Heimskringla - 29.10.1941, Qupperneq 1
The Modern Housewife Knows
Quality That is Why She Selects
«<
CANADA
BREAD”
“The Quality Goes in
Before the Name Goes On”
Wedding Cakes Made to Order
PHONE 33 604
LVI. ÁRGANGUR
WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 29. OKT. 1941
ALWAYS ASK FOR—
“Butter-Nut
Bread”
The Finest Loaf in Canada
Rich as Butter—Sweet as a Nut
Made only by
CANADA BREAD CO. LTD.
Phone 33 604
"n"úMER 5.
’' HELZTU FRETTIR - •*
Stjórnin á Islandi
biðst lausnar
Samsteypustjórnin á Islandi
hefir lagt niður völd.
Hermann Jónasson, forsætis-
ráðherra, og allir ráðgja'farnir
(4) báðust lausnar s. 1. mið-
vikudag (22. október).'
Það voru dýrtíðarmálin, sem
urðu stjórninni að falli. Verð-
lag var úr skorðum gengið;
hafa því eflaust ollað viðskifta-
höft við önnur lönd og mann-
fjöldinn í landinu af völdum
erlends herliðs. Dýrtið var þar
°rðin, er þjóðinni og fjármálum
landsins stafaði eflaust hætta
af í framtíðinni.
Til þess að ráða bætur á
Þessu, lagði framsóknarflokk-
urinn frumvarp fyrir þingið, er
fól í sér beiðni um að heimila,
stjórninni umráð vöruverðs. En
Þetta vald vildu þingmenn ekki
veita. Aðrir flokkar í stjórn-
inni risu upp gegn frumvarpinu
°g mun þar helzt hafa verið um
sjálfstæðisflokkinn að ræða. Er
eftir honum haft, að hann áliti
frumvarpið spor í áttina til
“sósíalista einræðis.”
1 þessari frásögn er farið eft-
ir frétt af falli stjórnarinnar í
Winnipeg Tribune.
En þessu máli til frekari
skýringar skal hér birtur kafli
nr bréfi frá Mr. Thor Thors, er
skeyti hefir fengið frá stjórn
íslands um það sem skeð hafði;
hljóðar kafli bréfsins þannig:
“-----Eg vil ekki láta hjá
hða, að skýra þér frá því, að
samkvæmt símskeyti frá ís-
ienzku ríkisstjórninni hefir hún
hinn 22. þ. m. beðist lausnar
Vegna ágreinings um úrræði til
að vinna gegn hinni vaxandi
dýrtið í landinu.
Híkisstjórnin beindi lausnar-
heiðni sinni til ríkisstjóra, en
hann hefir tekið sér frest til að
kynna sér viðhorfið á alþingi.
Það er óvist ennþá, hvernig
Þessum málum kann að lykta,
°g hvort flokkunum á alþingi
tekst að ná samkomulagi um
aframhaldandi samvinnu, en eg
skal tilkynna þér, þegar frekar
er vitað um þessi mál--------”
Heimskringla þakkar Mr.
Thors frétt þessa og þykir gott
að eiga þess von að geta fært"
^sendum sínum meira um
Þetta mál síðar frá honum.
Stríðið á Rússland
Hm það ber öllum fréttum
saman, að Rússar hafi alger-
'ega stöðvað árásina á Moskva.
^jóðverjar hafa þar ekki sótt
neitt á í heila viku og virðast
meira segja heldur hafa fjar-
i^egst, eða hörfað undan. Þetta
a sér stað bæði norðan og vest-
an höfuðborgarinnar. Aðalsókn
bú virðist á suður-vígvellinum
1 Ukraine og suður við Svarta
haf. Veður hafa versnað í
grend við Moskva og í Norður-
Rússlandi, hafa verið snjór og
kuldi. Játa Þjóðverjar, að það
hafi dregið úr sókn þeirra.
Samt hafa þeir ávalt frá sigr-
Urn að segja. Síðast liðinn föstu-
^ag sögðust þeir hafa tekið
Kharkov (Kraká) í Ukraine,
b°rg með rúmri hálfri miljón
'húa. Á mánudagskvöld sögðu
fréttir frá Rússlandi, að Rússar
verðu borgina ennþá.
