Heimskringla - 05.11.1941, Page 1

Heimskringla - 05.11.1941, Page 1
The Modern Housewife Knows Quality That is Why She Selects “CANADA BREAD” “The Quality Goes in Before the Name Goes On” Wedding Cakes Made to Order PHONE 33 604 ■—"—---——— » ALWAYS ASK FOH— “Butter-Nut Bread’’ The Finest Loaf in Canada Rich as Butter—Sweet as a Nut Made only by CANADA BREAD CO. LTD. Phone 33 604 LVI. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 5. NÓV. 1941 NÚMER 6. Mikilhæf íslenzk kona látin Frú Jórunn (W. J.) Líndal Síðast liðinn laugardag lézt frú Jórunn Líndal, kona Walter L Líndal, K.C., á sjúkrahúsi (General Hospital) í Winnipeg; hafði hún átt um þriggja mán- aða skeið við vanheilsu að búa. Með láti Jórunnar Líndal, er moldar hnigin ein hin mikil- hæfasta kona úr hópi þjóð- Lokks vors hér vestra. Æfiárin urðu ekki mörg, að- ejns 45. En þau voru viðburða- ok og sérstæð í sögu íslenzkra kverpia hér vestra. 1 þessu fylki var hún með fyrstu kon- hm að leggja fyrir sig lögfræð- isnám; í annan stað voru störf- h>. sem hún hafði með höndum siðustu árin, víðtæk og bein- hnis í þágu landsins í heild Slnni. Eitt þeirra starfa var í nefnd, er skipuð var yfir land a|t til að hafa eftirlit með at- vinnuleysi kvenna og liðsinna °S bæta hag þeirra. Hitt var íræðsla í almennum efnum her- jnönnum til handa með fyrir- estrum, er ekki komu hernaði neinlínis við. Hafði frú Líndal yrst séð þörfina á þessu og §erði uppkast að lagafrumvarpi nm þetta; hefir nú fræðsla Pessi verið viðurkend og tekin UPP sem ein grein í hernaðar- kenslu í þessu landi. En þrátt fyrir þessi yfir- ^ripsmiklu störf, vanst frú Jór- unni tími til starfs í ótal öðr- Urn félagsmálum. Hún var for- seti Woman’s Canadian Club, telagi í Liberal Association Pessa fylkis, háskóla kvenna- túbbnum og kvenfélags þess, er Local Council of Women Pefnist; mætti þannig eflaust Iengi upp telja. Fædd var frú Jórunn í Churchribdge, Sask., en þar bjuggu foreldrar hennar, Mr. og Mrs. Magnús Hinriksson, nafnkunn myndarhjón. Eftir barnaskólanám vestra, stund- aði frú Jórunn nám á Mani- toba-háskóla. Lagði hún lög- fræði fyrir sig og lauk því námi 1920. Eftirlifandi manni sín- um W. J. Líndal, K.C., giftist hún 25. apríl 1918. Var hún í félagi með honum við lögfræð- isstörf um nokkur ár, en lét af því 1923. Tók hún þá til ó- spiltra mála í félagsstörfum þeim, sem hér að framan hefir verið drepið á. Ásamt eiginmanninum syrgja hina látnu 2 börn þeirra hjóna, Anna Ruth og Elizabeth Jo. Ennfremur móðir hennar, Mrs. M. Hinriksson, og tvær systur: Mrs. G. Markússon í Breden- bury og Mrs. A. O. Olson, Churchbridge, Sask. Jarðarförin fór fram í gær frá Thomson’s-útfararstofu. Dr. E. C. Howse prestur Westmin- ster kirkju og Dr. W. C. Gra- ham, yfirkennari við United College mæltu eftir hina látnu. Líkmenn voru: Hon. Ivan Schultz, prófessor R. Fletcher Argue, J. C. Davis, W. H. Mac- Pherson, Björn Stefánsson og H. J. Pálmason. Almennur söknuður ríkir i hugum Vestur-lslendinga út af láti þessarar góðu og fjölhæfu| konu. | Heimskringla vottar eigin-l manni og skyldmennum sínai dýpstu hluttekningu í sorgl þeirra. '' HELZTU FRÉTTIR < * *>ar sem nú er barist Mestu bardagarnir eru nú í uður-Rússlandi í grend við 0rgir þær er Tula og Rostov- 