Heimskringla - 29.10.1941, Qupperneq 3
WINNIPEG, 29. OKT. 1941
HEIMSKRINGLA
KVEÐJUSAMSÆTI
Samsæti mjög fjölment og
myndarlegt var þeim Dr. Núma
Hjálmarsson og Sigríði konu
hans haldið í samkomuhúsinu
á Lundar miðvikudagskvöldið
þann 15. þ. m. Samsætið var
haldið í tilefni af því að Dr.
Hjálmarsson er að flytja sig al-
farinn frá Lundar með fjöl-
skyldu sína eftir fimtán ára
dvöl þar; fer hann til Pilot
Mound og sezt þar að sem
læknir.
Samsætinu stýrði séra Guðm.
Árnason, sem ávarpaði hjónin
með nokkrum orðum og af-
henti lækninum gjöf frá bygð-
arbúum, lindarpenna og silfur-
skál með dálitlum sjóði. Einn-
ig voru Mrs. Hjálmarsson færð-
ar gjafir frá báðum kvenfélög-
unum á Lundar, Björk og Ein-
ing, rafmagnslampi frá kvenfé-
laginu Björk, sem Mrs. Dóra
Goodman afhenti og ferðataska
frá kvenfélaginu Eining, sem
var afhent af Mrs. Björgu
Hjörnsson, og fluttu þær stutt
ávörp, hvor fyrir hönd síns fé-
lags. Mrs. Chrissie Thorsteins-
son ávarpaði Mrs. Hjálmarsson
fyrir hönd kvenna í bygðarlag-
inu og færði henni fagran blóm-
vönd, sem lítil stúlka Elaine
Hreckman afhenti henni. Ræð-
ur til þeirra hjónanna fluttu:
Skúli Sigfússon þingmaður; S.
Thorvaldson þingmaður frá
Winnipeg, sem þar var staddur;
sveitaroddviti Kári Byron;
Haníel Líndal og Guðmundur
Jónsson frá Húsey, og sagðist
öilum vel. Vigfús Guttormsson
flutti þeim kvæði það sem er
Prentað hér á eftir. Læknis-
hjónin þökkuðu fyrir gjafirnar
°g velvildina sér til handa með
vel völdum orðum. Milli ræð-
anna söng stór og vel æfður
söngflokkur undir stjórn Vig-
fúsar Guttormssonar íslenzka
söngva og enska. Og eftir að
allir höfðu setið að kaffi-
drykkju, var dans stiginn lengi
nætur. Um 500 manns sátu
samsætið.
Dr. Hjálmarsson er maður
mjög vinsæll og læknir góður.
Hefir hann í fimtán ár gegnt
læknisstörfum í stóru og erfiðu
héraði með framúrskarandi
skyldurækni. Er honum við
brugðið fyrir ástundun við
sjúkravitjanir og dugnað í
ferðalögum, sem oft hafa verið
löng og erfið. Munu hans
æörgu vinir og kunningjar
unna honum þess að komast í
hérað, sem er greiðara yfir-
ferðar, þó að þeir sakni hans
mikið eftir svo langa samveru
nieð honum.
Frú Sigríður hefir tekið mik-
inn þátt í félagslífi Lundar-
b^ejar öll þau ár, sem hún hefir
átt þar heima. Áður en hún
giftist var hún hjúkrunarkona,
°g hefir hún stöðugt unnið að
hjúkrunarstörfum síðan, þrátt
fyrir miklar annii* á heimili
sinu. ✓
Hinar hugheilustu árnaðar-
ósirk fjölda vina þeirra í hinu
víðlenda umdæmi læknisins
fylgja þeim til þeirra nýju bú-
staða, og var hið afar fjöl-
^nenna kveðjusamsæti vottur
hess, hversu vinsæl og vel met-
in þau hafa verið öll þau ár,
Sern þau hafa dvalið á Lundar.