Á nokkrum siðustu dögum
^egja Rússar af Þjóðverjum
hafa fallið um 50,000 manna
nmhverfis Moskva. Dagana
mjlli 11 og 18 október segjast
ússar hafa skotið niður 500
flugvélar af Þjóðverjum.
Rússar viðkurenna, að Stal-
ino í Ukraine hafi verið tekin
af Þjóðverjum og með vörn
Rostov myndi senn í ströngu
standa. En að telja hana tap-
aða, væri enn of snemt vegna
þess að hún væri enn all fjarri
vígvellinum.
Rússneskt blað, “Volga Com-
mune”, hélt fram um helgina,
að Þjóðverjar hefðu tapað 3Ví>
miljón manna á þeim 126 dög-
um, sem stríð þeirra við Rússa
hefði staðið yfir.
Áform Hitlers vestra
1 ræðu sem Roosevelt forseti
hélt s. 1. mánudag sagði hann
áform Hitlers þau, að “afnema
öll landamæri í Suður- og Mið-
Ameríku og gera úr þeim fimm
fylki í þess stað undir stjórn
Þýzkalands. Annað stóra at-
riðið fyrir Hitler væri að af-
nema öll trúarbrögð, gera bók
sína “Mein Kampf” að biblíu og
löggilda hakakrossinn og
sverðið í stað kross Krists.”
Forsetinn kvaðst hafa þetta
svart á hvítu í skjölum og á
uppdrætti af landabréfi, er
nazistar hefðu gert yfir ráða-
gerðir sínar í byrjun stríðsins.
Forsetinn kvað Þjóðverja nú
hafa skotið fyrsta skotinu og
ráðið bandarískum skipshöfn-
um bana. En það væri eigi að
síður eftir að sjá, hverjir
hleyptu af síðasta skotinu.
Forsetinn lagði mikla áherzlu
á þörfina á að auka herútbún-
aðinn; hann var og harðorður í
garð Hitlers sinna. En nær
stríði virtist þjóðin ekkert eftir
þessa ræðu en margar aðrar.
GAMLA MILLAN
(Lauslega þýtt)
Hlustaðu’ á millunnar örlagaóð
um æfinnar fallvalt skeið—
er hjólin starfa stöðugt og jafnt
eins og stundin, sem kom og leið.
Og hvernig draummildur haustsins blær
hreyfir hin visnuðu blöð,
en á gulnuðum akrinum erfiðis sveit
að uppskeru starfar glöð.
Um hverfulleik allrar hérvistar manns
má hvarvetna dæmin fá—
því millunnar hjól ei hreyfir það afl,
sem er horfið í tímans sjá.
Hinn ljúfi sólvindur lífgað ei fær
þau lauf, sem á grund eru stráð.
Og uppskeruvél er á akrinum hljóð
þó alt hafi þroska náð.
Af brúninni ennþá brunar fram
hið blátæra straumsins flóð—
en stefnir nú ekki’ í áttina þar,
sem aldna kornmillan stóð.
Um hverfulleik allrar hérvistar manns
má hvarvetna dæmin fá—
því millunnar hjól ei hreyfir það afl,
sem er horfið í tímans sjá.
1R. St.
ÚR ÖLLUM ÁTTUM
Blöð í Stokkhólmi sögðu s.
1. mánudag, að sókn Hitlers í
Rússlandi mundi hér eftir verða
beint til Donets-dalsins í Suð-
ur-Rússlandi. Þar er mikill
heriðnaður rekinn. Komist
hann alla leið til Rostov, við
Svarta hafið, segir blaðið, að
hægt verði að hindra þaðan
samgöngur milli Kákasus og
Moskva; það sé svo nærri
þeirri leið. Til Róstov sé að
vísu langt, en Hitler muni ekki
líta neitt ómögulegra að kom-
ast þangað, en til Moskva eða
Leningrad.
# * * i
íhaldsflokksmenn í Canada,'
halda fund í Ottawa n. k. 7. ogí
8. nóvember. Ekki kvað vaka
fyrir flokkinum, að draga upp1
nýja stefnuskrá, heldur að,
ræða þau mál, sem efst eru nú j
á baugi, eins og hermálin og!
rekstur þeirra í höndum Kings,l
stjórn á vöruverði o. s. frv. Til
almenns fundar mun og verða
ákveðið að kalla til að kjósa
flokksforingja; Mr. Hanson var
aðeins kosinn til bráðabirgða.