0n'Lon heita. Hin fyrnefnda 0rR er um 100 milur suðvestur Moskva. Hún kemur fyrst söguna á 12. öld. Fjögur undruð árum siðar var borgin eitt sterkasta vígið fyrir árás- Urtl Tattara. Þar byrjaði vopna- Shuði snemma og á tíð Péturs j^kla um 1712 mun hún hvergi afa verið meiri í Rússlandi en par. Sjö mílur suður af þessari 0rg er staður sem Yashnaya °lyana heitir; þar var Tolstoi æddur. Er eign hans nú forn- SDpasafn. Ibúar eru um 200,- °00 í Tula. ^ grend við þessa borg renn- ur Don-áin og verður að nokkru stöðuvatni. Hún rennur suður í Asov-flóa. En á bökkum hennar, 28 milur frá Asov-fló- anum, stendur borgin Rostov- on-Don. íbúar hennar eru um 400,000. Vegna legu þessarar borgar, hefir hún verið mikils- verð fyrir verzlun suðaustur hluta Rússlands og Kákasus- löndin. Frá borg þessari er sjóleið út á Svartahaf og heims- höfin. t borginni eru stórfeng- legar kornlyftur, ein stærsta i tóbaksverksmiðja í Rússlandi ] og önnur stærsta verksmiðja akuryrkjuáhalda í landinu, há- skóli, bókasöfn og alt sem nöfn- um tjáir að nefna og nútíðar- borgir hafa að bjóða. Her Breta í Iran er ekki neinn óraveg frá Rostov. Þyk- ir líklegt að þeir sendi Rússum lið til aðstoðar, heldur en að láta Hitler taka þessa borg. Borgin er eflaust vígvarin sem aðrar borgir í Rússlandi, er Hitler hefir orðið frá að hverfa. Honum mun ekki verða fremur leikur að því að taka Rostov en Leningrad og Moskva. Bandarísku herskipi sökt Það má eflaust með stærri fréttum s. 1. viku telja, að Þjóð- verjar söktu bandarísku her- skipi s. 1. fimtudag vestur af Is- landi. Herskipið hét Reuben James. Á því voru 114 manns; 77 af þeim fórust. Að Bandaríkjaþjóðinni þyki þetta súrt í brotið, er ekki að efa, en ekki hefir stjórnin neitt skift um stefnu sína í stríðina, þrátt fyrir þetta. Tundurspillirinn er fyrsta bandaríska herskipið sem hefir verið sökt af Þjóðverjum. Áður hefir vreið skotið á tvö banda- rísk herskip af þeim. BRÉF TIL HEIMSKRIN GLU New York City, 1. nóvember 1941 Hr. ritstj. Hkr. 853 Sargent Ave., Winnipeg, Canada. Kæri Stefán: 1 sambandi við bréf mitt dags. 24. f. m. viðvíkjandi lausnarbeiðni íslenzku ríkis- stjórnarinnar leyfi eg mér að tilkynna þér að mér hefir nú borist svohljóðandi símskeyti frá utanríkisráðuneytinu í Reykjavík: “Ríkisstjóri tilkynti í gær eft- irfarandi: Eftir að hafa kynt sér svo rækilega sem kostur hefir verið viðhorfið á alþingi hefir ríkisstjóri ákveðið að fresta því að fallast á lausnar- beiðni ráðuneytisins þar til út- séð er um það hverja afgreiðslu dýrtíðarmálin fá á aukaþingi því er nú situr. Ráðuneytið hefir ekkert að athuga við frest þennan og mun það halda á- fram stjórnarstörfum á sama hátt sem hingað til.” Simskeyti þetta virðist sent frá Reykjavík hinn 31. október. Með beztu kveðjum, Thor Thors ÚR ÖLLUM ÁTTUM Um 14 mílur vestur af St. Thomas, Ont., fórst s. 1. föstu- dag bandariskt fólksflutninga flugfar. Af 20 manns í flug- farinu fórust 19. # # • Þjóðverjum segist svo frá, að þeir séu sama sem búnir að') taka Krímskaga; þar var flota- stöð Rússa. Og þaðan er sókn inn í Kakasuslöndin sögð bein- ust og styðst. Þjóðverjar kunna að hafa eitthvað fýrir sér í þessu, en her Rússa er nú þarna samt enn fyrir þeim. * * • Þingið í Ottawa er komið saman. En