Heimskringla - 25.06.1941, Blaðsíða 8

Heimskringla - 25.06.1941, Blaðsíða 8
8. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 25. JÚNl 1941 FJÆR OG NÆR Sambandskirkjan í Winnipeg Engar guðsþjónustur fara fram í Sambandskirkjunni mánuðina júli og ágúst. Byrj- að verður aftur að messa þar sunnudaginn 7. september. * * * Ágóði af dansi þeim sem “Lake Winnipeg Fish Produc- ers Association” hafði á Gimli 16. maí s. 1. nam $342.43. Eins og áður var getið gengur þessi ágóði til Canadian War Ser- vices Fund, og hefir þessi upp- hæð nú verið borguð inn til þess félagsskapar. # • * Þessi nöfn féllu úr í síðasta blaði þar sem taldir voru gestir á minningarhátíð Sambands- safnaðar: Sigurður Anderson og Stefán Stefánsson frá Piney; Mr. og Mrs. Ingimundur Sig- urðsson frá Lundar. Heims- kringla biður velvirðingar á yfirsjón sinni. # * * Dr. Richard Beck og frú, frá Grand Forks, N. D., héldu heimleiðis s. 1. mánudag. Þau dvöldu hér nokkra daga í bæn- um. Flutti dr. R. Beck ávarp á 50 ára minningarhátíð Sam- bandssafnaðar. Hann var sí- starfandi meðan hann dvaldi hér nyrðra. Þjóðrænkisfélagið kallaði til opins fundar til að samþykkja 5000 dala lántöku til J. B. skólabyggingarinnar. Stýrði dr. Beck, forseti Þjóð- ræknisfélagsins, þeim fundi. — Lántakan var samþykt. Er verið að breyta skólanum og gera í honum íbúðir, er verða einar 6 talsins. Að hækka eða auka við bygginguna, var horfið frá á þessum erfiðu tím- um. * * * Jón H. Norman, Hensel, N. Dak., kom til Winnipeg s. 1. fimtudag. Hann var að heim- sækja kunningja í bænum. * * • Walter Hillman og Stefán Hallgrímsson frá Mountain, N. Dak., voru í bænum yfir helg- ina. Þeir voru erindrekar á Fyrsta lút. kirkjuþingnu. • * * * Kirkjuþing evangeliska lút- erska kirkjufélagsins hefir staðið yfir í bænum. Það kom saman fyrir helgi og stóð yfir til þriðjudagskvölds. Engar sérstakar fréttir höfum vér af því að segja. Af því að dæma MEÐ INMLEGU ÞAKKLÆTI TIL VORRA MÖRGU ÍSLENZKU SKIFTAVINA OG ÓSK UM Á- FRAMHALDANDI VIÐSKIFTI. The McColl Frontenac Oil Co. Ltd. ÞINGBOÐ 19. ársþing Hins Sameinaða Kirkjufélags fslendinga í Vesturheimi, verður sett föstudaginn 27. júnl 1941 i kirkju Sambandssafnaðar I Riverton, Man. kl. 7.30 e.h. og stendur yfir til mánudags, 30. júní. Söfnuðir sem eru í kirkjufélaginu, eru kvaddir til að senda fulltrúa á þingið, einn fyrir hverja 50 safn- aðarfélaga eða brot af þeirri tölu. Á þinginu mæta einnig fulltrúar sunnudagaskóla og ungmenna-félaga. Samband íslenzkra frjálstrúar kvenfélaga heldur þing sitt um þingtímann. DAGSKRÁ ÞINGSINS ER SEM FYLGIR: FÖSTUDAGINN 27. JÚNl: Kl. 7.30—Þingsetning. Ávarp forseta. Stutt guðs- þjónusta, séra E. J. Melan. Nefndir settar: (a) Kjörbréfanefnd, (b) Útnefningarnefnd, (c) Fjár- málanefnd, (d) Fræðslumálanefnd. (e) Ung- mennanefnd, (f) Útbreiðslumálanefnd, (g) Til- lögunefnd. LAUGARDAGINN 28. JÖNI: Þingfundir Kvenfélaga Sambandsins og samkoma þess að kvöldinu. Nefndarfundir kirkjuþingsins. SUNNUDAGINN 29. JÚNI: Kl. 10 f. h.: Sunnudagaskóla guðsþjónusta, Mr. Mc- Gowan. Kl. 11 f.h.: Almenn guðsþjónusta á ensku, séra Philip M. Pétursson. Kl. 2 e. h.: Minningarguðsþjónusta í kirkju Sam- bandssafnaðar í Gimli, séra Albert Kristjánsson prédikar; séra Guðm. Árnason stutt erindi um uppruna frjálstrúar hreyfingar í Nýja-íslandi. Kl. 5—7: Heimsókn til sumarheimilisins á Hnausum. Kl. 8: Fyrirlestur í Riverton: séra Halldór E. Johnson. Þingstörf. MÁNUDAGINN 30. JÚNI: Kl. 9—12: Þingfundir. Kl. 2—4: Embættismanna kosningar og önnur störf. Kl. 8: