Heimskringla - 29.10.1941, Blaðsíða 6

Heimskringla - 29.10.1941, Blaðsíða 6
HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 29. OKT. 1941 6. SÍÐA Sonur Öræfanna Stundum las hann í bókum hvítu mannanna, og lærði brögð Indíánanna í verzlun og veið- um. Hann hafði erft riffil fóstra síns og lært að skjóta með honum. Hann gat kastað skutli Eskimóanna, sem Aleutingunum, er altaf voru á eftir i menningu, fanst mjög dásamlegt; hann gat kveikt eld; hann þekti eyjar þær, sem máfarnir verptu á, og auðvitað gat hann lagt net og veitt með spjótunum, sem þeir höfðu til að veiða laxinn með. Altaf lenti hann í einhver æfintýri. Þegar hann var tíu ára gamall, þá var það eina bjarta tunglskins nótt að hann var staddur einar tvær mílur frá kofa móður sinnar, hjá háa fjallinu. Leyndardómur hins bjarta tunglsljóss hreif huga hans og kom honum til að reika í kring á auðnunum. Hann hafði hitt ref sem hann hafði veitt, björn hafði urrað grimmúðlega og hreindýr, sem þaut í burtu eins og hvítklæddur andi. Hann þurfti ekki að sofa þessa nótt, því að hann var gagn- tekinn af gleði yfir lifinu. Blóðið sauð í æð- um hans. Hann var gagntekinn af sælutil- 1 finning sannrar gleði — hann fann ekki leng- ur til óttans, sem hafði heltekið hann á hin- um einmanalegu nóttum undir bátnum. — Hann var á ný ótaminn ungur heiðingi frá auðnunum. Alt í einu kom hann auga á ljós, sem hann kannaðist ekki við — dauft blik í hinu bláleita rökkri. Það var erfitt að skýra þetta svona langt frá laxveiðastöðvunum — og það þurfti að rannsakast nánara. Hann var bæði forvitinn og hræddur í senn. Honum fanst að einhverjir óviðkomandi hefðu ráðist inn í ríki sitt. Það heyrðist ekkert skóhljóð er hann læddist að þeim á Indíánaskónum sínum. — Hann sá að ljósið skein frá varðeldi, sem ferðamenn höfðu kveikt, en hann kom auga á það, sem honum fanst ennþá merkilegra, að kofar þessara uppivöðslusömu aðkomu- manna voru hvítir. Þeir gengu að sér upp í mjóan topp og voru bundnir með köðlum. Kofarnir voru tveir hvor hjá öðrum og inn í þeim sváfu menn. Drengurinn hugsaði áhyggjufullur um allar þessar nýjungar. Hann dró andann létt og rendi augunum tortryggnislega í allar átt- ir. En honum þótti samt gaman að þessu. Hann læddist að öðru hvíta húsinu og fann að í stað dyra var hengi úr lérefti fyrir inngang- inum. Sam var ákveðinn í þvi að hann þyrfti endilega að sjá hverjir væru í þessum ein- kennilegu húsum. Þetta var sprottið af þýð- ingarmeiri tilfinningu en forvitni eingöngu. Skinnið á líkama hans varð eins og skorpið af æsingu. Gætilega lyfti hann tjaldskör- inni, leit inn og skreið síðan sjálfur inn í tjaldið. Hann gætti þess að halda tjaldinu opnu af ótta við að ganga í gildru — tilfinn- ing, sem allir hinir viltu bræður hans mundu hafa skilið. Bjarmann af bálinu lagði inn og lýsti það dauflega. Hann stóð á öndinni af eftirvæntingu. Hjartað stansaði næstum í brjósti hans. Hann sveið í augnalokin og fanst eins og magi sinn væri alveg tómur. Þetta voru alt aðrir menn en hann þekti. Þeir voru ekkert líkir Pétri, sem var dauður, virtust hreint ekki vera innfæddir, né Eskimóar, en þá hafði hann séð. í daufum bjarmanum frá bálinu voru andlit þeirra mjallahvít. I^vítir menn! Þessari vitneskju sló eins og eldingu niður í vitund hans. Hjarta hans tók að slást í brjóstinu eins og það ætlaði að springa. Enginn þurfti áð segja honum að tilgáta hans væri rétt. Þessir menn voru ekkert lík- ari brúna fólkinu, en björninn er hundinum. Þeir voru svo hávaxnir, þeir lágu svo ein- kennilega í rúmunum, hár þeirra var stutt, en hörundið mjallhvítt. Hann gat ekki litið af þessum hvítu