* * #
Gen. Sir Archibald Wavell,
yfirmaður brezka hersins á
Indlandi, hefir verið í Tiflis í
Rússlandi eina eða tvær vikur
að athuga sameiginlega vörn
Kákasus landanna af hálfu
Breta og Rússa, til þess að vera
þar fyrir, ef Þjóðvrejar bryt-
ust inn í Donets-dalinn og aust-
ur með nbrðurströnd Svarta-
hafsins. Hvar þaé lið tæki upp
vörnina, er ekki sagt frá. Ef
til vill færi það áleiðis til
Rostov; samt getur verið að
það búist aðeins til varnar
milli Svartahafsins og Casp-
iska hafsins og verji leiðina
suður til Iran, láti við það sitja.
Rússar segja þýzka hermenn
vera að missa móðinn. Dæma
þeir það af útliti hertekinna
manna. Segja þeir þá nú með
öllu ólíka því sem fangar voru
í byrjun rússneska stríðsins.
Þeir eru þreyttir og þjakaðir
andlega og líkamlega. Fáir
eða engir þeirra gera sér
nokkra von um að Þýzkaland
vinni stríðið. Allir eru þeir
lúsugir og rifa sig og klóra
milli þess sem þeir tína af sér
lýsnar.
• • #
Haldið er að Beaverbrook lá-
varður, vörubirgða-ráðherra
■brezku stjórnarinnar, verði að
segja stöðu sinni lausri vegna
vanheilsu.
• * •
Kostnaðurinn við að taka að
sér eftirlit á vöruverði, er sagt
að muni kosta sambandsstjórn-
ina 15 miljón dollara á ári. Alt
kostar nokkuð.
* * *
í ræðu sem Mussolini hélt í
gær, kvað hann Bandaríkin og
alla óvini öxulþjóðanna verða
malaða mjölinu smærra. Þetta
mun hafa átt að vera svar við
ræðu Roosevelts forseta s. 1.
mánudag.
• • •
í gær voru liðnir þrir mán-
uðir frá því, að flugárás hafði
verið gerð á London.
* * •
í blaðinu Winnipeg Free
Press eru að birtast greinar um
Rússland eftir Ralph Ingersoll,
rit^tjóra blaðsins P.M. í New
York. Ber hann Rússum vel
söguna, segir iðnað þeirra
undraverðan og langt fram yfir
það, sem vestrænu þjóðirnar
hafi hugmynd um. Eina af
stærri skotfæra-verksmiðjum
sínum segir hann Rússa hafa
flutt austur í land, fl. hundruð-
ir mílna og verksmiðjan hefði
verið tekin þar til starfa að sex
dögum liðnum frá því að byrj-
að var að flytja hana. Stríðinu
segir hann Rússa halda áfram
i fleiri ár, ef með þurfi. Grein-
ar þessar eru skrifaðar á svo
ljósu og tilgerðarlausu máli, að
þær' eru þess eins vegna þess
verðar að vera lesnar.
BRÉF FRÁ NEW YORK
New York City,
23. okt. 1941
Herra ritstjóri:
Hérmeð leyfi eg mér að til-
kynna þér að með Lagarfossi
komu hingað eftirtaldir stúd-
entar síðastliðinn sunnudag, til
þess að leggja stund á þau
fræði, sem getið er Við hvern
um sig:
Oddný Stefánsson, verzlunar-
nám við háskólann í Minne-
sota.
Einar Ragnarsson Kvaran,
vélaverkfræði við háskólann
í Berkeley, California.
Þórður Reykdal, vélaverkfræði
við háskólann í Madison.
Wisconsin.
Örlygur Sigurðsson, teikni- og
listanám við háskólann í
Minnesota.
Guðmundur Hraundal, tann-
smíði og tannlækningar við
háskólann í Iowa, Iowa City.
Gunnar Norland, enskunám við
háskólann í Manitoba, Win-
nipeg.