Ný mál og þingslit. GUÐM. ÁRNASON, forseti EYJÓLFUR J. MELAN, ritari er vér fræddumst um af þeim' er þar voru, mun þingið hafa verið friðsamt og atkvæða- smátt. # # # Liknarsjóður "The Icelandic Good Templars of Winnipeg" Þar sem fulltrúar stúknanna Heklu og Skuldar, hafa um undanfarin ár, haft með hönd- um umsvifamikið starf, bæði til viðhalds Good Templara húsinu, og einhig stofnun Líkn- arsjóðs, þá viljum við hér með sýna hvernig þeim sjóði hefir verið varið um síðastliðin tvö ár, eða frá því hann var stofn- settur. Canadian Red Cross ..$825.00 Fresh Air Camps, ensk- ir og íslenzkir .... 136.00 First Lutheran Church, Board Deacons....... 100.00 First Icel. Federated Church, Board Deacons ............. 75.00 Wpg. Community Chest 100.00 Betel Old Folks Home.... 75.00 Middlechurch Old Folks Home .......... 25.00 Greater Wpg. Christmas Cheer Fund ......... 15.00 Finnish Relief Cam- paign ............... 25.00 Grand Lodge of Mani- toba, Organizaton Work ............... 240.00 Hekla og Skuld, Líknarstarf ........ 100.00 Lord Mayors Fund....... 50.00 Y.M.C.A. War Services.. 25.00 Jón Sigurdsson Chapter I. O. D. E........... 50.00 Jón Benedictson, Lund- ar, when his home burned .....—...... 25.00 Surgical belt bought for a needy person....... 10.00 War Savings Certifi- ÁYARP OG TILKYNNING Eg hefi nú loks fengið 1. heftið af Eimreiðinn fyrir þetta ár, og einnig 1.—3 hefti af Kvöldvökum og 4. hefti af Sam- tíðinni, og verður alt þetta sent til kaupenda tafarlaust. Frágangur þessara rita er hinn besti, eins og að vanda, en Eimreiðin skarar þar sérstak- lega fram úr, eins og þeir munu játa er kaupa hana. Hún er nú íslenzku þjóðarinnar snjallasta og besta tímarit, og þolir vel samanburð við flest timarit stórþjóðanna, þótt ekki sé þar slíkur litgrautur af taumlausu auglýsinga fargani. 'Eins og menn sjá af þessu hefti Eimreiðarinnar, hefir nú allur útgáfukostnaður aukist svo stórfeldlega á Islandi, að það nemur meira en 50 prósent frá því sem áðúr var. Var því aðeins um tvent að gera — að minka arkafjölda hvers heftis að miklum mun, eða að hækka verð árgangsins. Hefir útgefandinn valið hinn síðari kost, og hækkað verð ritsins á íslandi um 50%. Eg verð því að gera kaupendum hér kunn- ugt, að hér vestra hækkar verð- ið um 50^ og verður þá allur árgangurinn $3.00, en þetta er þó aðeins 20% hækkun á verð- inu hér. Eg vona og veit það, að allir sanngjarnir menn virðurkenna að þessi hækkun á verðinu hér var alveg óhjákvæmileg, eink- um þegar þess er gætt, að nú verður að borga hér 10% hern- aðarskatt af öllum tímaritum og bókum frá íslandi, alveg fyrir utan aðflutningstoll og söluskatt sem áður var. Þessi veraldar hildarleikur cate bought ......... 100.00 kreppir að öllum, hvert sem Látið kassa í Kœliskápinn WvnoLa 5c m GOOD ANYTIME SARGENT TAXI and TRANSFER SIMI 34 555 eða 34 557 7241/2 Sargent Ave. Contracts Solicited War Services Drive 1941 ............... 25.00 Advertising in Salute to Britain Programme .. 4.00 Vitory Loan Bond ..... 100.00 Total .................