andiitum, þeir voru aðkom- andi, aðkomumenn í landi auðnarinnar, en höfðu þeir komið til að sækja hann? Það voru engar skýrar né ákveðnar minn- ingar, sem komu upp í huga Sams, en í sál hans talaði dauf rödd frá fortíðinni. Fyrir löngu, löngu síðan, og langt, langt í burtu hafði hann séð menn, sem líktus’t þessum mönnum. Það var eins og að minnast for- tilveru sinnar. Kenningar Péturs höfðu borið ávexti. Hann var hvítur og það voru þessir menn líka; þeir voru allir þrír af sama stofni og sama blóði. En áður en hann var fullkomlega kominn að þessari dásamlegu niðurstöðu, krafðist æfintýri þetta athugunar hans á ný. Eldri maðurinn í tjaldinu rumskaðist í svefninum, tautaði eitthvað og virtist ætla að vakna. Sam varð eins og ísjaki. “Vertu grafkyr” — það voru lög eyðimerkurinnar. Hann hreyfð- ist ekki minstu vitund. En honum virtist ætla að breygðast boga- listin í þetta sinn. Hann sá að hinn sofandi maður hrökk upp af svefninum og opnaði augun. Drengnum flaug það eins og ósjálf- rátt í hug að hann gæti eigi blekt þessi augu. Hann þaut út- í myrkrið eins og kólfi væri skotið. Maðurinn reis upp til hálfs í hvílupokan- um og litaðist um með furðusvip. 1 sama vetfangi reif hann blæjuna frá tjalddyrunum og horfði út, en hann sá ekkert nema skugg- ana kring um deyjandi bálið. “Sástu þetta Wilson?” spurði hann og leit á félaga sinn í fátinu, sem á honum var. Maðurinn vaknaði. “Sástu þetta Wilson?” “Hvað þá?” spurði Wilson hálfsofandi. “Eg sá sýn — eg sá hann alveg eins greiniiega og eg sé þig. Dreng — tíu eða ellefu ára gamlan dreng, sem stóð hérna rétt hjá rúminu mínu------” “Ó, þig hefir bara dreymt þetta,” sagði ungi maðurinn og skreið út úr hvílupokanum og reis á fætur. “Mig hefir stundum dreymt svona, svo ljóslifandi, að eg hefði þorað að sverja. að það væri raunverulegt. Hvernig hefði drengur átt að komast hingað?” Eg sá hann eins vel og Qg sé þig. Það var enginn draumur. Þetta var lítill, brúnn drengur. Indíáni hugsa eg — þótt hann væri ekki eins og þeir í andlitsfalli. Hann hljóp út út tjaldinu--- Báðir mennirnir flýttu sér að komast í skóna. Eldri maðurinn var svo ákveðinn að yngri maðurinn trúði-orðum hans. “Það er enginn hérna,” sagði hann önug- lega og litaðist um. “Þú hefir kannske séð draug. Það er einkennilegt að birtast þann- ig, en þetta er lika einkennilegúr staður. Þú segist hafa séð litinn dreng, Hillguard.” Leiðsögumenn þeirra, tveir Norðurlanda- búar frá laxveiðistöðinni, komu nú til þeirra og hlustuðu efablandnir á frásöguna. “Við erum heila dagleið frá næstu veiði- stöð Indíánanna,” sagði annar þeirra. “Yður hefir dreymt þetta, Mr. Hillguard — eða —” Hann starði á spor eftir barnsfót klæddan Indíánaskó, sem sást í leirnum við bálið. “Dreymt?” hrópaði Hillguard, “og þetta þarna — og þarna — sjáið!” Hann benti yfir bálið, en hundrað skref hinumegin við það stóð lítill drengur og sást glögt í tunglskininu. Sam hafði ekki farið langt. Hann var styggur eins og aðrir félaga hans utan úr ó- bygðunum, en hræddur var hann ekki í raun og veru. Þessir menn mundu ekki gera hon- um neitt ilt. Hann fann það ekki einungis ósjálftrátt, heldur sagði skynsemin honum það líka, að þessir menn væru af sama kyn- flokki og hann. Nú kölluðu þeir á hann og bentu honum að koma, og andlit þeirra voru vingjarnleg og brosandi í bjarmanum frá bál- inu. Hann gekk til þeirra hægt og rólega án þess að láta í ljósi hræðsluna, sem í huga hans bjó. “Hræðið hann ekki,” hvíslaði Hillguard til hinna, “hann er eins og litið villidýr.” Hann settist á jörðina og Sam gekk til hans. “Góðan daginn,” sagði hann á þolan- legri ensku. Rödd hans skalf lítið eitt, og hann rétti manninum litlu brúnu hendina. Hillguard tók í hendina og fann til þess um leið að hann var að komast í undarlegt æfintýri, sem hann æ síðan gat sagt frá við miðdegisverðar veizlurnar. En á þessari stund hugsaði hann samt ekkert um veislu- höld. Hin hvössu augu hans horfðu rann- sakandi á drenginn, á andlit hans og síðan á hann allan og rannsökuðu útlit hans með þeirri nákvæmni, sem þessum manni var eðli- leg. “Innfæddur drenghnokki, sem flækist um auðnirnar,” sagði Wilson hlægjandi. 