G. Á.
Til Dr. og Mrs. Hjálmarsson
við burtför þeirra frá Lundar
Þá finst oss rétt að flytja í
nýjan stað,
Er forlög vilja breyta stefnu
sinni,
Og ófært verður gamalt göngu-
vað,
Sem greiðfært þótti fyr á lífs-
leiðinni.
Oft blómgast gróður bezt í nýj-
um reit,
Þar bezta arðinn hlýtur göfug
iðja.
Og Guð er víðar en í einni sveit,
Á öllum stöðum vill hahn
hjálpa’ og styðja.
Og þið, sem héðan bráðum
flytjið brott
í beztu von um lán og farsælt
gengi,
Við þökkum ykkur afarmikið
gott
Og óskum, að þið lifið vel og
lengi.
V. J. Guttormsson
STALIN VAR
MISSKILINN
Árið 1939, þegar Stalin gerði
hlutleysissamninginn við Hitl-
er, var hann af mörgum álitinn
svikari við undirstöðuatriði
sinna eigin pólitísku trúarjátn-
ingar.
Á þeim ruglings og vafa tím-
um, þegar enginn dagur virtist
til enda tryggur, var þó eitt
atriði er gaf nokkra von, og
stóð eins og klettur úr hafinu;
það var hinn rótgróni fjand-
skapur milli Rússlands og
Þýzkalands. Milli svo gagn-
ólíkra hugtaka í þjóðmálum er
þessi ríki eru fulltrúar fyrir,
virtist öll samvinna útilokuð,
ekkert friðsamlegt samtal
mögulegt. Eins víst og jörðin
væri hnattmynduð, mundi Stal-
in aldrei eiga nein kaup við
Hitler á neinum grundvelli.
En það ótrúlegasta af öllu ó-
trúlegu skeði áður en nokkurn
varði. Á hinum voðalegustu
hættutímum, þegar mestallur
hinn mentaði heimur var á
hengiflugi blóðugrar styrjald-
ar, umbreyttist Stalin alt í
einu í samningamann, og að því
er virtist eingöngu til að frelsa
sitt eigið ríki.
• Með mannhaturslega ráðn-
um huga sýndist hann hrinda
saklaUsum og friðsömum þjóð-
um fram af hengifluginu, með
því að gera samtök við Hitler
um alheimsstjórnleysingja
byltingu.
Þetta var nokkurnvegin aug-
ljós en þó ótrúleg skýring á
röð málanna. Svona litu stað-
reyndirnar út á yfirborðinu.
En þegar Hitler snerist
snögglega á hæli og réðist á
sinn ímyndaða bandamann,
Rússland, fór heimurinn að
verða efablandinn um sína
fyrri staðhæfingu í málinu, og
leitaði nýrra skýringa.
Hinar beztu útskýringar á
þessu viðfangsefni, og sannar-
lega þær rökréttustu eru ritað-
ar af Kenneth Davis, sérfræð-
ing í utanríkismálum, í tíma-
ritið “Current History”. Rök-
færsla Mr. Davis er sem hér
segir:
Stalin vissi árið 1939, að fyr-
irætlun Hitlers og hans ráða-
nauta var að leggja undir sig
heiminn með vopnum. Hitler
var að hinu leitinu þess fullviss
að hvorki England eða Frakk-
land mundu hafa nein hernað-
arleg áhrif á dauðateygjur Pól-
lands á þeim tíma. En hin
vafasama spurning er hann
þurfti að svara — og svara
rétt — var, hvort næst ætti að
verða í röðinni, Rússland eða
vesturlýðveldin. Fullnaðar á-
kvörðun í því máli varð kð
byggjast á samanburði á kostn-
aðaráætlun í báðum tilfellum.
Hvort mundi terða ódýrara og
auðveldara að taka Rússland
þegar í stað, eða ekki fyr en
England og Frakkland væru að
fullu brotin á bak aftur.
Rússland stóð hér aleitt gegn
hinum voðalega herafla Hitl-
ers, er hafði flest Mið-Evrópu
rikin sín megin, var í föstu
bandalagi við ítalíu og jafnvel
Japan. Rússland var ótilbúið
að mæta slíku ofurefli; stund-
arfrestur varð að skapast með
einhverjum ráðum.