$2,105.00 f umboði fulltrúa nefndar- innar. J. Th. Beck, forseti S. Eydal, ritari Við þessa varð Hkr. vör í bænum yfir síðustu helgi norð- an úr Nýja-íslandi: Magnús Gíslason úr Framnesbygð, Mr. og Mrs. Arthur S. Sigurðsson frá Árborg, og K. N. hendi vísar. Og svo hefir það jafnan verið, þegar reynt hefir verið að fótum troða frelsi og mannréttindi. Mætti í því sambandi vitna 'til hinnar frægu ræðu Winston Churchill á þjóðþinginu í Lundúnum, er hann hrópaði til ensku þjóðar- innar þessi orð: “Eg get ekki boðið þjóð minni annað en tár, svita og blóðbað.” Magnús Peterson inn og gerir útsýnið svo óút- málanlega tilkomumikið. Nú eru margir farnir að hlakka til að sjá og heyra S. Frið-1 fræðimanninn og þjóðrækns- finnsson frá Geysir. Þeir voru allir erindsrekar á lúterska kirkjuþinginu. • • * Lítið í gluggann hjá Davíð. Nýjar bœkur frá Islandi. * • • Miðsumarmót Islendinga að Blaine. Wash. Það verður haldið, eins og undanfarin sumur, síðasta sunnudaginn í júlí (27. júlí). Sú breyting hefir samt orðið, I sérstaklega verður vandað til hvað skemtistaðinn snertir, að' allra skemtikrafta, bæði hvað mótið verður ekki haldið í Lin- j söng og hljóðfæraslátt snertir. coln Park, en að þessu sinni í j Söngstjórnn verður hinn vel- hinum undur fagra landamæra þekti próf. H. S. Helgason, tón- skemtigarði við friðarbogan, skáld. Sumir bestu einsöngv- (Peace Arch Park) rétt hjájarar á ströndinni láta þar til bænum Blaine, þetta gefur því j sín heyra. öllum tækifæri, bæði frá Can- j Þessar fáu línur eru aðeins ada og Bandaríkjunum, að skrifaðar til þess að beina at- hetjuna Dr. Richard Beck, sem verða mun aðal ræðumaðurinn á Miðsumarmótinu, því allir vita að hann hefir íslenzkan eld í brjósti og fræðsluorð á vörum. Dr. Beck á líka að tala á kennaraskólanum í Belling- ham, mánudaginn 28. júlí. Undirbúningur er hafinn fyr- ir löngu síðan, af sérstakri nefnd sem til þess var valin, að hafá eða án sækja mótið án þess nokkum farartálma, þess að þurfa að nokkru vegabréfi. í nokkur undanfarin ár hefir verið lögð afar mikil vinna og peningar, bæði af Bandaríkja og Canada hálfu, til þess að skreyta og fegra þetta indæla landsvæði sem liggur milli Canadisku og Bandarísku toll- búðanna. Miðsumarmótinu hefir verið úthlutaður, af umsjónarmanni skemtiplássins, Mr. Barber, hinn fagrasti blettur á öllu svæðinu, iðgræn brekka, um- kringd fögrum blómum af ýmsum tegundum ,og skrúð- grænar flatir liggja útfrá henni á þrjá vegu, sjórinn renn- ur spegilfagur upp að strönd- hygli allra Islendinga á Kyrra- hafsströndinni og svo líka framvísa þeirra sem kunna að verða á ferð frá ýmsum öðrum stöðum, bæði í Canada og Bandaríkj- unum, að Miðsumarmóti Is- lendinga, þann 27. júlí 1941, í hinum skrautlega skemtigarði hjá Friðarboga Bandaríkja og Canada. Komið allir til friðarbogans og safnist undir þrjá friðar fána. Nefndin. Þrenn námsverðlaun bjóðast Frederick Arlan ólafson Sem viðbót við fregn þá er birt var um að Yale-háskólinn í New Haven, Conn., hefði veitt hæstu námsverðlaun þessum íslenzka pilti, syni sr. Kristins K. ólafson og frú Frið- riku konu hans í Seattle, er þess að geta að honum hafa síðan verið ánöfnuð tvenn önn- ur námsverðlaun frá menta- stofnunum þar syðra. Reed College í Portland, Ore., sem er mjög vandur í nemendavali, til- kynti nokkru á eftir Yale að Frederick ætti kost á hæstu námsverðlaunum er sá skóli veitir nýsveinum til byrjunar College námi. Svo rak Har- vard College í Cambridge, Mass., lestina með því að gera það heyrum kunnugt að Fred- erick hefði borið sigur úr být- um í samkepni um National Scholarship eða námsverðlaun þess fræga skóla. Er Harvard College mentaskóladeild Har- vard háskóla (University), sem er elsti háskóli í Bandaríkjun- um og nafnkendur mjög. Gat Frederick nú valið á milli skól- anna. Hann hefir afráðið að þiggja námsverðlaunin frá Har- vard og byrja þar nám á kom- andi hausti. Þess má geta að í fyrstu var tilgangur Frederick að sækja einungis um námsverðlaun frá Harvard, en umboðsmenn hinna