1 augum hans var þetta fjarskalega spaugilegt að fá svona lagaða heimsókn um hánótt. “Hvað heitir þú?” spurði Hillguard vin- gjarnlega. “Sam,” svaraði drengurinn. “Auðvitað verður hann að hafa fallegt nafn í þessum afkima veraldarinnar,” sagði Wilson hlægjandi, “og þegar við komumst að merg málsins mun það koma í ljós að hann heitir líka Moreland.” Barnið sneri sér að honum og leit *á hann með augnaráði, sem hann gleymdi aldrei. Það var svo ósegjan- lega alvarlegt og átakanlegt, og það var eins og andrúmsloftið í kring um þá væri þrungið af ósýnilegum öflum, er létu veruleikann hverfa. “Eg er Sam Moreland,” svaraði drengur- inn hiklaust. Auðvitað var hann það — hann hafði á þessu augnabliki munað nafnið sitt. Og nú endurtók hann fáein orð sem hljómuðu dauft og óákveðið í eyrum hans. “Sam More- land — sonur Sams Morelands.” Það er ómögulegt að segja hvað gerðist eftir þetta. Barnið varð ruglað yfir öllum hávaðanum og talinu, sem fylgdi þessari yfir- lýsingu og ennþá ruglaðra yfir þögninni, sem fylgdi á eftir. Jafnvel foringjarnir fundu til þess að þetta var hátíðlegt og þýðingarmikið auknablik, en loksins var það rödd Wilsons, sem rauf þessa töfra, sem yfir þeim hvíldi, og kallaði þá til raunveruleikans. “Hamingjan góða! Þetta er alt of ótrú- legt! Þetta getur ekki verið — það er fjarri öllum sanni!” “En Sam Moreland átti son. Hann fórst með “Laxinum”. Ef þetta er Indíánadrengur, hvernig gat hann vitað um þetta?” “Sonur Morelands druknaði. Vertu ekki að þessari heimsku, Hillguard. Þú veist l hvernig börn eru. Þau hafa það eftir, sem þeim er sagt. Nafn Sam Morelands var vel þekt í þessum hluta heimsins. Það er ekkert undarlegt að drengurinn hafi heyrt talað um son hans sem druknaði, og farið síðan að halda að hann væri hann. Það er bara koma hans hingað um miðja nótt, glampinn í aug- um hans, hinar léttu og fimlegu hreyfingar hans, sem í bili hafa svift okkur dómgreind- inni. Kannske að faðir hans hafi tekið sér nafn Morelands — við vitum það að suður frá taka svertingjarnir sér oft nöfn mikilla manna. Þú munt komast að raun um að snáðinn er ekta Indíáni.” “En það er það, sem eg get ekki komist að raun um. Hann er ekki líkur Indíána að mínum dómi. Hann er kolbrúnn, en hár hans er hrokkið og nefið er eins og á hvítum dreng.” “Manstu eftir stúlkunum í veiðistöðinni? I EiiT þeirra var með glóbjart hár. Hann er 1 sennilega hálfur hvítur. Það er ekki eins- dæmi hérna. Vinur þinn Moreland var kannske dálítið kvenhollur, eða hvað?” “Það veist þú vel að hann var ekki.” “En þrátt fyrir það er þetta ekkert nema fjarstæða. Eg býst við að fáeinar spurning- ar útskýri þetta mál.” Þeir fóru nú að spyrja drenginn, en svör hans flæktu fremur en greiddu úr málinu. Jú, nafn hans var Sam Moreland og faðir hans hét eins. Hann hafði gleymt því þang- að til á þessu augnabliki. Nei, hvorugt for- eldra ,hans voru innfædd, þótt hann ætti heima hjá innfæddri fjölskyldu. Hann sjálf- ur hafði komið þarna í land á báti fyrir langa . löngu siðan. Hver móðir hans var vissi hann ekki. Hún var dáin. Faðir hans varHíka dáin. “1 bát,” sagði Hillguard. Farðu