Heimskringla - 25.06.1941, Blaðsíða 6

Heimskringla - 25.06.1941, Blaðsíða 6
6. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 25. JÚNI 1941 <&]HinMiiHaMiiiiiiioiuiiMiiiinimiiiiiiiit]miiiiiiiiiniiiiMNimMiiHMiiiioiiiiinimniimiiiii$ j Æfintýri ritarans j ^IIHMMMt]MMmilMlt3MMMMMMt]MMMIMMIt]MMItllimt]MMIIIMmt3MmMMMIt]MMMMMMt]HMMMMMt^* Hún fleygði af sér morgunkjólnum og skreið í rúmið. Fékk sér mjólkurglas og brauðsneið, át og hlustaði. Nú þögðu radd- irnar. Aftur heyrði hún hurðina opnast og lokast. Einhver kom upp stigann. Það var rétt að hún gat heyrt það, því það marraði ekki i stiganum. Hún heyrði að loftshurð- inni var lokað og lyklinum snúið. Og að síð- ustu heyrði hún að stiginn var dreginn upp. Þetta hafði þá verið Sali eftir alt saman, og nú var hann farinn leiðar sinnar. En það var einhver eftir. Hún var viss um það. Auðnabliki síðar fékk hún sönnun þess. Eitt- hvað datt á gólfið með dyn miklum. Sá sem niðri var hafði fleygt einhverju úr gleri eða postulíni. Og nú bölvaði hann hátt og hjart- anlega. Svo varð alt hljótt. “Þeir geta gert hvað sem þeir vilja mín vegna,” hugsaði Alf og slökti ljósið. Fimm mínútum síðar var hún steinsofn- uð þrátt fyrir allar hættur. 20. Kap.—Pestoni og pashainn. Næstu dagarnir voru mjög viðburðaríkir fyrir Alf. Morguinn eftir nóttina er hún hafði heyrt til Sala, er hann ræddi við ein- hvern í íbúðinni niðri, hafði hún meira en nóg að gera að setja Maudie inn í hennar nýja embætti og ganga frá því, sem hún átti eftir ógert. Hún hafði beðið Guntersted að leyfa, að hún flytti ritvélina sína inn í fundarsalinn, svo að hún gæti af og til ritað þar bréfin hans, sem hann langaði ekki til að neinn sæi. Gamli maðurinn var svo áhyggjufullur og eymdarlegur í útliti, að henni fanst það miskunarleysi að tala við hann um nokkuð, sem gæti gert hann ennþá áhyggjufyllri en hann var. Auk þess var hún viss um að það var hann, sem farið hafði niður leynistigann um nóttina, og ákvað hún því að segja honum ekkert um það, sem hún hafði heyrt. En henni fanst það samt skylda sín að segja honum frá samtali sínu við Stanning, og hlustaði hann á hana með eftirtekt. Þegar hún hafði lokið máli sínu, kinkaði hann kolli til samþykkis. “Eg hugsa að yður hafi tekist að sann- færa hann um, að þér gerðuð hann að trún- aðarmanni yðar?” “Eg þori ekki að staðhæfa það. Eg hefi kannske metið mig of mikils en gáfur hans of lítið. En eftir því, sem mér skildist, trúði hann því í raun og veru, að eg væri að trúa honum fyrir leyndarmáli, sem hvorki faðir minn, né nokkur annar í Dorflade vissi um.” Hann horfði á hana með velþóknun. Vel gert, barnið gott, vel gert,” sagði hann. Við skulum reyna hvað mikið vald þér hafði yfir honum, með því að setja njósn- ara á Charing Cross járnbrautarstöðina í kvöld og á morgun og sjá hvert hann kemur þar.” “Einhvern, sem þekkir hann á sjón?” spurði hún hikandi. “Já, mann, sem þekkir hann vel í sjón.” “Ó, nú man eg það, þér sögðust hafa þekt hann aftur, þegar þér komuð til Dorflade, en þér sögðuð ekki hver hann er.” “Jæja, gerði eg það ekki? Það kom heiftarblossi í augu hans. “Og samt sem áður þekki eg hann út í yztu æsar. Hann er vor hættulegasti mótstöðumaður. Við höf- um leitað hans alstaðar, en árangurslaust. Hann hefir látið sér vaxa skegg og mjókka á sér augabrýrnar og fengið sér meistaralega gerða hárkollu. Þar sem hann í raun og veru er mjög loðbrýndur og næstum sköllóttur, og þessvegna hefir hann nú alt annað útlit. En sá sem hefir séð hann