skólanna komu til Seat- tle og áttu tal við hann. Þá sannfærðist hann um að meira tækifæri væri að hafa öll járn- in í eldinum. Vegna þess að það var kunnugt hlutaðeigend- um að hann sótti á fleiri en ein- um stað, átti hann kost á því að fresta að svara boðunum þar til öll úrslit voru kunn. Þannig varð það úr, sem hann í fyrstunni stefndi að. Náms- verðlaunin halda áfram og hækka eftir fyrsta árið. Eru mjög svipuð og við Yale. Ætl- ast er til að þau nægi öllum nauðsynlegum þörfum. # # # Messur I Gimli Lúterska prestakalli Sunnud. 29. júní — Betel, morgunmessa: Víðines, messa kl. 2 e. h. Gimli, ísl. messa kl. 7 e. h. Fermingarklassar: Ár- nes, laugard. 28. júní, kl. 2.30 e. h. í kirkjunni. Víðines, sd. 29. júní eftir messu. B. A. Bjarnason MESSUR og FUNDIR i kirkju Sambandssainaðar Messur: á hverjum sunnudegi Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á islenzku. Safnaðarnefndin: Fundir 1. föstudag hvers mánaðar. Hjólparnefndin: Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðjudag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngœíingar: Islenzkri söng- flokkurinn á hverju fimtu- dagskveldi. Enski söngflokkurinn á hverju föstudagskveldi. Sunnudagaskólinn: Á hverjum sunnudegi, kl. 12.15 e. h. ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ISLENDINGA Forseti: Dr. Richard Beck University Station, Grand Forks, North Dakota Allir Islendingar í Ame- ríku ættu að heyra til Þjóðrœknisfélaginu Ársgjald (þar með fylgir Tímarit félagsins ókeypis) $1.00, sendist fjármálarit- ara Guðmann Levy, 251 Furby St., Winnipeg, Man. Til minningar um konu mina Guðrúnu Sigurveig Guðmund- son. Dáin 4. des. 1940 Til himinsins helgra hæða, horfin ert vina mín. Líf hér er löngum mæða mig langar að koma til þín. Eg þreyji, þrái og vona þá þróttur allur þver. Þú trygg mín trúuð kona þar takir á móti mér. Eg vona við fáum finnast á blómaskrýddri lífsins strönd eilífum öflum kynnast um alþeimsins dýrðarlönd. Hjörtur Guðmundson —Borgað. • • • Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 29. júní: Sunnudaga- skóli kl. 11 ísl. messa kl. 7 e.h. S. ólafsson • # # Messa í Mikley Séra Bjarni A. Bjarnason messar væntanlega í kirkju Mikleyjar lút. safnaðar sd. 6. júlí, kj. 2 e. h. BORGIÐ HEIMSKRINGLU— þvi gleymd er goldin skuld Samkoma Kvennasambandsins verður haldin í Parish Hall, Riverton LAUGARDAGINN 28. JÚNI kl. 8.30 e.h. 1. Ávarp forseta..........Mrs. S. E. Björnsson 2. Sveitalíf á íslandi......Dr. Friðgeir Ólason 3. Einsöngur....................Lóa Davidson 4. Framsögn.....................Helga Eiríksson 5. íslenzkar myndir.........Mrs. E. Steinþórsson 6. Einsöngur....................Pétur Magnús Aðgangseyrir—35^f fyrir fullorðna—20£ fyrir börn 'ÞINGB0Ð1 Fimtónda ársþing Sambands íslenzkra Frjálstrúar Kvenfélaga í N. Ameríku. hefst LAUGARDAGINN 28. júni kl. 9 f.h. i kirkju Sambandssafnaðarins i Riverton. 1. Ávarp forseta..............Mrs. S. E. Björnsson 2. Forseti Rivertons kvenfél. býður gesti velkomna. 3. Fundargerð síðasta þings lesin. 4. Skrýsla fjármálaritara lesin 5. Skýrsla féhirðis lesin 6. Skýrslur standandi nefnda lesnar. Kl. 2 sama dag 1. Ávarp forseta..............Mrs. S. E. Björnsson 2. Violin Duet....-Kristján og Guðjón Jóhannesson 3. Dagur á ísl. barnaheimili......Dr. Sigrún Ólason 4. Piano solo................Miss Sigurrós Johnson 5. Mrs. Guðm. Árnason flytur erindi um sögu og starf kvenfélagsins í sambandinu. Umræður um ýmisleg áhugamál kvenfélagsins.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.