úr skyrt- unni drengur minn — mig langar að sjá hvernig þú ert á litinn.” B R É F Campbell River, B.C., 15. október 1941 Hr. Stefán Einarsson, Winnipeg, Man. Góði vinur: Þá er eg kominn heim og ætla að byrja á ferðasögunni strax, því ekki mun af veita; eg er seinn að skrifa. Eg lagði á stað heiman að 10. sept. s. 1. og kom til Van- couver kl. 5 að kveldinu, var þar eina nótt; fór svo næsta dag á stað að kveldi með C. P. R.; var kominn langt austur í fjöllin þegar eg vaknaði um morguninn og fór að litast um. Það var dálítil rigning en svo smá birti til svo við fengum gott veður allan þann dag. Eg held að eg leggi ekki út í að lýsa fjöllunum; þau koma mér fyrir sjónir sem ein stór trölla- dyngja sem hafi verið mokað saman af einhverjum heljar- öflum í þá hauga, sem jökull- inn hefir ekki 'getað heflað af. Mín hugmynd er að þau hafi risið svona upp úr djúpinu eins og þau eru þann dag í dag, nema hvað snjó og aurskriður hafa ólagað'tindana töluvert. Það hefir aldrei verið stór- vaxinn gróður á þessum fjalla- bálki nema að vestan verðu. Þessi litli skógur sem maður sá hingað og þangað var svo smár, að maður gat gripið utan um trén með hendinni. En víða er þar fallegt útsýni og stór vötn full af laxi og fallegir smábæir hingað og þangað meðfram brautinni. Áfram héldum við allan þann dag og vorum komnir til Cal- gary um kveldið íhiyrkri, en eg sá þann bæ á vesturleið. Það sýnist að vera mikill iðnaðar bær og bæjarstæðið fallegt, umgirt af rótum fjallanna. — Næsta morgun þegar eg vakn- aði, var eg kominn langt aust- ur á sléttur; mér fanst að eg vera kominn út á eyðimörk.' Samt fór eg að horfa eftir upp- skerunni; hún var mjög rýr í tveim vesturfylkjunum, það sem eg gat séð frá brautinni. Áfram héldum við inn í Manitoba-fylki. Þá fór upp- skeran að aukast en mikið af því óþreskt; eg fór í gegnum Brandon, það er stór og falleg- ur bær. Þar var stór lúðra- flokkur að spila og mikið af hermönnum, en mest úr flug- liðinu. Einlægt var gott veður þar til við vorum nærri kominn til Winnipeg. Þá mætti okkur húðar rigning og þangað kom- ustum við eftir 46 klukkutíma ferð frá Vancouver. Settist eg að hjá kunningja mínum, Víglundi Vigfússyni, eða þeim hjónum, sem tóku á móti mér með opnum örmum. Eg var mest hjá þeim þegar eg var staddur í Winnipeg; var samt tvær nætur hjá Eyjólfi Sveinssyni. Eg kyntist þeim hjónum mikið þegar eg átti heima á Pebble Beach, en þau voru fyrir vestan Dog Lake í Oakview-bygðinni. Þau eru góðir kunningjar minir; eg mætti fáum gömlum kunningj- um í Winnipeg, hefi ekki kom- ið þar í 21 ár. Það er langur tími af manns æfi. Eg mætti þar gömlum og góðum kunningja, Magnúsi Jónssyni, alment þektur undir nafninu Mike Johnson; unnum við saman þar fyrrum í skurð- inum hjá gamla Lee. Svo fór hann að taka akkorðs-vinnu í bænum, varð stórríkur maður um tíma. Hann misti 3 upp- komnar dætur að eg held úr tæringu, allur auðurinn horfinn og hann orðinn heilsulaus. Eg gat grátið yfir þeim umskift- um. Svo mætti eg þeim Sam- sons bræðrum, Sam og Jóni, þeir eru blátt áfram uppfynd- ingamenn með að koma með gamansögur til að skemta manni. Svo keyrði eg til West Side til að taka lestina norður til Oak Point. Þar á stöðinni mætti eg kunningja minum, Skúla Sigfússyni þingmanni fyrir St. George kjördæmi. — Hann tók mér sem gömlum vini þó við værum andstæðing- ar í pólitík þessi 12 ár sem eg var við Pebble Beach. Eg var conservative en hann liberal og eg hafði vanalega meirihluta atkvæða þar, en hann sneri á mig samt, því æfinlega komst hann að. Já, það var alt gleymt. Við erum báðir Austfirðingar eins og fleiri góðir menn. Svo