það lítur ekki út fyrir að það ætli að starfa lengi; því var hreyft í gær að fresta því að tveim dögum liðn- um þar til í janúar-mánaðar lok. # # • Hon. R. B. Hanson, foringi í- haldsflokksins, fann að því við King-stjórnina í gær, að hún gerði ekki þinginu grein fyrir hernaðar-starfinu, bæri ekki nógu mikið traust til þingsins til þess. Hann elur og á her- skyldu, telur Breta á öllu þurfa að halda sem við höfum. Þetta hafði þær afleiðingar, að einn íhaldsþingmaður frá Quebec- fylki, sagði sig úr íhaldsflokk- inum. • • • Eggjum og tómötum var kastað í Halifax lávarð í De- troit í gær, af konum syðra, sem ekki vilja að Bandaríkin fari í stríðið. Kvað svo mikið að þessu, að lögreglan varð að koma Halifax lávarði til bjarg- ar. Hann bar sig hið bezta, bað lögregluna um að lofa kon- unum að fá peninga sinna virði af skemtun af þessu. Á Eng- landi furða menn sig á að eins góðum mat og þessum skuli vera þannig spilt. Stjórnin á Englandi sagði ekkert um framkomu þessa gagnvart lá- varðinum. • • • Bandaríkjastjórnin kvað hafa farið fram á það við Finna, að þeir hættu stríðinu móti Rúss- um. Telja Bandaríkin sig ekki geta haldið vináttu sinni við þá nema þeir geri þetta. Svar Finna er ókomið. FJÆR OG NÆR Miðvikudaginn 12. nóv. kl. 8 e. h. verður haldin almennur fundur meðal Islendinga í Van- couver, til að ræða um mögu- legleika á að halda sameigin- legan þjóðminningardag 1942 með Blaine, Bellingham og Pt. Roberts. Fundarstaðurinn er Swedish Community Hall, 1320 E. Hastings St. Þetta er at- hugunarvert mál og er því bráð nauðsynlegt að sem flestir komi, það er besta tækifærið fyrir landa hér að láta í ljósi hvaða hugmynd þeir hafa yfir- leitt um þetta mál. Fyrir hönd nefndarinnar, Magnús Eliasson • • • Gifting Laugardaginn, 4. okt., voru gefin saman í hjónaband Ing- ólfur Jóhannes Jóhanesson og Edith Sveinída Peterson, og yfirsést hefir að geta þess fyr en nú. Brúðurin er dóttir þeirra hjóna Dorothea heitinnar Jóels- dóttur og Björns Péturssonar, en brúðguminn er sonur Guð- mundar Jóhannesson og Krist- veigar Grímsdóttur konu hans. Giftinguna framkvæmdi séra Philip M. Pétursson. Mr. Grím- ur Jóhannesson, bróðir brúð- gumans og Miss Ida Swainson aðstoðuðu ungu hjónin. Brúð- kaupsveizla fór fram að heimili Mrs. ólafsson systur brúðar- innar í Acadia Apts., á Victor St. Framtiðarheimili þeirra verður hér í Winnipeg, í Elsin- ore Apts., á MaTyland St. • • • Þann 30. október s. 1. lézt að heimili dóttur sinnar, Mrs. A. O. Magnússon, við Lundar, Man., María Björnsdóttir Bald- winson, 66 ára að aldri; hún var fædd á íslandi. María var dótt- ir Björns Þorleifssonar og Önnu Elísabetu Bergsteinsdóttur ætt- ?(ðri af Vesturlandi á Islandi. Auk eiginmanns síns lætur María eftir sig þrjá syni og sjö dætur, tvo bræður og eina systur í þessu landi. Útför þessarar góðu konu fór fram 4. nóv. frá Lútersku kirkj- unni við Otto, P.O., Man. Séra Guðm. Árnason jarðsöng. • • • The Ý. P. R. U. of the First Federated Church áre organiz- ing a Bowling League and plan on bowling every alternate Sækir um stöðu í skólaráði í annari kjördeild i Winnipeg BERGÞÓR EMIL JOHNSON Heimskringla hefir sem aðr- ir frétt, að Bergþór Emil John- son sæki um stöðu í skólaráði Winnipeg-borgar. Henni þótti