Versala-samningurinn ákvað
landamæri Rússlands og Finn-
lands aðeins 20 mílur frá Len-
ingrad. Að sunnanverðu og
vestan lá Ukraine, er afar tor-
velt var að verja í nýtízku hern-
aði. Þegar þar við bættist að
vopnaframleiðsla Rússlands á
þessum tíma, var mikið minni
en Þýzkalands, var sigurvon ef
til vopnaviðskifta kæmi, harla
ÞAÐ ÞARF MIKIÐ TIL AÐ STÖÐVA BREZKAN
BREN GUN CARRIER
Hermenn við æfingar í nútíðar vélahernaði, verða að
geta farið með áhöld sín öll eins og reyndir menn. í brezka
hernum, verða hermenn að æfa sig vel í því að fara með
vélarnar þar sem ilt er yfirferðar sem á góðum vegum.
Myndin sýnir þá við slíkar æfingar í Norður-írlandi.
lítil 1939. I stutu máli, Rúss-
land mundi áreiðanlega hafa
orðið undir í þeim átökum, og
það á skömmum tíma. Hver
hefði þá röð viðburðanna orðið
að þeim tíðindum loknum?
Með olíu og hveiti Rússa að
bakhjarli og stóriðnað þeirra
reiðubúinn til vopnagerðar,
mundi Hitler hafa orðið marg-
falt styrkari en nokkru sinni
fyr, og albúinn að herja í vest-
urátt, gæti jafnvel nú verið
langt kominn að sigra og und-
iroka mestallan hinn mentaða
heim.
Með þessar skýringar á
reiðum höndum, heldur Mr.
Davis því fast fram að alls eng-
in ástæða sé til að álíta að
Stalin hafi í eigingjörnum til-
gangi, eða í neinum skilningi
brugðist lýðveldisstefnunni í
Evrópu, og á þann hátt átt þátt
í að kveikja það ófriðarbál er
nú æðir yfir. Hann bendir
með réttu á, að Stalin hafi alls
ekki myndað neitt algert
bandalag við Hitler, heldur að-
eins trygt sér lítinn frest.
Það sem hann meðal annars
telur að sanni mál sitt er, að
Stalin hóf tafarlaust vopna-
búnað í stórum stíl, numdi úr
gildi sjö stunda vinnudag, og
styrkti. eftir föngum hernaðar-
lega aðstöðu sína að vestan-
verðu og norðan; en síðast en
ekki sízt hafi hann á allan
mögulegan hátt — sumpart
með yfirlögðum flutningamis-
tökum — stuðlað að töfum og
erfiðleikum í vígbúnaði Hitl-
ers.
Aðeins fáum vikum eftir að
hinn svokallaði Þýzk-Rúss-
neski samningur var myndað-
ur, talaði Molotoff til öreiga
allra landa og eggjaði þá til
heimsbyltingar, þar taldi hann
Þýzkaland í sama flokki og
önnur auðvaldsríki, og þess-
vegna í andstöðu við Rússland.
Sumarið 1941 gerði Stalin
hlutleysissamning við Japan,
og haíði þá um sama tímabil
komið vígbúnaði sínum í
sæmilegt horf, og virtist ein-
mitt þá hafa náð einhverju
settu marki með hinni þegj-
andi en árvökru mótspyrnu
gegn ófriðarráðstöfunum Hitl-
ers.
Frekari bið á úrsjita átökum
gat nú falið í sér hættu á hlut-
fallsbreytingu á styrkleika
Rússa og Þýzkalands, þeim fyr-
nefnda í óhag. Stalin þvingaði
því Hitler til að leggja spilin á
borðið og berjast, og það sem
mest var um vert, og Hitlerctt-
aðist mest, á tveim vígvöllum
— austan og vestan — í senn.