vel áður, þekkir hann auðvitað aftur þrátt fyrir það.” “Segið þér að hann hafi hárkollu?” “Já, það hlýtur hann að hafa hvað vel, sem hún er gerð. Hann er mjög hættulegt þrælmenni. Hann heitir Pestoni. Faðir hans var fæddur á Egyptalandi, en sennilega af ítölskum ættum, en móðir hans var ensk. Eins og þeir sem fæddir eru af blönduðu þjóðerni, virðist hann hafa erft alla þá lesti, sem þessi þjóðerni iðka.” Alfrey saup hveljur. . “Eruð þér vissir um að þetta sé sami maðurinn?” “Já, alveg handviss. Og sem sagt hið mesta þrælmenni, sem eg hefi fyrir hitt. Það er sárt fyrir mig til þess að vita, að þér hafið komist í kunningsskap við hann. En þér verðið að muna,” bætti hann við brosandi, “að það var ekki eg, sem kynti hann fyrir yður.” Hún kinkaði kolli eins og utan við sig og hugsaði um hvernig hún hafði kynst manni j þessum. “Eg hélt að hann væri ekki enskur,” tautaði hún. “Eiturslanga, sem eg ber ríkt persónU- I legt hatur til.” Hann þagði um stund og djúpar hrukkur sáust koma' á enni hans er hann bætti við: “Það munaði ekki miklu að hann dræpi Eccott.” “Hvað þá?” hrópaði Alfrey, “á laugar- daginn var í Míluhúsinu?” “Ó, nei, góða mín. Hann hafði enga hug- l mynd um að Eccott væri þar nálægur það kvöld. Hefði hann vitað það þá væri víst drengs aumingnn ekki lifandi núna.” Hann lyfti brúnum. “Pestoni er ekki sá eini, sem kann að dulbúa sig, eða hvað? En auk þess heldur hann, að hann háfi drepið Humphrey. En einmitt í þeim misskilningi liggur okkur styrkur. Ef hann sæi einhvern, sem líktist Eccott, mundi hann ætla að það væri svipur, sem stafaði af tilviljun. Hinir dauðu rísa ekki upp.” Alfrey var mjög undrandi. Eccott! Þessi tilbreytingarlausi Eccott, sem hafði litið út og talað eins og farandsali, er hún hafði séð hann í fyrsta sinnið, og sem hafði virst ekta bryti á laugardagskvöldið var. Var hann þá í raun og veru alt öðruvísi? “Eg er að hugsa um hvað var þess vald- andi að Stanning — eg meina Pestoni, kom til Dorflade,” sagði hún loksins. “Er hann kom þar fyrst dreymdi engan um að eg réðist til yðar.” “Við höldum að hann hafi leitað þangað, til að ná inngöngu fyrir vin yðar, hann Stuart, i nýtt mannfélag, þar sem hann gat verið af- skektur. Hingað til hefir hann bara misstig- ið sig einu sinni, en það getur líka orðið hon- um til falls. Hann hefði ekki átt að senda Evie Cutting. Hún er ekki heimsk, en ekki nógu gáfuð til að reka það erindi, sem henni var falið. Hún gat ekki farið í kring um mig.” Hann hló eins og með sjálfum sér. “Nei,” sagði hinn núverandi ritari hans, “hún er ekki mjög gætin. Hún kom upp um sig við mig í fyrsta skiftið og við hittustum. Hún lét mig skilja það strax, að hún ætlaði að láta mig segja sér eitthvað. En það gerði Stanning líka. Og eg hugsa að hvorugt þeirra sé nokkuð fróðara fyrir bragðið. Eg held að eg hafi ekki gefið þeim neinar upp- lýsingar. Alfrey hugsaði mikið um þetta sam- tal, en hún hafði mikið að gera og þessvegna gat hún ekki brotið heilann alt of mikið um þessi atriði. Hún þurfti að fara ýmisleg er- indi viðvíkjandi hinni fyrirhuguðu ferð. Það gerði hún þennan sama dag, því að seinna í vikunni varð hún að vera á laun í íbúðinni í Fulcher strætinu. Sali bað hana að kaupa þar, sem fáir komu, svo að hún hitti þar enga, sem hún þekti og aka í vagni, en ekki í sporvagni. Þannig byrjaði sá tími, sem hún beið og beið án þess að vita hvað næsta stundin mundi bera í skauti sínu. Hún vissi að Sali var að bíða með eftir- væntingu eftir einhverju, og að