stigum við á lestina, Skúli og eg, og norður brunar Brúnn, norður, norður, en ekki norður og niður eins og sagt er stundum, þegar við fórum frá Winnipeg ofan til Nýja íslands. Skúli fór af lestinni á Lundar, en eg hélt áfram til Mulvihill. Þaðan símaði eg til Óla frænda til Pebble Beach. Hann kom strax og sótti mig til Mulvihill, svo nú er eg kominn þangað sem við feðgar vorum 12 ár, áður en við fluttum vestur. Það er fallegt og gott pláss; það er það bezta pláss sem er nokkur staðar þar í kring. Þessi Óli frændi sem eg er að tala um er sonur Ólafs heit- ins bróður mins og Jónu Jónas- dóttur, alsystir Einars Jóns- sonar læknis á Gimli, alt dáið. Óli hefir stóra myndarlega familíu, 8 drengi og 3 stúlkur, alt orðið fullorðið fólk nema 3 drengir, sem ganga á skóla; 3 drengir hans eru hér við Camp- bell River og elzta dóttir hans er gift Dr. Scrimer á Gimli. Þetta er mjög myndarlegur barnahópur og hann er eini bóndinn hér sem nokkuð kveð- ur að. Alt landið frá Oak Point og hingað norður er orðið tómt af búendum, það eru kanske 1—2 bændur á einni fermílu og sumstaðar ekki það. Eg hefi heyrt, til að rhynda, að bændur í kringum Lundar hafi selt stjórninni land sitt fyrir aftur komna hermenn úr seinasta stríðinu og maður veit hvernig það gekk. Svo nú er landið tómt en landar sem seldu, settust að á Lundar, svo \ vou 1 LIKEIT’ ITLIKES þar er orðið, að eg held, eins- lags gamalmennahæli. . Áfram hélt eg ferðinni. óli fór með mig vestur í Oakview bygðina til Óla frænda. Hann er sonur Stefáns heitins bróð- ur míns. Þeir eru 5 þeir bræð- ur, 4 vestur við haf; óli er sá eini sem eftir er hér austur frá. Hann er stórbóndi, á 3 upp- komin börn, 2 stúlkur og einn dreng. Þaðan fór eg til Sig- urðar Sigfússonar og Margrét- ar konu hans, þau eru indælis hjón heim að sækja. Mér leiddist ekki á meðan ég var þar. Sigurður er fróður um margt; hann á stórt bókasafn. Þau hefðu ekki getað tekið mér betur þó eg hefði verið sonur þeirra. Þaðan fór eg með þeim hjónum til Hara færeyings. — Það eru gamlir kunningjar rnínir; þau eru bæði frá Færeyj- - um og eru búin að vera lengi í bygðinni og tala bæði íslenzku. Þau hafa þar fallegt heimili. Þar tók Skafti við mér; hann er sonur Einars Sigurðssonar, tók mig heim til pabba síns og þar var eg um nóttina. Einar er mjög skemtilegur maður, sí fyndinn og glaðlegur. Svo sendi hann Skafta son sinn með mér suður til Vogar til Guð- mundar Jónssonar frá Húsey. Eg stansaði á suðurleið á Vogar og drakk kaffi hjá Birni Eggertssyni og konu hans. — Björn er stór merkilegur mað- ur að sjá og kona’hans indælis kona. Hún er dóttir Jóns al- þingismanns frá Sleðbrjót. Eg held að þau hjón séu alt í öllu þar á staðnum, og eg held að það sé mest þeim að þakka að nú er búið að fullgera þar fallega kirkju, sem prýðir stað- inn mikið. Guðmundur Jóns- son var víst yfirsmiðurinn. Nú er eg kominn til vinar míns Guðmundar Jónssonar og sestur að fyrir nóttina, en það vildi þá svo til að Jón sonur hans og kona hans höfðu farið til Winnipeg þá um morguninn, svo gamli maðurinn var hálf- gerður einsetumaður á meðan. Við höfðum samt nóg til að tala um því hann er fræðimað- ur hinn mesti; hann hefir þarna mjög myndarlegt heimili, bæði íveruhúsið og útihús, alt smíð- að eftir hann sjálfan, því hann er fjölhæfur smiður og einlægt heldur hann áfram að smíða. Hann ber ellina vel, eg held að hann sé 80 ára eða eitthvað nálægt því. Það éru miklar framfarir í allri Siglunes-bygð- inni yfirleitt, myndar búskap- ur og myndarleg íveruhús; það lítur út fyrir að ungu bændurn- Framh. á 7. bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.