Með aðstoð Bandaríkjanna
við herbúnað Breta að vestan, í
huga, tók Hitler leiftur snögga
ákvörðun, fylkti í skyrjdi ó-
grynni liðs og vopna gegn
Rússum, reiðubúinn til atlögu.
Áform hans var í raun og veru
að taka Rússland síðar, en ótt-
inn við það að verða of seinn
neyddi hann til að hefjast
handa þegar í stað.
Niðurlagið í ritgerð Mr.
Davis er orðrétt á þessa leið:
“Það virðist því augljóst að
Stalin hafi, í stað þess að svíkja
lýðveldisríkin, gert alt sem í
hans valdi stóð til að aftra því
að þau sjálf brigðust sínum
eigin málstað.
“Þegar lokasaga þessa hild
arleiks verður skráð, er mjög
sennilegt að Stalins verði getið
sem mikilmennisins er frelsaði
hinn siðaða heim frá tortím
ingu með glæsilegri herkænsku
og dýpri stjórnvizku en nokkur
þjóðhöfðingi hefir nokkru sinni
sýnt á dögum hættu og þreng-
inga, þrátt fyrir margvíslegan
andróður.”
Hér má vera að fullmikið sé
sagt. En'þó sá timi sé enn ekki
kominn, að samþykt verði með
öllum atkvæðum að taka Stal-
in í helgra manna tölu sem
frelsara mannkynsins, virðast
allar þessar skýringar gáfuleg-
ar og á góðum rökum bygðar.
Fram að þessu hafa margir
álitið að njósnarar Hitlers hafi
talið honum trú um að Rússar
væru lítt vopnaðir og lélegir
til hernaðar, og hann í þeirri
trú hafið árásina. Gæti nú
ekki verið sanni nær að álykta
að þessir sömu njósnarar hafi
einmitt uppgötvað voldugt
Rússland, er varð voldugra
með hverjum degi er leið.
—Þýtt úr “Winnipeg Tribune”.
Jónbjörn Gíslason
ATHUGASEMD
Eg hefi venjulega haft á-
nægju af að lesa ritgerðir Pét-
urs Sigurðssonar um eitt og
annað, og eg hafði einnig
nautn af að lesa greinina um
listamanninn fræga dansk-ís-
lenzka, Thorvaldsen, í Heims-
kringlu 15. okt., ummæli H. C.
Andersens og Georg Brandes-
ar um snillinginn og afrek hans
og frásögn um hina glæsilegu
móttöku er Kaupmannahöfn
fagnaði þessum heimsfræga
ástvin og dönsku þjóðarinnar.
En hvað munnmælasögunni
viðvíkur er segir að hann hafi
tvívegis gert unnustu sinni
minkun get eg ekki séð að
auki hróður hans eða lista-
mannsgildi. Eg hygg að listin
hefði ekki beðið nokkurn
hnekki við það að hann hefði
haldið trygð við heitmey sina.
Ef þessa munnmælasögu er
annars nokkuð að marka, sem
eg vona að ekki sé.
En það er nokkuð í þessari
grein P. S. sem eg átti ekki von
á úr hans penna, og sem mér
gramdist, en það eru óþarfa
slettur til tveggja ágætismanna
Bandaríkjanna, Robert G. Ing-
ersoll og Thomas Paines er soll.
hann gefur í skyn að hafi verið
myrkursins börn — því áður en
hann minnist þeirra telur hann
fram þrjú “ljóssins börn”,
Whitfield, er dó á hnjánum,
Abraham Lincoln og David
Livingstone. Við andlát þeirra
hafi verið bjart. Svo kemur
þessi grein:
“Slíkt verður ekki sagt um
neinn eins og Thomas Paine,
Ingersoll eða Nietzsche, þótt
þektir menn væru, kvöldroð-
ans blik lék ekki um himin
þeirra hinstu stunda. Kvöldið
var þá grámyglulegt, hráslaga-
legt og kalt.”