þetta atriði tók upp alla hugsun hans, en ekki vissi hún hvað það var. Hinn leyndardómsfulli Mr. Eccott sést ekki heldur, og hún hugsaði um það, hvort hann mundi vera á einhverju hættulegu ferðalagi og það væri eftirvæntingin um frétt- ir af honum, sem gengi að húsbóndanum. Ef hún hefði ekki haft nóg að gera, mundu stundirnar hafa orðið henni langar og einveran óþolandi, því að hún gat ekki einu sinni séð út um gluggann. Bert og móðir hans voru henni mikil hjálp. Hún kendi Bert að spila rússneskan banka, og við að spila eyddu þau oft einum eða tveim tímum á hverju kveldi. Bert kom með strokið hárið svo að það gljáði á það eins og gull, var í snjóhvítri skyrtu og svo hreinar neglur, að hennar neglur voru ekki hreinni. Hann var alveg í skýjunum yfir því að fá að heimsækja hana. Þegar Alfreý var að vinna fyrir Gunter- steð, vann hún í fundarsal stjórnarnefndar- innar, og alt starfsfólkið að Maudie með- taldri, hélt að hún væri að ferðast fyrir fé- lagið. Það var komið fram á föstudag, og Guntersted var svo fölur og augingjalegur og áhyggjufullur,, að Alfrey óttaðist um fréttirn- ar ,sem hann hefði að flytja. “Barnið gott,” sagði hann, “síðan Eccott kom heim úr fyrri ferðinni hefir hvað rekið annað. Eg vildi bíða og sjá hvernig alt mundi verða, og eg vildi fá tíma til að senda yður erlendis, venja yður við að ferðast ein — venja tollþjónana við yður, en nú — nú virðist skriðan vera farin af stað — og hver veit hverju hún sópar með sár.” “Æ, látið mig reyna að hjápa yður,” sagði Alfrey áköf. “Sendið mig hvert sem yður sýnist, Mr. Gunterested. Eg er hreint ekk- ert hrædd og eg fullvissa yður um að þetta fer alt vel. En vel á minst, var Stanning niðri á járnbrautarstöðinni?” “Já, já. Hann var þar tvo daga í röð. í gærkveldi kom hann ekki.” “Já, eg gætti þess að biðja hann, en eg var viss um að hann mundi koma. Nú fyrst eg verð að fara Ieynilega er sjálfsagt hið rétta augnablik komið. Er það ekki?” spurði hún áköf. Hann starði á hana eins og hann væri blindur. Það var eins og hann sæi hana ekki þótt hann horfði á hana. “Bara að Humphrey væri kominn aftur,” tautaði hann. “En nú er annað komið upp á teninginn, ný flækja, sem eg skil ekki greini- lega. Þér munið kannske að eg las yður fyrir bréf til Sara skipafélagsins í Alexandríu, og bað sjálfan forsetann, Sara pasha, að koma hingað á stjórnarnefndarfund. Við buðum honum að vera gestur vor og búa á Claridgé gistihúsinu. . .” “Já, eg man það.” “Þér munuð líka að hann svaraði að hann gæti ekki tekið boðinu.” “Já, eg man að þér sögðust aldrei hafa búist við að hann kæmi, en þér hefðuð boðið honum þetta fyrir siðasakir.” “Einmitt. En í morgun fæ eg simskeyti, þar sem hann segir mér að hann komi. Hann hlýtur að hafa lagt af stað löngu áður en sím- skeytið var sent, því að hann getur verið hér á morgun eða jafnvel fyr. Hann ætlar sér að vera á stjórnarnefndarfundinum á morg- un. Miss Carter getur ritað og því um líkt?” “Já, áreiðandlega.” “En með því að fela yður hefi eg stofnað mér í vandræði. Mig langar til að þér fáið að sjá hann. Það er mjög þýðingarmikið að þér þekkið hann í sjón.” “Já, en ef eg á að fara erlendis leynilega, þá er það líka mjög þýðingarmikið að hann þekki mig ekki.” Hann leit á hana með aðdáun. “Það er rétt. Þessvegna verðum við að koma því svo fyrir, að þér getið séð hann án þess að hann sjái yður. Komið eg skal sýna yður nokkuð.” Hann lagði vindilinn gætilega niður, stóð upp og gekk yfir í hinn enda herbergisins, sneri sá