þetta mjög góð frétt. Það er orðið langt síðan að nokkur Is- Jendingur hefir verið í skóla- ráðinu; Árni Anderson lögfr. mun hafa verið sá síðasti. En íslenzkir kennarar eru all- margir í bænum. Að einhver rödd tali af þeirra hálfu og fslendinga í skólaráðinu, er beinlínis sjálfsagt. Ef við vilj- um að okkar andlegi arfur lifi hér, þarf hann ekki sízt að koma fram í uppeldis og mentamálum þessa þjóðfélags. Það er af logni og ládeyðu í okkar íslenzka félagslífi, að því hefir ekki fyrir löngu verið til vegar komið, að íslendingur skipi skólaráðsstöðu í þjóðfé- lagi, sem 8 til 10 þúsund fs- lendingar eiga heima í eins og í þessmu bæ. Til slíkrar stöðu er Bergþór Emil Johnson vel fallinn. Hann hefir verið skólakennari í sjö ár. Og velferð æskulýðsins hefir hann ávalt borið fyrir brjósti. Honum er mentun hans brennadi áhugamál. Hann hefir leyst af hendi mjög fjöl- þætt starf í þjóðfélaginu; meninngar-, verzlunar- og at- Monday evening. Anyone in- terested is asked to get in touch with a member of the executive. The next bowling session is scheduled for Mon- day, November lOth. • • • Þann 15. okt. s. 1. andaðist í Blaine, Washington, Jóhann O. Guðmundson. Hann var 66 ára er hann lézt. Kom til Banda- ríkjanna skömmu eftir alda- mótin og settist að í Minneota- bygðinni, þar sem hann bjó í rúm 30 ár. Jóhann sál. var vandaður maður til orða og verka. — Kvikmyndirnar sýna lífið eins og það er, segir kvik- myndastjóri. Það er alveg satt. Sætin eru dýrari núna. hafnalífi bæjarins er hann gagnkunnugur af reynslu og starfi. Auk ágætrar mentunar og sívakandi áhuga, eru því fá- ir honum færari til þess, að hafa stjórn skólamála vorra með höndum. Útgjöldin til mentamálanna, eru þyngsti skattliður þessa bæjar. Það má ekki minna vera en að til þess séu valdir menn með eins fjöl- breyttri þekkingu og hæfni og völ er á til að ráða fram úr því, að hin miklu útgjöld komi að sem mestum notum, verði menningarlífi voru og æskunni til sem mestrar velferðar og heilla. Bergþór Emil Johnson er fæddur 1896 í Mikley. Hann hefir búið 14 ár í kjördeildinni, sem hann sækir um skólaráðs- stöðu í og hefir síðari árin stundað margvísleg kaupsýslu- störf. Hann er útskrifaður af J. B. skóla, las 2 ár lögfræði, en tók síðan kennarapróf og lagði fyrir sig barnakenslu. Hann var forséti stúdentafélagsins ís- lenzka um skeið, hefir starfað í stjórnarnefnd Þjóðræknisfé- lags íslendinga í 7 ár, verið forseti “Fróns”, forseti stjórn- arnefndar Sambandssafnaðar og sunnudagaskóla, leikfélags og ungmennafélags sömu kiíkju; hann hefir yfirleitt staðið í hvívetna mjög framar- lega í öllum íslenzkum félags- málum og verið þar hinn á- gætasti starfsmaður. Stjórnar- rekstur félagsmála lætur h’on- um framúrskarandi vel; sem forseti þeirra á hann fáa jafn- ingja sína að lipurð og hag- sýni, og á vinsældum fyrir það að fagna hjá almenningi, eigi síður en samstarfsmönnum sín- um. Mr. Johnson er giftur og á eitt barn. Bæjarráðskosningar í Winni- peg fara fram 28. nóvember. Það sem við, sem íslendingar, getum bezt gert í sambandi við þær, er að koma fslendingi að í skólaráðið. Beitið ykkur, fram að kosningu, að því að Bergþór Emil Johnson verði kosinn 28. nóvember.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.