Eg læt ritsnillinginn Nietz-
sche eiga sig, hann var af alt
öðru sálufélagi en Paine og
Ingersoll.
Hvað hafa þeir Paine og Ing-
ersoll unnið til þess að vera
flokkaðir myrkursins börn?
Thomas Paine átti drjúgan
þátt í frelsisstríði Bandaríkj-
anna með ritum sínum, “The
Crisis” og “Common Sense”.
Sagt hefir verið um þau rit að
þau hafi verið sem eldstólpi er
vísaði veg hinum stríðandi lýð
um nótt þrenginganna til sig-
urs.
Síðar ritaði hann hina frægu
bók sína “Age of Reason” um
trúmál. Leitast hann við í
þeirri bók að eyða n\iðalda
myrkri hjátrúar og hindur-
vitna í kristninni en auka ljós
þekkingar og víðsýnis, efla
mannúð og umburðarlyndi.
Paine var guðstrúar maður
með ódauðleika von. Skoðanir
Abrahams Lincolns á trúmál-
um munu hafa fallið mjög
saman við skoðanir Paines og
náskyldar stefnu Únítaranna,
Ralph Waldo Emerson, Theo-
dore Parkers og Wm. Ellery
Channings, sem séra Matthías
Jochumsson var svo hrifinn af.
Col. Robert G. Ingersoll,
þessi göfugi frjálsi andi, hafði
svo næma réttlætistilfinningu
og skarpann skilning á veilun-
um í hinum svokallaða “rétt-
trúaða evangeliska kristindóm”
að hann gat ekki orða bundist,
en réðist með öllu afli afburða
mælsku og rökfimi, á þær
kenrtingar kirkjunnar er
stríddu á móti samvizku og
heilbrigðu viti, svo sem guðs
hugmynd Gamla testamentis-
ins, óskeikulleik ritningarinn-
ar, útskúfunar kenninguna, og
blóðfórnar friðþæging og
skyldi svo við þessar kenning-
ar að þær áttu sér ekki framar
uppreisnar von hjá upplýstu
fólki með sæmilegri dóm-
greind.
Ingersoll var ástríkur heim-
ilisfaðir, tilfinninganæmur og
hjálpsamur með afbrigðum,
hann unni vísindum og aðhylt-
ist breytiþróunar kenninguna.
Það má telja hann til “hum-
anista”, einnig mun hann hafa
hneigst að algyðis kenningu
Spinoza, eins og fleiri djúp-
vitrir menn hafa gert.
Boðskapur Paines og Inger-
solls og skyldra umbótamanna
hefir gert heiminn betri, frjáls-
ari og viðsýnni, og áhrifin á
kirkjuna, siðferðilegur gróði.
Það er orðið hljótt um útskúf-
unar kenninguna í prédikunar-
stólum.
Mannúð, sannleiksást og
hreinskilni voru meginþættir í
skapgerð þessara mikilmenna.
Ingersoll flutti boðskap sinn
af eldmóði og heitri sannfær-
ingu og skeytti ekki um hvort
hann aflaði honum vinsældar
eða óvildar. Hann var að vísu
persónulega vinsæll en vegna
kenninga sinna varð hann fyrir
óvægum dómum og fordómum
og óvild af hálfu íhaldsmanna
kirkjunnar.
Eg vil vinsamlega mælast
til þess að Paine og Ingersoll
séu taldir “ljóssins” börn.
Þegar Ingersoll andaðist
nokkru fyrir aldamótin, varð
öðrum stórum anda, ljóð á
munni vestur í Klettafjöllum.
Eg set hér að endingu tvö vers
úr kvæði St. G. St. um Inger-
“Frægðar-maður látni, leiddi,
Leyfðu mér í hinsta sinn,
Lyng-grein höggna af heiðum
Islands
Hengja í dánarkransinn þinn.
Sá, sem hana úr ljóðshönd
leggur
Lægst í sveiginn, hann er einn
Orkumenni og yngri bróðir,
Ekki þegn né lærisveinn.