veggur að salnum, sem fundirnir voru haldnir í. Við þann vegg stóð stór bóka- skápur forneskjulegur með hurðir úr fléttuð- um látúnsþræði og grænum silkitjöldum á bak við. Hann opnaði skápinn með lykli og í stað bóka var í skápnum lítið borð og stóll, framundan borðinu var gat á veggnum inn í hitt herbergið. “Komið og setjist í stólinn,” sagði Gunter- sted við Alfrey. Hún gerði eins og hann bauð og gat þaðan, sem hún sat séð herbergið gegn um stækkunargler sem var þannig sett í vegg- inn. “Opið í veggnum sést ekki frá hinu her- berginu,” sagði hann. “Það er falið í út- skurðinum í þiljunni. Það verður þungt loft hérna inni, en hér er annað op, sem veldur því að enginn kafnar hér að minsta kosti. Þér verðið að læsa yður hér inni og engan hávaða megið þér gera. Færið ekki né hreyfið yður hið minsta þegar hljótt er í saln- um, en sé samtal og hávaði getið þér farið án þess að til yðar heyrist. En iarið samt ekki fyr, en þér hafið séð Sara pasha og fest yður í minni andlit hans. Það getur orðið mér til mikils gagns að þér þekkið hann áður en þér farið í ferðina. Þau fóru yfir öll smáatriði þessarar ráða- gerðar og skildust ekki fyr en alt var ljóst. Þegar Maudie var farin út til að borða var leynistiganum rent niður og Sali kvaddi hana þangað til næsta morgun. Hann var hálf hræddur um að henni leiddist, en hún full- vissaði hann um, að hún hefði nóg að gera og bækur til að lesa, og að Tripp sæi um sig eins vel og þyrfti. “Missið ekki móðinn góða mín,” sagði hann, því að þér eruð mín stoð og stytta, og þess þarfnast eg með,” sagði hann. “Þér getið reitt yður á mig,” sagði hún örugg og brá þá fyrir gleðibjarma í augum hans. Annars leit það helst út sem hann sæi fyrir augum sér eitthvað sem nálgaðist, eitt- hvað sem hann væri hræddur við. Hann leit út miklu eldri en hún vissi að hann var, og hún sárkendi í brjósti um hann. Hann hafði breyst mikið á þeim stutta tíma, sem hún hafði verið hjá honum. “Eg er að verða gamall, Miss Carr,” sagði hann. “Og eg get ekki hugsað til þess að verða ærulaus.í ellinni. Félagið mitt — orð- stír þess — hin víðáttumiklu ítök þess — ef við yrðum aregin inn í opinbert hneyksli, sem blöðin gætu náð í til að prenta — þá, þá væri út um mig.” Tárin komu í augun á Alfrey, en hann bandaði hendinni. “Svona, svona, takið yður ekki orð mín svona nærri,” sagði hann hressilega. Svo slæmt verður það varla. Humphrey getur sjálfsagt stemt stigu fyrir þessu. Verið þér nú sælar.” Alfrey flýtti sér niður stigann án þess að segja orð. Alfrey fékk góðan hádegismat hjá Mrs. Tripp og þær töluðu lengi saman, er hún kom til að taka af borðinu. “Það er einkennilegt að vera hér í tíu daga, án þess að nokkur viti að fólk býr í húsinu,” sagði hún alvarlega. “Mr. Gunter- sted hefir sent hingað alt sem þarf af hús- gögnum, en eg hefi ekki fengið flutninginn minn ennþá, og Bert segir að það sé vegna þess, að þá kynni einhver að sjá, að búið sé í húsinu. Hann segir að óvíst sé nema að við á okkar hátt gætum hjálpað til að uppgötva eitthvað, sem kom hér fyrir á tímum Mr. Keenes, og hvað haldið þér að hann segi? Já, að hann hafi verið myrtur, vesalings maðurinn.” “Mr. Keene? Myrtur?” “Þér vitið sjálfsagt að hann dó, ungfrú?” “Já, en ekki að hann væri myrtur. Eg hélt að hann hefði dáið úr langvarandi sjúk- dómi.” “Það gerði hann lika, og það var það sorglegasta af öllu, segir fólk. Menn héldu um tíma, að honum mundi skána, en svo versnaði honum aftur. Það var mjög þung- bært fyrir Mr. Guntersted, að