Þar að auki komu hingað
Margrét Thoroddsen til véla-
bókhaldsnáms og Edvard Frið-
riksson til að nema mjólkur-
fræði og stjórn á mjólkurbú-
um.
Enn er von á nokkrum stúd-
entum með Goðafossi, sem 'er
væntanlegur hingað í byrjun
næsta mánaðar.
Með beztu kveðjum,
Thor Thors
ÍSLANDS-FRÉTTIR
The Y. P. R. U. of the First
Federated Church are holding
a Box Social Tuesday evening,
November 4th, commencing at
8.15 sharp. Girls — bring a
box lunch (enough for two).
All young people are invited to
attend.
115 miljónir einneign
bankanna erlendis
I nýútkomnum Hagtíðindum
birtast ýmsar fróðlegar tölur
úr reikningum bankanna og
verður nokkurra getið hér.
Útlönd: Afstaða bankanna
gagnvart útlöndum hefir tekið
stórfeldum breytingum siðan
stríðið braust út. 1 janúar
1940 skulduðu bankarnir er-
lendis 12.1 milj. kr., en í júní
1941 áttu bankarnir inni erlend-
is 115 milj. króna.
Seðlaveltan: 1 janúar 1940
voru seðlar í umferð 12.7 milj.
kr., en 34.7 milj. kr. í júní þ. á.
Fyrir stríð komst seðlaveltan
hæst 11—12 milj., svo að hún
hefir þrefaldast þann stutta
tíma, sem liðinn er síðan stríð-
ið braust út.
Innlög: 1 janúar 1940 námu
sparisjóðs- og hlaupareiknings-
innstæður 78.9 milj. kf., en
169.2 milj. í júní 1941.
Útlán (víxlar, veð- og á-
byrgðarlán, reikningslán og lán
á hlaupareikning) námu í jan.
1940 104.6 milj. kr., en 89.2 milj.
í júní þ. á.—Mbl. 8. ág.
* * *
Beint síma- og póstsamband
milli íslands og Ameríku
Morgunblaðið frétti í gær
eftir áreiðanlegum heimildum,
að Thor Thors aðalræðismaður
okkar í New York hefði simað,
að líkur Væru til þess, að mjög
fljótíega yrði opnað beint síma-
og póstsamband milli Ameríku
og Islands, en þó með einhverj-
um nánar tilgreindum skilyrð-
um, sem blaðinu tókst ekki að
fá vitneskju um hver væru.
Reynist þessi fregn rétt — og
má vonandi ganga út frá að
svo verði — þá verður létt
þungu fargi af þeim mörgu
kaupsýslumönnum hér, sem
reka verzlun og viðskifti við
Ameríku og fyrir allan almenn-
ing yrði þetta til ómetanlegs
hagræðis.
Svo sem kunnugt er, hefir
síma- og póstsambandið milli
íslands og Ameríku verið ó-
venju örðugt síðan stríðið
braust út. Það hefir oft tekið
vikutíma að koma almennum
símskeytum, fram og aftur,
milli þessara landa, sem á
venjulegum tima tæki ekki
nema 2 daga. Allir vita, hvern-
ig hefir gengið með póstinn,
þrátt fyrir beinu skipaferðirn-
ar milli landanna. Oft hefir
pósturinn verið mánaðar tíma
eða jafnvel lengur á leiðinni.
Þessi seinagangur með sím-
skeyti og póstinn hefir vitan-
lega verið mjög bagalegur. —
Þetta hefir törveldað mjög öll
viðskifti milli landanna.
Nú eru líkur til, að viðskiftin
milli þessara landa, Ameríku
og Islands færist mjög í vöxt.
Ef ekki hefði fengist bót ráðin
á því erfiða síma- og póstsam-
bandi, sem verið hefir milli
landanna, hefði til stórvand-
ræða horft.
En nú virðist ætla úr þessu
að rætast, samkvæmt fregn
þeirri frá aðalræðismanninum,
Thor Thors, sem að framan
greinir. Munu allir fagna þess-
um tíðindum.—Mbl. 15. ág.
# • #
15 íslenzk skip í þjónustu
brezka flotans
Yfirstjórn brezka sjóhersins
hér hefir óskað að fá leigð 15
línuveiðaraskip eða stóra vél-
báta í þjónustu flotans hér við
landi.
