, þótt það væri nú kannske ekki skemtilegt að lifa við þetta alla æfi, þá var það þó gaman um stutta stund. Það var eitthvað ómótstæðilegt aðdráttarafl fólgið í slíkum æfintýrum og hrífandi að berjast vitsmunalega við jafn slunginn mann og Stanning var. Hún sat um stund og hlakkaði til að segja Sala frá þessu næsta dag, en svo tók hana að sifja, hún stóð á fætur, slökti Ijósið og fór inn í svefn herbergið. Mrs Tripp hafði hagrætt öllu í herberg- inu. Hún hafði borið þangað smurt brauð og mjólk. Er hún hafði afklætt sig gekk hún inn í baðherbergið, en það var undir stiganum að loftherberginu þar sem leynistiginn kom nið- ur. Henni þótti þægilegt að fá sér heitt bað, en rétt í því, sem hún steig úr baðinu og ætlaði að fara að þurka sér, heyrði hún að leynistiginn fór af stað og þekti hún vel há- vaðann, sem hann gerði. Hún stóð þarna í fötum Evu, ung, grönn og fögur og hélt niðri í sér andanum, vafin í stóra og mjúka handklæðið með naktar fæt- urnar á rharglitu möttunni. Minti hún á myndir Olmu Tademus, sem á sinum tíma voru í svo miklu gildi. Henni sortnaði fyrir augum sem snöggv- ast. Hver var þetta? Hver gat það verið? Var nokkur hætta á ferðum? Nei, ef hurðin var ekki brotin upp og löngu áður gat hún kallað Mrs. Tripp til hjálpar sér. En hvað sem því leið. Hver var það og hversvegna kom hann? Hver gat átt þangað erindi um hánótt? Hvað átti hún að gera? Ætti hún að reyna til að vita hver þetta var? Þetta var vissulega of mikið eftir alt, sem hún hafði reynt um daginn. Hún hneig niður á litla baðstólinn og heyrði hvernig lyklinum var snúið i skránni uppi á loftinu og hvernig einhver gekk niður stigann — einhver, sem gekk hægt og þung- lamalega. Nú heyrðist fótatakið fyrir framan dyrn- ar hennar. Það var auðheyrt að gesturinn reyndi að stíga eins létt og hann gat. Ef hún hefði verið komin í rúmið hefði hún ekki heyrt til hans. Hún hélt niðri í sér andanum, en hinn leyndardómsfulli gestur hélt niður næsta stiga. Hafði hann farið til að myrða Mrs. Tripp og Bert? Alfrey varð reið við sjálfa sig fyrir þessa heimskulegu hugsun. Hvaða ástæðu hafði nokkur til að gera þeim neitt ilt? Það var hlægilegt! — Aftur spurði hún sjálfa sig að, hvort hún ætti að fara í fötin og rannsaka þetta nánar? Hún hljóp inn í svefnherbergið og tók upp úr skúffu í náttborðinu litla skambyssu. Sali hafði gefið henni hana þegar hann heyrði að hún kunni að nota byssu. Hann hafði sagt að hún væri öruggari ef hún hefði vopnið við hendina. Og hún kunni vel að skjóta. Það hafði Basil og hýn lært af föður sínum, sem var mjög góð skytta og látið þau æfa sig vel. En þegar hún hafði tekið vopnið mundi hún eftir, að hún mátti alls ekki láta neinn sjá sig. Enginn annar en Sali vissi að hún var þarna, og það varð að vera leyndarmál. Nú heyrði hún annan hávaða. Það var skotið slagbröndum fyrir hurðina rétt fyrir neðan hana. Einhver var inni í íbúð dauða skrifarans. Sali hafði sagt henni að hann brúkaði herbergin stundum. Snöggvast varð hún lé- magna af hræðslu, en hún hrinti henni frá sér. Það var hugsun, sem var henni sjálfri og gamla herramanninum ósamboðin. Hún var viss um að ef það var Guntersted, sem hafði komið, þá var það áreiðanlegt, að það var ekki hennar vegna, nema að það væri þá eitthvað, sem hún ætti að vinna fyrir hann. Þurfti hann að segja henni eitthvað? Átti hún að klæða sig og vera til taks ef hann þyrfti að tala við hana? Þess meira sem hún hugsaði um þetta þeim mun sannfærðari varð hún um, að enginn annar, en húsbónd- inn hefði komið inn um þetta leyti, því að enginn annar en hann vissi um leynistig- ann. Hún var mjög á báðum áttum. Ef Sala langaði til að tala við hana, mundi hann hafa barið að dyrum hjá henni um leið og hann gekk niður. Hann hefði ekki gengið framhjá niður á neðri hæðina, ef það var hún, sem hann vildi tala við. Er hún stóð nú þarna og hlustaði heyrði hún nýtt hljóð. Hún heyrði mannamál i herberginu niðri. Fyrst var talað í lágum hljóðum. Það var eins og lágt suð. En eftir litla stund hækkaði annar þeirra róminn eins og hann væri æstur. Það var ekki eins og þeir væru að rífast, því hinn hækkaði ekki róminn en annar þeirra var ákafur og reiður. Hún stóð í meira en í tíu mínútur þarna í morgunkjólnum og hlustaði, en að síðustu sagði hún við sjálfa sig: “Nei, nú læt eg við þetta sitja. Þetta kemur mér ekki við. Enginn má vita að eg er hér, og ef enginn sér mig fá þeir ekki heldur að vita það. Eg hef fengið skipun um að fela mig. Nú fer eg að sofa og það er alt og sumt.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.