sagt er, og Bert heldur að honum muni aldrei létt fyr, en hann hefir klekt á þeim, sem eiga sök á þessu öllu saman.” Alfrey hugsaði nú um margt, sem hún hafði heyrt, og hvort það væri mögulegt að Keene og Eccott væri einn og sami maðurinn. Það var fráleit hugmynd. Hún kannaðist við það. En Stanning hélt að hann hefði drepið Eccott. Nei, þetta voru hugarórar, sagði hún við sjálfa sig. Hún hafði séð ljós- mynd af Keene, sem Rose Dalrymple hafði sýnt henni. Það var ekkert í svip hans, sem minti á Eccott. Mr. Guntersted hafði talað um hin ótrú- legu hæfileika Eccotts að dulbúa sig. Og þegar hún hugsaði um það var sá Eccott, sem hún hafði opnað hurðina fyrir á annan í hvítasunnu, ekki neitt líkur manninum, sem hún hafði séð við miðdegisverðinn heima hjá sér, og hafði sagt henni að yfirgefa stöð- una hjá Guntersted, og ekki var hann heldur líkur Wilson, hinum tignarlega bryta með vangaskeggið. Alfrey reyndi að muna eftir myndinni, sem hún hafði séð, en hún hafði ekki lagt hana á minnið. Keene hafði lítið höfðingja nef, það mundi hún, en Eccott hafði breitt og ekki mjög langt nef. Var það hægt að breyta nefinu á andliti sínu? Hún vissi "fð hægt var á ýmsan hátt að breyta andlitsdráttun- um, en nefinu? Keene hafði haft Ijós augu eins og Eccott, það var hún viss um, en hann hafði áreiðanlega haft dökt hár, en Eccott hafði sauðgrátt hár og ljósar augabrýr líka. Var það mögulegt að breyta sér þannig? Hún hugsaði lengi um þetta, án þess að komast að nokkurri niðurstöðu. Þessi fríviljuglega fangavist hennar var henni ekki mjög örðug. Hún skemti sér meðal annars við að sauma sér sumarkjól. Og Mrs. Tripp þótti það svo merkilegt, að hún bauð að koma upp og hjálpa henni. Alfrey var þakklát bæði fyrir hjálpina og skemtunina. Áður en langt um leið fór þessi þögula kona að laðast að henni svo mjög, að hún fór að segja henni um æfi sína úti í sveitinni, um fæðingu Berts, um atvinnuleys- ið, um leit manns hennar eftir atvinnu, hvernig hann hefði fengið lungnabólgu er hann hafði staðið við vinnu tímum saman í helli rigningu, og svo sagði hún hvernig sér hefði liðið eftir að hún varð ekkja. Vegna hjálpar hennar varð kjólnum lok- ið, svo að Alfrey gat tekið hann með sér á ferðalagið og notað hann á kvöldin á gisti- húsinu, og það þótti henni vænt um, því að þá hafði hún einungis spánnýja hluti, sem hún hafði aldrei notað áður og enginn þekti. Kjóllinn var reyndur og var góður, og svo var hann settur niður í ferðatöskuna. Gunt- ersted hafði fengið henni skjölin, sem hún átti að fara með til Frakklands og fá þar önnur í staðinn. Morguninn eftir klæddi hún sig í ferða- fötin, sem hún hafði keypt. Næsta morgun fór hún upp leynistigann búin nákvæmlega eins og hún ætlaði sér að vera á ferðalaginu. Þessi dökkblái búningur hennar var mjög einfaldur, og hatturinn var með því lagi, sem hún hafði aldrei áður notað. Hún hafði skift hárinu fyrir miðju enni og greitt það niður með eyrunum. Þegar hún kom inn hafði Sali gengið út í ganginn til að tala við ein- hvern, og þegar hann kom inn, hugðist hann sjá ókunnuga stúlku sitja við skrifborðið. Hann hrökk við og tortrygnissvipur færðist yfir andlit hans. Hann kom næstum því ógnandi að skrifborðinu. “Mætti eg spyrja hvernig þér hafið kom- ist hingað inn?” spurði hann. Án þess að hlægja eða sýna hver hún var, spurði stúlkan í lágum rómi: “Er eg að tala við yfirmann félagsins?” “Já, en þér verðið að snúa yður til . . .”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.