Þessi ósk mun hafa borist til
ríkisstjórnárinnar. Ekki veit
Morgunblaðið með hvaða kjör-
um skipin verða leigð eða til
hve langs tíma.—Mbl. 15. ág.
* # •
Hvernig Ameríkumenn
kunna við sig ð fslandi
Bandaríkjahermaður einn,
sem hér hefir dvalið, Thomas
H. Knott að nafni, ritar í blað
brezkra hermanna “The Mid-
night Sun” um fyrstu áhrifin,
sem hann hafi orðið fyrir hér á
fslandi. Hann segir m. a.:
“Eg hélt að þessi borg (Rvík)
væri algerlega ólík okkar góðu
gömlu borgum heima, en eg
varð fyrir þægilegum von-
brigðum. Eg varð fyrst bndr-
andi, er eg bragðaði kaffið. Það
var gott og nærri því eins og
það væri ameriskt.
Reykvíkingar klæðast likt og
Ameríkumenn. — Stundum
gleymir maður algerlega, að
maður sé á Islandi og heldur
að maður sé að ganga eftir
Aðalstræti (Main Street). Það
tSLENZKUR SENDI-
HERRA í BANDA-
RIKJUNUM
Thor Thors
Það hefir nú skipast svo til,
að ísland hefir ákveðið að opna
sendiherraskrifstofu í Wash-
ington.
Sendiherrann íslenzki, hinn
fyrsti hér vestra, er hr. Thor
Thors; hann hefir sem kunnugt
er verið yfirkonsúll íslands
vestan hafs undanfarin ár og
haft skrifstofu í New York.
Vestur-lslendingum er frétt
þessi i tvennum skilningi mikið
fagnaðarefni. Hún ber það
ljóst með sér, að samhugur og
samvinna milli Islendinga og
Bandaríkjamanna fer vaxandi
og það er það, sem þeir hafa
lengi æskt og þá hefir dreymt
um. í annan stað er það mað-
urinn sem sendiherrastöðuna
hlýtur. Þeir hafa kynst Thor
Thors talsvert og að svo góðu,
að í þeirra huga býr enginn efi
á, að hann sé vel til þessarar
stöðu valinn. Með ferðum sín-
um hingað norður á fund landa
sinna, hefir hann verið hyltur
af íslendingum. Hann hefir á-
valt verið reiðubúinn að leggja
tíma, vinnu og fé í sölurnar til
að greiða fyrir málefnum vor
Vestur-íslendinga, þrátt fyrir
mikið annriki við dagleg störf;
fýsir oss nú við þetta tækifæri
að viðurkenna það og þakka.
Hr. Thors er lögfræðingur að
mentun til. Áður en hann
kom vestur, var hann alþingis-
maður. Hann hefir tekið mik-
inn þátt í iðnaðarlífi þjóðar
vorrar.
Vestur-lslendingar óska hr.
Thors alls góðs í þessari nýju
stöðu. Skrifstofa hans verður
að 3839 Massachusetts Ave.,
Washington, D. C.
er ekki mikill munur. Stúlk-
urnar nota varalit og andlits-
púður og klæðast fallegum föt-
um. Eins og allir vita, er erfitt
að kynnast þeim, vegna þess
hve þær eru ómannblendnar að
eðlisfari.
Þeir Islendingar, sem eg hefi
hitt, hafa verið mjög kurteisir
í máli og komið vel fram i
verki. Ennþá eru þeir ekki
farnir að venjast okkur, en eg
býst við að það lagist með
tímanum.
Brezku hermennirnir, sem eg
hefi hitt, eru prýðis menn. Fjör
þeirra er stórkostlegt, þegar lit-
ið er á alt, sem þeir hafa orðið
að þola nýlega.
Þeir eiga heiður skilið fyrir
framkomu sína. Samvinna
okkar og þeirra er enn einn
liður, sem tengir frjálsa menn,
sem berjast fyrir lýðræðinu.
—Mbl. 9. ág.
Umferðin er svo mikil milli
Long Island og New York, að
tvíhæða járnbrautir hafa verið
teknar í umferð til að full-
nægja flutningaþörfinni.