Þú sem gazt í ljósa loga
Lífgað upp við mælsku glóð
Það sem frjálsast hugsað hefir
Hugstór, ung, en sjálfelsk þjóð.
Hjátrú löngum lærdóm varin
Litlu kunni að svara þér,
Skáldið firrist fræði múgsins,
Fer samt réft, það veit, það
sér.”
Friðrik Swanson
FRÁ HOLLYWOOD,
CALIFORNIA
Sunnudaginn 19. þ. m. kl. 3
e. h. var haldin áhrifarík og ó-
gleymanleg minningar og sorg-
ar athöfn í Saint Thomas Epis-
copal kirkjunni, 7501 Holly-
wood Blvd., um mæðgurnar
Mrs. Mable Helen Seymour
Kahre og Dorothy Elizabeth
Kahre, sem að mistu líf sitt á
sorglegan og sviplegan hátt i
bilaslysi í Oklahoma ríkinu 2.
október s. 1.
Lík þeirra voru flutt til Kans-
as City, Missouri og brend en
askan var flutt til Hollywood
þar sem fjölskylda þessi hefir
átt heimili árum saman. Kirkj-
an var þétt skipuð safnaðar-
fólki, nágrönnum og vinum auk
ástvinanna. Andrúmsloftið í
kirkjunni var þrungið þögn og
sorg. Jarðneskar leifar mæðgn-
anna voru í litlu skríni á borði
fyrir framan altarið í hafi af
hinum fegurstu blómum Cali-
forníu.
Prestur safnaðarins, Rev.
Arthur Wurtele hélt hugnæma
huggunar ræðu og mintist á
smá atvik í lífi þessara ást-
sælu og mikilsvirtu kvenna
utan safnaðarins sem innan. —
Mrs. Ólöf Oliver MacFarland
söng “Ah Sweet Mystery of
Life”. Skrininu var síðar kom-
ið fyrir í vegg kirkjunnar í
landinu þar sem að þær sjálfar
höfðu kosið sér að lifa og
deyja.
Mrs. Kahre var forstöðukona
Islendingafélagsins í Los Ang-
eles og í þeirri stöðu sá eg hana
í síðasta sinn á útisamkomu Is-
lendinga 3. ág. s. 1. í North
Hollywood Park, hvítklædda,
hávaxna, föngulega, dökk-
hærða og bláeygða ásamt hinni
ungu dóttur hennar, bjartri
yfirlitum við hlið unnusta síns i
tilhugalífi við hann og lífið
sjálft.
Hverjum hefði þá getað kom-
ið til hugar sem að sá þessa
hamingjusömu fjölskyldu að
þessi þungi skapadómur og ó-
gæfa biði þeirra og að lifsins
leiðarendi væri svo nærri.
Mrs. Kahre var fædd 18. nóv^
1895 í Eagle River, Ontario,
Canada. Foreldrar hennar
voru Mr. og Mrs. Seymour,
hann var canadiskur en Mrs.
Seymour var áður Elizabeth
Thomson, ættuð úr Laxárdal í
Dalasýslu á Islandi. Þann 4.
júní 1914 giftist Mabel, Her-
bert W. Kahre, voru þau gefin
saman af föður hans, sem að
var þýzkur prestur í Winnipeg
í mörg ár. Dorothy var fædd
í Winnipeg 28. júlí 1917, nýlega
hafði hún opinberað trúlofun
síria með Jack Green frá Santa
Maria í Californíu.
Mrs. Kahre lætur eftir sig
auk eiginmanns síns og móður
2 sonu sem að eru Herbert S.
Jr., og Kenneth. Islendingar
hér taka sérstaka hluttekningu
í sorg hinnar öldnu móður sem
að ber sig eins og norræn hetja,
þótt eina barnið hennar hafi
verið hrifsað af henni á þennan
óþolandi hátt og sem að þrátt
fyrir alt og alt getur brosað til
vina sinna í gegnum tárin.
Skúli G. Bjarnason
—Los Angeles, Calif.